Heimskringla - 26.03.1914, Blaðsíða 3
HKIMSKRTNGLA
WINNIPEG, 26. MARZ, 1914.
hálfu stjórnar hans hátignar me8
samþykt landsstjóra í ríkisráöi
(Governor-General in Council).
“Já, Mr. Ewart’’, kahn nú ein-
hver aö segja, “en vissulega hlýt-
ur stjórnardeild utanríkismála á
Bretlandi, að hafa yfirumsjón
allra þessara mála”. N e i , h ú n
gjörir þaö. ekki, — ekki
öðruvísi en með blaðagreinum, í
fréttablöðunum, eða þegar lands-
stjórinn kann að minnast eitt-
hvað á þau í skýrslum sínumtil
stjórnardeildar nýlendumálanna. —
Vér ráðum öllum þessum
málum sjálfir.
Áður íyrri þurftu öll skjöl og
mál, frá oss til Bandarikjanna, að
ganga frá ráðgjafa Canadaríkis til
landsstjórans, þaðan til ráðgjafa
nýlendumálanna á Englandi, það-
an til ráögjafa utanríkismálanna,
þaðan til sendiherra, Breta í Wash-
ington, þaðan til utanríkisráö-
gjafa Bandamanua, þaðan til
stjórnardeildar þeirrar, er málin
heyrðu undir, og þaðan til forset-
ans, og, væru þau þá ckki týnd á
leiðinni, þá urðu þau að fara
sömu krókaleiðina heim aftur. En
nú höfum vér tekið af krókana, og
þegar Mr. Borden hefir mál eitt-
hvert, er snertir Samúel frænda,
þá biður hann einhvern nefndar-
tnanninn að gjöra svo vel og
koma til sin á skriístofunni. Og
nefndarmaðurinn ber svo málið
upp á næsta nefndarfundi, og þar
er þaö rætt og ákvæði gjörð um
það. Ætlið þér, að ég sé að ýkja
þetta ? Nei, ekki vitundar ögn. —
Hej-rið nú það, sem Mr. Balfour
sagði árið 1910, með tilliti til
samninga Canadaríkis við Frakk-
land :
“Ég býst við, að menn vilji
faalda því fram, aö Canadaveldi
faafi formlega haldið uppi samning-
nm sínum við önnur ríki með vit-
und fulltrúa hans hátignar. En vit-
und hans af því og afskifti Voru
að eins formleg. Og ég held, að
stjórn hans hátignar hafi aldrei
verið að spurð og aldrei verið
leitað ráða hennar. Ég held, að
stjórnin sjálf hafi aldrei leitaö
neinna upplýsinga um málin, eða
haldiö fram nokkurri skoðun með
eða móti, hvað stjórnmálalega
væri bezt fyrir Canada. Og það er
skoðun mín, að þetta hafi verið
hið heppilegasta og bezta, sem
hægt var að gjöra. En live ákaf-
lega mikil er ekki þessi breyting,
og hve óumflýjanleg. það er nú
þegar á allra vitund, að hin
miklu ríki handan við liafið, eru
orðin að voldugum, sjálfstæðum
þjóðum, og skyldu menn ekki
harma það, eður syrgja, heldur
miklu fremur fagna og gleðjast1”.
(Ilansard 21. júlí 1910).
Árið 1911 var hörðum fyrir-
spurnum beint til hinnar brezku
stjórnar um það, hver væri stefn-
an og fyrirhugað starf sendiherra
Bretlands í Washington, með til-
liti til tollmálasamninganna. Yar
það tekið fram, aö hag og málum
Bretlands væri þar ekki rækilega
framfylgt. En Asquith svaraði á
þessa leið :
“Spurningin um það, hvað Can-
ada-ríki er mestur hagur, snertir
fyrst og síðast Canada-stjórnina
sjálfa. En út af fyrirspurnum þess-
um verð ég að nota tækifæriö til
þess, að bera á móti og lirinda á-
burði þeim og hnjóði, er þœr
kasta á Mr. Bryce. Mr. Bryce átti
engan þátt í skoðunum eður
stefnu hinnar canadisku stjórnar.
|»að var Canda, sem.lióf samninga
þessa, og hélt þeim fram með til-
styrk hins brezka sendiherra, sem
gjörði þar ekki annað en skyldu
sína, er hann átti fundi með W.
S. Fielding, er þá var fjármála-
ráðgjafi Canada, við og við, með-
an samningarnir stóöu yfir í Wash-
ington. Fékk hann hjá Fielding
allar þær upplýsingar um mál
þessi, sem hægt var að fá. En
lagði ekkert til samninganna.
Væri ráða leitað til hans, gaf hann
þau fúslegai, enda eiga allir brezk-
ir þcgnar fulla heimtingu á því,
að fá ráðleggingar sendiherrans,
þeir, sem fást við lagalega rétt-
mæt og mikilsvarandi störf.
Og það er víst, að Canada hefði
mislíkað og snúist illa við, ef að
Mr. Bryce hefðifarið að sletta sér
fram í samninga þá, sem Canada
hafði fullan rétt til, að ráða til
fullra lykta upp á sitt eigið ein-
dæmi. Og yfir höfuð hefir þetta
verið eindregin skoðun manna i
Canada, þó að misjafnt hafi verið
álit þeirra á tollmálunum.
Hefir aðferð Mr. Bryce, að
fylgja fram skyldum sínum, vakíð
traust manna í Canada á sendi-
herra Bretlands, og sannfært þá
um, að sendiherrar þessir munu
framvegis styðja Canada að mál-
um þar, eins og J»eir hafa gjört
hingað til”.
Æ'.tla ég nú, segir Ewart, að
þcr scúð sannfærðir um, að vér
höfum fult vald til þess, að gjöra
samninga við önnur riki.
En hvað stríð snertir, erum vcr
frjálsir til að gjöra livað oss gott
þykir i þeim efnum ? Áreiðanlega
höíum vcr þar íult frelsi. Ég vil
minna yður á stefnu stjórnmála-
leiðtoga vorra við nokkur tæki-
færi. Sir Wilfrid Laurier hefir sagt
þa)ð, bæði í þinginu og á ráðstefn-
um, aö þó að Canada, samkvæmt
alþóðalögum, sé í stríði, þegar
Bretaveldi er í stríði, þá getur
Canada samt ráðið því sjálft í
öllum tilfellum, hvort það vilji
taka ákveðinn þátt í stríði þessu.
það getur eðlilega fyrir komið, að
ráðist verði á Canada, svo að rík-
ið þurfi alð verja sig. En að því
fráskild'U getur Canada gjört sem
það vill. Enda er engin þjóð fyrir
áhlauputn óhult.
Mr. Borden hefir komist að
sömu niðurstöðu, þó að nokkuð
sé það með öðru móti. Hann hefir
lýst því yfir, að það væri óþol-
andi fyrirkomulag, að vera skuld-
bundinn til þess, að taka þátt í
stríði með Bretum og hafa þó ekk-
ert atkvæði um utanríkismál
Breta. Kvaðst hann ekki ætla, að
Canada-menn mundu þolal þaö
stundinni lengnr (Hans. 24. nóv.
1910, bls. 227). Eftir þessa yfir-
lvsingu bar Mr. Borden þessa meg-
inreglu sína fram fyrir ÍBreta-
stjórn sumarið 1912, og hefir hann
salgt oss, ,að Mr. Asquith hafi af-
dráttarlaust viðurkent meginregl-
una. (Hans. 5. des., bls. 677), en
um leíð lýsti hann því yfir, að
Bretland liið mikla gæti ekki veitt
nýlendum Canada hluttöku í utan-
ríkismálum Bretlands (Hjans., á
sama stað, bls. 677).
Mr. Borden benti skýrt á það,
hvað þetta þýddi —:
■''því liefir verið lýst yfir áður
fyrri, og jafnvel á hinum seinustu
árum, að Bretland gæti ekki veitt
nýlendunum hluttöku í utanríkis-
málum sínum. Og fyrir minum
sjónum getur framhald þessarar
skoðunar að eins liaft eina afleið-
ingu, og hana mjög svo óheppi-
lega (Halns., á sama stað, bls.
677), — — afleiðingu, sem er jafn-
vel þýðingarmeiri fyrir Bretlands-
eyjair heldur en Canada”.
Vér tökum engan þátt í með-
ferð átanríkismiála, — vér getum
ekki fengið það. Og undir þeim
kringnmstæðnm, segir Mr. Borden,
að Canada myndi ekki taka það í
mál, að leggja fram fé til vamar
alríkisins. Engin yfirlýsing sjálf-
stjómar getur verið skýrari en
þetta. — Mieð orðum Mr. Doherty
verður það á þessa leið :
“það, sem ég ætlaði að benda á,
er það, að samkvæmt stjórnar-
skránni er engin skuldbinding af
hálfu Canada, lagalega eða stjórn-
fræðislegal, að leggja fé til flota-
mála ríkisins, og þaö ástand held-
ur áfram að vera svo, rneðan
Bretland eitt hefir alla stjórn á
utanríkismálum alríkisins” (Hans.
24. febr. 1910, bls. 4139).
það er því ánægjulegt að vita
það, að brezkir stjórnmálamenn
viðurkenna ]»að í fylsta máta, að
vér scum algjörlega lausir við
þessar skuldbindingar. Frekari
sannanir má finna i fyrsta hefti
af “The Kingdom Papers”, bls.
180 og 266).
(Framhald).
“Af ávöxtunum skuluð
þér þekkja þá”.
þeir herrar, síra Fr. J. Berg-
mann og frændi hans Hjálmar
Bergman, hafa þrisvar í Hkr. op-
inberað tíu spurningar bibliulegs
efnis, er þeir fyrir rétti höfðu
beint að mótparti sínum, síra K'.
K. ölafssyni.
það er aiuðséð, að nefndir herr-
ar álíta sig að hafa farið þar sig-
urför, þar sem þeir svo oft birta
nefndar spurningar í opinberu bl.,
og rylla þær utan með löngu sér-
fræðis lesmáli í hvert sinn. þalð
má vera, að greinum þeirra hafi
verið svarað einhversstaðar, en
upp til 23. okt. sl. hefir ekkert
sést í Hkr. þess efnis. Mér kemur
því til hugar, að níðast á frjáls-
lvndi blaðsins með því að biðja
þaið fyrir eftirfylgjandi línur.
Fyrsta spurning er í tveim lið-
um, sem þó eru eitt og hið sama.
önnur og þriöja spurning eru og
eitt og hiö sama, því þegar 1 sp.
er svarað, þá leiöir af sjálfu sér,
að liinum verður að svara á samal
veg.
1. sp.: Trúið þér þeirri staðhæf-
ingu biblíunnar, að Jósúa bafi
skipað sólunni að standa kyrri og
að hún hafi gjört það ?
það hefði vel mátt svara þess-
ari spurningu með þeirri gagn-
spurningu, hvort spyrjandi tryði á
“kraftaverk", og undir svari lians
væri að miklu leyti komið svar
viðvíkjandi hans eigin spurningu.
Ef liann svaraði játandi gagn-sp.,
þá er ervitt að sjá, hvernig hann
hugsar sér alð réttlæta sína eigin
spurningu, en ef hann svaraði
neitandi, þá væri fróðlegt að sjá,
á hvaða grundvelli kenuingar lians
væru bygðar.
Almennur skilningur er, að
kraftaverk séu yfirnáttúrleg, séu
gtiðs verk, og séu svar upp á
beiðni þeirra manna, sem í orðum
og verkum komast lengst í því,
aö hlýðnast guðs boðum, og sem
guð þess vegna brúkar sem milli-
liða millum sín og mannanna, svo
þeir, sem sjá og heyra, megi því
öruggar treysta og trúal, þó þeir
ekki skilji. Nú, þegar guð gjörir
kraftaverk fyrir mannlegan bæna-
stað, þá er sá maður kallaður
guðlega innblásinn, og þá að sjálf-
sögðu fcer guð ábj'rgðina, með því
að maðurinn er í þeim kringum-
stæðum verkfæri í guðs höndum.
“3. sp.: Og að það sé satt?”
er býðingarlaus í þessu sambeindi.
4. sp. er um stjörnufræðislegar
sannanir á að sólin sé fasta-
stjarna. Aö það sé svo, getur
ekki haggað neitt sannindum bibl-
íusögunnar, því virkilegleikinn þar
er til orðinn á yfirnáttúrlegan
liátt, er kraftaverk, með öðrum
orðum guðs verk, gjört fyrir
mannlega tilhlutan, til sönnunar
því, að Jósúa hefði guðlegt um-
boð, þar fyrir bæri fólkinu skylda
að hlýða honum, og eðlilega
styrkti trú þess á guði.
þetta er sá eini eðlilegi skiln-
ingur á kraftaverkum yfirleitt, og
samkvæmt því ætti engum að
vera það of skilið, aö þó Jósúa
vissi ekki, aö sólin væri fasta-
stjarna, að þá hafi þó guð vitað
það, og samkvæmt því stöðvað
bað, sem þurfti að stöðva, nefnil.
jörðina. Og sjá! sólin varð að
vera til sönnunar því, hún varð
að halda því landmarki fyrir
lengri eðá skemmri tíma, sem hún
haíði, þegar beiðnin fór íram, ' og
þannig sanna fvrir öllum, er Jós-
úa heyrðu, að hún hefði hlýtt hon-
um, og það sem meira var, sann-
færði það þá um guðlega velþókn-
ain á Jósúa og þeim guði, sem
hann boðaði. “Vitsmunir verald-
arinnar er fávizka við guð", eða
“í guðs augum", og að svokall-
aðri nýju trúnni meðtaldri, sem
er hvorki guðfræði né vísindi.
5. sp., um að henda saur fram-
an í prestalna. Spurning þessi er
tekin frá Malaki, sem er síðasta
bók biblíunnar, og er að eins fjor-
ir stuttir kapítular, sem eru þess
verðir, aö lesa og hugleiða. Efnið
gengur mest út á guðlega áminn-
in<ru til prestanna. Annar kaipítuli
bvrjar á þessa leið : “Og nú, ó,
þér prestar, þetta boðorð er fyrir
yður. Ef þér viljið ekki heyra, og
ef þér viljið ekki leggja það á
hjartað osfrv., þá muni hann
(guð) gjöra svo og svo, og þar á
meðal það, “að kasta saurnum
framan í þá”. Hér, án efa, mein-
ar guð prestanna eigin v«rk, scm
þeir helgi sér (guöi), en sem sc
saur í sínum augttm og veröi því
af sér kastað í andlit þeim. þessi
átninningar og aðvörunar orð
eru ekki að eins til þeirra tima
presta, heldttr og til allra tínia
presta og meina alt, sem í þcitn
felst.
6. spurning gengur út á tilbún-
ing byggbrauðs, sem bakast skuli
við “manna-þrekk”. Að trúa þess-
tim lið spurningarinnar ætti ekki
að vera nein frágangssök, þegar
samhengi utntalsefnisins er tekið
til greina. lýg sá á íslandi bakað
brauð á glóðum kúamykju, og i
áminstum kapítula, 15. versi, leyf-
ir guð að brúka þá glóð i stað
manna-þrekks. — Seinni liður þess
arar spurningar er um, hvort
mótpartur trúi þessu samkvæmt
kenningar-innblæstri. Frá sjónar-
miði strang-trúaðra manna, er
biblían öll tekin sem sannur út-
dráttur lifnaðar og viðburða, sem
fyrir guðlegt tilstilli hafi skráð og
varðveitt verið, með þeim til-
gangi, að maður færði sér í nyt
orsakir og afleiðingar liðna tim-
ans, þ.e. tæki þá til fyrirmyndar,
sem sigursælir og blessunarríkir
voru, sem trúðu guði og hlýddu,
en þá til aðvörunar, sem gengu
samkvæmt því, er vilja-tálfaneiging
þeirra bauð þeim, sem var þeirra
vitsmuna-trú (þeirra tíma ný-trú).
þessi sannindi hafa við þann sann-
leik að styðjalst, að biblian er rit-
uð af mönnum, sem í öllum til-
fellum sanna, að guðlegt innræti
er undirstaðan, virkilegleikinn og
mátturinn.
7. spurning er um Nóa og örk-
ina. Saga sú er ekki óeðlileg,
nema ef vera skyldi alð því leyti,
að Nóa guðlegt innræti fékk hald-
ið honum frá guðleysisvegum sam-
tíöar sinnar, að hann fyrir það
fen<ri með fólki sínu lífi aö halda,
og þannig sanna, að sá, sem hefir
þrek og þolinmæði, að ganga á
vegum réttlætis og kærleika, sem
er guðs vegur, er ávalt merkisbeíji
góðra afleiðinga.
Nóa sýnir frábæra þolinmæði
bygða á trú, þar sem hann er í
120 ár viðbúinn að mæta þeim
voðalegu forlögum, er gttð hafði
kunngjört honum að lægjtt fyrir
mannkyninu, og í allan þann tíma
— eftir likum að dæma — orðiö
að þola háð og spott samtíðar-
manna sinna, fj'rir aö hlýöa og
trúa guði. þannig, án tillits til
hugsana-þvaðurs samtíðar sinnar,
| heldur ltann fast viö trú sína, scm
: var sú : að guð meinti það, sein
hann heíði sagt, og að sér beri að
| hlýða. Ilann var guðhræddur, en
ekki mannhræddurl sem er og
hefir verið merki allra mikilla- og
! merkismanna.
8. spurning gengur út á það,
I hvort trúa sktili tungumála-breyi-
! ingunni á sama liátt og biblíait
skýri það. því má það ekki hafa
verið á þann hátt eins og ein-
hvern annan hátt ? það, að við
skiljum ekki tilgang guðs t þcssu,
og fleiri tilfellum, er ekki okkar
skuld, enda hvergi heitið hegningu
fyrir það að skilja ekki, en fyrir
að trúa ekki, er hegningu heitið.
Sá, sem gjörir köllun til að ttúa
því, aö guö sé almáttugur og al-
vitur, samrýmist ekki sjálfutn sér,
ef hann dregur efa á bdbliultg.tr
| frásagnir, því þær eru í samræmi
við hinn leyndardóimsfulla guðseig-
inlegleik — almátt og alvizku. —
þeirri vissu verður aö fylgja, að
guð hafi séð ástæðu, og því breytt
einsog frá er sagt.
...“Og taktu hjálm af sáluhjálp
og sverð andams, sem er guðsorð"
“9. sp.: Og frásögn 1. Móseb.
um sköpun jarðarinitar á sex dög-
um ?”
Að gjöra ■ grein fyrrir, hvernig
maður trúi þessum og öðrum ritn-
ingarstöðum, sýnist ómögulegt, þ.
e., svo að ljós mannlegrair skyn-
semi geti samrýmst, þegar svo að
segja daglegir viðburðir óskiljan-
legs krafbar fá ekki sannfært metin
eða þajð, að Jesús hafði enga at-
hugasemd að gjöra við það, sem
stóð í hinni helgu bók. Hann
sagðist vera kominn til að sanna
það, fullkomna það, b«eta við
þaö.
Tesús og lærisveinar hans þrá-
faldlega brúkuðu ritninguna til
sönnunar og samanburðar sínum
eigin kenningum, en hvergi er þess
getið, að þeir lýstu yfir van-
trausti efa og ósanninda. Og hvaið
er svo betri sönnun en einmitt
það? Einn af postulunum segir á
þessa leið : “Fvrir trú skiljum við
það, að veröldin hafi til orðið
með guðsorði”. Og litlu seinna í
samai kapítula segir hann : “Án
trúar er ómögulegt að vera þakk-
samlegur í guðs augum ...”.
Tóhannesar guðspjall byrjar á
þvi, að segja frá byrjun allra
hluta, og þar og víðar er það tek-
ið fram, afð veröldin hafi verið til-
búin með Jesú.
Engillinn bendir Maríu, Jesú-
móðir, á að ekki sé unt að skilja
alvizku drottins.
Biblíuljóð V. B. segja :
Hygg að hvað þú skilur,
heimsins fávíst barn.
Orsök alls þér dylur
alvís, náðargjarn.
Hvað er guð og geimur ?
Gættu, segðu hvað.
Hvað er líf og heimur ?
Hvernig verður það ?
Og á öðrum stað segir sama
skáld :
þeir röktu þar sundur ritningar
og reyndu’ hann í mörgum grein-
um.
þeir spöruðtt ei við liann spurn-
ingar,
en spekingunum hann fljótt gaf
svar ;
hann einn bar af öllum sveinum.
Og þá, sem heyrðu, tmdraði alla
hans andsvörin greið og speki
snjalla.
þess er ekki getið, að Jesús hafi
færst undan svörum, eða lýst yfir
að neitt af því væri ósatt. Ónei,
það er þvert á móti, og er sann-
að með sama skáldi, sem hefir
þetta eftir Jesú úr fjallræðunni :
þér hugsið víst, ■ ég sé af guði
sendur,
að sy'kra lífið, afmá boðoröin.
Nei, lögmál guðs um allar aldir
stendur,
þótt eyðist jörð og farist himin-
inn
Já, boðum drottins hljótið þiö að
hlýða,
ef himnaríki girnist þér að fá.
Af boöum guðs ei má hið minsta
sníða.
Nú tnun ég nokkrar helgar greinir
þýða
af boðum drottins. Hlustið orð
mín á.
þessar og margar aðrar sannan-
ir af Jesú sjálfum og postulum
hans, viðvíkjandi gildi og guðdóm
lcgum frágangi gamlatesfámentis-
ins, er og ætti að vera full sönn-
un, í það minsta öllum, sem kalla
sig kristna, að ég ekki tali um
öllum, sem gefa sig út fyrir að
vera erindsrekar guðs.
það, sem ennfremur sannar
rétta frásögn höfundar 1. Móseb.
tr : vers 15 í þriðja kaipítula, sem
og margt annað því fylgjandi.
Skynsemiskröfttm manna mætti
gjöra það til þægðar, aö hugsa
sér, að guð heföi ltugsað, dregið
upp (ef svo mætti að orði kom-
ast) sköpunairverk sín í tugi, eða
jafnvel þúsundir ára, og að virki-
legleikinn (sköpunin að eins) hcfði
fram farið á sex dögum. En þó
er hitt miklu eðlilegra, að hugsa
sér vísdótn hans (hugsan) jafn
mikilfenglegan og kraft hans (al-
mætti).
10. og síðasta' spurningin er :
“Og að trúa sögunni um hvalfisk-
inn, sem svalg Jónas?”
Frásögn þessi er lærdómsrík og
þar af leiðandi sennileg. Sagan
kennir fyrst og fremst, hvað við-
urhluta mikið það er, að óhlýðn-
ast guði, og hvað þýðingarlaust
er, að reyna að umflýja hann. Og
í annan máta það, hvað sönn trú,
framsett í bæn til guðs, fær áork-
að. það verður ljóst af frásögn-
inni, að menn þeir, er Jónas var
með, voru veltrúaðir, því þeir
biðja ekki guð einvörðungu um
björgun síns eigin lífs, heldur og
um, að “ekki sé lagt á þá sak-
laust blóð”. Takið vel eftir, þeir
kalla það saklaust blóð, eftir að
þeir vita það, að öll hættan staí-
ar af Jónasi, og eftir hann hefir
sagt þeim, hvað þeir skuli gjöra
við sig. Hvaö myndi fólk yfirleitt
kalla það ntt á dögum? Og í
þriðja lagi : þá þeir.höfðu fiam-
fylgt skipan Jónasar — hent hon-
um útbyrðis — færðu þeir bænir
og fórnir og eiðsvárin loforð til
guðs, af ótta fyrir að hafa gjört
rangt. Á sattna tíma baðst Jónas
fyrir af öllum kröftum sálar siuu-
ar. Kraftur bænarinnar er viður-
kendur, og þar sem guð hafði
hlutverk fyrir Jónas, þá er ekkert
eðlilegra, en aö gttð gjörði krafta-
verkið á þann hátt, sem frí er
sagt. Hafi Jónals veriö vcrðugur
fyrir stöðu þá, er guð orðaði hann
til, áður en hann gekk í gegnum
alt þetta, þá vissulega var hann
það eftir að hann hafði séð og
þreifað á guðs krafti.
Jcsús sannar sögu Jónasar meö
því, er hann segir : Einsog Jónas
hafi verið þrjá dága og þrjár næt-
ur í kviði hvalsins, svo verði hann
(Jesús) þrjá daga og þrjár nætur
í iðrum jalrðarinnar.
S. F. Björnsson.
James Stark & Sons, Vancouver
fædd í Winnipeg 10. júni 1894, og
fluttist hingað til North Vaincouv-
er 2. maí 1908. þann 27. des. 1909
útskriíaðist hún af barnaskólan-
um, og í janúar 1910 byrjaði hún
•að ganga á háskóla, og gekk á
haötn þangað til í apríl 1911. þá
íór hún að vinna við bókhald hjá
Drv Goods Store, og vann þar
þangað til að hún veiktist í maí
1913.
Hún var vel látin af öllum, sem
sýndi sig bezt við jarðarför henn-
ar. þessir sendu blóm, sem hér
segir : George Titzh, Mr. og Mrs.
G. J. Jóhannsson (kodda), Jean
Williamson, L. McLaren (kross),
Vinur (hjarta), M. Valans, M. Mc-
Leod, K. Woods, M1. Avery, Mr.
og Mrs. Greer (stjörnu hvert),
Mr. og Mrs. R. J. Stoney, Mr. og
Mrs. McAlice, Mr. og Mrs. Bain
(‘spray’ hvert), James Stark &
Sons, C. Gladwin, J. Dickinson
(‘wreath hvert), verkafólk James
Stark & Sons (‘gales ajer), Na-
tional Drug Co. ('crescent’), Miss
G. Hunter, Mrs. Philips og fami-
lía, L. Padden, Lottise og Stella
Jóhannsson, Mr. og Mrs. Paulson,
V. Jóhatnnsson, Mr. og Mrs. R. C.
Biss, V. Fraser, L. McNair, J.
J. Campbell, J. Hunter, George
Fitzh, L. Grearson, O. Crawford,
M. Barlow (þessir allir ‘bouqu«£’)
Má sjá af þessu, að hún var vel-
látin og virt af öllum, sem hana
þektu, og þess vegnai var söknuð-
urinn meiri.
N.-'V'ancouver, 12. marz 1914.
Mr. og Mrs. J. Jóhannson.
PAUL BJARNASON
FASTEIONASALI
SELUR ELDS LÍFS-OG SLYSA-
AbVKGÖIK UG ÚTVEGAK
PENINGALÁN
WYNYARD, - SASK.
Dánarfregn.
þann 3. marz urðum við hjónin
fyrir þeirri óttalegu sorg, að
missa elztu dóttur okkar, Mörtu,
eftir 9 mánaða veikindi. H)iín var
Jj^jg gj. nd það borg-
alveg
víst
ar sig nð aug-
lýsa 1 Heim-
skringlu !
OF CANADA
Læra börn yðar
að spara pcninga?
Hver uppvaxandi drengur og stúlka ætti að hafa sparisjóös
innlegg á Union Banka Canada, og læra að leggja örlítið fyrir,
og fara skynsantlega með peninga. Þesskor.ar uppeldi, S spar-
naði og hófsemi, er stoð og styrkur fyrir fullorðins firin.
Logan Ave. og Sargent Ave., útibú.
A. A. WALCOT, Bankastjóri
Ef karlmennirnir
þyrftu að vinna í
eldhúsinu.
Ef aö einn eöur
annar yöar karlmann-
anna þyrfti að vinna í
eldhúsinu og vissi hve
mikinn tíma og verk hann gæti sparaö þrisvar á dag
meö BANFIELDS eldhússkápnum meö draghólf-
unum öllum. Þá myndir þú vera búinn aö fá þér
einn innan 24 stunda.
En hví ertu þá aö útslíta konunni þinni dag
eftir dag, þegar þú getur sparaö henni svo miklavinnu.
Útvegaðu henni BANFIELDS Kitchen Cab-
inet undireins. Hún veröur þér vafalaust þakklát
fyrir nærgætni þína.
BANFIELDS Kitchen Cabinet er bæöi gagn-
legt og skrautlegt.
J. A. BANFIELD
Áreiðanlegur að skreyta og búa hús
492 Main Street - Phone Sher. 1580