Heimskringla - 04.04.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. WINNIPEG, 4. APRlE 1912.;
HEIMSKEINGLA
Sherwin - Williams
AINT
fyrir alskonar
húsmálningu.
Prýðingar-tfmi nálgast nú. f>
Dálftið af Sherwin-Williams
húsmáli getur prýtt húsið yð- £
ar utan og innan. — Brúkið <s>
ekker annað mál en petta. — '?
S.-W. húsmálið málar mest,
endist lengur, og er áferðar- 4>
fegurra en nokkurt annað hús
mál sem búið er til. — Komið
inn og skoðið litarspjaldið.—
• CAMERON & CARSCADDEN
QUALITY IIAHDWARE
X Wynyard, - Sask.
<^<S-<SxS><§><S>^x$xSxJxJ><í><í>^><4xJxJx5><$><3><^><4>
MARKET HOTEL
146 Princess St.
A móti markaOnQin
P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEQ
Bezta vínföoí? vindlar og aöhlynning
góö. Islenzkur veitingamaöur P S.
Anderson, leiöbeinir lslendingnm.
JIMMY’S HOTEL
BEZTD VÍN OG VINDLAR.
VfNVEITARI TtH.FRASER,
ÍSLENDINGUR. : : : : : •
Jamcs Thorpo, Elgandl
Woodbine Hotel
A 466 MAIN ST.
Stmsta Billiard Hall 1 NorOvestnrlandinn
Tln Pool-borð — Alskonar vfnog vindlar
Qfstlng og fæðl: $1.00 á dag og þar y fir
l,euuon & Hebb.
'Rigendur.
MARTYN F. SMITH,
TANNLÆKNIR.
Palrbalrn Dlk. Cor Maln & Selkfrk
Sérfrœðingur f (lullfyllingu
og 3llum aðgerðum og tilbún
aði Tanna. Tennur dregnar
án sársauka. Engin veiki á
eftir eða gómbólga. —
Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin
Office Heimilis
Phone Main 69 4 4. Phone Main 6462
A. S. TORBERT ’ S
RAKARASTOFA
Er 1 Jimmy’s Hótel. Besta verk, ágæt
verkfæri; Kakstur 15c en HárskurOur
2ðc. — óskar viðskifta íslendiuga.—
I
i
A. 8. BAKIK4L
Selur llkkistur og annast um útfarir.
Allur átbánaOur sé bezti. Eufremur
selur hanu allskouar minnisvarOa og
legsteina.
121 NenaSt. Phone Garry 2152
ÞaÓ er
alveg
víst
að það borg-
ar sig að aug
lýsH f Heim-
skringlu !
Islands fréttir.
Eyrarbakka, 2. marz.
Ritstjóraskifti hafa oröið við
Suðurland. Hefir Karl H. Bjarna-
son hætt þeim starfa, en við tekið
Jón Jónatansson, alþm.
— Norðan og austanstormar
hafa verið stöðugt undanfarna
viku, og frost talsvert, einkum
fyrri part vikunnar, 10—11 stig á
Celsius, en hreinviðri. Snjór hefir
enn ekki sést í vetur hér eystra, 1
svo teljandi sé.
— Róið var á Stokkseyri alment
á sunnudaginn var. Fengust þá
10—35 í hlut af ýsu. Síðan hefir
lítið gefið á sjó og afli mun minni,
þegar róið hefir verið. Vertíðin er
nú að byrja fyrir, alvöru. Sjómenn
hafa verið að flytja sig til þor-
lákshafnar þessa dagana-
— SmjörsaTa. Sandvíkubúið, sem
er eina starfandi smjörbúíð í vetur
hér eystra, hefir selt smjör nýlega ,
fvrir 103 kr. 100 pd. netto. Er það
all-álitlegt verð. Fleiri smjörbúin
Jiér eystra ættu að fara að dæmi
Sandvíkinga og revna að starfa aS
vetrinum. Ekki er innlendi smjör-
markaðurinn svo glæsilegur.
— Á Stokkseyri voru á sunnu-
daginn var sýndir tveir smáleikar:
“Æfintýrið í garðinum’’ og “Mis-
skilningur á misskilning ofan”. —
Fvrri leikurinn var sýndur hér í
fyrra og tókst þá allvel, en þó
engu síður nú. Hlutverk það í leik
þessum, er leikið var í fyrra af
Önnu Helgadóttur, var leinið af
Karrnheiði Jónsdóttur, og fórst
henni það mjög laglega.
— Fiskifélag íslands. þetta ný-
stofnaða félag mun vera að reyna
að færa út kvíarnar og koma á
deildum víðsvegar um land. Munu
málaleitanir í þá átt hafa borist
hingað til Eyrarbakka og Stokks-
eyrar, að hér yrðu deildir stofnað-
ar, en ekki vitum vér um undir-
tektir. lín mæla viljum vér með
því hið bezta, að sjómenn hér
sinni þessum félagsskap, því hann"
ætti aö geta orðið þeim til mikils
gagns, ef þeir sinna honum af al-
úð.
Eyrarbakka, 24. febr.
Smjörbúasamband Suðurlands
hélt aðalfund sinn að þjórsártúni
9. þ.m. Rætt var um smjörsöluna
á liðnu ári, hefir hún yfir höfuð
g-engið mjög vel, einkum síðari
liluta sutnars. Nokkuð mun salan
hafa verið misjöfn hjá hinum
vmsu seljendum. A fundinum var
cnnfremur rætt um reikningsform
fvrir smjörbáin, sameiginleg inn-
kaup á vörum þeim, er búin
þarfnast, skilvindukaup o. fl. —
Stjórn sambandsins var endurkos-
in, þeir Ágúst Helgason (formað-
ur), Eggert í Laugardælum og sr.
ólafur Finnsson í Kálfholti. Fund-
urinn lýsti óánægju sinni út af
gerðum síðasta þ'ngs um styrkinn
til smjörbúanna.
— Fundur um lýðháskólamálið.
Nefnd sú, er kosin var af sýslu-
nefndunum hér austanfjalls til að
undirbúa það mál, heldur fund að
Efra-IIvoli 1. marz. Væri æskilegt,
aö það mál kæmist sem fyrst á
góðan rekspöl, því lýðháskólalaus-
ir megum vér ekki lengi vera hér
eystra úr þessu, segir Suðurland.
— Róið var á Stokkseyri á
þriöjudaginn sl. og'varð allvel fisk-
vart, fengust 10—20 í hlut. Er því
fremur líklegt, að fiskurinn í þetta
sinn láti ekki lengi biða eftir sér,
þegar vertíðin byrjar. Óskandi, að
ekki verði þá gæftaleysi að baga.
— þeim sið hafa menn trúlega
fylgt, að færa í annála sem ítar-
legast harðindi, horfelli og hungur-
dauða. Ekki væri óskemtilegt —
svona til tilbreytingar — ef hægt
væri að sýna með tölum, hve mik-
ils virði blíðviðrið á þessum vetri
verður fysir landið.
10. febr.
— Ungmennafélag er nýstofnað í
Sandvíkurhreppi. Stofnendur 47.
1 stjórn voru kosnis : Formaður
þórður Jónsson, Ásakoti ; ritari
Sigurgeir Ólafsson, Hreiðurborg ;
gjaldkeri Júníus í Björk. Fyrst um
sinn heldur félagið fundi sína í Sig-
túni. Ungmennafélag hefir áður
verið í hreppnum, en það ‘‘legið
niðri” í nokkur ár, og er þetta fé-
lag risið upp af rústum þesa.
Af Suðurnesjum 17. jan. 1912.
Af Suðurnesjum er fátt að frétta
Aflalatist í vetur, nema í Höfnum
reytiugur áf stútung og þyrsklingi.
Heilsufar almennt gott. Útvegs-
bændur í óða önn að búa sig und-
ir vertxðina. Mótorbátur, er Njarð-
víkingar áttu von á að vestan,
kom að sönnu, en strandaði í
feröalokin og brotnaði í spón ;
varð það skaði seljanda, því kaup-
unum var ekki lokið. — Frá Kefia-
vík munu ganga, að minsta kosti,
þrír mótorbátar næstu vertíð
(einn þeirra af Akranesi) og einn
mótorbátur úr Njarðvíkum.— Tíð
ágæt til lands, sauðfé gengur sjálf-
ala. Bráðpest í sauðfé að mun í
Höfnum, eigi slík síðan 1880, að
sagt er. — 1 Keflavík var leikinn
Skuggasveinn. Leikfimiskensla með
al skólabarná, um 50 karlar og
konur, fullorðið, tekur þátt í leik-
fimi. í unglingaskóla njóta kenslu
milli ]0—-20.
Úr Mýrdal.
— Föstudaginn 5. jan. þ. á. var
tillaga sýslunefndar V. Skapta-
fellssýslu um stofnun lýðháskóla á
Suðurlandsundirlendinu samþykt
með meiri hluta greiddra atkv. á
almennum fundi i Dyrhólahreppi.
Tillaga sýslunefndarinnar mun
vera eitthvaö í þá átt, að fyrir-
komulag skólans sé þannig, að bú-
fræði verði kend að einhverju leyti,
að skólinn standi um miðbik Rang-
árvallasýslu og að Vestur-Skapta-
'lellssýsla leggi fé til skólans í hlut-
falli við fólksfjölda sýslunnar.
— (Suðurland).
Reykjavík, 21. febr.
— Abyrgðarfélag þilskipa við
Faxaílóa hélt aðalfund 6. þ.m.
Formaður félagsins, Tr. Gunnars-
son, skýrði frá hag félagsins næst-
liðiö ár (1911). 1 ábyrgð félagsins
eru 41 þilskip, virt á 722,000 kr.,
en vátrygð fyrir 530,700 kr., því
eigendur hafa í sjálfsábyrgð %
skipanna eftir lögum félagsins. —
Tekjur félagsins voru yfir árið 20,-
700 kr., en þar af gengu 7,300 kr.
til Síimábyrgðaritinar, er tekið
hafði að sér endurtrvggingu á
helming skipanna gegu algerðu
skiptapi. Árið 1911 var happaár
fyrir félagið, enginn algerður skip-
tapi varð, en smáskemdir. urðu á
6 skipum, sem var bætt fvrir með
2,950 kr., og frá f. á. var bætt fyr-
ir 2 skip 2,000 kr. I fastasjóð fé-
lagsins gengu 8,700 kr. og í sér-
eignas.jóð félagsmanna 4,700 kr.,
sem nú á í sjóði 20,600 kr., eftir
aö búið var að skifta úr honum
31,700 kr. fvrir strand gufubátsins
Reykjavík, sem mál reis út af, enn
þá ódæmt ai hæstarétti. Sú breyt-
ing var gerð á lögunum, að félag-
ið skyldi taka þilskipin í ábyrgð
til fiskiveiða frá 1. febr., sem áður
var 11. febr. — Jón Jónsson skip-
stjóri í Melshúsum ,var endurkos-
inn í stjórn félagsins, og endur-
skoðunarmenn voru kosnir verzl-
unarstjóri þórður Bjarnason og
Jón Laxdal. Til að virða skipin og
eftirlíta þau voru kosnir 3 menn
og aðrir 3 til vara. — Síðustu 3
árin hefir verið kostað svo skiftir
100,000 kr. til viðgerðar skipanna
hjá Slippfélaginu í Reykjavík, svo
nú er skipaflotinn í ágætu standi.
— Aðalfundur ísfélagsins við
Faxafióa var haldinn 30. f. m.
Fundarstjóri var prófessor Eiríkur
Briem. Formaður félagsins Tr.
Gunnarsson, skýrði frá störfum
félagsins. það hafði selt næstl. ár
(1911) : Kjöt 156,000 pd., rjúpur
og aðrir fuglar 1,550 pd., lax, og
silungur 5,800 pd., heilagfiski 6,900
pd., ísa 30,000 pd., 15,300 pd., ís
400 smálestir. þess utan var fryst
og geymd síld fyrir aðra, fyrir
3000 kr. Tekjur félagsins á árinu
voru 19,500 kr., en útg-jöldin 13,500
kr., svo ágóðinn varð 6,000 kr., og
þar af leiðandi var samþykt að
greiða hluthöfum 20 prósent af
inneign þeiera. í fvrra var greitt
15 prósent. Félagið á stósan vara-
sjóð og> húseignir skuldlausar. —
Upphaflega var Isfélagið stofnað
árið 1894 til að frysta og geyma
síld til fiskbeitu, en síðan eru bygð
tvö önnur íshús í Reykjavík í
saxna tilgangi. Félagið frystir því
minna af síld en áður, fyrir eigin
reikning, en meira fyrir aðra. —
Eftir lögu.m félagsins gekk konsúll
Jes Zimsen úr stjórninni, en var
endurkosinn, og sömuleiðis voru
tveir endurskoðunarmenn endur-
kosnir. — þótt hlutabréf félags-
manna séu arðsöm eign, má telja
ekki minna vert það hagræði, sem
bæjarbúar hafa af íshúsinu. þar
geta þeir fengið nýtt kjöt allan
veturinn, og þar fá útgerðarmenn
skipanna síldarbeitu vfir útgerðar-
tímann, þangað til nýja sildin fer
að veiðast á vorin, svo ekki er
hægt að meta til verðs þann afla-
auka, sem fæst fyrir s'ldarbeituna.
— (Lögrétta).
DAGRENNING.
(Til K. Ásg. Benediktssonar).
(Nýhenda).
Drangar hyltir hækka brún,
Húmi ,er bylt í djúpið kalda.
S-veifJast stilt um sævartún '
Sólu gyltir bárufaldar.
(Ilringhenda).
Dags er runnin drotning hlý
Frá djúpum unnarvogum.
ITúmið brunnið alt er í
Árdags sunnulogum.
J. Sch.
Ég undirritaður hefi,til sölu ná-
lega. allar ísfenzkar bækur, sem tij
eru á markaðinum, og verð að
hitta að Lundar P.O., Man.
Sendið pantanir eða finnið.
Neils E. hallsoil.
JÖN HÖI/M, gullsmiður á Gimli
gerir við allskyns gullstáss og býr
til samkvæmt pöntunum. — Selur
einnig ágæt gigtarbelti fyrir $1.25.
MANITOBA
TEKIFERANNA LAND/
Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu j’fir-
burða, sem Manitoba fyEi býður, og sýnt, hvers-
vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu
að taka sér bólfestu innan, takmarka þessa fylkis.
TIL BðNDANS.
Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani-
toba heimsfræga, sem gróðrarstöð Nq. 1 hard hveitis.
Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar-
mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu
sinnar tegunclar á ameríkanska meginlandinu.
TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA.
Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga
stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks-
mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun.
Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvinnu með
beztu launum. Hér eru yfirgnæíandi atvinnutæki-
færi fyrir alla.
TIL FJÁRHYGGTENDA.
Manitoba býður gnægð rafafis til framleiðslu og
allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; —
Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs-
uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam-
göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandd
bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð-
æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifeeri og
starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum
að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorti og þrosk-
un. — Til frekari upplýsinga, skrifið :
JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont.
JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipxeg, Man.
A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alltance Bldg.,- Montreal,
J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba,
.1. .1. lilOI/DEN,
Deputy Minister of A^riculture aiid Immigratioú.yWinnipeg
YlTUli MAÐUR er varkár raeð að drekka eingöngu
hreint öl. þér getið jafna reitt yður á.
[Ii fuvi y s Rcilwooil Laier
það er léttur, freyðandi bjór, geröur ein-göngu
úr Malt og Hops. Biöjið ætíð um bann.
E. L. Drewry, Maiiiifactiirer, ff iimipeg
REIÐHJOL
en nokkru sinni áður.
Okkar beztu “Perfect”
Nú þegar vorið er að koma,
þá viljum vcr láta alla þájsem
ætla að kaupa sér reiðhjól
fyrir næsta sumar vita að vér
hðfum meiri byrðir af bæði
nýjum og brúkuðum hjólum
reiðhjól og “Blue Flyer” hafa
stfgið niður um §5.00 í ár, og eru þó endurbætt.
Einnig[höfum vcr betri tæki á að gera allar aðgerður svo
úr garði að menn verði ánægðir. Vér gerum við Motor hjól
og bifreiðar og búum til parta í hvaða vélar sem er.
CENTRALf BICYCLE CO.
Sdmarliði Matthews, Eigandi
560 Notre Dame Ave. Phone Garry 121
S y 1 v í a
199
200
Sögus'afn Hejsnskringlu
S y 1 v í a
201
202
Sögusafn Heimskringlu
Sylvía kom strax, klædd í dökkan kjól, beinvaxin
ocr fögur.
í fyrstunni voru þær dálítið feimnar, en Andrey
fór strax að spyrja um atvinnu hennar, til þess að
eyða feimninni.
fþér eruð svo ungar’, sagði hún, ‘að það er naum-
ast skiljanlegt, hvernig þér farið að töfra alla”.
‘Já, er það ekki slæmt, að ég skuli ekki vera
eldri. En sá galli batnar daglega’, sagði Sylvía.
Andrey hló.
‘Og þér hafið svo mikla sjálfsstjórn og ró. það
er líklega af því, að þér eruð btinar að leika svo
lengi’.
, ‘Nei’, sagði Sylvía, ‘það er að «ins stuttur tími,
sem ég ltefi leikið’.
‘Er það svo ? Mér finst það lítt mögulegt’.
‘Ef einhver hefði sagt mér fyrir tveim árum, að
ég yrði söngmær, þá hefði ég hlegið að honum. þá
var ég að fiækjast um Ástralíu’, sagði Sylvía, og
varð hrygg á svip.
‘Hafið þér orðið fyrir mótlæti?’ sagði Andrey
með innilegri hluttekningu.
‘'Já ég varð alveg vinlatts og einmana í heiminum,
en fann þá tvær góðar manneskjur : Stúlkuna sem
þér sáuð í gær, hún heitir Mercy Fairfax, og hefir
verið mér bæði móðir og systir. Hin manneskjan
er einn af þeirn beztu og góðgjörnustu mönnum í
heiminum.- Hann er eðallyndur og honum á ég að
þakka, að ég lifi enn’.
‘É,g þekki likfega nafn hans’, sagði Andrey.
‘Einmitt’, sagði Sylvía. ‘Hann er góður og
sannleikselskandi, reglulega eðallyndur’. j
‘Er hann hér í London?’ spurði Andrey. |
‘Nei, en hann kemur bráðum. Ég vildi að hann J
væri hér. Eg gerði alt, sem ég gat, til að fá hann í
til að koma’.
E.íí — ég held honum mtindi ekki xnislíka það’,
‘því trúi ég’, sagði Andrey og reyndi að brosa.
‘Já’, sagði Sjlvía, ‘hann hefir nú ártxm saman
ferðast um heiminn i gagnslausu erindi’.
Andtey varð blóörjóð.
‘Hann gerir það líklega ekki nú’, sagði hún.
‘Jú, einmitt jnúna’, sagði Sylvia. ‘Eg veit ekki,
hvort honum mvndi líka það, að ég segði yður frá
því’, sagði Svlvía hugsandi.
X
sagði Andrey.
‘Nei, é.g held það ,lika, með því ég veit ekki nafn
stúlkUnnar’.
‘Stúlku ? Ilvaða stúlku?’ stamaði Andrey.
‘Stúlkuna, sem sendi hann af stað í þessu er-
indi’, svaraði Svlvía. ‘Hún bað hann að leita að
vini sínum, sem hún vissi ekki, hvar var, og lávarð-
ur Lorriimore — það er nafn hans —
‘Já, ég veit það’, sagði Andrey æst.
‘Lofaöi aö fefta itð hontim í tvö ár. Ilann er
nú búinn að leita lengur, en árangiirslaust. En þó
tíminn sé liðinn, vill hann ógjarnan fara til hennar
og segja henni það. Finst yður það ekki vera
rangt af henni, að nota þannig eðallvndi hans og ó-
sérplægni ?’
‘Jú, hún hefir verið léttúðug og hörð. En þér
eruð ærið státnar yfir honum, Signora’.
‘Já, það er ég’, svaraði Sylvía hreinskilnisfega.
‘ífe hefi aldrei þekt neinn mann jafn góðan og hjálp-
saman, að einum undanteknum’, svaraði Sylvía og
stundi. ‘En Lorrimore kemur bráðurn, og þá vona
ég hann fái verkalaun sfn’.
‘Já, ég er viss - um það. Mig furðar alls ekki,
að hann elskar yður’, sagði Andrey.
Sylvía hopaði á hæl og starði undrandi á ungfrú
Andrey.
‘Elski mig — mig?’ hrópaði hún, og fór svo að
Iskellihlægja. ‘Hvernig getur yður dottiö í hug, að
iLorrimore elski mig. Ilann dýrkar jörðina, sem
þessi stúlka gengur um. Hann hugsar um hana
Idag og nótt. þér þekkið hann ekki, annars mund-
juð þér skilja, að honum er ómögulegt að taka breyt-
iiigum í þessu efni’.
Andrey varð náföl og skalf.
‘,Kg — ég hélt — ég heyrði’, stamaði hún.
‘þér þekkiö ekki alt rttglið, sem um okkur er
sagt i blöðunum’, sagði hún. |lþau hafa llutt ý|ms-
an forynjufegan þvætting um mig, og sjálfsagt um
I/Orrimore lika. Ég les ekki blöðin, þau vildu ekki
leyfa mér það. þegar lávarður Lorrimore kemur
heim, v,erð ég að segja hontim frá misskilningi yðar;
liann mtin fdægja -r’
‘Nei, nei’, sagði Andrey. Hún reyndi að stánda
upp, en hné niður aftur.:
þá sá Sylvía, að hún.var föl og skjálfandi.
‘Hvað er að ? Kruð þér veikar?’ sagði hún.
‘Nei, nei’, sagði Andrey, ‘mig svimar dálítið’.
‘Má ég kalla á Mercy, hún er ágæt hjúkrtinar-
kona ? ’ sagði Sylvía.
‘Nei, mér er að skána’, sagði Andrey. Svo
komu tárin fram í attgu hennar og hún sat álút
langa stund.
‘það er heitt og þér hafið gengið. Mér þykir
jþctta svo slæmt’, sagði Sylvía.
Andrey lagði hendina um háls hennar, dró hana
aS sér og kj-sti liana.
“Mg kom hingað í því skyni, að mælast til þess,
að við yrðum vinstúlkur’, sagði Andrey, ‘en það
er naumast þörf á, að biðja tim það. Er.það, Sign-
ora Stella?’
‘Nei’, svaraði S.ylvía, ‘en þér megið ekki kalla
mip- þessu nafni. Eg heiti Sylvía Bond. þér verð-
ið að kalla mig Syívíu’.
^Já, og þér eigið að kalla mjg Andrey. Við er-
um eins og tvær skólastúlkur, sem sverjum hvor
annari æfilanga vináttu’.
Sylvia hló. ‘Já, en hvað það er undarlegt, við
höfum aö eins þekst í 5 minútur’.
þær sátu nti hlið við hlið, og Sylvia sagði henni
frá ýmsu, sem fyrir hana hafði komið, og einnig um
framtíðar áform sín. Ilún kvaðst ætla að vinna
sér inn svo mikla peninga, að hún og Mercy gætu
lifað af vöxtunum.
‘Eg Iield að ,skeð- geti, að einhver annar en M^rcy
hafi önnur áform með yður’.
‘ó, ég giftist aldrei. Seinua skal ég segja yður
hvers vegna’.
Loksins fór Andrey frá Sylvíu, og gekk þaðan
beina leið inn í lystigarð, settist þar á bekk og and-
varpaði.
‘Hvað hefi ég gert! IIv.að hefi ég gert! Svo
tryggur og áreiðanlegur! Hjvað ætli hann hugsi,
— hvað ætli hann segi?’ sagði hún við sjálfa sig og;
grét sáran.
XXX. KAPÍTULI.
J o r d a n h e i m a.
það er ekki skemtilegt að vita, að menn, sem
taka í hendi manns og óska manni hamingju, skuli
í raun og veru hata manm, en Jordan gaf því en,gan
gaum, — hann hafði sigrað.
Á feiðinni til Lynne var hann að hugsa um fram-
tíðar áform, stækka og breyta húsinu, kaupa hesta
handa Andrey og margt annað.