Heimskringla - 29.08.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.08.1912, Blaðsíða 1
4 4 f 4 4 4 HVEITII HVElTI ! Vér viljum ráöleggja öllum bætidum, að senda íslenzka kornfélaginu ALEX. JOHNSON & CO. Hveiti til sölu næstkom. haust. 4 Alex. Johnson & Co. 4 4 Eina íslenzka kornfélag. Vér 0 0 g'etum útvegað hæst verð á öll- 0 A um korntegundum. Gefið ökk- A ^ ur tækiíæri að selja fyrir ykkur A XXVI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 29. ÁGÚST 1912. M rs A H Oí son .1 'l' Nr. 48. BORDEN HEÍÐRADUR Rt. Hon. R. L. Borden dvelur ennþá á Englandi, en ráðgerir, að leco-ja af stað heimleiðis núna í vikulokin og vera kominn til Ot- tawa 7. september. Nýverið brá Mr. Borden sér til ■Skotlands og var fagnað með við- höfn mikilli í Glasgow og Edin- borg. Gerði bæjarráðið í Glasgow hann að heiðursborgara, og er það óvanalegur heiður fyrir út- lendinga. Síðan Mr. Borden kom aftur til Englands, hefir hann sífelt unnið að samningum við brezku stjórn- ina um ýms velferðarmál, er báð- ar þjóðirnar varðar, og segja brezk blöð, að Canada muni hafa \hag mikinn af samningum þessum. Kvenréttindakonur hafa viljað ná fundi Mr. Bordens, og elt hann á röndum, hvert sem hann hefir farið, og að síðustu fengu þær ósk sina uppfylta. Lofaði stjórnarfor- maðurinn að veita nefnd úr þeirra hópi viðtal, og var íundardagur- inn ákveðínn í dag. Hvað þeim hefir á miili farið, er því ekki kunnugt ennþá. Veizlur margar hefir Mr. Borden setið þessa síðustu dagana. Meðal annars hélt borgarráðið í Lundún- um veglega veizlu til heiðurs l’.c.n- nm. 1 konungsboði verður liann á- ssamt frú sinni næsta föstudag. Mr. Borden hefir í för þessari komið fram landi sínu til slór- sóma, og hafa brezk blöð af öll- um flokkum lokið einróma Joíi á hann og framkomu hans. Félagar Mr. Bordens, ráðgjafarn ir Hazen, Pelletier og Po- herty, hafa ntt haldið heímleiðis. Hon. Geo. E. Foster hefir farið til Ástralíu í verzlunarmála erind- u m. FRÁ KÍNÍ. þar er nú aftur komin bráða- byrgðar kyrð á málin. Ferð Dr. Sun Yat Sien til Pek- ing hafði góðan árangur. Er hann kom til borgarinnar, var honum fagnað af þingmönnum og öðru stórmenni með miklum innilegleik, og honum sýndur allur sá heiður, sem þjóðhöfðingi væri. Strax gerði hann ráðstöíun til ■að rannsaka, hvernig á morðum hinna fjögra hershöfðingja stæði, og skipaði þingið nefnd til þess. Kfvaða niðurstöðu nefndin hefir komist að, er ókunnugt, en degi siðar þáði Dr. Sun heimboð hjá forsetanum Yuan Shi Kai. og fór liið bezta á með þeim. Gefur það bendingu um, að Dr. Sun hafi sannanir fyrir því, að forsetinn hafi ekki verið sekur um morðin, svo sem haldið var. Formfeg forsetakosning á að fara fram í Kína í nóvémbermán- uði, og hefir Dr. Sun lýst því yfir, að hann verði ekki í kjöri. Telur hann Yuan Shi Kai færasta mann- inn til embættisins. Horfir nú vænlegar fyrir kínverska lýðveldi. hinu Fregnsafn. Markverðustu viðhurðir hvaðanæfa. — Theodore Roosevelt á í vök að verjast um þessar mundir, og eru horfurnar, að öll kurl séu enn ekki komin til grafar. Svo er mál með vexti, að einn af meðlimum Bandaríkja senatsins, senator Pen- rose frá Pennsylvania, var borið það á brýn, að hann væri 1-aunað verkfæri í höndum Standard olíu félagsins. Penrose, sem er einn af mikilhæfustu senatorunum og leið- togi hinna íhaldssamari Repúblika, Varð að játa, að hann hefði þegið stórupphæðir frá Standard olíu fé- laginu, en það hefði ekki verið fyrir sig, heldur hefðu þeir pening- ar gengið í kosningasjóð Repúblik- ana, og stærsta upphæðin,s em fé- lagið hefði gefið, hefði verið árið 1904, og gengið í kosningasjóð Theodore Roosevelts. Upphæð sú, sem félagið gaf þá í kosningasjóð- fnn nam $125,000, og sagði Pen- rose, að Roosevelt hefði þótt það langtum of litið, og heimtað 150 : þúsundir dollara í viðbót. þessi yfirlýsing senatorsins vakti feikna | athvgli, þvi það eitt að Roosevelt hefði þegið peninga frá Standard ! Oil var nóg til að stórskemma I kosningahorfur hans nú. Kosn- ingakostnaðarnefnd senatsins kall- aði þegar fvrir sig John D. Archi- bold, forseta Standard olíu félags- ins, og kvað hann skýrslu Penrose rétta vera. Sjálfur hafði Penrose í það skiftið fengið 25 þúsund doll- ars, er hann kvaðst hafa notað til kosningaþarfa í Pennsylvania. — En nú er að segja frá Roosevelt. I Hann neitar harðlega, að hafa þegið nokkra peninaupphæð frá Standard Oil félaginu til kosning- ar sinnar 1904, eða á nokkrum öðrum tíma, og segir það bláber ósannindi frá Penrose og Archi- bold til þess að spilla fyrir kosn- ingu sinni. Hann segist raunar liafa heyrt ávæning aí því, að Standard Oil félagið hefði lofað að gefa 100 þúsund dollara í kosninga sjóðinn 1904, en hann hefði fvrir- boðið gjaldkera kosningasjóðsins, að taka við nokkrum dal frá ft- laginu, Og það hefði heldur ekki verið gert. Formaður kosninga- nefndarinnar frá þeim tima stað- . festir ummæli Roosevelts. — Af ' þessu má sjá, að einhversstaða.r er leikinn ófagur leikur. Roosevelt hefir gert kröfu, að mæta trammi fyrir kosningakostnaðarnefnd scn- atsins Op- hreinsa sig þar ai þes>- um áburði, en svo illa hefir \ iljað til, að nefndarmennirnir cru i>ú tvístraðir víðsvegar, og kv’aðst nefndarformaðurinn, senator. E. M. Clapp, ekki geta kvatt liana saman fvr en i september lok. Á m-eðan verða málsaðilar að rííast í blöðunum og á ræðupöllunum.— Margir eru þeir, sem trúa Roose- velt, og halda að þetta séu sam- antekin ráð Standard Oil Co. og annara óvina hans til að gera honum ómögulega kosningu, því jiað., að verða uppvís að þvi, að t hafa þegið stórfé frá því félagi, , yrði pólitiskur dauðdagi hans. — Horfurnar eru ískyggilegar á Balkan skaganum um þessar mundir, og ekki annað fyrirsjáan- legt, en að blóðugt stríð skelli yf- ir þegar minst varir milli Tyrkja annarsvegar og flestra hinna þjóð- anna, er norðar búa á skaganum hinsvegar. Reiðastir Tyrkjum eru þó Serbar og Svartfjallabúar, — enda hafa báðar þjóðir orðið fyrir slæmum búsifjnm af Tyrkjum, að 1 ástæðulausu. Albaníu uppreistin stendur og enn, og hafa Svart- fjalla búar hjálpað, svo Tyrkir hafa farið hall-loka jafnaðarlega. En til þess að svala reiði sinni á einhverjum, réðust tyrkneskar her- sveitir inn ffrrir landamæri Serbíu og gjöreyddu bæ einn, er stóð við landamærin ; drápu karlmennina, en rændu konunum, og brendu sið- an húsin til grnnna. Líkt gerðu þeir í tveim þorpum í Montenegro. Sem geta má nærri, urðu Serbar æfir yfir þessum níðingsverkum Tyrkja, og heimtuðu þegar, að stjórnin segði Tyrkjum stríð á hendur ; 50,000 manna, vopnaðir með byssufn, kylfum Og öxum, slógu hring um stjórnarhöllina og heimtuðu stríð. Pétur konungur ■ var staddur í útlöndum, o.g fengu ráðgjafarnir sefað fólkið á þann i hátt, að bíða þar til konungur I kæmi heim, sem yrði næstu daga ; íen skuldbundu sig jafnframt til að sjá um, að hefnd yrði komið fram á hendur Tj’rkjum. Konungurinn er tiú kominn l*ilm, og ier nú ráða- brugg um, hvað gera skuli. Vilja sumir ráðgjafarnir stríð nú þegar, aðrir vilja heimta skaðabætur af Tyrkjum, en sé þeim neitað, þá stríð. Nú hefir það bæzt ofan á, að lögregludómarinn í Belgrade, höfuðborg Serbiu, var sRotinn til bana fyrir framan dómshöllina, og var það tyrkneskur liðsforingi, er morðið framdi. — 1 Montenegro fara fram heræfingar daglega, og liefir Nikulás konungur kallað á alla vígfæra menn, að ganga í her- inn ; er þar því ófriðarbragur i auðséður á öllu. 1 Búlgaríu og Macedoniu er og heift mikil gegn Tyrkjum. Álit rnargra er, að Aust urríki blási að ófriðarkolunum móti Tyrkjum, en hvort sem nokk- i uð er hæft í því eða ekki, þá er , ástandið afar ískyggilegt. — Sir Wilfrid Laurier er vænt- anlegur í heimsókn hingað til Vesturfvlkjanna snemma í næsta mánuði. Mun hann ætla að halda uppörfunarfundi fyrir játendur sína og fylgismenn. — Margir bezkir þingmenn eru á ferð tim Canada og Bandaríkin. Mcrkastir eru : Sir Walter Hume I,ong, F. E. Smith, Sir Max Aik- ins og verkamanna leiðtoginn j Keir Hardie. Mr. Long var áður írlandsráðgjafi hjá Balfour, og j ferðast hann nii víða hér um Can- ada og heldur fvrirlestra á móti heimastjórnar frumvarpi írlands. Hans er von hingað til borgarinn- ! ar ianan fárra daga og heldur hann þá fvrirlestur í Canadian Club. Sir Max AJkins er Canada- maður, en hefir setið á þingi Breta ’ nokkur undanfarin ár. Frederick t E. Smith er sá af þessum þing- , mönnum, sem merkastan má telja. Hann er ungur tnaður, en taHnn ! ágætur lögmaður og afburða- I mælskumaður ; mesti ræðugarpur ■ í liði íhaldsmanna og þriðji bezti í öHu þinginu, hinir tveir eru ráð- gjafarnir Winston Churchill og Lloyd Geórge. Mr. Smith dvelur nú hér í borginni. | — Kosningabardaginn í Banda- ríkjunum er nú í byrjun, og er viðbúnaður mikill ai flokkanna hálfu að gera hann sem öflugast- an. Theodore Roosevelt er þegar byrjaður að tala máli sinu við kjósendurna, ög hefir hann flutt ræður í Kansas, Vermont, Massa- chusetts og Maine, og verið vel fagnað allstaðar. Hann verður að- alkappinn í nýja fiokknum, og ætl- ' ar ,að ferðast um öll Bandaríkin Helztu hjálparmenn hans verða — varaforsetaefni flokksins, Hir- am Johnson, ríkisstjórinn i Cali- fornia, og fvrverandi senator Bev- eridge frá Indiana. — Demókratar eru og í óða önn að hervæðast, og hefir forsetaefni þeirra, Woodrow Wilson, skift köppum sínum niður á hin ýmsu ríki, þar sem þeir eiga að tala máli hans við kjósendurna Sjálfur ætlar Mr. Wilson að íerð- ast lítið ; að eins halda nokkrar ræður í stærstu ríkjunum, svo sam New York, Pennsylvania, Illinois og Massachusetts. Aftur ætlar Bryan að ferðast víða fyrir hans hönd, og sömuleiðis Camp Clark og Oscar E., Underwood, leiðtogar Demókrata í kongressinu. Brvan ætlar að byrja umferð sína 10. september í Nebraska og ferðast síðan um Minnesota, Wiscatisin, Montana, Norður- og Suður Dak- ota, Oregon, Utah, Missouri, Illi- nois og Nevada. Æltlar hann að lialda margar ræður í hverju riki, og verður umferð hans ekki lokið fyr en rétt fvrir kosningarnar. — Camp Clark byrjar þegar í næstu viku að halda ræður i Maine, og ferðast síðan um Missouri, Color- ado, New IMexjico, Arizona og Cali- forniu, — ríki, sem fylgdu honum áður við kjörmannavalið til for- setaefnis útnefningarinnar. — Un- derwood ætlar að halda margar ræður í New York ríki og öðrum austurríkjunum. Hann er talinn mestur toll/málafræðingur í Uði Demókrata, og er það einmitt tollspeki, sem New York menn vilja helzt heýra. — Aðrir leiðandi Demókratar, svo sem varaforseta- efnið Marshall, og ríkisstjórarnir Harmon, Foss og Baldwin, ferðast um suður- og mið-ríkin. TaUð er að Demókratar hafi aldrei búið sig betur undir kosninga bardaga, en að þessu sinni. — Repúblikanar eru og að búa sig undir bardag- ann, og ætlar Taft að ferðast um fiestöll ríkin, auk þess sem hann hefir heila legíón af senatórum og kongressmönnum sér til fylgdar.— t tveimur ríkjum eiga kosningar að fara frarn í næsta mánuði. t Vermont þann 3. og Maine þann 9. september. Verða þar kosnir þingmenn, senatorar, ríkisstjórar og forseta-kjörmenn. 1 Vermont eru allar líkur til að Repúblikar vinni, en Demókratar í Maine. — Ivosningar í flestöllum hinum ríkj- unum fara fram 5. nóvember. I — Rt. HJon. Winston Churchill, flotamálaráðherra Breta, kvað nú vera hættur við að heimsækja Canada að þessu sinni. — Vilhjálmur þýzkalndskeisari og drotning hans eru bæði veik i um þessar mundir. Er keiarinn J slæmur af gigt, en drotningin ligg- \ ur í taugaveiklun. — Washington þinginu var slitið um dádegi á mánudaginn, og héldu bæði kongressmenn og sen- atorar samdægurs heimleiðis, til að taka þátt í kosninga bardagan- nm, sem nú fer í hönd. Síðasta verk þingsins var að skipa rann- sókn í Penrose málinu, sem svo er kallað, vegna þess, að senator I’enrose er kærður um, að hafa þegið j'éninga frá Stanaard Oil Co., baf/ði handa sjálfum sér, og svo í kosningasjóð Repúblika. — Canada landsstjórinn, hertog- inn af Connaught og frú hans, dvelja þessa dagana í Edmonton borg í Alberta, i miklum fagnaði. þaðan er ráðgert þau fari vestur að hafi pg heimsæki borgirnar Victoria og Vancoitver, og svo Regina, höfuðborgina í Saskatche- wan, i bakaleiðinni. Hefir þá her- toginn hcimsótt öll fvlki sam- bandsinj, nema Prinee Edward Island. • — þriggja ára gamall drengur í Cobalt, Ont., varð systur sinni ársgama’H að bana 26. þ. m., á þann hátt, að hann helti karból- sýru í raunn henni úr flösku, er þar stóð á borði. Móðirin hafði gengiö i tiæsta hús, en er hún kom til baka var ungbarntð i dauða- teygjunum. OGILVIE'S Royal Household Fiour er fyrst ad gæðum. Það ber hðfuð og herð- ar j-fir aleugt mj 4. Þttð gerir ffuasta brauð 0g ljúífengasta sætabrauð. Þetta er af þvf að það er gert úr bezta hveiti f heiminum. og eftir beztu aðferðum sem mnnnleg þekking veit af Hver húsfreyja ætti að nota það við heimabokun sfna. The Ojrilvíe Flour Mills Co. Ltd. Wiunipeg Mekkin Sveinsson, M.A. Fyrsta íslsnzk kona, er tekið hefir meistarapróf. Fréttabréf. SEATTLE (BALLARD). 5. ágúst 1912. Hr. ritstjóri Hkr. það er nú orðið æðilangt síðan ég sendi Kringlu þinni línu, svo ég ætla að hripa dálitinn pistil að l>essu sinni. Að vísu veit ég af fám tíðindum að segja, nema hvað í mínu eigin áliti, að þau eru einna helzt, að ég er fyrir skömmu kominn hingað aftur, eft- ir tveggja ára dvöl í Suður-Kali- forníu (Los Angel-es), og finst næstum sem ég sé ko-minn heim. Bæði er nú það, að ég kann ávalt bezt viS mig meðal íslendinga, og svo er skrambans heitt á sumrum þar víðast su&ur frá, þótt lofts- lag að öðru leyti sé þar mjög indælt, — ekki er því að neita. Svo fór mér einnig að leiðast þar eftir að mínir gömlu félagar (Oal- land &! Co.) héldu til Suður-Ame- ríku í námaleit. Hefi ég nú um lengri tíma ekki af þeim heyrt, en áað vissi ég síðast, að þeir voru komnir upp til fjalla (í Bolivia), með nokkra Indiána sem verka- menn. Létu þeir þá vel af öllu. Itg veit ekki betur en fólki líði hér alment vel og atvinna sé sæmiletr, þótt sttindum hafi betur verið. Ýmsir hafa farið til annara staða í atv’innuleit, svo sem til Vancouver, Alaska o. fl. Stöðugt unnið að skipaskurði þeim hinum mikla, sem samkvæmt vonnm marpTa á að flej’gja Seattle áfram til þroska og velmegunar. En hætt er við, að talsverður tími líði eitn, þar til “alt er komið í kring”. Félagslíf er hér, sem annarstað- ar, fremttr dauft að sumrinu til. , þó lítur sv’o út, sem safnaðarlífið 1 sé þar undantekning, því nú kvað eiga að fara að messa hér annan- livern sunnudag (i stað fjórða hvers, sem áður var). — Enginn fslendirigadagur var haldinn hér á ströndinni i ár, og má það lieita afturför. Er ég nú að hlakka til að sjá, hvað helzt hefir borið til tiðinda hjá v’kkur þar evstra þann dag, og sjá kvæðin fögru og : ræðurnar snjöUu, sem þar hafa J verið fluttar. ísleudingar frá Canada -hafa ver- ið hér á ferð undanfarið, og hefi ég heyrt getið um þessa siðan ég kom : Thomas H. Johnson og j konu hans, Paul Johnston og hans i konu (sem áður var ung-frú Helga j Bardal), á skemtiför eftir nýaf- | staðið britðkaup ; þessi frá Winni- | peg, Einnig Árni Friðriksson, kaupmaður frá Vancouver. Jóh. Normann með konu og 5 börn, á ' leið til Los Angeles. þar sem tvö | systkini Mrs. Normann eiga heima Komu þau Normanns hjón frá Lögberg P.O., Sask., en munu ætla sér að setjast að í Suður- Kaliforttiu. — þv’kir mér siennilegt, að íslendingum fjölgi þar á næstu árn.m, því allir hljóta að vegsama tíðarfarið þar. — Ennfremur vrar Björn Jónsson, bóndi frá Vestfold P.O., Man., á leið til bróður síns G. J. Austfjörð í South Bend ltér í ■ W’aslt. Mun hann einnig hafa í hyggju, að flytja hingað v’estur síðar meir. það má og með tíðindum telja, að lögreglán þykist hafa rakið spor þeirra Sidna Allens og Wes- ley Edwards hingað til Seattle og nágrenni. En þeir tveir eru þeir einu, sem ekki hafa enn náðst af v’andræðamönnunum frá Virginia, hinum illræmda Allen flokk, sem í vetur er leið skutu til bana í rétt- arsalnum dómarann, saksóknar- ann, lögreglustjórann, einn af kviðdómendum, og stúlku eina, en særðu aðra, strax eft:r að dómur hafði verið kveðinn upp yfir Floyd AlLen, bróður Sidna, til tv’eggja ára betrunarhúss. Allir hinir hafa náðst, og er nú búist við, að hér nærlendis verði hin síðasta vöm þessara tveggja. Síðast, en ekki sízt, má ég geta þess, að íslenzk stúlka tók próf við ríkisháskólann hér í vor, 15. júní, til meistara stigs (gradum magistri art- i u m ) með Heiðri. Er hún því það, siern Enskurinn kalktr “Mas- ter of Arts”, en þá nefnum vér ís- lendingar meistara, er slík próf taka (sbr. meistara JónVída- lín). Ekki þori ég að fullyrða, hv’ort hún er sú eina íslenzka stúlka, er lokið hefir sl'íku prófi, en fáar munu þær aðrar, ef nokkr- ar. Stúlka þessi heitir M e k k i n Sveinson, og er dóttir Gunn- ars Sveinssonar og Kristínar konu hans Finnsdóttur (pr.ests þor- steinssonar að Klyppstað). Gunn- ar dvaldi áðttr í Winnipeg- og er mörgum kunnur. Fyrir 3—4 árum síðan lauk Kekkin burtfararprófi (B.A.) við hinn satna skóia, en hefir síðan fengist við kenslu, þar til’ síðastHðinn vetur, að hún sótti skól-ann á ný og kendi þar þó jafn- ■ framt frönsku og þýzku. Hafa þau tvö mál jafnan vtírið aðalnáms- greinar hennar. Ráðin mun hún vera til æðri skóla eins hér í rík- inu næsta vetur, og á að kenna þar latínu ög þýzku. Daginn eftir að hún lauk prófi i vor, höfðu ts- | lendingar hér haldið henni sam- sæti og fært henni mjög sæmilega gjöf, haldið ræður henni til vegs, ' o. s. frv’. Stúlkan er frábærlega vel j gefin, en áhuginn og löngunin til ! náms þó þeim mun meiri. Er ég 1 stórefaður í, að hún sé ánægð enn ; með lærdóm sinn. þegar ég setáist niðttr áðan til að hripa þessar línttr, ætlaði ég endilega að minn&st á hnippingar .þinar við þau R. J. Davídson og . Pál Berpsson, því ég álít, að þið hafið öll farið út í öfgar, en nú er ég orðinn svo latur, að ég nenni því ekki. Máske mér hlotnist sá heiður, að minnast á það sítiar, og annað fleira. Itg get þó ekki stilt mig .um að geta þess, að það gleður mig að sjá, að Páll Bergs- son er þó einn af þeim fáu, sem skreppa heim til íslands, sem ekki sjá alt með svörtum gleraugum, en alt í Canada í stækkunargleri, en of langt fer hann. Sigurður Magnússon. SÖNGLÖG K0MP0S1TI0NER) eftir Próf. Sv. Sveinbjörnsson Sötvgur: Echo (bergmál) ... é. 50c Söttgur: Up in the North .... 50c Duet: Now is the month of maying ................ 50c Söngur: The Trubadour ....... 50c Söngur: The Fairie .......... 50c Söngur: Serenade ........... 50c Söngur: Willow Song ......... 70c Söngur: Sverris kóngur ..... 50c Söngur: Björt mey og hrein... 50c Söngvar : Two Sacred Songs 50c Söngur: War ..................50c Söngur: Challenge of Thor ... 50c Söngur: Viking’s Grave ...... 50c Söngur:, Trysting .......... 50c Söngur: Yankee Girl ......... 50c Kór: Landnámssöngur ...... 25c Kór:t ísland .............. 25c Kór: Páskadagsmorgun ........ 25c P. F. soli: Descriptiye Pieces.. 50c Violin Solo; Berceuse ....... 50c Violin Solo: Humoreske....... 50c . Fæst til sölu hjá : — H. S, BARDAL, Cor. Elgin & Sherbrooke, Winnipeg VEGGLIM Patent liardwall vegglím (Empire tegundin) gert úr Gips, gerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLÁSTER BOARD ELDVARNAR. VEGGLÍMS RIMLAR og HLJÓDDE YFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WISXIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.