Heimskringla


Heimskringla - 11.06.1914, Qupperneq 3

Heimskringla - 11.06.1914, Qupperneq 3
WINNIPEG, 11. JÚNÍ 1914 HEIMSKRINGLA Bls. 3 PERFECT eða Standard Reiðhjól •eru gripir sem allir purfa að fá sér fvrir sumarið. Því pá meiga meuu vera vissir um að verða á undan peim »em eru á öðrum hjólum. Einnig seljum við hjól sem við höfum breytt svo á vísindalegan hátt að pau eru eins góð og ný enn, eru pó ódýrari. Gerum við reiðhjól, bíla, motorhjól og hitt og petta. centraiTbicycle WORRS S06 NOTRE DAME AVENUE PHONE GARRY 131 S. Matthews, Eigandi CRESCENT MJÓLK OG ypMI er svo gott fyrir börnin, að mæðurnar gerðu vel í að nota meiraaf þvf. ENGIN BAKTERIA lifir f mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér f&ið áreiðanlega hreina vöru hjá oss, TALSÍMI MAIN 1400 BtíuttuuBttuttnttiittuntt U HERBERGI TIL LEIGTJ U ■U ----- » U Stórt og gott uppbúíð her- U U bergi til leigu að 630 Sherb. » U Str. Telephone Garry 270. » U Victor B. Anderson » »»»»»»«»»»»»»»»»» ÍSLENZKA LYFJABÚÐIN Vér leggjum kost, á að hafa og lata af hendi eftir lækniaá- visan hin boztu og hreinustu lyf og lytja efni sem til eru. Sendið læknisávisan irnar yðar til egils E. J. SKJÖLD Lyfjasórfræðines (Prescription Spec- ialist á horninu á Wellington oe Siracoe Carry 4»6N-H5 FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER VANCOUVER, B.C. 1. júní 1914. I>að er rétt til málamynda, að ég sendi Heimskringlu nokkrar línur, því hér gjörist fátt sögulegt meðal íslendinga. Þeir eru svo dreifðir um kerfi það, sem í raun réttri er Van- eouver-bær, að fundum þeirra ber sjaldan saman, og félags-samvinna mjög óþægileg. Lestrarfélagið, Söng- félagið og Lúþerski söfnuðurinn, eru helztu félags-stofnanir íslend- inga hér, og hafa þessi félög haldið all-margar skemtisamkomur á síð- astliðnum vetri. Á síðastliðnuin 2 árum hafa tveir íslendingar reist sér stór og vönd- uð íbúðarhús, bæði sönn bæjar- prýði. Árni Fu'iðriksson bygði við Sopliia stræti (næsta stræti við Main Strcet), í Suður-Vancouver, rétt fyrir utan Vancouver bæjarlín- una. í vetiy er leið bygði Þorsteinn S. Borgfjörð hús mikið (heitir “Borg”), við Cambridge stræti, í austurenda bæjarins í grend við Burrard fjörð og fáa faðma frá Hastings Park. Er þaðan útsýni mikið og fagurt vestur yfir bæinp og höfnina. Ekki veit eg verð þessa húss, en óhætt má segja, að það kosti ekki minna en $12,000.00 með lóðinni, sem það situr á. Hr. Sæmundur Borgfjörð, faðir Þorsteins “contractara”, og sem hef- ir dvalið hjá syni sínum síðan í haust er leið, er nú á förum austur aftur, en líkur nokkrar til, að hann leiti hingað aftur þegar haustar. Hingað til bæjar kom nú nýlega Jóhann Jóhannsson, frá Hallson, N.-Dak., og dvaldi hér rúma viku. Jóhann er nú sem næst 83. ára gam- all, en ern og hraustur með afbrigð- um. Ekki varð honum neitt meint við langferð þessa, en loftbreyting- in, er niður kom að liafinu, olli því, að hann fékk þyngsla kvef. Börn hans tjögur eru til heimilis hér á ströndinni, dætur þrjár í Seattle og sonur (Eggert) í Vancouver. Fýsti því gamla manninn að sjá bústaði þeirra og sjá sviþ landsins, og lagði svo í þessa löngu ferð. Að eins tveir íslendingar hér í bæ eru nú sem stendur við háskóla- nám, að því er eg veit bezt. Jósepli Sænnmdur Jóhannsson lauk fyrsta árs háskólaprófi seint í apríl, með ágætis einkunn, var þriðji hæstur í fyrsta-árs deildinni, en þar gcngu 110 undir próf. Jósepli útskrifaðist af “Collegiate” í Winnipeg vorið 1912 og vann þá $60.00 verðlaun, en sökum flutnings hingað sama suin- ar gat hann ekki komið við að halda áfram námi næsta ár. Bróð- Jósephs — Jóhann Alexander — gengur hér á High-School, og geng- ur að vændum úr fyrsta í annan bekk í þessum mán. Eg gat þess í vetur er leið, að ís- lendingar nokkrir hefðu farið norð- vestur á Hunter-eyju til landskoð- únar. Að því er eg hefi heyrt liafa nú 5 eða 6 íslendingar tekið þar land. Landskostir eru þar sagðir góðir og skógur viðráðanlegur. í vikuni sem leið brá Bjarni Lyng- holt sér þangað og er ókominn enn. Má vænta þess af Bjarna, að hann láti annaðhvort íslenzku blaðanna njóta góðs af ferð sinni, með því að lýsa landinu rétt og sanngjarnlega. Að flatarmáli er eyja þessi um 200 ferhyrningsmílur, eða nálægt 6 town- ships. Þar væri því nóg landrými fyrir mannmarga íslenzka bygð, ef landskostir leyfðu, og land þar fæst að eg hygg gegn $12.00 gjaldi alls ($2.00 þegar landið er tekið og $10.00 þegar eignarbréfið kemur), — þ. e„ ef menn vilja taka landið með ábúðar-rétti. E. Jóh. Mrs. Anderson KONA KAPTEINSINS Á KOLA SKIPINU STORSTAD. Wonderland Xeætis sýnintr'á hverjum deei—sýningar úr LUCILLE LOVE hvern föstudag KOMIÐ SNEMMA Síðasta sýnlng úr Lucille Love er sýnd kl. 10 30 að kveldinu, að eins einusinni. Ð SKEMTUN Á. [LAUGARDÖGUM. MIÐSUMARS LISTAMÓT hefir stjórnarnefnd Borgfirðinga- félagsins ákveðið að liafa 1. júlí næstkomandi, í hinum gullfagra aldingarði, er Assiniboine Park nefnist, fyrir sunnan Assiniboine ána, og sem allir kannast við. — Nefndin býður ölluin íslenzkum konum og körlum, að heimsækja okkur Borgfirðinga þar, og lofum við öllum, og endum það,— að vel skal verða tekið á móti gestunum, og ætlum við að hafa leiðsögu- menn, er þekkja má á því, að þeir hafa íslenzka flaggið á brjóstinu, og verða þeir með útbreiddan faðm- inn við bryggjuendann, og eins á lciðinni til þess staðar í Parkinu, er við höfum valið fyrir þetta Mið- sumars listamót. Og þarf því eng- inn annað en að ganga beint að einhverjum af þessum mönnum, er íslenzka flaggið bera, og munu þeir heilsa öllum glaðlega og bjóða vel- kðmna, og fylgja fólkinu svo til hins rétta staðar. — Ágætis íslenzkt prógram verður, og ætlum við að segja ykkur alt um það ítarlega f næsta blaði. — Geta skal þess, að leiðsögumenn verða einnig á braut- arstöðvunum, að sunnanverðu við Parkið, og verða þeir alveg eins góðir og hinir og þekkjast á ís- lenzka flagginu. R.Th.N. Mrs. Anderson sagði sögu sína í káetunni á Storstad 1. júní. Þenna dag var hún í bláum bómullarkjól, og var það eini fatnaðurinn, sem hún átti, — hitt alt var hún búin að gefa skipbrotskonum. “Bóndi minn hafði lagt sig fyrir, þegar slysið varð. Hann kom niður kl. 11, og sagði þeim hinum, að kalla til sín, þegar hafnsögumaður- inn kæmi um borð kl. 4. Lagðist hann niður í fötunum, nema hann fór úr buxunum, og spurði eg liann hvað væri að, og hvort hann væri hræddur um, að eitthvað kæmi fyrir, — en hann kvað já við. Eitt- hvað klukkan 3 hljóðaði talsíma- bjallan, og heyrði eg stýrimann hrópa af brúnni: ‘Það lítur út fyr- ir þoku’. — ‘Það er svo’, mælti mað- ur minn og stökk upp úr rúminu. LTndir eins og liann kom upp á stjórnbrúna lét hann blása og sagði mér að koma á þilfar upp, en ég svaraði honum, að eg væri að klæða niig. “Eg var rétt að fara í loðkápuna mína, þegar eg heyrði voðalegan, ■þungan, skerandi hvell, og strax á eftir þrjá blástra, en hvort þeir voru frá skipi okkar eða frá Em- press, það veit eg ekki. “Eg lióttist nú vita, að eitthvað hefði fyrir komið og hljóp upp á brúna, þar sem maður minn, kap- teinn Anderson, var. Það var myrk- ur, en alt var kyrt og rólegt. Eng- inn órói eða æsing á skipshöfn- inni, og eg var köld og róleg. Þarna var eg á brúnni og spurði kaptein Anderson, hvort við mynd- um sökkva. En hann kvaðst bú- ast við því. Eg gat ekki grátið — sagði Mrs. Anderson — og fanst mér þó liggja liærri. En eg sagði við sjálfa mig. liér á eg að vera hjá bónda mínum, og skal eg nú deyja með honum. Kapt. Anderson sagði mér, að hann væri að reyna að halda Stor- stad í holunni, og ef að farþega- skipið liefði verið skriðlaust, þá mundi það hafa hangið þarna á nefinu á Storstad um tíma að ininsta kosti. “Hvernig getur það verið? spurði eg. Farþegaskipið er á fleygiferð. Og alt er svo myrkt og rólegt. — Hvað er þá að? Og hvers vegna spyrja þeir ekki, hvort skipið okk- ar sé ekki brotið? “Bóndi minn bað þá tvo yfir- menn sína, að fara fram á og gæta að því, hvort ekki rynni sjór inn í skipið. Aftur spurði eg hann, hvort við myndum sökkva, en hann kvaðst ekki vita það. Eg hélt að ekkert gengi að Empress of Ireland. “Eg held það hafi verið fimm mín- útum eftir áreksturinn, sem eg heyrði hljóðin og ópin, og kallaði eg þá til bónda míns: Þeir eru að liljóða og æpa. í fyrstunni virtust hljóðin koma frá ströndinni. Skipaði kajiteinninn þá að stefna f áttina til hljóðanna og var farið injög liægt. Nú heyrði eg hljóðin alt í kringum mig, og fór eg að gráta. Eg fór ofan af brúnni, og leið mér svo illa, að mér fanst eg vilja hlaupa í sjóinn. “Bóndi minn skipaði að hleypa niður öllum björgunarbátunum, og þá voru ekki liðnar tíu mínút- ur frá þvf að við rákumst á. “Eg gaf farþegunum öll þau föt, sem eg átti, neina þau, sem eg stend í, og átti eg tvær kistur full- ar af fötum. En bóndi minn gaf tvennan fatnað lieilan og fleiri föt.. Hinn fyrsti kvenmaður, sem kom um borð, var stúlka cin úr frelsishernum. Hafði hún ekki ann- að fata, en náttkjólinn sinn og líf- stykkið. Þegar þún kom inn í ká- etuna, hljóp hún til mín, lagði hendur um hálsinn á mér og sagði: ‘Guð blessi þig, góður engill. Ef að þið hefðuð ekki verið hérna, þá hefðum við nú öll legið á sjávar- botni’.-------------■” Nú þagnaði Mrs. Anderson og stundi við og sagði svo “Þetta var voðalegt!” Svo hélt hún áfram: “Undir- stýrimaðurinn bjargaði konu einni, sem tvisvar liafði komið upp und- ir björgunarbátnum, sem hann var á, og eg var að lífga hana í tuttugu mínútur, núa fætur henn- ar og gefa henni vín og kaffi. Og loksins lifnaði hún við og er nú við beztu heilsu. “Þá var vlst Mrs. Patton frá Sherbrooke önnur konan, sem bjargaðist. Hún er nokkuð gildari en eg og hún hafði ósköpin öll af demöntum. En fötin, sem hún var f, voru alveg þur. “Eg spurði liana, livernig hún hefði fengið tíma til að ná öllum þessum gimsetinum. En hún sagð- ist liafa haft nógan tíma. Hún liafði fengið káetu ofan á þilfarinu og þess vegna hafði hún nægan tíina. “Aður en hún fór frá Quebec hafði bróðir hennar ráðið henni til þess, að fá sér káetu á öðru eð ur þriðja dekki. En hefði liún gjört það, þá hefði hún ekki kom- ist lífs af. “Þá var Mrs. Taylor frá Montreal ein af þeim, sem af komst. Var á fyrsta farrými. Og bar hún sig prýðisvel. Eg spurði hana, hvernig henni liði, og sagði hún, að sér liði hið bezta. En samt þurfti eg að slita af henni rennblauta leppana og láta hana fara í ullarfatnað af sjálfri mér. Þegar farþegarnir voru ailir komnir um borð, fór Mrs. Ander- son að hressa upp á þá. Gekk hún um á milli þeirra með kaffikönn- una, sykur og rjóma í annari hendl en brennivínsflöskur tvær í hinni, og hjálpaði henni bryti sænskur. Herbergi öll á kolaskipinu voru full af þeim, sem björguðust, og voru flestir á eintómum nærklæð- unum. “En svo voru þeir aðþrengdir flestir”, sagði Mrs. Anderson, “eink- um kvenfólkið, að við urðum að hjálpa þeim úr blautu fötunum, og klæða þær í þurru fötin, sem við höfðum. Og þegar eg hélt að við værum búin að þessu, þá fann eg unga stúlku, sem lá þar úrræða- laus og hjálparvana í horni einu og gat enga björg sér veitt. Roosevelt heimsækir Wilson. Það kom bros á fólkið í Hvíta- húsinu í Washington, þegar Roose- velt rendi mótorvagni sínum inn á túnblettinn við Hvítahúsið. Roose- velt hoppaði út iir vagninum, og undir eins kom yfirdyravörðurinn lilaupandi, með bros út undir eyru og hattinn í hendinni, bauð hann velkominn og fylgdi honum inn til Wilsons forseta. “Það gleður mig að sjá yður”, mælti Wilson og tók hraustlega í hendina á Roosevelt. Þeir höfðu séðst einhverntíma áður, svo að ekki þurfti að gjöra þá kunnuga. Fylgir hann svo Roosevelt í stofu inn, og fara þeir að drekka lemon- aði og skrafa saman í makindum. Segir Roosevelt honum frá ferð- um sínum í Suður-Ameríku, og skjótast þar inn í smásögur og gamanyrði. En hvorugur vildi minnast á pólitík. Þegar Roosevelt fór fylgdi Wilson honum til dyra, og var þá mann- grúi saman kominn úti fyrir, en þeir hneigðu sig báðir brosandi fyrir fólkinu. Þaðan fór Roosevelt til Senator Lodge, og komu þangað sendiherr- ar Frakka, Spánverja og Breta. Var þar setin miðdagsveizla, og komu þangað stórmenni fleiri. Seinna flutti Roosevelt fyrirlestur um fundinn á fljótinu nýja í Suð- ur-Ameríku, fyrir 3,500 manns, í liinni gömlu Convention Hall. Var þar og margt stórmenni saman kom- ið, stjórnmálamenn, lögfræðingar, ráðgjafar, hershöfðingjar. Mr. Grosvenor, formaður landa- fræðisfélagsins, stýrði samkomu þeirri. Og undir eins og Roosevelt kom fram á pallinn, tók hann staf einn langan og sneri sér að lands- uppdrætti af Brazilíu, er hékk þar á veggnum. Var uppdráttur sá gjörður af þýzkuin inanni, og sagði Roosevelt, að hann væri mjög óná- kvæmur og ófullkominn, hvað snerti þann hluta landsins, sem hann hefði yfir farið. Lét hann svo sækja landabréf eftir franska land- fræðinga, og kvað liann það þó vera ennþá verra og vitlausara en hið þýzka. Tekur svo krít og dreg- ur upp á slump mynd af landinu, og sýnir s%ro með prikinu, hvar elf- an eigi að vera.Sagði liann öll þau landabréf, sem til væru, alveg óhæf og óbrúkandi, og menn gætu ekki fcngið neina hugmynd um landið fyrri en athugasemdir, skýringar, útreiknanir, stjörnuhæðir og mæl- ingar hans væru teknar til greina. Var hann drjúgur yfir þessu, og skýrði frá því, á livaða lengdar- og breiddar-gráðu fljótið væri. Sagði svo frá því, er fyrir hefði borið, og fossum og strengjum, er á leið lians urðu. Hafði hann verið í liáska livað eftir annað. En undurfagurt sagði iiann þar víða. Menn hlustuðu á hann með at- hygli, og er hann hafði lokið máli sínu, glumdi hinn mikli salur við af lofgjörðarópi. Hvað pólitík snertir kvaðst Roosevclt fylgja framsóknarmönn- um, þessum hinum nýja flokki, sem myndaðist fyrir nokkrum árum. Hann ætlar að taka þátt í slagnum næsta, enda bjóst enginn við, að liann mundi heima sitja. Fyrstu ræðu sína kvaðst hann mundi flytja 30. júní í Pittsburg, Pa. Verð- ur hann þá nýkominn frá Spáni, því að hann ætlar að bregða sér ]>angað snöggva ferð. — í Pittsburg ætlar hann að halda fram til kosn- inga Dean Lewis og Gifford Pin ehot, hinum fyrra sem ríkisstjóra en hinum síðari sem senator til þingsins í Washington. Þaðan fer hann til Oliio, og ætlar ]>ar að halda fram Garfield og Garford til sömu embætta í því ríki. BLUE RIBBON KAFFI OG BÖKUNARDUFT tílue Ribbon fullkomnun hefur fengist eftir margra ára rannsókn. Það er ekkert búið til sem er eins gott. Heimtið Blue Ribbon Kaffi, Te, Bökunarduft og svf. Það er á- byrgst að fullnægja öllum kröf- um sem til þeirra er gjörð. Blue Bibbón Goffee EINA ISLENZKA HÚÐABÚÐIN I WINNIPEG Kaupa og verzla með húðir, gærur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengum. Líka með ull og Seneca Roote, m.fl. Borgar hæðsfa verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co.. . Phone Garry 2590. . 236 King St., Winnipeg jr Kaupið Farfa beint frá verksmiðjunni, fyrir lægsta verð mót peninga borgun. Komið og talið við Shingle Stains & Specialties , -------------- LIMITCO ---------------* Eftirraenn farfadeildar. Carbon Oll Works Ltd. Sími: Garry 940 .. .66 King St., Winnipeg A. P. Cederquist Ladies’ & Gentlemens’ Tailor Nú er tíminn að panta vor klæðnaði Phono Maln 496/ 201 Bullderm Exohangm Portago A. Hargravo Winnlpeg Hið sterkasta gjöreySingar lyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smár kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannig í veg fyrir frekari óþægindi. Búið til af PARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 WINNIPEG Selt í öllum betrl lyfjabúðum. winiuri.w k I Meö þvl aö biöja œfinlega nm ‘T.L. CIGAR,,% þá ertu viss aö fá ágœtan vindil. T.L. i ■ 'T't r ’ (UNION MADEI Western Cigar Factory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg WHITE & MANAHAN LTD. Winnipeg—32 ára—Kenora • Búðin sem alla gerir ánægða Oldrar vinnn drirtur sem f°la mikla brúkun og illa meðferð í UKKar Vinnu SKinur vondri vinnu og 1 þvotta balanum. Seldar með vSsgu verði. Sterkar áatín Skirtur, með etórum bol og sterkum ermum, hver $1 Röndóttar Oxford Skirtur, upplitast ekki, hver.90c Oxford Skrirtur, húð þykkar og sterkar........$1 25 Svart og Hvít Röndóttar Skirtur, sérstaklega eterkar.90c Temjið yður að kaupa hjá WHITE & MANAHAN, LTD., 500 Main Street Abyrgstað fara vel Nýtfsku klæðnaðir. W.H. Graham Klæðskeri. Eg sauma klæðnaði fyrir marga liina lielztu íslendinga þessa borgar. Spyrjið f>á um mig. Phone Main 3076. 190 James St., Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.