Heimskringla - 12.03.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.03.1914, Blaðsíða 4
WINNIPEG, 12. MARZ, 1914 HEIMSKRINGEA Heimskringla Robiished every Thorsday by The Viking Press* Ltd.,|( Inc. j Stjórnarnefnd; H. Marino Hannesson, forseti Hannes Petnrsson, vara-forseti^ J. H. Skaptason, skrifari-féhirrir VerÐ blaósins f Cauada o* Handar P.00 nm áriö (fyrir fram boraaft). 8ent til Islands 02.00 (fyr»r fram borprab). Allar borífanir sendist 6 skrifstofn biaðsins. Póst eða Háuka ávlsanir stýl- ist til The Viking Press Ltd. RÖGNV.PÉTURSHON E d it o r H. B. SKAPTASON Manager Oflica: 729 Sherbrooke Street, Wiunipeg BOX 3171. TnlHÍml 0»rryt41 10 Otnefningar í fylkinu. Nú undanfarnar vikur hafa far- iB fram útnefningar í hinum ýmsu kjördæmum fylkisins, og eru nú þegar 22 þiiigmannsefni tiln«fnd, eBa sem næst helmingur. Er þaS alt einvalaliB og margir mennirn- ir víBþektir um fylkiö. Hafa Con- servatívar vandaB til þessara út- nefninga, einsog líka hæföi, og ætti þaö aö spá góöum úrslitum fyrir þá viö í hönd farandi kosn- ingar. En þaö sýnir lika fleira : þ»aö bttidir á tilraun stjórnarinn- ar, að» velja eingöngu þekta menn og mikilhæfa fyrir vandasamar stööur. Hefir hún sýnt þaÖ í ýms- um efnum áður, og þarf ekki anu- að en benda á búnaðarskólann. sem dafnað hefir og blómgast und- ir umsjá hennar, unz svo er kom- ið, að hann er talinn be/.ta og fullkomnasta stofnun sinnar leg- undar í öllu landinu. þar var stjórnin ein í ráðum um, aö velja til hans kennara og skipa fyrir nm tilhögun hans. Enda eru ilJir fcennararnir, hver í sinni grein, viöurkendir ' vísindamenn og sér- fræðingar. Hiö sama á sér staö meö ýms önnur embætti, aö það er meira skoðaö, hvort maöurinn sé verk- inu vaxinn, heldur en hitt, aö veita það í einhverju öðru skini. J>að er því ánægjuefni, aö sjá, hversu valist hefir til með þing- mannaefni nú í þetta sinn, að þaÖ bjóöa sig fram þeir rnenn, sem .i- reiðanlega ekki verður ainnað sagt um, en aö þeir hafi bæöi þekkingu á því, sem snertir almenn velferö- armál, og hafi fulla tfltrú sam- borgara sinua. Fjölda margir þeirra eru lærðir menn, og alðrir aftur fjársýslumenn og fyrirmynd- arbændur. Allra þessara stétta þarf með í þingi, þar sem u,m jafn margbrotið efni er að ræða eins- og löggjöf fýlkisins, — löggildingu verzlunarfélaga, stofnun skóla, myndun fvrirmyndarbúa, auk ótal margs fleira. Engin ein stétt ætti að stjórna í nokkru lamdi, hvort hefdur ’ um bændastétt, skóla- mannastétt eða aðalsmannastétt er að ræða. það yrði úr því ein- veldisstjórn, og þess argari, sem stéttin værf verr mönpuð, er völd- in hefði. En að allar þjóðfélags- skiftingarnar fái notið sín og eigi fulltrúa á löggjafarþingi, er æski- legasta fyrirkomulagið. því verður svo háttaJð nú i þetta sinn hér í fylkinn, eftir því aB dærnia, hverjir hafa nú boðið sig fram, að flestar stéttir þjóðfé- lagsins eiga fulltrúa á næstkom- andi þingi. Og það er vottur vax- andi menningarkröfu, að vandað er til með þingmanna útnefningar, og þeir einir fái að hjóða sig fram, sem kunnir eru að góðum hæfileikum. þess strangari, sem sú krafa getur orðið, þess betus er þjóðin vakandi fyrir sinni eigin velferð. það er ekki nóg, og^ ætti ekki heldur að vera nóg embættis- skilyrði, að einhvern og einhverja langac5i til að sækja og gjörast þinrmaður. það er fyrir kjósend- nrna, að líta á, hvort maðurinn sé hæfur til þess, að fara með um- boð almenningsins, ef maðurinn ekki hefir nóga dómgreind til þess aJð líta á það sjálfur og velja svo eftir því. Vitaskuld er það marg- ur, sem alt af langar til að sækja, og það er næstum sorglegt að sjá, hvað margir það eru, sem augsjá- anlega skilja og þekkja sjálfa sig svo lítið, að hugsa, að þeir geti með nokkru móti náð kjöri al- mennings, eða farið með það em- bætti, ef þeim hlotnaðist kosning- in. Menn rifa sdg upp frá búi eða einhveiTi annari stöðu, þar sem þeim hefir verið að farnast vel, og bjóða sig fram til þingmensku, þó naumast verði sagt, að þeir séu skrifandi og talandi, — þótt þeir séu svo uppburðarlausir og ódjarf- ir, að þeir ekki þora að horfa framan í mann, sem þeir eiga tal við, séu þeir hontim ekki því bet- ur kunnugir, — er vita ekki, hvað þeir eigaj af sér að gjöra séu þefr knúðir til, að koma upp á ræðu- pall, en fikra við vestisbarm sinn, einsog bam, sem er að klæða sdg. Svo eftir kosningardaginn, hraktir og hrjáðir, bnrtu sparkaðir af al- menningi, hverfa þeir til sinnar fyrri atvinnu, fátækari og ó- ánægðajri en áður. það er rauna- leg sjón, og þess utan gjörir ekk- ert litið að verkum, að breyta stjórnmálabaráttunni í það, sem hún oft og einatt er : ofstæki, ó- vold, mútur og bakslettur á heiö- arlega menn, þessir menn, sem þannig koma út og sækja, fá ekki treyst sínum eigin hæfilegleikum, því þeir eru oft sem næst engir, — fá ekki treyst á þekkingu síná, því hún er ekki til, — fá ekki treyst á mælsku sína, því hún er engin, — fá ekki treyst á persónuleik sdnn, né hversu þeir koma fyrir, því það hvorttveggja er þeim til niður- dreps. En á hvað verða þeir þá ajð treysta, til þess aö ná hylli og atkvæðum almennings? Peninga. Peningana verða þeir að treysta á fyrst og fremst. þar næst á lægni og lempni að koma af stað ó- hróðri um ajndstæðing sinn, og fá fólk til að trúa því. Lokka menn til að greiða sér atkvæði með því, að telja þeim trú um, að þeir séu þó að velja það minna skaðlega af tvennu illu : — þeir séu hara að kjósa r æ f i 1 í stað f a n t s, ef þeir greifíi honum atkvæðið, og bað sé þó ekki saknæmt. Á þessu ætla þeir svo að fljóta inn í em- bættið. þeir byrja á því að segja, að þeir séu góðir menn og m e i n- lausir, en það verði ekki sagt um andstæðinginn. Fá svo aðra til að taka það upp, og fleiri og fleiri, unz sá söngur á að hertaka kjósendurnar. En það reynist ekki það máttar-vopn, er þeir hugs- uðu, því það er langt bil á milli, að segja og að trúa. í hverju og hvernig eru þeir góðir ? Eru þcir góðir vdð einhverja eða) eitthvað, — við menn eða málleysingja ? Eru þeir trúir mannúðar-hugsjón- um og framfara-hreyfingum, — mannlyndir ? Eru þeir víðsýnir, fyrirhyggjusamir, óeigingjarnir, — lausir við auraþrá ? Eða í hverju eru þeir góðir ? Og hvernig eru þeir góðir ? Margir þeirra eru svo góðir, að þeir eru, að heita má, ósimíðað efni, er fara má með, hvernig sem vill, og er farið með, oftar en hitt, eftir vilja og geðþótta þeirra ok- ur-samtaka, er ávalt eru tneð við- leitni að draga undir sig almanna- réttindi og þjóðaireign, — slysist svo, að þeir fái umboð frá al- menningi til að fara á löggjafar- þingin. þess eru ótal dæmi. Og iað er rangt, að láta þess háttar menn lenda í kjöri, hvaða ílokki sem þeir fylgja, hvaða þjóð, sem >eir tilheyra. Islendingum er betra að senda engan mann af stað, heldur en að láta þess háttar menn koma fram i nafni þjóðar- Innar. þjóðinni er gjört rangt til með því, og það spillir málstað vorum síðar, er vér krefjumst >ess, að útnefndir séu menn af vorri þjóð, sem fulltrúar vorir í stjórn þessa lands. Vér eigum að bjóða fram þá beztu, vitrustu og djörfustu, eða alls ekki neina. — Hinir skajpa öfugt álit á þjóðinni: að það sé ekki þungu hlassi að velta, þar sem vcr séum. Jafnvel þetrar íram í sækir, getur svo far- ið, að hvar sem íslendingur býður sig fram, að hann fái ekki nægi- legaj tiltrú meðal hérlendra kjós- enda og tapi svo þess vegna. — Væri þá sannarlega illa farið. Þingmannaefnin í kjördæmunum, þar sem Islend- ingar búa, sækja þessir frá hálfu Conservativa. Flkki þ«rf landa vora á það að minna, að veita þeim liðveizlu við kosningaxnar. þeir eru allir mikilhæfir menn og vel metnir, og inörgum þeirra eru íslendingar gamalkunnugir. * 1 Assiniboia sækir J o h n T. II a i g lögmaður og skóla- ráðsmaður frá Winnipeg. HcfT hann setið í mörg ár sem skóla- ráðsmaður fyrir 4. kjördedld bæj- arins, og komið þar ávalt vel fram. í fáum málum höfum vér íslendingar þurft til skólanefndar- innar að leita, en þá sjaldan það hefir borið við, höfum vér átt þar beztu viðtökum að rnæta, þar sem hann var fyrir. Hann er menta- maður mikill og framfaramaður. Er enn innan við miðaldur. Nú horfir svo við, að mentamál fylk- isins komi all-mjög við þingmál að ári, bæði alþýðuskóla- og há- skólamálið, og væri þá vel, að Mr. Haig, með allri þeirri yfir- gripsmiklu þekkingu, er hann á yfir að ráða, yrði þar á þingi staddur til fyrirgreiðslu þeirra mála. * 1 Cypress sækir núverandi þingmaður George Steel Hann er Skoti að ætt, fæddur í Ayrshire á Skotlandi 1858, í hér- aði skáldsins Burns. Mentaðist liann þar heima, en fluttist hing- að vestur á unga aldri. Hefir hann átt heima í þessu kjördæmi afar- lengi og á þingi setið sem fulltrúi Cypress síðan 1899. Hann er maö- ur mjög einarður og fyiginn sér og stefnufastur. Hefir hann verið kjördæmi jínu hinn allra-nýtyisti fulltrúi, og honum er að þakka talsímakerfið þajr í bygðinni, auk fleira. Eindregiö var hann með ■ kornhlöðukaupum stjórnarinnar,— hafði hann þar fyrir augum hag sveitarinnar, sem er eitt hið bezta kornræktunarhérað í íylkinu. Hve mjög bændur hafa grætt á því máli, verður ekki auðsagt, þvi með því var korn-einokunin í einni sinni verstu mynd brotin á bak aftur, — sú, að neita að vigta inn korn bænda, eða geyma það, held- ur þröngva þeim til að selja það á hvaða verði, sem það hittist þá að vera. Með því að brjóta þessa einokun á bak, varð léttara, að senda korn til aðalmarkaða, og spara sér margan millimanna- kostnað, er annars var orðinn hár. Mann einsog Mr. Steel ætti kjósendur ekki að láta heima sitja, er til þings er stefnt, því bænda- stéttin þarf að eiga þar öfluga forsvarsmenn, og menn, sem skyn bera á landsmálin. því að eins er halg hennar sæmilega borgið. * í Elmwood býður sig fram H. D. M e w h i r t e r. Er hann maður miðaldra og af amerískum ættum. Hann er stórbómdi og á landeignir þar austur í fylkinu, og víðar. Stundair hann aðallega bú- peningsrækt, einkum hrossa og nautgripa. Hann er maður einkar- vel að sér í öllu því, sem að griparækt lýtur, og leggur aðai- stund á, að bæta hrossa og nauta kynstofn sinn, enda eru það talin með betri hrossum, er seld eru af búgörðum hans. Hann myndi reynast gildur og atkvæðamikill fulltrúi bænda á þingi, og athugall er hann um þeirra hag. Auk þess, sem hann er stærðar-bóndi, er hann líka mikill fjársýslumaður og formaiður einnar stærstu iðnaðarstofnnnar bæjarins. •» í Gladstone sækir Mr. A, Singleton. Er hann einn hinna bezt kyntu - manna þar vestrá. Hann á heima í bænum Olad- stone, og er af enskum ættum. Verður hans betur getið síðar. * t G i m 1 i býður sig fratn hr. S v e i n n kaupmaður T h o r - valdsson. Hefir hans þegar verfð rækilega getið hér í blaðinu, en þó ekki meir en að m&klegleik- um, og er sjaldan góð vísa of oft kveöin. Ekki þarf að rekja æfiferil ; Sveins að þessu sinni, enda mun : i fáum kjósendum vera betur kunn- | ugt um þingmannsefni sitt, en j Gimli kjósemlunum. Sveinn er al- þektttr þar í héraðinu, þar sem hann hefir búið í 25 ár, og búinn að sitja í sveitarstjórn þar um 10 ár, ýmist sem fulltrúi eða oddviti. I tTt á opinbera framkomti Sveins hefir aidrei verið sett, og hefir hann átt jafnari vinsældum að fagna en flestir aðrir, er starfað hafa fyrir það opitibera. Sem verzl unarmaður hefir hann þótt einkar j viðskiftagóður og áreiðanlegur, og fyrir lipurð og alúðleik eignast j marga vini. Hann er Skagfirðing- ; ur að ætt og af gáfufólki kominn í báðar ættir. Meðmæla Ileimskringlu þarf hann ekki með, en alvarlega er það skoðun vor, að ekki gæti Nýja ísland fengið betri, hæfari eða ötulli erindsreka en Svein, enda munu flestir nú vera ráðnir í að greiða honum atkvæði sitt, — hver sem á móti honum kann að verða. * í Kildonan & St. And- r e w s sækir II o n. Dr. W. H. Montague, þingtnaður kjör- dæmisins og verkamálaráðgjafi fylkisins. Var hann kosinn þar síð- astliðið haust í stað Dr. Grain, er þá sagði af sér, og við þær kosn- ingar hlaut hann 430 atkvæða meirihluta. Dr. Montague er einn af þeim mest þektu stjórnmála- mönnum þessa lands. Var um tíma í sambands ráðaneyti Sir John A. Macdonalds, þingmaður i Ontario og ednhver fremsti hag- fræðingur þessa ríkis. Honum, á- samt stjórnarformanninum, Sir R. P. Roblin, eru vegabótalögin nýju að þakka, er samþykt voru á síð- asta þingi, og sem gjöra ráðstöf- un fvrir því, að láta bæta alla þjóðvegi hér í fylkinu, og leggja til þess hátt á þriðju milión dollara úr fylkissjóði. Er það eitt hið mdk ilfenglegasta nauðsynja fyrirtæki, er nokkru sinni hefir verið í ráð- ist af nokkurri stjóm hér norðan landattnæranna. En á sama tíma talið fyrirboði þess, að fleira fari á eftir sama eðlis, er hlynni að landsbygðunum. •• Til þessa hefir þedm ekki verið sá sómd sýndur, sem skyldi, né fólki veitt eins létt með lífsþægintli og þeim,‘er í bæj- um búa. En álit allra þjóða er óðum að breytalst í því efni, að meira þurfi að gjöra til þess, að gjöra líf manna bærilegt þar, og veita þau þægindi, er siðað mann- félag krefst sem sinna einkarétt- inda, og hefir Mandtoba tekið þar drjúg skref áfram. Hon. Dr. Montague ætti að veit- ast létt, að vinna sæti sitt að nvju, og vildum vér benda Islend- ingum í Selkirk á það, að víkja | ekki úr liðsmanna-hópi hans, — undan merkjum framsóknarmanns- ins. Vílhjálmur Stefánsson. (Framhald). Búinn a<5 gjöra ráð fyrir þessu. þó að ég hefði fyllilega búist við þvi, að finna Karluk eftir tvær vikur, þar sera ég skildi við skip- ið, þá var ég búinn að gjöfa ráð fyrir Öllu, og segja kapteini Bar.t- lett, hvað gjöra skyldi, ef að Kar- ltxk hrekti burtu. Var það að nokkru leyti bygt á reynslu okkair þessar sex vikur, sem við höfðum í fsnum verið. það var saffia, hvaðan vindur stóð, Karluk hafði farið annaðhvort austur eða vest- ur með landi fraim, en ekki inn í h.ringstraumana á Harrison vík- inni. Ef að Karluk skyldi Virekja burtu, þá átti Bartlett kapxeitm við fyrsta tækifæri, áð senda sleða á strönd upp, og byggja vita, svo við sæjum, hvar þeir væru. En við áttum að halda með ströndu fram og hafa gætur á, hvort við sæjum til þeirra. Eg þóttist viss um, að Ilarrison vík- in væri nú vel frosin orðin, og þó ég hálfhéldi, að ég hefði séð skip sigla austur, þá réði ég þó af, að halda vestur til Bairrow, áður en cg héldi austtir til Hershel. Ef að Karluk hefði farið vestur, þá var líklegt, að við fréttum það hjá skrælingjunum milli Ilalkett höfða og Barrow. En, hefði skipdð ekki farið þá leið, þá fengjtim við að minsta kosti fregnir af skipunum Alaska og Mary SachSi ViS þurfum aS fá útbúnað undir veturinn. Við vissum ekkert nm skipin síðan við skildum við Alaska á Port Clarence hinn 27. júlí, og urð- um viðskila við Mary Sachs í ofsaveðri, nálægt Prince Albert höfða 28. júlí. Svo sá ég, að við austanveðri, þegar þeir myndnm geta fengið útbúnað mestan, sem við þurftum, á C. D. Browers hvalveiðastöð á Barrow. Margttr kann nú að hugsa, að við hefðtim verið vel útbúnir til hafði sézt í ísnum undan strönd- inni. En næsta dag tengum vi® skýrari fregnir, er við komum til Barrow. Sagði Brower okktrr, a@ skip hefði sézt á sunnudaginn 5. okt. Hefði þaJð verið fast i isnnm allan daginn, eitthvað 12 milur undan landi. Tilrann hefðu skræí- ingjar ætlað að gjöra til að kom- ast út í það, en þó að það væri þarna heilan dag kyrt, þá var þa@ komið burtu með ísnum i norð- vorn tii- búnir að fara, og ,var óðara horfiB sýnum. Vilhjálmur óviss. það var öllum ljóst, að þetta sleðaferða, er við fórum frá jafn var skonnorta, og skrælingjar sög* vel búnu skipi og Karluk var. En ; ust a}drel haía séð reyk koma upp við bjuggumst ekki við, að vera lengur en tvær vikttr á landi. Á skipinu voru 14 nýjir sleðar ágæt- ir og einn gamall. Eg tók þann gamla, og hélt hann væri nógu góður á ‘caribou’-veiðarnar. Við höfðum hunda marga, vana og revnda. En ég tók óreynda lninda, tií að sjá, hvort þeir dygðu. Við höfðttm verkfæri hin beztu, sem hægt var að kaupa fyrir peninga, en ég tók að eins hin nauðsynleg- ustu og ódýrustn, svo að tninni væri skaðinn, ef þau brotnuðti. Við höfðttm engan verulegan vetr- arbtming með okkur, þó að nóg væri af þeim Jatnaði 4 skipinu. Og svo var ttm alt annað. Við gátum rétt komist af með það, sem við höfðum, en lítið var um þægindi. Vottur hvítra manna. Við lögðum vestur 3. hinn 5. október fundum við skræl ingjahóp, þrjár fjölskyldur, sem af því. Einna liklegast var þaS, aS þetta hefði verið annaðhvort EF vira eða Polar Bear yfirgefið. E« þar áttu líka að vera um veturiim skipin Rosy H., Teddy Bear, North Star, Anna og Olga, og gat þetta verið eitthvert þeirra, er verið hefði á útleið, en orðið fiast í isnum. Mr. Brower gat einnig sagt okk~ ur það, að skipin Alaska og Mary Sachs væru við Collinson Point, og hefðu búist þar um til vetur- setu, en Mr. Leffingwell væri vitf Flaxman eyju. þau voru þá óhult tvö af skipunum okkar, að þvi et líkur voru til. J>að virðist nú, og vér höfum fulla reynslu íyrir þvi, að strmar þetta hafi verið mjög óvanalegt. Af skipum þeim, sem höfðu vetrar- dvöl næstliðið ár austan við Her- I shel eyju, vita menn, að þau Teddy okt. og Bear, North Star og Anna og Olga 1 ætluðu þetta sutnar að kornast vestur alla leiB á Behring flóann, voru að fiska í Harrison víkinni á i en frá þeim hefir ekkert hevrsí. bak við Halkett höfðann. Höfðu En hvað þau snertir <-kipm sex, ætluðu að þeir verið á landi uppi fyrir eitt- j sam komu að vestan Jg hvað tveimur vikum, og hafði þá I komast austur fyrir Mackenzie, þá’ komið hópur 5 manna og nokkrir þeirra hvítir, af sporunum að vita menn alt «im þau, cða setit næst því. Polar Bear, Elvira og dætna. Komu þeir með ströndu | Karluk festust með ströndu iram t íram að austan, og höfðu stol-jrekísnum, og alla- iíktir til, «6 i ð sleða einttin, sem Skrælingjar mennirnir hæfi yfirgefið þatt Po’ar höfðu skilið eftír. Héldum við í | Bear og Elvira. Belvodere iestist * fyrstu, að þeir kynnu að vera frá skipinu Mary Sachs, og væri það brotið. Allir þessir skrælingjar voru gamlir kunningjar minir, og einn þeirra hafði verið fylgdarmaður og félagi minn í tvo mánuði árið 1908. þarna voru þeir nú að veiða smáfisk á vatni einti litlu, og gáfu okkur um 300 pund af fiski handa hundutn okkar. Við vorum hjá þeim í þrjá daga, og bættu þá konur þeirra stígvél okkar og skó, sem sannarlega þurftit þess með. Vottur um skipin. Áður en við skildum við þá, komu að vestan tengdasonur eins þeirra og sonur atmars. þeir höfðu um sumarið farið á báti til Bar- row til að verzla, og á heimleið- inni höfðu frostin náð þeim vestan við Simpson höfða. þeir sögðu okkur þær fréttir, að báðar skonn- orturnar okkar hefðtt komið ti Barrow, og haldið austur, en hve langt þær hefðtt komist, vissu þeir ekki. þeir mættu hópmim, sem tók sleðann þeirra, vestan við Simp- son höfða, og komu þeir nú með sleðann aftur. Voru í hóp þessum 4 skrælingjar frá Point Hope, og hvítur maður einn, A. J. Allen, ]íi>a frá Point Hope. Jieir höfðu allir verið með kapteini S. F. Cottle á skipintt Belvedere, sem orðið hafði fast í ísnttm nálægt 40 mílum vestur af Hershel eyju. Kváðu þeir skipið vera þar, nokk- urnveginn óhult, bak við botnfast- an jaka, en skipin Elvira og Polar Bear höfðu föst orðið í ísnum, tíu mflur fjær ströndinni, og hlutu þess vegna að hrekjast með isnum allan veturinn. Engar fregnir. Héldu þeir, að bæði þessi skip myndu yfirgefin verða, og myndu skipshafnir þeirra fara í skipið Belvedere. Állan hópurinn hafði ekki minst á skonnorturnar okkar við skrælingjana, er þeir mxttust. En sögðu að Belvedere hefði ekki náð Hershel eyju, en ekkert vissu þeir um skipin Elvira og Polar Bear. En þar sem Belvedefe hafði í flutningi 75 tðn af vörum fyrir okkar skip, og auk þess all-mikinn flutning fyrir riddarasveitir lög- reglttnnar á Hershel eyju, þá er ekki ólíklegt, að þröngt vctÖí í búi hjá riddurunum, ef að ekkert annað skip getur komist til þeirra. En bjarg&rlausir geta þeir ekki orðið, því nægar vistir geta þeir fengið frá Fort Macpherson, 200 mílur suðaustur frá beim. Héldttm við nú vestur lengra, en engar fengum við fregnir meiri hjá skrælingjahópnum á ITalkítt hofða. T>eir voru bar í Hóp að vciða íónr og fá sér kjöt og iv:« n? hvöium tveimur, som rekið höfðu þar á land fyrir tveimur árum. Tægar við komum til Ritnpson höfða, urBum við þess vísari hjá skrælingja fjölskyldu einni, að skip t tsnum, nálægt ströadu, cttthvaS 40 milur vestur af IIrr>l:.1 ev'ju, og er nokkurnvegir.it oliult bak vi5 botnfastan jaka. þati Alaska og Mary Sachs frusú t isitun', er þau áttu 150 milur til Hershel eyjar, en eru nú óhult yfir veturinn. Óhöpp. Auk þessara sex konutst að eins: tvö önnttr skip til Point Barrow þetta ár. Annað þeirra, Transit, brotnaði i spón við Sniytlie höfða, en tollgæzluskip Bandarikja, Bear, festist í ísnum 25 mílttr suðvcstur af Point Barrow, og rak með isn- ttm norðausttir framhjá Poiut Bar- row, eins og Karluk tveim vikum áðtir. Og þar losnaði skipið Bear úr ísntim eins og Karluk, en saffit bannaði isinn þvi, að komast til Point Barrow aftur i tvær vikur. Skrælingjar fóru kaupstaðarferS sina á seglbáti, en þá kom ísinn á þá og sjórinn fraus um mitt sum- ar, og teptl þá ijarri lieimilum sín- um. það hefir verið sajmi tilbreyt- ingalausi óhappa-kapítulinn fyrir alla, sem nokkuð hafa ferðast á skipum eða bátum með fram ís- hafsströndum Alaska þetta árið. Sjálft skipið Karluk hefir reynst mér ágætlega. það hefir skr'nfu með tveimur blöðum að eins, því að skipið var ætlað til þess aB ganga undir seglum, og skrúfan knýr það áfram að eins sex mílur á klukkustundu. Karluk hefir þó ekki afl til þess, að brjóta þungaii og þykkan ís, eins og við vissum vel. En við höfum hvað eftir ann- að rent því mcð fullu afli á ris- jaka, harða eins og steinveggi, og þó sést hvergi rispa á því. X>að hefir því reynst fult eins vel og við bjuggumst við. Og í veðn miklu á Kotzehree sundi höfðum við hundrað tons á þilfarinu, og þó kom varla dropi sjávar innan- borðs. Var það betra, en nokkurw okkar grunaðd. fsþunginn ómótstæðílegur. þó að undarlegt virðist, þá hafa mörg skip komið í Beaufort hafiB ■mjög sterklega bygB, en ísinn hefir molað þau alt fyrir það og sökt þeim í djúp niður, þar sem önnur miklu veikari skip hafa lent i sama ísnttm undir sömu ástæðum og sloppið óbrotin burtu. Af þessu geta menn gjört þá ályktan, ekki að skipið molist og brotni því fremur, sem það er sterkara, held- ur bá, að þrýstingurinn er svo voðalega mikill, aö lendi skipið í klemmunni, þá hlýtur það að brotna og molast í spæni, hverstt sterklega, sctn það er bygt. Karluk er traust skip og vand- að, og var styrkt til að mæta tsi og jökúm, þó að það sé ekki jafn sterkt |oir hin sterkustu ísaskip, sem bypð hafa verið. Alt stimarið kom ekkert fyrir, er skemdi það. Jiað er því ttndir hepninni og ham- ingjunni komið, hvort það kemst vfir veturinn. (Niður,;ag næst).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.