Heimskringla - 23.07.1914, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.07.1914, Blaðsíða 1
 GIFTINQALBYFIS- I VEL GEKÐUR } BRLF SELD | LETUR GROFTUR ' Th. Johnson Watchmaker, Jeweler& Optician Allar vidgerðir tijótt og vei af h«udi l^ystar 248 Main Street Phone Maln 6606 WISNIPfiQ, MAN Fáid npplýsingar um DUNVEGAN PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG framtíðar höfuðból héraðsin® HALLDORSON REALTY CO. 710 Mrlntyre Klock Fhone Main 2844 WINNIPBG MAN -------------------■■■■♦ XXVIIL AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN 23. JÚLl 1914. Nr. 43 Fréttir. CARSON— MÓISES ENDUR FÆDDUR Prestur einn, Gibson að nafni, flutti nýlega ræðu í Ulster Hall í Belfast á Irlandi og meðal annars sem hann sagði var þetta:— “Guð reisti upp þá Móises og Jós- úa til þess að leiða sinn útvalda lýð út af Egyftalandi. Og vér ef- umst ekki um það eitt augnablik, að hann reisti upp Vilhjálm þriðja til þess, að bjarga Bretlandi hinu mikla og írlandi úr klóm presta- valdsins í Rómaborg og sannariega höfum vér sama rétt til þess, að verið kallaður af Guði á þessari tví- triia því að Sir Edæard Carson hafi tugustu öld til þess, að bjarga Ulst- er og hinu breska keisaravaldi, frá veldinu, sem stendur á baki hinna undirhyggjufullu manna sem nú sitja á stólum valdanna. En þeir skulu áður en langt um líður sitja mun lægra en þeir sitja nú.” KLERKARNIR í MEXtKÓ Sagt er að Villa sé reiður við róm- versk kaþólsku klerkana í Mexíco, þeir séu undantekningarlaust allir með böðlinum Huerta og á móti frelsisvinunum. Hefur hann nöfn 30 þeirra á lista og vill ná fundi þenrra ef hann kemur til Mexíco- borgar. En þessir 30 hafa verið eina æstastir með Huerta og unnið alt hvað þeir gátu á móti frelsisvin- unum. Eiginlega hefur öll kaþólska kirkj- an verið þar, sem annarstaðar, með höfðingjavaldinu en móti alþýð- unni í einu og öllu. Og í borgunum og út um sveitir hafa þeir gengið um milli manna og kvatt þá til þess að ganga f herflokka Huerta og vinna alt sem þeir mættu á móti andstæðingum hans, frelsisvinun- um. KJÖTIÐ UPP Einlægt klifrar kjötið upp og bú- íst er við því að fyrir jól verði það komið upp í tólf dollara hundrað- pundin á fæti í Chicago. Og þenna dag höfðu bestu sláturuxar verið seldir þessu verði í gripakvíjum í Chicago. Var það heilt vagnhlass af lifandi gripuin, sem náði því. 11 þúsund aðrir gripir voru þar settir á markaðinn með verði þetta frá $9 til $9.50. Segja allir að gripa þurð sé svo mikil í landinu að verðið geti ekki farið niður, miklu fremur muni það hækka-----Nú er gaman að eta kjötið. ALBANÍA Hann á bágt auiningja prinsinn af Wied eða prinsinn af Albaníu, sem átti að verða og varð um stund jþangað til bændurnir ráku hann af stóli, eða gjörðu iiann svo erfiða stjórnina að það var hið sama. Þeir neituðu nefnilega að borga honum nokkurt cent. Og svo taka þeir þorpin og borgirnar og ógna sjálfri höfuðborginni, og þar er svo fátt af vinum hans að hann hefur stund um orðið að flýja út á herskip Austurríkismanna. Og svo dynja yfir hann skammirnar frá Vilhjálmi keisara á hverri viku fyrir dugleysi og ragmensku. Hann segir honum að hann verði að sýna sig, sem sann- an þjóðverja og berjast meðan nokk ur maður stendur uppi, sem hon- um vill fylgja. Hann kvað vera góður maður þessi prins og her- maður. En honum fer sem öðrum þessum kónga görmum. Þegar hann kemst í illindi við þegna sína, þá grætur hann yfir vonsku mannann- a og kallar á hina furstana og kon- ungana, að koma nú og senda sér herlið til þess að hjálpa sér til þess að slátra þegnum sínum. HUERTA Loksins fór það á stað liyskið hans Huerta úr Mexico þann 14. júlí kl- 10 um kvöldið, kona hans og börn, frændur og hánustu vinir og fóru á sérstakri lest. Rétt á undan foru tvær. lestir hermanna með 800 vopnaðra manna, en á eftir kom þriðja hermannjlestin með 500 manns. Allar þessar lestir stefndu til Vera Cruz til Bandamanna, ó- vinanna sem verið höfðu. Þar var nú helzta skjólið fyrir óbótamann- inn og fylgilyð hans. Með þeim fór einnig kona hermálaráðgjafaans Blanquet. Huerta situr enn þá eftir en ætlað er að hann muni ekki vilja bíða gestanna, sem nú eru á leiðinni til Mexíco og muni hafa sig burtu þaðan liið allra fyrsta. En þegar Huerta er farinn byrjar nýr kafli í sögu Mexícó. En hvernig hann verður getur tíminn einn leitt í ljós. Landið er gott, en mennirnir heimskir og illir. REYKUR A RÚSSLANDI Það er ekki trútt um, að liann bakist nú, blessaður búkurinn á Rússakeisara. Skógarnir eru að benna alt í kring um Pétursborg og legst reykurinn yfir borgina, svo að ekki sér til sólar um hádaginn; en loftið er þungt af svælunni og kol- sýrunni, svo að við köfnun liggur. Svo batnaði ekki við það, að loks kviknaði í mógröfunum. En einsog allir vita, er St. Pétursborg bygð á mýrarflóum og fenum meðfram ,ánni Neva. Er þar svörður undir borginni og landinu og ef það fer að loga, þá lítu illa út, því að þar getur öll jörðin logað undir fótum manna. Eldur hefir sópað marga smábæi og þorp, og sést þar ekkert eftir nema bein og rústir, því að sum- staðar hefir fólkið brunnið líka. En svo eru menn lika að búast við að heyra hvell þar ekki lftinn. Því að í Schluesselburg kastala eru dynamit smiðjur Rússa, meðfram Neva, og taka yfir margra ekra svæði. Eldurinn er kominn þar nærri kastalanum og dynamit-stof- unum. Um fangaklefana er ekki tal- að, en menn vita það, að þarna i Schluesselburg eru einhverjar hinar ljótustu og fúlustu dýflissur Rússa, og æfinlega troðfullar. Fimm þúsundir hermanna eru að berjast við eldinn á fljótsbökkun- um og reyna að varna honum að komast að verksmiðjunum. En um ait Rússland eru bændurnir dag og nótt að berjast við eldana, því að haninn rauði galar víðar en í kring um tsarinn og Pétursborg. Ritsima- staurarnir brenna, þræðirnir liggja á jörðu eða brenna sundur; jarðar- gróðurinn eyðist, járnbrautir fara forgörðum, svo ekki verður um þær farið, og margar sveitir eru svo útilokaðar sökum brunans, að heim- urinn veit ekkert um þær. — Víðar er volgt en i Winnipeg. VERKFALL í Chicago eru brautarþjónar að hóta verkfalli á öllum brautum vestur af Chicago, og draga þeir með sér allar brautir i Canada vest- ur af Fort William, nema Grand Trunk. Það eru vélamennirnir (en- gineers), sem þetta gjöra, og eru þeir taldir vera 55,000. En brautirn- ar, sem verkfallið verður gjört á, eru 148,000 mílur. Járnbrautaeigendur segja, að kröfur vélamanna muni nema um árið 33 inilíónum dollara, og er það töluverð upphæð. Vélamennirnir vilja ekki leggja málið í gjörð, því þeir segja að elg- endur brautanna hafi svikið öll sín loforð, þeger til gjörðardóma hafi komið. Við þetta stendur, og litlar líkur til um samkomulag. VIRGINIA ÞUR Og nú er hún þur, hið forna fríða ríki, West Virginia, eitt af fylkjum Bandaríkjanna með dölunum fögru og fossunum fríðu og fjöllunum háu og tóbaksökrunum og Orangc lund- unum og brennivínskötlunum. Þar hefur þó margur sopinn verið látinn renna niður og margur bjórinn freytt á fullu glasi- En nú er öldin önnur, menn eru farnir að sjá, að lieir þurfa að halda á viti sinu á degi hverjum og hafa fæstir of mik- ið af því og sama er að segja um sómann og siðgæðið, hreinlætið og hreinlífið. Og loks foru menn að hugsa, hvort ekki væri mögulegt að hefta þenna hoppandi, leikandi.tæl- andi djöful, brennivínið og of- drykkjuna og jiegar menn verulega foru að hugsa þá fór það að grafa um sig. Myndir hugsjónanna foru að festast í hinum huldu geymum djúpvitundarinnar «g koma fram á yfirborðið aftur og aftur. Þær voru sjálfrátt og ósjálfrátt að drag- ast fram og ráðin fóru að koma, þegar menn foru að viðurkenna nauðsynina með sjálfum sér. Og loksins sáu menn að eina ó- tvíluga ráðið var algjört vínbann- Og því er nú Vestur Virginia þur. Þar er iðnaður mikill og verksmiðj- ur. og bjuggust menn ekki við góðu ]>ví að menn voru víninu vanir og þótti bjórinn góður og svalandi í hinu heila dalalofti, og allir slíkir menn voru á móti því og allir þeir sem peninga græddu á sölu þess, eða á því að brugga það. Og þeir voru margir þessir menn og lögðu sig fram til að verja þessa atvinnu sína, sem' lögin hefðu lielgað svo iengi, ]>ó að hún auðsýnilega væri eldri sem yngri til bölvunar og nið- urdreps. En þó urðu ]>eir fleiri, sem bregða vildu hnífnum á barka Bakkusar og sagt er að þrír-fimtu lilutar atkvæðanna hafi verið með algjörðu vínbanni, eða jafnvel meira Og lögin um bann þetta voru gjörð svo ströng sem liægt var og menn kunnu lög að semja til þess að forðast agnúa þá sem önnur riki og lagasmíð svo afflega liafði rekið sig á. En alt l>etta verk og öll þessi lög sem gjörð hafa verið tii þess að lama og hefta vínnautnina liafa svo oft eða hafa eiginlega æfinlega ekki verið annað en liálfverk, menn liafa gengið að þeim með hálfum huga, og þcssvegna hafa þau æfinlcga reynst ónóg eða ónýt cins og alt hálfverk er. Og þó er lielfingur fólksins, sem aldrei neytir víns, sem sér alla þess bölvun og hatar hana. Það er kvennfólkið en—það hefir eki atkvæði um það, má eiginlega ekkert lagalega um það segja. Og ég held að helmingur karlmanna muni sjá það líka og muni gjarnan vilja afnema ]>að, sem annað eitur og spillandi efni. Þá eru þrír-fjórðu mannkynsins að minsta kosti, sem ekki vilja hafa það og ég held í rauninni miklu. Hversvegna geta nú þessir menn verið án þess eins og hinir, hversvegna er þeim leyft að lialda uppi þessari bölvun, og með þvf baka stórtjón og andlega og líkamlega eyðileggingu komandi kynslóðum- Hversvegna er þeim leyft að halda dýrinu eður dýrseði- inu við í manninum því að þetta er dýrslegt eðli og mannlegt aðeins að svo miklu leyti, sem maðurinn’eíin 'þá er dýr og ekki búinn að brjóta af sér dýrshaminn sem hann hefur verið vafinn öldum saman alt frá byrjun. En nú er eftir að sjá hvernig þetta reynist þarna. Og þó að þau falli þarna lögin, þá er það ekki sönnun fyrir því, að þau séu ekki góð, eða réttlát eða heppileg, heldur hinu að mennirnir eru ofmikil dýr enn þá til þess að geta borið þessi lög. HUERTA SEGIR AF SÉR Þann 15. júlí fóru þeir úr Mexico borg, hershöfðingjarnir Huerta og Blanquet, og var ætlað að þeir færu til Puerta Mexico. Var sein létti yfir öllum i borginni og alt var með friði og spekt. Þenna dag hafði Huerta sagt af sér vöidum og var það fljótlega samþykt með 121 atkvæði á móti 17. I ndir eins var til forseta valinn Francisco Carbajal og tók hann þegar embættiseiðinn. Þegar uppsögn Huerta var lesin upp, hrópuðu þingmenn: “Viva Huerta!” (Lifi Huerta!). Þegar þessu var lokið,, fór Hu- erta út úr þingsalnum og stefndi tii knæpu þeirrar hinnar frönsku, sem hann hafði verið vanur að drekka á, og fékk sér þar hressingu. Hópur mikill fylgdi honum og vildu kveðja hann með handabandi og margir með kossum og var þar alt ástúðlegt, enda var Bakkus þar á borðum og bjór flóði um gólf og sæti. Þetta var alt nokkuð undarlegt, og þó ekki, er menn gæta málavaxta allra. Huerta hrópin, i þingsainum atkvæðagreiðslan og afsögnin. — Þetta var alt undirbúið, eða litur svo út. Þegar Huerta lét lialda kosning- ar uni forseta fyrir skömmu, — komu þar eitthvað 3 prósent at- kvæðisbærra manna að sækja þær, og þeir voru vist margir reknir þangað með svipuhöggum og byssu- kjöftum. En þó komu að eins einir þrír af hundraði hverju kjósend- 'anna. Náttúrlega greiddu allir at- kvæði með Huerta, annars hefðu þeir ekki þangað komið. Og þing- inennirnir urðu svo fegnir að losna við liann. En á bak við alt þetta tildur og fals voru miliónirnar, sem Hucrta var búinn að senda til Par- ísar af rikisfé náttúrlega, og nú lang aði hann til þeirra, karlinn, og var sárfeginn að sleppa. En um siðfágun og samvizku landsbúa ber þetta stakan vott: að þeir skyldu láta hann fara lausan, manninn, sem hafði bakað þeim jafn mikla bölvun og brytjað niður hrönnum saman þeirra beztu menn. Verndun ungbarna. Fyrsta sjóferðin. Þeim var boðið öllum út á vatnið, biirnunum á öllum aldri, fárra vikna gömlum til þriggja ára, hvítum, dökkum, svörtuin; börnuin með mæðrum sínum og ömmum, eða svstrum, litlu inæðrunum. Og öll tóku þau boði borgarinnar, að vera gestir ó gufubótnum “Island Queen” hérna um daginn. Það var Lol Solman, sem léði batinn deild heilbrigðisnefndarinn- ar í Toronto borg. Og auk úngu bernanna var þar þó nokkuð af eldri börnum, fölleitum á svip, er sýndust þurfa að fá að njóta golunn- ar af vatninu og sólskinsins til að auka blóðrenslið og draga roðann fram í hin fölu andlit þeirra. Það var stinnings austankaldi og fór bátnrinn að eins nokkrar ferðir yfir vúkina fram og aftur frá þvi kl. 2 e.m. til kl. 5.30 e.m. En börnin báru sig vel á þessari fyrstu sjóferð þeirra. Það komu reyndar stunduin upp hljóðakvið- ur, með ótal tónum og einstöku skerandi háum tvisöngs röddum. En alt var gjört sem mögulegt var til þess, að þeim liði sem bezt. Og þar var læknir við hendina á bátnum og fjöldi mikill af fóstrum. Á fyrsta þiifari voru kassar með mjólkur- ílátum í ís, hreinsuðu vatni, og plöt- ur hitaðar með rafurmagni, alt til þess, að geta haft mjólkina heita eða kalda, einsog börnin eða fóstran vildu. Þar voru krukkur og glös með hreinsuðum dúsum og margvíslegar fæðutegundir, sem mæðurnar og ömmurnar höfðu komið með, og alt var við hendina til þess að fæða blessuð börnin, ef þau kynni að svengja, og enginn þurfti þar svang- ur að vera. Þar voru könnur af Tal- cvm Poivder og vaseline, vindil- «i, .gar af bómuH, cf'.esse cloth, og yfir höfuð alt, sem hugsa mátti að ó þyrfti að halda. Einn hinna ungu sveina rak sig svo á, að hann fékk blátt auga; en fóstran greip hann og þvoði blóðið af honum og bað- aði augðð, þangað til liann var far- inn að hlægja aftur og alt var gleymt. Sum barnanna voru mögur og föl og tekin til andlitis, og litiu likam- irnir þeirra svo horaðir og hold- litlir, að það sýndist efamál, livern- ig þau ættu að hafa gott af skemti- ferð þessari og hinu hreina, góða lofti á vatninu. En þarna fengu þau öll, sem þurftu þess, liina beztu, hreinustu mjólk, og fóstrurnar litu eftir meðferð þeirra, og það var sjá- anlegt þarna i byrjuninni, að væri þetta oft gjört, þá mætti breyta öllu útliti þessara fölu og veiklegu barna og gjöra þau að rósfögrum, hraustum, heilsugóðum og leikfús- um börnum. Og það er líka áform heilbrigðisdeildar þessarar i Tor- onto borg, — nefnilega, að halda uppi bátaferðum þessum á degi hverjum, nema laugardöguin alt sumarið út, svo að sem flestir geti svelgt í sig og teygað að sér hið lifg- andi og hreina loft og hina svölu, styrkjandi vindgolu, sem si og æ leik ur um Ontario vatnið. 1 New York borg var nýlega gjörð yfirlýsing um það, að New York borg mundi næstu þrjó mánuði biða níu milión dollara tap af ónauðsyn- legum barnadauða, nema nægilegt fé væri framlagt til þess, að vernda börnin og hjálpa þeim. Eftir þessum áætlunum var það talið, að New York borg hefði tap- að fjörutiu milíónum dollara árið 1913 og fimtíu og fimm miliónum árið 1912. En í Toronto deyja tiltölulega fleiri ungbörn en i New York, eða 144 af þúsundi hverju, en i New York 102 af þúsundi. 1 Toronto eru 20,000 ungbörn og af þeim 11,000 yngri en eins árs, og getur hver maður reiknað það út sjálfur, þegar ungbarn hvert er metið 2,900 doll- ars; en verðgildi það fæst með þvi, sem það kostar að meðaltali áð ala upp barnið og draga svo upphæð þá alla frá meðaltali af því, er faðir- inn vinnur sér inn um meðalæfi manns. Þetta barnatjón er ákaflega mik- ils virði, þegar það er metið til pen- inga. Og þá er spurningin, sem all- ir ættu að hafa fyrir augum, hvort það sé nú ekki tilvinnandi, að bjarga þessu, þessari feykilegu upp- lueð, sem árlega tapast við dauða baruanna. Væri betur, að þetta væri athugað víðar en þarna á þess- um stað. GYROSCOPE AUTÖIÐ Það er komið í London. Autó með tveimur hjólum hverju á eftir öðru og gyroseope til að halda jafn- væginu. Hann heitir Pierre Schil- owski og er læknir, maðurinn sem fann það upp. Það er alt annað en mótorhjólin, sem hér istrika um borgina. Það sem vögnum þessum er talið til gildis er það að sama hestafl veitir þeim helmingi meiri ferð eða drátt en fjórhjóluðum vögnum, og svo má fara á þeim í þrengslum og eftir mjóum stígum, sem hinum fjórhjóluðu vögnum er ómögulegt að komast eftir. Og svo er sagt að þeir hafi verið steinþegjandi þessir vagnar á hörð- i ustu ferð og hestar fældust ekkert þó þeir þeystu fram hjá þeim. En “gyroscopið” lét vagnin standa upp- réttan þó hann væri kyrr og hreif- ingarlaus. En til vara voru höfð tvö smá hjól sitt á hverri hlið, sem nota mátti, ef að eitthvað kom fyrir. ÍSLENDIN GADAGURINN Á GIMLI Islendingadagsnefndin á Gimli er nú búin að ljúka að mestu undir- búningsstarfi fyrir hátíðahaldið 1. ágúst n.k. Kemur nákvæm auglýs- ing um það í næsta blaði- Meðal annars verður þetta til skemtana: — Ræður, Sig. Júl. .Jo- liannesson, Stephan Thorson og J. P. Sólmundsson. Kvæði:—Krist. Stefánsson; Gutt. J. Guttormsson; Hjálmar Þorsteins- son. Leikir:—Hlaup og stökk; kapp- sund og glímur, kaðaltog og knatt- leikur. Söngvar, hljóðfærasláttur, danz. Ogiivie’s Royal Household Hveiti Gjörir besta brauð hvar sem brauð.er gjört Th* Ogilvie FloiirMills Co.Ltd. WIWIPEG, FORT WILLIAM. HEDICl.YE HAT, MONTREAL, Stærstu hveltimölunarmenn 1 brezka ríkinu. Mala dag- lega 18,000 tunnur. Konunglegir malarar. Islendingadagurinn Nefndin hélt fund á skrifstofu ‘ Marinó Hannessonar á inánudaginn. | Voru þar gjörðar flestar ráðstafan- I I ir.sem nauðsynlegar eru til þess að hátíðin takist vel. — Þar á nieðal í var þetta ákveðið: ' Að halda skrúðför kveldið áður líkt og í fyrra, nema ennþá fullkomn- ari og tilkomumeiri. | Að veita $10.00 verðlaun fyrir bezt j skreytta bifreið í þeirri skrúð- för. Að flytja alla ókeypis út í sýningar- garðinn, sem fara vilja að niorgn- inum, nicð því skilyrði þó, að | þeir séu komnir klukkan 8 ann- aðhvort á hornið á Arlington og Ellice eða Sherbrooke og Elliee. Að hafa barnasýningu, og verður H. Skaptason umsjónarinaður hennar. Ad gefa börnunum sælgæti við inn- ganginn í sýningargarðinn. Að fá Gu'ðmund Sigurjónsson glíniu kappa til þess að sýna alíslenzka glímu með 12 æfðum mönnum. Að bjóða utanhéraðsmönnum að taka þátt í aflraun á kaðli við Winnipegmenn. Verði 7 raenn, sem eru 210 pund að nieðaltali, sendir til þeirra afirauna frá ein- hverju héraði, þá gefur Árni And- erson sérstök verðlaun. Tilkynn- ing frá þeim, sem þátt vilja taka í kaðaltoginu, verður að vera komin 30. júli til John Davidson, 43 Aikins Block. Bæður flytja þessir: 1. Minni Vesturtslendinga-—Tlior- bergur Thorvaldsson. 2. Minni Vesturheims—Síra Jón Helgason. 3. Minni íslands—Síra Rúnólfur Marteinsson. Kvæði: 1. Minni tslands—Stephan G. Stephansson. 2. Minni Vestur-fslcndinya—Guð- mundur Guðmundsson. 3. Minni Vesturheims—Sig. Júl. Jóhannesson. Forseti dagsins—Thos. H. John- son.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.