Heimskringla - 01.02.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 01.02.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKB.IN G E A WINNIPEG, 1. E.EBRÚAR 1912 7. BLS* TILBOÐ í lokuSum umslögum, árituð til undirskriíaSs : ‘■Ténder for Highway Approaches at' Locoport, Man.”, verSa meS- tekin 4 þessar skrifstofu til kl. 4 á "þriSjudaginn 20. íebrúat 1912, til þess aS byggja aSdragandana aS aifstur- og vestur-endum stálbrú- arinnar yfir RauSá, líjá Lockport, í Selkirk sýslu, í Manitoba. Úppdrættir, afmarkanir og samn ingsform fást á þessati skrifstofu, ogf hjá W. Z. Earle, héraSs verk- fræöingi, 504 Ashdown Block, Win- niþeg, Man., J. G. Sing, Esq., hér- aSs verkfraeSingi, Confederation Life Building, Toronto, Ontario ; J. L. Michand, Esq., héraSs verk- fraeSingi, Merchants Bank Building St. James St., Montreal, P.Q., og hjá póstmeistaranum í Lockport, Selkirk County, Manitoba. FrambjóSendur eru mintir á, aS tilboiSum þeirra verSur enginn gaumur gefinn, nema þau séu rituS á prentuSu formin og undirskrifuS meS eigin hendi frambjóSanda og tilgreini starf þeirra og heimilis- fang. J>ar sem félög eiga hlut aS máli, verSur hver félagi aS rita meS eigin hendi nafn sitt, stöSu og heimili. Hverju tilboSi verSur aS fylgja viSurkend ávísun á löggiltan banka, sem borganleg sé til Hon- orable Minister of Public Works, og jafngildi 10% af tilboSs upp- hæSinni, og sé því fyrirgert, ef frambjóSandi neitar aS gera verk- samninga, þegar hann er kvaddur til þess, eSa vanrækir aS fullgera verkiS, sem um er samiS. VerSi framboSiS ekki þegiS, þá verSur ávfsaninni skilaS aftur. Deildin skuldbindur sig ekki til aö þiggja lægsta eSa nokktlrt til- boö. Eftir skipun # R. C. DESROCHERS, Secretary. Department of Public Works Ottawa, January 23. 1912. Blööum verSur ekki borgaö fyr- ir þessa auglýsingu, ef þau flytja hana án skipunar frá deildinni. Ágrip af reglugjörð «m heimilisréttarlönd í C a n a d a Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöl- skyldu hefir fyrir aö sjá, og sér- hver karlmaSur, sem oröinn er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjóröungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. Umsækjandinn verSur sjálf- ur aö koma á landskrifstofu stjórn arinnar eöa uudirskrifstofu í því j héraSi. Samkvæmt umboði og með ! sérstökum skilyrðum má faöir, j móðir, sonur, dóttir, bróðir eöa s-ystir umsækjandans sækja um landið fyrir hans hönd á hvaöa skrifstofu sem er. Skyldur, — Sex mánaSa á- j búð á ári og ræktun á landinu í þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðar- jörö hans, eSa föður, móSur, son- ar, dóttur bróÖur eða systur hans. í vissum héruöum hefir landnem- innj sem fullnægt hefir landtöku skyldum sinum, forkaupsrétt (pre- emption) aö sectionarfjóröungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. Skvldur :—Verður aö sitja 6 mánuöi af ári á landinu í 0 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekiö (að þeim tíma meötöld- I um, er til þess þarf aö ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur veröur að yrkja auk- reitis. Landtökumaður, sem hefir þegar notaö heimilisrétt sinn og getur ekki náö forkaupsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökum héruðum. VerS $3.00 ekran. Skyldur : Veröiö að sitja 6 mánuöi á landinu á ári í þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 viröi. W. W. C O R Y, Deputy Minister of the Interior. Hannyrðir. Undirrituö veitir tilsögn í alls kyna hannyrSum gegn sanngjarnri borgun. Starfsstofa : Room 312 Kiennjedy Bldg., Portage Av., gegnt Eaton búöinni. Phone: Main 7723. GERÐA haldorson. JÓN JÓNSSON, járnsmiöur, aö 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir viö alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vei ai hendi leyst hrrir Mtla borgna. Islands fréttir. Fólksfjöldi Rjeýkjavíknr eftir ný- afstöömí manntali er 12,241, og 'ér þáS 641 fleira en viÖ manntaliö áriö á undan. I Reykjavík voru 1, deS. 1910 1186 timburhús, 76 stein- hus, 18 steiifsteyþuhús og 14 torf- bíéir. Viröingarverö husarina állra áriö 1909 var 10 milíóuir 843 þús.. kr., — en á öllu landinu 20 miíí ónir 794 þús. kr.. I — Bankabókara staSan við Landsbankann hjefir veriS veitt sr. Ríchard Torfasyni. Auk hans sóttu bankaritararnir Árni Jó- hannsson og Jóri Pálsson, þorst. þorsteinsson, cand. polit., og fjöldi annara. Bankastjórnin mælti fram méð Árna Jóharinssyni, en ráS- herra skeytti því engu og veitti séra Richard embættiS þvert ofan í lögin, því fjórSa grein bankalag- anna hljóðar svo : ‘‘RáSherra skip ar bókara og féhirSi bankans . og víkur þeim frá, hvorttveggja eftir tillögum bankastjórnar”. — ‘‘Eftir tillögum” getur aldrei þýtt móti tillögum ; þaS er sjálfgefiS. — Um þessa embættisveitingu er rifist mikið í Reykjavík. — ‘‘Skúli fógeti”, hinn nýi botn- vörpungur Forsetafélagsins, kom liingað 2. dag jóla, segir ísaf. — ‘‘Skúli fógeti” er stærsti íslenzki botnvörpungurinn og hiS sélegasta skip á aS líta. Hann er 142 smá- lestir ‘netto’, 136 fct og 8 þml. á lengd, 23. feta breiStir og 13 feta djúpur. SmíSaSur er hann í Selby og btiinn aS öllu eftir nýjustu og fullkomnustu gerS. Skipstjórinn er Halldór þorsteinsson. — HiS nýja leikrit Jóhanns Sig- urjónssonar, ‘‘Fjalla-Eyvindur” — var leikiö í Reykjavík milli jóla og nýárs og þótti mikiS til koma. — sérstaklega var Halla, aÖalperspn- an{ prýSisvel leikin af ungfrú GuS- rúnu IndriSadóttur. Aðrir leikend- ur léku og vel. — ‘‘Eggert ólafsson” heitir nýj- asti íslenzki- botnvörpungurinn-. það er hinn þjóSkunni dugnaöar- maður Pétur A. ólafsson, konsúll á PatreksfirSi, sem hefir keypt og ætlar að halda honttm úti vestan- lands. þessi botnvörpungur er 117 stnálestir, 129 fet á lengd og fer 10%—11 m lur á vöku. Allur xit- búnaSur er af nýjustu og beztu gerS. Skipstjóri á lionum veröur Jóhannes Bjarnason. ‘‘Eggert 01- afsson” er fyrsti íslenzki botnvörp- ungurinn á Yestitrlandi siSan Isa- fjarSarútgerðina leið. — Á jólanóttina brann húseign Gránufélagsins á SiglufirSi, svo að grunnurinn einn stóð eftir. — þýzkur botnvörpungur, ‘Em- den’, strandaSi fyrir skömmu aust ur við Meöalland. Skipbrotsmenn tuttugu talsins kotnu til Rvíkur á jóladag. — Annar botnvörpungur, ‘Golden Sceptre’, frá IIull, strand- aöi á Bæjaskers (eða Biaskers) eyri (milli Garðsskaga og Reykja- ness) á jóladagsmorgun. Björgun- arskipiö ‘Geir’ brá þegar viö síð- ari hluta dags og fór suður til að lijálpa, náöi skipimt út og kont nieð þaS inn til Reykjavíkttr degi síSar, og er nú í óSa önn veriö aö gera viS það. — þann 27. des. sl. fórst mótor- béitur úr Vestmannaeyjum og druknaSi einn muSur, en 4 komust af. Báturinn ætlaSi til lands til aS sækja fólk, en fékk ekki lent undir Fjöllum fyrir ofviSri, sneri því aftur til Eyja, fór austan viö Ell- iSaey. þar fylti mióttorbátinn. Vél- in var eitthvaS í ólagi og siglt gátu skipverjar eigi. Fórii þá 4 þeirra í annan bát, • sem var í eft- irdragi, og komust til lands, en einn þeirra vildi eigi yfirgefa mót- orbátinn. Sá fórst meS honum. Hann hét SigttrSur Einarsson og var frá Stóru-Mörk ttndir Fjöll- um. — Aflasælt í Vestmannaeyjum upp á síSkastiS. Bátar þaSan hlaSiö sig þorski og löngu síÖustu daga. — Raflýsing er nú komin á í EskifirSi. Kveikt í fyrsta sinn á götuljósunum 1. desember og í húsum næsta dag á eftir. — Aukaútsvör í SeySisfjarSar- kaupstaS nema 9084 kr. og er því jafnaS niSur á 343 gjaldendur. — Hæsta aukaútsvar er 1200 kr. M a n n a 1 á t. þann 14. des. andaSist að heim- ili sínu Sveinatungu í Mýrasýslu öldungurinn Eyjólfur Jóhannsson, 88. aldursári. Fró81eiksmaöur, vel skáldmæltur, fyndinn og skemtinn og þótti jafnan merkur maöur. — þann 19. des. lézt á IsafirSi frú Elín Olgeirsson, kona Karls Olgeirssonar verzlunarstjóra viÖ Edinborgar vezlun, en dóttir GuS- mundar kaupm. í Hnífsdal. Hún hafðí slasast fyrir nokkru, fót- brotnaö. Slæmska hljóp í fótinn og varð aö taka hann af. Lá hvtn sro i sárum, nnz hjartaslag dró hária til daitðá. — 'Húri var á þrít- ugsaldri, gerfileg fríðleikskona og vel látin. •— Guörún Ingibjörg Trampe, ekkja Sófusar bræöslustjóra, and- aðist á Akureyri nýv.erið. Dugn- aðar og myridarkona: Varö ,47 ára gömul. Jvarin 9. des. aiidaðist í Rvík Jón Sveinbjörnsson, íyrrum bóndi aö Bildfelli í Grafningi, 55 ára að aldri. Var hreppstjóri um allmörg ár og bændafrömuður. Coronation. það er á vitund þeirra, sem nokkuð fylgjast meö því, sem ver- ið er að gera hér í Vestur-Canada, að framfarir eru hér afar-hrað- skreiðar, og að þær byggjast á því tvennu, að landið er frjósamt og launar ríílega hvert vel unnið starf — og að ötulleiki og dugnaður í- búanna er meiri, en gerist í eldri °g ófrjórri löndum, sem fullbygð eru orðin og þar sem land er kom- ið í þáð hámark verðs, sem sam- svarar íbúatölu og þéttbýli land- anna. Hér í Vestur-Canada þjóta bæir upp svo að segja vikulega. Menn ílytja hingað árlega í hundruð þúsunda tali, og reisa sér bygðir þar sem landrýmið er nægilegt víðsvegar á sléttum Vesturlands- landsins. Vegfarandinn sér í dag myndarlegt þorp blasa við aug- um, þar sem í gærdag var eyði- mörk, og á morgun er komin járn- braut þat, sem fyrir vikutíma var hver.gi vottur fyrir mannaslóðum. Enginn getur gert sér ljósa hug- mynd um hraða framfaranna hér, nema sá, sem víða hefir ferðast um landið og nákvæmlega hefir tekið eftir þvi, sem verið er að af- reka í hinum ýmsu héruðum þess. — Blaðið “The Dominion” getur um eitt dæmi, sem ljóslega skýrir þetta. Greinin itm það er á þessa leið : — ‘‘Alberta fylki hefir fæðst af- kvæmi þann 27. sept. 1911, og vöxtur þess hefir verið svo fljótur að menn hafa undrast yfir þvf. það var nefnt “Coronation”, og skírnarathöfnin var í samræmi við fegurð nafnsins. Kl. 6 að kveldi 26. september sl. tevgði C. P. R. félagið stálteina sína þangað ú.t á sléttuna, sem stjórnendur félagsins höfðu ákveð- ið, að vera skyídi skiftistöð. J>á þegar höfðu nokkrir ' framsýnir kaupmenn komið upp bráðabirgð- arskýli yfir vörur sínar, og járn- brautarfélagið hafði látið reisa þar nokkur tjöld. Starfsmenn félagsins lögðu teinana þar fram hjá, og lest félagsins stöðvaðist þar, sem í framtíðinni á að rísa upp vegleg borg. Lestin var fermd miklum manngrúa, sem allir voru í landa- leit og töldu nú gott tækifæri, að j festa sér húslóðir á þesstt nýja | bæjarstæði. þeir þyrptust út úr vögnunum og ræddu um landa- j kattp. þar voru menn frá Yukon, j sem ætluðu að verja gulli síntt í j nokkrar moldarekrttr. Englending- ar voru og þar til staðar og svo Bandamenn. Allir áttu þangað sama erindið : að festa sér bæjar- lóðir. Og allir veittu þeir því ná- kvæma eftirtekt, ltvar kaupmenn- irnir höfðu ásett sér að setja nið- ur verzlunarhús sín. Allur mann- fjöldinn svaf í tjöldum um nótri- ina, og biðu morgunsins, þess 27. september, því þá skyldi fara fram uppboðssala á bæjarlóðunum, sem félagið hafði látið mæla. Bændur höfðu keyrt þangað langar leiðir, ýmist á hestavögnum eða mótor- vögnum, og var nú hinn væntan- legi kaupendahópur orðinn full 500 manns. Svo byrjaði salan, og hver lóð var seld til hæstbjóðanda ; 29 hundrttð dollars vortt borgaðir fyr- ir hverja af bezttt verzlunarlóðun- um. Hinar seldust fyrir 12 til 15 hundruð doflars, hver 25 feta lóð. Strax og kaupmaðurinn hafð keypt lóð sína, setti hann 10 hesta- pör fyrir timburhús, sem hann hafði reisa látið þar nálægt og ók því á lóðina, og byrjaði taiar- laust á verzlún, með því að selja nágrönnum sínum byggingaefni og aðrar nauðsynjar. Margir þeirra, sem keyptu lóðir, byrjuðu sam- dægurs að byggja á þeim. Blað var prentað þar síödegis og flutti það fregnir af sölunni, sem fram hafði farið fyrir hádegið. það heit* ir ‘‘Coronation News Ueview” og er fyrsta blaðið í Canada, sem prentað er í þess eigin pressn, £ þess eigin húsi og selt til almenn- ings sama daginn, sem bæjarlóðir voru þar fyrst boðnar til kanps. Margir keypttt blaðið og geyma það nú sem menjagrip til minn- ingar tim viðburð, sem er einstak- ur í sögn þessa lands, og sem vott um canadiska framtakssemL þar var og maður með hreyfimynda- tökn vél og tók myndir af því, sem íram lót um tJftginn, til þeas síðar áð gcta sýnt það á leikhús- um í öllum löndum heimsins. . .‘‘Svo stendur á bæ þessum, hin- um uýja, 'að C. P. R félagið hefir lagt járnbraut austur Jrá La- combe bæ í Alberta, í gegnum Stettler héraðið, sem talið ér hið, frjósamasta í öllu Alberta fj’lki, þessi braut á að mæta grein þeirri, sem kend er við Outlook-, og skultt mótin vera að Kerróbi, ert.. Sama félag er að byggjá grcm frá Edmonton til Swíft Currentj til þess að tengja þá bæi við brautina, sem liggur til Chicago. Við mót þessara brauta t r Corcn- ation bær, og frá honum verða bráðleira lagðar aörar brattt'r út um héraSiS, eftir þvi sent landiS byggist og verður ræktað. Bæjar- | stæðið, sem mælt hefir verið, íelttr í sér 800 bæjarlóðir, auk sváeSa sem sérstaklegá eru ietluð iyrir skóla, bæjarráShús og lystigarS. Tvær aSalgötur eru í bænum, og er hver þeirra 100 feta breiS. Úr bæjarstæSinu er víSsýnt ttm lavid- ið umhverfis. J árubráutarfélagið hefir ætlað sér nægilegt r«ra fyrir öll nauðsynleg verkstæði, vacna’ svæði, vagnstöð og alt onn.tð, er lýtur að starfa þess hér í bænum ; °ÍT ffott neyzluvatn er þar fóan- legt, og hefir félagið bar góðan brunn. Ágæt kol eru þar i y'.rftu í grendinni, og í votviðratíð rennttr vatnið af bæjarstæðinu niður á landið ttmhverfis, sem er litlu lægra. Daginn eftir fæðingu ba jar- ins, myndaðist þar verzluuarsam- kunda með 30 manns. Intiaii mán- aðar voru þar nær 600 fastir íbú- ar og 175 íbúðarhús ; tvö liótel voru þá i smíðum, og á anuað þeirra að kosta 25 þúsund dollars. 2,500 fet af gangtröðum voru lögð í liaust, og bærinn hefir beðið um löggildingu. Land hefir hækkað mikið í verði síðan bærinn fæddist og fasteignir ganga daglega kaup- ttm og sölum. ‘Tnternational Har- vester Co.” hefir sett sig þar nið- ur og bygt stórhýsi mikið yfir ak- uryrkjuverkfæri sín. Talþráður hefir strengdur verið til þess að tryggja samband við umheiminn. 67. ársskýrsla. S^xtugasta og sjöunda árs- skýrsla yfir starfsemi New York Life lífsáhyrgðarfélagsins, er nýl. útkomin. Hún er fvrir árið 1911, og sýnir allar eignir félagsins að vera rúmlega 693% milíón dala, samkvæmt b.ókum þess. En yfir- skoðunarmenn félagsins telja eign- irnar $684,684,686, en skuldirnar $581,094,118. Skuldlausar eignir því nálega $103,590,000. Félag þetta hefir á sl. ári selt lífsábyrgðir fyrir $176,344,000. Félag þetta hefir á sl. ári selt lífsábyrgðir fyrir $176,344,000, sem er meira en nokkurt annað lífs- ábyrgðarfélag í heimi hefir selt á sama tímabili, og þetta er að frá- tcknitm endttrnýjunum og aukning gamalla skírteina og vaixtaviðbót- ttm. Alls lrafði félagið við byrjun þessa árs yfir 2102 milíónir dollars virði í gildandi lífsábyrgðum, og inntektir þess á árinu voru meira en 112% milíón dollars. Á sama tíma borgaði það ábyrgðarhöfum $53,650,846 ; þar af var 9% milíón dollars ágóði, sem skift var upp milli ábj’rgðarhafa. Einnig lánaði félagið á árinu á- byrgðarhöfum 25 miliónir dollars, með 5 prósent vöixtum. Alls eru nú yfir 1,022,000 manns í þessu félagi. J>eir eru félagið og eiga það o,g njóta alls hagnaðar af starfi þess. — Hr. Chr. ólafs- son hér í borg, er aðialumboðs- maður þess meðal íslendinga, og er ætíð fús að veita fullar upplýs- ingar um starf þess og ágæti. — Langflestir íslendingar, þeirra, er lífsábyrgð hafa utan hinna svo- nefndu bræðraíélaga, munu nú vera trygöir í New York Life. Remington Standard Typewriter Enska og íslenzka geta verið ritaðar jíSfnum hönd- um með ritvél þessari. Skrifið eftir mynda-verðlista. REMINQTON TYPEWRITER CO., LTD. 253 Notre Dame Ave. Winnipeg, Manitoba Meft þvl aö biöja æfinlegft nm ‘T.L. CIGAR,” þá ertn viss aö fá ágætan vindil. (UNION MADE) Wextern Olc»r Faetory Thomas Lee, eigandi WinnnipeK í dag er bezt að gerast kaupandi að Heimskringlu. Það er ekki seinna vœnna. r The Winnipog Safo Works. LIMITE ID 50 Princess St., Wiiinipeg VERZLA MEÐ Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes]. Ný og brúkuð “Cash Registers” Verðið lágt, Vægir söluí-kilmálar, VÉR|BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR. i...............—-.............1 PRENTUN VER NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Bnsiness”-manna.— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljum f& alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — Sfmið yðar næstu prent . pöntun til — ZPZETOISriE] GAREY 334 FYRIRSPURN. FróSlegt væri aS vita, hve mörgum milíónum dala væri var- iS á ári hverju til heiSingjatrú- Asíu og Afríku. Eg sé í 3. blaSi Heimis, aS það hefir veriS varið áriS 1910 tuttugu og sex milión- um dala til heiSingjatrúboös í Ev- rópu og Ameríku. Gimli, 19. jan. A. Th. S v a r ; Skýrslur eru ekki fyrir- liggjandi yfir upphæö þá, sem árið l9l0 var varið til kristni-trúboðs meðal heiðingja í Asíu og Afríku. Ritstj. JÓN HÓI/M, gullsmiður á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selur »Mf<ll iga»t gigtarb«lt* fyrir $1.28. THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTBRS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. (9 A LDREl SKALTU geyma til morguns sem hægt er að gera í dag. Pantið Heimskringlu f dag. CD Ö)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.