Heimskringla - 04.07.1912, Side 3

Heimskringla - 04.07.1912, Side 3
HEIMSKEINGLA WINNIPEG, 4. jtLl 1912. 3. BLS. KLONDYKE HÆNUR ErK; Klondyke hœna verpir 250 efrgjnm á éri, llöriö af þeim er eins ogbezta all. Verö- mætur hænsa bæklingur er íýsir Klon- dyke hœuum veiöur sendur ókeypis hverjum sem biöur þess. SkrinÖ; Klondyke l'onltry Knneli MAPLE PAEK, ILLINOIS, U. S A. E. IRVINE, Eigandi 5-8-12 Föt eftir máli Beztu fatnaðir gerðir eftir máli og ábyrgst að fara vel. ■ . HREINSUN, PRESSUN og AÐGERÐIR J. FRIED, The Tailor 660 Notre Dame Ave. 13-12-12 MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Patrbairn Ulk. Cor Maln & Selkirk íáérfrieðingur f Gullfyllingu og ðllum aðgerðurn og tilbfin aði Tanna. Tennur dregnar án sársauka. Engin.veiki A eftir eða gómbólga. — Stofan opi'n kl. 7 til 9 á kveldin OHlce Phone Main 6944. Hoimilis Phone Main 6462 Rafurmagnsleiðsla. BygKÍngameistarar! látiö okkur gera tilboö um ljósvíra og rnfurmapnsleiö^ía í húsin ykkar. Verö vort er sanugjarnt. Talsími Garry 4108 THE H. P. ELECTRIC 064 NOTKE DAME AVE HÚSR.tDKNDUR : Komiö og Sjáiö rafur- magus straujárn og suön áhöld okkar. eiunig öunur rafurmagns áhöld. Ef eitthvaö fer aflaga kalliö HARRY 4108 eöa komiö til 664 NOTREDAME AVtí Sargent Realty Co. Union Bankinn, horni Sargent og Sherbrooke 8t. Opiö á kveldin. Phone Sherbrooke 4252. Vér höfum hús og byggingalóð- ir á öllum strætum f Vestur- bænum, á lágu verði. Finnið oss áður en f>ér kaupið. Hús leigð skuldir heimtar, lán og ábyrgð- ir veittar með vanalegum skd- málum, (3-7-12 TIL SOLU. Gott land til sölu skamt frá Arborg, Man. Inngirt með góð- um byggingum, verkfærum og naut-gripum, með iágu verði. — ÍSjaldgæft tækifæri f garðbletti Winnipeg-borgar. Frekari upp- lýsingar hjá G. S. Guðmundson 639 Maryland St. Winnipeg -nn FASTEIGNASALI ÖELUR ELDS- LÍFÖ- OG SLYÖA- ABYRGÐIR OG ÚTVEGAR PENINGALÁN WYNYARD SASK. HESTHUS. HESTAR ALDIR, ÖELDIR OG LEIGÐIR. Leigjendur sóktir og keyrðir þangað sem peir óska. Eg hefi beztu keyrslumenn. 432 NOTKE DAME AVE. SÍMl QARRV 3308 Davison & Ferguson KLÆÐÖKERAR Kvenna og karla fatnaður gerð- ur eftur máli. Vandað verk. Verð lágt. Hreinsun & Pressing. 38 5 SARCENT A V E. Talsími Garry 1292 Selsskinns sálir. G, S, VAN HALLEN, MAlnfærílmnaBor 418 Mclntyrc Block., Wiunipeg. Tal- slmi Main 5142 J>egar ég var ungur og uppvax- andi heima á Islandi, þá var ég sem aðrir yngissveinar, að því að vilja vera dálítið mannalegur. Og eitt af því, sem þá þótti þar ung- um mönnum sæma, var að eign- ast svokallaðar selskinnssálir. — J>að er nú ekki þar um að orð- lengja, ég keypti mér eina, svo fijótt, sem é,g átti til fyrir henni. J>ær voru svo tilbúnar, að úr sel- skinni var sniðinn og saumaður langur og mjór smokkur, og í hann voru búnir til tveir kringl- óttir trégaflar, og í miðju þessara gafla voru festir ýmist kopar eða eirhringir, en ekki mjög stórir. Gaflar þessir voru oft haglega út- skornir ; stundum voru rósir á þeim, stundum nafn eigandans og oftast var ártalið á þeim, sem ég sá. Op var haft í miðri sálinni, mjö,g líkt þvi, er tíðkaðist á svo- kölluðum þverbakspokum, að öðru en því, að á annan barminn á sál- inni voru vanalega festar þrjár látiins eða eirhringjur, en hinu- megin leðurstroffur ; þannig var þeim spenslað aftur. 5>egar gafl- a'rnir voru settir í sálir þessar, voru smokkarnir hleyttir og þann- ig strammaðir svo strítt sem unt var utan um gaflana. J>ar næst var reim úr sútuðu leðri, hér um bil jafn breið og gaílinn var þykk- ur, strengd yfir selskinnið, svo var þéttneglt alt í kring, oftast með trénöglum ; enda voru ílát þessi vatnsheld. Yanalegast voru þær ekki mikið víðari en svo, að það var vel rúmt í þeim fyrir þriggja- pela flösku. Við brúkuðum þær líka helzt til þess, og höfðum þær fvrir aftan hnakkinn okkar á ferðalögum, en nestið höfðum við i svokölluðum klakkaskrínum. Að selskinnssálirnar voru vatnsheldar, sannaðist mér einu sinni átakan- lega. Svo bar við, að mörgum ferða- mönnum lenti saman á lestunum í almennum áningastað. Meðal hverra voru þar tv.eir sveitungar, þeir Brandur á Brú og Bergur á Barði. Báðir voru þeir á heimleiö úr kauptúni og nokkuð við öl. Bergur var talinn ribbaldi við vín, og voru þeir Brandur nú komnir í þjark saman, eins og oft vildi verða á þeim árum. Bergur hafði í hendi sér svipu mikla járnbúna, og var hún svo gerð, að hamar var á enda fremri hólksins með skalla öðruimegin en klauf hinu- megin, og komu þessar hamar- svipur sér oft vel í ferðalögum, því þær voru hentugar til að hnvkkja með þeim nagla í hest- færi, ef losnaði, og var þá haldið við með steini. — Jæja, þeir voru þarna að þrefa um eitthvað ; sat Bergtir á hestbaki, hann reið hesti sótrauðum, nokkuð rosknttm, er kallaður var Sóti ; en Brandur hafði farið af baki og stóð við hliðina á sínum hesti og hélt í taumana, sem þó lágu tippi, og náði lvkkjan aftur í hnakkinn ; sá hestur var svartur að lit og kall- aður Stóri-Briinn. Kn nú er hæst stóð þras þeirra sveitunganna, hóf Beggi upp hamar-svipu sína, og hugðist að ljósta Brand högg mik- ið, en tilræðið kom í sál Brands um lcið 0£r hann vék sér undan, þ. e. s. þá sálina, sem við aftari hnakkbogann var, hnýtt, og svo var högg það mikið, að brennivins flaska, sem þar var, brotnaði í mylsnu. Meira varð þó ekki af ill- indum í það skiftið, því margir friðsamir vortt við staddir, en það sem nú mestri fttrðu sætti og mig gladdi mest var það, að dropinn var kvr í endanum á sálinni eftir sem áður. pórður í Holti kom þá með efri partinn nf smjörkúpmn sínttm, er nota mátti sem staup, og þannig notaðist okkur, sem sopittn þótti góður, að innihaldi flöskunnar. En nú sleppi ég sálinni að sinni og sný mér að öðru efni. Um þess- ar mundir var mikið talað um Ameríku og vesturferðir í mínu héraði og viðar á Islandi, enda var þá vesturfara-agent þar á sveimi ár eftir ár ; hann hét Baldvin Baldvinsson, og var hann ætíð tvinnaður inn í samtalið um Ame- ríku og vesturferðir ; ég man það eins vel og það hefði skeð í gær, því guð hefir gefið mér svo gott minni, að mér er innan handar, að lesa upn orðrétta lengri Og skemri kafla úr stólræðum ýmsra presta Og annara, svo sem Ameríku-túlka og trúboða, jafnvel þó ég hafi heyrt það fyrir tugum ára síðan. Sumir héldu, að Baldvin þessi væri ósannorður; aðrir, að hann væri eins og menti gerðust yfir- leitt. Einn kunningi minn sagði mér, að hann hefði hlýtt á fyrir- lestur hjá Baldvin agent og hældi honum mjög fyrir mælsku. því til sönnunar sagði hann, að þar hefði verið einn gildur bóndi, greindur vel, en allra manna minstur vexti. Nú fór Baldvin að seg’ja þeim frá, að hveitið hjá bændum í Vestur- Ég óska að fá þig fyrir nábúa B. C. VERÐLAUNA ALDINA RÆKTAR LÖND í B. C. EIGNIöT firnm ekru eða stærri aldina og fugla ræktar land- spildu f British Columbia og tryggið lífstlðar sjálfstæði, $20 niðurborgun og $10 á mánuöi borga fyrir það. Engar rentur. og gjaldfrestar veittur t sjúkdóms tiifellum. Land eigendur taka fráJfoOO til $1000 af ekru úr þessu n.afnfræga verð- launa vinnandi héraði við Main Kootenay vatnið. A'ætt loftslag, engar rigningatíðir eins og á ströndinni; engir ofþurkar og vatns- veita ónauðsynieg, eins og 1 Okanagan og Cranbróoke héruðun- um. öjá stj >rnar skýrslur. Aðal vatnið trýs aldrei yfir og bátar gaoga eftir þvf alt árið. öjáið skýrslur annaia héraða. Eg varði árum í að leita upp þerinan»ágætis b étt og bjó þar siálfur, og nefni aldina akur minn 69 ekrur "The Honeymoon Place.” öendið eftir bæklingi mfnum nefndum "Homeseeking”. Hann segir yður alt sem þér viljið vita um mikla British Columbia landið, þar er fjölda spurninga s.arað Nyja b >kin ‘TTarris’ New Method of Apple Culture” kennir yður hvernig eplatré bera se’janlegan ávöxt á öðru ári. Eftir gömlu regiunni urðuð þér að Ivða 5 ár. Það sem bóudin græddi $1500 getur hann nú grætt $300 á ekru. Bókin er frí ef þér seudio mér nöfn af 10 vinuin yðar og ættingjum sem kynnu að vilja kaupa aldiua l">nd. Eg hef selt tíl 400 kaupenda á sl. 4 mánuðum, og skal senda yður nokkur af bréfum þeim semeg hefi fengið frá þeimsem hafa skoðað lönd sín sem ég valdi fyrir þá. Eg skila peningum yðar aftur ef eftir þér skoðið landið yður geðjast ekki að þvf sem ég hef valið yður eða því sem eg hef óselt eítir. Ef þér getið ekki skoðað landið, en vilji halda þvf um nokk- ur ár, þá tek ég að mér að plarita það og annast fyrir yður um 5 ára tfma með litlum auka kostnaði og veita yður hlutdeild í gróð- anum af uppskerunni. Þér fáið 10 þrósent afslátt fyrr peninga og góð sölulaun á því sem þér getið útvegnr mér kaupendur. Mánaðar verðlisti mfnn ytír ræktuð og óræktuð aldina lönd vekur áhuga gætnastu kaupenda. Næsta skoðunasferð mfn fer frá Winuipeg 27. júnf, og óska samferðar yðar, sendið eftir mlnu orð- lagða “Kootenay Magazine” mánað irriti með myndurn og nákvæm- um upplýsingum um þetta undraverða land. $2,5" á ári eða 25c. á fyrir sýnis einkak. Einn árgangur fyrir 20 nöfn og áritanir, Ijóst ritað af fólki sem hefir hug á aldina löndum i B. C. Ritið mér strax nafn yðar og þjóðerni og ábygcilega tilvfsun npphæð sem þér vilji verja og ég sendi yður bók, kort o.fl. ökrifið mig sjálfunt á aðal skrifstofuna. F. L. HARRI5 818-820 S0MERSET BL0CK - WINNIPEG, MAN. Tal sími: Jlain 3458 Kootenay Lak<‘ skrifstofnrnar: Proctor orj Gold Hill, P,.C. Útbú : honú Center amt Ninth St, Catqury; Lethbri<l(/e, Edmouton, Brandon, * Saskatoou. et ■■ \ heimi skemdist stundum af nætur- írosti, en þá kæmi það fyrir, að beir hefðu meira upp úr þ.ví með því að ala á því svín og selja þau j svo á markaðinn. Gellur þá litli j bóndirin fram í og spyr, hví þeir j geri það þá ekki alt af ; þá segir ! Baldi : “Hví varð þessi maður j ekki eins stór og Golíat?” þ,etta svar faust kunningja mínum svo mikið um, að hann áleit Balda þeniian speking að viti upp frá því. — En, viti menn, ég varð \ sjálfur svo heppinn, að sjá og heyra mannskepnu þessa ; ég var i einu sinni staddur á Skipaskaga, á leið til sjóróðra. þá, var það kveld eitt, að ég sá þar mannfjölda . streyma að húsi einu ; ég fór að hraða mér þangað, og frétti ég brátt, að þar ætluðu tveir vestur- fara-agentar að halda ræður það kveld, og voru þeir nefndir Bald- vin og Sigurður. Eg flýtti mér inn í húsið og náði í sæti, því aðgang- I ur var frí fyrir alla ; húsið troð- fyltist brátt af fólki. En um þær j mundir var á Skaganu vestur- I fari einn, er Tobías hét ; hann hafði verið mörg ár í Ameríku, en I flutti alfari til íslands aftur ; hann var og einn í hópnum þarna inni. ; Nú heyrði ég nokkra Skagara skora fast á Ameríku-Tobba, að I dtlga sér nú, og reka nú lygina of- ! an í Baldvin, þegar hann færi að hæla Ameríku, en Tobbi var treg- ur til. Meðan á ræðunni stóð, voru þeir að hnippa í Tobba og segja : “Er þetta satt ? Hví rek- urðu ekki ofan í hann?” En Tobbi gaf ætíð sömu svörin : “þetta er 1 satt ; þetta á sér stað í Ame- ríku”. — þegar nú Baldvin hóf ræðu sína, gat hann þess, að hann ætlaði að lýsa Canada; en ekki ætla ég nú að birta hér úr ræðu þeirri nema það, sem kom mér a stað til Ameríku. þegar ég heyrði ágentinn segja frá þvi, að einv. j sinni hefði farið með sér kerling vestur um haf, sem hefði verið á sveit þar heima ; eu bega." keria liefði verið búin að vera 3 mánuði vestra, þá hefði hann mætt henni einn góðan veðurdag á götu í Winnipeg, og hefði hún þá spurt sig að, hvar væri tryggasti bank- inn í bænnm. þá hugsaði ég sem syo : já, hvað' myndi annar eins j maður og ég geta gert þar vestra í Canada ? Og strengdi ég þess þá heit, að leita gæfu minnar í því auðsældarlandi, eða liggja dauður ella. Seinna talaði Sigurður og kvaðst hann ætla að lýsa Banda- rikjunum, en komst fremur skamt, sökum þess, að það óhapp vildi til, að strák-asni einn rak hausinn upþ í olíulampann, sem upplýsti salinn, og skall lampinn þegar á gólfið og stóð logitm alt í loft upp. þannig lauk þeirri skemtan, því ver. Síðar um kveldið heyrði ég nokkra Skagara það mæla, að slík ræða sem Baldvins þessa heíði þar aldrei heyrst, síðan Jón Ólaisson hefði þar verið að prédika. , Jæja, eftir þetta fór ég að hraða mér að' ná i fargjald til Vestur- | heims. Mér tókst það líka brátt og fór. Alt gekk vel, ég komst slvsalaust til Winnipeg ; iarangur hafði ég ekki, nema eitt koffort og skinnsálina mína, og hafði ég sína ílösku í hvorurn enda hennar. En nú fór fyrst að verða úr vöndu að ráða; ég þekti engan og enginn þekti mig. W. H. Pálsson var þá víst eitthvað riðinn við innflutn- ingastörf og hafði ég séð hann ^ einu sinni heima á einhverju agent | snuðri, og heyrði ég þá sagt, að hann væri sá lýgnasti, sem heim hefði verið sendur. En hvað um það, ég fór nú samt að hitta Páls- ! son og ráðlagði hann mér að fara j út í íslendingahygð, sem var fjöru- , tíu mílur írá járnbraut, og kom liann mér á eimlest, er þangað , ,átti að fara, og kvaðst hann hafa j skrifað íslending þar í bygðinni, j að taka á móti mér á járnbraut- arstöðinni, en það reyndist mér hauga lýgi. Nú þegar ég var kom- inn á eimlestina, skildi ég engan oj» engin skildi mig. Pálsson hafði sagt mér, að flutningur minn yrði mér samferða, en hvar hann hafði verið látinn, vissi ég ekkert ; ekki vissi ég heldur, hvar é.g átti að fara af. Ég horfði ætíð út um jdugga á vagninum, sem ég var í, og að áliðnum degi stansaði lest- in, og sá ég þá, að verið var að i láta dót út úr einum vagninum langt frá tnér, og þóttist ég vita, að hér ætti ég að fara af lestinni, j Off fór ég nú ofan hið hráðasta og 1 mátti það ekki seinna vera, þ\T lestin var að fara af stað aftur. Ilefði nú ekki staðið svo á, að ég hefði jafn einkennilegan og attð- þekkilegan meðferðis, þá hefði ég vafalaust farið með lestinni, ham- ingjan veft hvert. þarna var ofur- lítið þorp, en ekki sá ég þar eða heyrði nokkurn íslending. Ef ein- hver vrti eitthvað á mig, sagði ég bara að ég væri Islendingur. ó- vænt happ bar mér nú samt að höndum ; ég hitti þar loks mann, sem ávarpaði mig á dönsku, en á því máli gat ég töluvert bjarg- að mér ; maðurinn vax danskur í aðra ætt, en norskur í hina, að hann sagði. Hann sagði mér í ltvaða átt Islendingar væru og aö þangað væru fjörutiu mílur vegar. Eg labbaði af stað með aftureld- ingunni áleiðis til landanna, með kaffortið mitt á hakinu, en skinn- sálina í fj rir, og seint um kveldið náði ég út í íslenzku bygöina, og liefi ég orðið það fegnastur. Síðan þetta alt skeði, eru nú liðin allmörg xr ; ég hefi farið víða um Norövesturlandið og á- valt áunnið mér frægð og frama, enda hefi ég haft merg í köglum. Nú er ég fyrir nokkru hættur allri útivinnu og seztur að á minni eig- in landeign í einhverju því bezta kornyrkjuplássi, sem til er undir sólunni, og hefi ég nú þetta frá tvö til þrjú hundruð ekrur undir kornrækt árlega. það óhapp vildi mér til, að bölv. mýsnar átu upp til agna fyrir mér selskinnssálina mína. En verst þykir mér þó, að vera ókvongaður ennþá. Hér um daginn las ég í Hkr. eftir tröllið hann Austmann okkar, eitthvað um það,, að í Winnipeg væri nóg af gjafvaxta kQnuefnum íslenzkum. þá datt n^r í hug, að nær væri fyrir ein- hverja þeirra að eiga mig, en að vera ógift alla sína æfi. Ég er þó ekki nema svona vel fullorðinn ; og það verð ég að segja, að marg- ur hefir fengið unga og laglega konu, sem hefir verið ófríðari, eldri heimskari og efnaminni, held- ur en ég er nú. Hér verð ég nú að hætta, því mér eru takmörk sett. Álfur í Hól. Heklugos. þegar ég las grein “forseta” kvenfélagsins Iðunn, í Hkr. 13. júní, datt mér í hug H'eklugos. þetta nafnfræga eldfjall hefir gosið eldi og brennisteini, alveg “ófor- varandis”, að minsta kosti 15 sinnum ; en þetta forseta-gos mun vera það fyrsta, en líklega ekki hið síðasta. Nú rignir ekki vikur- kolum, heldur, spörðum ; eitt þetta sparð hefir fallið í minn garð, og verð ég því að athuga greinarkornið. Eftir fyrirsögn greinarinnar að dæma, "Sjaldan kemur sér vel ó- beðin þénusta”, hafa hin vinsam- legu nmmæli mín í Hkr. 23. mai, í garð félagsins Iðunn, ekki geðj- ast þessari framhleypnu konu ; og þó er í grein minni ekki eitt ein- ast^. hnjóðsyrði í garð forsetunnar eða félagsins. Og ekki hefir kona j>essi sýnt, að ég hafi í áðurnefndri grein sagt skakt frá, eða hallað réttu máli á nokkurn hátt ; en henni finst það "desperat”, að ég skyldi “óbeðinn” voga mér að minnast á þetta kvenfélag, sem er vitanlega opinbert, en ekki leyni- félag, ög hún segir, "að mér hafi ekki tekist að segja sögu félagsins svo vel, að öllum, sem kunnugir eru, geðjist vel að”. Heyr á en- emi! Ég gat félagsins að eins að góðu. Ég skal nú trúa Járngerði fyrir því, að ég mim rita um starfsemi félagsins, menn Og mál- efni, livort sem henni líkar betur eða ver. En ég kannast við, að mér láðist að geta um, hver væri hinn háttsettir(! ! ) sexmánaða(?) forseti félagsins. þá svnd verð ég- að “afplána” í öðru lífi. Éá gat vitanlega ekki sagt alt um þetta kvenfélag í stuttri blaðú. grein, og það gerir forsetan ekki heldur. Af fáfræði er ritað, er hún getur um “23 og jafnvel fleiri dags verk”, og “ef til vill” segist hún þekkja “þjóðernið” betur en ég, “ef til vill” því svo segir í Hrólf- ungu hinni eldri : “fólk kynnist i bezt í kúaleit”. I Greinarhöf. staðhæfir, að ég eigi j óvini í félaginu þjóðerniö. þetta ! má vel vera, en ekki veit ég til | þess. Og ekki voru ummæli mín j um félagið og bókavörð þess rit- ttð af persónulegu hatri. það væri j til dæmis rangt, að álíta ummæli i ritstjóra Ilkr. um útbýting gjaía- j Ijár á íslandi, óþörf, eða rituð af j hatri til einstftkra manna þar heima. Hver sanngjarn maður get- ur séö, að ummæli hans voru frá J þeirri göfugustu tilfinn.ug, sem er í mannssálinni, þeirri, að rétta j himtm fátæka auðntileysingja — sveitaþurfalingum — hjálparhönd ; og það ættu allir að vita, að þeir, sem opinbera rangindi einstakl- , inga, nefnda eða félaga, eru að | vinna þarft verk. Greinin í Hkr., “Sameining — ! sundrung” ; ég tek hér kafla úr j iienni, sem ég vinsamlega mælist j til, að Járngerður ksi, ð hverju j kveldi á eftfr faðirvorinu. Greinar- I kaflinn er svona : “Af hverju kem- ur þessi skortur á félagsanda og samtökum ? “það er ekki af þvi, að menn- irnir séu svo vondir ; nei, þeir eru j í raun og veru fæstir vondir, en j þeim hættir við að smávef ja sig í hjúp af hræsni, þangað til þeir 1 geta ekki greint rétt frá röngu. Engin svnd í heiminum er eins stór ,og lygin fyrir sjálfum sér, og engin synd er eins algeng. Menn- irnir hræsna fyrir sjálfum sér, þangað til þeir verða heimskir, — ef þeir geta oröið heimskari, en þeir eru að upplagi, sumir hverjir. — Yér Vestur-íslendingar erutn ekki harnanna beztir. það er harla margt athugavert við félagsskap vorn og félagslíf”. Að endingu skal ég henda bless- aðri Vindheima-dúfunni á, að það er konum vansæmd, að hafa sorp- hænu að fyrirmynd. A. E. í s f e 1 d. Hvað er að? Þarftu að hafa eitt- hvað til að lesa? Hver sé sem vill fá sér eitthvaö nýtt aö lesa 1 hverri vikH,æt i að perast kaupandi Heimskringlu. — Hún færir leseDdum slnnm ýmiskonar nýjan fróöleik 52 sinnum A éri fyrir aðeins $2.00. Viltu ekki vera meö!

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.