Heimskringla - 21.10.1915, Page 1

Heimskringla - 21.10.1915, Page 1
RENNIE’S SEEDS _ HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS^-Íj } BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Vm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - • WINNIPEG Kiowors U.c* l h • aU iiart' 7 n r» Y FLORISTS Phones Main 194. Ni£ht aud Sun day Sher. 2667 28» DONALD STREET, WINNIPKG í XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. OKT. 1915 Nr 4 Fréttir frá stríðinu. Serbar verjast hreystilega. Eftir frásögn Austurrikismanna sjálfra, vörðust Serbar af Kinni mestu hreysti, þegar Þýzkir loksins komust yfir um ána til Belgrad — Þeir steyptu yfir borgina, Þjóðverj- arnir, 50 þúsund sprengikúlum, og var þá meginið af henni í rústum. En Serbar tóku á móti þeim, og í 2 daga og nætur var barist á strætun- um og i útjöðrum borgarinnar. Aft- ur og aftur gjörðu Serbar áhlaup á Þjóðverjana með byssustingjum og hröktust hóparnir þá fram og aftur, en líkin lágu sem hráviði um stræt- in og grundirnar, einkum norðan til í borginni. Voru þar fyrir Serbum margir enskir og franskir herfor- ingjar Loksins létu aðalforingjarn- ir Serba hörfa undan upp á hæðir utan við borgina; þar höfðu þeir vígi rúma milu frá borginni. Þaðan gátu Þjóðverjar lengi ekki hrakið þá. — Af Austurríkismönnum og Þjóðverjum féllu 25 þúsundir og særðust fyrstu dagana þarna um 60 þúsundir. Og ef að hægt verður að verja Búlgörum að koma að baki þeim, verður Þjóðverjum seinfært suður um Serbíu. Þarna á bökkunum smánáðu svo Þjóðverjar fótfestu; en það var að eins á bökkunum, því að Serbar vörðust af svo mikilli hreysti, að þeir voru ekki komnir upp i landið um seinustu helgi. ótal árásir frá Obrenovatz við Save, vestur af Belgrad, frá Belgrad með- fram járnbrautinni til Nish og frá Semandria, sem er um 25 mílur vest- ur af Belgrad á suðurbakka Dónár (misritaðist fyrir skömmu i Hkr. á norðurbakka). En Serbar hafa hrundið öllum þeim áhlaupuin. Frá Semendriu ætluðu Þýzkir að hrinda Serbum upp í landið; en Serbar hröktu þá í staðinn út i fen mikil við Godomine, sein er nálægt borginni Semendriu, og drápu þar fjölda af þeim; voru þar Suður- Þjóðverjar frá Bajern, og fórust þar um 1000 nianns. Sökum þessa mikla mannfalls, sem þeir hafa orðið fyr- ir, hafa Þjóðverjar því tekið það ráð að halda kyrru fyrir meðan þeim bættist meira lið. Hægri fylkingararinur Þjóð- verja náði suðaustur til Montenegro og réðu þeir inn á lönd Svartfell- inga. En Svartfellingar tóku svo harðlega á móti þeim, að þeir urðu frá að hverfa við mikið manntjón, og verða að bíða þess, að þeim bæt- >st meira lið. Aftur hafa Búlgarar ráðist á Serba bæði norðaustur af Nish, í Timok dalnum og hér og hvar vestur af Kustendil, jafnvel suðurur.dir landamærum Grikkja í Strumnitza- dalnum. Þeir hafa ætlað að ná járn- brautinni, sem liggur niður Morava- dalinn, því að þá gátu þeir baunað alla flutninga og ferðir frá Saloniku og norður. Er það Serbum ákaflega rættulegt, því að þá hefðu þeir ver- ið milli tveggja elda. En það virðist, sem þeir hafi að minsta kosti stöðv- að Búlgara hjá Nish. En sunnar miklu hafa Búlgarar komist að 'árn- brautinni og getað sprengt upp brú eina, eitthvað 20 milur norðai við landainæri Grikkja, hjá Itarda, og sendu þangað 50 þúsundir manna. Síðan sneru Frakkar og Bretar móti þeim og mættu þeim nálægt l)eina- karpa og í Strumnitza-dalnum um helgina. — Afleiðingarnar af aðgangi þess um þarna í Serbíu eru þær, að kon- urnar og börnin flýja landið. Make- dónia, sem Grikkir eiga, er næst, en þar er bjargarlítið og sultur fyrir dyrum. Er þvi margur svangur á flóttanum. , Grikkir taka samt nokkurnveginn vel á móti þeim, þó að konungur og stjórn ryftuðu eiðum og svardögum sínum við Serba. En mikill fjöldi flóttamanna þessara feilur þó að lik- indum af hugri, því að nú er undir vetur komið. Grikkir í vanda staddir. Sagt er, að sendiherrar ftala og Rússa hafi farið burtu úr Aþenu- horg.. En ensk blöð sum krefjast þess, að Bandamenn, Bretar og Frakkar, sendi herskipaflota til Grikklands og loki þar höfnum öll- um, og viti svo, hvort ekki renni tvær grímur á Grikki viðvíkjandi þátttöku i stríðinu. Síðari fregnir af Balkanskaga. Prá Balkanskaganum er það að frétta, að Frakkar og Bretar hafa ruglað reikningunum dálitið fyrir Þýzkum ennþá. Þeir réðust móti þeim í Strumnitzadalnum rétt norð- í.n við landamæri Grikkja, eitthvað 30 milum norður af Salonika, og náðu af þeim kastalanum Strum- nitza sunnan við á þessa i dalnum. En Serbar komu þar vestan að þeim og norðan, ráku þá frá Vilandova og Hunalova austur á bóginn. Þetta er rétt við ána Vardar, sem járn- brautin liggur með. Hefir nú staðið bardagi þar á ölluin suðurlanda- mærum Serba, austan við Vardar, og verða Búlgarar undan að láta. En svo hafa Bandamenn sett her- kvi um lönd Búlgara við Grikklands- haf. Þeir eiga 80 milna spildu þar suður við hafið, frá Savitchachan að vestan til Enos við Maritsa ósa, og er sagt að þeir hafi lent þar hermönn- um við Enos og tekið járnbrautina, sem liggur upp í landið; og er það i Tyrkja löndum. Norður frá í Serbiu hafa Serbar heldur orðið undan að láta á stöku stað, en þó hvergi svo að nokkru nemi, og ennþá sitja þeir á hæðun- um upp af Belgrad. Síðustu fregnir af striðinu. — Bretar sökkva enn fleiri skip- um Þjóðverja i Eystrasalti. Af 50 flutningsskipum Svia, er fluttu stál og kopar og vistic til Þýzkalands, sitja nú ein 37 i höfnum inni; hin eru sokkin með öðrum flutninga- skipum Þjóðverja. frægi, Claude neitar því sjálfur, að búið sé að skjóta sig sem spæjara; en fregn um það hefir gengið hér í Winnipeg, svo að Telegram sendi rafskeyti um það til London og fékk þetta svar. Hann er einn hinna öt- ulustu flugmanna Breta. — Bandamenn senda meira herlið til Balkanríkjanna. — Búlgarar hafa fengið meiri skell sunnantil í Serbiu, í Strumnitza dalnum, en fyrri fregnir sögðu, og hafa hörfað þar inn yfir landamæri sín; en tapað mörgum þúsundum manna. Aftur hafa Þýzkir lagst þungt á vestan við Belgrad og tekið (tbrenovitz, en Serbar hörfað und- an, þó ekki lengra en á næstu hæðir. Svo hafa Serbar aftur reynt að ná kastalanum Widdin í norðurhorni Búlgaríu, við Dóná, en ekki skýrar fregnir um það. Bretar sökkva Þýzkum torpedóbát. Tvö önnur þýzk herskip flýja. Það var í sundinu milli Danmerk- ur og Svíþjóðar hinn 15. október að morgni dags, skamt suður af Kaup- mannahöfn, nálægt bæ þeiin, er Fal- sterbo heitir Þýzkt beitiskip (cruiser) hafði verið þar á ferð með þremur minni lierskipum þeirra (destroyers), og lenti þeim sainan við neðansjávar- bát brezkan. Þýzkir vildu reyna að eyðileggja hann og gjörðu á hann skothríð mikla af öllum skipunum; en þau urðu að fara í einlæga króka og hringi til að forðast hann, þar sem hann vildi einlægt renna á hvert skipið, sem næst honum var, og f> rir það hittu þau hann aldrei. — Þetta gekk alllanga stund; en loks- ins gat Bretinn sent þeim torpedó, og varð fyrir einn “destroyer” Þjóð- verja Heyrðist þá brestur rnikill og sprakk herskipið með drunuin mikl- um og sökk óðara með öllum mönn- um, sem á voru. I.eist þá hinum 3 herskipum Þjóðverja ekki á blikuna og héldu undan alt sem þau gátu; cn neðansjávarbáturinn var skrið- minni og gat því ekki fylgt þeim eftir ÞÝZKIR MYRÐA 5,000 BELGA Meira en fimm þúsund belgiskra borgara hafa Þýzkir látið skjóta; þó þeir hafi engir verið með vopn í höndum.; en þeir hafa einhvernveg- inn ekki fallið Þjóðverjum í geð, og suma hafa þeir sakað um, að hjálpa flóttamönnum úr landinu; sumir liafa ekki sýnt næga virðingu hin- um nýju húsbændum og öllum hafa þeir eitthvað til saka fundið. Það er sagt, að þeir hafi skotið 200 í Antverpen, 800 í Brabant, 100 í Flandern, 400 í Hainault, 845 í Liege, 40 í Limburg, 1000 í Luxemburg og 1800 i Namur. ASQUITH VEIKUR. — Asquith veikur. Lloyd George skipar sæti hans til bráðabirgða. Zeppelin-árás á Lund- únaborg. Nóttina milli hins 13. og 14. októ- ber gjörðu þýzkir Zeppelin flug- báta-áhlaup mikið á Lundúnaborg. Það hafði komið heill floti af þeim og steyptu þeir ótal sprengikúlum yfir borgina. Þoka mikil var yfir borginni og eiginlega ómögulegt að sjá .Zeppeliiiana. Samt var þegar farið að skjóta á þá með loftfallbyss- um, sem til þess eru gjörðar, og var gjörð að þeim töluverð hríð, og eitt- livað hittu þeir, þvi að einn Zeppe- lin báturinn kastaðist til og frá og 'var nærri fallnn niður. En belgir loftbáta þessara eru í 17 eða 18 hólf- um og fljóta þeir i lofti, þó að eitt eða tvö hólf rifni. Fimm flugdrekar Breta fóru upp að elta þá og gátu fundið einn Zeppelininn, en hann hvarf þeim út i þokuna. Loftbáta floti þessi gat kveikt í rnörgum húsum; en slökkviliðið var við hendina og gat varnað því, að eldurinn breiddist út. — 55 menn hlutu bana af árásinni, en 114 meidd ust meira eða minna. Meira en þriðj- ungur þeirra, sem dóu og meiddust, voru kvenmenn og yngri og eldri börn. Seint um daginn höfðu sumir — einir 4 eða 5 — Zeppelinar þessir sést fljúga heim til Þýzkalands yfir Hollandi. Hollendingar skutu á þá og hittu víst einn þeirra. Bretar heimta, að flugdrekar gjöri líkar árásir á næstu borgir Þýzka- lands, til þess að reyna að gjöra | Þýzka leiða á þessu. Skotfæraleysi var orsökin. Ástæðan sem olli þvi, að Bandutnenn hættu að reka Þýzka úr Frakk- landi og Betgiu i vor. Vér verðum að fara til Rússlands til þess að verða þess vísari. Meira en helmingur af öllu herliði Itússa hafði reyklaust púður, bæði fyrir handbyssur og allar hinar stærri byssur, og var það alt búið til í hin- um feiknastóru verksmiðjum Rússa i Ochta skamt frá Pétursborg. Mikill hluti yfirinanna og beztu smiða í verksmiðjum þessum voru Þjóðverj- ar og menn af þýzkum ættum, sem búið höfðu í nokkra ættliðu á Rúss- landi. Alt voru þetta hinir beztu verkamenn og lærðir efnafræðingar og vélameistarar Menn voru farnir að hafa grun á, að þýzkir spæjarar væru þar starf- andi; en ekkert varð uppvíst þang- að til að sprengingin mikla reið af, sem þruma úr lofti, rétt þegar Rúss- um lá sem allramest á. FrV þessum verksmiðjum komu öll skotfærin til meira en helmingsins af hinum mannmarga Rússaher. En alt í einu sprakk þetta alt í loft upp og Rússar stóðu uppi á vigvöllunum með tvær hendur tómar. Þess vegna urðu Rússar að láta undan síga í Galizíu og síðar á Pól- landi; þvi þeir höfðu engin skot- færi til að svara hriðum Hinden- burgs og Mackensens, og er því al- veg uq^ravert að þeir skyldu ekki vera gjörsamlega yfirbugaðir. En Bretar og Frakkar fóru að reyna að lijálpa þeim með því að senda skip með skotfæri norður fyrir Noreg og Sviþjóð og svo suður til Archangel, sjóborgar Rússa við Hvítahafið, og þá fóru Rússar fyrst einnig að fá nokkuð að mun af skotfærum frá Japönum. En lengi vel var það, að þeir gátu ekkert að gjört.— Spreng- ingunni var lialdið leyndri eins og hægt var. En Frakkar og Bretar urðu að rýja sig að skotfærum og um leið hætta við áhlaupið mikla, sein þeir ætluðu að byrja með vor- inu. — Það þarf nokkuð til þess að halda uppi daglegri skothrið á 700 til 800 milna svæði, sem sjá má af þvi, að þessar 20 járnbrautarlestir af skotfærum, sem Japanar senda nú Rússum á hverjum degi, eru að eins nokkur hluti þess sem eytt er. TEKINN VIÐ HERSTJÓRN. Koírópatkin gamli er nú tekinn við herstjórn í herdeild einni hjá Rússum. — Hann var aðalforingi 1 ússa í striðinu við Japana seinast og var þá talinn einhver beztur for- if.gi í Evrópu, þó að hann yrði að lúta i lægra haldi fyrir Japansmönn- uin. En það sögðu menn, að það liefði ekki verið honum að kenna, heldur stjórninni í Pétursborg. — Hann vantaði alt; vistir, skotfæri og menn. Þeir hafa gjört — Flugmaðurinn jGraham White, Heiðurslisti Islendinga. Jólagjafir handa íslenzku drengjunum í stríðinu. Vér höfum afráðið, að hafa sér- stakan dálk i blaði voru, þar sein allir þeir lslendingar eru taldir, sem i striðið hafa farið eða fara kunna, og byrjum nú listann með nöfnuni allra þeirra, sein vér höfum fengið vitneskju um. í skrá þessari þarf að geta, hvenær þeir hafi i herinn gengið, hvar heimili þeirra hafi ver- ið, foreldra þeirra eða nánustu ætt- ingja; séu þeir kvæntir, þurfum vér að fá nöfn konunnar og barn- anna, og hvaða sýslan þeir hafi á hendi haft. Einnig óskum vér eftir nöfnum allra þeirra, sem menn sjá að vanta i listann, og biðjum vini vora að senda oss upplýsingar um þá og hina. sem menn sjá ú listanum að oss skortir upplýsingar um og skrifa þessar upplýsingar á eyðublaðið, er listanuin fylgir, klippa það síðan úr blaðinu og senda oss svo fljótt sem unt er Og verða þá upplýsingarnar og nöfnin prentað i blaðinu jafnóð- um og það berst oss. Þetta verður heiðurslisti íslend- ingu, — mannanna, sem vildu leggja lifið i sölurnar fyrir frelsið og mannréttindin;— sem vildu hnekkja mönnunum, sem tróðu undir fótum bina saklausu Belgi og Luxemburg- menn: mönnunum, sem gjörðu Pól- land að eyðimörk og borgirnar að öskuhrúgum; mönnunum, sem nú eru að slátra Serbum, hinni fátæku en hraustu þjóð á Balkanskaganum. Þessir Islendingar vinna sér til svo- mikils heiðurs, að nöfnum þeirra má ekki gleyma. Löngu eftir að vér erum komnir undir græna torfu, — mun það frægðarmark álitið fyrir hvem þann, sem getur sýnt, að hann sé af mönnum þessum kominn. Það verður einskonar óðalsmark kom- andi kynslóða. Vér, sein heima sitj- um meðan þeir berjast fyrir oss, getum ekki minna gjört en að reyna að halda uppi nöfnum þeirra, — mannanna, sem fundu ástina til landsins, sem fæddi þá og klæddi, og vinanna, sem þeir léku sér við og bjuggu saman við; mannfélags- ins, sem nú lifir og eftir oss kemur, — fundu ástina til þess svo heita og sterka, að þeir komu af fúsum vilja fram og buðu fram líf sitt til þess að bjarga þessu. Hvort sein þeir standa hátt eða lágt á þrepum mannfélags- ins, þá eru þetta alt stórmenni. Þarna er aðallinn okkar íslend- inga. VILL SENDA KVENMENN TIL CANADA, EN EKKI KARLMENN. ‘Windermere” sem telja má einna má einna áreiðanlegastan allra út- iendra fréttaritara, sem blöðin hér i álfu hafa, ritar fréttagrein frá Lond- on hinn 12. þ.m., á þessa leið: Dr. Saleeby, hinn nafnkunni vís- indamaður, mannfræðingur og ræðu skörungur, var nýlega að flytja fyr- irlestur á fjöllistaskólanum og reif hann þá niður uppástungu þá, að senda uppgjafa-hermenn til Canada og nýlendanna frá Englandi, þegar striðið væri búið. En hinu hélt hann fram, að senda burtu af Englandi konur þær allar og ungar stúlkur, sem aflögu væru, i staðinn fyrir að senda karlmennina. Hann sagði, að það ætti að vera grundvallarstefna stjórnarinnar, að sjá um, að jöfnuð- ur væri sem mestur milli kvenna og karla, bæði heima á Englandi og eins i nýlendunum. Þess vegna væri það fásinna hin mesta, að auka ó- jöfnuð þennan á Englandi með því, að senda karlmennina burtu. Eng- land æti að láta sér viti Þjóðverja að varnaði verða. Þjóðverjar væru nú að eyðileggja hinn þýzka kyn- flokk. England hefði nú tapað 800 þúsundum manna, sem látnir væru i striðinu. En Þjóðverjar 6 sinnum meira, og væru nú neyddir til að taka tæringarveika menn og menn sjúka af andarteppu i herinn, og einnig fatlaða menn.. Þeir væru að eyða landið að karlmönnum. Unga fólkið úr öllum islenzku kyrkjunum í Winnipeg hefir komið sér saman um, að skora á alla Is- lendinga vestan hafs, að hjálpa til, svo það geti sent öllum íslenzku her- mönnunum fyrir handan hafið jóla box. Það virðist sem allar islenzkar kvrkjur hafi að einhverju leyti ver- ið að starfa að þvi, að safna jóla- gjöfum handa hermönnunum, sem eru komnir austur um hafið, og það var farið að lita út eins og að is- lenzku piltarnir yrðu þeir einu, sem gleymdust af samlöndum sínum. Nú langar unga fólkið til, að islenzku kyrkjurnar yrðu ekki þær siztu áð- ur en lýkur, þó að þær byrji seint. Þetta er nokkuð stórt fyrirtæki. Við þurfuni að senda, ef til vill, alt að hundrað kassa, og hver kassi ætti að vera minst $10.00 virði; $1,000.00 er það minsta, sem við þurfum að fá. Þetta þarf ekki að gefast í pening- um; — margt annað mikið nauðsyn- legra: íslenzkir heimatilbúnir ull- arsokkar, vetlingar og treflar, þess þurfum vér mest með. Það er kalt að halda á byssunni berhentur um miðjan vetur. Ullarplögg fáSt nú ekki lengur í Winnipeg. Vetlingarn- ir eru bolvetlingar með þumli og visifingri prjónuðum til hálfs. Svo þurfum við súkkulaði, tóbak, peninga og frimerki. Alt, sem pilt- unum getur orðið til gagns og á- nægju, verður þakksamlega þegið tslenzkir kaiipmenn! Sendið þið okkur birgðir af islenzkum plöggum (vetlinga tvíþumlaða). Við borgura ykkur söluverð fyrir það, sem við getum notað; en lifsnauðsynlegt að það fáist. Istenzk alþýða! Látið'"sjá, að þér séuð ekki búin að gleyina þeim, sein eru að leggja lífið í sölurnar fyrir yður og þjóðfélag það, sem þér lipið í. Látum oss geta sýnt, að islenzku drengirnir fái ekki lélegri jólak (ssa en hinir! Skyldmenni og vinir eru beðnir að senda nöfn og utanáskrift allra íslenzkra hermanna, er komnir eru austur um haf, til Miss S. Stefánson, S:.ite No. 5, Acadia Blk., Winnipeg. Allar Gjafir verða að vera komnar til Winnipeg fyrir lok þessa n án- aðar. Gjafir sendast til islenzku blað- anna Logbergs og Heimskringlu. Fyrir hönd islenzku ungmennafé- laganna. P. Bardal, H. Pétursson. Þrjár miljónir hermanna enn. FUNDIN UPPSPRETTAN AÐ SKOTFÆRA-BIRGÐUM ÞJÓÐVERJA. Blaðið Birmingham Post á Eng- landi hefir fengið svolátandi bréf frá Kitchener lávarði, sem auglýst hefir verið um alt England: — “Eg þarf fleiri menn, miklu fleiri, tf að herskarar þeir, sem nú eru á vigvöllunum eiga að geta fullri tölu haldið, þó að tnenn falli, og eins her- flokkar þeir, sem nú eru á leiðinni á hina mörgu vigvelli cða munu sið- ar sendir verða. Eg skora því fast- lega á alla hrausta og heilsugóða menn, sem losnað geta að heiman, að gegna herkvöð þessari, ef þeir ekki ætla sér að sitja hjá og horfa á, að hinir hraustu félagar og sveit- ungar þeirra láta tifið árangurslaust á vígvöllunum. Eg get þvi að eins gjört skyldu mina við föðurlandið, að þér uppfyllið skyldu yðar vi mig. — Vér þurfum fleiri menn og það undireins. ö “ ‘Bretland hið mikla þarf að fá þrjár miltiónir nýrra hermanna fyr- ir vorið’, — þessu týsti General Eric Swuyne yfir hinn 17. þessa mánað- ar, i ræðu sinni i borginni Hull á Engtandi. En hann stendur fyrir herkvöð í norðursveitum landsins. . .“Swayne hershöfðingja taldist svo til, að Þjóðverjar hefðu cnnþá milli níu og tíu milliónir manna, þelta frá álján til fjörutíu og fimm ára gamla. Og segir hann, að menn geti þá séð, hvað þýðingarlaust það sé, að tala utn það, að þreyta Þjóðverja eða sitja þá af stokki. Með vorinu sagði hann, að Þjóð- verjar myndu verða búnir að missa fteiri menn, en Bandamenn, svo að þá yrðu álika margir hermenn hjá hvorum fyrir sig, Þjóðverjum og Bandamönnum. En ef að Bretar þá gætu bætt við þremur milliónum af góðum hermönnum, þá myndu Þjóð- verjar sjá, hvað þýðingartaust það væri fyrir þá, að lialda striðinu á- fram. Hann sagði og, að Bretar vildu helzt ekki taka upp herskyldu. En svo framarlega, sem þrjár milliónir nýrra, vel æfðra hermanna bættust ckki við með vorinu, þá gætu hers- höfðingjarnir enga ábyrgð borið á því, hvernig stríðið færi. Af þessu geta menn séð, hvort að alvaran er ekki einlægt hin sama og voðinn hangnndi sem haglský i lofti. Konungsstjórn í Kína. Yuan Shi Kai cr að reisa þing- bundna konungsstjórn i Kína. — Menn eru þar ekki komnir svo langt að lýðveldi geti þrifist. Er nú verið að búa undir þingkosningar um alt hið víðlenda riki Kínverja. Loks hafa þeir fundið hana eða eru farnir að teppa hana — upp- sprettuna að birgðuin vopna og vista Þjóðverja. Þeir voru búnir að veiða í netin svo marga neðansjáv- arbáta Þjóðverja, Bretarnir, að loks fóru þeir að nota þá, og enginn veit nú, hve marga þeirra þeir hafa bæði í Norðursjónum og það sem mest er um vert i Eystrasalti. En þar eru þeir farnir að láta Þjóðverja finna bragðið að sinum eigin meðulum; því að á hverjum degi sökkva þeir nú fleirum en færri flutningsskip- um, sem eru að flytja matvæli og skotfæraefni til Þjóðverja. Um miðjan október voru Bretar búnir að sokkva 17 gufuskipum fyr- ir Þjóðverjum, sem voru að flytja járn og stál og kopar frá Sviþjóð til Þýzkalands. Frá íslandi. ÁRNESSPRESTAKALL er veitt síra Sveini Guðmundssyni, samkvæmt kosning safnaðarins. — Illaut hann 32 atkv., en síra Ólafur Síephensen 30 atkv. SKIPAÁREKSTURINN. Tjón það, sem hlaust af árc’-só-i skipanna Ránar og Viðis, hefi" ver- metið á 9000 kr. fyrir Rán, og 1800 kr. fyrir Víði. MANNTJÓN. Það slys vildi til norður í Fljótum nýlega, að hrefna hvolfdi báti með tveim mönnum á og druknuðu báð- ir . Hét annar Sæmundur Kristjáns- son, bóndi á Laugalandi i Fljótum, en liinn Sigurður, vinnumaður hans. Botnvörpungur, sem var skamt frá. sá hvað gjörðist, og sendi þegar bát til að bjarga mönnunum, en það tókst ekki, sökum þess, að þeim skaut aldrei upp. MYND AF BALDVINI EINARSSYNI, sem tekin er eftir málverki, sem hann á tvitugsaldri sendi hingað heim, að gjöf, er komin á markað- inn. Munu þeir margir, er haaa vilja eign.ast. SKIPSTRAND. Gufuskipið Fenris, sem fiskiveiða- félagið Kveldúlfur hefir haft í för- um, strandaði siðastliðinn sunnudag á Hrólfsskeri á Eyjafirði. Björgun- arskipið Geir, sem hefst við fyrir norðan land i sumar, brá þegar við og tókst að ná skipinu út, talsvert skemdu þó. VEITT SÝSLUMANNSEMBÆiTTI. Mýra og Borgarfjarðar sýsla er ve4t Sigurði Eggerz fyrv. ráðherra. — Dalasýsla er veitt Bjarna Þ. Johnson yfirdómslögmanni. MR. CABLE, brezki ræðismaðurinn. kom til R- víkur um miðjan september úr 5 vikna ferðalagi kringum landið. — Leizt honum sérstaklega vel á sig á Norðurlandi og lætur yfirleitt hið bezta yfir ferðinni.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.