Heimskringla - 12.10.1911, Page 4

Heimskringla - 12.10.1911, Page 4
4. BLS WINNIPEG, 12, OKT, 1911, HEIMSKRINGLA Fréttabréf. FORT McMURRY, 29. ágúst 1911. Ritstjóri Heimskringlu. Hinn velkomni mánaöarlegi gestur minn, Heimskringla, er vjn- samlega ‘kompaður’ fyrir augum inínum, og hver lina lesin meÖ mesta athygli. J>aö særir tilfinningar mínar, að hugsa til móðurlands okkar í því ástandi, sem ritgerð J>órhalls bisk- ups Bjarnarsonar birtir það, og vildi ég mega benda löndum mín- um á þá braut, sem getur leitt þá til fjárs og frama. Eg vil að Island nái verzlunar- sambandi við óbygðir Norður-Can- ada. Island getur öðrum löndum fremur orðið stórauðugt á því fyrirtæki. Látum Island setja upp verzlunarstöðvar á vestursrrönd Hudsons flóans og sækja þaðan auðæfi alla leið til austurenda Great Bear vatnsins. Á því svæði hefir Hudsons ílóa félagið ekki náð tangarhaldi, svo að verzlun við Indíána og Kskimóa er opin hverjum þeim, sem hefir nóga framkvæmd í sér til að reka hana. Yillidýr eru þar yfirfljótanlega mikil, og íslenzk sokkapör seldust þar hæglega fyrir $5.00 til $10.00 virði af loðskinnum, og annar fatnaður seldist eftir sömu hlut- föllum. Fimm til tíu dollara virði af loðskinnum fengist þar og.fyrir eitt pund af sykri og te og tóbak er þaðan af dýrasa. þar veiðast tóur, úlfar, birnir, otur, mink, martin og fleifi dýrategundir. Silf- ur- og svart-tóur, sem seljast fyr- ir $800.00 í St. Louis, eru verð- lagðar lítið hærra en rauðar tóur, sem seljast fyrir eitt til tvö pund af tei eða tvenn sokkapör, röndótt eða mislit. f-n Fyrsti maðurinn, sem rekið hef- ir verzlun við Eskimóa við Bear vatn, kom þaðan í vor með 20 þúsund dollara virði af loðskinn- um fyrir $500.00 verzlunarforða, sem hann hafði þó slálfur eytt af en svo leiddist honum óbygðalifið, að hann kvaðst ekki fara þangað aftur. Loðskinna verzlunarsam- band við þetta ofannefnda hérað, myndi nema nokkrum hundruðum dollara ágóða á hverju ári fyrir Island. það væri spor til þess, að þjóð min klappaði sjálfri sér lof í lófa fyrir að hafa stigið, ef hún ræki þá verzlun með áhuga og hollmensku. Ef Iandar vorir á Islandi vildu nú stofna slíkt verzlunarfélag og láta ungmenni sín afla sér þessar- ar dýrmætu loðskinnavöru, þá skal ég, livenær sem er, veita þeim fullar upplýsingar um aðferð þá, sem beitt er til þess að veiða hin ýmsu nefndu dýr, án þess að þiggja nokkur laun fyrir það. Á- nægjan af því væri mér næg þókn- un. —• Iludsons flóa félagið græðir ógrynni fjár árlega á þessari verzl- un, og bráðum leggur það hendur á auðlindir þær, sem eru í þessu framangreinda héraði, cf aðrir eru ekki áður þangað konmir. — Eg ræð því löndum mínum til þess, að sleppa ekki þessu tækifæri og að misvirða ekki gott ráð. Gerið hina litlu þjóð vora auðuga og volduga, og verið ekki eftirbátar annara. Verið ötulir. Jiað er betra að tapa lífi eins en heiðri allra. Enmargir munu segja, að það sé óðs manns æði, að leggja út í þetta og skoða það sem mesta háska. En reynsla mín er sú, að lífið úti í óbygðum sé háskalaust og sælulíf og heilsusamlegt. Fiskur og kjöt er þar ókeypis og sumar- sólin sæt og blíð eftir vetrar- dimmuna. Konan mín var aldrei hraust, þangað til hún fór að búa hér, og ungbarn okkar er að sama skapi heilsuhraust. Ef hver einasta fjölskylda á ís- landi gæti selt 5 sokkapör fyrir loðskinnavöru á $5.00 parið, þá yrði það nær 100 kr. á hverja fjölskyldu. Iléðan er lítið að frétta. Við borum dag og nótt eftir steinolíu. Fimm félög stunda hér olíugröft og voru þau fill að hreppa hnoss- ið, sem hulið er í iðrum jarðar. Einkennilegur viðburður varð hjá Vancouver og Victoria íélag- inu nú nýskeð. J>að boraði gegn- um 150 feta þykt tjörulag og hef- ir slíkt ekki áður komið fyrir í sögu borunarmanna. Nú liggja pípurnar í gegnum lag þetta og niður í klöpp, sem borunarmenn segjast vissir um, að feli undir sér lag af salti. Einn maður slasaðist hér við borunarvélina .og flutti ég hann til Fort Chippewyan í Petersboro- smábát 150 milur vegar á 30 kl,- stundum. þar fékk hann hjúkrun í katólsku klaustri Eg vil ráðleggja löndum í Win- nipeg að leggja saman og senda mann hingað til að festa náma- lóðir strax 'og olía er fundin. Ég skal tilkynna olíufundinn strax og brunnurinn gýs og vísa á góða lóð. það kostar 50c á ekr- una árlega, að halda lóð, svo það er ekkert einstaklings meðfæri. — Námalóð er ein míla á breidd og 3 mílur á lengd. C. Eymundsson. Frœgir dvergar. Einn frægasti dvergur, sem uppi hefir veriö, hét Jeffrey Hudson. Ilann var fæddur í Oakham á Eug landi árið 1619. þegar hann var 8 ára gamall fór hann til fósturs til hertogans yfir Buckingham umdæminu. þá var liann 18 þuml. liár og þeirri hæð hélt hanh þar til hann var 30 ára gamall. En þá tók að togna úr honum, unz hann var 2 fet og 9 þuml. á liæð, og þeirri hæð hélt hann til dauða- dags. Hann var sýndur Eng- lands drotningu skömmu eftir að hún giftist Karli fyrsta Bretakon- ungi. Ilrotningin tók hann tafar- laust í umsjá sína og hafði hann hirð sinni til skemtunar, og var hann þá til margra hluta nytsam- legur. Eitt sinn lét drotning bera afarmikla skorpusteik á borð fyr- ir samkvæmi mikið, sem hún hafði boðið í veizlu til sín. En þegar skorpusteikin var opnuð, þá gekk dvergurinn lit úr henni í allri sinni dýrð, og varð þá hlátur mikill í höllinni. — Eitt éinn var hann lát- inn heyja einvigi, og það fór eins og þegar Davíð háði einvígið við Goliat; að dvergurinn varð and- stæðing sínum að bana. íludson dó 63. ára gamall í fangelsi, sem hann hafði verið settur i, fyrir þátt-töku í samsæri gegn ríkinu. Annar merkur dvergmr var Rich- ard Gibson. Hann var fjórum ár- um eldri en Iludson. Flann var talinn góður málari. Hann kvong- aðist Önnu Shepherd, kvendverg, við hirð Henriettu drotningar. Sjálfur konungurinn gerðist þá svaramaður brúðarinnar, og drotn ingin gaf henni verðmætan dem- antshring í brúðargjöf, og hirð- skáldið Waller orti við það tæki- færi eitt af beztu kvæðum sínum. þetta hjónaband varð að öllu hið æskilegasta. Börn þeirra urðu 9 talsins og 5 þeirra náðu fullri meðal-stærð. Gibson varð 75 ára gamall, og ekkja lians lifði 15 ár eftir dauða bónda síns. Hinn þriðli markverður dvergur var Josef Borulwaski. Hann var Pólverji. þegar hann var 15 ára, var hann 25 þuml. hár. þá var hann sýndur Mariu Thersu drotn- ingu, og svo mikið fanst henni til um fegurð dvergsins og alla fram- komu hans, að hún setti hann á hné sér og kysti hann. þegar drotningin spurði hann, hvað hann hefði séð fegurst í Vínarborg, svar aði hann : “það, sem ég sé núna, — svo lítinn mann á hné svo mik- illar konu’’. Fyrir þetta svar þótti drotningunni jafnan mjög vænt um hann. Stanislaus annar hafði dverg þennan í mestu metum. Hann fór með hatin til Englands og á fund Georgs þriðja, og frá þeim tíma dvaldi dvergurinn á Englandi, — meir en 50 ára timabil. þegar þessi dvergur var fullvaxinn, var hann 3 fet og 3 þuml. á hæð. En systir hans var svo lítil, að hún náði honum ekki nema í öxl. þessi dvergur var ekki að eins fríður sýnum, heldur var hann einnig há- lærður maður. Hann lifði undir 5 konungum og andaðist í Dunham árið 1837. Einn hinn einkennilegasti van- skapningur fæddist í heim þennan þann 3. júrií 1674. Hann hét Ma- thew Buchinger. Hann hafði hvorki hendur né fætur og varð aldrei hærri en 29 þumlungar. En þrátt fvrir þessi skapnaðarlýti, varð honum gott til kvonfangs. Hann kvongaðist fjórum sinnum og eftirskildi heiminum 11 börn. þessi litli maður' var góður söng- fræðingur. Hann gat leikið af mik- illi snild á mörg hljóðfæri, með hjálp verkfæra, sem hann sjálfur uPPSfötvraði og lét búa til eftir sinni fvrirsögn. Hann gat gert ýmsar missýning- ar og var góður dráttlistarmaður og ágætur skrifari. Ennþá minni dvergur var Wy- brand Loikes, fæddur í Friesland árið 1720 og sonur fátæks fiski- manns. Ilann gerðist úrsmiður í Rotterdam og var talinn í allra fremstu röð slíkra manna þar í borg. Hann kvongaðist fullvaxta konu. þau eignuðust 3 börn. ‘ T>egar hann var á sextugasta ár- inu, varð hann gjaldþrota. En þá tók hann að ferðast og sýna sig og græddi vel fé á því. Loks kom hann til Lundúna og sýndi sig þar á leikhúsi um stund, en fór síðar til æskustöðva sinna og bjó þar við allsnægtir til hárrar elli. — Aldrei varð hann hærri en 26 þml. né þvngri en 56 pund. Jafnvel þó ílestir fyrri daga dvergar væru að ýmsu leyti gædd- ir ágætum hæfileikum, þá voru fæstir þeirra fríðir ásýndum. En ein af undantekningunum frá því var þó frú Teresa, sem alment var þekt undir nafninu “Corsiku álfa- mærin”. Húti var fædd á eyjunni Corsica árið 1753. þegar hún var um tvítugt, var hiín á sýningu í Lundúnum, og var þá viðurkend með allra fríðustu konum, sem sést höfðu þar í borg. Hún var og sérlega geðgóð og aðlaðandi, á- gabtlega vitiborin og háttprúð. — álannfræðingar töldu hana hið undraverðasta sýnishorn mann- legrar tilveru, sem sézt hafði þar í borg fram að þeiin tíma. Hún var 34. þumlunga há og 20 punda þung. En þó var frú Teresa risi mikill í samanburði við Nikulás Feny, sem ekki var nema 9 þuml. langur og vóg 12 únzur þegar hann fædd- ist, og aldrei varð þyngri en 8 pund. Átján mánaða gamall fór hann að bvrja að tala og tveggja ára gamall að ganga. Iiann ólst upp á geitamjólk. þegar hann var 5 ára gamall og 20 þumlunga hár, fór hann í fóstur til Stanislaus konungs. Aldrei á æfinni var hægt að segja að bryddi á manulegu viti hjá honum, og 21 árs gamall var hann orðinn eins og gamall maður. Hann varð mest 33 þml. hár, og þornaði upp, þar til ekki var neitt cftir nema beinagrindin. Ilann dó árið 1764. ITann var ekki gagnlegur dverg- ur eins og Richburg, sem 16 ára gamall var settur í vist til móður Louis konungs Philippe. Hann var 23. þml. hár, og var þó liinn þarf- asti sendiboði. Hann bar verðmæt og áríðandi ríkisskjöl, sem liulin voru í fötum hans og fór með þau — í umsjá stúlku þeirrar, sem sett var til að annast um hann — þaiigað scm þau áttu að fara, og sem ekki hefði verið hægt að koma áleiðis á nokkurn annan hátt. Meðal þeirra, sem voru í þjón- ustu Abdul Hameds, gamla Tyrkja soldánsins, og sem mistu atvinnu sína við valdamissi hans, var hinn m'kilhæfi dvergur Mehemmcd Sel- im, sem er 28 þml. hár. þessi dvergur er sagður að vera ágætur málfræðingur og tónsnillingur. Marga fleiri dverga mætti nefna, ef rúm leyfði. FYRfRSPURN. Ilver, sem vita kynni um heim- ilisfang herra Júlíusar Ásmundar Kristjánssonar, frá Katastöðum í Núpsveit í Norður-þingeyjarsýslu á íslandi, — er vinsamlega beðinn að láta undirritaðan vita um það sem allra fyrst. Nefndur júlíus kom frá Islandi árið 1904 og dvaldi fyrstu 4 árin í Cypress Riv- er og þar f grendinni. Vidir P.O., Man., 3. okt. 1911. Ágúst Einarsson. Kennara vantar Fyrir Morning Star skóla, S.D. nr. 153 ; hafi 2. eða 3. stigs kenn- arapróf. Kensla byrjar 15. okt. og varir 2 mánuði. Bréíleg umsókn er tilgreini launakröfu, sendist JOIIN A. JOIINSON, Sec’y-Treas. Lillesve P.O., Man. Hannyrðir. Undirrituð veitir tilsögn í alls kyns hannyrðum gegn sanngjarnri borgun. Starfsstofa : Room 312 Kennedy Bldg., Portage Av., gegnt Eaton búðinni. Phone: Main 7723. gerða iialdorson. The Dominion Bank IlOIiNÍ NOTIlhl 1)AME AVKMJE 0(J SIIERBIiOOKE STREKT Höfuðstóll uppborgaður : $4,000,000.00 Vnrasjóður - $5,400,000 00 Vér óskum eftir viðskiftun verzlun.ir iiianna. o - ábyriíum.st nif gefa poim fnllnue^ju. iíparisjóðsiieild vor er sú siæi sta seui nuktur baiiki hefir í borginni. íbúendur brssa hlut.a borifariiimr óska að skiita við stofnun sein beir vita uð er alperleca tryiru- Nafn vort er fulliiyguing óhlut- leika, Byrjið spaii innlegg (yrir sj dfa .yðar, komu yi'uro^ höi u. IMiout' tíarry 3líO <>eu. II. Jlalliewwin, liáðsmaður. VITUR MAÐUR er varkár rneð að drekka eingöilgu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. Drewrys Redwood Lager það er léttur, freyðandi bjór, gerður einigöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hiann. E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEQ Moö þvl aO hiöjH æfinloga um ‘T.L. CIÍ JAK,” |>6 ortu viss aö fá Agrotan vindil. T.L. UINION MAI'KI Western <’ignr Fnctory Thomas Lee,eigandi Winnnipep HVERSVEGNAiVILJA ALLIR MINNÍSVARÐÁ ÚR MÁLMI (WHITE BRONZE ?) Mim Vegna þess þeir eru mikið falletrri. Endast óumbreytan- legir Öld eftir öld. Eu eru sitmt mun billegri en granft eða maruuiri, niörg hundruð úr nð V’eljii. a Fáiö upplýsivifar og pantiö hjá [ J. F. L E I F 5 O N * QUILL PLAIN, SASK, -íCn. The Gelden Rule Store hcfir lög-verð & vörum sfnum setn mun tryggja henni marga n/ja vini og draga þá elilri nær henni. Veitið oss tækifæri til þoss að gera yður að varanlegum viðskiftavin. Vér viljum fá verzlun yðar. Kn v< r væntum þess ekki ef þór getið sætt betri kjörum annarstnðar. ÞÁÐ BOKGAR STG AÐ VERZLA VIÐ THE GOLDEN RULE STORE J. GOLDSTINE CAVALIER, NORTH DAKOTA Auglýsing í Heimskringlu borgar sig. Spánarvín. i ■ ’ s ■ 2 Spánarvín Spanarvín 3 4 Spánarvín Háborgin Spánar rís stórleit og stök yfir stormkaldri, víðri hæðaslóð. Við jökulfaldanna línhvítu lök ber hún landsins dýrasta, heitasta hlóð. Með forna heimsvaldsins úrætta arf hýr hún öltur, er geyma þess heilögu glóð. — Að baki’ er þess frægð og þess banasök, fyrir brjósti er niðjans reisandi starf. í kvöldhjarmans fyrstu, rísandi rausn bekkjarft raðirnar undir leikpallsins fjöl af fagnandi, háværri öld við öl við endaðan dag — og boðorðsins lausn. þar er strengurinn sleginn og þrautin þreytt af þrótti, fimleik og trúðalist ; þar er alt að sjá, og þó ei nema eitt, — ungmær sem dansar, siðast og fyrst. / ' 1 :■ Einsog kveðandi fellur og líður Ijóð, eins er lögbundið sporið í dansins óð ; og hún stígur það hreint, einsog strandbáran slær sín sterku tónbil í hafsins lag. Hún er lýðsins barn, en listinni nær, Jiessi lifandi bj’lgja af krafti og yl, sem heggur í sinna hreyfinga brag, einsog hendingar, lófanna gnestandi spil. Og þrúgunnar dreyri slær eldi í hvert orð, gefur augans kasti hvassari odd og vængjar hvern hug við veighöfug borð. Hér á vínnaðran hvorki tönn eða sporð. Nei, hér á dauðans bit engan brodd, aðeins blikandi skálanna dýra flóð streymir þungt og sterkt í hið þyrsta blóð. — þar gevmist Rómverjans heilaga glóð. Til hennar ber sæskagans storð og strönd alla strauma síns auðs um blómfögur lönd og hún skín eins og demant greyptur í gull, með glampandi sjónir og stálherta taug ; hún baðast og skírist í loftsins laug ; með leikandi, vopndjarfa, örláta hönd, með djásn yfir enni og baug við baug, hún bergir sitt dimma, sólþrungna full. Ilún er björt eins og dís, svo djaríleit og prúð, af dreggjanna blönduðu, ókunnu stétt. Með fegurðaraðalsins einkarétt ber hún eins og drotning sitt glyslétta skrúð. Hún er blómið vrilt, sem ei lijjnd hefir hlúð, svo hosk og svo bráð, en ástartrygg. Hún er úrkastsins perla dýr og dygg ; og hún dansar inn hátíð í loddarans búð. Hún er mild og þó svipgöfg sem hálandsins liæð, með hundrað faðmlaga brennandi þrótt og bikarins lif og eitur í æð. — Nú andar hún djúpt, en ber fótinn hljótt. því kveldroðans skraut eins og konungsins mund stráir kvikandi gulli um húmskygðan lund, sem á himin vors lífs, eina hverfula nótt, sem hjartað skal muna að dauðans stund. l 1 • - ’ " • • f — Einsog svipir falla af sólgeimsins strönd gægjast s lfurský fram af blátjaldsins skör, yfir jarðar skammæ og litverii lönd, undir lífblvsi heimsins í drottins liönd, þar sem sáinn akur og seglbúinn knör biða sumariiis, undir næstu för, að senda í norðursins syfjuðu drótt guðs sólskin — þar sem er vetur og nótt. þessi heiðríka, svalandi sjónarhæð fangar sinnið og minnið og hverja æð. þeirri yndismynd verður aldrei gleymt. Manns insta sál er sem skattgjald heimt fyrir alt þetta fagra, logandi lif, sem Ijómar hvern afkima af hjartans borg — með hið blóðleita vín, með hinn blikandi hníf og hin breiðu, mannfríðu, iðandi torg. — Svo hreyfist hver limur, hver lokkur, hvert traf, sem leiki og ólgi hið strandbrotna haf. — Yfir særökkri búa brúnanna log, sem brimslög snögg eru herðanna köst. Og í hástökksins þyt cr sem hafstorms sog, meðan hrynur silkisins niðandi röst ; en sundtök um hljómanna síkvika vog eru svanbjörtu armanna dúnmjúku tog. — Raíljósin stilla sitt strengjaspil, um stéttir skálans, hvelfing og þil, yíir náttsvörtum hárum og vínrauðri vör i vorandans fyrsta blævængjaleik. Af hundruðum brjósta slær ilmsins yl og augun öll loga stálhvöss og snör undir brún sem er dul, en þó djörf og ör. — — Ilið dimma blóð felur hiiðin bleik. — Ó, Spánarborg, með hið blóðdimma vfn, sem þú bergir við jökulfaldanna lín, þú sjaldan munt fyrnast muna manns fyrir málminn rauða — né sjálfa Rín. Rn citt það tnali ég þó lengst mitt líf, hið lokkdökka, föla, unga vif, sem steig þinn trylta og stolta dans eina stund — einsog dís þíns hafbundna lands. Einar Benediktsson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.