Heimskringla - 10.09.1914, Side 5

Heimskringla - 10.09.1914, Side 5
WINNIPEG, 10. SEPT. 1914. HEIMSKRINGLA nis. 5 TIMRITR • • Spánnýr 1 1 Iti D U IY Vöruforði Vér afgreiðum yður fijótt og greiðilega og gjörum yður í fylsta máta ánægða. Spyrjið þá sem verzla við oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO , LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg • hvar um land. En þurkar hafa verið vandgæfir hér syðra, þangað til nú síðustu dagana. —Settur sýslumaður í Skaftafells- sýslu er Sigurjón Markússon lög- fræðingur. Fer hann austur að loknu þingi ásamt ráðherra, er þá skilar af sér sýslunni. —“Vísir segir þá frétt 1 gærkvöld að farist hafi í gær vélbáturinn Guðríður frá ísafirði, hafi rekist á sker fyrir utan Skagaströnd og sokkið, en skipshöfn verið bjargað. —“Poliux fór frá Seyðisfirði áleið- is hingað í fyrradag. —Á mánudag kom “Vesta”norðan um land og “Botnía” frá útlöndum. Erá Khöfn komu meðal annara:— Einar Jónsson myndhöggvari, og frá Englandi E. Benediktsson skáld með frú og börnum, og Óli St. Stein- back tannlæknir á ísafirði, frá tann iæknafundi í Lundúnum. Mikill fjöldi af þeim farþegum sem með “Botníu” fór frá Khöfn fór til Eæreyja. —Tii Stokkseyrar kom nú rétt fyr- ir helgina seglskip frá Bergen hlað- ið salti. Það fór frá Noregi rétt í þvf að stríöið var að byrja. —Það er sagt, eftir síðustu fregn- um að utan, að hveiti sé mjög dýrt, rúgmjöl einnig í töluvert hærra verði en áður; aftur hafa sumar korntegundir ekki stigið, t.d. hrís- grjón. Kaffi sé jafnvel f lægra verði nú, en verið hafi að undanförnu. —Stjórnarráðið fékk í fyrrakvöld simskeyti frá skrifstofu sinni í K- höfn, er segir að “Ingólfur” fari það- an til Norðurlandsins og Austur- Jandsins 14. þ.m. og að Samein. guf- uskipafjél. sendi skip beint til Reykjavíkur 16. þ.m. Frá Akureyri hefir frétst, að auk þess sé ferðbúið upp skip til verslana Tuliniusar, hlaðið vörum. Það er "Forstekk”. Hafði Tulinius látið skipið fara beint út héðan frá landi með síld, og sendir það sfðan upp aftur með vörur. —Nýdáinn er merkismaðurinn Ásgeir Guðmundsson hreppstjóri og dbrm. á Arngerðareyri. Verður æfiatriða hans nánar getið sfðar hér í blaðinu. —Koi frá Englandi er nú á leið frá Skotlandi til Akureyrar, til Norðmanns þar. Annað skip hlað- ið kolum á að ieggja á stað frá Skotlandi í dag áleiðis til Akureyr- ar, til O. Tuliniusar. —“Pollux” flutti frá Noregi til Skotlands á leiðinni hingað, 70 Eng lendinga. Ensk herskip hittu skip- ið og var grenslast eftir, hvað það væri að fara.en því síðan slept fram hjá. Á leiðinni frá Skotlandi til Færeyja hittu aftur ensk herskip “Pollux” og var spurt sömu spurn- ingar og áður, og því næst var Poll- ux boðin fyigd af ensku herskipi norður fyrir Færeyjar, en skipstjóri kvaðst óhræddur og þess ekki þörf. Lögrétta, 12. ágúst. Norðurálfu stríðið. (Framhald) þegar til skiftanna kemur. En nú kváða óspektir vera vaknaðir í Ar- meníu svo Tyrkir hafa þar nóg að sýsla um sinn. Getur þá svo farið að liðveizla þeirra verði lin er til stykkisins kemur. Þjóðverjar sénda nú hverja lest- ina eftir aðra til Berlínar með særða og sjúka. Ekki eru þeir teknir af lestinni fyrr en skyggja tekur, svo að almenningur verði þess síður var. * * * k. september. — Nú koma þær fréttir, að Þjóð- verjar hafi brotist í gegnum fylk- ingar sambandshersins, bæði að Uorðan og austan, og hafi sambands herinn orðið að láta undan siga. -— t Er þvi þýzki herinn kominn inn [ ! hjá öllum varnarvirkjum á landa- j mærum Frakklands, og langt inn á land. Segja sumar fregnir, að hann sé kominn í námunda við Paris, — eitthvað 25—-30 mílur undan bæn- um. Hvað hæft er í þessu vita menn ekki gjörla; en það eitt er vist. að j þangað stefnir allur meginherinn nú, og heldur áfram viðstöðulítið, j því hinir virðast með engu móti fá j stöðvað hann. París hefir nú verið víggirt eins; vel og föng eru á, en fólk flýr nú j þaðan unnvörpum. Ein lestin eftir I aðra fer nú þaðan hlaðin fólki, og svo er troðningurinn mikill við far- bréfa skrifstofur járnbrautarfélag- anna, að sagt er að líða verði að ! minsta kosti ' tveir dagar óður en | þeir sem aftastir eru í troðningnum j komist að og fái keypt farbréf. Á j hverjum klukkutima vex þröngin l örara en fólk verður afgreitt, því j aliir vilja komast burtu og forða sér j frá hungri og illum dauða. Aftur hefir Austurríki beðið ann- J an ósigur fyrir Rússum. Segir frétt frá Pétursborg, að Rússar hafi vað- ið i gegnum fylkingar Austurríkis- j manna við Tamarchoff og algjörlega eyðilagt þær. Tveir hershöfðingjar féllu, en hinir teknir til fanga. Þá eru líka komnar greinilegri fréttir af orustunni við Lemberg. Ber öll- um saman um, að Austurríki hafi beðið svo algjöran ósigur þar, og her þeirra tvístrast, fallið og verið handtekinn, að sem næst sé ekkert eftir af honum. Er nú alment sagt, að austursveitir Austurríska hers- ins séu úr sögunni hvað viðkemur afskiftum Jæirra af þessu stríði. Þá er líka sú frétt staðhæfð, að fjöldi af norður og austur her Rússa sé kominn inn á Frakkland. Var hann fluttur á skipum Englend- inga norður og suður með Noregi til Aberdeen á Skotlandi, en sendur þaðan til Ostend. Hvað mikið lið þannig hefir komist ber sögnum ekki saman um. Allur þessi flutn- ingur fór með mestu leynd, svo al- menningur varð hans ekki var. Nikulás stórhertogi og yfirhers- höfðingi Rússa hefir lagt öll þau héruð, sem þeir hafa náð af Austur- ríki undir Rússland og sett þar her- stjórn til bráðabyrgða. Kveður hann land þetta tilheyra keisaradæminu rússneska — fyrir það fyrsta á með- an á stríðinu standi. En margur spá- ir, að þeini verði þungur fótur að færa sig þaðan aftur, þegar ófriðn- um léttir. Serbar sækja altaf i sörnu áttina og hafa oftast sigur. Er nú ieynifé- lag þeirra eitt að reyna að vekja uppreist í Bozníu og Herzegovína, og er talið víst að það muni takast. Sagt er, að innan skamms muni Bæ- heimur og Ungverjaland rísa upp, og eiga þá hinir að vera til staðins. Nái það fram að ganga, má óhætt telja keisaradæmið Austurríki úr sögunni. Innanum orustukliðinn og vopna- brakið heyrast hrópin og bænaróp- in frá kyrkjunum. Allir biðja sinum málum sigurs. Vilhjálmur þýzki skorar altaf á presta landsins, að biðja og biðja. Hann segir, að drott- inn sé með sér, en það þurfi þó að hálda áfram að biðja til hans. — Rússneskur prestur var staddur í Vínarborg og gekk til bæna þar í einni kyrkjunni. En hann bað Rússum sigurs. Fyrir það var hann tekinn fastur og leikinn háðulega.— Ofan á þenna háðungarleik bætist svo það, að nú er sagt, að Hund- Tyrkinn sé farinn að bæna sig líka, og biðji fyrir Austurriki! Bætist það ofan á aðrar hörmungar Aust- urríkis! Er sagt, að þetta sé i fyrsta skifti, sem Tyrkir hafi beðið fyrir kristnum mönnum, frá þvi saga þeirra hófst Nærföt til haustsins Ágæt innfiutt ullar föt (Avennu lagi, hver partur $1.00 til $1'15. Vel sniöin og þægileg þunn ullar Combination föt, hvert $2 50 til $8 50. Nú er tíminn til þess að breyta til og fara í þikkri föt vegna kveld kulsins. I/Vhite & Manahan Limited 500 Main Street * 5. september. —- Með snöggu áhlaupi hefir sam- bandsherinn komið i veg fyrir að Þjóðverjar næðu að setjast um París. Snemma á fimtudagsmorgun- inn voru þeir í Senlis, 25 mílur frá París. Tókst þar hörð orusta og voru fallbyssurnar látnar miskun- arlaust hella kúlnahriðinni yfir bæ- inn. Dunurnar og dynkirnir heyrð- ust 10 mílur vegar, og i smábæjum þar skamt frá léku hús á reiðiskjálfi svo gluggar brotnuðu. Bretar höfðu verið liraktir undan fyrri hluta vik- unnar; staðnæmdust þeir hér og hvar og veittu viðnám. Tafði það framsókn Þjóðverja, en hefti ekki för þeirra. Var barist á sunnudag- inn við Liancourt, 30 milur austur af Senlis og um sömu vegalengd frá París. Höfðu Bretar og Banda- menn heldur betur, en urðu þó að draga sig enn til baka. Náðu þeir ]»á saman við Pau hershöfðingja, og bjóst allur herinn fyrir h.iá St. Quentin. Stóð þar orusta fyrri hluta vikunnar og veitti sambandsmönn- um betur. Þýzki herinn var þá orð- inn svo sainan genginn, að hann átti ervitt með að verjast áhlaupum og er sagt að hann hafi beðið ákaf- legan missir af mönnum og skotfær- um. Situr hann nú í Senlis. En fylk- ingaarmarnir til beggja liliða mynda skálínur alla leið austur að landamærum norðan og sunnan. Myndar herinn fleyg og hefir brodd- ur fleygsins staðnæmst við Senlis. Er nú tilgangur sainbandsmanna, að oddbrjóta örina þýzku, og er þá síður búist við hún gangi gegnum víggirðingarnar, sem umkringja Paris. En alt hangir nú á því, hverjum veitir betur og hvað lengi Þjóðverjum tekst að vaða áfram við- stöðulítið, einsog verið hefir. Nái þeir París lengir það stríðið ef til vill svo árum skiftir. Verði þeir búnir að leggja Frákkland að fót- um sér áður en Rússar komast til Berlinar, verður þeim léttara að koma vörnum fyrir að austan, og kann þá enginn að segja, hvernig fer. sé með þýzka hernum og muni hvorki bjóða grið eða biðja griða. Bæinn Dinant hafa þjóðverjar lagt í ösku og drepið þar fjölda manns. Bær þessi er 15 mílur suður af Nam- ur. Afsaka þeir spillvirki þetta með þvf að bæjarmenn hafi gengið á móti kröfum sínum og sýnt sig í tilræði við ýmsa hermenn. Öll sigling hefir aftur verið bönri- uð um Norðursjóinn og er búist við að það bann boði sjó orustu innan skams milli herflotanna brezku og þýzku þó engar fréttir séu um það komnar ennþá. 8. september. — Síðustu fréttir segja, að miðher Þjóðverja hafi beðið um vopnahlé til þess að binda um sár sín og grafa sina dauðu. Er her þessi fyrir aust- an París. Sagt er að sambandsher- inn hafi synjað þeirrar bænar, en lofast til að sjá um útförina seinna. Þá er sagt, að Austurríkiskeisari sé dauður. Það síðasta, sem fréttist af honum, var, að liann lægi hættu- lega veikur, og siðan hefir ekkert verið uni hann sagt. En nú er hann sagður dauður, og að hafa andast fyrir tólf dögum siðan; en dauða hans hafi verið haldið leyndum til þess það skyldi. ekki vekja uppþot í landinu. óhætt er um það, að sambands- hernum gengur nú betur. Hafa, þeir þokast áfram sem svarar 10 mílum, en herdeildir Þjóðverja orðið að hrökkva undan. Orustuvöllurinn er jafn langur og áður, um 140 mílur, alla leið frá Meaux til Verdun, eða norðan frá Belgiu og suður eftir j endilöngu Frakklandi ofan undirj París. Hafa þeir því unnið töluvert j stóra sneið, ef fréttin er sönn, og Þjóðverjar eiga nú skemra heim, ef j til flótta þurfa að taka. Að austan og; sunnan þokar Rússum stöðugt á-j fram og eru þeir nú komnir yfirj Carpatha fjöll. Litur svo út, sem j það sé aðeins stundarfrestur þang- að til þeir ganga af Austurriki dauðu. Canadiska Landvarnarliðið kaupir af oss Við höfum ortSitS fyrir þeim heiöri aö fá væna pöntun frá hermála deildinni fyrir skyrtur h*anda hinum göfugu Canada mönnum sem hafa boÖit5 sína þjónustu til varnar brezka rík- inu. f*aö var náttúrlega ekki annaö keypt en þaö sem var uggiaust met5 aö endast best, og þaö sem væri hlýast og hentugast, og sem betur fór fyrir oss eru vorar “Military”^ skyrtur einmitt þaö sem hermála deildin vildi fá. í>at5 er því ekki aö furöa aö þessa sérstaka skyrtu tegund er ein okkar allra besta—því þegar efni og vertS er athugatS þá er ekki hægt aö gjöra slík skyrtu- kaup annarsstaöar í Canada. Skyrturnar eru búnar til úr bestu tegund af innfluttum mil- itary ullardúkum sem hægt var atS kaupa: svoleitSis til snitSnar aö þær eru ekki nærskornar, met5 stórum kraga et5a axláhlíf. Sterklega saumaöar og fyrirtaks frágangur atS öllu leyti. Vér erum ótrauöir atS mæla met5 þeim met5 fullvissu um at5 þat5 ati allir vert5a hæst ánægtiir með þær. 12A41 KARLMANNA MILIT ARY FLANNEL SKYRTUR, STÆRÐIR FRÁ 14 TIL 18. , Verð, afhent á því Express eða Póst Office sem næsta»-| »p þér er...............«pl.«5D Ef þér hafi'ð ekki þegar feng- ig eintak af okkar haust og vet- rar vöruskrá þá látit5 oss vita og vér skulum senda þat5 meti næsta pósti. ChRISTIE GrANT Co. Limited WlNNIPEG Canada * * * 6. september. —- Gefin var út skýrsla í dag yfir inannfall Breta síðan stríðið hófst. Eftir henni að dæma hafa fallið 15,151 inaður. Nær skýrsla þessi upp að 1. sept., en hætt er við að allmargt hafi bæzt við síðan. Brezka herskipið Pathfinder sökk í Norður sjónum í gær, rakst á eina þessa sprengi vél, sem alstaðar eru um allann Norðursjóinn. á sama tíma sökk af sömu völdum fólks- flutningsskipið Runo eign Wilsons gufuskipafélagsins. Allmargir far- þegja drukknuðu. Sama dag sökk danskur botnvörpungur á þefm sömu stöðum, fórst allur farinur enn menn björguðust. Austur í Indlandshafi, hafa Bret- ar sökkt aftur nokkrum þýzkum torpedo skipum. Hvað mörgum og hvar segir ekki, má vera að fréttin sé með öllu ósönn. Borið er til baka að ítalir ætli að blanda sér inn í ófriðinn að svo komnu. Hefir stjórnar formaður þeirra lýst því yfir að þeir skifti sér ekki af stríðinu. En jafnframt hefir það skilist að þeir muni ekki leita á Frakka og sé þeim því óhætt að >tta verði af landamærunum. * * # 7. september. — Efc'á BOulogne kemur sú frétt að sambandsherinn hafi beðið stór- kostlegan sigur nálægt Preey um 25 mflur undan París. Höfðu sam- bandsmenn fylkt liði fyrir norðan París hjá bænum Precy. Komu fylkingar saman við bæinn, voru Englendingar á vinstri hönd en Frakkar á hægri, yfir enska hern- um var Sir ,Tohn Freneh en þeim franska M. D. A’madee. Fyrir þýzka hernuin réði krónprins Friðrik Vil- hjálmur elzti sonur keisarans. Sigu fylldngar saman snemma um morg- uninn og sóttu Englendingar á sveit þá sem krónprinsinn stýrði. Var fylking hans skipuð keisara- lega varnarliði, sem tahn er ein frægasta sveitin í þýzka hernum. Frakkar hröktu skjótlega vinstri fylkingar arminn þýzka svo þeir urðu undan að síga. Hallaðist þá skjótlega á þann hægri og heimt- uðu Englendingar að ]>eir gæfust upp, en því neituðu þjóðverjar. Stóð þá orustan enn um stund og er sagt að fallið hafi scm nrest hver maður af þeim þýzku- Hvort krón- prinzinn komst undan \ita menn ekki og fer um það tvennum sögum Segja sumar fréttir hann dauðann en aðrar að liann hafi komist und- an. En eftir öllum fréttum að dæma hafa þjóðverjar beðið mik- inn ósigur. Enda spyrst ])að nú vfðar að, að þeir séu farnir að láta undan síga. Sambandsmenn hafa óvígan her ennþá norður í Belgfu ■og hafa þjóðverjar ekki treyst sér til að halda öllum bæjunum er þeir tóku meðan yfirgangur þeirra og sigurvinning var sem mest. Hafa þeir nú hrokkið burt frá Lille, en ennþá er barist um Nancy og Mau- beuge. Sagt er að á þvf svæði séu um 4,000,000 manna af beggja hálfu. Scgir orðasveimurinn að keisarinn Vígvellir og Herskapur Þetta stríð, sem nú stendur yfir á Farkklandi, er eitt sinnar tegund- ar. Aldrei hefir annað eins strið sést í heimi þessum. Fyrir daga Nap- óleons var varla nokkur sá hers- höfðingi til, sem fær var að stjórna meira en 40-—50 þúsund mönnum i hæsta lagi, og hvenær sem herafli einnar þjóðar, er til bardaga skyldi leggja, fór frarn yfir það, þá þóttu það fádæmi og herfróðir bardaga- meriti’hristu höfuðið og þögðu. Síð- an fór það smávaxandi. Napóleon mikli stýrði oft fleiri mönnum; en bæði var hann snillingur og foringj- arnir lærisveinar hans. Hinn mesti her, sem hann hafði yfir að ráða, var þegar hann fór ferðina til Rúss- lands. Hann fór með 500 þúsundir manna á stað; en sú herferð fór öll í mola og það voru að eins fáeinar þúsundir,,, sem aftur komu. En nú eru það miliónir, sem i stríðin fara. Áður voru vigvellirnir aðeins míla eða tvær, og bardagarn- ir stóðu aðeins nokkra klukkutíma, 'eða kannske meiri part dags; en nú nær bardaginn yfir 50 ,100,, 200 og jafnvel 300 milur, og hann afgjörist ekki á nokkrum klukkutimum, held- ur tekur hann daginn og nóttina tvo, srjá, fimm eða sex daga, og oft er barist dag og nótt án nokkurrar hvildar. Svo er barist alt öðruvísi nú en áður. Þá gengu menn saman og börðust, heilar fylkingar gengu saman i höggorustu; en nú berjast menn á hálfrar eða einnar eða jafn- vel tveggja mílna færi eða ennþá lengra. Og fylkingarnar eru miklu lengri og þynnri, þvi að með hinum hrað- skeytu byssum getur einn maður nú varið það svæði, sem 10 menn þurftu til að verja áður, séu þeir skyttur þolanlegar. Og þarna i Frakklandi núna eru ein eða-tvær miliónir manna, að verja sig á móti 4—5 milíónum, og eiginlega fleirum, og þeir hafa ver- ið að verja landamerkjalínu á meir en 300 inílna svæði. Á þessu svæði er fjöldi af kastalaborgum, og Frakkar þurftu að hafa svo og svo inargar þúsundir í hverri, því að allstaðar þurftu þeir að vera viðbún- ir komu óvinanna. Og þessum her- mönnum, sem þeir þá höfðu eftir, þegar setuliðið í kastölunum er frá- dregið, þeim þurftu Frakkar að raða á aíla þessa 300 milna linu. Þeir hafa þvi aldrei haft meira en 4-—5 hundruð þúsundir i Belgiu, að Englendingum og Belgum með- töldum; því að þeir höfðu vist tölu- vert herlið í Elsas og mikið lið um miðbikið, þar sem Þjóðverjar fyrst leituðu inn fyrir nær mánuði siðan, undan Metz, en suður af Luxemburg, og þar hefir einlægt verið barist, þó að engar sögur hafi af þvi farið. Þar var miðherinn Þjóðverja, aðalher- inn, og þar beinust leið til Parísar. Frakkar langtum liðminni. Af þessu geta menn séð, hvað feiknamiklu ofurefli Frakkar þurftu að mæta, og alt hinum æfðustu her- mönuum. Herforingjar Frakka og Englendinga sáu undir eins, að þeir þurftu að berjast einn á móti þrem- ur eða fimm eða tiu. Þeir máttu því eigi ganga i berhögg við óvinina, j þvi að þá hlutu þeir að falla svo fyr-1 ir fjöldanum, sem á móti þeim kom, að innan skamms tima væri enginn eftir til að verja landið. Þeir urðu því stöðugt að láta þá sækja á; þeir urðu að fara eins spar-1 lega með lif hermannanna frönsku og ensku einsog mögulegt var. Því að vanalega, einkum nú orðið, kost- ar það fleiri mannslif, að sækja en verja. En þeir þurftu að verja þeim leiðina til Parísar. Hún er vestantil í miðju Frakklandi norðanverðu. Þeir urðu því að mynda garð af hermönnum, meira en 3 hundruð mílur á lengd og allstaðar þurftu þeir að vera viðbúnir að mæta þjóð- verjum. Við vitum allir, hvernig farið hef- ir í Belgíu. Þjóðverjar höfðu þar marga menn um einn. Iin Belgar sýndu af sér fyrirtaks hreysti, og nærri í heilan mánuð vörðu Frakk- ar svo landamærin, að kæmust Þjóð- verjar inn, þá voru þeir jafnóðum hrakti til baka. Einn kastali á aust- urlandamærum Frakka varð að þola 24 daga umsátur, 24. daga stöðuga hríð, oftast bæð nótt og dag, og all- ur var hann brotinn, þegar hann loksns gafst upp núna. Hann var í vegi fyrir miðher Þjóðverja; en vér höfum svo sem ekkert heyrt af öðru en norðurhernum. 1 fyrstunni brutust Þjóðverjar inn á landi Belga, norðan við Liege, og þegar Frakkar heyrðu það og fall- byssudrunurnar í Liege, þá urðu þeir að flýta sér að komast ]>ar norð- ur i veginn fyrir þá og hjálpa Belg- um. Þeir söfnuðu öllum ]>eim mönn- um saman, er þeir þorðu að missa frá því, að verja landamærin að, austan, og komust norður fyrir j Brussel til Louvain og Tirlemont og 1 Trond og Namur. Það var auðséð, að þjóðverjar ætuluðu sér að komast þegjandi, eða því nær, yfir Belgiu og þar inn yfir landamærin á Frakk- land, helzt inn yfir Meuse-dalinn.1 En Frakkar gátu varið hann og þeir töfðu fyrir þeim við Tirlemont ogi Louvain og við Namur. En þegar. flóðið kom svo mikið að austan, þá urðu þeir að halda undan, og berj- ast einlægt dag og nótt; þeir stóðu harðar hríðir af sér vijð Haélen og i Diest, með Belgum, og seinna við | Tirlemont og Louvain. Og svo við > Brussel, — en þá var flóðið komið vestur fyrir þá, vestur að sjó, og nú i urðu þeir að halda undan: það var eina lifsvonin, að komast i veginn fyrir þá aftur og berjast og tefja fyr- ir þeim einsog þeir gátu. Og nú gjöra Þjóðverjar ákafa hrið á hátt á annað hundrað mílna svæði. ó- þreyttar hersveitir þeirra og nýjar koma og gjöra áhlaup á allri lín- unni; það er barist við Neufchat- eau og Arlon og Givet og Charleroi og Mons, og nú eru Englendingar komnir til sögunnar. Fleygbroddur handamarina er í Charleroi og Mons. Við Neufchat- eau linast Frakkar fyrst og verða að halda undan og er þá fleygbroddur- inn í Charleroi og Mons ber og þar brotnar hvikan þýzka á. Dag og nótt er barist í fimm sólarhringa, en Frakkar og Englendingar láta eiginlega aldrei undan, þó að ein- lægt komi nýjar hersveitir þýzkar til áhlaupanna og einlægt dynji kúlnahríðin yfir þá. Voru harðir hnefar Englendinga og drápgjarnar kúlur þeirra. Sex sinnum tóku þjóðverjar Charleroi og Sex sinnum töpuðu þeir borginni aftur, seinast kveiktu þeir í öllum bænum áður en þeir fóru. 1 Mons var sama sag- an. Englendingar voru þar einir og hvernig sem flóðið þýzku her- mannanna veltist á þá, þá brotnaði hvikan einlægt á þeim. En liðið varð að halda undan alt og úr þessu lítur svo út sem Englending- um einum hafi verið falið að verja alt vesturhornið. En nú eru Frakk- ar komnir vestur fyrir þá og þeir neyðast til að halda undan og vest- ur sem hægt er þó að þpir séu ósigr- aðir. Næsta dag bei'jast þeir -við Tournai, 20 mílur vestar eða því nær og við Manbeuge sunnan landa- mæranna. 1 Tournai sóttu 5,000 þýzkir riddarar 700 Englendinga lengi dágs og unnu ekki fyrri en þeir fóru að skjóta á vagna Eng- lendinga, scij^ fluttu særða menn. Þá héldu þeir eitthvað undan en ekki langt, og óvíst er nema þeir haldi Mons í Belgíu en þá. Givet heitir borg ein á landamærum Frakka, eitthvað 30-40 mílum austar en Manbeuge og þar héldu Frakkar sér lengi. (Niðurlag næst). Páfi kosinn. Rómaborg, 3. sept. —■ Páfakosn- ingin gekk með erviðasta móti í þetta sinn. Þrisvar var gengið til atkvæða og hinir helgu menn af- greiddu kjörseðla sina með bænum og signingum og yfirlýsingum há- tíðlegum um að ]>eir hefðu ráðfært sig við guð og samvizku sina; en í öll skiftin ónýttist kosningin, og seðlarnir liðu upp í reyk gegnuin hallarstrompinn. ITrottinn hefir. eft- ir því, ráðlagt þessum að kjósa þennan en hinum hinn, því enginn kardínálanna fékk nógu mörg at- kvæði til þess að hljóta kosningu. Við fjórðu tilraun gekk loks saman. Kosningu hlaut Giacomo Della Chiesa, kardináli og erkibiskup i Bologna. Er hann ltali og var haf- j inn upp i kardinála tign siðastliðið ! vor. Atkvæðamaður er hann enginn talinn og þekka menn lítið til hans. Það eitt er nm hann sagt, að hann sé laus við alla stjórnmála kunn- áttu, af.skiftafár, guðhræddur, móti öllum trúarlegum tilrý’inkunarstefn- Ium, skæður óvinur modernista og óvinveittur mjög nýmóðins döns- um. Þetta ætti að nægja og vera nógir páfahæfileikar nú á dögum.— Tók hann sér nafnið Benedict og er hinn XV. með þvi nafni i postullegu hásæti hér i heimi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.