Heimskringla - 25.08.1910, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.08.1910, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1910. Bll. S rR0BLIN HOTEL* 115 Adelaide St. WinnipeR Bezta $1.50 á-dag hús i Vestnr- Canada. Keyrsla ÓKeypis milli va^nstöðva ok hússins á nóttn oa degi. Aðhlynninig hins bez'a. Við- skifti íslendinea ó«lr«st. OLAFUK a. ÓLAFSSON, lslendingur, af- ereifíir yöur. Heímstekjiö hann.— O. ROY, eigandi. . Farmer’s Trading Co. (BI.ACIt & BOLK) HAFA EINUNGIS BESTU VÖRUTEGUNDIR. Einu umboðsmer.n fyrir :— “SLATER" Skóna góðu. “FIT-RITE” Fatnaðinn. “H. B. K.” prj<5nafélat;ið. “HELENA” pils og ‘waist’ kvenfatnaði. Bestu matvörutegundir. “ DEERING ” akuryrkju verkfæri o, s. frv. Beztuvörur Lágtverð Tljót og nákvæm afgreiðsla. Farmer’s Trading Co., THE QUALITY STORB Wynyard, Sask. JIMMYTS HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpe, Eigandi MARKET HOTEL 146 PKINCESS ST. P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEQ Beztu tegundir af vinföngum og vind um. aðhlynning góð húsið endurbætt Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stmsta Billiard Hall 1 Norövestnrlandinu Tlu Pool-borö.—Alskonar vlnog vindlar Gistin* og fmOI: $1.00 á dag og þar yflr tennon ék Hebto. Eigendnr. JOHN DUFF PLTfMBER, GAS AND STEAM FITTER Alt * 'k vel vandaö, og veröiö rétt 664 No Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg A. S.TORBERT’S RAKARASTOFA Er 1 Jimmy’s Hótel. Besta ^erk, Agæt verkfæri; Rakstur I5c en'Hárskuröur 25c. — Öskar viöskifta íslendinga. — S. K. HALL TEACHER OF PIANO and HARMONY STUDIO: 701 Vietor St. Haustkensla byrjar lst Sept. Upplétting. Ritstj. Ileimskringlu. Gerðu mér þann greiÖa, að ljá þessum l'inum rúm í blaði þínu. Eítir 6 ára dvöl í Quill Plain bygð í Saskatchewan, síðan ég kom frá íslandi, réð ég af, að létta mér upp um tíma meö því, að sækja sýninguna í Winnipeg og sömuleiðis íslendingadaigshaildið þar, svo og til þess, að finna Önnu systur mína og aðra kunn- ingjai og ættingija, sem þar búa. þiegar éig kom að beiman fyrir 6 árum, fanst mér fátt um Winnápeg borg, enda mætti ég þar þá eng- um, sem ég þekti, þá 2 daga, sem ég hafði þar viðdvöl, nema þeim hjónum, herra Jóni Bíldfell og konu hans, sem er frænka mín, og tóku þau þá, eins og nú, vrel á móti mér. Kn nú fanst mér útsýni borgarinnar alt sínu bjartara og fegurra en þá, en hefir framför verið mikil 4 þessu tímabili. Ég varði 2 dögum til að skoða sýningiina. F.n rúm blaðsins leyfir ekki, að því sé öllu lýst, sem þar bar íyrir augu, og var þó alt þess vert, að vera nákvæmlega athug- að. Hrifnastur varð ég af að skoða hinar ýtnsu gripa og dýrategundir, sem þar voru. þar keppa bændur um að sýna íegursta og ibezt alda 'gripi, — naut, hesta, sauði, svín og fugla. Og svo virtist mér, sem við bændur úr nýibygðunum gæt- um mikið lært af að sækja slíkar sýningar og að keppa eftir kvnbót- um á fjárstofni vorum, og að afla oss þekkingar á þeim eldisefnum, sem notuð eru til framleiðslu svo fagurra dýra. Ómögulegt er mér að telja upp alt er ég sá á sýning- unni, en ég sannfærðist um það, að það borgi sig fyrir bændur, að kosta sig inn á þessa árlegu sýn- ingu, því hún veitir bœndum meiri þekkingu en nemur ferðakostnað- inum. Menn verða að lita hana með ed'gin augum til þess að geta metið réttilega gildi hennar. Eftir sýninguna beið ég í borg- inni til þess að vera viðstaddur þjóðhátíðarhald íslendinga þar 2. ágúst. þar fann ég mesta fjölda landa minna og ræddi viðmarga þeirra. Alt fór þar vel fram, en mesta unun hafði ég af þeim á- geeitu ræðum, sem þar voru flutt- ar, og alt var hátíðajialdið hið á- nægjulegasta og misti eg þó af all - litlu af prógrams- skemtununum, vegna regnfalls um kveldið, — þar með ferð á gufu- bát, sem gekk eftir Rauðá um kveldið til að skemta gestunnm. Við þetta hátiðahald fann ég góð- kunningja ipinn Runólf Halldórs- son frá Selkirk, sem bauð mér að heimsækja sig, og gerði ég það fá- um dögum síðar í félagi með bróð ur hans, sem býr í Winnipeg. Mörgum öðrum kunningjutn mætti ég í Winnipeg oc þáði heim- boð hjá þeim. Neíni ég þar á með- al Jónas Stephensen, sem gekk með, mér um borgina 2 heila daga og sýndi jnér mestan hluta hennar. Hjá Jóni Bíldfell var ég því nœr daiglegur gestur, og hefði hann veitt mér húsnæði meða:i ég dvaldi í Winnipeg, hefði ekki verið of áskipað í ltúsi hans af sýningar- gestum og öðru fólki. — Daníel Dæníelsson, sem var eitt siim vinnumaður minn á Islandi, er nú kvongaöur og býr í borginni, og vedtti hann mér vdngjarnlegar við- tökur. — Ég eyddi og með Önnu systur minni skemtilegri kveld- stund í húsi þínu, herra ritstjóri. Einnig heimsótti ég StefaníuMagn- lisdóttur og Guðnýju dóttur henn- ar, sem kvonguð er herra Magnúsi Pálssvni bókhaldara. Sömuleiðis Ólaf Vopna og Rirík Björnsson frá I/jótsstöðum, nágranna minn á Islaadi og samferðamann minn hingað vestur fyrir 6 árum. þá heimsótti ég einnig Kr. Vopnfjörð og konu hans og Pétur Sigurjóns-. son og konu hans. — Og marga, aðra hitt ég þar, þótt ekki nafn- greini ég þá, og mætti allstaðar hlýlegustu viðtökum, og bdð ég hlað yðar að bera þeim öllum kæra kveðju og alúðarþökk mína fyrir viðkynninguna. Síðast skal þess getið, að Anna systir mín og María dóttir hennar og ungfrú Helga Níelsson lögðu saman og gáfu mér, er ég fór frá Winnipeg, ágæta leður-ferðatösku, og votta ég þeim hér með kæra þökk fyrir. Rétt áður eti ég fór úr borginni gerði ég mér ferð á almenna sjúkrahúsið til þess að sjá Mrs. B. I,. Baldwinson, sem þar hefir verið 9 vikur, og virtist mér hún vera á vænlegum batavegi. Margt anmað vildi ég sagt hafa um þessa skemtiför, en það væri ósanngjörn áníðsla á rúmi blaðs- ins. Aðieins bið ég blaðið að flytja kæra kveðju mína öllum þeim mörgu, sem ég kyntist og naut höfðinglegrar gestrisnu hjá á þess- ari ferð, og þakka ég þeim öllum alúðlega þeirra góðu viðtökur og viömót. J. J. Vestdal. Dánarfregn. “Vantar nú í, vinahóp, völt er lífsins glíma, þann sem yndi og unað skóp oss, fyrir skemstum tíma”. M. J. Hinn 13. júní sl. vildi sá sviplegi sorgaratburður til hér í beenum, að bóndinn Sigurður Hannesson varð bráðkvaddur. það vildi þann ig til, að Sigurður".ásamt syni sín- um Victor, og öðrum dreng til, hafði verið viö'lievvinnu um dag- inn, að aka saman og stakka heyi, og var að öllu leyti hedlbrigður að því er sjáanlegt var. En þegar leið að kveldinu'kl. 6—7, og þeir ætluðu að fara aö hætta vinnu, gekk Sigurður, sem sjálfur haiði verið uppi á hevstakknum, út að öðrum enda stakksins til eftirlits, og spurði son sinn, sem niðri var, hvernig stakkurinn liti út. En í þeirri somu svipan féll hann aftur- bak niður á heystakkinn, vog var þegar örendur. Nábúar, sem voru þar nærstaddir, komu þegar til aðstoðar, fluttu líkið hedm og gerðu alt, sem ívþeirra valdi stóð, með lífgunartilraunir, stm reyndist árangurslaust. Tveir læknar voru sóttir, og álitu þeir að orsökin til dauða hans rnun-di vera sú, að æð hefði slitnað í höfðinu, máske vegna hita og þreytu og af ofmik- illi árevnslu, og að hann hefði bráðdáið, — ekki vitað af sér, þá er haíin féll niður. Sigurður Hannesson var fæddul 23. ágúst 1855 á Hvoli í Ölfusinu í Arnessýslu, sonur Hannesar Hann- essonar, merkisbónda, sem bjó á téðum bœ allan sinn búskap, og varð einnig bráðkvaddur, er hann var að leggja hnakk, á hest, en þá samt nokkuð hnigin að aldri. Signrðu var kvæntur Sigríðl Gísladóttur, bónda á Kröggul- stöðum S sömu sveit og sýslu á íslandd. Fluttu þau hjón til Ame- [ ríku árið 1885, setlust að í Span- | dsh Fork, og hafa búið hér síðan og liðið mæta vel. Við fráfall Sigurðér hjóst hið mesta skarð í þjóðlífsskjöld vorn, því hann var hinn mesti starfs- og dugnaðar maður. Hann J>jó hér fyrirmyndarlegu búi og átti lag- legan og vel um hdrtan búgarð í grend við bæinn, en snoturt, vand- að og skemtilegt íbúðarhús og heimili hér í bænum. Hann var í meöallagi greindur, eða íult það, vinfastur, en nokkuð vinavandur ; alla jafna sí-glaður og findiim og spaugsamur í viðræðum. Agætur nábúi. Pe/.ti og umhyggjusamasti húsfaðir. Ástríkur eiginmaður og faðir. Hann lætur hér Wtir sig — auk sinna mörgu vina, sem öllum er sár söknuður að fráfalli hans á bezta aldri og svona sviplega, — ekkjui þá, sem hér að frarnan er nefnd, tvo syni, 17 og 22 ára að aldri, og eina dóttur 6 ára', — og 5 systur, sem allar eru'á Islandi, giftar og búa í Reykjavík og þar í grendinni. “Nú hvílir hetjan styrkva á hægri grafar-sæng, en sál frá sorgar-myrkva er svifin Ijóss á væng ; og uppheims-stjörnum ofar, þars engin blæða sár, hún lávarð himna lofar fyr liðna gleðd’ og íár”. E. H. Johnson. Spanish Fork, 17. júlí 1910. Magnús Brynjólfsson. Að bjðrtum <1< gi dimmdi í hverjum Ijóra dýrðleg blómin virtust fella tár. Það hristist jðrð,þá hrnndi bjargið stóra, Hér er Plató annar lagður nér. Það stynur jörð er steypast björg, 8<’r stórinn fugl i lundi harm 'r, með dör í hjarta dróttin mörg, Drenginn nýta, sfiran haimar. R. J. Daviðson LEIÐRÉTTIXG. I sfðustu hendingn 10 erindis f kvæðinu “Eiriksjökull” hefir mis- prentast eitt orð, “fyrir” en á að vera YFIR, — Til íslands fór, frá Chdcago borg þann 18. þ. m., herra A. J. Johnson með konu sína og barn ef.tir ársdvöl þar syðra. Segir hann svo í bréfi til ritstj. Hkr. að heilsa þedrra hjóna þoli ekki hitann og loftslagdð þar syðra, og eins getur hann þess að hann "*ri ekki ráð fyrir að koma aftur vest- nr. þau hjón biðja Ileimskringlu að fly-tja Vestur íslenddngum alúð- ar kveðju sína meö þökk fyrir viðkynninguna. * * * Sólar stígvéla endast lengur, ef við og við er borin -á þá terpen- tína. Hún smýgur inn í holurnar á leðrinu og varnar vatninu að- göngu. STRAX í DAG er bezt að GERAST KAUP- ANDI AÐ HEIMSKRINGLU. — ÞAÐ ER EKKl SEINNA VÆNNA. Manitoba á undan. Manitoba hefir víðáttumikla vatnsfleti til uppgufunar og úr- fellis. Jnetta, hið nauðsynlegasta frjógunarskilyrði, er því trygt. Ennþá eru 25 milíón ekrur óbygðar. l'bnatal fylkisins árið 1901 var 225,211, en er nú orðdð um 500,000, sem má teljast áuægjuleg aukning. Arið 1901 var hveiti og hafra og bygg framleiðslan 90,367,085 bushela ; á 5 árum hefir hún aukist upp í 129,475,943 bushel. Winnipeg borg hafði árið 1901 42,240 íbúa, en hefir nú um 150,000 ; hefir nálega fjórfaldast á 8 árum. Skattskildar eignir Winnipegborgar árið 1901 voru $26,405,770, en árið 1908 voru þær orðnar $116,106,390. llöfðu meir en þrefaldasit á 7 árum. Flutningstæki eru óviðjaínanleg,— í einu orðd sagt, eru í fremsta flokki nútíðartækja : Fjórar þverlandshrautir liggja um fylkið, fullgerðar og í stníðum, og með miðstöðvar í Win- nipeg. I fvlkinu eru nú nále^a 4 þúsund mílur aií hillgerðum járnbrautum. Manitoba hefir tekið meiri landbúnaðarlegum og efnalegum framförum en nokkurt annað land i heimi, og er þess vegna á kjósanlegasti aðsetursst ðr.r fyrir alla, af því þetta fylki býður beztan arð af vinnu og íjárileggi. Skrifið eítir upplvsingum til : — JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto. Ort. JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, i\Tan. A. A. C. I.aRlVlERK, 22 All ancc Bldg., Montrcal, Quebec. J. F. TENNANT, Gretna, Mamtoba. .1. J MILOKiV, Deputy Minister af Agriculture and Immigration, Witnipeg. t t t t t t t * * t t' *■ t t t t t t- * 370 SÖGUSAFN HEIMSKRINGDU Og ég má fullvissa þig um, prófastsfrú, að sérhver fróður og verulega mientaður maður mun hrósa hon- um fyrir það”. Presturinn. lagði svo mikla áherzlu á orðin : verulega menitaður, að'prófastsfrúin tók það sem per- sónulega sneið. Mögru, fölu kinnaranar hennar lit- aði ilskan rauðar. það var ekkert til sem edns mikið sœrði konu þessa, eins og að láta í ljós efa um mentun hennar. þettai orð var ávalt á vörum hiennar, og sérhver sem kyntist henni, varð þess fljótt var, að sjálfsálit henn- ar var itakmarkalaust. Hún trúði á ósskfcikulleifc dómsgreindar sinnar, og að undanskilinni barúnsfrú Ehrenstam í I.iljudal, var engin kona í sókninni sem tók henni fram í neinu. Að efast um sæmd hennar, dygð og lunderni, það gat nú staðist, en að efast um mentun hennar, iþað var óheyrandi. Menn geta skilið hve redð hún varð, þegar hún heyrði lítilsigldan þorpsprest efast um hennar, hdnnar fyrverandi kennslukonn, alfullkomnu mentun., Hún varð ýmist ranð eða föl, hvassi nefbroddur- inn varð hárauður og eldur logaði í augum hennar. Hún reyndi árangurslaust að finna orð og setningar, sem gaetu lokað munninum á þessum fífldjarfa presti fyrir fult og alt. Frú Pergholm, sem varð all-óróleg og kvíðandi yfir því þrumuveðri er maður hennar áttd í vændutn, gat ekki fundið annað væuna ráð en að velta borð- iinu með kaffikönnunnd og tveinpir bollapörum, um koll, til þess að ledðai athygli þessarar bókfróðu skjaldmeyjar í aðra átt. J>að heppnaðist líka. Hávaðinn kom prófasts- frúnnd til að snúa sér við. Hún gleymdi að láta reiðd sína streyma yfir prestinn, þegar hún sá inni- hald kaffikönnunnar renna út um gólfið. Berghóltn presti var bjargað, eai að eins fyrir stutta stund. FORI/AGAI/EIKURINN 371 ‘•Hamingjan góða, hvað ég er klaufaleg,” kallaði frú Perghólm, með up'pgeröar hræðslu. “Ó, pabbi, komdu og hjálpaðu miér.” Presturinn hraðaði sér að verða við þessari bón konu sinnar, glaður yfir því að losna við augnatillit 'þessarar reiðu konu. En sú gleði varð nú nokkuð endasleipp, því nauma.st var búið að reisa borðið við, þegar prófastsfrúin sagði: “'Góði prestur minn, við vorum að tala um á- form tengdasonar þíns, og þú saigðir, að sérhver verulega mentaður maður yrðd að fallast á áiorni han«|. Viar það ekkd iþetta sem þú sagðir, eða heyrðd eg skakt?” Alveg rétt, alveg rétt, frú m;n góð,” svaraði presturinn, sem nú iðraðist eftir að liafa talað á þenna hátt, “en ég tnieinti að eins með því—” “þiú medntir með því, að ég ætti enga verulega mientun til, fyrst ég . væri á móti áformi hans,” sagöi frúin aíl-hávær. “þú hyggur þig vera fram- úrskarandi vitran mann, af því að þú hefir í mörg ár lesið grísku og latítwi, en ég get fullvissað þig um það, að bókmentir ntitímans hafa að geyttta sáð- korn til eins mikillar mentunar og fornaldar bók- mentirnar. Ilve lítilfjörleg skáld voru ekki Virgil, Cicero og Tacitus í samanburði við Byron, Gœthe ög Tasso ?” “Cicero og Tacitus voru ekki skáld,” sagði prest- urdmn kurteislega. “Sá fyrri var—” “Mér er sama hvað þéir voru,” greip- frúin fram í fiyrir hornum, hamstola yfir md.sgáningi sínum og því, að presturinn skyldi dirfast að leiðrétta hana, “en hver og einn verður þó að viðurkenna það, að þear, sem uppi voru fyrir tvö þúsund árum síðan, hafa ekki getað staðdð á jafn háu mentunarstigi eins og þeir þrír, sem ég niefndi, og sem tilheyra okkar tíma.” 372, SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU “Tasso heyrir ekki okkar tíma til,” sagöi prest- urinn með egnandi rósemi. “Hann var uppi fyrir mörgum hundruðum ára síðan." “Eg veit það eins vel og þú, prestur minn,” sagði frúin með vaxandi vonsku, “ég vedt mjög vel—’ “'Og*úiei, próÚistsfrú, ég var bara að spauga. þú veist mjög vel að Tasso lifir enn, þó hann sé orð- inn mjög gamall,” greip presturr.m frarn í fyrir henni. þet'ta var við þaðlað gera frúna bandóða. Satt að segja haföi frúin ekki lesið eitt I orð eftir Tasso, og vissi ekki aitnað um hann en að hann hafði verið stór-skáld. Presturinn hafði því gaman a£ vand- ræðunum sem hann kom henni í, með því að halda því fram að Tasso væri lifa'.idi. Frúin áttaði sig þó brátt og sagði: “Okkur varðtir í raun réttri ekkert um Tasso, við vorum að .taUv um tenigdason þinn, hr. Ilolm, og bændaskólann hians.” “Konan mín hefir rétt fyrir sér,” sagði litli digri prófiasturinn, sem við hlið konu sinnar líktist tnest niúlld aftan við ©inn í tölu, “það var umtalsefn- ið, 'þú hefir enn ekki svarað athugasemdunum sem ég gerði við fyrirtæki þetta.” “þeim er auðvelt að svara,” sagði presturinn. “þú er,t hræddur um að skóli tengdasonar míns skapi lagasnápa og þesskonar illþýði, en þó liggur það í aii'gnm uppi, aö skóli þessi verður til að eyði- leggja þá. því einmitt fyrir það að þekkingin verð- ur ailmenn, það er að segja, að allir geta öðlast hana, munu bændurnir eftirleiðis ekki leita á náðir slíkra þorpara, sem táldraga þá einföldu og þekking- arsnauðu. þedr eiga að læra að hjálpa sér sjálfir, og sú litla fnæðsla, sem þeir öðlast í æsku sinni, mun ekkd gera þá hrokafulla eða drambsama, eáns og þú heldur, heldnr þvert á móti auðmjúka, því þegar FORLAGALEIKURINN * 373. þieir eru leiddir inn á völl vísindanna, sjá þedr aif hann er takmarkalaus. þá sjá þeir og j_ve lágt þeiir standa, sjá að þeir eru ekkert, og þessi vissa vekur hjá þeim auðmýkt......vona eg. Og Jeitta er tilgang- ur skólans, sem minn eðallyndi og he.iðvirði tengda- sonur hefir stcfnað, ásamt dóttur minni.” “Ilvað þá ?" sagði prófasturinn; “en þetta verð- ur aldrei annað en hálfmentun.....þoka....” I’resturinn ypti öxlum. “Ilvort er betra,” spuröi hann, “að vera ei:i- eygöur eða- alveg biindur, að gan.ga í þoku eða níða- myrkri. Segðu mér það, vinur mimh” “Mér finst þessi líking ekki eiga vel við..” ‘••Jú, hún á eins vel við og nokkur líking getur átt við þetta efni; bvers vegna eru mcnnirnir, bænd- urnir sem aðrir, settir í þenna.n heim ? Er það til þess að þeir eyði æfi sinni við skort og mótlæti í myrkri fávizkunnar ? Má ekki bóndinn fá levfi til við og við að lyf'ta huga sinum frá moOdinni sem han.n stendur á, tdl þoss að festa hugsjón sina á ein- hverju öðru en því sem er að eins efnislegt ? Eigum við, sem köllum okkur meutaða og fróða, ekki að unna bræðrum vorum neinnar mentunar eða fróð- leiks ?” Bergholm prestur talaði þessd orð með raustu, sem titraði af hjartnæmri tilfinndngn. Ilinn gamli, •heiðvdrði maður var gagntekinn aí hugsimum þeim, sem nú ríktu hjá honum, — hugsunum um þessa fá- taeku, fyrdrlitnu, raiiigsleitni líðandi bræður, um hverra veJvegnan hairn ávalt hugsaði, þessa vits- munahlindu, fsem hann vildi gera sjáandi — en hann glevmdi á þessu augnabliki við hvern hanu talaði, gleymdi þvi, að maðurinn sem hann talaði við, var vitgranaur, ruddalegur og síngjarn prestur, sem ekki skildi hugsjónir þær, sem hinn gáfaði, mentaði, fróði og góðá maðnr ól.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.