Heimskringla - 20.06.1912, Síða 3

Heimskringla - 20.06.1912, Síða 3
HEIMSKEINGLA WINNIPEG, 20. JÚNÍ 1912. 3. BLS. HESTHÚS. HESTAR ALDIR, SELDIR OG LEIGÐIK. Leigjendur sóktir og keyrðir þangað sem f>eir óska. Eg hefi beztu keyrslumenn. E. IRVINE, Eigandi 5-8-12 432 NOTKE DAME AVE. SÍMl OAR«V 3308 Föt eftir máli Beztu fatnaðir gerðir eftir máli og ábyrgst að fara vel. HREINSUN, PRE-SUN og AÐfiERÐIR J. FRIED, The Tailor ‘000 Notre Dame Ave. 13-12-12 Davison & Ferguson KLÆÐSKERAR Kvenna og karla fatnaður gerð- ur eftur m&li. Vandað verk. Verð lágt. Hreinsun & Pressing. 38 5 SARCEHT A V E. Talsími Garry 1292 MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Palrbairn Blk. Cor Maln \ Selkirk Sérfræðingur ( Gullfyllingu og.'Sllum aðgerðum og tilbfin aði Tanna. Tennur dregnar ftn sársauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til 9 á kvehlin Office Phone Main 6944. Hetmilis Phone Main 6462 Rafurmagnsleiðsla. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ BygKÍngameistarar! látiftokkur gora tilboö um ljósvira og >-afurmaguslei03la I húsin ykkar. Verö voit er sanngjarnt. Talsími Garry 4(08 THE H. P. ELECTRIC 004 NOTKE DAME AVE H CsH X1)EN I) 1’ R : Komiö og Sjáiö rafur- magDs straujárn og suöu áhóld okkar. einr.ig önnur rafnrmagDS áhöld. Ef eitthvaö fer aflaga kalliö GARH V 4108 eða komiötJ 664 NOTRE DAME AVE Sargent Realty Co. Union Bankinn, horni Sargent og Sherbrooke St. OpiÐ á kveldin. Phone Sherbrooke 4252. Vér hófum hús og byggingalóð- ir á öllum strætum f Vestur- bænum, á lágu verði. Finnið oss áður en þér kaupið. Hós leigð skuldir heimtar, lán og ábyrgð- ir veittar með vanalegnm skil- málum, fi-7-12 TIL SOLU. Gott land til sölu skamt frá Arborg, Man. Inngirt með góð. um byggingum, verkfærum og naut-gripum, með lágu verði. — Sjaldgæft tækifæri f garðbletti Winnipeg-borgar. Frekari upp- lýsingar hjá G. S. Guðmundson 639 Maryland St. Winnipeg Paul Bjarnasoa FASTEIGNASALI SELUR ELDS- LÍFS- OG SLYSA- ABYRGÐIR OG ÚTVEGAR PENINGALÁN WYNYARD SASK. KLONDYKE ¥f 2E,1YTTTT? er“ beztn 1 1 /r>i> U IV varphæuur 1 heimi. E 1 n Klondyke hœna verpir 250 eggjum á ári, fiöriö af þeim er eins og bezta ull. Veiö- mætur hœnsa bæklingur erlýsir K’on- dyke hnuum veröur sendur ókeynis hverjum sem biöur þess. Skrinö; Klondyke l’iiiiliry Itaneli MAPLE PARK, ILLINOIS, U. S A. G S, *|VAN1 HALLEN, Málafærzlumiöur 418 Mclntyrc Block., Winnipeg. Tal- • slmi Maiu 5142 Ferðasaga. þann 3. júní fór ég af stað frá Winnipem. Ég fór með Selkirk raf- magnslestinni ojr kom í Selkirk kl. 2J4 e.m., eftir fljóta ferð. Ferðinni var heitið eftir endi- löngu Winnipeg vatni, og í við- komustaði á eyjum í vatninu og lendingarstöðum. Hr. Stefán kaup- maður Sigurðsson, eigandi gufu- skipsins MIKADO, hafði vinsam- lega boðið mér skemtiför með skipi sínu, fyrstu förina á þessu sumri norður, og þá ég það fús- lega. Ug var vatninu, eyjum þess og höfnum gjörsamlega ókunnur, nema af afspurn annara manna og lesningu á landabréfi Manitoba fylkis. Ég ætla fyrst að segja ferðasög- una norður í fáum og skýrum orðum eins og ég get. þegar hún er búin, ætla ég að minnast á söguatriði í starfslífi og dugnaðar- mensku Stefáns Sigurðssonar, sem hefir verið einhver hinn duglegasti I verzlunarmaður Vestur-lslendinga, j og er maður, sem ber höfuð og herðar yfir alla Islendinga í dugn- aði við fiskiveiðar á Winnipeg- vatni, frá því fyrsta, að þær voru stundaðar á vatninu, og hefir I kevpt og bygt stærri og meiri gufuskip, enn nokkur annar Is- lendingur hér vestra. Auðvitað koma fleiri meim og sögustaðir þar til greina, eftir því sem ég fæ upplýsingar. Ferðasagan verður aðallega skýr ingar á Winnipeg vatni, eyjum og | lendingarstöðum, fiskiveiðnm og svo framvegis. Aftur fjalla sagna- þættirnir af ötefáni Sigurðssyni um sönn söguleg atriði, sem leiftra innan um sögu Ný-lslend- inga, sem einhverntíma verður skráð, þó eng.inn núlifandi maður leysi það verk af hendi, til full- komnimar. Ivnda sýna undanritað- ar mestu og beztu sögur vorar, aö þær liafa ekki verið skráðar af samtíðamönnum, að öllu. Gufuskiiiið Mikado átti að fara írá Selkirk á mánudaginn þann 3. júuí. Kn fór ekki fyr en kl. 2 á þriðjudagsnóttina 4. júní. Skipinu haföi verið mikið breytt til þæg- inna og skrauts á þessu vori, og var verkinu tæplega lokið þá það lagði aí staö frá Selkirk. Mikado er annað stærsta gufuskipið á vatninu. Ilann er 140 fet á lengd, 25 fet á breidd, og full 20 fet á } hæð óhlaðinn. Yfirbyg.gingin hefir 20 svefnherbergi og eru tvær rekkjur í hverju, fyrir utan borð- sal og setusali í yfirbyggingunni. Drifvéllin helir 160 hesta afl, og gengur skiþið rífj4 mílu á klukku- stuniditini. þkð 'er traust og stöð- ugt’ á \bitni, ’ þff þáð- er hlaðið. — Aflstöð'"'éf í ' "ski’jýinii, sem rafur- magnslýsir. þ'áð hefir öll önnur þægindi, sém gnfuskip hafa nú á ' tímum á Winnfpeg vatni, bæði fyrir fárþega’ óg vöruflutning. Kafteinm á skipinu er nú herra Jolin Stevens, sem býr í Selkirk, Og hefir verið skipstjóri í mörg ár. Hann er ættaður úr Breiða- firði á íslamdi. John Anderson, Isléndingur, er annar vélamaður- inn. Um 550 smálestir af vörum og veiðarfærum voru i skipinu, og 170 farþegar, þar með talin skips- höfnin. Mikado gekk rösklega norður Rauðá og gegnum Ósana, og alla leið inn á Gimli höfn. Daginn áður var stórrígning anp- að veifið, og var því blautt og> for- ugt í Selkirk bæ, og scjttpileiðis á Gimli, þá við komum norður þang að árdegis, cnda gekk veðrið á með súld og hryðjum, og var ekki uppbirtulegt, þegar við fórum frá Gimli. j>ar tók skipið töluverðar vörur og heilmarga fiskimenn. Og fórum við ekki þaðan fyrr en um miðjan dag. þaðan var stefnt j norður til Hnausa. En vegna þungrar hleðslu og grynninga við bryggjuna, voru þær vörur, sem skipið tók þar, fluttar á smábát fram í Mikado. Viðstaða var þar sama og engin. Tók þá Mikado skeiðið til Mikleyjar (Big Island). þangað vorum við komnir dálitlu fyrir sólsetur, og dvöldum þar fram í myrkur. Mikado hafði hnýtt einu fiskiskipi á tog á Gimli, en bætt 4 við í Mikley. Herra Stefán Sigurðsson hafði látið smíða 2 af þeim þar síðasta vetur. Við komum inn í Mylnu- víkina svo nefndu á eynni, og þótti mér þar fallegur staður, enda sá til sólar fyrir sólsetrið. þessa staðar '•erður minst síðar. það eitt bar til frásagna, frá Gimli, að maður varð fyrir hunds- biti, og elnaði honum svo bitið, að menn voru fengnir að róa strax um nóttina með hann suður að Gimli, og koma honum undir læknisliendur. Ég heyrði þennan tnann, sem hundurinn beit, nefnd- an Guðna Oddson og eiga heima á Gimli. Menn þeir, sem með hann fóru, votu synir Páls Jakobssonar i Mikley, og sagðir röskleika drengir. þegar við fórum frá Mikley um kveldiö, var garra norðan hragl- anda veður, og leit ekki sem bezt tít. Var þá ferðinni heitið norður til Gullhafnar (Gold Harbour). þar er vitinn og smáhöfn. Ilerra Árni þórðarson á Gimli var með okkur þangað norður. } Hann var í starfserindum fyrir stjórnina í Kanada. það héldum við norður, vestan I við Black Island, 3em er skamt austur og norður frá Mikley. þar kvað vera gnægð af skógi, járn- námar, ásamt fleiri málmum, og kolum. Veðrið batnaði um morgunmn, j og skipið haiði skriðið drjúga ferð um nóttína, með þyngsla byrðar, og fimrn dræsur í togi. það gerð- ist sögulegt um morguninn, að eitt af skipunum, sem voru í togi, steyptist um, 6 milur norðan við Black Bear Island. Tveir hundar voru bundnir á því, og kafnaði . annar, en hinum var hjálpað. Sýndi Stefán Sigurðsson jötun- móð og snarræði, við að bylta skipinu á kjöl. Var þaö hafið upp úr vatninu á lijóltrýssum, og er það sjaldgæft, að jafn hábygö skip sem Mikado er, geri það, þó flat- prammar geri svo ástundum. þeg- ar búið var að ausa skipið, og koma því í togið, var haldið á- fram eftir föngum. Veður var bjart, svalt og leiði sæmilegt. þetta vildi til rétt norðan við þar sem vatnið er mjóst. Sunnan við þá mjódd, sem er 2)4—3 mílur á breidd, er kallað Suðurvatn, en Norðurvatn fyrir norðan. Um há- degisbil fórum við meðfram Swampy Island, að austanverðu. Hún er all-stór og blautlend, eins og nafnið bendir á. þar hafa fiski- menn verstöð við vetrarveiði. — Vestur af henni er Reindeer Island (Ilreindýrsey, sem íslendingar kalla). þar er vetrarstöð fiski- manna. Fiskimenn fara lítið norður fyr- ir þessar stöðvar til fiskifangs á veturnar, því oft er vont akfæri á vatninu, og lítt mögulegt að koma afla lengra að norðan til markað- ar 1 tíma. Svo hefir mér verið sagt, að minsta kosti. ' Um kveldið fórum við fram hjá Big George og Small George Island. lír skamt á milli þeirra, til þess að gera. I hinni síðar- nefudu eyju bygði Stefán kaupm. SigAirðsson mikla vérstöð 1895. | Hajfði íshús, frystiluis og geymslu- skáSa ög önhuf' hús. þaðan stund- aði hann fiskifang í nokkur ár, en ! seldi verstöðina með öllu tilheyr- andi með gufuskipinu Lady of the Lake 1898, og verður síðát skýrt frá því. Skamt norðui* og"'veStur frá Ix'ssum eyjum eru þrjár smá- evjar, sem nefndar eru Sandy Islands (sumir nefndu þær Sand- eyjar). A þessum slóöum' sáum við ís- liroða, sem ei var í námunda við stefnu skipsins. Um nóttina héldum við beint norður til Horse Slioe Island, og kotrium þangað árdegis næsta , dág þann 6. júni. það er all-stór J eýja og þar er ljómandi góð höfn, eihs og ákeifa í laginti, og geta ski|j varist þar öllum veðrum. þar er aðalfiskistöð Stefáns Sig- urðssonar. þar hefir hann bygt hið stfaefsta og fullkomnasta fslíús og frystihús, sem til er við Winnipeg- vatn, 50 feta langt og 20 feta i breitt. þar er allur útbúnaður til að þvo, salta og frysta fisk. Eru þar miklir fiskiskálar og sumar- íbúðarhús fyrir vermenn og aðra, sem þar vinna að fiski. þar hafði hann eftirlitsmann í vetur, Grím að nafni. Hann leit eftir hyggéng- nmim, og hestum, sem Stefán á þar. Hann lætur kynblendinga köggva þar við á vetruni. Er I hann dreginn með hestum ofan í jhöfnina. Voru þar nú fleiri hundr- I uð málhlöss, sem kynt er á skip- i inu á sumrin. Ilann lætur einnig taka upp nægilegan fs á vetrum fvrir frystihúsið á sumrum. Stefán var nú að flytja á fiski- stöð sina alt sitt fiskilið og skipa- stól, ásamt vistum og öðru fyrir sumarvertíðina. Var verið að flytja vistir og veiðarfæri frá því kl. 6 um morguninn og þar til á hádegi. afliðnu, og margir unnu af kappi. Stefán er einráður í þess- ari ev, og stunda þaðan engir veiðisnap, nema hann og menn hans. Tólf fiskiskip lætur hann ganga til veiða í sumar. þar hefir hann verzlunarbúð á sumrum. — Gufuskip hans á að ganga tvisvar í viku frá Selkirk og norður í ver- stöð hans, að flytja aflann til markaðar. þegar við fórum þaðan klukkan eitt um daginn, vorn 2—3 skip komin út af höfninni að leita vasta til að leggja net sín þá þeg- ar, og fleiri voru nær því ferðbú- in ; en þau síðbúnustu munu ekki hafa lagt út fyrr en næsta dag. Frá Horse Shoe Island héldum við norður til Warrens Landing. Hún er inn í mynninu á Nelsons ánni. þangað komum við kl. 9 um kveldið. Veður var ljómandi fag- urt allan daginn. Við sáiirn lítið eitt til íss á leiðinni. Hr. Stefán Sigurðsson flutti og fiskilið W. Robertsons í Selkirk, sem hefir verstöð í Warrens Land- ing, ásamt vistum og veiðarfær- um. Einnig flutti hann vörur til Indíána við Norwaj' House, sem affermar voru á þessari stöð. — Uppskipun var þvi mikil, stóð yfir fram undir morgun, þó all-hart væri unnið að affermingunni. það er sjálfsagt sumarfallegt í Warrens Landing. þar er heilmikið af fiskimönmim á sumrum, og j safnast þar saman kynblendingar og Indiánafólk að norðan, seim býr í tjöldum um vertíðina. Hinu megin árinnar eru verstöðvai Northern Fish Company í Selkirk. Frá Warrens Landing héldum 1 við að austurströnd Winnipeg vatns, og suður með henni og inn í mynnið á Black River. þangað þuffti Mikado að fara með vörur fyrir ýmsa. þar er mjög klettótt innsigJing, og þarf mikla varasemi að skríða milli klettanna, bæði þeirra, sem standa upp úr vatn- inu og ánni, og þeirra, sem undir vfirborðinu leynast. Líka er að- grunt við bryggjuna. Samt lánað- ist alt vel, inn og út. A þessnm stöðvum liafast fiski- meim, kvnblendingar og Ibdíánar við á sumrum. þar er mjög klöpp- ótt, og eru klappirnar flatar og kúptar. það er auðséð, að í þeim .eru málmblendingar. Sumar eru dökkgrænar af spónsgrænu. þar er óefað all-mikið af kopar, járni, tini og zinki, og líklega íleiri málmtegundum. þaðan fórum við klukkan þrjú, beina stefnu vestur til Horse Shoe Island aftur. I.iggur leið sú yfir meginbolinn á Norðurvatninu, og j er yfir 80 mílur til eyjarinnar. ^Allan þann dag var blíðasta veð- ur og sólskin. þegar við komum vestur á miðjan vatnsbólinn, sá- um við dálitlar ísspangir og jaka á slæðingi, en sem voru fjarri því, að gera nokkra töf. þetta kveld (7., júni) komum við um klukkan 12 til Hvorse Shoe lsland. þar dvöldum við til kl. 4 um morguninn. þá héldum við xæstur til Grand Rapids. Sá stað- ■ tfr' er 4—5 mílur vestur frá eyj- iinni. Grand Rapids er aö norðan- i verðu við Saskatchewan ána, , kippkorn fyrir ofan þar sem hún fellur norðaustur í Winnipeg vatn. Staður þessi ber nafn af strengj- um kippkorn upp í ánni. þar hefir Stefán kaupmaður sölubúð á v.etr- um, og aflastöð á haustin, áður enn vatnið leggur. Nú var hann að sækja vöruleyfar í húðina og loka herini yfir sumarmánuðina. ! Sömuleiðis sótti hann verkafólk sitt, sem vinnur við fiskifang aust- ur í Horse Shoe Island, og kyn- blendinga Og Indiána, sem búa í eynni á sumrin. Ennfremur tók hann þar mikið af kyndlingavið á gufuskipið. Fórum við ekki þaðan fvrr en klukkan 3)4 um da,ginn, aftur til Horse Shor Island. Veð- ur var inndælt, helzt of mikill hiti þennan dag. Gratid Rapids er einhver falleg- asti staður, sem ég hefi séð í Ame- ríku. Áin er breið og lygn og blá- tær á litinn. Botninn er möl og smá linullungsgrjót. Bakkarnir há- ir og grænir yfir að líta„ en skóg- ur á bak við, af ýmsum trjáteg- tindum, svo sem greni, ösp, björk og rauðiviður. Jtar er steinóttur, malkendur jarðvegur, og gras ekki mikiö, þó grænt sé yfir að lita. Fjölgresi er þar sjálfsagt ekki, enda þó fáar blómategundir séu enn sprungnar tit, svoha snemma árs. þó sá eg þar íleiri blómateg- undir enn annarstiaðar, svo sem : lækjafífil, blágresf, vallarsúrur, holtasólev, vallhtimal og blóð- björg. þar er mest fjaðragras og blöðkur. í kirkjugarðinum er heil- mikið af sortulvngi, og hefi ég hvergi séð það í Ameríku fyrr en þar. þótt það geti eiginlega ekki heitið, að komið sé þorp í Grand Rapids, þá er mikil og þéttsett byffð beggja megin við ána. Hud- son Bay félagið hefir haft þar i seli, en dregið úr selstöðu þess síðan Stefán Sigurðsson fór að verzla þar. Eru bvggingar félags- ins að mestu eða ölht leyti f eyði nú. það heyrist til strengjanna ofan að bryggjunni. Ég ætlaði að ganga fram að þeim, enn komst rúma milu. Varð þá fyrir mér vík, setn smá-á rann í, og varð ég frá að hverfa. Af tangahorninu austan við þá vík sá ég að eins neðst t strengina. þar hvitfvssaði á steiu- nm ofan við lygnuna. En það má Saskatchewan áin eiga við Grand Rapids, að hún ómar ístenzkan ár- liljóm. 1 kringum þessa litlu vík gægðust húsin í mörgum stöðum fram úr skógarjöðrunum. þau voru öll hvít á litinn. Líklega kalkþvegin bjálkahús, þótt þægi- leg st'u tilsý-ndar fyrir augað. Tvær kirkjur eru í Grand Rap- ids, sín til hverrar handar við söluhúð Stefáns, og brestur þai óefaö ekki Guðsorð. Ég sá þjón- andi prest ensku kirkjunnar ; all- ungur maður, en meira bóndaleg- ur, enn andaktugur kennimaður. Hin er katólsk. Kynblendingarnir og Indíánarnir í Grand Rapids virtist mér í betri röð af því fólki. Sumir ungling- arnir og ungbörnin sýndust mér jafn hvít á hörund, sem margt fólk af óblönduðum hvítra manna ættum. Við voru stutta stund að siula austur að Horse Shoe Island þar voru vörurnar _ frá Grand Rapids affertndar, og þar voru teknir nokkurir kassar af hvitfiski, scm aflast hafði á föstudaginn og laugardaginn. þaðan fórum við sama kveld (á laugardagskveld) kl. 7)4, héldum á suðurleið. Um nóttina og næsta dag (sunnudagitin þann 9. júnt) var töluverð alda. Klukkan 8 þann morgun vorum við komnir 100 mílur suður fyrir Horse Shoe Island, og gekk ferðin fljótt fram, jjótt gustur stæði næstum í fang, og öldur dönsuðu. þá var þessi vísa kveðin, er ég kom í stýris- húsið : Bylgjur flúa beint í kaf Banasttginn stikla. Nú' er knúin eimi af Oldudúfan mikla. (Framhald). Kr. Aso. Benzdiktsson tíma, er hún vat, álítum við óhætt hefði mátt búast við að drengur- inu heföi orðið albata, eða því sem næst, og mætti það álítast undravert, þar sem margir lærðir og viðurkendir góðir fæknar álitu hann ólæknandi og gáfu frá ser allar meðala tilraunir, en kváðu helzt reynandi “robbing” og rafur- magn ; og var það Dr. Grain í Selkirk, sem aðallega hvatti okk- ur til að reyna Mrs. Nordal, og var það auðheyrt á orðum hans, að hann bar traust til hennar, eins og líka margur mætti nú orð- ið, þó eins og annars sé getið í ræðum og ritum, sem síður skyldi Og heill mattns varðar minna en þetta. þetta álítum við nteiri þakka vert, en við getum í té látið, og finst það því skylda okkar, að leiða þetta fyrir almennings sjónir og vekja með þvi athygli fólks á Mrs. Nordal og lækningum hennar, — sérstaklega þeirra, sem ekkert þektu til hennar áður, því við ef- umst ekki um, að það gæti oröið bæði henni sjálfri og mörgum öðr- um til góðs í framtíðinní. Að endingu óskum við Mrs. Nordals afls góðs gengis framvegis Nes P.O., 7. júní 1912. Mr. og Mrs. G. Thorkelsson. Þakklati íyrir gcfgjörð gjalt gufi og ir.örnum ííka. Við undirrituð finnum það skyldu okkar, að þakka Mrs. Mar- gréti Nordal í Selkirk fyrir árang- ur þann, sem við höfum notið af þriggja mánaða veru hennar hér í vetur við lækninga tilraunir á drengnum okkar, sem búinn er að þjást af ináttleysi í hálft fjórða ár, sem voru aíleiðingar af sól- slagi, Og sem allar aðrar lækninga tilraunir hafa reynst árangurslaus- ar að bæta úr, — að eins tíma- lengdin virtist gefa honum hægt og hægt styrk og framför. þar til sl. haust, að öll framför sýndist búin, enda líkamsvöxturinn tr.ls- vert farinn að skekkjast og verða misjafn. þrátt fvrir það hepnað- ist Mrs. Nordal að rétta við vöxt- inn og leiða nýtt lif í þá parta, sem dofnir voru, , og sem sagt styrkja svo á allan hátt, að hefðu föng verið á, að njóta aðstoðar hennar fyrir svo sem eitt ár, og framförin haldið áfram og aukist eins og hún gerði á þessum stutta 3. hefti er út komið og liefir verið s< nt til vUsölumant:a og kaupei.da, f öllum bygfum Islemlinga. Innihald: 1. Þorrablót. Saga eftir Þ.Þ.Þ. 2. Orustan við Hasting. Eftir TA' Me’sted. 3. Sagan af fingurlátiuu. -Japiinsk. 4 Hvar er Jóbann Ortli. æfin- týramaðurinn komtngborni ? Sngn. ó. í sýn ég þö fulinn sýu. S.'iga 6. Stnávegis. Ritið er 64 bls. eitis og áður. Kostar 25 Cent Nýir kaupet <lur fá öll fj''gur lieftiu eða árgaugit.n fyrir •?! 00 Olafur S. Thorgeirsson 678 Sherbrooke St. Winnipeg. FUNDARB0Ð. Ibúar í Geysir-byzð em liér með bcðnir að mæta á alrnonmi n fnndi, s* m lialdinn verður næsta mánuda^ 24. þ.m.kl. 2 e.li. í félagshúsi liygðarinnar- I>að sem fyrir fundmum ligaur er að ræða nm pósthús- mál bygðarinnur. Winnipeg, 17. júní 11)12. E i°. Bárðarso í amm indlstrial EXH1BITI0N WESTERN CANADA’S Centenary THE GREATEST YEAR OF THE WEST’S GREAT FAIR dtjixio'-ao EXCURSIONS FROM EVERYWHERE NATIONAL ENCXMPMfNT CANAOIAN BOY SCOUTS

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.