Heimskringla


Heimskringla - 12.10.1911, Qupperneq 3

Heimskringla - 12.10.1911, Qupperneq 3
HEIMSKRINGL A WINNIPEG, 12. OKT. 1911. 3. BLS Islands fréttir. M a n n a 1 á t. Ragnar porsteins son, verzlunarmaður í Reykjavík, andaðist á Landakostsspítalanum 15. september. Maður á bezta aldri o); drengur góður. — Jón Arason, bóudi á pverá í Eyjaíirði, dó á sjúkrahúsinu á Akureyri 4. september. Var um fertugt og- í fremstu bænda röð í sínu bygðar- lagi. — Sama dag- lézt á Akureyri Guðbjörg Jónsdóttir, kona Hall- gríms Krákssonar pósts. Hún var hnijrin á efri aldur, sæmdarkona, vel látin. Björn Jónsson, fyrv. ráðherra, sem dvalið hefir sér til heilsubót- ar í Danmörku síðan stuttu eftir þinglok, kom lieim aftur um miðj- an september og hafði fengið full- an bata. Til þingmensku býður hann sig í Barðastrandarsýslu. — Minnisvarði Jóns Sigurðsson- ar var afhjúpaður í Reykjavík 10. sept., eins og áður var getið. — Framan á stalli líkneskjunnar er upplileypt mynd, sem mjög er dást að. Myndin sýnir mann, sem stendur uppi í fjallshlíð og er að velta fram stóru bjargi, en að baki honum stendur hópur manna og horfir á. Myndin táknar braut- ryðjandann. J>essi mynd, eða verk- ið á henni, 'er gjöf frá Einari Jóns- syni listamanni, og hafði ekki upp- haflega verið gert ráö fyrir neinni slíkri mynd á stallinum. Myndin er ágætlega gerð, og má sannar- lega ekki minna vera en að minst sé á þessa gjöf. — Vestmannaeyjasíminn er ný- lega lagður milli eyjanna og meg- inlandsins. Og þar sem nú er ver- ið að leggja síma til Garðsauka, veröur þess skamt að bíða, að eyjarnar komist í símasamband við höfuðstaðinn, og þá um leið við umheiminn. Kostnaðurinn við símalagninguna kvað alls hafa orðið um 40 þús. króna. Af þeirri upphæð nemur hlutafeð 30 þúsund króna, en 10 þúsund króna liefir Mikla norræna ritsímafélagið lán- að hlutafélaginu, og kvað lánið vera vaxtalaust, enda hefir það og töluverðan hagnað af því, að sím- inn kemst á. — Talsíma-áhöld kvað Vestmanneyingar hafa pant- að alls fjörutíu að tölu. — Ilerra Ágúst Bjarnason hefir nýlega samið ritgerð um frakk- neska heimspekinginn Gayau, og hefir heimspekisdeild Kaupmanua- hafnarháskóla samþykt, að hann hljóti fyrir hana doktors-nafnbót, er hann hefir varið hana setn venja er til. — Stykkishólms-síminn, þ. e. tal- síminn milli Búðardals og Stykkis- hólms og að Iljarðarfelli, tr síð- asta alþingi veitti fé til (38 þús. króna gen 8 þús. króna tillagi frá hlutaðeigandi héruðum) verður, eins og alþingi gerði ráð fyrir, lagður að sumri, og hefir nú uokk- uð af shnastaurunum þegar verið flutt til Stykkishólms, og verður síðan flutt á ísum upp um sveit- irnar, sem síminn á að liggja um. — Færeysk fiskiskúta fanst ný- skeö á reki, mastra- og seglalaus, og vildi mönnunum á henui það til bjargar, að ötinur fiskiskúta frá Færeyjum rakst á hana og dró hana inn til Vopnafjarðar. — Á Siglufirði segir Norðurland að í sumar um síldveiðatímann, séu um 3000 menn og geitgur Siglu fjörður þá næst Reykjavik, að því er mannfjöldann snertir. — Herra Helgi Valtýsson hefir verið að koma straumferju þeirri, er Uann hefir fundið upp, fyrir á Brúará í Biskupstungum í Árnes- sýslu. Hann hefir látið smíða straumferjuna í Hafnarfirði, eftir fyrirsögn sinni, og kvað hún geta flutt 5—6 hesta í senn. — Sjúkraskýli hefir nýlega verið reist í verzlunarstaðnum í Hólma- vík í Steingrímsfirði í Stranda- sýsltt. Á sjúkraskýlinu er ætlast til, að 15—20 sjúklingar geti verið í senn. — Nýverið brann veitingahús að Hvammstanga verzlunarstað í Húnavatnssýslu. Húsið var all- stórt og nýtt, eða mjög nýlega bygt. — Seint í ágúst brann geymslu- hús að Álfhólum í Landeyjum í Landeyjum í Rangárvallasýslu. þar býr Jón bóndi Nikulásson, og misti hann net, amboð ýms, reið- týgi o. íl. í eldinum. Skaðinn met- inn unt 400 kr. — Séra Jótt Guðmttndsson, prest ur að Nesi í Norðfirði, hefir ný- skeð verið skipaður prófastur í Suður-Múlasýslu, í stað séra Jó- hanns I/. Sveinbjörnssonar að Hól- um í Reyðarfirði. — í Rej'kjavík er mælt, að af Goodtemplara ltálftt bjóði sig fram auk herra ]>. J. Thoroddsen, lterra Pétur Zophoníasson ; báðir hafa ]>eir verið háttstandandi embættis- menn reglunnar, og má því búast við, að þeir fái þaðan öflugt fylgi. Verða þá 8 þingmannaefnin í höf- uðstaðnum. — 1 Gullbringu- og K jósarsýslu kvað bjóða sig fram herra Matthías J>órðarson, danne- brogsniaður, kaupmaður í Sand- gerði, ásamt Birni Bjarnasyni í Gröf af hálfu Heimastjórnarllokks- ins. — Pétur Jónsson söngvari er ráðintt um þriggja ára tíma við eitt af stærst söng-leikhúsum Ber- línar-borgar. “Kurförstenopera" er nafn leikhússins. — Óspektir gerðtt Norðmenn á Sigluíirði nýverið. Voru þeir ttm 200 saman, allir ölvaðir, og börð- ust og gerðu ýmsan óskunda. — Vildi lögreglustjóri þá með hóp manna skakka leikinn, en þá sóttu Norðmenn að honum ; varð þá snarpur bardagi og margir urðu sarir, þvi Norðmenn börðu með flöskum. J>ó tókst að taka ltönd- um verstu fantana og voru þeir setttir í handjárn. Fálkinn, sem eftirlit á að hafa með útlendum fiskiskipttm, var hvergi nærri, enda hefir ekki látið sjá sig hér við Iand tttn langan títna ; kvað yera i Færeyjum. Er sannarlega ástæða til að lasta slíka van- rækslu á landhelgisvörninni. — Skólastjórastöðuna við barna- skólann á Seyðisfirði og hinn væntanlega ttnglingaskóla, veitti skólanefndin 21. ág. Karli kennara Finnbogasyni á Akureyri. Öllum kennurum við barnaskólann þar hafði verið sagt upj> í sumar, en skólanefndin veitti þremur þeirra aftur sömu kennaraembættin ; að eitts skólastjórinn, Ilalldór Jónas- son, var veginn og létttir fundinn af skólanefndinni. * # * Verzlunarskýrslur íslands 1909. — Nýlega eru verzluuarskýrslur íslands fyrir árið 1909 komnar á prent, og skulum vér nú, almenn- ingi til fróðleiks, tína upp úr þeim örfá korn. Að því er verzlunarmagnið snert ir, nátntt aðfluttar vörur greint ár alls: 10,765,628 kr. og eru vörurn- ar taldar komnar frá þessum lönd- um : Danmörku ........ 5,419,796 kr. Bretlandi ....... 3,105,856 kr. Noregi .......... 1,146,114 kr. Svíþjóð ............ 90,245 kr. J>ýzkalandi ........ 621,639 kr. Öðrum löndum ... 381,978 kr. Vörur, sem útfluttar hafa verið, numu á hinn bóginn alls 12,852,- 825 kr., og eru þær taldar útflutt- ar til þessara landa : Danmerkur ....... 5,368,494 kr. Bretlands ....... 3,388,778 kr. Noregs ............. 741,433 kr. Svíþjóðar .......... 39,271 pr. þýzkalnds ......... 329,214 kr. Spánar ........... 1,928,093 kr. Ítalíu ............ 595,283 kr. Annara landa ... 459,259 kr. Að því er til þess kemur hverra tegunda útfluttu vörurnar voru, stafa þær frá þessum atvinnu- greinum : Fiskiveiðunum ..... 6,601,439 kr. Hvalaveiðunum ...... 1,586,757 kr. Veiði ýmis konar ... 58,534 kr. Landbúnaðinum ... 3,235,998 kr. Ýmislegtt ......... 2,252,097 kr. Að útfluttu vörurnar nema tölu- vert meira en aðfluttu vörurnar, stafar meðfram að all-miklu ieyti af hvalaveiðunum. Árið 1909 var tala verzlananna hér á landi alls 427. Af verzlunum þessum er talið að verið hafi : Innlendar verzlanir ....... 352 Útlendar verZlanir ......... 46 Sveita-verzlanir ........... 29 þvi miður sýna verzlunarskýrsl- urnar ekki, hve mikið af verzlun- inni hefir verið í höndum útlendu og innlendu verzlananna, hvorra um sig, en enginn vafi er þó á því, að verzlunin er óðnm að komast æ meira og meira í hendur lands- manna sjálfra. Konur, setn verzlun rákn, eru árið 1909 taldar að hafa verið alls 22 að tölu. Skip, sem komu til landsins ár- ið 1909, voru að tölu, og að smá- lestatali, sem hér segir : 1. Segliskip : — Tala. Smálestir. íslenzk 3 247 Dönsk .. 18 2,061 Norsk .. 26 3,255 2. Gufuskip. — Tala. Smálestir. íslenzk ... 19 4,888 Dönsk ... 88 49,819 Norsk ... 152 54,106 Annara þjóða ... .12 2,117 I verzlunarskýrslunum er rétti- lega bent á það, að það, að skip, sem hingað koma frá útlöndum, verða þrásinnis að fara liéðan aft- ur til útlanda án hálffermingar — sum seglskipin fara að eins með grjót, er þau , taka sem seglfestu — geri alla flutninga til landsins dýr- ari en ella mundi. ÞAKKARÁVARP. ‘‘þegar neyðin er stærst, er hjálp in næst". það get ég sagt ; því í örðugu sjúkdómsstríði, sem ég varð að þola í fyrra sumar og nú aftur á þessu sumri, hefir drott- inn vakið upp marga mér til hjálp- axj Læknirinn, Dr. Brandson, gerði á mér uppskurð í fyrra og nú í sumar veitti liann mér ýms góð ráð og aðra hjálp. Alt sitt verk fyrir mig hefir hann unnnið endur- gjaldslaust, en þó ávalt stundað mig með þeirri ljúfmensku og alúð sem maður helzt gæti átt von á, þar sem um mikið endurgjald væri að ræða. í júlí sl. héldu nokkrar ungar stúlkur á Gimli samkomu mér til styrktar. Agóðinn af henni allur var mér sendur, að upphæð $29.55. Á Gimli er ennfremur kona ein, Mrs. Christiana Cliiswell, sem sendi mér að gjöf $10.00. 1 Winnipeg gengust þau hjóniu Mr. og Mrs. J. Gottskálksson íyr- ir samskotum mér til styrktar, og er sú gjafaskrá þannig : Mr. og Mrs. Th. Oddson $6, Mr. og Mrs. J. Gottskálksson, J. T. Bergmann og kvenfél. Tjáldbúðarsafn. $5 hv.; Jón Vopni $4; I,. Hallgrímsson $3; Mathews and Sigurðsson, J. Hall og G. Stephenson, $2 hver; Mrs. S. Brynjólfsson $1.50; D. Jónasson, II. B. Skaptason, Thorleifur Jón- asson, Th. E. Thorsteinsson, II. Pétursson, T. Thomas, J. B. Skaptason, þ. Flallgrímsson, Mrs. N. Ottenson, Mrs. II. Skaftfeld, Th. Johnson, Mrs. F. J. Berg- mann, Mrs. J. Thorpe, M. John- son, Alex Johnson, þ. þ. J>orsteins- son, J. Pálsson, S. Pálsson, ó- nefndur, ónefndur, B. Árnason, Bella Gottskálksson, O. Gott- skálksson, $1 hvert; J. Thorvarðs- son, vinur, G. Árnason, J. Árna- son, L. Kristjánsson, ónefnd,Stein- unn Magnússon, Helga Johnson, C. Paulson, ónefndur, D. Hanson og Kristján Stefánsson, 50c hvert; vinur, vinur, ónefnd, M.Thorsteins- son 25c hvert. Samtals $63.50. þau hjónin Mr. og Mrs. Ásbjörn Eggertsson hafa á margan hátt líknað mér í þessuin erfiðu ástæð- um mínuin. Hjá þeim var ég í fvrra sumar, og hefi einnig verið hjá þeim í sumar. þau hafa veitt mér hjúkrun og kærleiksrika ná- kvæmni og ávalt reynst mér liinir sönnustu vinir. Öllum þessum, sem nefndir hafa verið og mörgum öðrum, setn hafa rétt mér hjálparhönd, votta ég af hjarta þakklæti og bið drottinn að launa þeim öllum. Hann, sem ekki gleyinir sínu minsta barni, varðveiti þá ávalt og blessi. Winnipeg, 19. sept. 1911. Ölöf Hallgrímsd. Fnjóskdal. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, aB 790 Notre Dame Ave. (horni Tor onto St.) gerir við alls konat katla, könnur, potta og pöunui fyrir konur, og brýnir hnífa o> skerpir sagir fyrir karlmetin. - Alt vel af hendi leyst íyrir litL borgun. Giftingaleyfisbréf STÍLUR Kr. Ásg. Bcnodiktsson 424 Corydon Ave. Fortlíouge Það er alvegjvíst, að Það bor^ar sig að aug- lýsa í Heimskringlu. C.P.R. Lönd C.P.R. Liind til sðln, í town- ships 25 til 32, Ranges 10 tii 17, að báðum meðtölduin, vestur nf 2 h&dgisbaug. Þessi Find fftst keypt með H eða 10 Ara borgun- ar tfma. Vextir (i per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, 8. D. B. Sleplianson að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn,alls heraðsins að VVynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara eu þessara framan- greindn manna, bera sjálfir ábyrgð á þvf. Kaupið þesst lönd rtú. Verð þeirra verður brdðlega sett upp KERR BROTHERS QHNFK.\L SALBS AQE.NTS WVNYARD SASK. JOHN DUFF PLT'MBKR, GAS AXDSTEAM FITTKE Alt ve“k vel VHiidaö, og veröiö rétt 664 Notre DameAv. Phone Garry 25«v8 WLNNIPEG MARKET HOTEL 140 Princess St. A ut6li inarkHCunb P. OTONNFI.L, eigiirtJI, V\ INMÞKo Beztu vtnföng vitidlar og aöhlynuing póö. Isienzkur voitingamaður P S. Anderr>on, loiöhe nir Islendingum. JIMMY'S HOTEL BEZTC VÍN OOVINDLAR. VlNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINOUR. : : : : : Jamcs Thorpc, Eigandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. St"R*sta Rilliard Hall 1 Norövesturlandiri) Tlu Pool-borö.—Alskonar vfno« vindlf»»- Glntin^ og fieOi: $1.00 ó dug og þar yfir læniiaa á llebn Wigendur. ♦--------------------------- | Hefir þú borgiað ^ Heimskringlu ? ♦--------------------------- TÆKIFÆRANNA LAND. Hér skulu taldir að eins fáir þelrra miklu yfir- burða, sem Maaitoba fylki býður, og sýnt, hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sin, ættu aö taka sér bólfestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BÖNDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar- mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu sinnar tegundar á atneríkanska meginlandinu. TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga stækkandi borgum, sækjast efiir allskyns handverks- mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun. Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvmnu með beztu launum. Hér eru yfirgnæíandi atvinnutæki- færi fyrir alla. TIL FJARHYGGJENDA. Manitoba býður gnægð rafafis til framleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — tnargvíslegar og ótæmandi auðs- uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam- göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð- æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öftlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk- un. — Til frekari upplýsinga, skrifið : JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliattce Bldg., Montreal, J. F. TICNNANT, Gretna, Manitoba. .1. .1. (iOMIEN, Dep ity Miiiister of Agriculture and Iminigratiou, Winn'peg Ættareinkennið 211 tague Nevitt í ógáti, en ekki myrt hann”. — Ilann settist aftur og tautaði : “óhappadráp Ii -- ó- happadráp ! óhappa—dráp ! ’• Einn af áheyrendunum stóð mi upp og þaut til hans. Dómarinn þekti hann strax. “Granville Kelmscott”, sagði hann lágt og þreytulega, “hjálpið mér burtu héðan, ég er mikið, — mikið veikur. þér eruð vinur minn og sakið mig ekki —, ó, ég get ekki meira —, réttið nu'r hendi yðar og hjálpið mér héðan''. LXV. KAPÍTULI. J>egar endirinn er góður, eraltgott. Algerð kyrð var í salnum, þegar Granville leklili hann inn í dómara herbcrgið. Nokkrir af vintttn hans hröðuðu sér á cftir honum, þar á meðal Guy, Cyril, frú Clifford og Elma. Dómarinn settist á stól og hélt lengi þegjandi í liendi Granvilles ; svo varð honum litið til Elinu, sneri sér að henni og sagði : “í)g þakka yður, ung- frú, þér voruð svo góðar — ég hefi gleymt nafni yð- ar — en þér hvöttuð mig vel”. “Hann vill segja meira”, sagði Elma og starði á hann. “Hann deyr ! Hann deyr !' En hann vill segja meíra. — Herra Kelmscott, hann vill tala við vður. 0, Cyril, mamma, við skulum fara út”. þau gengu út með hægS. Sir Gilbert hélt enn í liendi GranvilKs. “J>að drepur hana”, tautaði hann, “ég er viss um að það drepur hana. Hún getur ekki lifað yið þá liugsun, að faðir hennar var or- 212 Sögusafn Heimskringlu sök í dauða Montague Nevitts. Og þér munuð ekki geta fengið yður til að kvongast stúlku, hverrar faðir var morðingi, eftir almennings dómi, hvort hann er sannur eða ekki — og það mun líka Jeyða hana, því hún elskar yður svo innilega, hr. Kelms- cott”. Granville þrýsti hendi hins veika manns, laut aö honum og sagði : “Ekkert jarðneskt vald getur deytt ást Gwendolinar á mér, og ekkert jarðueskt vald getur devtt ást mína á henni, og ef yður er hugarléttir að vita það, fullvissa ég yður utn, aö undir eins og Gwendoline játast mér, skal ég kvong- ast henni. Mér er enn ekki kunnugt um þetta margbrotna málefni, en það tnegið þér reiða yöur á, að þegar þér opinberuðuð sannleikann áðan inn í salnum, svo hiklaust ojr myndarlega, þá áunnuð þér yður samhyg-ð ojr virðingu mína og allra áheyrend- anna, og hið sama verður á morgun hjá öllutn íbúum ICnglands, þegar blöðin færa þeiin þessar frejrnir”. Sir Gilbert Gildersleeve var nú fiuttur til her- bergja sinna í gistihúsi bæjarins. þar lifði hann í 14 daga, en varð veikari og þróttminni með degi liver jum. J>egar hann dó, að þessum 14 dögum liðnum, hélt hann 1 hendi Gwendoline og Granville stóð grát- andi lijá rúmi hans. Með aðstoð lögmanns síns, skiftu þeir Granville, Cyril og Guv eignum föður sins bróðurlega á milli sín. Granville bauð þeim ættaróðalið, en þeir vildu ekki þiggja það. Kváðu hann vera fæddan þar op uppalinn í þeirri trú, að óðalið jrrði hans, meðan þeim hefði ekki komið til liugar, að þeir nokkru sinni eignuöust ættarnafn. Eini maðurinn, sem ekki var ánægður með sam- komulag þetta, var Reginald Clifford. Hann sagði JCttareinkennið 213 við dóttur sína : “það er heilög skylda hvers manns, að halda í réttindi sín og stöðu. Og Cj-ril ætti að muna það, að kona hans og börn —” “Já, en hann á enga konu, pabbi”, sagði Elma og brosti gletnislega. “övo sú ástæða er gagns- laus". “Að sönnu á hann enga konu núna, en það líður varla langur timi, þangað til hann kvongast. J>að er líklegt, að Cyril vilji kvongast stúlku af góðri og efnaðri ætt, sem hann er kunnugur, og foreldrar hennar munu þá krefjast — “Nú, jæja, en þetta kemur ekki okkur við”, svar- aði Elma, “því þú hefir mörgum sinnum sagt, að ekkert jarðneskt afl fengi þig til að gefa samþykki”. “Barnið mitt”, sagð'i hann órólegur, “hvaða rugl er þetta, þú veizt að kringumstæðurnar hafa mikið breyzt síðan. þá var Cyril að eins málari”. “Já, og að svo miklu leyti mér er kunnugt, þá er hann málari ennþá". “Já, en nú vitum við, að hann er orðinn ríkur og er af einni beztu ætt í landiuu, og ef hann skyldi velja þig —” “það er langt síðan hann valdi mig”,. svaraði Elma. “Og þú manst það eflaust, að þá varst þú gagngert á móti því, að við mættum giftast, — og þess vegna sagði ég nei". “Og hvað sagði faðir þinn um það, Elma? spurði Cvril brosandi, þegar hún nokkrum stundum siðar sagði honum frá þessu samtali. , “0, hann sagði bara, að þú mundir hefja bón- orðið aftur”, en ég svaraði því þannig, “að það gæti ég ekki haldið að þú myndir gera — og ég held það raunar ennþá”. “Hvers vegna ekki, Elma?” “Af því þú þarft þess ekki, Cyril. J>etta hefir frá upphafi til enda verið misskilnings-leikur, að 214 Sögusafn Heimskringlu siinnu hefir verið nóg af mótlæti, en misskilniugur- inn hefir þó verið yfirgnæfandi. það hefir aldrei verið nein ástæða til hindrunar því, að ég giftist þér, og ég iðrast eftir, að ég gerði það ekki strax, til að oýna heiminum, hvert traust ég bæri til ykkar Guys, þegar allir aðrir sneru baki að ykkur”. “Eigum við þá ekki að ílýta okkur að bæta úr þessari vanrækslu, og ákveða að giftast þriðja mið- vikudag eftir þennan dag?” sagði Cyril eftir stutta þögn, meðan þau voru að hugsa um umliðið mót- læti. “0, Cyril, hvað hugsarðu ! J>að cr svo afar- stuttur tími þangað til ; mér er ómögulegt að verða tilbúin á þeim tíma. þú hefir enga hugmynd um, hve margt það er, sem gera þarf áður, ýmiskonar litbúnaður, klæðnaður, velja sér brúðarmeyjar, gera kunningjum okkar lieimboð og óteljandi margt ann- .... Nú, en til þess að tefja ekki fyrir þér ineð rugli í þetta sinn, eins og áður, góðir vinur minn, — þá skulum við samt sem áður velja þriðja miið- vikudag hér frá, fvrir giftingardag okkar. E N D I R.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.