Heimskringla


Heimskringla - 25.06.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 25.06.1914, Qupperneq 6
/ Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚNI, 1914 MARKERVILLE, ALTA. (Frá frcltarilara likr.). 14. júní 1914. Þótt eg að þessu sinni sendi þessar fáu línur, rétt til mála- mynda, þá ber hér lítið til tíðinda, og er hver dagurinn öðrum líkur i því tilliti. Vorið byrjaði með fyrra móti — í marzmánuði — með hagstæðri tið, svo vorvinna byrjaði um miðj- an apríl, hjá flestum; mun sáningu hafa verið lokið öndverðlega í maí. Með þeim mánuði spiltist veðráttan — skifti um til ofþurka, storm- bylja og hita. Síðla í mánuðinum komu margar frostnætur, svo akr- ar frusu, víða til skaða; sérstak- lega vegna þess, að ofan á frostið komu megnir hitadagar — 85 til 100 stig á Fr.h. —, sem gjöreyði- lögðu sumt af því, sem frosið hafði, svo það á aldrei afturkvæmt. Um mánaðamótin síðustu kom hér regn- fall nægilegt, sem mjög bætír úr því, sem að var orðið, og grær nú grashagi og akrar óðfluga. En langt er siðan vorfrost hafa gjört hér slíkan hnekki, sem nú. Sökum þess verða akrar nú seint til, svo hætt er við, að haustfrost nái þeim víða, áður en þeir þorna. Ef nú sumartíðin yrði góð og hagstæð, getur orðið hér meðalár, en tæpast meira. Yfirleitt hefir góð heilsa og vel- liðan verið hér meðal fólks næst- liðinn vetur og vor. Þó hefir Hró- bjartur Einarsson, bóndi við Tinda- stól, verið vanheill og haft þar af leiðandi erfiðar ástæður; lá lengi, seinni hluta vetrarins, án þess að læknihjálp gæti orðið honum að Iiði. Yar hann svo fluttur á sjúkra- húsið í Red Deer, undir holskurð við meinsemd innvortis, sem tókst vel; er hann kominn heim fyrir nokkru siðar og sagður á góðum batavegi. Kvikfjárhöld eru í góðu Tagi hér í bygð, enda var fóðurþröng engin hjá bændum, byrgðir af heyjum og fóðurbætir hjá flestum. Markaður á afurðum bænda er heldur að lækka; má þó kalla, að hann sé við- unanlegur á flestu, nema hestum, sem eru nú í lágu verði og eftir- spurnin litil. Ræktað hey er yerð- laust eða því sem næst; eiga bænd- ur miklar byrgðir af því. Tveir góðir bændur og velmetn- ir fluttu héðan í vor vestur að Kyrrahafi, þeir Pétur Gíslason og Guðmundur Sigurðarson. Báðuin hafði farnast hér mjög vel og voru vi'ð góð efni, svo eigi- sýndist, að erviðar ástætur væru orsök í far- fýsi þeirra. “Fátt er kyrru betra’’, segir gamall málsháttur, og mun það vera svo í flestum tilfellum. Oss getur ekki skilist annað á- nægjulegra fyrir hvcrn mann, en una þar, sem honum líður vel, og forðast að freista gæfunnar með þvi, að voga til þess óvissa. ítrek- aðir flutningar hafa óhjákvæmilega 1 för með sér bæði tímaeyðslu, örð- ugleika og kostnað. En öðru máli er að gegna um þá, sem eiga- við ervið lífskjör að búa; þeir hafa ekki frá stórum heimi að hverfa, og þeim er vorkunn, þótt þeir leiti að meira timalandi fyrir sig og sína. En óefað verður dagsverkið stærra og minnilegra unnið á ein- um stað, ef heill og hainingja legg- ur sitt til, en sé það unnið á mörg- um stöðum; að sjá yfir ávöxt verka sinna í heild að kveldi, þegar dags- verkið er á cnda, er líklegt að flest- um verði huglátt. — Þetta eru útúr- túrar, sem eg bið afsökunar á. Skemtanir hafa ekki verið tíðar þenna síðastliðna vetur eða í vor. “Vonin hafði skemtisamkomu og dans þann 17. april sl. og “Iðunn” hafði aðra þann 5. þ.m.x Sira P. Hjálmsson flutti messu í íslenzku kyrkjunni á Markerville á hvitasunnudag (31. maí) og fermdi þá ungmenni þau, er hann hafði undirbúið á síðastliðnum vetri, 6 að tölu. í sömu kyrkju flutti messu í dag cand. theol. Ásm. Guðmundarson, frá Wynyard, Saslc., sem nýkominn var, fyrir milligöngu safnaðar- nefndarinnar. Sagt er að hann hafi lofað, að dvelja hér einn mánuð, til að flytja lýðnum fagnaðarerindi Krists. Snemma í síðastliðnum mán- uði kom hingað heiman frá ís- landi, herra Daníel Hjálmsson, bróðir síra Péturs Hjálmssonar. — hefir hann verið hjá bróður sinum, en er nú nýfarinn norður til Ed- monton. PROFESSOR LANGLEY Fyrir eitthvað 15 árum var Dr. Samúel Pierpont Langley að fást við að finna upp flugvél og þóttist eitt sinn búinn að þvi. Hún var gjörð af mörgum fcrköntuðum drekum, líkum þeim, er drengir láta fljúga í vindi. Hann fór að reyna hana á Potomac ánni, en mis- tókst, og liafði varið til þess öllu fé sínu og miklu af æfi sihni; dó svo meðfram úr vonbrigðum, og komst dreki hans í hendur Smith- sonian Institute í Washington. En nú tekur flugmaðurinn Curtis vélina og flýgur í henni sem fugl í lofti og gengur ekkert að. Kenna menn það smásálarskap stjórnar- innar í Washington, að leggja hon- um (Langley) ekki nóg fé til til- raunanna, að hann gat ekki flogið. Og liefði hann átt að vera hinn fyrsti flugmaður Ameríku — og heimsins. Hann var að reyna að lyfta henni fyrst frá. jörðu með fjaðrafli, og varð það til þess, að hann braut hana. Hefði hann rent henni fyrst á jörðunni, þangað til vindur komst undir vængina, þá hefði alt gengið vel. Wonderland Friday LUCILLE LOVE Series 8 Million Dollar Mystery —----Coming----- LOKUDUM TILBODUM árituSum til undirritat5s og merkt “Tender for Pub- lic Building, Red Deer, Alberta” veröur veitt móttaka á skrifstofu undirritatSs, bangat5 til 4 e.m. á mit5vikudaginn 15. júlí, 1914 til at5 byggja ipinbera bygg- ingu í Red Deer Alberta. Upprpwttir, skýrslur, samningsform og tilbot5sform geta menn fengit5 á skrifstofu C. A. Julian Sharman, Barn- es and Gibbs, Architects, Red Deer, Alt. met5 því at5 skrifa til póstmeistarans í Brandon, Man. og til stjórnardeildar þessarar. Engin tilbotS vert5a tekin til greina nema þau séu á þar til prentut5um eyt5ublót5um og met5 eigin handar und- i]*skrift þess sem ti 1 botSitS gjörir, sömu- leit5is áritun hans og it5natSargrein. Ef félag sendir *tilbot5, þá eiginhandar undirskrift, árftun og it5nat5argrein hvers eins félagsmanns. VitSurkend bankaávísun fyrir 10 p.c. af upphæt5 þeirri sem tilbotSitS sýnir, og borganleg til Honou]*able The Min- ister of Public Works, vert5ur at5 fylgja hverju tilbot5i, þeirri upphætS tapar svo umsækjandi ef hann neitar aö standa vit5 tilbot5it5, sé þess krafist, et5a á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur sem tilbot5it5 bindur hann til. Ef til- bot5inu er hafnat5 vert5ur ávísunin send hlutaöeigenda. Ekki naut5synlegt atS lægsta et5a nokkru tilbot5i sé tekits. R. C. DESROCHERS ritari.- Department of Public Works, Ottawa, 17. júní, 1914 Blöt5 sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir—61935 LOKUÐUM TILBOÐUM árituðum til undirskrifaðs og merkt; “Ten- der for Addition and Alteration to Public Building, Medicine Hat, Al- berta”, verður.veitt móttaka áskrif- stofu undirritaðs, þar til kl. 4 e.h. á mánudaginn 6. júlí 1914, um að byggja áðurnefnda viðbót og gjöra breytingar þær sem þarf. Uppdrættir, skýrslur og aðrar upplýsingar, einnig eyðublöð fyrir tilboð, má fá á skrifstofu umsjón- armanns, Mr. Thos. Tyler, Public Building, Medicine Hat, Aita.; Mr. Leo^ Dowler, Architect, Calgary, Mr H. E. Mathews, Superintendent Architect of the Dominion Public Buildings, Winnipeg, Man., og á skrifstofu undirritaðs. R. C. DESROCHERS rltari. Department of Public Works, Stóra Járnvörubúðin í Winnipeg. Allar rnögulegar járnvörur. Búðin okkar er ný og öll okkar á- höld fullkomin; þiö getiö því veriö viss um, aÖ til okkar er gott aö koma. Afgreiösla fljót og góð. Komið og skiftið aið okkur. Builders Harðvöru Finishing Harðvöru Mál Olía Construction Harðvöru Smíðatól og Handyðnar Verkfœrum Varnish Prufuherbegin okkar eru best útbúin allra prufuherbergja í bæn- um, Þaö er því auövelt fyrir ykknr að velja úr. Aikenhead Clark Hardware Co.Ltd. Wholesale and Retail Hardware Merchants BOYD BUILDING Co,r„i."n PHONES MAIN 7150-1 Hvenær ætlar þú að spara ef þú gjörir það ekki nú? Þó að laun þín eða inntektir óefað aukist, þá aukast einnig Útgjöld þin—og margir verða þess varir, að hin siðarnefndu aukast meira en hin fyrri. Nú er tíminn að byrja að safna í sparisjóð,—og sparisjóðsdeild UNION BANKA CANADA er staðurinn að geyma hann. Legðu inn alla þá aukapeninga sem þú hefur nú—þú getur byrjað opinn reikning með hvaða upphæð sem vera skal alt niður að einum dollar—og fengið þína vexti af því. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. WALCOT, Bankastjórí Utnefningar í fylkinu: Eftir öllu að dæma smá dregur nær kosningum hér í Mani- toba. Hafa útnefningar farið fram í eftirfylgjandi kjördæmum, og hafa þessir hlotið lieiðurinn: Kjördæmi Conservatives Liberals Arthur A. M. Lyle John Williams Assiniboia J. T, Haig J. W. Wilton Beautiful Plains Hon. J. H. Howden Robt. Paterson Birtle W. M. Taylor G. H. Malcolm Branáon Hon. G. R. Coldwell S. E. Clement Carrillon Albert Prefontaine T. B. Molloy Cypress George Steel J. Christie Dauphin W. A. Bu°hanan John Steele Deloraine J. C. W. Reid Dr. Thornton Dufferin Sir R. P. Roblin E. A. August Elmwood H. D. Mewhirter Dr. T. Glen Hamilton Emerson Dr. D. H. McFadden Geo. Walton Gladstone A. Singleton Dr. Armstrong Glenwood Col. A. L. Young Gimli Sv. Thorvaldsson E. S. Jónasson Gilbert Piains S. Hughes Wm. Shaw Iberville Aime Benard . L. Picard Hamiota Wm. Ferguson J. H. McConnell Kildonan & St. Andr. Hon. Dr. Montague Geo W. Prout Killarney H. G. Lawrence S. M. Hayden Lakeside J. J. Garland C. D. McPherson Lansdowne W. J. Cundy T. C. Norris Le Pas Dr .R. D. Orok La Verandrye J. B. Lauzon P. A. Talbot Manitou J. Morrow Dr. I. H. Dvidson Minnedosa W. B. Waddell Geo. A. Grierson Mountain L. T. Dale J. B. Baird Morden-Rhineland W. T. Tupper V. Winkler Morris Jacques Parent Wm. Molloy Nelson-Churchill Norfolk R. F. Lyons John Graham Norway Portage la Prairie Hon. H. Armstrong E. McPherson Roblin F. Y. Newton Thos. McLennan Rockwood Isaac Riley A. Lobb Russell E. Graham D. McDonald St. Boniface Hon. Jos. Bernier T. A. Delorme St. Clements Thomas Hay D. A. Ross St. Rose J. Hamelin J. A. Campbell St. George E. L. Tayior Skúli Sigfússon Swan River J. Stewart W. H. Sims Turtle Mountain Hon. Jas. Johnson Geo. McDonald Virden H. C. Simpson D. Clingan Winnipeg South Lendrum McMeans Winnipeg South Harry Whitla Winnipeg Centre Winnipeg Ccntre T. H. Johnson. Winnipeg North Dan McLean Winnipeg North J. P. Foley ‘1 W. F. LEE heildsala og smásala á BYGGINGAEFNI til kontractara og byggingamanna. Kosnaöar ftætlnn gefin . ef um er beðið, fyrir stör og smó byggingar. 136 Portage Ave. East Wall St. og Ellice Ave. PHONE M 1116 PHONE SHER. 798 m VITUR MAÐUR er varkár með drekka eingöngu hreint 61. Þér getið jafna reitt yður á DREWRY’S REDWOOD LAGER Það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. E. L. DREWRY, Manufacturer WINNIPEG, CAN. | 9«f«9*m»mi9f999Y9999999999999999999999«« 284 Sögusafn Heimskr inglu “Sögðuð þér honum að þér ætluðuð að ganga til Heath.?” “Nei, ég hafði enga ákvörðun tekið. Ég gekk í þá átt og eins langt og mér hugsaðist.” “Og málarinn skyldi við yður 15 mínútur eftir 12?” “Já, kiukkan sló meðan við kvöddumst.” “Fimm mínútna göngu frá heimilí yðar. Hér er lftil von um að geta sannað að þér hafið verið annar- staðar, nema þér hafið i-aætt einhverjum á Hampstead Heath.” "Ég hvorki sá eða talaði við neinn, nema mann í kaffisölubúð á heimlciðinni.” “Ó, svo þér töluðuð við mann í kaffibúð.?” “Já, ég nam þar staðar og fékk kaffi kl. 10 mínútur eítir 2. Ef maðurinn fynst, þá hlýtur hann að muna eftir mér. Hann var málgjarn og spaugsamur og við töluðum saman um pólitik. Kvöldið áður hefði verið rifist í þingsalnum, og kaffisalinn var vel kunnugur “Daily Teiegraph”. ” Leopold skrifaði hjá sér þenna viðburð meðan Treverton talaði. “Jæja, þá er nú þetta fundið. Nú er að snúa sér að öðru. Hafið þér ekki grunað neinn um þetta morð? Getið þér ekki hugsað yöur neina ástæðu til slíks verks.” “Nei,” svaraði Treverton. “Og samt hefir morðið verið framið af manni sem hefir haft ástæðu til þess.” “Þér munið eftir yfirheyrslunni.?" “Já, ég var viðstaddur.” “Einmitt það,” sagði Treverton hissa. “Já, ég var þar; en nú skulum við snúa okkur að málinu aftur. Stóð hún í sambandi við nokkurn, sem hafði óstæðu til að fremja þenna giæp.?” “Eg þekki enga ástæðu til illverksins, ég get ekki grunað einn fremur en annan." Jón og Lára 285 “Eruð þér viss um að kona yðar hafi ekki átt pen- inga.?” “Hún eyddi peningum sínum áður en hún vann fyrir þeim.” “Átti hún engan skrautgrip um það leyti sem hún var myrt.?” “Það er undarlegt. Búningskonan í leikhúsinu sá af tilviljun að hún hafði demantamen um hálsinn, tveim eða þrem kvöldum áður en hún dó. Kona yðar hafði breitt, svart flanelsband um hálsinn, sem huldi menið, svo enginn annar sá það.” “Þetta er orðum aukið. Kona mín átti aldrei dem- antamen og átti aldrei efni til að kaupa slíkan skraut- grip.” “Henni hefir máske verið gefið það.?” “Hún var heiðarleg kona.” “Sjólfsagt; en heiðarlegar konur fá slíkar gjafir stundum. Morðinginn hefir máske vitað að hún átti hálsbandið og það hefir komið honum til að fremja glæpinn.” Treverton þagði. Hann mundi nú eftir armband inu sem einhver ónafngreindur gaf henni. “Hafið þér hugsað um fólkið í húsinu.?” Treverton ypti öxlum. “Enginn, sem í húsinu bjó, hafði óstæðu til að myrða konu mína.” “Það er hér um bil víst að enginn aðkomandi hefir framið morðið, ncma að dyrnar hafi verið opnar. Um hvert leyti kom kona yðar heim af ieikhúsinu.?” “Litlu áður en kl. var 12 vanalega.” “Hafði hún útidyra Jikil.?” “Já.” : “Hún.hefir máske verið gieyminn og ekki læst dyr- unum, svo morðinginn gat hafa læðst inn á eftir henni og farið út aftur að starfi sínu afloknu.” “Getur vel verið,” sagði Treverton. 286 Sögusafn Heimskringlu “Hver er þessi Desrolles, sem bjó á öðru iofti.?” "ógæfusamur maður.” “Þessi Desrolles var í húsinu meðan morðið var framið. Undarlegt að hann skyldi ekki heyra hávaða.” ' “Frú Rawber heyrði heldur ekkert, og hún var beint undir svefnherbergi konu minnar.” “Mig langar til að vita alt sem þér vitið um þenna Desrolles,” sagði Leopold. Samson sat þögull og hlýddi á samtalið. “Ég veit qkkert ilt um hann,” sagði Treverton, nema að hann var fátækur og of mikið hneigður fyrir brennivín til þess að honum gæti liðið vel.” “Ég skil. Maður, sem er til með að gera hvað sem er fyrir peninga.” Hr. Leopold spurði margra fleiri spurninga, sem Treverton svaraði eftir beztu getu. “Ég vona að þér trúið mér, hr. Leopoid,” sagði Treverton þegar lögmaðurinn rétti honum hendina 1 kveðjuskyni. “Já, af aliiuga, og það sem meira er, ég vona að geta hjálpað yður út úr þessu. Það er leiðinlegt mál, en ég held ég sjái fyrir endann á því. Ég vildi að þér gætuð hjálpað mér til að finna Desrolles.” “Það get ég ekki,” sagði Treverton. “Það er slæmt. Yfirheyrslunni er frestað um eina viku, svo vér ættum að geta gert eitthvað á þeim tfma.” “Lögreglan hefir engan einkarétt yfir mannlegum klókindum, við erum hygnari en hún.” Morguninn eftir stóðu tvær auglýsingar í “Times”, “Telegraph” og “Standard.” “Tíu pund fær sá, sem getur sagt hvar Desrolles er nú, sem áður bjó í Cibbergötu, Leicester Square.” “Hver sem gefur upplýsingar um demants hálsmen (stælt), sem glataðist í febrúar, 187—, fær góða borgun.” Jón og Lára 287 41. KAPITULI. Frú Evitt var mjög veik. Hún liafði lengi ver þunglynd og litið ó dimmustu hlið iífsins. Spáð kun ingjum sínum dauða og dóm, séð fyrir að lögregl þjónar mundu heimsækja granna sína, ef þeir voi eyðslusamir í heimilisstjórn, grunuðu börn um al konar óknytti og gifta menn þó miklu fremur. Álit alt mannkynið stórspilt. Sjálf var hún hreinlát, umgegnisgóð við legjendi sína, sparsöm og fróm. Brauðsneiðar, ostbitar, fles mél og egg var eins ugglaust í hennar geymslu og gu stengurnar í Engiands banka. Georg Gerard tók undir eins eftir þcssu, því þar se hann hafði áður búið voru ailar matarleyfar hai etnar af húsráðanda eða fólki hans. Hann launa frú Evitt þessa ráðvendni hennar með því að ge henni við og við eitthvað smálegt, þegar efni hai leyfðu. Henni þótti skemtilegt að tala við þenna vi móts góða lækni og gerði það oft. “Mér er sagt að það sé bólusótt í grænugötu, li Gcrard,” sagði hún kvöld eitt er hún kom inn til hac “Hver hefir sagt yður að það væri bólusótt?” spur Gerard. “Áreiöanleg stúlka, frú Peacocks þerna sagði ro það." “Já, áreiðanleg stúlka,” sagði Gerard brosandi. “E þar er engin hólusótt. Hafið þér heyrt nefnda gigta köldu.?” Heýrt nefnda! Ég liefi haft hana sjö sinnum

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.