Heimskringla - 09.04.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.04.1914, Blaðsíða 4
WINNIPEG, 9. APRÍL, 1914 HEIMSKRINGEA Heimskringla Pnblished every [Tharsday by The Viking Press Ltd.,|(Inc.) Stjóroarnefnd; % _ „ H. Marino Hannesson, forseti Hannes Petursson, vara-forseti J. B. Skaptason, skrifari-féhirðirl Verð blaðsins f Canada og Bandar 13,00 nm árið (fyrir fram borgað), Sent til Islands $2.00 (fyrír fram oorgað). Allar borganir sendist á skrifstofn blaðsins. Póst eða Báuka ávfsanir stýl- iat til The Viking Press Ltd. RÖGNV. PÉTURSSON £ B d it o r H. B. SKAPTASON Manager Officð'. 729 Sherbrooke Street, Winnipeg gox 3171. Talsími Oarry 41 10 Hvað er stjórnin að gjöra. Nú um þessi síðastliðnu mánaða- niót hefir hver lagahótin verið borin upp eftir aðra í Ottawa þinginu. En sérstaklega eru það tvær laga- breytingar sem snerta vestur Can- ada, og mönnum verið áhugamál að fengu framgang. JÞað er viðvík- jandi heimilisréttarlögunum og verndartolli á akuryrkju verkfær- um. Á þinginu 1906-7 var heimilisréttar lögum breytt, þannig að á margan hátt var fátækum gjört erfiðara fyrir með að eignast heimilisréttar- lönd sín en áður var. Var laga- breyting þessi kend við Hon. Prank Oliver er þá var innanríkismála ráðgjafi Liberal stjórnarinnar. Fram að þessum tíma hafa þessi Oliver lög verið í gildi, en verða nú numin burtu með liinu nýja frum- varpi Dr. Roche er hann lagði fyrir þingið síðasta marz. Oliver land- lögin voru þau að hver maður eða kona er fyrir börnum hefir að sjá, og komin eru yfir 18 ára aldur, auk þess allir einhleypir karlinenn 18 ára eða eldri gátu tekið sér heim- iiisrétt á stjórnarlandi, hét í vestur Canada. Þær skyldur fylgdu að sá sem heimilisréttinn tók varð að ynna a£ hcndi skyldur á landinu, búa á því í þrjú ár, og rækta minst 30 ekrur á því tímabili, hversu sem laudið var.—Nú cr það vitanicgt að viða lætur laudið það ekki til að það verði ræktaö í akur, er ýmist of votlend grýtt eða þá skógi vaxið. En ekki gjörðu lögin hér nokkra undantekning í þvi etni. JNiikið af landi hér í Manitoba er alls ekki fallið til akurræktar, en aftur á inóti ágætis kvikfjárræktar land. Er þaö því einbor heiinska að ætla þeim er land nenia að stunda akur- yrkjuna og taka ekkert tiilit til hins sem ef til vill er nú orðinn arðsam- asta búskapar greiniii, skepnurækt- arinnar. íín enga hliðsjón virtust OJiver iögin liaia af því. Nú er ákvæðum þessuin breytt þannig, að þar sem Jand virðist betur fallið til kvikfjárræktar er sett það skiiyrði, að landnemi hieypi upp gripa stofni í stað þess að piægja jörðina ef hún er ekki til þess faliinn. i>annig fyrsta árið er ætlast tii hann liu.fi ininst 5 nautgrijii auk annars búpenings, annað árið 10, og þriðja árið, eða þá liann sækir um eignar bréfið, 16. Gjörir þetta bændum miklu hægra fyrir að stunda það sem landið er bezt haguð til, en eignast þó landið engu að síður eftir að ábúðar skyld- unni er fullnægt. Annað mikilsvarðandi atriði er að þcir sein taka sér forkaupsréttar land (preemption) og sainkvæmt Oliver iögunum verða að borga fyrir það $3 fyrir ekruna auk rentu er nemur 5 prósent eru leystir und- an rentu lúkningunni, borgi þeir fyrir landið um leið og ábúðar skyldunni er fullnægt. JÞótti ekki réttlátt að láta inerin fátæka er voru að búa um sig út í óbyggðum vera að svara út rentu á frjárupp- hæð er þeir eiginiega ekki skulduðu JÞví það gat ekki talist skuld með- an eignarréttur þeirra var enginn til landsins. JÞvf þótt þeir hefði viljað horga alia upphæðina fyrir- frain þá voru þcir samt ekki eig- endur að landinu fyrr en að þremur árum liðnum, að þeir voru búnir að uppfylla ábúðar og vinnu skyld- una. Hið þriðja mikilsvarðandi atriði við þessa nýju landtöku lagabreyt- ingu er það, að héðanaf fæst ekki heimilisréttur á löndum, sem liggja að fossum, eða strengjum, eða nokkrum þeim vötnum er nota má fyrir afls framleiðslu. Mikið af þesskonar landi hefir nú verið gef- ið á burt, og lent í hendur ríkis- manna og einokunar íélaga. Hefir þjóðin beðið mikið eigna tap við það, en þeir sem landinu hafa náð ausið þar upp gullinu með báðum höndum. Öll breyting þessi er í hag bænd- um og landslýð og miðar alveg f rétta átt að helga þeim landið sem það yrkja. I>á gjöra lög þessi ráð fyrir að undanskilja ýmsar skóglendur f Alberta og Sask. landtökurétti, en gjöra þær að þjóðar eign. Er það ekki síður nauðsynlegt. Illa er nú búið að fara með skóga þcssa lands og tfmi til komin að farið sé að vernda frá gjöreyðingu það sem eftir er. Þá eru breytingar á aðfluttnings- tolli á akuryrkju verkfærum, flest- um góð tíðindi. . Er tollur á inn- fluttum hey og kornskurðar vélum færður niður um þriðjung úr 17Í4 ofan í 1214 prósent, tollur tekin al- veg af öllum girðinga vír og öðrum smá bænda nauðsynjum, svo sem stykkjum í allar skurðavélar osfrv. Er þetta mikil réttarbót altsaman en þó ekki nema lítið sýnishorn þess sem stjórnin er að gjöra. Athugasemdir við fyrir- lesturCZ síra Fr. J. Bergmanns. “Unitaratrúin og guðshugmyndin” (Niðurlag) Það þarf ekki annað en þenda á nöfnin sem notuð eru yfir stefnur- nar tvær hjá Nýguðfræðinguin. Þau mótmæla botur en nokkuð annað staðhæfingunni að nýguð- fræði sé hið sama og Luthcrskan. Lutherskuna kalla þcir “gömlu”guð- fræðina en sína trú “Nýguðfræði”. Er þetta vel skýrt í fyrirlestri eftir Th. Klaveness, cr próf. Jón Helga- son þýðir og birtur er í Isafold, árg. 41: 2, 3, og 4 tölubl. (jan. 7-10-14 1914). Þar stendur þetta í uppiiafi fyrir- lcsturins: “Allir finnuin vér vafa- laust, að mikið djúp er staðfest inilli “gainallar trúar” og "andlegs lífs á vorum tíinuin”. Það er “gömul trú’’ að sjálfur guð iiafi bein afskifti af hvorutveggja lífi einstaklingsins og lífi heimsins í iieild sinni, sam- kvæmt lögum nátturunnar eða j hann framkvæmir kraftarverk. | “Andlegt líf á vorum tímum” lítur á náttui una svo sein lögskorðað skip- ulag sem ekki geti haggast. Það er “gömul trú” að maðurinn hafi byrjað líf sitt á þessari jörð í sak- leysis ásigkomulagi. SÍarnkværnt hugstefnu vorra thna er það ekki neitt vafamál að lff mannkynsins I hafi verið dýrslegt lff. Það er gömul trú að maöur sem jafnframt var guð, iiafi flutt mönnum hjálp- ræði guðs. "Andlegt líf á vorum timum” mótmælir þessu... Hvergi rekst þetta tvent, gamla trúin og andlegt líf á vorum tímum jafn óþyrmilega hvað á annað, sem hér”. Klavcness er einhver lærðasti prestur norðmanna og höfundur barnalærdómsins er tekinn liefir verið upp í íslenzku kirkjunni í stað Hclga-kversins. Ætti honum þvf að vera Ijóst uin livað hann er að tala og vitnisbær í þessu máli öllu frekar en síra E. J. Bergmann, sem svo er búinn að gleyma sinni “barna trú” að hann telur “frið- þægingar-lærdóminn” auka atriði í kenningum Lúthers. Nokkuð hvað þó við annan tón fyrir nokk- rum árum síðan, þegar hann var að dæma í “Aldamótum” (1896) stefnu “Kyrkjublaðsins” og “Verði ljóss.” Þá scgir hann: “stefnurnar eru tvær sein koma fram hver f sínu blaði ! Annarsvegar höfum vér eginlega síra Matthíasar kristindóm—krist- indóm f fjötrum vantrúaðs tíðar anda, sláandi sífelt úr og í—fölllcita trú, sem orðið hefir halt og fengið liefir sting fyrir hrjóstið—(kyrkjub) Hinsvegar kristindóm biblíunnar, trúarjátninganna og kyrkjunnar (Verði ljós)„ Um prédikana safn síra Páls Sigurðssonar, sagði hann að þar væri Unitara trúin að skjóta upp höfði. Er þó hvergi að sjá að síra Páll gangi feti framar en Ný- guðfræðingar gegn fornum kenn- ingum. Pleiri tilvitnanir ætlum vér ekki að setja til sönnunar þcssu atriði, enda ætti það að nægja þcgar vit- nað er nú til beggja, próf. J. H. (þýðing á erindi Klaveness) og síra F. J. B., og báðir styðja og samsinna niðurstöðu þá sem vér komumst að í erindi voru. Bókaskrána ncð- anmáls hefðum vér kannskc átt að setja, en vér iátum nægja að vísa í “British Museum” í Lundúnum og svo nátturlega "Breiðablik”, eftir því sem ekki er til á hinum stöðun- urn. Lengri athugasemd við fyrsta kafla fyrirlestursins þýðir ekki að gjöra, því þar er engu hrundið er vér tókum fram í erindi voru, en staðhæfingu síra F. ,1. B. nóg- samlega mótmælt með þessu, að vér höfum gjört “gífurlega árás” á nýjaguöfræði. Árás er það ekki að segja hið sanna, og óvirðing er þessari skoðun ekki gjörð, með þvf að líkja henni við skoðanir Unitara því sú samlíking er frcmur sótt upp fyrir sig en niður, svo að nýguðfræð- ingum er virðing að. Hinir kaflar fyrirlcstursins, átta að tölu, snerta það mál sem hér er um að ræða—sem sé hvert nýguð- fræði sé Luthersk kenning, alls ekkert. Þó skulu þeir athugaöir að nokkru því þar er mjög ruglað máli, svo valdð getur misskilningi, sein eðlilegt er, ]>ví höfundurinn er þar algjörlega sjálfmentaður maður, því litla tilsögn mun hann hafa hlotið f sögu Unitarakyrkjunnar hvorugan veturinn sern hann var í prestaskólanum í Kristaníu ogPhil- adelpliia. Allir þessir kaflar ganga út á að sýna og sanna að Unitara- trúin hafi altaf verið að breytast og fullkomnast frá því hún verður til á siðabótartímanum. .Skilst iiöf. Sein það sé gagnstætt því sem Unit- ara kyrkjan segi um sjálfa sig, en þar er ókunnugleika hans um að kenna. Því það er það sem Unítaru kyrkjan hefir ávalt fúslega viður- kent. Hún hefir haldið áfram að þroskast og fullkomna kenningar sínar, ávalt brautriðjandi í heimi trúarskoðananna innan kyrkjunn- ar. Með því að binda sig engum föstum trúar ákvæðum hefir henni ekkert verið til fyrirstöðu að fylgj- asf með heimspekilegmn og vísinda- legum rannsóknum samtíðarinnar, og taka upp þær kcnningar sem samþýðanlegar voru trúarhugsjón- um fyigjenda hennar. Og það er það sem nýguðfræði hefir af henni iært: Að leysa játningarhaftið, því þá fyrst var henni gjört mögu- legt að helga sér sannindi nútíma vfsinda. Meðan þau bönd eru ekki leyst liggja menn í læðingi liðinna ak!a. Og meðan miðaldasetningar eru notaðar sem mælikvarði sann- leii-cans, fer trúarlærdómurinn á mis við sannleiks uppgötvanir síð- ari tíma. Annar kafli fyrirlest. á að svara spurningunni“Hafa eigi Unitar- ar verið álíka þröngsýnir í trúarefn- um og aðrir ? Svarar fyrirlesarinn því játandi og dregur fyrst dæmi af deilu miili Thonias Bclsham og Moysey á EngJandi 1819. Segir hann að Belsham lýsi því yfir fyrir liönd Unitara að þeir trúi öllu þvf sem Jesus kendi. Þetta lýsir nú ckki svo sérlega mikilli þröngsýni, því enska ríkiskyrkjan bæði þá og enn mun ganga skör framar og bæta við þá játningu að hún trúi því einnig sem hin almennu kyrkju- þir.g fornkristninnar fyrirskipuðu, og þar með guðlegu valdi presta og biskupa og óskeiktilum skilningi þeina og útskýringu á trúarlær- dóniunum. Munar ]>ar strax nokk- m á trúar útsýni beggja. Fram að þessum tíma voru það lög á Eng- landi að hver sem neitaði þrenning- arlærdóminum væri dauða sekur. Voru lög þessi samin og skipuð af konungi 1698, samkvæmt beiðni kennilýðsins cnska, en numin úr gihii 1813, eu þó var ckk eignarrétt- ur Unitara og annara vantrúar- manna viðurkendur fyrr en 1844. Vai trúarlegu umboðarlyndi Ensku or]iódoxíunnar ekki lengra komið en þctta á dögum Belsham, og mun ólíku þar saman að jafna, trúar víð- sýni og umborðarlyndi Unitara eða annara á þeim tíma. Þá bendir fyrirlesarinn á, í þess- uui kafla, að Parker og Emerson hafi lent í missætti við samverka- menn sína út af kenningum um gildi kraftaverkanna og altaris sak- ran entisins. Parker staðhæfði að kriVtindómurinn væri og yrði sann- ur án kraftaverkanna,—kraftaverk- in sönnuðu ekk neitt. Fyrir það sætti hann mótmælum ýmsra Unitara prestanna í Boston. Þetta er að nokkru leiti satt. Parker kendi það að kraftaverkin sönnuðu ekki guðlegan uppruna kristindóm- sins og í sjálfu sér gætu þau ekki skoðast sannsöguleg. Var þessu að vísu andmælt, helzt af Dr. Ezra Styles Gannett, er var þá einn æðsti fon.iaður Unitara kyrkjunnar f austur Bandaríkjunum, ]ió var þar annar prestur er tók alveg f sarna strenginn með Parker en það var hinn góðkunni Dr. James Freeman Clarke. En það var annað mál er meii' olli sundrungu en þetta at- riði trúarlærdómsins, er ]>á var að verða eitt aðal hita og kappsmál þjóoarinnar. En þaö var um þræl- ahaldið í Suðurr]kjunum. Parker skipaði sér þar strax framarlega í fylkingu að andmæla þrælahaldi. Út af því hvað ákaft hann sótti það lögðu sumir fæð á hann. En þó var sú fæð ekki meiri en það að hann messaði ávalt fyrir fullu húsi, og aldrei sagði hann sig úr sam- bandi við hina Unitarana er ekki voru á sama niáli og hann. Emer- son sagði af sér prestsskap. En rangliermi er það hjá fyrirlesaranum að söfnuður hans liafi risið önd- verður á móti honum. Hann taldi sjálfur ]>að ástæðuna fyrir uppsögn sinni að sannvizku sinnar vegna gæti hann ekki farið meðaltaris- sakramentið, er ])á var um hönd haft í Unitara kyrkjunum í Banda- rfkjunum. Nú er við það að athuga að sakramentið eins og það var um hönd haft, var sakramentið eftir kenningu Zwinglis,—minningar at- höfn, en ekki synda aflausnar at- höfn, einsog f mörgum orþodoxu kyrkjunum. En samt sem áður var komið svo langt að hann treysti sér ekki að fara með það ! Virðist ])á miklu fremur en hitt að þessi tvö dæmi af Emerson og Parker sýni hið gagnstæða við það sem fyrirlesarin álftur og bendi á það að Unitarar hafi þá verið æði- raikið víðsýnni í trúarefnum en aðr- ir, og auk heldur, en fjöldi mesti cr nú, er þó standa á svijmðum vega- mótum f trúarefnum og þeir. Eða hugsum oss, hvað margir nýguð- fræðis prestar myndi sleppa kjól og kalli nú, hcldur en að þurfa að fara með altarissakraméntið, og það eftir lutherskum sið ? Það er ekki að marka oss sem crum “hafurkið uppá húsþaki sjálfbirgingsskapar- ins” en vér höfum ckki heyrt neinna getið. En vér höfum heyrt þeirra presta getið sem telja sakramentið og kenninguna sem ]>að byggir á "aukaatriði” og "heiðinglegt" en sakrainenta, engu sfður, sig og all- an söfnuðinn. Það að méininga munur getur átt sér stað innan Unitara kyrk; unnar, sannar ekki að Unitarar séu “viðlíka þröngsýnir og aðrir”. Kyrkjan í eðli sínu gjörir ráð fyrir þeim meininga mun þar sem hún vill ekki semja sér fastar játningar, og vegna þess meininga munar hefir tilhreinsuninn gengið l>ar svona fljótt og vel, cinsog sagan sýnir. Þá víkur fyrnrlcs. að deilunni milli Blandrata, Fransiskus Davídis á siðabótar tírnannm. Sem við var að búast voru skoðanir manna mjög skiftar ]iá, og eru deilur Unit- anna með þeim vægustu og mann- úðlegustu eftir því sein þá tíðkaðist Ekki gekk allt af alveg hljóðalaust milli Lutlierstrúannanna í \VTitten- berg um það leyti og raunar víðar. Unitararnir skiftust í tvo flokka er nefndir eru “Adorantes” og “Non- Adorantes” Tilheyrði Blandrata þeim fyrnefndn en Davidfs þeim síð- ari. Greindi ])á á um hvort rétt- mætt væri að veita Kristi tilbeiðslu. Var Blandrata með þvf og lauk þeirra viðskiftum svo að Davidfs var hneptur í varðliald. Deila þessi ber keim að þeim tfðaranda sem ])á rfkti en ber þó vott um meiri mann- úð en fram kom bæði hjá Luther og Kalvin, og kenningar bæði Bland- rata og Davidís eru langt á undan Luthers og Kalvins. Sem eitt dæmi um hugsunarhátt þeirra tíma má benda á viðureign Luthers og Cam- pani. Johann Campanus var skóla- maður í Wittenberg. Vorið 1530 fær hann guðfræðingunum l)ar rit- gjörð um þrenningarlærdóminn. Telur hann Jesú getin af föðurnum og föðurnum óæðri og neitar að heilagur andi sé persóna. Fær Lu- ther því til vegar koniið að kjörfur- stin í Saxlandi lætur setja Campan- us í fangelsi. Er hann slapp úr fangelsinu fór liann til Liege. Fréttist þaðan að hann hefði verið lífiátinn. Gladdist Luthcr þá mjög og sagði það næsta rnaklegt. En yfir engu var aðgleðjast þvf fréttin var ósönn. Campanus er einhver fyrsti Unitarinn á siðbótar tíman- um. Þá má lfka nefna viðskifti beirra Servfitusar og . Kalvins. Servetus er ein stærsta persóna þessa tíma- bils. Var hann heimspekingur og ákveðinn Unitar. Hann lét Kalvin brenna á báli fyrir vantrú 27 okt. 1553, er hann ekki gat svarað rök- semdarfærslu Servetusar á annan hátt. Verk þetta réttlætti Mel- anhton og kvað kristin yfirvöld iiafa fulian rétt til að aflífa alla villitrúar menn. Var ])etta þó eitt liið versta verk er trúarofstæki ])eirrar tfma framdi. Servetus flúði undan böðlunv kaþólskunnar frá Vínarborg og ætlaði að komast til ítalíu, en sporhundar Kalvins gripu liann í Genf er hann fór þar um og voru ]>á ekki gríðin gcfin. 1 ritum Unitara frá þessum tíma sést livergi að þeir hafi álitið sér- trúarskoðanir lífláts sök, og verður því ekki annað sagt en ]>á strax liafi þcir staðið öðrum frarnar að víðsýni og umburðarlyndi í trúar- efnum. Eftir dauða Luthers 1546 byrja of- sóknir og ósamlyndi innan Luth- crska flokksins er enda að nafninu til 1577 með samkomulags samþykt- inni “Formula Concordiæ” hinu síðasta valdboðna játningarriti kyrkjunnar. Eru það 10 atriði sem rifist er um, og það af mikilli heift og ineð ofsóknum á báðar hliðar. Hið fyrsta er hin svo nefnda Flacian deila er stóð um það, hvort erfða- syndin hefði ekki breytt mannlegu eðli svo spillingin sé orðiðhið eina mannlega eðli, eða hvort hún hefði aðeins sýkt manneðlið. Flaclus hélt því fram, og fylgjendur hans, að spillingin sé hið rétta mannlega eðli. Með syndafallinu hafi maður inn mist guðsmyndina og beri nú mynd og eðli Satans. Var þráttað um það í 20 ár. Flacius ofsóktur í rekin frá einum háskólanum cftir annan unz hann dó f spítala í Frankfurt 1575. Hið annað ágreinings efni var um frívilja mannsins, hvort inaðurinn geti sjálfur hjáljiað til helgunar og sinnar eiginn hctrunar eða ekki. Pfcffinger háskóla kennari f Leipzig byrjaði deilu þessa 1550. Áleit hann að maðurinn hefði frjálsræði að einhverju leiti ]>ó litið væri, þar sem liann væri fallinn. Líkti hann frjálsræði mannsins til afturhvarfs- ins við smájiening er ljúka ætti með stórri skuld. Peningurinn nægði ekki til þess, aðeins á lítiifjörlegan hátt minkaði skuldina. Svo var með frjálsræði mannsins. Móti mæltu Amsdorf, Flacius og fleiri, og báru Luther fyrir sig. Sögðu þcir að mannlegt eðli ætti engan frívilja og frjálsræði til, og gæti ekki annað en staðið á mót náðarverkum guðs. Manninum er snúið án vilja hans og fer guð með hann einsog leir- kerasmiðurinn með leirinn, eða myndhöggvarinn með marmarann. Maðurinn er frá upphafi undirgefin forlögum og scldur til glötunar. Deila ]iessi stóð yfir í 17 ár með miklum hita og ofstæki á báðar sfður. Þriðja deilan svonefnda Osiander deilan er stóð yfir í 17 ár frá 1549 til 1566, og rcis út af kenningunni um “Réttlætinguna af trúnni.” Hélt Osiander, er var hálærður guðfræð- ingur og kennari við háskólann í Königsberg því fram, að “Réttlæt- ingin” væri ekki eingöngu dómsorð er með rökum sýknaði mann allra saka, heldur væri hún skapandi og umbreytandi afl er hreinsaði synd- arann af sekt og fordæmingu með þvf að inn í eðli hans væri þrýst liinu guðdómlega eðli Krists. Osi- ander naut verndar Albrcehts her- toga í Prússlandi. Hann var of- sóktur af öllum helztu Luthersku guðfræðingunum og þar á meðal Melanchton. Svo varð deilan hörð að kennararnir í Königsberg gengu vojniaðir í yfirhcyrslu sali háskól- aus. Var því skjóttlega yfirlýst að djöffullinn hefði skrifað rit Osiand- ers og trúði alinenningur því lengi. Við deilu þessa risu upp aðrar tvær um svipað efni. Er sú fyrri kend við Stanearus, kennara f Königsberg. Sagði hann að Kristur hefði verið frelsari vor með sínu mannlega eðli eingöngu, því þar sem hann hefði líka verið guð, hefði liann ekki getað vcrið inilligangari milli gtiðs og guðs. Kallaði Stancarus and- stæðinga sína heimkinga og fá- fræðinga. Byrjaði snemma sú nafnagift. —v Hin deilan var um hlýðni ogund- irgefni Krists. Hófst sú deila 1563, og stóð yfir í 7 ár. Prestur, cr Karg hét í öttingen hélt því fram, að endurlausiiarverk Krists væri fólg- ið í undirgefninni og hlýðninni,— en ekki í verkum hans. Karg var látinn taka þessa kenningu aftur. Einn frarnsöguniaiina í þessari Osiander-deilu inisti lifið. Var það tengdasonur Osianders, Jóliann Fune.k. Var liann leiddur á högg- stokkinn sem villutrúarmaður 1566, og hálshöggvinn fyrir skoðanirsín- ar um ‘Réttlætinguna af trúnni’. Fjórða stórdeilan er kölluð.’Maj- orista’ deilan, og stóð yfir í 15 ár, frá 1552—77. Gcorg Major, kennari í Wittenberg frá 1539—74, lærisveinn Melanchtons.hélt því fram, að mönn- uin til sáluhjálpar séu góðverkin nauðsynleg, trúnni jafnframt. — Þetta var hin argasta vilia og gekk á móti kcnningu Luthersum réttlætirigu af trú, án verka .lög- málsins, — var skoðun þessari því hnrðlega mótmælt. Amsdorf (1483— 1568) fordæmdi skoðun þessa, sem þá “örgustu og skaðlegustu trú- villu”. Flacius sagði, að kenning J'cssi væri jiápiska og guðleysi, því hún tæki burtu huggun siyndar- anna á dánarbeðnum og gálgan- urn, og bað til guðs, að Kristur vildi sundurinerja þann höggorm. Fimta deilan stóð um “Lögmálið” og entist í 33 ár, frá 1527—60. Jóhann Agricola hélt fram hlýðni við lög- málið sem nauðsynlcgum sáluhjálp- ar skilyrðum. Var því harðlega mótmælt af Luther sjálfuin, og 1537 liarðnaði deilan svo að þeir fóru í máisókn. Varð Agricola undir, hrakinn burt frá Wittenberg og látin afturkalla orð sín 6. des. 1540. Sjötta stórdeilan cr deilan mikla um Altaris sakramontið, frá 1549-74. Á síðari árum sínuxn, eftir dauða Luthers hallaðist Melancliton yfir tii Calvins f kenningu sinni um sak- ramentið. Var því í fyrstu lítill gaumur gefin ]>angað til Johann Westphal, prestur í Hainborg rcis ujip með árásar ritgjörð á Melanch- ton 1552. Við það ætti hann því, aö hann kom því til leiðar, að Johann A. Lasco, pólskur aðalsmaður og guðfræðngur ásamt 175 protestönt- um er flúið höfðu um hávetur frá Lundunum undan ofsókn Maríu drottningar fékk hvergi griðland í Danmörku, Rostock, Lýbíki eða Hamborg, vegna þcss að hópur þoss i hafði ólutherska skoðun á sakra- mentinu. Reiddist Calvin þessari meðferð, þó ekki hefði hann sýnt sig að miklu frjálslyndi og skrifaði á móti Westphal. Vildi hann láta Melanchton taka til máls líka, en. hann leiddi hjá sér deiluna um “brauð tilbeiðsluna” er hann svo- ncfndi. Notuðu óvinir hans þessa þögn honum til ámælis og réðust á hann og flokk hans. Varð deila þessi hin grimmasta og tók yfir alt þýzkaland. Var aðallega deilt um nærveru Krists líkama og blóðs í sakramentinu, er Lutherski hópur- inn hélt svo stranglega fram. Um tíma máttu fylgjendur Melanchtons betur f Wittenberg. Er kjörfurst- ínn Águstus fékk fullan skilning á afstööu þeirra lét hann brjóta þá niður með valdi 1574. Fjórir kenn- ara við háskólann voru reknir í útlegð. Peucer tengdasonur Melan- ehtons settur í fangelsi, en hörn hans og kona rckin á vergang. Þakkarhátíð var haldin í öllum kyrkjum Saxlands út af þessumt mikia sigri “hins hreina Luther- dóms,” og minnispeningur slegin er á var mótuð mynd af kjörfurstan- um ineð svcrð í liendi og metaskáf f hinni. f annari skálini voru 4 háskólakcnnararnir mcð djöflinum og skynseminni, en í hinni var Jesú- barnið og vóg sú skálin langt niður. Árið 1601 var Nicholas Crell kansl- ari hálshöggvin eftir 10 ára vist f fangelsi, vegna skoðanna sinna um sakrainentið. í Frankfurt við Oder varð presti nokkrum er Musculus hét það á að missa niður nokkra dropa úr kaleiknum, við útdeilingu Var honum stefnt fyrir kyrkjuráðið í Brandenborg og til að missa 3 fingur, kvað dóinurinn svo á “a» blóði þcss skyldi útliclt er ckk þyrmdi blóði Krists.” Sjöndu deilan var um hversu skil- ja ætti sainbandið milli hins guð- lega og mannlega eðlis Jesú og alstaðar nálægð hans. Aðeins guð gat verið alstaðar nálægur; en þeii strang Lutherskustu héldu fram að hið inannlega cðli Jesú gæti fiaft líka, og var ]>að tilefni til langrar og grimmrar deilu. Áttunda deilan var nm niðurstíg- ninguna. Byrjaði deilu þá Johann Opinus* f Hamborg 1544. Flélt hann því fram að Kristur hafði niður- stígið til þess að taka þar út kvalir hinna fordæmdu, }>ví án þess hefði Fians friðþæging ekki verið fullkoni' inn. Á þessari skoðun hafði Luth- er verið um eitt skeið (1524). Móti. þessu inælti Matsberger iirestur f Agsborg, en hrepti fangelsi fyrir í Pfjú ár. Skarst Mclanchton þá ‘T leikinn og fékk yfirvöldin til aft banna deilur um þetta efni. Níunda deilan var um kyrkjusiði. Áleit Luther að margir fagrir siðii ka])ólskunnar ma:tti gjarna vera uirt iiönd liafðir, þvf þeir snertu ekki kenninguna. Um þetta varð þ6 megn deila er stóð yfir í 7 ár frá 1548 til 1555. Tíunda deiian var um forlaga kenninguna. Að nafninu til batt samkomulags samþyktin 1577 enda á ])essar deilur. En þó varð sam- þykt þessi ekki alstaðar viðurkencí og mörgum fanst hún óviðunendi þröng. Ættu þessi dæini cr aðeins eru tekin frá hlið Luthersku kyrkjunn ar, að nægja til þcss að sýna aft fyrirlesarinn fer með rangt mál, þar sem hann telur aðra hafa staðift jafn framarlega í trúar víðsýni Uni- törum á siðabótar tímanum. Unitar- ar eiga enga slíka ofsóknar og þröng sýnis sögu sem þessa, og mætti þó tilfæra margt sem hér er ekki vikift á og átti sér stað innan allra orþo- doxu kyrknanna á þeim tíma sem er hálfu ljótara en þetta. Þriðja grein fyrirlcstursins ræðii' um hvort trúarskoðanir Unitara hafi ekki breyzt á líkan hátt og annara, og játar fyrirlesarinn því. Það segir sig sjálft að skoðanir Un- itara hafi breyzt, þvf einsog vér liöf- um nú marg tckið fram er það eðl; Unitara kýrkjunnar að taka á móti nýjum sannindum og skýra og end- urskoða kennngar sínar í ljósi Jieirra sanninda. Og þekkingunni liefir æði mikið farið fram sfðan á siðabótar öldinni. En á sama hátt og annara hafa þær ekki breyzt, vegna þess að hin Unitariska kyrkja leggur ekki af stað með sömu kenn- ingar og hinar mótinælenda kyrk- jurnar. Þannig segir Dr. Philip Scliaff (“Creeds of Christendom” vol. I. j). 930) að frá upphafi hafi Unitara kyrkjan hafnað 4 höfuð- kenningum almennu kyrkjuþing- anna sem orþódox kyrkjan hélt fast við: nefnilega, þrenningarlærdómin- um; holtekju og eilífleika Jesu; erfða synd og sekt; bióðfórnar frið- þæging. Þessar kenningar hafa breyzt í liinuin kyrkjunum nú á síðari tímum, og hjá nýguðfræðinni sem næst alveg horfið. Aftur hafa aðrar kenningar scm leiddar eru af þessum lítið sern ekkert breyzt, og gjörir það því kcnninga kerfið hjá- leitt og stefnuna liikandi og ógreini- loga. En þær kenningar hafa aftur breyzt hjá Unltörum cftir bví sem kröfur tímans hafa heimtað. Þana ig breyttust skoðanir þeirra á rit- vissu og sögugildi ritningarinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.