Heimskringla - 10.09.1914, Síða 8

Heimskringla - 10.09.1914, Síða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. SEPT. 1914. ÚR BÆNUM. Hra. Guðm. Jónason frá Siglunesi kom hingað til bæjar á miðvikud. var. Er hann við smlðar hjá Jóni kaupm. Sigfússyni við Clarleigh. Lét han ailvel af útliti har vestra. Hra. Krákur Jónsson skósmiðuv frá Selkirk var staddur hér í bæ á fimtudaginn var. Heldur sagði hann að atvinna hefð' doír.að þar ncðra siðan ófriðurinn byrjaði. Hra. Ágúst ísfeld frá Húsavík, var staddur iiér í bæ á laugardag- inn. Fréttir fáar að norðan nema fiskiverð er sagt með lægra móti. Mr. Isfeld er skrifari fiskimanna félagsins í Nýja íslandi sunnan- verðu, og segir hann að fiskifélögin stóru gjöri sitt til að auka heldur erviðleika fiskimanna með að stunda bessa atvinnugrein. Mrs. Sigríður L. Petursson kom hingað á föstudaginn var vestan úr Pipe Stone byggðinni þar sem þær mæðgur hafa dvalið síðan í sumar. Uppskera er þar fremur rír, en verð á hveiti fremur gott, um og’yfir $1.00 fyrir búshelið. Biður hún Heimskringlu að skila alúðar þakklæti sínu til landa vorra í Pipestone fyrir alla þeicra góðvild sér auðsýnda timann seai hún var þar. Miss Thorstína Jackson B.A. kennari við Selkirk High School, var hér 1 bæ um helgina. Var hún ein þeirra fáu kennara héðan úr fylkinu er fór á kennara fundin mikla sem haldin var í St. Paul í sumar. Voru þar aamankomnir kennarar frá öllum ríkjum Banda- ríkjanna og vfðar að. Fundurinn stóð yfir marga daga og voru þar rædd ýms helztu mál viðvíkjandi skóla fyrirkomulagi sem nú tíðkast í aðal menningarlöndunum. Dr. Thorbergur Thorvaldsson fór vestur til Saskatoon á föstdags- kveidið var. Séra Magnús J. Skaptason brá sér suður til Souris, N.D. í kynnisför til tengdasonar sins og dóttur Mr. og Mrs. Dr. Magnúsar B. Halldórs- sonar. Með honum fór Miss Krist- rún Sigurgeirsdóttir tengdasystir hans er verið hefir hér í bænum síðastliðið ár. Munið eftir samkomunni í Uni- tara kyrkjunni 17. þ.m. sem auglýst er í þessu blaði. Á mánudaginn byrja sérstakar myndasýningar á Wonderland. Skift er um myndir á hverjum degi. Peim sem ánægju finnur í góðum hijóðfæraslætti ætti að verða skemt með nýju hljóðfærunum, Unaphon- es sem leikhús ráðendurnfr hafa nú bætt við Mjóðfæra flekkinn. Til þeirra hefir ekki heyrst fyrr i bæn- um, en það eru einhver einkenni- legustu hljóðfærin sem menn þekkja. Konsert verður haldið á Wonder- iand á sunnudaginn kemur miili kl. 4 og 6 eftir hádegi, til styrktar fátækra sjóði bæjarins sem borgar- stjórin er að safna tii. Ganga allir peningar sem inn koma í þann sjóð því leikhúsið tekur ekkert fyrir sig. Inngangur er ókeypis en ætlast er tii að leggja sem ríflegast í samskot sem tekin verða. Fénu á að verja tii styrktar fjölskyidum þeim er misst hafa fyrir vinnu sína í stríðið. Óskað er eftir að sem allra flestir sækji. B. Lapin Hlustið Konur! Nó erum vér að selja klæð- nað afar ódýrt. Niðursett verð á öllu. Eg sel ykkur í alla staði þann besta alklæð- nað, sem til er búin, fyrir $35.00 til $37.50 *Besta Nýtízkd Kvenfata Stofa Phone Garry 1982 392 NOTRE DAME AVE. Fimm Prósent afsláttur 0 Allar matvörutegundir sem |pið þarfnist þar á meðal ágætis kaffl sem svo margir þekkja nú, og dáðst að fyrir00 mekk og gæði, fást í matvöru búð B. Arnasonar, á horni Victor St. og Sargent Ave. Svo er aðgæzluvert að Arnason gefur 5)í afslátt af doll. fyrir oash verzlun. Phone Sher. 1120 B. ARNASON Kyrkjuféiag Tjaldbúðar safnaðar er að undirbúa Bazaar er það hefir í huga að halda í fundarsal hinnar nýju kyrkju sinnar, fimtudaginn og föstudaginn þann 17. og 18. þessa mánaðar. Eftir þessu er fólk beðið að rnuna. Vér vildum minna fólk vort í vesturbænum á að sækja BAZAAR kvennfélags Skjaldborgar safnaðar sem haldinn er í þessari viku, fim- tudaginn og föstudaginn, síðdegis og að kveldinu. Engan mun yðra sem þangað kemur, og allir eru vel- komnir. Frétt hefir Heimskringlu borist frá Spanish Fork Utah, um að iát- ist hafi þar að heimili sínu 3. þ.m. Seselía Jónsdóttir, kona herra Egg- erts Kristjánssonar. Verður henn- ar nánar getið sfðar. Hra. Jónas Jónasson í Fort Rouge leikhús eigandi hefir ákveðið *ð gefa í þjóðræknissjóðinn (Patriotic Fund) allar inntektir af leikhúsinu á fimtudagskveldið kamur. Gefst þeiM tækifæri er hjálpa vilja þess- um samskotum að styrkja sjóðinn með því að sækja leikhúsið þetta kvöld. Hra. A. B. Olson frá Gimli kom hingað til bæjar á mánudaginn var með son sinn Snæbjörn til þess að innrita hann við Collegiate skólann hér í bænum. Hra. Skapti B. Brynjólfsson og kona hans hafa flutt sig norður á land sitt við Middiechurch nú fyrir nokkurn tíma. Frétzt hefir frá Mary Hill í Álpta- vatnsbygðinni, að Páll Björnsson, sonur Björns Jónssonar þar í bygð, hafi orðið fyrir slysi, Þannig, að hestur sló hann og kom höggið rétt í andlitið. Hvað mikið hann hefir meiðst, vita ménn ekki, en talinn er hann hættulega meiddur. Páll er innan við þrítugt og hinn efniieg- asti maður. Barnlaus hjón, eða með ungbarn, er húsnæði þörfnuðust fyrir vetur- inn, geta fengið húsnæði á góðu heimili á Gimli endurgjaldslaust. Ritstj. vísar á staðinn. Þeir, sem vildu sinna þessa, verða að gefa sig fram strax. Thorsteinn Gíslason og Pálína G. Brynjólfsson, bæði frá Gimli, voru gefin saman í hjónaband fimtud. 3- þ.m. af séra Birni B. Jónssyni að 120 Emily Street. Brúðhjónin héldu samdægurs heimleiðis. Laugardaginn 5. þ.m. voru gefin saman í hjónaband að 765 Simcoe St., Pétur Rögnv. Pétursson, ætt- aður úr Færeyjum, nú bóndi við Oak View P. O., Man., og Guðrún Pétursson, kenslukona hér í borg. Hjónavígsluna framkvæmdi séra Björn B. Jónsson. Myndarlegt sam sæti fór fram að afiokinni athöfn- inni- Síðdegis héldu brúðhjónin áleiðis til Oak View. TíuncU þáttur ai "MILLION DOLLAR MYSTER7" Fð>tndw;l«i OK Sunnudags samkoman kl. 4 e.h. Alla næstu viku verður breitt um daglega, myndlr sem er verið að sýni i fyreta sina. BRJEF A HEIMSKRINGLU Miss Áslaug K. P. Mack. Wm. Pettigrew. Kristján G. Snæbjörnsson G. Z. Halldórsson. Stephan Sígurðsson (frá Hnaus- um) Miss Lizzie Sigurðsson. Mrs. Jón T. Bergmann. Hra. Þorsteinn Pétursson, prent- ari flutti sig alfarinn með fólk sitt héðan úr bænum, austur til Piney, á föstudags morgunin var. Gjörir hann ráð fyrir að verða þar fyrst um sinn, er utanáskrift hans Piney, Manitoba. Free ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKIS0KKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉR KINNIST ÞESSUM SOKKUM Þeir liafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa manni veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauma sem hætt er við að rifni upp úr. Þejr fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað í þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika, að tísku fyrir yfirburði að efni og frá- gangi, algjörlega flekkleysi, og til að endast í sex mánuði gata lausir, annars er annað par sent í staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að horga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SILK HOSE með skrifaðri áhyrgð og af hvaða lit sem er, eða, þrjú pör af okkar Ladies’ Hose, annað- hvort svarta, hrúna eða hvíta að liti með skrifaðri áhyrgð. LÁTTU EKKI BÍÐA—Þetta tilboð verður tekið til baka þegar verzlunarmaðurinn í þínu héraði fer að höndla þá. Nafngreinið bæði lit og stærð. The International Hosiery Co. 21 Bittner Street Dayton, Ohio, U.S.A. r ÍTS 5AFE TOBUYNOfV Næsta sunnudagskvöld verður umræðu-efni í Únitarakyrkjunni:— Nöfn og veruleiki. Allis velkomnir. Á fundi sem haldinn var föstu- dagskveldið, 4. september þ.á. í stúk unni “Heklu” Nr. 33 A.R.G.T., var svohljóðandi tillaga samþykt í einu hljóði: “Jafnframt því, sem stúkann Hek- la telur það mikið tjón fyrir bind- indismálið, að br. Sigurður Júl. Jóhannesson hefir látið af ritstjórn “Lögbergs” þakkar hún honum hina ótrauðu baráttu í þarfir bind- indis málsins, í téðu blaði í rit- stjórnartíð hans. A. Jónasson, æ.t. Guðm. Gíslason, ritari Kvenkápa og alfatnaður, stærð 42, saumað eftir máli (Tailor made) næstum nýtt, til sölu á sanngjörnu verði fyrir smjör og egg. Heimskr. vísar á. 50p FÆÐI OG HERBERGI selur Mrs. H. R. Sigurðson, eftir 4ða þessa mánaðar að 704 Home Str. Góður aðbúnaður, gott fæði. Sanngjarnt verð. 50n O R.DER. EARLYAND BE SURE OF YOUR WINTEFL SUPPLIES Friðar verð á ófriðar tímum. ÁstandiC í Evrópu hefir haft mikil áhrif á vörur og verö hér í Canada, og: byrgöirnar af mörgum tegundum af vörum eru miki'ð að minka. og verð að hækka. Og það er ill mögulegt að kaupa það sem mann vanhagar um með sanngjörnu verði Fyrirhyggja vor mætir núverandi kringumstæðum. T. Baton félagiö keypti snemma löngu fyrir stríöitS vöruforBa til varnar og hags Mail Order viöskiftavinum sínum. Bnda getum vér nú selt yöur, hvaö sem þér þarfn- ist fyrir haust og vetrar mánuöina. Þér eruti lánsamur ats eiga vitiskifti vlt5 svona stóra verzlun 4 þessum tímum. —félag sem hefir peninga og kraft til þess atS kaupa met5 lægsta vertSi hvernig sem verzlunar ástanditS er. Fáið Eaton vöruskrána og pantið vörubyrgðir snemma. SjáitS um atS þér hafit5 þatí sem þér þarfnist til hausts og vetrar metS því at5 panta snemma. FáltS Eaton voru- skránnar. MetS því atS brúka þær til innkaupa vertSur svo mikitS ódýrara a® lifa. Yt5ur vertSur send vöruskrá kostn- aðarlaust ef þér beiðist þess. ^T. EATON C? WINNIPEG LIMITCO CANADA WRITE F0R0URNEW CATALOCUE DO IT N O W ! J TIL LEIGU Hálf Sec. af landi, tvær mílur frá járnbraut, með nauðsynlegum byggingum, 50 ekrum brotnum og miklum heyskap árlega. Yerkfæri og nokkrar kýr geta fylgt ef um semst. Finnið eða skrifið 51 n Joseph Lindal, Lundar, Man Ráðskona óskast. Einhleyp kona getur fengið ráðskonu-vist vestur í landi. íslenzkt heimili; þrir í fjölskyldu, það yngsta 14 ára . Upplýsingar á Heimskringlu. 51. N. HERBERGI TIL LEIGU. Eitt stórt herbergi til leigu, nógu stórt fyrir tvo menn, hjá VICTOR ANDERSON 630 Sherbrooke Str. Kóna vön hússtörfum óskar eftir ráðskonu stöðu á góðu íslenzku heimili, helzt hér í bænum. Upplýsingar að 664 Alverstone St. lp HERBERGI TIL LEIGU. Eitt uppbúið herbergi og 3 óupp- búin til leigu með sanngjörnu verði. öll þægindi i húsinu. Leigjendur snúi sér til JOHN J. 8AMSON, 50 P. 273 Simcoe St. HERBERGI TIL LEIGU. Herbergi til leigu að 50p. 703 VICTOR STREET SAHEOHA OB HAPP4D8ATT1IR undir umsjón únítarasafnaðarins Fimtudagskveldið, 17 September í samkomusal kyrkjunnar. Samkoman byrjar kl. 8 e.h. Til skemtana verður eftirfylgjandi prógramme: 1. Ávarp forseta..................................... 2. Samsöngur.......................Söngflokkur Unitara 3. Ræða............................Séra Guðm. Árnason 4. Violin Solo.........................Teodor Árnason 5. Upplestur................................John Tait 6. Orgel Harmonium Solo...........Brynjólfur Þorláksson 7. Ræða..............................S. B. Brynjólfsson 8. Samsöngur.......................Söngrflokkur Unitara 9. Fíólínspil..............................L. Eiriksson 10. Piano og Orgel Ilarmonium... .S. K. Hall og Br. Þorláksson 11. Ræða.........................Séra Rögnv. Pétursson 12. Solo............................Halldór Thorólfsson 13. Piano Solo.....................Miss S. F. Friðriksson 14. Violin, Piano og Orgel harmonium.................. Th. Árnason, S. K. Hall og Br. Þorláksson 15. Dregið um $100.00 Silki Ábreiðu................... 16. Kaffiveitingar.......“............................ Inngangur 50c og þar með fylgir einn dráttur. Komið sem flestir. Skemtiskrá samkömunnar er fyllilega 50c virði. Tombóla og Dans verður haldin í Good Templara salnum, horninu Sargent Ave. " og McGee Street hér í bée Þriðjudaginn, 15 September, 1914 Ágóðin af samkomu þessari gengur í útbreiðslu sjóð Good Templara reglunnar. ÁGÆTIR DRÆTTIR G0TT MUSIC Inngangur 25c ( Byrjar kl. 7.30 e.m. Fölmennið og styrkið gott málefni. >♦♦'»♦♦♦♦♦»+♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦,♦ ♦ 4 H. J. UNDAL, Manager L. J. HALLGRIMSON, President G. H. VOWLES, Sec.-Treas. Columbia Grain Co. Limited Members Winnipeg Grain Exchange LICENSED AND BONDED COMMISSION MERCHANTS 140-144 Grain Exchange, WINNIPEG, Canada. 10. ágúst, 1914 Kæri herra 1 Megum vér vænta þess, að þú sendir okkur hveiti hitt, til að selja þaS fyrir þig á þessu hausti. ? Ef okkur gæti hepnast að fá fyrir það, þó eigi væri nema brot úr centi fyrir hvert búshel, meir en öðrum, þá getur það munað þig talsverðu þegar um heilt vagnhlass er að ræða. Við erum Islendingar og þeir einu hér í Winnipeg, sem reka það starf að selja hveiti fyrir bændur. Þessvegna förum við fram á að þú sendir okkur hveiti þitt til að selja gegn vanalegum ómakslaunum. Við leggjum fram á móti á- byrgð okkar fyrir því að hveiti þitt nái hinni beztu GRADE sem það á í fyllsta máta og svo hitt að þú fáir hæsta verð fyrir það, sem markaðurinn býður. Sanngjarna fyrirfram peningaborgun út á vagnhlass þitt, erum við reiðubúnir til að láta þig hafa ef þú óskar þess. Við megum geta þess að okkar áform er að ná við- skiftum íslenzkra bænda í Vestur-Canada, með sölu á korni þeirra, og því verður ekkert ógert látið af okkar hendi til að tryggja okkur þau viðskifti fyrir komandi tíma. Skrifið okkur hvort þið viljið heldur á íslenzku eða ensku. Með beztu óskum, COLUMBIA GRAIN CO., LTD.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.