Heimskringla


Heimskringla - 11.06.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 11.06.1914, Qupperneq 6
Blf. 6 HEIMSKRIJíGLA WINNIPEG, 11. JÚNI 1914 Æfiminning. Oddgeir sál. Björnsson. Churchbridge, Sask. Laugardaginn kl 3.20 að morgni þess 23. maí 1914 þóknaðist algóð- um guði, að kalla til sín eftir 3. daga legu í skarlatssótt, á King George spítalanum í Ft. Rouge, — efnispiltinn Oddgeir son Björns Jónssonar og ólafar Stefánsdóttur, til heimilis í Þingvallanýlendu. Fæddur 30. maf 1895; var því tæp- lega 19 ára, þegar hann lézt Oddgeir sálugi var sérlega vel gef- inn; hafði alla þá góðu kosti til að bera, sem unglingar á þeim aldri gátu haft: Yar ástríkur sonur og bróðir, foreldrum sínum og syst- kinum; vandaður til orða ogverka, stiltur og gætinn; var æfinlega ut- an við þann soll, sem leitt gat til miður viðeigandi skemtana. Eáorð- ur, en vel hnittinn í tilsvörum, ef við sína líka var að etja. Viss og áreiðanlegur í öllum viðskiftum.— Naut því hylli og velvildar allra þeirra, er við hann kyntust. Er því stórt skarð höggið • í barnahópinn hinna syrgjandi for- eldra, sem svo snögglega urðu fyrir þeirri þungu sorg óvænt að frétta hann liðið lík; en áður fyrir fám dögum lesa í bréfi að hann væri lif- andi og við góða heilsu. Oddgeir sál. var við nám á Suc- eess Business College, og hefði út- ekrifast í næsta ágúst. Hafði fengið bezta vitnisburð frá kennurum sínum og við prófin hlotið ágætis- einkunn. Þar fyrir utan hafði hann fengið einkaleyfi fyrir uppfinding sinni á mjólkunarvél, sem Oddgeir sál. var að láta búa til; og enn- fremur lofun fyrir einkaleyfi á pumpu, sem hann einnig hafði uppfundið. — í þessa átt virtist hann yfirnáttúrlegum gáfum gædd- ur, á svo ungum aldri; og hugsan- ir hans mjög dularfullar og þrosk- aðar um ár fram. 3?etta munu fáir hafa vitað, ncma foreldrar og syst- kini, því hann var mjög fráleitur því, að sýnast fyrir heiminum. Er því söknuðurinn því sárari, þar sem Oddgeir sál. hefði (eftir fylsta útliti að dæina) orðið foreldrum, systkinum og þjóð sinni til sóma. Kristilega sinnaður var liann vel, og barnatrú sinni hélt hann af ein- lægni til dauðadags. Oddaeir sál. var jarðsunginn 26. þ. m. af síra Guttonni Guttorms- syni, presti bygðarinnar, og síra j Sigurði S. Ch ristoplierssyni, í graf- reit Þingvalla-nýlendu safnaðar, að viðstöddu flestu fólki bygðarinn- ar, ásamt nokkrum mönnum úr bænum Churchbridge. Foreldrar og systkini geyma þvf í hjarta sínu djúpa og helga minn- ingu hins elskaða og sárt saknaða sonar og bróður, — minning, sem aldrei fyrnist, þar til hún ljómar sem fögur stjarna til að lýsa oss leiðina til föðursins á hæðum og frelsai-ans, er liann hafa til sín kallað, til að samtengja hugi vora við sig, þar til við sameinumst öll á ný í dýrðarríki guðs; — minn- ingu, sem ógleymanlega dregur oss frá því jarðneska að hinu himn- eska, sem oss veitist svo örðugt að sjá gegnum reynslu- og þokuský ]>essa heims. Blessuð. sé minning hans. Foreldrar og systkini hins látna. (B.J.). # * * ÞAKKARÁVARP, Hér með vottum við, foreldrar og systkini Oddgeirs sál., af hrærðu hjarta okkar innilegasta þakk- læti fyrir þá miklu og einlægu hlut- tekningu, er allir þcir sýndu okk- ur, er komu og voru viðstaddir jarðarför okkar elskaða sonar og bróður. Yið höfum oft orðið þess vör í bygð þessari (þótt lítið sé um hana getið), að hér er kristileg samúð og hluttekning sýnd hverj- um einum í fylsta mælir, er lík sorgartilfelli bera að höndum og hér átti sér stað, að leggja fram alla sína hjálp og huggun án endur- gjalds, sem sumir af þessum vinum vorum hjálpuðu verklega á allan hátt, sem þeir buðu, þegar dauðs- failið fréttist. Ennfremur þökkum við af lirærðu hjarta skyldmenn- um vorum, Mr. og Mrs. S. Thordar- son í Winnipeg fyrir blómsveig, er þau sendu á kistu hins framliðna, og alla inniiega hluttekning þeirra. Seinast og ekki sízt er okkur skylt að þakka hinum góðu hjónum Mr. og Mrs. Helgi Árnason, fyrir þá ómetanlega velvild við Oddgeir sál. í öllu; buðu honum alla x>cn- inga-lijálp, þegar hann vantaði, án nokkurar tryggingar, og voru hon- um sem__beztu foreldrar gátu verið barni sínu. Enda eru þau hjón þekt að hjálpsemi, mannkærleika og trygglyndi sem Oddgeir var svo lieppinn að verða aðnjótandi. B. J. SJÓNLEIKA SÖNGUR. Nú kunngerist ykkur, konur og menn, hvergi má glaðværðir spara: — Þeir verða leikirnir leiknir enn af leikflokki Good Templara; þörf er að víkja þunglyndi frá, þrengingum reynt skal að bægja; lífsgleði eykur þá leiki að sjá, sem Ijá fólki tilefni’ að hlæja. Efist um leikfólkið ekki par, — alt er í ljómandi skorðum; Árni Sigurðsson einn er þar, “Eyvind” sem lék hér forðum. J?ið verðið eflaust af ánægju södd,— ekki mun hjá því fara; þar syngur hann Bergmann bari- tón-rödd með blómlegum meyja skara. Lily Anderson leikur vel í leiknum, sem Fröken “Clara”; síðast hana, en sízta ei tel, hún syngur nú skínandi bara. Konur og herrar, komið nú þá, —kostnaðinn munar um fæsta,— látið ei gleymast leikina’ að sjá á laugardagskveldið næsta. G.H. Til var ætlast, að erindi þessi kæmu í síðasta blaði, með auglýs- ingu uiu leikina, en það fórst fyrir af vangá. Utnefningar í fylkinu: Eftir öllu aS daema smá dregur nær kosningum hér í Mani- toba. Hafa útnefningar fariS fram t kjördæmum, og hafa þessir hlotitS heicSurinn: Kjördæmi Arthur Assiniboia Beautiful Plains Birtle Brandon Carrillon Cypress Dauphin Deloraine Dufferin Elmwood Emerson Gladstone Glenwood Gimli Gilbert Plains Iberville Hamiota Kildonan & St. Andr. Killarney Lakeside Lansdowne Le Pas La Yerandrye Manitou Minnedosa Mountain Morden-Rhineland Morris Nelson-Churchill Norfolk Norway Portage la Prairie Roblin Rockwood Russell St. Boniface St. Clements St. Rose St. öeorge Swan River Turtle Mountaia Virden Winnipcg South Winnipeg South W’innipeg Centre Winnipeg Centre Wrinnipeg North W’innipeg North Conservatives A. M. Lyle J. T. Haig Hon. J. H. Howden B. W. L. Taylor Albert Prefontaine George Steel W. A. Bu<=hanan J. C. W. Reid H. D. Mewhirter Dr. D. H. McFadden A. Singleton Col. A. L. Young Sv. Thorvaldsson S. Hughes Wm. Ferguson Hon. Dr. Montague H. G. Lawrence J. J. Garland Dr .R. D. Orok J. B. Lauzon J. Morrow W. B. Waddell L. T. Dale W. T. Tupper Jacques Parent R. F. Lyons Hon. H. Armstrong F. Y. Newton Isaac Riley E. Graham Thomas Hay J. Hamelin E. L. Taylor J. Stewart Hon. Jas. Johnson H. C. Simpson Liberals John Williams J. W. Wilton Robt. Paterson G. H. Malcolm T. B. Molloy J. Christie John Steele Dr. Thornton E. A. August Dr. T. Glen Hamilton Geo. W'alton Dr. Armstrong E. S. Jónasson Wm. Shaw J. H. McConnell Geo Wr. Prout S. M. Hayden C. D. McPherson T. C. Norris Dr. I. H. Dvidson Geo. A. Qrierson J. B. Baird V. Winkler WTm. Molloy John Graham E. McPherson Thos. McLennan A. Lobb D. McDonald D. A. Ross J. A. Campbell Skúli Sigfússon W. H. Sims Geo. McDonald D. Clingan 16. júní—11. júlí BÚNAÐAR NÁMSKEIÐ í ýmsum bygðum fylkisins Cn n AIjIjIR VELKOMNIR. O M D .r.n. SÉRSTAKAR L.ESTIK U.M.n. Fyrirltsfrar uin efnl fyrir unga menn og konur. llúpenlnKfir tll nýnlM — Naut- gripir, saut5fé, hestar, o. s. frv. Illgresis tegundir, gefnar upp- lýsingar um þær. Leirlíkl af illgresis fræi í stækkat5ri mynd, vert5a til sýnis og: met5 fyrir- lestrum. kent at5 þekkja og upp- rwta illgresi. Sýnlng fugla og skorkvlklmla f Manitolm. þýt5ing þeirra fyrir akuryrkju—ill og gót5. IIÚM.Mtjórnarfra‘75i, fyrir Mtðlkur ok yiiKrt konur— RætSur um mat- reit5slu, sauma o. s. frv. Kvikmyndlr, til at5 sýna jurta grótSur, blómstrun, slátrun ali- fugla o. s. frv. Sýni.Hhorn af ðtlagning hæjar ok peulnKNhðMa—og sýnt hversu vernda má hús fyrir eldingum koma við ræsum, lofthreinsun, lýsing, lagning steinsteypu gang- stíga, og brautar hleðslu. UpplýMlnsr—á þessari lest vertS- ur margt til sýnis af ahöldum frá Búfræðisskólanum, og er óskað eftir að menn og konur spyrji um þat5 sem lýtur að akuryrkju í Manitoba, og þat5 fýsir að vita. Böpenlngar—-Svín og sauðfé af ýmsu tagi verður flutt með lest- inni. Jarðyrkju vf*lnr—í lestnni er vagn og í honum sýndar vinnu- vélar, Ioftþrystingar vatnshylki, rennu stokkar, gasólín vélar, ljósa áhöld fyrir búgarðinn og til innanhúss verka sparnaður, svo sem til að snúa rjómaskilvindum, strokkum, o. s. frv. með smáum aflvélum. Fyrlrmynd, hverMu mfl leggja ðt 160 ekra Innd f Mflðreltl. Skifta súðreiti, húsaskipun, girð- ingar, o. fl. Sýndar tilraunir með mismunandi mold frá ýmsum stöðum í fylkjinu. Sýnlng allfugla—Slátrun, verk- un og pökun. Einn vagn í lest- inni útbúinn með öllum bezta útbúnaði fyrir fugla. rækt, útung- unar vélum, hreiðrum, fyrir- myndar hænsa tegundir sýndar. Sýnd nlðurMiiðu aðferð—í hús- stjórnar vagninum. Einnig ýms- ar vinnusparnaðar véler innan- húss skreytingar o. s. frv. Kurnyrkju vngnlnn—þar verð- ur til sýnis allskonar korn. Rætt um tilbreytni á sáðverki, illgresi, o. s. frv. Komið með illgreMÍ, jurtlr og: Mkorkvlklndl, tll þeiw að fræðant um hvað það Mé. undir umsjá búfræðieskóla Manitoba og fyrirskipað af Akuryrkjudeild Manitoba. c? Læra börn yðar að spara !)MÍ m )H i m [£ OF CANADA peninga? Hver uppvaxandi drengur og stúlka ætti að hafa spari- sjóðs innlegg á Union Banka Canada, og læra að legsja örlítið fyrir, og fara skinsamlega með peninga. Þess- konar uppeldi, f sparnaði og hófsemi, er stoð og styrkur fyrir fullorðins árin. LOGAN AVE. 0G SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. WALCOT, Bankastjórí - f FYRIR KÆLINGARKLEFANN Sumarið er kemið, og þér ættuÖ þvf ekki »5 «lá á frest a5 tenda oss pantanir y5ar, tvo þér hafið iem mest þægiadi upp úr því. RAUÐU vagnarnir koma til yðar daglega, ef þér hafið enn ekkl pantað þá talið við vagnstjóra vorn eða símið vora H0USEH0LD DEUVERY DEPARTMENT VERÐSKRA Frfl 1 Maf tll 30 September 10 pund á dag..................................$8.00 20 pund á dag................................. 12.00 30 pund á dag..................................15.00 40 pund á dag..................................18.00 Flmm prðsent afsl&ttur fyrlr penlnga öt f hönd. The flrtcic lce Company, Ltd. 156 BELL AVENUB Skrlf.tofa i LIMDSAY BLDG., HORNI GARRY OG NOTRB DAHB Pfaonem F'ort Rouge 081—Prlvate BxchaBse W. F. LEE heildsala og sm&sala á BYGGINGAEFNI til kontractara og byggingamanna. Kosnaðar áætlun gehn ef um er beðið, fyrir stór og smá byggingar. 136 Portage Ave. East PHONE M 1116 Wail St. og Ellice Ave. PHONE SHER. 798 MftttUMtttUtUMttt ttUttUttUtttttttt«« VITUR MAÐUR er varkár með að drekka eingöngu hreint öl. Þér getið jafna reitt yður á DREWRY'S REDWOOD LAGER Það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. E. L. DREWRY, Manufacturer WINNIPEG, CAN. »W*WW»WWW«fW ffffffffffffffffffffll 268 Sögusafn Heimskringlu ekki, meðan þú hugsa-r svona mikið um hann. — Reyndu að hætta að hugsa um hann", sagði Celia. “Eg get það ekki”, svaraði Lára. “Hann er hluti af mér sjálfri”. Celia stundi; hún fann, hvað hún hafði hugsað mikið um Gerarð og grunaði, að ef hún yrði alvarlega ástfangin, þá yrði hún eins barnaleg og Lára. Þeim fanst báðum dagurinn langur en um sfðir kom þó kveldið. Ágætur kveldverður var búinn til í þeirri von, að Jón kæmi. Þegar kiukkan var 7 óg Jón ekki kominn var matarneyzlunni frestað til klukkan 8. Lára vildi helzt fresta henni til klukkan 9, en Celia var ekki al- gerlega á sömu skoðun. “Eg álít að þú hafir ekki beðið mig að vera hér til þess að svclta mig með ásettu ráði, en það er þó það, sem þú gerir. Treverton getur ekki komið fyrr en klukkan hálfellefu, því lestin kemur ekki fyrr en klukkan rúmlega 10, svo þú getur gefið mér ögn að lorða, þó að þú svífir of hátt í skýjunum til þess að íafa matarlyst”. “Eg svíf ekki í skýjunum góða, eg er bara kvíð- mdi”. Þær gengu inn í borðsalinn og settust að borðinu — Celia neytti matarins með beztu lyst, en Lára borð- aði ekkert. “Þegar Celia var búin að borða, sagði hún; “Kveldið er bjart og fagurt, Lára, eigum við ekki að fara í skjólfatnaðinn okkar, fara út og mæta vagninum?” “Helzt af öllu vil ég það”, sagði Lára. Fimin mfnútum síðar voru þær komnar út og gengu hratt þangað sem þrautin heim að húsinu byrjaði. Þær voru ekki komnar langt, þegar Celia sá mann nokkurn gangandi spottakorn á undan þeim. Jón og Lára 269 “Þetta er undarlegur maður”, sagði liún. “Líttu á hann, Lára; ég vona hann sé ekki húsbrotsþjófur”. “Hvers vegna ætti hann að vera þjófur? Það er líklega farandsali, sem hefir farið að eldhússdyrun- til að bjóða vörur sínar”. “Klukkan tíu um kveldtíma — það er mjög ólík- iegt. Allir skikkanlegir verzlunarmenn í þorpinu eru háttaðir og sofnaðir um þetta leyti”, sagði Celia. Lára svaraði engu. ■ j “Við skulum reyna að ná honum”, sagði Celia. ; “Þú átt ekki að leyfa ókunnum mönnum að flækjast kringum hús þitt, án þess að vita, hverjir þeir eru. j Hann hefir ef til vill skammbyssu, en eg ætla að ( reyna það samt”. Þegar Celia slepti seinasta orðinu, þaut hún af, stað og náði brátt manninum, er sneri við, þegar hann heyrði til hennar. j “Eg bið afsökunar”, sagði Celia. “Komuð þér með nokkra sendingu til Manor House?” “Nei, ungfrú eg gerði að eins fyrirspurn”, svaraði maðurinn. “Hann er einn af leiguliðum Jóns”, sagði Lára, sem koinin var til þeirra. “Eg býst við, að þér hafið verið að spyrja eftir hr. Treverton?” “Já, frú. Eg verð að fara á mánudagsmorguninn og er orðinn órólegur. Eg verð að finna hr. Treverton áður en eg fer heim. Það sparar mér ferð fram og aftur, og tíminn eru peningar fyrir mann í minni stöðu”. “Eg býst við honum í kveld”, sagði Lára vin- gjarnlega, “og ef hann kemur heim, sem eg vona, efast eg ekki um, að hann viijUsjá yður eins snemma á mánudagsmorguninn og þér viljið. Kl. 9 t. d., ef það er ekki of snemt fyrir yður”. “Kæra þökk, frú; það er hentugur tími”. “Góða nótt”, sagði Lára. J 270 Sögusafn Heimskringlu Maðurinn tók ofan hattinn og fór. “Kurteis maður”, sagði Celia. “Ekki hið minsta líkur þjófum”. “Þarna er hann!” kallaði Lára. “Hver þá?” “Vagninn. Já, eg er viss um það. Jú, hann er með! Við skulum hlaupa út að hliðinu, Celia”. Þær hlupu eins hart og skólastúlkur, og komu að hliðinu á sömu stundu og vagninn sneri inn í trjá- ganginn. “Jón!” kallaði Lára. “Bíddu við!” kailaði Jón til ökumanns, um leið og hann stökk ofan úr vagninum. “Komið þér ofan úr vagninum, Sampson”, sagði Treverton, “við skulum ganga heim að húsinu með stúlkunum”. Hann tók hendi konu sinnar og gekk af stað, en lét þau Ceiiu og Sampson eiga sig. Þau höfðu margt að segja hvort öðru, hjónin. — Jón var sérlega glaður yfir því, að enginn gat rekið hann burtu af þessu heimili, sem þau elskuðu bæði. Tom Sampson og ungfrú Clare gengu á eftir hjón- unum. Hana sárlangaði til að spyrja, hvar þeir hefðu verið og hvað þeir hefðu verið að gera, en var hrædd um, að það yrði álitin forvitni og mundi jafnframt vera gagnslaust. Hún kom því að eins með vanalegar athuga- semdir. “Eg vona, að þér liafið haft það, sem Yankeearnir kalla góðan tíma, hr. Sampson”, sagði hún. “Mjög góðan, kæra þökk, ungfrú Clare”, svaraði Sampson, sem datt f hug dagverður, er hann hafði etið hjá Vefour daginn áður en hann fór úr París. Matreiðslan er af beztu tegund”. “Eg býst við, að þér hafið komið með hraðlest- inni frá Waterloo?” sagði Celia. J ó n o g L á r a 271 “Já, og það er ágæt lest”. “Ó”, stundi Celia, “eg vildi að eg þekti meira til járnbrautarlesta en eg geri. Eg er svo fastgróin í jarð- vegi fæðingarhéraðs míns, að mér finst eg næstum vera gróðurjurt”. “Ekki þurfið þér að hræðast það”, sagði Samp- son. “Slík hefðarmey, sem þér eruð — að eins fjör, gáfur og ötulleiki — það eru engar líkur til, að þér verðið nokkurntíma í þeirri deild. En það er eitt- hvað líkt jurt við Elízu systur mína. Það er sorglegt líf fyrir mann, sem krefst andríkis. Ef þér að ein3 vissuð, hve heitt eg þrái stundum annan og fjörugri félagsskap”. “Eg veit ekkert um það”, svaraði Celia þurlega. “Þér ættuð að vita það, ef þér hefðuð sömu sam- hygð fyrir mínum hugsunum og eg fyrir yðar”, sagði Sanipson. “Rugl”, sagði Celia. “Hvaða samhygð getur verið á milli lögmanns og stúlku, sem ekki þekkir eitt orð f lögum?” “Eg þarf einmitt að geta verið saman við persónu, sem getur dregið huga minn frá lagastarfinu með köflum. Mig skortir heimili, ungfrú Clare — heimili”. “Hvað eruð þér ag segja? Þér eigið got hús og góða ráðskonu þar sem systir yðar er”. “Hún er ef til vill góð ráðskona; hún er óþarflega sparsöm”. “Vesaiings ungfrú Sampson. Það er of mikil urn- hyggjusemi af henni, að taka svo mikið tillit til pen- inga yðar’. “Það er satt, ungfrú Clare”, svaraði Sampson, “en þrátt fyrir sparnað sinn kaupir hún sér ósköpin öll af nýjum höttum og fatnaði. Það er engin stúlka í Hazlehurst jafn Vel klædd og hún, að yður undan- skilinni. Þér liafið eflaust veitt þessu athygli”. “Já, eg hefi gert það”, sagði Celia, 'er varla gat var-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.