Heimskringla - 25.06.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.06.1914, Blaðsíða 4
Bls. 4 HEIMSB.RINGLA WINNIPEG, 25. JÚNÍ, 1914 Heimskringla (StofnatS 1886) Kemur út 4 hverjum flmtudegl. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. VertS blahsins í Canada og Bandarikjunum $2.00 um áritS (fyrlrfram borgah). Sent til tslands $2.00 (fyrirfram borgah). Allar borganir sendist rátSs- manni blatSsins. Póst eha banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Rltstjóri RÖGNV. PÉTURSSON RátSsmaTSur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street, Winnipeg BOXSI7I. Talslmi Oarry 4110 Sveinn Thorvaldson. Einsog áður hefir verið minst á, hér í blaðinu, er útlit með kosningu Sveins Thorvaldssonar hið besta í Gimli kjördæminu. Fylgja honum hérumbil eindregið allir íslendingar þar neðra eins og maklegt er. Einn- ig stórir hópar útlendinga og flest aliir þjóðverjar og candadískir menn þar í kjördæminu. Er hann því vafalaust sama sem kosinn. Ekki hafa heyrst andmæli gegn út- nefningu hans í einu einasta blaði hér f fylkinu, og eru slíks fá dæmi. Hversu sterkt flokksblað sem er, fró hlið LiberaJa, hefir þar ekki sést eitt aukatekið orð » hans garð er jpiður mátti ypra * En bú hversu víssír sem menn eru í sinni sök, með kosningu þans þann 10. júlí nœstk. ættu þó engir að liggja á liði sínu þessa dága íram að kosningunnl, heldúr að vinna alt er þeir geta í þágu þess að hann nói sem mestum yfirburð- um er kosningin er um garð. Það gjörir honum léttara starfið síðar fyrir fólksins hönd eftir að hann er kominn í embætti. Er oftast litið ó það með hvað miklum yfirburð- um að þingmenn eru kosnir yfir andstæðinga sína, því það þykir sýna samheldni byggðarinnar. Eins ber líka að geta að því, að einmitt þeir mennirnir sem oft eru sterkastir, ná ekki eins miklum yfirburðum, vegna þess að allir hafa talið þá svo sterka, að margur hefir ekki hirt um að fara á kjörstaðinn né greiða atkvæði, ætlað það myndi lítt saka að þessu sinni. En slíkt er fjárstæða. Og nú í þetta sinn mega íslendingar ekki gjöra slíkt. í>eir þurfa ailir að koma; það er uin þeirra mann að velja, og þeim ber að sjá um að hann sé ekki látinn eftir liðvana er í orustuna er komið. Eyrsta verk hvers atkvæðisbærs manns er að fara á kjörstað kosn- ingadaginn og greiða atkvæði sitt —láta ekkert annað sitja fyrir því— og greiða það með en ekki móti, þjóð sinni, sveit og sannfæringu. Framfarasaga Manitoba síðan 1899. V. Eínahagur og gróli fyikislns. Aliar þær miklu framfarir, sem orðið hafa í fyikinu síðan 1899, og og sem vér höfum þegar bent á, bera það ineð sér, að efnahagur fylkisins hefir ekki getað staðið i stað við það, sem hann var fyrir 15 árum,— því fátt af því, sem gjört hefir verið hefði verið mögulegt, ef sá eymdar- hagur hefði ríkt, sem átti sér stað hér fyrir aldamótin. Að breytingar hafa orðið á efna- hag fylkisins og fylkisbúa, er mörgu að þakka. Auknar samgöng- ur sköpuðu aukin efni. Þær færðu landinu og jarðarafurðunum það verðmæti, sem hvorttveggja hafði til að bera, en gat ekki í ijós_ komið meðan alt var í ólestri. Annað var það, að þess meira, sem gjört var af því opinbera, þess meiri urðu efni fylkisins að sama skapi. Því einsog starfið framleiðir ríkidæmi hjá einstaklingunum, svo gjöra all- ar framkvæmdir þess opinbera. — Framfaralaus stjórn, einsog fram- takslaus bóndi, — stofnar hvað góðu búi sem er i voða og safnar skuldum. Þegar núverandi stjórn tók við, var mannfjöldi Manitoba rúm 250,000. Engir stórbæir til. í Win- nipeg voru eitthvað um 42,000 íbú- ar. Almenn atvinnudeyfð um aít. Hér í bæ var meðalkaup verka- manna um $1.50 á dag yfir hásum- artímann, en meirihluta ársins var ekkert að gjöra. Húsakynni hér í bæ voru léleg; óvíðast til þau þæg- indi, sem nú eru uin allan bæinn, svo sem vatnsleiðsla, ræsi, raflýsing og fleira. Götur bæjarins voru eitt forardrag. Peningar engir til, mann- fjöldinn lítil, eignir verðlausar, svo ekki var ha'gt að gjöra bænum til góða einsog þyrfti. Eftir aldamótin kom breytingin. Og af hverju stafaði hún? Því, að landsbygðinni var meiri sóini sýnd- ur en áður, — Því að á framförum iandsbygðanna byggjast framfarir bæjanna. Um leið og stjórnin byrjaði að opna upp ný svæði og koma fjar- liggjandi héruðum' fylkisins i við- skifta- og samgöngu-samband við miðbik fyikisins, hóf hún nýja stefnu í innflutningamá.lum. 1 stað umfars prédikara, er sjaldnast gjörðu mikið, setti hún á fót fastar skrifstofur í helztu bæjum Banda- ríkjanna og Evrópu, og höfðu skrif- stofur þær á reiðum höndum allar upplýsingar um þetta mikla vestur- land. Upplýsingarnar voru ábyggi- legar; saindar undir umsjá þess op- inbera og á áþyrgð þess. Þetta hóf nýtt timabil í innflutn- ingamálum fylkisjns. 1 stað skrums og óáreiðunJegra sagna fékk fólk á- byggilegar upplýsingaú PaB niyud- Hfij tiltrú hjá fólki til þessa mikla meginlands, og þtið flutti hingað pnnvörpum. Fylkin fyrír vestan Manítoba nutu góðs af Þessu starfi Manitoba; þangað fór fjöldi hianns og eyðilöndin bygðust þár upp, en stórum fjölgaði fólki hér i fylkinu líka. Á r i ð 19 11 er fólkstalan orðin hér 4 5 5,6 1 4, eða sem næst tvöfaldast á 10 árum. Siðan manntalið var tekið, eru liðin 3 ár, og því ekki óliklegt, að á þessum þremur árum hafi fólki fjölgað um 150,000 manns, því i Winnipeg bæ einum hefir fólkinu fjölgað um 80,000. Er það þá lítið í iagt, að í öðrum bæjum fylkisins og í lands- bygðunum hafi jafnmargir bæzt við. Að minsta kosti mun óhætt að fullyrða, að i fylkinu séu nú um 600,000 manns. Hvað þýðir þetta fyrir fylkið? Til er sá málsháttur, að margar hendur vinna létt verk, og eftir því, sem fleiri eru hendur til starfa, er meira gjört. f fyrsta lagi þýðir fjöl- bygðin meiri tekjur fyrir fylkið, sveitirnar og bæina, i sköttum og útsvörum, og þá næst meiri fram- leiðslu í jarðarafurðum og frá verk- stæðum. Eftir því, sem óbygðin smækkar, eftir þvi vex ekrutal af ræktuðu landi. Fylgja hér nokkrar tölur, teknar upp úr ríkisskjölum fylkisins, er þetta sýna: Árið 1900 lögðu bændur í húsa- byggingar $1,351,000, en árið 1913 $2,966,125; eða rúmt helmingi meira. Var þó árið sem leið ekkert sérstakt veltiár, hvað peninga á- hrærði. En búskapurinn i fylkinu stendur mcð blóma og gátu bænd- ur sér því fyrirhafnar- og méina- lítið gjört þetta. Enda sýna búnað- arskýrslur það, er litið er á þær. Árið 1899 er eign bænda í lif- andi peningi þessi: 1 hestum 102,- 655, nautum 220,248, sauðfé 33,092, og svínum 66,011. Það ár eru seld- ir alifuglar: Turkeys 64,762, gæsir 29,465 og hæns 270,005. Árið 1913 eru bændaeignir/iærri þrefaldaðar i búpeningi Hestar 300,753, naut 456,936, sauðfé 52,142 og svín 248,254. Þá eru seldir ali- fuglar, sem hér segir: Turkeys 176,964, gæsir 79,940 og hæns 777,- 808. — Þessi mikla framför í fugla- og kvikfjárrækt er einnig á parti búnaðarskólanum að þakka, er eflt hefir mjög alla skepnurækt i fylk- inu. Þó koma áhrif skólans hvergi betur í ljós en í meðferð mjólkur og sáðtegunda. Hefir skóiinn og akuryrkjumáladeildin verið bein orsök í því, að arðurinn af hverri skepnu er nú meiri en þriðjungi hærri að vöxtum til, en áður var, og uppskera vaxið um fastan þriðj- ung við það, sem áður var. Hefir mönnum stöðugt verið kent og bent, hvernig með akra ætti að fara, svo þeir gæfu meira af sér en áður, — verjast illgresi og breyta til um sáðtegundir. Hefir það eitt út af fyrir sig aukið mikið við efna- hag bænda, Því það munar ekki svo litlu, að fá árlega þriðjung til fimta hluta meira af hveri ekru, með sömu vinnu sem áður var. — Hefir svo talist til, að með hinu bætta búskaparlagi, sem akuryrkju- deildin hefir komið til vegar, hafi yerið aukið við framleiðslumagn fylkisins á síðastliðnum 5 árum meira en sem því svarar, sem bún- aðarskólinn hefir kostað til þessa dags! Bænda-uppfræðslan hefir á- valt borgað sig, og það hefir stjórn- in séð frá því fyrsta, og lagt við hana líka alla mögulega rækt Samanburður jarðyrkjunnar á þessum tveimur tímabilum 1899 og 1913 er eftirtektaverður, og þó ekk- ert sé annað, sýnir það velmegun- ina í fylkinu. Árið 1899 eru alls 2,428,974 ekrur af ræktuðu landi í fylkinu, er það nokkru minna, -— sem nxst milíón ekrum minna — en notað er fyrir hveiti eingöngu árið 1913. Tiilurnar eru þessar: c — o S*. £ CO - » C 3 H .s g *> v O íO Ol S-B t) o ot — o (M tíiIMhQO M r—1 co co rH Ci c rH oo 00 H H ÍO H (M iO H OThCOof- iO (M iH 00 H o. gð H 31 ic iO ssisa* crT lO 05 rH H o «e « Í*í H H JS • ■sí 00 ^ „ ö - - - f rQ rH CO tr- aó oi H W W H tG 00 a <3J crs OO -sj H 5 æ! I—I UJ Ctí «5 ia '.£> a a rH GO oT itf oi —T Ol U- 00 C' t c H lO i—4 oT t— ca od (M X tíð o © .H »2 8 qa •H l_< -*-» © bc H > CÖ • •H *“• *0 X ^ _ © o ^ > *-« WKilPflííJoSi! CD "3 B cd OQ Ræktun landsins hefir þannig farið fram hraðskriða á þessum síðastliðnu 15 árum. Yfir 4,000,000 ekra hafa verið ræktaðar, er áður voru í órækt, eða ræktað land hefir meira en þrefaldast að stærð um þenna tjtna. Að meðtöldu öllu eldra landi, er áður var í akri, hefir uppskeru-meðaltal hækkað, einsog áður er bent á, og er það vaxandi þekkingu bænda að þakka. En alt svo mikið framförin er í akuryrkju, er hún þó meiri í mjólkurbúnaði. Árið 1899 eru seld 2,357,040 pund af smjöri á $833,578.93, og 848,578 pund af osti á $86,980.16. En 1913 eru seld 8,217,898 pund af smjöri á $2,104,368.49 og 1,151,729 pund af osti á $195,244.51. Er sama á hvaða hlið búnaðar- ins er litið þegar fylkið er tekið til athugunar sem heild, þá er framförin allstaðar söm og jöfn og ber vott um efnalega velgengni. Þetta er um almenna liðan talað. En þá er að athuga efnahag fylkis— ins frá sjónarmiði þess opinbera, bæði tekjur og skuldir. Árið 1899, þegar Greenway- stjórnin skildi við, var sjóðþurð, sem svaraði einum fjórða úr milíón eða $248,186.40. Var það skuldir við banka og óborgaðar skuldir í hinum ýmsu stjórnardeildum. Þá var nýbúið að selja veðskuldabréf fyrir rúmar þrjár millíónir og eyða af þeirri upphæð $748,801.39. — Mátti því segja ,að sjóðþurð og tekjuhalli væri sem næst milión dollars. Fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að borga þessar útistandandi skuldir, en til þess tók hún hálfrar milíón dollara lán og gekk það fyr- ir skuidirnar, í 'styrkveitingu til járnbrautafélaga, er Greenway var búinn að skuldbinda fyikið við, og aðgjörðir á stjórnarskrifstofunum. En síðan hefir ekki þurft að taka lán til að mæta útsvörum. Hafi um stórkostleg fyrirtæki verið að ræða, svo sem talsíma-lagninguna um fylkið, hafa veðskuldabréf ver- ið seld til þess að kosta það. Enn- fremur rikis-kornhlöðurnar, er fylkið keypti tii þess að brjóta niður hveitikorns einokunarverzl- unina, er komin var á hér í fylk- inu; og stjórnarbyggingar og mentamálastofnanir. Alls nema veð skuldabréf fylkisins nú rúmum $17,000,000. Hefir þeim peningum öllum verið varið í arðberandi fyr- irtæki, sem verða búin að borga til baka þessa upphæð um það hún fellur í gjalddaga. Til allra opinberra þarfa hafa tekjurnar nægt og verið afgangur. Eignir fylkisins nú, í lánum til sveitahéraða, arðberandi fyrir- tækjum, fýlkislöndum, ógreíddu fé fyrir seld lönd og fleira, nema $59,905,127.58. Af því eru hreinar eignir, að frádregnum skuldum, $ 4 2,8 !) 9,5 3 4.26. Af því eru um $20,000,000, sem fylkið hefir auðg- ast á síðastliðnum 15 áruin, •— það er að segja, það opinbera. ótalin auðvitað öll verðhækkun á landi í fylkinu, sem þó stafar af umbótum, sem stjórnin hefir látið gjöra; svo sem framræslu, vegalagningu og þess háttar, því það er almennings eign og skiftir tuguni milíóna doll- ara. Auk þessa hafa verið borgaðar skuldir, er hvíldu á fylkinu, er stjórnin tók við, er námu um $2,000,000, ineð tekjum fylkisins. Ekki hefir þó orðið tekjuhalti; hafa þó útgjöld altaf farið vaxandi á þessum árum. Á siðastliðnu ári einu voru útsvör tii fylkisþarfa, sem hér segir: ___ . Mehtatnála ... . $668,832.38 Akuryrkjumála ........... 191,574.33 Fátækra ag sjúkrahúsa 127,405.20 Sveita !og opinberra verka.................. 287,499.97 Vegagjitrða.............. 133,701.88 Alls............$1,409,701.08 Síðasta ár Greenways voru út- svör þessi $266,630. Ár frá ári hefir verið tekju- afgangur og til samans í næstliðin 14 ár eða síðan 1900 er það $7,251,204.77, og hefir meginið af fé þessu gengið til nauðsynja- og arðseinis-fyrirtækja i fylkinu, sem annars hefði orðið að taka lán til þess að koma á fót. Með þeim tekjum, sem fylkið hafði í Greenways tið, hefði orðið lítið úr þeim fyrirtækjum, sem haf- in hafa verið síðan, því við helztu tekju-æðunum var ekki snert. Hann lagði alla byrðina á bændur og húsráðendur, en lét öll gróða- og stórfélög eiga sig. Þau guldu ekki cent i þarfir þess opinbera, svo sem járnbrautafélög, vátryggingarféloé, o. frv. En í þess stað var járn- brauttlfélögunum goldið úr fyikis- sjóði. Þeim var lofað að éta upp fé þjóðarinnar, er til almennra fyr- irtækja hefði átt að vera varið, — í stað þess að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Þessu breytti núverandi stjórn bráðlega. Með samningum sínum við C.N.R. félagið. Ákvað hún að það skyldi gjalda árlega i fylkis- sjóð 6 prósent af öllum tekjum þess innan fylkisins. Gekk sá samn- ingur í gildi árið 1900. Þá voru og öll vátryggingarfélög, er nokkur v\iðskifti htifðu vjð fylkisbúa, skylduð að borga vissa upphæð af tekjum sínum innan fylkisins. Enn- fremur var lagður skattur á öll dánarbú, er töldust yfir vissa upp- hæð. Vorii það stóreignabú, er þannig voru sköttuð, og viðtakend- ur látnir skila nokkru af þvi til al- mennings aftur, er þaðan var kom- ið. — Þá var og lagður skattur á hlutafélög, er sóttu um löggildingu og verzlun reka innan fylkisins. Er skattur sá miðaður við höfuð- stól félagsins. Að undanteknum sköttum vátryggingarfélaga og lítil- lega dánarbús-skatti, er hvort- I tveggja nam smáum upphæðum, voru engar þessar tekjugreinar til á dögum Greenways. Hafa tekjuliðir þessir gefið af sér sem hér segir í síðastliðin 14 ár:— Vátryggingarfélög .. $ 280,529.17 Hlutafélög ............ 1,000,143.49 Járnbrautjr............ 1,298,036.68 Dánarbú................ 1,117,522.47 Alls..............$3,696,2331.81 Síðustu 5 ár Greenway stjórnar- innar voru tekjur af dánarbúum um $67653.50, af vátryggingarfélög- um sem svaraði $5,204.81, eða til samans að eins $72,868.31. Af þessuin tekjuliðum hefir því fylkið grætt á siðastliðnum árum yfir 3Vi milíón dollara. Þá hefir komist jöfnuður á með tiilag úr sambandssjóði til Mani- toba síðan stjórnarskiftin urðu í Ottawa. Fram að þeim tíma var ekki hægt, hversu sem reynt var, að fá sömu réttindi fyrir þetta fylki og hin Vesturfylkin — af því þau voru Liberal. Fylkisbúum var neit-- að Lim stækkun fylkisins til jafns við vesturfylkin, og boðnar altaf einlægar smáuppbætur, sem fylkis- stjórnin hér ekki vildi líta við. Að lokum hafði stjórnin mál sitt fram fyrir fyikisins hönd. I-agt var til fylkisins landssvæði norður og austur af fylkis-takmörkunum gömlu, er tekur alla leið norður að Hudson-flóa; svo að stærð fylkisins er nú 251,000 fermílur, í stað þess að það var 76,176 fermílur áður. Peningatillagið var hækkað hlut- fallslega við hin fylkin, og fé var lagt fram tii aðgjörða og húsabygg- inga, er sambandinu heyrðí til að gjöra; og borgað var inn til fylkis- ins fé, er nam yfir 2 milíónir doll-- ara, sem Laurier stjórnin hélt inni, en fylkinu bar, samkvæmt upp^ runalegu samnipgunum, er sam- , þandið var myndað, Samningar jjessír við Borden- stjórnina voru fullgjörðir 1912. Með þeim þættist fylklnu þetlál Hundríið sjötíu og fimni jiiísund fermílur af iandi tsfem stækkun- in nam)'. Fjögra 'óra vextir d indi'stæðufé fglkisins i sambundssjóði ..$ 810,548.52 bjögra ára tillagsmun- ur við það sem Vesl- urfylkin voru uð ftt fyrir land, er sam- bandsstjórnin helg- aði scr í fylkinu. . . . 1,382,808.79 Htekkun sambandstil- lags órlega fyrir land, er gekk i sam- bandssjóð ............ 309,007.17 Vextir á hækkuðum höfuðstól ............ 202,637.13 Tillag til opinberra bygginga.............. 201,733.57 Samtals ....... $2,906,725.18 Af þessu eru framhaldandi tekj- ur frá ári til árs $ 65 0,6 3 7.1 3 (og að fengist hafa), sem má algjörlega þakka Roblin stjórninni. Hin efnalega afkoma fylkisins er því all-sæmileg. í fáum orðum þessi: Árlegar tekjur fylkisins eru yfir $6,000,000.00. . .Móti öllum skuldabréfum fylkis- ins stunda arðberandi fyrirtæki, sem meir en borga vexti og áfall- andi afgjöld á höfuðstól Flutningsgjald á korni fært nið- ur í lOc « hundrað pundum, án þess það kostaði nokkra tilgjöf. Er það fésparnaður lir vöstim bænda. /löfuðstóll fylkisins hækkaður, svo að árlegir vextir hans úr sam- bandssjóði hafa vaxið um $202,- 637.13. Tillag úr ríkissjóði hækkað um $309,007.17 árlega. Alt sima- gjald lækkað um 20 prósent við það sem var. Og fylkið stækkað mn 175,000 fermílur. (Og búfræðisskóli settur á stofn, er kostað hefir yfir þrjár millíónir dollara. Er það vítavert? Það getur hvinið í landanum einsog öðrum út af pólitiskum mál- um. En hvort sem það eru þeir eða aðrir, þá eru hljóðin og hvinurinn vanalega mestur, þegar málin eru þeim óljós, eða þegar rök og á- stæður eru litlar, eða málin eru svo vaxin,, að enginn vegur er að halda þeim fram með öðru en ó- hljóðum einum. Vér viljum nú spyrja vini vora og landa, sem bændur eru og í sveitum búa, hvort það sé virkilega alvara þeirra, að ásaka stjórnina fyrir það, að hafa lagt frain tvær milíónir fimm hundruð þúsund dollara til þess að hjálpa sveitunum tii að byggja góða vegi? Vilja þeir virkilega ásaka Sir Rodmond P. Iioblin fyrir það, að hann með frábærum dugnaði og forsjá fyrir réttindum fylkisins, móti ákafri mótstöðu Liberalflokks- ins í Ottawa, er þá hnöppuðust saman og risu öndverðir móti því,. að bæta við fylkið löndunum miklu norður að Hudson flóa og fá útkljáð fjármál fylkisins við Ot- tawa á sanngjarnlegan og fylkinu haganlegan hátt? Vilja þeir Virkiiega rísa á móti lögunum um héraðsbann — local option law — og ásaka eða for- dæma Roblin stjórnina fyrir þau? En þau lög hafa útrýmt brennivíns- garðanum og brennivínsbúðinni úr- stórum flákum fylkisins. Vilja þeir virkilega rísa á móti stjórninni fyrir það, að hún ótil- kvödd, af eigin vilja, hefir látið vinbannslögin gilda í hinum nýju, víðlendu sveitum fylkisins sem enga lögbundna sveitarstjórn hafa? Er það virkilega skoðun og sann- færing hinna íslenzku bænda, að stjórnin hafi verið of örlát, að leggja sjö hundruð þúsund dollara þessi seinustu fimm árin til efling- ar jarðræktar í fylkinu, — þar sem Liberalar lögðu að eins fram eitt huiidrað áttatíu þúsund og níu hundruð dollara til akuryrkju, þau seinustu fimm árin, sem þeir voru við stýrið? t Vilja íslenzkir bændur virkílega ásaka stjórnina fyrir það, að hafai gjört að gign hins opinbera alla talþræði fylkisíns, og veitt bændum fylkisins kost ú að fá talsrma á heimili sin, ef þeir vilja, og ohi leið hefir það opinbera fengið af þvi íekjuauka, sem nemur tugum þúsunda dollara, sem annars hefði alt farið í einstakra manna vasa?1 Vilja landar virkilega ásaka stjórnina fyrir stefnu hennar og gjiirðir, hvað aflstöðvar og vatnsafl snertir (hydro electric develop- ment), — stefnu þá, sem hefir geymt og trygt fylkisbúum, tiL þeirra eigin afnota, ait hið feyki- lega vatnsafl, sem til er í fylkinu?'' Vilja landar virkilega ásaka stjórnina fyrir, að hafa bygt hinn fegursta og bezta búfræðisháskóla heimsins til afnota handa þeirra eigin sonum og dætrum? Vilja landar virkilega ásaka stjórnina fyrír járnbrautarstefnu hennar, sem hefir aflað fylkinu brautakerfis, sem er hið bezta í öll- um Vesturfylkjunum, án þess að kosta fylkið eitt einasta cent, og sem hefir dregið mörg hundruð þúsundir dollara í vasa almenn- ings með lægri fhitningsgjöldum? Vilja landar virkilega berjast og vinna á móti því, að brautir fylkis- ins verði lengdar og tengdar við braut þá, sem verið er að byggja til Hudson fióans? Vilja landar virkilega vinna á móti þvi, að nýjar brautir verði lagðar í Manitoba? Vilja landar virkilega vinna á móti hlutasölulögunum, sem vernda íbúa Manitoba frá því, að lenda í klónum á samvizkulausum spekú- löntum og fjárglæframönnum? Eru landar því mótfallnir, að stofnað var embætti að líta eftir opinberum veiferðarmálum fylkis- ins (Public Utilities Commission- er) ? Vilja landar vera mótfalinir því, að stjórnin sá Winnipeg f.vrir op- inberum markaði fyrir lifandi pen- ing, sem inn þangað er fluttur utan úr fylkinu, eða að reist sé opin- bert sláturhús í sambandi við markaðinn? Vilja landar virkilega saka Rob- lin stjórnina fyrir það, að hún er að reyna að halda við óskertum í fylkinu venjum og háttum hins brezka stjórnarfyrirkomulags og stofnunuin þeim, sem því stjórnar- fyrirkoinulagi eru einkennilegar? Þegar til úrslitanna keniur, þá eru það kjósendurnir og þar á meðal landar vorir, sem verða að svara því skýlaust og hiklaust, eft- ir vandlega yfirvegun, hver sé sannfæring þeirra, skoðun og stefna í þessuin málum öllum, og bera stefnu jiessa saman við stefnu Liberala, sem með bcinni löggjöf (initiative og referendum) vilja eyileggja og að engu gjöra störf sinna eigin jiingmanna og sinna eigin foringja, beztu mannanna, sem þeir hafa, með því að láta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.