Heimskringla - 17.07.1913, Page 3

Heimskringla - 17.07.1913, Page 3
HEIMSKRINGEA' WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1913. BLS. 3 Rómverjar og íslendingar. (Framh. frá 2. bls.). laff undirstöðuatriðin sem fyrst. Fyrir oss lijjgur það starf, að gera íslendinga frjálsa þjóð, starf- sama þjóð og úrræðagóða, auö* uga þjóð, metnaðargjarna þjóð og menningarfrömuð. Verðum vér að vinna að því öllu jafnframt, enda styður hvað annað. Til þess að þjóðin verði frjáls, þarf hivn að standa á'eigin merg i öllu og má ekkert undir öörum eiga. Ekki sí/.t í þeim hlutum, er lúta að lífsnauð- synjum vorum. J>að er eigi ein- hlítt, að auka arðsemi lands og.bu- smala eða fiskiveiðar, heldur er hitt öllu mikilsverðara, að gæta vel fengiti's fjár ; að láta eigr er- lenda menn gera gull úr svitadrop- um vorum, en hafa sjálfrr litinn hag. þetta hefir verið svo frá landnámstíð og fram á vora daga- því að verzlunin hefir ætíð verið að mestu leyti í höndum erlendra manna, sem von var, úr þvi for- feður vorir gættu eigi skipastóls :síns. Innlendur skipastóll er undir- staða undir allri vorzlun vorri og hvers annars eylands sem er. Vér verðum bví að eignast hann. — Margir munu segja, að vér höfum eigi efni á því, en hitt er sannara, að vér höfum eigi efni á að vera án hans. Fvrsta tilraun er nú hafin. En margir telja fyrirkomulag ófull- komið, og vilja eigi taka þátt í því. það er þó öfugt. þeir eiga að taka mestan þátt i því, sem vilja hafa aðra tilliögun. þá hafa þeir atkvæðamagn til þess að koma breytingum sínum að. Fyrirtækið er og vitað gróðafyrirtæki, ef þeir menn eiga það og flytja með skip- unum, sem farrni ráða. En það eru kaupmenn og káupfélög, út- gerðarmenn ýmsir og iönaðar- menn osfrv. þessar stofnanir og menn eiga allir að taka <þá tt í fyrirtækinu. En skorist nokkrir undan, þá á landslýður að vega þá með vopni samtakanna, og sýna þeim, að þeim sé eigi triiað fvrir að vera milligöngumenn með- aí íslendinga og annara þjóða, þ. e. að vara kaupmenn. Ungir áhugamenn ættu að rita nöfn þeirra manna á svarta töflu, ot kenna það alþjóð manna, hverj- ir eru enn hér á landi, sem meta meira erlenda mangara en ættjörð sína og hennar hag. Vænta má, að þeir verði engir. En verði þessum mönnum, sem ívr nefndi ég, féfátt til skipakaup- anna, þá veit ég að . alþýðat manna muni fara að dæmi Rómverja, þá er þeir reistu heilan herflota fyrir -samskot og helga dóma, er þeir seldu úr hofum sínum. Enda væri ekki þakkarvert, er um vitað gróðafvrirtæki væri að ræða. Víst nrunu líða 2—3 ár þangað til skipin væri gerð og fyrirtækið nægilega undirbúið. En nú þegar mætti bvrja með farmskipum að sigla milli Reykjavíkur og Liver- pool. því að þar á endastöðin að vera og önnur í Hamborg. Hvað á að flvtja frá Liverpool ? munu menn spyrja. Flutningsgjöld mundu sparast uð fullum helmingi, ef þangað væri siglt, frá því sem nú er. Mundi þá ekki bor.ga sig fyrir oss, að kaupmenn flvtji þangað við- skifti sín ? Með tilstyrk landsbank- ans ætti það að vera fljótgert. Gætið þess og, • ungir menn, hvort menn leggjast svo sjálfsagð- an hlut undir höluS, og látiö þá engan frið hafa, fyrr <en fram- kvæmd er *á o,rðin. því að skipa- stólinn þurfum vér að eiga til þess að verzlun vor fari eölilegar leið- ir ov verði hagstæð, en ekki til þess, að sigla í kjölfar hins Sam- einaða austur undir Rússland. Samgöngur eru undirstaða und- ir verzluninni, verzlunin ein af höf- uðlindum þjóðmegunarinnair. Með því kemur síöan hitt sjálfkrafa. þessu megum vér vel snúa til leið- ar með satnvinnu. Mundu þá og brátt á eftir fara járnbrautir og önnur slík fvrirtæki, sem nauðsyn- le>r eru til þjóÖþrifa. Ef vér vinnum að þessum hlut- um með sa-ma hætti sem Róm- verjar á blótöaöld sinni, þá mundi mega bæta við samanburðinn þessu : Rómverjar voru á efsta tindi frægöarinnar eftir púnversku stríð- in. En litlu síðar hófst þeirra Sturlungaöld, og eftir rúmar fimm aldir var heimsveldið limað sund- ur og Rómverjar hafa síöan legið niðri, þangað til á öldinni sem Ieið, er Italía rann aftur í eina heild. En þegar íslendingar voru komnir alveg í skarnið, tóku þeir smámsaman upp þegndygðir Róm- verja hinna fornu og urðu öndveg- isþjóð. En oss er það í hug, aö verða öndyegisþjóð, þá er tvent, sem vér veröum að varast mest af öllu. Hið fyrra er, að eigi fari fyrir oss sem fór fvrir Pítri Gaut (Per Gynt). þá er hann kom heim elli- móður og gekk um fornar æsku- stöðvar sínar, þá urðu hnoðu fyr- ir fótum hans. En er hann vjUli reka þau brott og sparn fæti við þeini, þá svara hnoðun : * ) *) Tekið úr þvðing Einars Benediktssonar á Per Gynt Ibsens. Hugrenningar, þitt hugskot deyddi oss. Vesalingur, þinn andi eyddi oss....... Vér áttum að hefjakt sem hrópandi boðun ....... Visin laufblöð fjúka umhverfis hann og se.gja : Vér erum miöið, sem átti að stefna aÖ, máð og liðið. þéT láöist að efna þaðl ...... Og enn heyrir hann þyt í loft- inu : Vér erum söngvar, bú söngst oss ekki. þúsund þröngvar oss hneptu í hlekki. Við hjartað geymdumst vér tindir oki og alt af gleymdumst...... En þessu næst mætir hann svo linappasteyparanum, *• er vill fá hann í deigluna og steypa hann udp, þar sem hann hefði veriö ó- nýtisþungi á jörðfunni og hvorki góður né illur. IIiS síðara, sem oss ber að forð- ast, er að líkjast óhappamönnum þeim, er hér voru á Sturlungaöld- inni, þeim mönnum, er feldu margra alda svartnætti yfir land- ið og hug þjóðarinnar, og svo illa ánauð, að nærri stappaði þjóðar- dauöa. Sjálfsvítin eru verst ; og ei<n kann ég að hugsa mér verra verk, en grafa tálgrafir framtíðar- vonum sinnar eigin þjóðar, en verða þess valdur, að ágæt þjóð verði ánauðug undirlægja, að frjálsir menn verði þrælar. Verr verk er eigi til, en að mvrða ó- borna ágætismenn í níunda og tí- undalið. Bjarni Jónsson frá Vogi. — (Birkibeinar). Kominn úr utanför. Herra Alhert J. Goodmann, sen lagði af stað til íslands 14. apríl síðastJiðinn, kom heim þann 3. þ. m. Á austurleið ferðaðist hann um alla stórbæi í austur Iýanada, svo sem : Ottawa, Montreal, St. Johns, Brunswick og fleiri. Leizt honum ekki sem. þægilegast á þær borgir. Austur um Atlantshaf var ’nann samskipa þeim útflutninga um- boðsmönnuin stjórnarinnar, Stef- áni Sveinssyni og Friðrik Sveins- syni, ásamt konum þeirra, og þar á meðal húsfrú Sigurjónsson. Fólk þetta steig á land í Liver- pool á Englandi. Farnaöi^ sjó- ferðin vel. — þaðan hélt A.J.G. til Lundúna borgar. Eftir stutta dvöl þar, fór hann til Beith og Edinborg á Skotlalidi. þaðan yfir þvert Skotlaud til Glasgow og annara bæja, og aftur til Edin- borgar og Leith. Sigldi þáðan til Islands meö bkipinu Sterling, og steig 'fyrst af skipi í Reykjavík 7. maí. Eftir skammá stund og landför tjl Hafnarfjarðar, tók hann'sér far með skipinu Skálholt vestur og norður fyrir land, og tók land á Sauðárkrók. þangaÖ hafði hann heitið förinni á íslandi. Eftir all-langa dvöl þar og land- og sveitabæja-skoðun, hélt hann norður og austur um land ; kom við á ILofsós, Akureyri og Húsa- vík að norðan. En austan ; Norð- firði, Seyðisfirði, FáskrúSsfirði og Stöðvarfirði. þaðan lét liann til hafs. Kom við í Thorshöfn í Fær- eyjum, en tók land í I/eith á Skot- landi. Fór landveg til Glasgow, tók skip þar til Montreal í Kan- ada, og þaöan kom hann landleið heim áöurnefndan dag, eftir rúma 10 vikna brottveru. Hr. A. J. Goodman lætur yel af utasiför sinni, þótt hann færi ærið hratt yfir láð og lög. Hann kveöst hafa notið góðrar skemt- unar og fræðst um vmislegt, er hönum var óljóst áður. Hann lætur hið bezta af fólki á íslandi, og dáist að mörgum þar, ásamt ágætfs viðtökum og alúðar viðmótum. Hann er algerlega ý mótsögn við suma þá fréttapistla og feröasögubrot, sem birtust um all-langan tíma í ITkr. og Lögb. síðasta ár, ýmist með nöfnum eða nafnlausir. Líðan þjóðar sinnar telur liann eftir vonum, þegar á ástæður og staðhætti landsins er litið. En gjarnan vildi hann, aö ástæður ol- 'mennings væru lángt um mergj- aðri en þær eru. Sá hann hvergi feitar hjarðir, fáa sílspikaða fáka 1 né gildleggjaða sauði. ísland kóm honum svo fytir sjónir, að þ?r væri land æriö hrjóstugt og kald- hranalegt í aðbúnaði við syni sina og dætur. All-mikil hæfa er í j þessu. þó ber þess aS gæta, að A. J. Gooamann var þar um kald- an vortímá. þá er allur fénaður undan vetri genginn, og víöa hart leikinn vegna fóðuúþurða, en ekki af kjarnlevsi landsins. Riöi hann dáfögur tún og djúpa dali, þá Is- land stendur í sumar blómaskrúða sínum, mundi öðru máli að gegna enn í vorharðindunum. Landveg fór A.J.G. frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar, og til Rvík- ur aftur. ASra þá leið urðu þau hjónin St. Sveinsson og kona hafis honum samíerða. Allstaðar mætti hann beztu viðtökum og alúö. Ilann kom á Vífilstaða heilsuhæl- ið. þar kveður hann veglegar byggingar. Var honum sýnt hælið með kurteisi og þýöu viömóti. þar sýndist honum fara vel um sjúklingana. þar fann hann Frí- mann okkar Bjarnason. Hanp htf- ir fitnað síöan hann kom þangað, en er mjög þjáður. Næstu landför fór A.J.G. frá Sauðárkrók atistur að Hólttm í Hjaltadal. þar sá hann hinn forna biskupsstcl Norðlendinga og mjög margra alda merkan sögustað. Naut hann þar ununar og fróð- leiks. þar er Sigurður Sigurðsson skólastjóri og annar Sigurður Sigurðsson kennari. þar er Geirf. Trausti Friðfinnsson bústjóri, og er stórmenni, og mætur heim að sækja, og tók A.J.G. opnum örm- um'. I þessari för kom A. J. G. að Garði í Hegranesi, þar sem forn- kappinn Grettir Ásmundajrson glimdi, sem kunnugt er úr sögu hans. þar var fjórðungsþing Skag- firðinga haldið. þar sjást glögt tóftabrot af dómhringnum, ásamt öðrum menjum þingstaðarins. — Hallur heitir máSur sá, sem þar býr nú. Tók hann A.J.G. með hinni mestu blíðu, og sýndi hon- um og veitti alt sem kostur var á 1 þessari -för kom A. J. G. að ferjustaðnum að Nesi. Hann er við ósinn á Héraðsvötnum. þar er dragferja á sumrin, er vötnin eru auð. Ferjumaöur heitir Jón Magnússon Ösmann. • Ilann þekti foreldra A.J.G. fyrr á dögum, og tók honum báðum höndum, að stórhöfðingja sið. Veitti hann A. J. G. af rausn og kappi, sem og öðrum farandmönnum. Bær hans er spöl frá ferjustaðnum. Viö ferjustaöinn hefir hann steinskála, og hefir þar ferðamanna vistir, og hleöur thatskutla (borð) sína, svo kýfar upp af standa af kjarnbezta mat og veigum. Alla, sem um Ös- inn fara, lætur hann yrkja og skrifa vísur, lærir síðan og skemt- ir gestum sínum með. A.J.G. komst ekki ttndan kveðlinga-lögum Ösmanns, og kvað hann vísu þessa : — “Vorsins ljós þá lýsa fer, Og lifna blóm í haga, Tón við ösinn unir sér Alla sumardaga”. Hesta léöi A.J.G. af Christjáni Hannssen á Sauðá við Sauðár- krók, hvert sem hann fór. Hans- sen er danskur og á íslenzka konu, oo- eru þau bæði þýö og góðfús. Annarstaöar ferðaðist A. J. G. ekki landveg, en segist hafa haft ánægju og skemtun hina beztu af útreiðunum. Hann talar ekki um okursölur á Islandi, né annarstað- ar, á ferð sinni. þessa fólks minnist hann sér- staklega og biður Hkr, að bera góða kveðju : Valdimar Ottensen, kaupmaður í Vestmannaevjum, sem reyndist A.J.G. hinn skemti- leo-asti og mætasti förunautur. .— Séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ, ltinn viðkunnanlegasti maður og kunni frá ýmsu að segja. — Á Sauðárkrók dvaldi hann á veitingahúsi, sem kent er við Dýrfinnu Jónasardóttur í Keldudal, systir þeirra lögreglu- þjóna Jóns og Samsons hér í bæ. Hún' er gift Gunnari Sigurðssyni (seinni maður hennar). þar féll honttm mæta vel í hvevetna.— þá gisti hann í Rvík hjá frú Mar- rótu Zoegá, Hotel Reykjavik. Lét hún, og fólk hennar, sér afar ant um, að gera honum alt til þægð- ar og ánægju. Hann kveðst ekki hafa oröiö þar varr nokkurrar ok- ursölu, hvað sem aðrir hafa reynt þar á undan. Og ekki hafi haun séð kvenfólk eða aðra svalla þar inni í þá 8 daga, er ha.nn dvaldi þar, eins og birt var í blööunum í fyrra eftir manni héðan að vestan. Hann segir, að öllum sé vel- komið að finna sig á skrifstofu sinni, 247 Chambers of Commerce, 160 Princess St., eða heima að 1000 Sherburne St., ef þéir vilji sPyrja sig eftir fólki eða öðru þar sem hann fór um. i * Albert Július Goodmann er son- ur þeirra Guðmundar Fr. Sigurðs- sonar og Ilelgtt Gísladóttur, sem I bjuggu að Tjörn sunnan við Sauð- | árkrók. ILann flutti liingað vestur J með foreldrum sínum. 10 ára gam- | all. Hann rekur hér nú verzlun í stórdeilda- og smádeilda-sölum. j Skrifstofur hans eru á efsta lofti Chambers of Commerce, nr. 247— 249, að 160 Prinoess St., í- mið- depli allra stórsöluhúsa þessarar borgar. K. Asg. BenediJctsson. Spurningar og svör. Ritstj. Heimskringlu. Gerðu svo vel, aS svara i blaði þínu eftirfarandi spurningum : J. Hvernig skulu landgirðingar settær svo löggildar séu ? 2. Ef landgirðing er ekki lög- formleg, má þá taka upp pósta svo að vírar liggi á jörö, eða það að draga lykkjur út svo lafi vírar aö skepnur geti ó- liindrað inn á landiö gengiS ? 3. Hvað liggur vdð, ef ég geri þaö? / 4. Get ég mótmælt mælingu á landi, sem landmælingamienu stjórnarinnar mæla og ég er sjálfur ekki viðstaddur mæl inguna ? Bóndi. SVÖR. — Sveitarráðið í löggilt- um sveitarhéruðum ákveður, hvað sé lögmæt girðing innan sveitar-j innar. En í ólöggiltum héruðumi er sú girðing talin lögleg, sem er 4þ£ feta há með 3 vírum strengd um. IlæSin mælist frá efsta vír. Enginn má rífa niður girðingu eða nokkurn hluta hennajr, hvor sem hún er lögformlega há eðaj ekki, eða skemma hana, svo að skepnur fvr.ir það gangi inn ál lundiö. Sektir liggja við, ef kær J er. Mótmælt .getur landeigandi mæl-i ingu, sem gerð er á landi hans ; j en hætt er við, að þau mótmæll yrðu veigalítdl, nema hann sé færj um að sanna, að mælingin hafi verið ranglega gerð og sé ekki rétt. Ritstj. Þakkarkveðja frá móður. Margir ungir rnenn, sem dvelja í öðrum löndum, eiga móðun heima, móður, sem hugsar til barnanna I sinna og biður fyrir þeim. Oftj gæti svo farið, að tár vættu hvarma móðurinnar, ef hún vissi, | hvernig barninu hennar liði. Ég er eiumana móðir, og ég veit vel, að J ég hefði fundið sárt til, hefði ég j vitað, hvernig svni mínum, í'ri-1 manni Bjarn’asyni', leið j um eitt skeið í ókunnu landi ; ég hefði fundið til sárrar sorgar, því að ég hefði þá um kiö fundiS1 tili vanmáttar míns, að ég gat ekki hjálpað barninu minu. Oft httgsxði ég um barnið mitt og oft bað ég íyrir hgnum, því að það getur fá- tæk móðir gert. Nú hefi ég fftngið revnslu fyrir því, að bænir mínar hafa verið hevrðar. Guð serdi hjálpina, sendi góða menn mgð hjálp og liku. Eg hefi þakkaö guði og geri jxað enn, en nú vil ég einnig þakka öll-| um þeim sameiginlega, sem liafa með svo miklum kxerleika og íórn- fýsi rétt veikum og Ixxjíilparþni'fa svni mínum hjálparhönd. lig get ekki með orSum útmálað þakk- læti mitt, en það gerir minst til, því aS ég veit, að gefendurnir kæra sig ekki um fjölskruðug þakkarorð. En ég bið guð að launa þessar gjafir og blessa gef- endurna með mikilli blessttn. Ég þakka öllum, sem styrktu hinn sjúka son minn ég þakka ekkj- unum tveimur, sem komu auga á hinn þjáða mann og veittu honum svo mikla hjálp ; ég .þakka honum, sem stóð fvrir samskotunum og | öllum, sem með gjöfum sínum stuðluðu að því, að syni mínum Veittist svo dýrmæt hjálp í bág- indnm hans. Ég þakka drotni fyrir alla þessa góðu vini, þakka honum, sem sagði : ‘það, sem þér gerðuð vi einn al þessum minstu bræðrum mínum, jxað hafið þér mér gert”. Guð blessi alla þá, sem fram- kvæmdu þetta mikla kærleiksverk. j Reykjavík, 26. maí 1913. Kristín Guðmundsdóttir. FÆÐI OG HÖSNÆÐI fæst að 356 Simcoe St., hjá Mrs. J. Thorarensen. Fæði og húsnæði selhr Mrs. Arn- grímsson, 640 Burnell St. Sérstak- lega óskað eftir Islendingum. Tveir eða þrír reglusamir menn geta fengið fæði og húsnæöi að 640 Burnell St. fyrir sanngjarna borg- un. Mrs. Ben. Johnson. MeSlimir stúkunnar Skuldar. (Nr. 34, I.O.G.T.) eru vinsamlega beðnir, þeir, sem enn eigi hafa greitt ársfjóröungs- gjöld sín frá 1. maí til 1. ágúst 1913, að greiða þau til fjármála- ritara nefndrar stúku fyrir þann 30. þ.m., — svo bækur fjármála- rita.ra geti sýnt greiöslu meSlim- anna í ákjósanlegu ástandi um næstu ársfjórðungamót, 1. ágúst næstkomandi. Með virðingu og vinsemd. S. ODDLEIFSSON. Vinborg Ap’t, Suite 1, (Sargent og Agmes), 14. júlí 1913. Kennara Vantar! Kennari, sem tekið hefir 2. eða 3. stigs kennarapróf, getur fengið kennarastöðu við Kjarna-skóla nr. 647. Kenslutimi 8 mánuðir, byrj- ar 1. okt. 1913 til maíloka 1914. Umsækjendur tilgreini mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka til 15. ágúst 1913 a-f skrifara hér- aðsins. Th. Sveinsson, Husawick P.O., Man. KENNARA VANTAR við Big Point skóla nr. 962, helzt æfðan karlmann með fyrstu eða annari einkunn. Kensla byrjar 25. ágúst 1913. Umsækjendur nefni mentastig og kaup. öll tilboð sendist til undirritaös fyrir 15. ágúst 1913. ó. THORLEIFSON, Sec’y-Treas. Wild Oak, Man. KENNARA ÓSKAST til Laufás S.D. No. 1211. Kensla byrjar 15. sept. til 15. des., þrjá mánuði ; byrjar svo aftur með febrúar 1914, þá 4 mánuði ; alls 7 mánaöa kensla. Tilboð, sem til- taki mentastig, æfingu ásamt kaupi sem óskað er eftir, sendist undirrituöum fyrir 1. ágúst. Geysir, Man., 1. júlí 1913. B. JÓHANNSON, * Sec’y-Treas. Tvær Rakarabúðir Dominion Hotel, 523 MainSt., og 691 Wellington Ave. Hreinustu klæði og hnífar f. TH. BJÖRNSSON. ATVINNU-TILBOÐ. Duglegur maður getur fengið atvinnu nú þegar lijá góðum bónda úti á landi. Venjulegt kaupgjald í boði. Maðurinn þarf ekki að vera vanur bændavinnu ' á hérlenda vísu og ekki náuð- synlegt að hann tali ensku. Ég gef allar upplýsingar. P. S. PÁLSSON, 523 Sherbrooke Sr. Ágætis bújörð til sölu. Bújörðin er SAV. jj Sec. 8 Twp 21 Range 4 austur af fyrsta há degisbaug í Manitoba. Hún er 1J mílu frá einni járnbrautarstöð C P. R. félagsins við braut þá, sem verið er að framlengja norður frá Gimli bæ. Nær 20 ekrur hafa verið brotnar ag sáðar árlega. Hefir ágætt engjTÍ- land, sem gefur af sér um 30 ton af bezta heyi í hverju meðalári alt véláland. —• þeir, setn vilja eignast góða bújörð með vægum skilmálum, snúi sór til undirrit-c aðs. Hjörtur Guðmundsson. Árnes P.O., Man. Eru hinir stærstu og bezt kunnu húsgagnasalar í Canada GÓLFDÚKAR og GÓLFTEPPI, TJÖLD og FORHENGl, Marg fjölbreyttar. KOMIÐ EÐA SKEIFIÐ: CANADA FURNITURE MFC CO. wi.v.Mm; Yerzlunarskoli. SUCCESS BUSINESS COL- LEGE auglýsir eftir nemendum á öðrum stáð í þessu blaöi. É!g hefi sérstaklega kynt mér kensluaðferðir skólans og get þess vegna hiklaust gefið honum meðmæli, Ég leiðbeini íslenzkum nemend- um bæði utan af landsbygðinni og héðan úr borginni, og gef all'ar upplýsingar skólanum %iðvíkjandi, þeim sem óska. Skrifið eða talið við P. S. PÁLSSON. 523 Sherbrooke St., Winnipeg. I Tómstundunum Það ek sagt, að marot megi gera sér og sfnum [til góðs og nytsemds, í tómstundunum. Og það er rétt. Sumir eyða öllum sínum tómstundfim til að skemta sér; en aftur aðrir til hins betra að læra ýmislegt sjálfum sér til gagns í lífinu. Með þvf að eyða fáum mfnútum, í tómstundum, til að skrifa til HEIMSKRINGLU °g gerast kaupandi hennar, gerið Þér ómetanlegt gagn, — þess fleiri sem kaupa þess lengur lifir fs- lenzkan Vestanhafs.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.