Heimskringla - 25.06.1914, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.06.1914, Blaðsíða 2
Bls. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚNÍ, 1914 — Fréttir frá Islandi. (Vísir 17.—25. Maí) Laun opinberra starfsmanna. Landlæknir.............kr. 1000.00 Héraðslæknar (45)...... 07500.00 Aðrir læknar (18) Lyfsalar (6) Yfirsetukonur (188) hver kr. 70.00—500.00 Biskup.................... 5000.00 Vígslubiskupar (2) Prófastar (20) Prestar (120) hver kr. 1300.00—2900.00 Háskólinn: Prófessorar (9) hver kr. 3000.00—4800.00 Docentar (2) hvor kr... 2800.00 Aukakennarar (9) Ritari.................... 800.00 Mentaskólinn: Skólameistari....) ....... 3600.00 Pastir kennarar (7) hver kr. 2000.00—3000.00 Aukakennarar (3) hver kr. 400.00—1000.00 Kennaraskóli: Kennarar (4) hver kr. 1400.00-2400.00 Stýrimannaskóli: Kennarar (3) hver kr. 1200.00-2000.00 Umsjónarmaður fræðslumóla 3600.00 Bændaskólar (2) Kennarar (6) hver kr. 1000.00—1500.00 .. Heyrnar og málleysingjaskóli .. Kennarar (2) kr. 600.00 og 1000.00 Akureyri, 19.Maí —Bjarndýr segja menn að unnið hafi verið á Sléttu nýlega, en ekki er fréttin áreiðanleg. —Ishrafl hefur sést út af Siglu- firði. —Síldarafli er hér ágætur áPollin- um. 1 einum drætti fékkst fyrir Laxdalshúsi gamla í kveld 40 tunn- ur. Tunnan er séld á 8 kr. fsafirði, 19. Maí Tíð er hér afskaplega ill, frost og stórhríð daglega. Is töluverður úti fyrir. Afli lítill begar á sjó gefur í ytri verstöðunum, en góður inn í Djúpinu á kúfisk við og við. Botn- vörpungur (þýzkur) kom hingað inn í morgun; hafði fiskað 20 þús- und á sólarhring, an alt var það smár fiskur. Útlit ískyggilegt til lands og sjávar, ef ekki batnar bráðlega. —Af Kjalarnesi er að frétta feili allmikinn á sauðfé. í Brautarholti eru dauðar yfir tuttugu ær og mikl- ar líkur að fleira fari. Nú er þó komin nokkur nál.—Heilsufar er hér ógætt. Reykjavík, 19. maf —Ársfundur Búnaðarfélags ís- lands var haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu í gærkveldi. Sátu hann 25 manns. Félagið vex óðum að með- limatölu og nú þegar á þessu ári komnir nær 60 nýir meðlimir. Feð- ur eru líka farnir að gefa sonum sínum félagsskírteini í fermingar- gjöf og einn Vestur-lsiendngur hafði sent 4 bræðrum sínum hér heima að gjöf sitt félagsskírteinið hverjum. Rætt var um að hefja nú rannsókn- ir á því hver hagur er að því, fóðra kindur með kraftfóðri. Var tillög- umaður Sverrir Gísason, frá Hvammi. —Mislingarnir hafa orðið teptir hér að þessu sinni, sem betur fór. Aðeins ein stúlka er nú eftir í sótt- varnarhaldi. Reykjavík, 24. maí —Safnaðarfundur var haldinn í gærkveldi. Kosn<r í sóknarnefnd: S. A. Gíslason, (endurkosinn) með 25 atkv. og Guðm. Bjarnason/klæð- skeri með 24, (K. Zimsen baðst und- an endurkosningu). 1 héraðsnefnd var kosinn Kn. Zimsen með 29 atk., (í stað Joh. Sigfússonar, sem baðst undan endurlcosningu). —Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, vidi iáta taka hurðir frá bekkjunví kyrkjunni, svo öll sæti væru jöfn fyrir almenning. —Fánamálsnefndarábtið er nú verið að prenta. Talið að það verði um 15 arkir prentaðar og þannig ekki svo lítil bók. —Heyið sem hingað kom með Ceres, til Helga í Tungu var útvegað af versluninni “Hermes.” Hefur sú verslun útvegað alls 17 smálestir af heyi í vetur og hefur þetta komið sér einkar vel. Er ekki auðvelt að fá sk*pin til að taka þenna flutning þar sem svo ódýr og um leið létt vara þoiir ekki hátt flutningsgjald, en vörugjaldið er Ms eyrir fyrir tvípundið. að leggja nokkurt fé íram. Er mælt að stjórnin hafi heitið að ættla fjórveitingar til þessa í næsta fjór- iagafrumvarpi sínu. (Lögrétta, 27. maí) AFLASKÝ RSLA Fiskifélags íslands. Afli veturinn 1914 Staður Afli Reykjavík, á botnv. sk.....2808,000 Reykjavík, ó þilskip....... 294,000 Hafnafj. á þjlskip.......... 49,000 Grindavík, opin skip....... 185,751 .Þorláksh.................. 132,991 Stokkseyri, o.s............. 63,884 Eyrarb. o.s................. 29,616 —Veðrið hefur breyst til batnaðar nú síðustu dagana, frá því á mánu- dag. Á laugardaginn snjóaði fram- an af degi og gerði þykt föl yfir alt, er ekki tók upp til fulls fyr en á mánudag. —Jarðarför frú Katrínar E^nars- dóttur fór fram síðastl. laugardag. Síra Jóhann Þorkelsson flutti ræðu á Landakotsspítalanum, en síra Bjarni Jónsson í Dómkyrkjunni. Kvæði hafðj ort Guðm. Guðmunds- son, skóld. —“Faust” Goethes er Bjarni Jóns- son frá Vogi nú byrjaður að þýða. Síðasta tbl. “Birkibeina” frá fyrra óri, (des.1913) er nýkomið út og þar í upphaf þýðingarinnar. Lögr. lítst vel á það og vill hún hvetja B. J. til að láta framhald verða á því verki, en hann gefur í skyn í blaðinu, að tvísýnt sé um að svo verði. —Kvöldið 27. apr. var boðað til fundaí í Iðnaðarm. húsinu hér í bænum til þess að ræða um þörf fyrir stofnun rafmagsstöðvar hér. Fundinn boðuðu Jón Borláksson landsverkfr., P. Smith símaverkfr., Magnús Benjamínsson úrsm., Jóna- tan Þorsteinsson kaupm. og Brynj. Björnsson, tannlæknir. Fundar- stjóri var Kl. Jónsson landritari. Jón Þorlaksson flutti erindi um fundarefnið, Síðan urðu lítils hátt- ar umræður. Að lokum var sam- þykt svohij. ályktun:—“Fundur húseigenda og húsráðenda í Reykj- avík 27. apr. 1914 skorar hér með á bæjarstjórn Reykjavíkur að taka til yfirvegunar, hvort ekki sé til- tækilegt að byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn, og að gera sitt ítrasta til þess að koma því fyrirtæki í framkvæmd sem fyrst, ef það áiítst kleift. Jafnframt felur hann fund- arboðendunum að bera þessa álykt- un fram fyrir bæjarstjórnina og rökstyðja hana.” —Af Langanesi er skrifað 24. f.m.: “Hér er nokkur breyting á orðin veðráttunni.sem vonandi er að fram- hald verði á; hún varð á 4. í pásk- um. Ekki er samt enn komið upp nema brydding við sjóinn og lithr blettir á hávöðum, sem ekki er hægt að koma fé á vegna bláa og ófærðar. Sauðfé el ég þó létt af við sjóinn, ef ekki spillir aftur.” —Nýtt strandferðaskip hefir í>ór- arinn Tulinius keypt í Noregi. Það heitir "Vibrand” og sagt, að það skip eigi að koma í staðinn fyrir “Ask"., * * # HÁLLÆRI A ISLANDI eftir Ingólfi) —Veturinn hefir verið einn hinn harðasti sem menn muna, víða um land. Snjóar í Bingeyjarsýslu og Noíður-Múlasýslu með ódæmum, svo að ekki geta aðrir gert sér í hugariund, en þeir, sem séð hafa sjálfir eitthvað líkt. Fé er nú með flesta móti um land alt, og það sem forðar almenn- um feili á Norðurlandi eftir siíkan fimbulvetur er það, að menn voru þar í besta lagi undir vetur*nn bún- ir, því að heyskapur var þar ágætur í fyrra sumar. I>ó er það auðskilj- anlegt, að sorfið hafi að bændum á heyskaparlitlum útigangsjörðum, þar sein beit bregst harla sjaldan, þótt nú hafi gersamlega fyrir hana tekið lengi vetrar. Raunin hefir og orðið sú, t.d. í sumum sveitum Norður-Þingeyjarsýslu, að siíkir bændur urðu á þrotum um páska eða fyrr og urðu þá að hlíta hjálp þeirra, er sjólfbjarga voru en vart eða ekki aflögufærir, og þar af leiddi að yfirvofandi hætta fór að verða almenn. - Þótt veturinn hafi verið snjóa- minni á Suðurlandi, hefir hann þó verið mjög gjaffeldur og harður, en það sem mestu skiftir er það, að sunnanlands og vestan voru hey bæði ill og lítil í haust sakir rign- inganna miklu og kuldanna um sláttinn í fyrra. Margar sveitir hér 1 kring eru því enn verr farnar en harðindahéruðin á norð-austur- landi. —Sæsíminn eyja á milli í Færeyj- um slitnar svo þráfaldlega, að ekki þykja nokkur tiitök að lappa upp á hann lengur. Hefur það því orð- ið að ráði að setja þráðlaust sam- band mili eyjanna. Fyrirtæki þetta er ofvaxið Færeyingum, nema þeir fái stuðning annara og hefur því lögþingið skorað á dönsku stjórnina Innistöðutími sauðfjár var orð- inn 27 vikur í Melasveit og víðar í Borgarfirði nú fyrir skemstu. Má því nærrf geta hvernig komið er þar, sem hey voru skemd og birgðirnar litlar þegar á haustnóttum. Margir hafa keypt allmikið af mjöli til gripafóðurs og einnig hefir þurft að gefa sauðfé töðuna frá kún- um. Er því svo komið ekki óvíða, að hey eru þrotin bæði handa sauð- fé og nautgripum. Vandræðin eru því orðin mikil og almenn í sumum sveitum. Fá- tækir smábændur fá ekki lán i kaupstöðunum til þess að bjarga gripum sínum, þegar búist er við, að þeir felii sauðfénaðinn og hafi svo ekkert til þess að borga með. Á hverju eiga þá kýr þeirra að lifa ?— Þetta er alvörumál og enginn skáld- skapur, enda haft beint eftlr skil- ríkum mönnum úr harðindasveit- unum. Sauðfé er og þegar farið að falla af kvillum þe’im, sem stafa af fóður- skorti. T.d. er sagt að hundrað fjár sé dautt fyrir nokkru í Sveina- tungu í Norðrárdal og allmargt fé á fjórum bæjum utan Skarðsheiðar í Borgarfirði.—Austur í Flóa hafa verið skotnir nokkrir hestar, sem ekkert fóður höfðu og voru aðfram- komnir úr hor. Islenzkar sagnir. Endurminningar úr Hjaltaslaða- þinghá frá 1851 til 1876. Eftir þorl. (,Jóakivisson) Jackson (Framhald). SUMARVINNA Sumarkauptíð. Seyðisfjörður var gjörður að verzlunarstað árið 1853. Áður máttu Hjaltastaðaþinghár menn sækja verzlun sína á Eskifjörð. — Þaðan, sem ég ólst upp, í miðri sveit, var dagleið til Seyðisfjarðar með lausa hesta; vegurinn lá suður sveitina og svo eftir hálsum upp frá nyrztu bæjum í Eiðaþinghá; þá tók við Gilsárdalur, sem beygðist í suðaustur, svo Vestdalsheiði, og var kallað á hellum, þar sem heiðin byrjaði. Vegurinn lá suðaustur með stöðuvatni, sem nefndist Vest- dalsvatn. Þegar heiðin endaði, tóku við margar brekkur snarbrattar; sú fyrsta og efsta nefndist Vatns- brekka, fyrir neðan heiðarbrúnina. Þaðan sá maður ofan í Seyðisfjörð. Tvær neðstu brekkurnar nefndust Bröttubrekkur. Þá tók við Vestdal- ur og rann á eftir honum, nefnd Vestdalsá. Skamt frá veginum við ána stóðu beitarhús bóndans í Vestdal (í Seyðisfirði); þar höfðu menn oft náttstað á haustin á heim- leið úr kaupstað. Svo lá vegagatan fram hjá hjalía, sem nefndist Hrútahjalli og meðfram brattri fjallshlíð ofan á Fjarðaröldu, verz- unarstaðinn við fjarðarbotninn. Vegurinn skiftist í tvent áður en komið var ofan á láglendið við sjó- inn; lá annar út með sjó til Vest- dalseyrar norðanvert við fjörðinn. Kaupstaðarferðum höfðu bændur lokið áður en heyannir byrjuðu. Menn voru þetta frá hálfum öðrum sólarhring til tveggja í ferðinni, eftir því sem munaði á vegalengd. Stundum voru menn lengur, ef mannmargt var í kaupstað og þar af leiðandi seinni afgreiðsla. Menn komu oftast í kaupstað að morgni dags, og eftir að hafa lagt inn ull sína tóku menn út varninginn, sem þeir fluttu heim. Mest var það korn vara; lítið var keypt af klæða- vöru, litið af kaffi og sykri, að eins fáein pund til ársins; ekki var gleymt, að taka á kútinn brennivín og á flösku fyrir veganesti. Korn- tegundirnar voru þrjár: rúgur, bankabygg (almennt kallað grjón) og baunir; mest var keypt af rúgn- um. Hestinum var ætlað að bera korntunnu, sem var rúmlega 200 pund að þyngd. Kornpoka sina bundu menn ramlega með leður- ólarböndum, og höfðu part af sauð- arbjór utan á pokanum innan við bandið, á þeirri hliðinni, sem að hestinum sneri. Menn lögðu oftast af stað úr kaupstað að kveldi; mættu þá oft á leiðinni heim öðr- um, sem voru á leið til kaupstaðar, og voru þá tekin upp vegaglösin og rétt þeim hinum sömu. Vegir skiftust skamt fyrir norðan Gilsár- dalsmynnið og lá annar ofan að Gilsárteigi í Eiðaþinghá, en hinn út til Hjaltastaðaþinghár. Þar voru menn vanir að taka klyfjar ofan og hvíla sig um stund. Veganesti, sem menn höfðu í pottbrauð, ost og smjör, og sumir höfðu kjöt, sem bjuggu bezt, voru þá upptekin. Ásauðargæzla og mjólkurhirðing. Eftir fráfærur létu bændur gæta ásauðar í haga nótt og dag fram að túnaslætti; hjá flestum höfðu tveir menn það verk á hendi, einn á daginn, en annar á nóttunum; ærn- ar voru reknar hraðara í haga en úr; það var ætlast til, að þær gengi hægt og bítandi lieimleiðis til mjalta. Misjafnt hepnaðist mönnum ásauðargæzla í haga; sumir létu ær dreifa sér víðsvegar um hagann og ráku þær svo saman skömmu áður en átti að fara að reká þær heim. En sumir þorðu ekki annað en að halda þeim svo saman, að þeir sæu alt af til þeirra. Að byrjuðum ganga sjálfala í haganum og smala túnaslætti var farið að láta þær þeim heim kveld og morgna. Og smalamenskan gekk eftir því, hvað menn voru aðgætnir og frískir til gangs og hvernig fjárhunda menn höfðu. Þegar komið var með ær i mjaltastöð, voru þær reknar i kvi- ar; þar tóku konur við þeim og mjólkuðu, þrisvar framan af sumri hverja á, af þvi beztur kraftur þótti i eftir-mjólkinni til smjörs- og skyrgjörðar. Kveld og morgna var það verk kvenna, að hirða um mjólkina, og gjöra úr henni skyr og smjör. Á Kóreksstöðum var í minni tíð i nokkur ár seldvöl höfð, einsog getur um í fornsögunum; skyrið var flutt heim vikulega úr selinu. Seldvöl var lokið um túna- sláttar byrjun. Hegannir. Heyannir byrjuðu vanalega í tólftu viku sumars og stundum fyr, ef grasspretta var góð. Að heyskap var unnið um það þrjár vikur áður en túnasláttur byrjaði. Sláttuljáir manna voru heima-smíðaðir. Skozk- ir ljáir voru nýfarnir að sjást hjá einstöku mönnum i sveitinni, þeg- ar ég fór þaðan. Konur rökuðu saman slæjuna í breiðu, sem kallað var flekki, þegar þerrir var góður, en i föng eða hrúgur, þegar þerrir- laust var. Einsog karlmenn voru misjafnir sláttumenn, eins voru konur það við rakstur. Svo var líka kröftuin þeirra ofboðið við þá vinnu; þær þurftu að draga heyið saman með hrífunni og bera það saman i fanginu. Við að binda hey, þegar það var flutt heim, unnu oft- ast karl og kona. Það var aflraun fyrir karlmanninn, að láta hey- baggana upp á hesta, einkum þegar það voru votabands-baggar, þegar hey var flutt af votengi á þurkvöll. Oft lyfti konan undir fyrri baggann og varð svo að standa undir hon- um á meðan sá seinni var látinn upp. Oftast var unglingur látinn flytja hey heim. Hann tengslaði hestana saman hvern aftan i ann- an; flutningsmaðurinn fékk stund- um að ríða léttings-hesti við flutn- inginn. Heimafyrir tók maður á móti heyinu og hlóð þvi upp, og kallaðist, að búið væri að “kasta heyinu”, þegar það var algjört upp. Þegar þurfti að fara að þekja heyið með torfinu, þá bar maður torfuhringina upp stiga, en maður, sem upp i heyinu var, seildist eftir ftirfuendanum og dró torfuna upp á heyið. Menn skorti hagsýni i því, að veita sér áreynsluverk við hey- skap og annað léttara, en gjört var, — menn reyndu mikið meira á krafta sína en þurft hefði að vera. Það var t. d. þegar menn þucftu að ná heyi upp á þurt land af vatns- engi, þá voru menn að ýta því og draga á sjálfum sér; stundum dróu menn það á nautshúðum. Víða var botninn á vatnsengi þessu svo ó- fær, að menn við þessa áreynslu sukku á kaf, þegar minst varði, og höfðu nóg með að ná sér upp aftur. Þetta gekk svona, þar til einn mað- ur i sveitinni, Torfi Jónsson frá Sandbrekku, sem eg hefi áður getið um, þá kominn að Ásgrímsstöðum, — fann ráð með einföldum útbún- aði til að draga hey úr vatni með eins hests afli; eftir það tóku allir það eftir ’honum, og /þótti þessi uppfinding mikils virði. Vanalega var vinnutimi lenfjri þá daga, sem verið var að flytja hey heim, held- ur en aðra daga. Hestar voru flutt- ir út í haga og heftir í tágarhöft- um; þeir urðu að láta sér nægja grasið óg vatnið að lokinni dags- brúkun. Túnasláttur byrjaði vanalega þegar að 14 vikur voru af sumri. Þegar þurkatíð var, föru menn á flakk með afturelding og slógu inorgunbrýnu; um það kl. 6 fóru menn heim og neyttu morgun- skatjs, og slóu svo þar til fór að þorna í rót; þá fóru menn heim og neyttu morgunverðar og lögðust til svefns og sváfu þar til miðdags- verður var gefinn, um það kl. 3. Nærri miðaftni (kl. 6) fóru menn út til að slá kveldbrýnu, og slóu þá þar til þeir sáu ekki lengur til. Við að þurka töðu og hirða lögðu konur dyggilega til sinn skerf í vinnunni. Þær sléttuðu úr töð- unni úr ljámúgunum og sneru henni svo um, svo hún jafn-þornaði. Þeg- ar verið var að binda heim, tóku karlar ofan af það mesta af töð- unni, en konur rökuðu dreifinni á eftir. Æskilegt hefði verið, að hafa heykvísl við töðuvinnu. Mest alla töðu báru menn heim á bak- inu; þó var stundum hesti brugð- ið fyrir og bundnir á hann baggar, þar sem ekki var mjög þýft. Að lokinni töðuhirðing voru töðugjöld gohlin; höfð tilbreyting i mat. Eins var lijá sumum goldinn slagur, sem kallað var, þegar hey- skap var lokið: höfð matartil- breyting. (Niðurlag á 3. sðu) Það skýrir best hina feykilegu vinsæld BLUE RIBBON at5 þaö er einlægt hiö sama áæta te. Gæöi þess breytist aldrei. Þeir sem drekka þaö, vita aö þaö er besta teiö1 Spuröu eftir því meö nafni. Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE , RIBBON MATREIÐSLUBÓKINA. Skrifið nafn og ut- anáskrift greinilega. j j A Þessum dögum hinna almennu umkvartana um peningaskort og hvað verzlunin sé dauf,j,þá má geta þess, að engin hnekkir eða rýrnun hefur verið á sölunni á “MAGNET Cream Seperator Vér höfum haft “MAGNET” til sýningu alt til þessa dags. Og vér erum hæst ánægöir meö söluna. Vér höfum ekki þurft annaö til aö selja “MAGNET” en meömæli þeirra, sem hafa notaö hana, og þaö er mesti fjöldi manna sem ótil- kvaddir lofa hana, og þakka ágæti Mag- net vindunnar hvaö mjólkur-bú þeirra hefur gefiö þeim mikinn arö. Mannlegt vit hefur ekki enn sem komiö er getaö fundiö áreiöanlegri og fullkomnari aöferö til þess aö ná seinustu smjör ögninni úr mjólkinni. Heróp vort og einkunnarorö er “aö fullnægja. Og þaö gjörum vér, hvaö sem þaö kostar. Ver getum sannaö, hvert einasta orö er vér fullyröum yfirburöi “MAGNET skilvind- unnar á heimili þínu yfir allar aörar vindur—og þaö upp á vorn eigin kostnaö. The Petrie Manufacturing Co., Ltd. Verksmiöja og aöalskrifstofa Hamilton, Ont. Vancouver, Calgary, Regina, Winnipeg, Hamilton, Montreal, St. John WHITE & MANAHAN LTD. Winnipeg—32 ára—Kenora _ Búðin sem alla gerir ánægða Karlmanna sterkar “duck” yíirbuxur, parið... ......^$1.00 til $1.26 Þykkar “Twill” vinnuskyrtur....................$0.90, 1.00 og 1.25 Sérstakt verð á röndóttum, óstífuöum skyrtum, allar stærðir, bver $1.25 Sumar nærskyrtur og buxur, hver................... •........ • ^Oc Karlmanna alfatnaður, vel gjörður úr góðu ensku Tweed 811, Vinnubuxur: jrott efni frá %z oo fjrrir parið oK npp Skoðið °kk»r s^rstöku s®kka 25 cent parið, fást einuncis hjá White & Manahan Ltd. Karlmanna axlabosd. kragar, hálsbönd o, s frv , af öllum litum og laci. WHITE & MANAHAN, LTD., 500 Main Street FA R B R E F ALEX. CALDER & SON General Steamship Agents Ef þér hafið í hyggju aS fara til gamla landsins, þá talið við oss eSa skrifið til vor. Vér höfum hinn fullkomnasta útbúnað í Canada 633 MAIN STREET PHONE MAIN 3260 WINNIPEG, MAN. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.