Heimskringla - 12.03.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.03.1914, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MARZ, 1914 Onítaratrúin og guðshugmyndin. JSriiwIi flutt í Wínnij>eg 23. og 24. febrúar 1914. Bftir FriSrik J. Bergmann. Yfirlit efnisins 1_ Hví g'jöra únítarar svo á- staeðulausa árás á nýja guö- ft-æöi ? fræÖi ? 2.i Hafa eigi únítarar verið álíka þröngsýnir í 'trúarefnum og aörir ? 3. Hafa eigi trúarskoöaniý úni- tara breyzt á líkan hátt og trúarskoöanir annara ? 4. Hafa eigi belztu menn únítara kannast viö þröngsýni flokks- ■ins ? 5. Hafa eigi únítarar veriö sviftir ■þeirri átyllu, sem málstaður þeirra fann í guðshugmynd- inni ? ®. Hafa únítarar komið þeirri brevtinigu, sem fram er komin í gu&shugmyndinni, til leiðar ? 7. Hefir únítara-trúin nokkura fót- festu t heimildum kristindóms- ins? 8. Fær tinítaraitrúin 1 nokkum stuðning í trú, og skilningi fyrstu lærisVeina Jesií ? 9. 5Fær únítaratriiin nokkurt með- hald í sögu kristninnar? "þessum spurningum verður leit- tst við að svara í fyrirlestrinum. Dæmisaga, sem til vor er komin úr fornöld Grikkja og Rómverja sr á þessa leið : “Hafurkið, sem stóð á mjög háu húsþaki, illmælt úlfi, er fram hjá gekk. ‘það er »kki þú’, mælti úlfurinn, ‘sem ill- «tælir mér, heldur þakið, sem þú stendur á’.” 1) Eitt sjálfsagðasta ætlunarverk hugsandi manna er að leitast við •aö skilja eins vel og auðið er stefn- ■ r og strauma samtíðar sinnar. Sá, Jtm misskilur umbrotin andlegu í kringutn sig, er eins og kið úti á þekju, sem talar þeim illa til, er fram hjá ganga. Og vöm þeirra, sem fyrir illmælunum verða, hlýt- ar að verða sviplík úlfsins ,í dæmi- sögunni : það er ekki þú, heldur þakið, sem þú stendur á, sem fer með ljótan munnsöfnuð. Væri skilningurinn meiri og þekkingin á því, sem aðrir halda íram, og því, sem menn sjálfir em að fara með, myndi dómarnir verða mannúð- le<m en þeir eru og á betri rökum bygðir. / 1. Hví gjöra únítarar svo ástæðu- lausa árás á nýja guSfræSi ? jEtlunarverk mitt í þetta skifti <er, að leitast við að leiðrétta dóma og ummæli, sem fram hafa komið f erindi 2) nokkuru, sem flutt var hér í Winnipeg 19. nóv- •mber um> K e n n n i n g a r nýju guðfræðinnar og hirtist bœði í Heimsktinglu og H/eimi. þar «r faríð harðari dómum og óbil- gjarnari um þann straum í and- legu lífi nútímans, sem venjulega nefnist ný guðfræði, en eg man eft- ir að hafa séð á voru tnáli. Höf- am vér þó fengið að heyra sitt af hverju síðan er tekið var að halda þeim skilningi á kristindóminum fram, sem kendur er við nýja guð- fræði. Tímamótin, sem vér lifum á, eru nefnd : “öld varúðarinnar og djörí angarleysisins. I lieimi hugans eru talsverðar byltingar og umbrot, erf það er farið ,lágt með það og @kki sózt eftir, að láta mikið uppi nm, hvað er að fara fram.......... í orðatiltækjum afgamalla kenn- inga, er venjan hefir fyrir löngu veitt scrstaka merkingti, er þessi grein til hálfs gjörð næstum óskilj- anleg 3)....... Verður úr þessu sögufölsun og skilningsruglingur á Uðnum og yfir^tandandi tíma (4). ... það er þessi tilhneiging að skipa sér undir fornheiti, beita jalfnvel sögufölsun til að geta gjört það, sem sprottin er af þessari var- iærni-stefnu, þessari djarfleysis framkomu, sem einkenna virðist svo margt af því, sem mi er að gjörast...... Gömlu nöfnin _______ eru toguð og teygð á allar lundir, nnz þau slitna sundur eins og skinnbótin hjá kirkjupúkanum í gömlu þjóðsögunni......... Og það er það, sem verið er að gjöral í kirkjunni á Islandi við prestaskóla landsins, sem sagðúr er lútersk- ur5)......... það_er þessi varfærni og ódjarfleika stefnal, hylminga- leikur, sem gjörir skoðan þessa að máltæki meðal manna............... (1.) Aesopus: Heodn*. In teeto iirne- altne ilomun ntnnn. Inpo prnetereuntl mnleillxlt. ‘Píon tn‘ Initnlt lnpun, ‘ned teetum mlhi mnledlcli’' (2.) Rögnvaldur PétursRon: Kenn- Innrnr nýjn erntlfrieWnnnr. SkoTSim profensor JftnN lIclKnnonnr fi nernöon Je«fl. Helmir. urtv. og des. 1913, bls. 105-120 og 122-128. <3.) Helmir, bls. 106. (4.) Heimir bls. 107. (5.) Helmir, bls. 110. Hversu ný guöfr. fær kallað sig lút. trú, fáum vrér ekki skilið, fær enginn skilið, því það eru bein ó- sannindi 6)’’...... það er gefið í skyn, “’að hinir nýju lærisveinar fagnaðalr og frelsis-boðskaparins loki sig inni af ótta fyrir Gyðing- urn”. Og að kenningarnar “sé gjörðar sam næst óskiljanlegatr með of fastri íhaldssemi við ncfn og með undanslætti við mcnn. Og ..... knúðar í þjónustu óttans og óhreinskilninnar og notaðar til þess, að misbjóða viti, vr'elsæmi og skynsemd manna'”. 7) Alt þetta staðlausa hjal er stíl- að í garð nýrrar guðfræði. því ekki getur |>að átt við kenningar Dhrwins, né kenningar efnafræðinn- ar, né loftsiglinga tilraunirnar, sem verið er að gera. Með ekkert af þessu er farið í latinkofa. Og vfirleitt hefir mér skilist, að and- legt líf þeirrar aldar, sem vér er- um uppi á, hefði sízt af öllu það einkenni, aö nýjungar, er upp k;emi á einu eða öðru svæði, færi huldu höfði Og þyrði ekki að koma fram í dao-sljósið. Fremur vifðist hitt vera einkenníð, að liver nýung sé nú prédikuð frá húsþiikum tim leið og upp kemur, og hver hugsan verði heyrum kunn um leið og fæð- ist. ITún á það naumast sRiliö, brugðið um hugleysi og bleyðiskap í meðferð sanuleikaus. Miklu frem- öldin, sem vér lifum á, að henni sé ur á hún skilið að heita ljósöldin umfram :,Ilar aðrat, —' öld sanu- leiksástarinnar og hins frjálsmann- lega hugarfars. T>að eru að eins kiðlingar á hús- bökurn sjálfbirgingsskapar og skílu ingSleysis, sem slíkt geta látið sér um munn farai. Ekki á þetta síður við um ný.ja guðfræði en ann- að. Hún hefir ílutt hugsan- ir sínar í bókum og blöðum og tímaritum landshornanna á milli hátt á hálfa öld í öllum helztu mentalöndum heimsins : þýzka- landi, Hollnndi, Frakklandi, Eng- landi og Ameríku. Hún hefir ekki farið fram hjá smáþjóðunum held- ur, en heimsótt Noreg, Svíþjóð, Danmörk, ísland. Og hvarvetna hefir hún kveikt eld í huga fólks- ins. Hvergi hefir verið farið iheð hana í launkofa, svo mér sé vitan- legt, heldur um hana talað íneð djörfung og hreinskilni þeirra mannai, er flytja mál heitrar sann- færingar. Og ég veit ekki til þess, að hennl hafi verið brugðið um hylm- ingaleik í nokkuru landi af tnáls- metandi mönnum, sem tilfinningu hafa af, að þeir beri ábyrgð orðal sinna. Mdklu fremur hefir ný guð- fræði verið vítt fyrir, áð ræða þau mál opinberlega í W.öðtim og tima- ritum og alþýðubókum, er að eins aétti að ræða sem sérmál guöfræð- inganna, annalðhvort fyrir luktum dyrum, eða þá í þeim bókum og bíöðum að eins, sem lesin eru af lærðtnn guðíræðingum einum. þetta befir átt sér stað með oss íslendingum ekki síður en öðrum. Öllum er kunnitgt um skoðanir kirkjulegu leiðtogatnna á íslandi í þessum efnum. Hvorki prestaskóla kennararnir né biskupinn lvafa ver- ið mvrkir í mátí. Jón Helgason, prófessor, hefir í ritgerðum þeim, sem um er að ræða í þessu sam- bandi 8), eins og líkal ritum ^ímtm öllum, þegar frá fvrstu tið, sýnt hina mestn hreinskilni og sann- leiksást, hvort sem hann hefir ver- ið að tala ttm gamla tcstamientlð, eða hann hefir gert sjálfan hjarta- punkt fagnaðarerindisins að urn- ræðucfni, án þess að hirða tim, hina minstu vitund, hvort nokkur- um manui líkaði betur eða verr. þess vegna er það svo fráleitt, að ummæli þessi skuli nú koma fratn í sambandi við þessar ritgerðir síra Jóns Helgasonar. Ekki sízt, þen’ar tekið er tfllit til, að forseti Kirkjufélagsins hafði alveg nýverið lýst yfir því um “trúmiálahugleið- ingar þessar”, að þær hafi “gert mikið gagn með því, að anka tá iln ing manna á meginaitriðum þeim, sem að deiluefni hafa orðið á milli' hinna nýju kenninga og hinna fast- ákveðnu kenninga kristilegrar kirkju....... í stöari þáttum þessa ritmáls hefir höf.^ gengið beint að hjartastað kristindóms- ins og gert opinberar skoðanir sín- ar og nýguðfræðinga í því rini. Og að því skapi, sem hann hefir komið nær aðal-efninu. hefir fram- setning hans orðið skýrari og skil- merkilegri, og fyrir það vil ég þakka honttm” (9). Breiðablik þykjast heldur ails ekki .lvafa dregið dul á hið nvja, sem fram er að br.jótast í hugttm manna, heldur þvert á móti gefið því allan hvr undir vængi, sem unt hefir verið, bæði í guðfræðinni og á öðrum svæðum ltfsins, svo ég efast tim, að það bafi verið ósleitilegar gjört í nokk- uru tímariti öðru, et út hefir kom- (6.) Heimir, bls. 127. (7.) Heimir, bls. 128. (8.) Jrtn Helgason: Trúmálahug- ieiflingar frá nýeutSfræliilegu sjónar- mitii. ísafold, 1913. (9.) B. B. Jönsson: Þtlkk fyrlr Ie*t- nrlnn. Ldgberg, 28. ág. 1913. ! ið á vora tungu. þetta hefir gjört i verið alveg án tillits til, hvort nokkurum líkaði betur eða verr. Alls staðar þar sem mannsandinn er að komast inn á nýjar brautir, hafa þau reynt að benda í áttina, til að örfa skiþiing og eftirtekt. Og það hefir verið rert cimnitt í | þeim efnum., sem viðkvæmust bafa verið og æstastir hleypidéimar hajfa geysað í gegn. Sannindin, scm j staðhæfing þessi hefir viö að styðj- | ast, eru því alls engin. Hún er úr : lattsu lcfti gripin. Mótmæli þessi gegn nýrri guð- I fræði eiga að vera gerð af vand- lætingasemi um, aö kenningar, sem únítörum er ant tun og vdrð- ast gera scr í hugarlund, að for- feður þeírra í trúnni hafi fengið einkaréttindi til, “ s é e k k i knúðar í þjónustu ótt- ains og óhreinskilninn- ar og notaðar til að misbjóða viti, v e 1 s æ m i og skynsemd fnanna’’I0) Út af þessu er óhætt að taka fram að ný guðfræði eða málsvarar hennar hafa aildrei látið neitt sjást eftir sig á vora tungu, þar sem viti, velsæmi og skyn- semi manna hefir verið mds- boðið með neitt líkum hætti og gert er í erindi þessu. Engin stefna, sem fram hefir komið í trú- arefnum, hefir stutt mál sitt jafn rækilega með rökum, þekkingu bg sannreyndttm og hán hefir gert. Hún hefir yfirleitt stutt mál sitt á- líka þrautseigri og ötulli rökfærslu og fram'þróunarkenningin á . svæði náttúruvísindanna hefir gert. Og það hefir ekkert síður verið ein- kenni þess, er frá því sjónarmiði hefir verið ritað á voru máli en öðrum tungum. Einmitt þess veona hefir það rutt sér til rvitns í litigum manna og *yður sér æ Tet- ur og betur til ríms, eftir ],v' setn tímar líða. Etida &r það eng- in furða, þar setn hér er um stefnu að ræöa eða skilnino- í trúairefnum, sem stvöst við alla þekkingu nú- ttmans á söyunni og tilverunni yf- irleitt, og er borin af lienni. þessi timmæli fyrirlestttgsins hljóta því að fallai dattð og ómerk. Mér þótti fyrir, er eg sá þau, af því þau voru öldtmgis tilefnislaus. Mér þykir fyrir, að þurfa að mót- mæla þeim hér. . Fig hefi forðast eins og heitan eldinn langa-lengi, alð stiga á það strá, sein únítör- um mætti miður líka. Hvað eftir annað hefi ég fremur tekið svari þeirra. Hvað eftir annað leitast við, að draga úr hleypidómútn gegn þeim 10). Mig hefir latngað til að reynalst þeitn góður samferða- tuaður og leggja nieiri áherzlu á hið marga og mikfa, sem sameig- inlegt er, heldur en hitt, sem milli ber. Seinast síðastliðdð sumar mintist eg þeirra hlýlega og vin- samlega í erindi, sem eg flutti fyr- ir máklu fjölmenni, um leið og eg tók skýrt og skorinort fram, að únítar væri eg ekki og gæti eg ekki orðið (11)- Bent hefi eg á, að svo liti út, -sem þeim væri illa við nýja guð’fræði. Mun fleirum hafa fundist það en mér. þau utmnæli eru lýst ósannindi í fyrirlestrinum, sem hér er tim að ræða. En hetri J sönnun fyrir l>eirri staðhæfingu minni er mér ekki unt að kjósa, j heldur en erindi þettal cr alt í heild j sinni. “ S a m einingin” hefir. heldur en ekki orðið íegin, eins og við mátti biiast í allri hugsana og röksemda örbirgðinni. Hún vitnar í erindi þettal (12), eins og annan Salómós dóm og hrópar ttpp yfir sig eins og Kaífas forðttm : Hvað 'þurfnm vér nú framar vitnanna við. Mér kom ósjálfrátt til luigar, er ég las : Á þeim degi urðti þeir Heródes og Pílatus vindr. Vegna alls þessa þykist ég til þess neyddur, að koma fra,m með mótmæli þessi og stvðja þatt skýr- ingum þeim, sem hér fara á eftir. En eg tek það aftur fram : Mér þykir fvrir, að verða að gera það., Mér hefði ekki komið það til Íiug- ar, ef ykki væri um jafngífttrlega og staðlalusa árás að ræða þ það mál, sem nú þykir einna mark- verðast, þeirra, er uppi eru á dag- skrá, og mesta viðreisnarvon hafa í sér fólgna af ölliv, sem er að gerast í kristninni. Eg vil ekki meiða tilfinningar ne'ins og bið alla únítara, sem mál mitt heyra, að skilja, að sá er ekki tilgangur minn. En eg veit, að þeir og allir álíta sjálfsagt, að svo stórkost- legum áburði sé ekki tekið með' þögninni einni. Eg tek til máls þeim mun öruggari, sem eg vona að geta stutt mál mitt með skýr- ingum og sönnunum, sem teknar eru úr sögunni og bókmentunuin og bygðar ertt á sannreyndum, setn ekki verðttr hrttndið. Vona eg að þær geti varpað nokkuru ljósi yfir ágreiningsmál vor allra, og þokað skilningi vorum 'að ein- hverju leyti áfram. Og þá er fyrir- höfnin ekki til engis. (10.) Heimir des. 1913, bls. 128. (11.) Vafurl* g*r, 1306, 123 og víttar. (12.) NðHmn gnðfræðln og hrein- •ikl’nl I trfiurrfnnm, Flrelhnblik, VIII. 1-2, bls. 4-12 og bls. 18-25.Sbr. einknm þat5 sem sagrt er í þessu sam- bandi d bls. 18-19. Spurningunni um, hvers vegna gerð hafi verið svo ástœðulaus á- rás á nýja guðfræði, verður því naumast svarað á annan veg en þann, að únitalrar hafi eitthvert hugboð um, að ný guðfræði sé að kippa fótum undan stefnu þeirra, — sé að gera það bergmál, sem únítara-trúin kann að lvafa haft i hugum einstöku mannal, að engu. Hvort nú árás þessi verður |>eim nokkur áyinningur og aflar þeim meira fylgis, er annað mál. Hafa eigi únítarar veritS álíka þröngsýnir í trúarefnum og atSrir? það er eigi svo mikið furðuefni, þó gttðfræði mithnans sé misskil- in, þegar þess er gætt, hve lítið skynbragð málsvarar gamallar guðfræði oft og tíðum bera á það mál, sem þeir eru að verja, og únítarar sömuleiðis á eigin trúar- sögti sína. þegar t. d. únítarar halda því íram, eins og þeir stöð- ugt gera, að þeir hafi frá upphafi yfirleitt lagt sama skilninginn í alla hluti nálega á trúmálasvæð- inu og nú er haldið fram af nýrri gttðfræði, er það fjarstæða, sem engan stuðning fær í sögunni. Fyr- ir því er ajls enginn flugufótur. þeir hafa verið börn tímans éins og aðrir, og trúarhugmyndir þeirra hafa verið sömu annmörk- um ltáðar og trúarhugmyndir ann- ara. SaTtnleikurinn er sá, að þeir menn, sem grundvöllinn lögðii að kirkjudedld únítara, trúðu því fast- lega, að biblían væri æðsti dóm- stóll í trúarefnum. Og kraftaverk- in lögðu þeir tnjög mikla áherzlu á. þó þeir neituðu guðdómi frels- arans, staðhaúðu þeir, að fæðing hans væri yfirnáttúrlegt kraftab verk, og að líkami hans hafi risið upp úr gröfinni. þessu álitú þeir sjálfsagt að trúa, því þeim fanst það standa í ritningunni. Og þeg- ar þeir neituðu guðdómi frelsar- ans, bygðu þeir það líka á skiln- inyi sínum á biblíunni. Enginn á- greiningur atti sér stað milli ltinna gömlu únítara og rétttrúaðra maniwt um úrskurðarvald biblí- tnvnar. Með hvorumtveggja var spurningin þessi : Hvað segir ritn- ingin ? Yar hann guð eða var hann maður ? það hefir oft veriö sagt af únítörum, sem eigi hafa verið eins fróðir um eigin Aögu sínal og skyldi, að þeir hafi liaft skvnsemi sína að leiðarsteini í tvö hundruð ár (13). Iin það er langt frá að svo sé. Biblían var alveg á sama hátt leiðarsteinn þeirra og rétt-trúaðra manna. Arið 1819 svaraðl T h o m a B e 1 s h a m (14) Bampton-fyrir- lestri! Moysey’s. Bygði hann þá svar sitt á nýja testament. og lýsti yfir því, að únítarar tryðu ölltt, sem Jesús kendi. Svona er það í götnlu deilunum öllttm, hVar sem litið er. Allir málsaðiljar heimtuðu, að skvnsemin vrði að komast aið, þar sem um biblíuskýring væri að ræða. En öllum var þeim hiblían algilt úrskurðarvald, þegar þeir höfðu komist að niðurstöðu utiv, hvernig skilja ætti orð heun- ar. skilningur var sameign allra krist- inna manna, þangað til söguleg gagnrýlti biblíunnar kom til sögu. Presturinn Theodore P a r- k er (1810—1860) er eittaf stærstu ljósum únítara. Arið 1841, 19. maí, flutti hann í Boston, við vígslu vinar síns, fræga ræðu ttm h i ð hverfttla o g h i ð v a r- ánlega í kristindjómin- u m (16). Tók hann þá réttilega fram, að sannindi kristindómsins væri ekki komin undir óskeikulu fullgildi biblíunnar, heldur undir siðferðilegu og andlegu gildi henn- ar. Erfitt kynni að vera, að sunna sögttlega kraftaverk nýjal testa- mentisins, en kristindómurinn yrði eilíflega sannur án þeirra (17,'. — En hve langt var frá því, að úní- tarar væri við því búnir, að kann- aist við þcnna frjálsmannlega skiln- ing á biblíunni, sést bezt á því, að þeir ■ reiddust honum svo mikið fyrir ræðu þessa, að allir únitara- prestar í Boston gerðu opiubera lasttnæla yfirlýsingu gegn honum. j>eir lýstu yfir því, “að þagga þyrfti niður í þeim unga manni (18). Enginn bóksali úní- tara fékst til að gefa út ræðuna. Og honum var ekki leyft, að stíga í einn einasta prédikunarstól tiní- tara í Boston, nema sinn eiginn. Sama skilninginum á bibliutini hafði verið haldið fram á þýzka- lattdi af Schleiermaicherog vmsttm öðrum lúterskum guðfræð- ingum löngu áður, án þess þeir vrðu fyrir nokkurum ofsóknum. það er þess vegna fremur lítil a- stæða til fyrir únítara, að hajlda því fram, að þeir hafi verið mikið á undan öðrum með skilning í þessum efnum. Skáldið og spekingurinn R a 1 p h Waldo Enutson (1803— 1882) hóf starfsemi sína sem úní- tara-prestur árið 1827, varð prest- ur eins helzta únítara-safnaðarins í Boston 1829,' en varð það ekki lengur en til 1832, eða 3 ár að eins. þetta ár varð hann fyrir þeim harmi, aið missa konttna sína. Og sama árið_flutti hann ræðtt utn altarissakramentið fyrir söfnuði sinum, er ólga syo mikil reis ut af, að hann neyddist til að leggj3 niö- ur embætti sitt og var aldrei prestur framar. þetfa er eina ræð- an, sem til er prentuð eftir ltann. Út af henni samþykti safnaðar- Táðið yfirlýsingar, sem gengtt al- veg í gagnstæða átt (19). Prjáls- lvndari en þetta vrpru upítarar ekki um þessar mundir. Og hér átti einn allra-ágætasti maður hlut að máli, sem uppi hefir verið með þeim. það situr því ekkert vel á úní- törum, að bregða öðrum um of- sóknir og þröngsj'ni, eða gefa í skyn, að þeir hafi ávalt skoðað hlútina í sama ljósi og nú er gert (16.) Thc Trnnxlent nnil tlie per- mnnent In rhrlMlanlty. Sbr. Jn- cyclooedia Britannica. 11. utg. 1911, xx. 830. (17.) Gertrud v. Petzold, Rcllalon in fíesehiehie nnd Geitenvinrt, Tuebingen, 1913, V., 1476. (18.) The Boston Unitarian clergy denouneed the preacher and declared that the “younK mnn must be Hilenceir En. Brlt. xx, 830. (19.) Ollver Wenilell Holmes: Ralph Waldo Emerson. American Men or Letters. Boston, 1886, bls. 58-60. af nýrri guðfræði. Sagan lær ótví- ræðan vott um, að svo hefir ekki verið. ]>eir ltafa sannarlega verið börn timans í þeim efnum ekki síð- ur en aðrir. Saga únítara hefst fyrst á sið, bótaröldinni. Fékk stefna þeirra í trúmálum þá töluverða útbreiðslu á Pólverjalandi og Úngverjalandi, í Siebenbuergen eða Transsylvania á 16. öld. Var það starfi ítalskra siðbótar- manna mest að kenna, er þangað höfðu flúið frá ítalíu sökum skoð- ana sinna. Á Pólverjalandi dó stefnan snenuna út, en á Ungverja landi helzt hún enn. Leiðtogi henn- ar þar er talinn G i o r g i o Blandrata (1515—1588), it- alskur læknir, guðfræðingur og stjórnmálamaður. Stóð haun þar í nánu sambandi við fvrsta úní- tara-biskupinn (superinten- d e n t ), sem nefndist Fram Davidis^. í Kolozsvár ('Klausenburg) og áður hafði verið lúterskur prestur (1510—1579). En það samband stóð að eins skamtna stund. Franz Davidis kom fram með þá kenningu, sem bann framsetti í fjórum greinum, að rangt væri að veita Kristi til- beiðslu (20). það'kom ekki heim við skoðanir Blandrata. Kallaði ltann þá þann mann, sem réttilega er nefndur kirkjufaðir únitara, ít- alann Fausto Sozzini, frá Sviss, lét hann dvelja á heimili Davidis á sinn kostnað og telja honum hughvarf. En þáð tókst ekki. Davidis sat við sinn keip. Blandrata skoðaði þetta háska- leira villukenningii, þótt hainn væri únítar ; áleit hann, að með þess- ari kenninjiu. væri kristindómtirinn dreginn niður í sjálfan gyðing- dóminn, og væri það öllum ját- endum kristinnar trúar til hinnar mestu vanvirðu. Kom þeim sam- an um það, Sozzini og honum, og hófu nú ofsókn gegn Davidis. Blandrata sendi kærttskjal til úní- íara-prestanna gegn honttm ; vair það aðallega rit eitt í 16 greinum. sem hann sagði, að væri samið af Davidis sjálfttm, þar sem kenning- ar hans voru framsettar. Var sVo ltver grein jafnframt hrakin af þeim Blandrata og Sozzini. En rit þetta var falsrit citt, er samið Tafði verið til að fella Davidis. Voru honum eignaðar ýmsar frá- leitar og audstvggilegair kenningar, sem honum höfðu nldrei Tng- kvæmst. Ofsókn þessi, sem feður ún’tara-kirkjunnar ráku af kappi svo tniklu, lyktaði með því, að Davidis, sem var ágætur rithöf- undur, og fýrsta sálmabók úní- tara licgttr eftir, var dæmdnr til æfilangs fangelsis, þar sem hann lézt skömmu eftir, gamall og btig- aðttr, andlega og líkamlega, árið 1579 (21). þegar nú alt þetta er tekið til greina, meðferðin á Franz Davidis (Framhald á 7. bls.) (20.) De non invocando Jesu Christo in precibus sacris. (21 ) Alfreil Hclicer. prófessor i kirkiusöen í Tuebingen, entrmatiur Weizsaeckers. f. 1863, d. 1902. Ilenl- encykloiincAic fuer iiroteMnutl*ebe •l'beoleirie oml Ivlri'he. 3. útg. L,eipzig 1896-1913. TV., 517-524. I únítara-tímariti einu á Eng- landi er einu, af rithöfundum ]>eirra, E. TI a 11 að nafni, að lýsa trú únítara eins og hún var áður fvrr, og segir : “þeir (þ. e. úmtar- ar) notuðu biblíttna og skildu að mestu leyti á saima hátt og and- stæðingar ]>eirra i; þeir tilfærðu eina ritndngargrein gegn annari, cinri biblíuúrskurðinn gegn öðrttm; báðar hliðar viðurkcndu guðdór.i- lega óskeikult orð, sem æðsta dóm stól, er stefnai mætti máli sínu fyrir. 11vorunvtveggja kom jafn- lítið til hugar annað en að ncma staðar yið ltinar arfgengu heiinild- ir kristindómsins. Eina ágrein- íngsefnið milli þeirra var, hvemig skilja ætti þessa opinberan. (15) Ritgerð þessi er að eins tutt- ttgu ára gömul og alt, sem þar stendur um þessi efni, öldungis ó- haggað, því höf. byggir alt á orðum trnbræðra sinna sjálfra. Hann heldttr áfram og segir : “Marga únitara, sem enn eru á lífi, mun reka mdnni til, hvað þeir stóðu þrumulostnir, þegar er þetr urðu þess varir, að þýzkir gagn- rýnendur skoðuðu för Abrahams til Egiptalands og kottrn ætt- kvíslanna tólf til Kanaan-lands eins og alvanalegt flakk hirðingjaT kynflokka, sem sagan kann frá að segja”. Hvers vegna þrumulostn- ir ? Vegna þess, að þeir höfðu sama skilninginn á bib'líunni og rétt-trúnaðurinn og álitu, að alt, sem þar er gert að frásöguefni, sé sannverulegir viðburðir, er gerst hafi eftir orðanna hljóðan. Sá (13.) Rhonda WilHams, The Rxnnsr- el, London 1905, bls. 28. Sbr. lt bn* liccn salil In llrailford (Rmrland) lntcly thnt for 200 yenr* the UnKnrlan* hnve innde rennon the flnal eonrt of nppeal. bls. 32. (14.) Thomn* lleli’inin var únitara- prestur fl. KnRlandl, f. 1750, d. 1829. Hann var samverkamatur Priestley’s, og einn af helztu höfundum únitara A þeim tímum. (15.) The New World, september, 1893. Kaupið Þetta Ofn-reynda Mjöl Þér muniS áreiðanlega fá betra og meira brauS, ef þér fylgiS vorum ráðum. ‘n i . vr) V<A W t- Vér tökum 10 punda sýnishorn úr hverri komsendingu sem kemur til myllu vorrar. ÞaS er malaS. Vér bökurri úr því brauS. þ.f brauSiS er stórt og gott, notum vér komiS sem sýnishorniS var tekiS af. Annars seljum vér þaS. Bökunar gæSi hveitimjöls selt meS þessu nafni er þessvegna engin óvissá. KaupiS og ábatist. “ ]\Ieira brauð 02: betra brauð“ og “betri kökur líka.“ FÉLAGSREIKN- INGUR ER TIL •Stórþæginda fyrir samanlagSar eignir heimilisins. En svoleiSis reikning geta menn opnaS hjá Union Bank ofCanada í nafni tveggja manna, og getyr hvor fyrir sig lagt fé í bankann, eSa dregiS þaS úr honum, þegar hann er í » borginni eSa á leiS hjá bankanum. ÞaS er sérstak- lega þægilegt, þegar bóndinn er mikiS á ferSalægi, því aS þá getur konan fengiS peninga til þarfa sinna uppá eigin undirskrift sína. Logan Ave. og Sargent Ave., útibú. A. A. WALCOT, Bankastjóri f- OF CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.