Heimskringla - 11.06.1914, Side 1

Heimskringla - 11.06.1914, Side 1
--------------------------------- ♦ GIFTIKGALEYFIS-1 VEL GERÐGR BRLF SELD |LETUR GRÖFTGR Th. yohnson Watchmaker, Jeweler& Optician Allar viðgerðir fljðtt og vel af hendi leystar 248 Main Street Phone Maln 6606 WINNIPEG, MAN ♦ -------------------------------- Fáið npplýsingar um PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG j DUNVEGAN framtíðar höfuðbál héraðsin* HALLDORSON REALTY CO. 710 IVlelntyre Rlock Fhone Maln 2844 WINNIPBG MAN .............................. . XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN, 11. JÚNÍ 1914. Nr. 37 Skrásetning í Winnipeg. Auglýst er nú, að skrásetning kjósenda fari fram í næstu viku hér í hænum, — dagana 15., 16. og 17. J). m. Ættu Islendingar að láta skrá- setja sig, og enginn að láta ]iað undir höfuð leggjast. Menn verða að fara sjálfir á skrásetningarstað- inn, annars verða nöfn þeirra ekki sett á kjörlistann. Hver, sem ekki lætur skrásetja sig nú, missir at- kvæðisréttinn við næstkomandi kosningar. 3?ví ekkert gagnar það, þótt menn hafi áður verið á kjör- lista. — Vegna hinnar nýju kjör- dæmaskiftingar, verða listarnir gjörðir yfir alveg að nýju, og þeir einir settir á þá, sem fara þess á leit; en hinir ekki, þótt þeir hafi áður staðið á kjörskránni. Ef menn hafa það hugfast, að vernda atkvæðisrétt sinn nú, verð- ur engum vísað frá, er á kjörstaðinn kemur. Hon. G. R. Coldwell utnefndur. Mentamála ráðgjafi Hon. G. R. Coldwell var útnefndur á mjög fjöl- mennum útnefningarfundi á þriðju- dagskveldið var, sem þingmanns- efni Conservatíva í Brandon bæ. Hann hefir setið á þingi, sem full- trúi fyrir það kjördæmi, nú í tvö kjörtímabil. Ræður voru fluttar við það tæki- iæri og kom það eitt í ljós, að allir voru ráðgjafanum samdóma um skólamáls-stefnu lians. Skólamáls- stcfna stjórnarinnar er ein sú vit- urlegasta og bezta, sem mynduð hefir verið í uppfræðslumálum þessa lands. Hún er líka svo sann- gjörn, því hún gjörir ráð fyrir á- standinu einsog það er: að hér eru ijölda margir þjóðflokkar saman- komnir, og leitast við, að gjöra öll- um jafn hátt undir höfði, með því að viðurkenna hinftr útlendu tung- ur við skólana. Hún býr ekki til á pappírnum það ástand, sem ekki er til, að hér sé að eins ein þjóð, einsog vandræða-stefna Norrisar heldur fram, og þvf beri öllum að mæla á þessari einu tungu. Heimastjórnarlög Ira. Heimastjórnarlög Ira, sem nýlega gengu í gegn um neðri málstofuna á Englandi í þriðja sinni og hljóta að verða að lögum, hvort sem lá- varðamálstofan samþykkir þau eða ekki, hafa eftirfylgjandi ákvarð- anir um stjórn Irlandsmála: í efri málstofunni skulu vera 40 þingmenn og í neðri málstofunni 164. Irska þingið getur hvorki sam- ið lög um frið eða stríð, ekki um landher eða sjóher, eða nokkurn lierskap; ekki um samband við önnur ríki; ekki um verzlun utan írlands; ekki um gjaldgenga mynt, eða löglega gildandi peninga. Irska þingið getur ekki samið lög, hvorki beinlínis eða óbeinlínis, til að stofna nokkurn trúflokk eða leggja fé til einhverra trúflokka eða trúarbragða, og ekki bannað mönnum að liafa eða iðka frjálst nokkur trúarbrögð í landinu; ekki veitt forgöngurétt, einkaréttindi eða lilunnindi nokkrum trúar- brögðurn; ekki iátið menn missa réttar síns eða hagnaðar fyrir trú sína, hver svo sem hún er, eða þó menn fylgi fyrirskipunum kyrkju sinnar, og ekki má þingið leyfa nokkrum trúarbrögðum eða trú- ar-athöfnum, að vera skilyrði fyrir kvonfangi eða giftingu. 1 bráðina er löggjöfin takmörk- uð, hvað snertir landakaup, elli- styrk eða eftirlaun' aldraðra manna, ríkis-lífsábyrgð, verðmæti vinnu (labor exchange); ekki um hið konunglega írska lögreglulið; ekki um pósthússbanka eða spari- banka aðra, eða bræðrafélög. Konungurinn eða fulltrúar hans hafa framkvæmdarvaldið á hendi. Fjörutfu og tveir þingmenn skulu sem áður sendir frá Irlandi til neðri málstofunnar á Engiandi. Dómnefnd leyndarráðsins skal hafa hið seinasta úrskurðarvald um það, hvort lög þau, er írska þingið samþykkir, eru samkvæm stjórnarskránni eða ekki. Fjárhyrzla írlands skal greiða allan kostnað af stjórn írlands, að undanskildum kostnaði í málum, sem hér eru undanþegin og að of- an er getið. En fjárhyrzla alríkisins skal greiða í fjárhyrzlu Irlands fyrst $2,500,000 árlega, og að lokum, eftir 6 ár, stöðugt $1,000,000 á ári hverju. 72,000 MANNA HÓTA AÐ HÆTTA VINNtT. Meirihlutinn af 72,000 járnbrauta- og lestaþjóna hóta að fella niður vinnu, ef að kröfum þeirra verði ekki sint. En kröfur þeirra eru: hærra kaup. Járnbrautaeigendur segja, að það nemi 33 milíónum doll- ara árlega. og þeir geti það ekki. Felli þeir niður vinnu, verður lítt mögulegt, að láta lestir ganga vestur frá Cliicago. á Eng- blaðinu Windermere fréttaritari landi ' sendir Telegram skeyti, og segir, að enginn vafi sé á svarinu, sem stjórnin á Bretlandi muni senda til Vancouver upp á fyrirspurnina um lendingu og rétt- indj Hindúa þar. Það muni verða líkt og hjá Lord Curzon, er hann var varakonungur á Indlandi, að nýlendurnar hefðu fullan rétt til að semja lög, er varðveittu þær sjálfar. British Columbia er hvítra manna land, og engin stjórn og engin lög geta neytt upp á hana ómögum, sem hún ekki vill hafa. Karluk og skipshöfnin. Skipshöfnin félaga Vilhjálms Stefánssonar á Karluk, sem týnd- ist í sumar sem leið, er nú heil á húfi á eyjunni Wrangel, norður af Síberíu. Þangað hröktust þeir, þeg- ar þeir urðu viðskila við Vilhjálm, — en ísinn molaði í sundur skip þeirra. Þó komust þeir í land með íorða nokkurn, sem kapteinn Bart- lett ætlar þeim nægi fram á sum- arið. Það fór einsog Vilhjálmur ætlaði, að þeir myndi af komast, þó að hann gæti ekki vitað, hvar þá myndi að bera. Kapteinn Bartlett komst með cinum skrælingja á hundasleða í land í Síberíu og þaðan til livítra manna, og komst svo f fréttasam- band við stjórnina. Bartlett kapteinn segir, að engin skip muni þetta sumar koma til Wrangel eyjar, nema kannske tveir rússneskir ísbrjótar (Taymir og Waig-raitch) og Bandaríkjaskútan Bear. Er nú Ottawa stjórnin að leita samninga bæði við Banda- ríkjastjórn og Rússa um það, að ná þessum mönnum af Wrangel eyju í sumar. Kapteinn Bartlett segir, að Kar- luk hafi sokkið 60 mílur norður af Herlad eyju, nálægt Wrangel eyj- unni, 16. janúar í vetur. Mexikó. Einlægar róstur og smábardag- ar, og nú e* Carranza kominn til borgarinnar Saltillo, og er að setja upp stjórn í Mexico og taka sér ráðaneyti. Virðist hann ætla að laumast að sem forseti í Mexico, áður en Bandaríkin geta látið ganga þar til reglulegra kosninga. Hvað Bandaríkin segja til þessa, er óvíst. MANNSKAÐI VIÐ QUEBEC. Þann 8 þ.m. fórust um 40 fiski skip austan við Quebec strendur. Bar sum þeirra upp á sker norður hjá Miscou og Shippigen eyjum, en þar er land óbygt. Hve margir menn hafa týnst er enn óvíst en talið er vfst að mikið manntjón hafi orðið. Ofsaveður gekk allan daginn og urðu miklar skemdir á landi þar suður með ströndinni. CORSICAN KOMIN TIL ENGLANDS. Allan línu skipið Corsican er tók við því sem eftir lifði af skipsliöfn- inni á Empress of Ireland, kom til —Glascow á þriðjudaginn. Hafði það haft góða ferð. Með skipunu var Stefán ritsjóri Björnsson og fjölskylda hans. Eru það góðar fréttir að þau liafa komist leiðar sinnar heilu og höldnu. Er skipið lenti var strax settur vörður um alla er á skipstrandinu voru og þeir fluttir samstundis til Liverpool. Ekki var frétta riturum blaðanna leyft að hafa tal af þcim, og þykir það kenna eigi lítils yfirgangs af hendi C. P. R. félagsins er þeim skipunum réði. DR. JÓN BJARNASON. Jarðarför lians fór fram á þriðju- daginn var að afliðnu hádegi. Var fyrst húskveðja flutt heima og þar næst farið yfir í kyrkjuna. Afar mikill fjöldi fólks var í kyrkjunni Yfir kistunni töluðu Síra Björn B. Jónsson, forseti Lutherska Kyrkju- félagsins, Síra Friðrik Friðriksson fyrir hönd biskups íslands og Luth- erskur prestur hér í bænum Rev. M, Kahre. Veður var hið blíðasta með smá skúrum. Viðstaddir voru flestir prestar kyrkjufélagsins og auk þess mikill fjöldi manna utan bæjar. Þessa látna mikilmennis þjóðar vorrar og íslenzku kyrkjunnar vildum vér minnast nákvæmar næsta blaði. $50,000 KRAFA FRÁ STORSTAD Þann 3. júní gjörðu eigendur kolaskipsins Storstad 50,000 doll- ara kröfu til C.P.R. félagsins fyrir skaða þann, sem þeir höfðu hlotið af því, að rekast á Empress of Ire- land. HINDÚ A-MÁLIN. Frásaga Hánnesar Péturssonar um Empress slysið. Chateau Frontenac, Quebec, 31. maí 1914. Kæri bróðir! Af því við höfum hugsað okkur að halda áfram ferð okkar, ef við gætum gjört viðunanlega samninga við C.P.R., ]iá finst mér skemtilegra að senda þér nokkrar línur liéðan, svo þú og fólk okkar viti, hvernig okkur reiddi af í gcgnum þetta voðaslys, sem vildi til hér, scm þið hafið víst heyrt öll svo margt sagt um, og, einsog gjörist, svo margt ranghermt og ósatt, þar sem svo margir segja frá, en sem enginn getur sagt frá nákvæmlega rétt. A fimtudaginn var kl. langt geng- in 5 e. h. var lagt af stað frá bryggj- unni hér. Það var töluvert á annað hundrað af Hjálpræðishers farþeg- um með skipinu. og spilaði horn- leikara flokkur þeirra þrjú lög um leið og siglt var af stað. En lítið SÖNGÆFINGAR. íslendingadagsnefndin hefir faliÖ mér á hendur að annast um söng á næstkomandi þjóðhátíð Islendinga hér í borg, er haldin verður mánudaginn 3. ágúst, n.k. Vildi ég því vinsamlegast mælast til þess að allir þeir íslendingar hér í borg er aðstoða vildu við sönginn þenna dag vildu gefa sig fram á næstkomandi söngæfingu er haldin verður í Tjaldbúðar kyrkju, þriðjudaginn þann 16. þ.m., kl. 8 e.h. Verða þar samankomnir þeir sem nú þegar hafa ákveðið að taka þátt í söngnum. En ósk mín er sú, að sem flestir vildu gefa kost á því að vera með. BR. ÞORLÁKSSON langt og stökk — og náði eg í hana um leið og hún kom niður. Það var voðakalt í vatninu og nóttin nokkuð köld, og skalf eg því æðimikið; en náði mér þó í raft, er flaut í vatninu og fór að reyna að hjálpa til, að koma bátnum frá skipinu, er auðséð var að mundi velta um þá og þegar og ofan á okkur. Tilly náði í ár upp úr bátn- mundi vera að komást upp á efstu i um og fékk mér, og gjörðum við þiljur, því cg mundi hvar stiginn | nú fjórir eða fimm í bátnum alt var. Með því að hálf skríða og | sem við gátum til að komast frá hanga í rimlunum (rail), kom- i skipinu, — ýttum og rérum. Og umst við þangað og náðum í riml- i iótt á eftir valt skipið með hægð ana þar á skipsborða. Þar var niður, og alt lauslegt hrundi af alt mjög fátt um, Þvf nú var skipið í kringum okkur, og fólk í tuga- við skyldum vera kyr. Við kom- umst loks með illan leik upp á “Prominade Deck” (við höfðum Aærið á efra “second class deck”), og náðum í þilfars-karminn þeim megin sem skipið var hærra, og var þar mikill troðpingur í kring- um okkur; þar stóðum við litla stund. Tók eg þá eftir því, að hægt að steypast á hliðina; efsta þilfars- borðið hægra megin var að sökkva ofan í sjó, og jafnóðum og einhver komst upp um stigann, valt liann sem linikill ofan í sjó. óliljóð, grátur stunur og fyrirbæn- ir var ógurlegt að heyra. ,_Við höfðum engin björgunar- belti. ómögulegt var að ná niður hátum, því það var óstætt á þil- íarinu, sem nú var næstum beint upp og niður. Þá hrópaði Tilly í eyrað á mér: “Þarna niðri eru ein- hverjir með bát!” Við liandfönguðum okkur eftir rimlunum nokkur fet, til þess að stefna á yfirbyggingu nokkura, er þar var upp úr dekkinu á miðju skipi, er tæki af okkur fallið, og svo rendum við okkur niður og hittum beint á hana; lentum þar í hrúgu, en meiddumst mjög lítið, eða að minsta kosti vissum við bar á gleðilátum, og var hálfgjörð- aj ])vj Skriðum svo með ur drungi yfir öllum. Veðrið var sólskin og hlýtt, ekki er fram á nóttina leið, var stjörnu- ljós og bjart til lofts, en ofurlítil mkuslæða lá annaðslagið yfir vatnsfletinum. © Við notuðum tfmann vel fyrir og eftir kveldverð til að skoða og kynna okkur skipið, og kom það að góðum notum síðar. Við háttuðum snemma um kvcld- ið, kl. að ganga ellefu, því við vor- um þreytt, — höfðum verið á ferð- inni frá því.snemma um morgun- inn, því kveldið áður en við kom- um til Quebec, var rigning og gát- um því ekkert séð af því, sem okk- ur langaði mest til að skoða hér. Eg sofnaði strax, því skipið leið áfram svo þýtt, að það var eins og maður væri heima í rúminu sínu. Ivlukkæn rétt eftir tvö vaknaði eg, og var að staulast fram úr rúminu til að fá mér að drekka, þegar rétt um leið kom voðarykkur, einsog skipinu væri hálf-lyft upp og fært til út í hliðina. Af því eg er ekki sjómaður, hélt eg að það mundi hafa hvest meðan eg svaf og þetta væri stórsjór. Fékk eg mér svo að drekka með mestu ró, og leit svo út um gluggann á káetunni og sýnd- ist við vera að lenda við “dock”, — en þó hálfpartinn að það væri ann- að stórskip. Eg skrefð svo upp í rúmið aftur, en rétt um leið rauk konan upp og sagði: “Guð minn góður, hvað gengur að!”. Stökk eg þá fram úr rúminu, kveikti ljós og var þá Tilly búin að opna hurð- ina; heyrðum við þá óhljóð og fyr- irbænir í fólkinu um alt skipið, og sáum það troðast áfram í hálf- gjörðu æði. Rukum við þá af stað, í náttklæðunum einum upp á þil- far; var þá skipið farið að hallast svo mikið, að ervitt var að ganga. Héngum við hvort í öðru og ýtt- um okkur áfram í gegnum þröng- ina og upp á þilfar. Við hvern stiga var skipsmaður, og sagði, að það væri engin hætta á ferðum, — , , . þessari yfirbyggingu sva sem tvo yndælt, sólskm og hlytt, ekki faðma os renduin 0kkur svo mjög heitt; töluverð gola af fljót- aff:UI. nlgUr. Eg fyrst og Tilly hélt inu, er lægði, er á^leið kveldið, og affan f nllg. j>al- niðri undir vatn- inu stöðvuðumst við á manni, er lá þar við siglutré, er stendur á skakk upp úr dekkinu. Þar rétt fyrir neð- an og svo sem tvo faðma úti í vatninu, var báturinn, er við höfð- um séð, og menn í tugatali að svamla í vatninu og reyna að kom- ast að honum og upp í hann. Þar lá kaðalsendi úr skipinu og fram að bátnum, er af tilviljun hafði dotið út, er bátarnir voru að hrynja af skipinu. Dreif eg mig því yfir manninn, greip í kaðalinn og henti mér út í vatnið til bátsins. Eg fór næstum á kaf í vatnið, en einhvernvegin náði eg í reka og svo í bátshliðina. Varð eg þess þá fyrst var, að Tilly hafði mist af mér og sat eftir við siglutréð. Eg sá, að eg kæmist ekki til baka að svo stöddu og hafði mig því upp í bátinn, er nú var orðinn fullur — þröngskipaður af mönnum —, þó allstaðar í vatninu í kring væru fleiri að reyna að komast upp í; og einn í bátnum var að reyna að varna mér að komast upp í. Strax og eg var kominn upp í bátinn, sá eg, að ef klifrað væri upp í siglutréð, cr Tilly stóð við, væri hægt að láta sig falla niður í bátinn, ef hjálpað væri að taka á móti, og væri það eina tækifærið fyrir Tilly að kom- ast af, að reyna það. Hrópaði eg því það sem eg gat og veifaði hönd- unum til hennar. Strax og hún sá, að eg komst upp í bátinn, var eins og nýtt líf færðist í hana, og ann- aðhvort datt lienni það sama í hug og mér, eða varð einhvernveginn vör við, hvað eg var að segja og benda, og klifraði hún því upp rána, sem er einsog ritsímastaur; þar var þá kominn sltipsmaður í sömu svipan, og náði hún 1 hann og bað liann fyrir guðs skuld að hjálpa sér; en hann hristi hana af sér, en tók hennar ráð, að klifra upp staurinn og stökkva. Fór hún á eftir honum og komst nógu eða jafnvel hundraða-tali valt nið ur í sjóinn. Hávaðinn var voðaleg- ur, því gufuketill í skipinu hefir víst sprungið um leið. Eitthvað náði f árina í höndunum á mér og tók hana af mér. Báturinn lyftist upp af Amtnsganginum, en kastað- ist dálítið frá um leið, svo við vor- um sloppin í bráðina. Þá tókum við eftir andvörpum og stunum við fæturna á okkur niðri í bátnum, og lá þar kona niðri í botninum á bátnum f vatni og var náttúrlega bæði staðið og leigið ofan á henni. Yið Tilly gátum togað hana upp.— Svo var farið að reyna að róa til skipsins, er rekist hafði á Empress, sem lá þar ekki mjög langt frá. En nú var það hörmulegasta eft- ir, því maður varð að krækja aft- ur og aftur hjá fólki, er var all- staðar í vatninu, og sem hefði strax sökkt bátnum, ef það hefði náð í hann. En allir hrópuðu til manns, að hjálpa sér fyrir guðs skuld. Báturinn var of hlaðinn einsog var (um 50 manns í honum), og gekk því seint, að komast að skipinu, en svo tókst það þó á end- anum, og náðum við tveir í kaðal, er fleygt var til okkar, og héldum bátnum við skipshliðina meðan farið var upp kaðalstiga, er rent var niður til okkar. Besta Canada Hveiti Ogílvies Royal Household FRl HAFI TIL HAFS OG UM ALLA VERÖLD, FÆR ÞAÐ ÞENNAN VITNISBURÐ O G HELDUR HONUM. The Ogilvie Flonr Nills Co. Ltd. WINNIPEG, PORT WILLIAM. MEDICINE HAT, MONTREAL, Stærstu hveitlmölunarmenn í brezka ríkinu. Mala dag- lega 18,000 tunnur. IÝonung;Ieglr malarar. Strax og eg kom upp á skipið, fór eg úr náttklæðunum, er voru rennandi blaut, og fór að reyna að nudda mig, til að ná úr mér skjálft- anum, og tókst það fljótt, því það varð brátt nógu heitt inni í komp- unni, þar sem við vorum, þó flestir væru naktir (kvenfólkið var í ann- ari kompu), því plássið var lítið, þar eð þetta var ekki fólksflutn- ingaskip. Eftir litla stund var komið með vatnsfötu og “brandy”-flösku, og öllum gefinn einn drykkur. Svo fórum við, sem betur vorum á okk- ur komin, að reyna að lífga þá við, er ekki gátu staðið eða hreyft sig. Það voru að eins þrír, er með lífs- marki komu, er dóu. Við vorum í þriðja bátnum, en fimm í það heila, er lentu að skip- inu; — tveir annarsstaðar. Tilly var einlægt á ferðinni, að reyna að hjálpa til, og nugga þá, sem máttlausir og stirðir voru, þvf hún var eins róleg einsog ekkert hefði skeð; og er mér óhætt að segja, að það voru ekki nema tveir aðrlr kvenmenn, af þeim, sem kom- ust af, er komu fram eins rólega og eðlilega og hún. Eftir nokkurn tíma náði eg í Þar vorum við drifin upp í vagna. eftir svo sem tuttugu mínútur, og keyrt með okkur svo sem hálfa aðra mílu heim að litlu sveitahóteli. Fólkið var alt saman franskt, og skildi mjög fátt af þvf nokkuð í ensku; en það gjörði alt sem það gat, að láta öllum líða sem hezt eftir vonum. Klukkan eitthvað um hálftólf um daginn komumst við í búð og fengum föt, er við komum í hingað; náttúrlega var það bara tilviljun, ef nokkuð af þeim pass- aði. C.P.R. félagið hafði ávísað, að alt fólk, er af skipinu kæmi, mætti fá sér föt til að klæðast eins og það þyrfti. Eftir hádegið, kl. um þrjú, kom , árnbrautarlest til að flytja okkur til baka til Quebec; kom hingað kl. að ganga níu um kveldið. Og fyrsta og annars farrýmis farþegar voru teknir hingað á hótel þeirra; en þriðja farrýmis fólkið drifið út í skipið Corsican, er lá hér við hryggjuna. Svo voru okkur gefnar ávísanir á búðir hér, til að fá okk- ur þar fatnað, sem við gætum ver- ið í, og í gærkveldi vorum við öll aftur komin í föt, er líta skaplega út. Það hefir verið farið ljómandi vel með okkur síðan hingað kom, og getum við fengið hvað sem þeir liafa til liér á hótelinu. Og $5.00 ! peningum fengu þeir mér f gær, til bráðabirgða. En svo vitum við ckki ennþá, hvað meira þeir ætla að gjöra fyrir okkur. Þá er þessi raunasaga á enda. — Hörmungunum og kA-ölunum er ó- mögulegt að lýsa; enda vil cg reyna að hugsa sem allra minst um það. Það er varla hægt, að hugsa sér það. Það liðu að eins fjórtán mín- útur frá því skipin rákvist á, þar til Empress var sokkin, svo ekkert sást eftir af henni, nema ruslið, er flaut í kring, og fólkið, er var að berjast við dauðann í vatninu. Eg er búinn að heyra svo margar raunasögur frá þeim, sem eftir lifa, að það væri nóg f heila bók, og þar cð eg er ekkert hræddur um, að eg gleymi neinum af þeim, eða af því, er skeði þessa nótt, — þá skrifa eg 'þér ekkert meira af því að sinni. borðdiik með öðrum manni (seinna sinn livor), en Tilly hafði náð í| jfú eftir á, er maður hugsar um regnkápu-garm; og með það eitt | b-g, c- r).»r-„jeg,nst> pvað iftíív mað- klæða komumst við í land seinna. En fyrst vorum við látin í annan bát, er scndur var út til að hjálpa, og lenti hann okkur í Rimouski nokkurri stund eftir sólarupp- komu. Veðrið var heldur gott og sólskin, enda kom það sér vel fyrir alla, því flestir að heita mátti voru naktir. ur gat gjört til að hjálpa öðrum. Eina huggunin er, að vita til þess, að maður ruddi engum úr vegi til að fá að lifa sjálfur. Eg skrifa þér aftur nokkrar línur, ef eg kem ekki beint heim héðan. Þinn bróðir, Hannes.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.