Heimskringla - 28.10.1915, Síða 2

Heimskringla - 28.10.1915, Síða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 28. OKT. 1915. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI. Samsæti var Matth. Jochums- syni lialdið í heiðurssskyni af stúdenta- félaginu sunnudagskveldið 12. sept, og frú hans, sem dvalið hafa í-Rvik um tíma, en fara norður á Akureyri. Voru bekkir fullskipaðir og urðu margir frá að hverfa, sakir rúm- skorts, þeir er með návist sinni vildu heiðrað hafa skáldjöfur. Var honum flutt kvaeði það, er hér fer á eftir, og ort hafði Guðm. góð- skáld Guðmundsson; en aðalræðuna fyrir minni skáldsins, orðsnjalt er- indi, flutti Árni bókavörður Pálsson og síðar mintist Hannes Hafsteinn Matthíasar og hafði yfir gamalt kvæði, er Matthías hafði sent hon- um fyrir rúmum 30 árum, en hvergi hefir birzt. Átti að vera nokkurs- konar tileinkunarljóð framan við kvæðabók hans. Indriði Einarsson mælti fyrir minni frú Guðrúnar konu Matthiasar og hélt aðra ræðu fyrir “lárviðarskáldinu”; en síðar um kveldið bað ólafur Björnsson samkomuna minnast Steingríms sál. Thorsteinssonar. er svo lengi hafði verið bundinn vináttu og skáldbróð- urböndum við heiðursgestinn. , Síra Matthías hélt margar ræður, og er sem hann fram á fjörelliár sín hafi varðveitt sama ótæmandi fjár- sjóð andrikis, orðsnildar og gaman- semi. Þá er borð voru upp tekin, sátu sátu menn all-lengi saman við söng og annan gleðskap. Kvæði G. G.: IJeill ])ér, sem brennir hjörtun eldi .. Ijóða, heill þér, sem kennir trií á mátt hins . .góða, þökk skal þér alla þjóðarævi gjalla, þjóðskáldið snjalla. Heilagur andi hárrar, bjartrar tri'iar hjörtnn i landi tengir, lithöf bniar,- eilifa þrenning: elskn, speki, menn- ing, ójnar þin kenning. Enn hefir elli ekki glöpum valdið,— vel hefir velli víkingurinn haldið,— enn skin und hvarmi œskulogans bjarmi, ólgar i barmi. Gult er mcð góðum gleði-kvöld að að sitja, Ijós þin í Ijóðum löngum dróttar .. vitja, liða’ yfir arni, Igsa hverju barni leið ofar hjarni. Sit þú með briiði sœmdar-ríkri lengi, söngvarinn priiði, enn í frægð og gengil Hástilta knúði hagar með oss engi hörpunnar slrengi. BifreiíSaslys vildi til í Reykjavík með þeim hætti, að drengur einn, Sigurður Sigurðs- cn frá Njálsgötu 49 B, hengdi sig aftan í bifreið, en féll niður og lá i öngviti. Slasaðist hann töluvert. Síldveiðiskipin að norðan eru nú sem óðast að koma til Rvíkur. 17. sept. lágu 4 botnvörp- ungar á höfninni nýkomnir. Hæstur allra um síldarafla hefir orðið Maí (skipstjóri Björn ólafsson), sem afl- aði 9000 tunnur. Það vakti athygli, að eigi sást nýji fáninn íslenzki, nema á einum botn- vörpunganna. Til hvers höfum vér cignast löggiltan fána, ef vér eigi notum hann svo vítt sein vér getum, — segir ísafold. íslenzki fáninn. Það bar til fyrir skömmu, að vélbát- ur, sem var á leið frá Noregi til ís- lands, var höndlaður af brezku her- .skipi skamt frá Shetlandseyjum og hafður inn til Lerwick. Slíkt skeð- ur að vísu oft á sæ á þessum ófrið- artímum. En hitt hefir ekki hent fyrr, að lagt hafi verið hald á ís- lenzkt skip fyrir þá sök, sem að þessu sinni var uppi látin. En hún var sú, að skipið sigldi undir fölsku flaggi. Hafði vélbáturinn uppi Dana- fána, en það þótti Bretanum osvinna þar sem hann væri frá íslandi og kunnugt orðið, að vér höfðum feng- ið sérstakan fána löggiltan. íslenzkt smjör er nú selt í Reykjavík fyrir 1 krónu 15 au. pundið. Fálkinn kom að norðan tii Rvíkur um miðj- an september. Ekki hefir heyrst, að hann hafi sjálfur handsamað nein skip þar nyrðra fyrir ólöglega veiði, en rannsakað hafði hann kærur, er strandvarnarbátur þeirra Eyfirð- inga bar. á ein 9 útlend skip, og reyndust þær allar réttar. — óeirð- ir miklar höfðu verið á Siglufirði um tima meðan Fálkinn var þar, og setti hann menn á land til að hjálpa til að halda uppi reglu. Gísli Jónsson málari er nýlega kominn til Reykjavíkur úr ferðalagi um Norðurland; hefir hann málað myhdir af ýmsum stöð- um við Eyjafjörð, Fnjóskadal, öxna- dal (þar á rneðal frá Hrauni, þar sem Jónas Hallgrímsson var fæddur og af Hraundröngum), Norðurárdal í Skagafirði, Langadal, Vatnsdals- hólum, Hörgárdal, úr Borgarfirði og úr Botnsdal. Þokusamt þótti Gísla fyrir norð- an á meðan hann var i þessari ferð og spilti það svo fyrir, að hann gat oft ekki málað myndir frá þeim stöð um„ er hann hafði kosið sér; þó hefir hann víða náð góðri fjallsýn. fögru og einkennilegu landslagi á myndir sínar. Er vonandi, að hann gefi almenningi kost á, að sjá mál- verk þessi og önnur, er hann hefir málað í sumar, með því að halda 'sýningu á þeim í haust.—(Visir). Peningaflutningur. 'Það hefir frézt að norðan af Akur- teyri, að báðir bankarnir hér hafi ! nú í endalok síldarvertíðar sent menn með peninga landveg til úti- búanna á Akureyri. Er sagt að Val- týr Stefánsson (skólameistara) hafi farið með frá Islendsbanka og reitt 70,000 krónur; en Guðm. Loftsson fyrir Landsbankann með 100,000 I krónur. Druknun. I Maður úr Reykjavik, Bjarni Guð- mundsson að nafni, ökumaður af Baronsstíg, ætlaði í Hafravatnsrétt- ir 20. sept.; hafði hann verið all- drukkinn og riðið út í vatnið. Dag- inn eftir fanst hestur hans og hund- j ur dauðir í vatninu; voru beizlis- taumarnir flæktir um fætur hests- i ins. Líkið ekki fundist, þegar síðast fréttist. 2000 króna nýr hlutur var þegar 15. sept. tekinn i Eim- skipafélaginu af einni verzlun R.- vikur (L. G. Lúðvígssonar skóverzl- un). Verð á íslenzkum sjávarafurÖ- um erlendis. I Saltfiskur. Þurfiskur afhentur i Kaupmannahöfn; hnakkakýldur stór fiskur 135—140 kr. Afhnakkaður ! i.iillifiskur 105 kr.; ýsa 95 kr.; La- j brador 93—95 kr.; langa 110—120 kr.; upsi 85 kr.; keila 85 kr. Óverk- aður stórfiskur 80 kr.; óverkaður smáfiskur 70—72 kr. Spánar- og /taliufiskur, fob. ís- iand, matinn af hinum lögskipuðu fiskimatsmönnum: Stórfiskur 135 kr.; Smáfiskur 110 kr.; ýsa 95 kr.; Labrador fiskur 93—95 kr. Lýsi. Bezta ljóst þorskalýsi, hver 105 kíló, alt að 140 kr., og brúnt 130 kr. Sild. Sem stendur er verðið 38— 40 aura kiló nettó. Selskinn, 7—8 kr. hvert. Sundmagar. Engin eftirspurn, á- ætlað verð 1.25 kílóið. Sumarafli þilskipa við Faxaflóa. Reykjavíkurskipin: Ása................ 38,000 Björgvin ...........22,000 Sigurfari.......... 22,000 Hafsteinn ......... 21,000 Keflavik .......... 21,000 Milli ............. 18,000 Seagull ............21,000 Sæborg........... 21,000 Valtýr ............ 26,000 Hákon ............. 26,000 Sigríður........... 35,000 Ester.............. 28,000 Skarphéðinn.........13,500 Hafnarfjarðarskipin: Surprice........... 27,500 Acorn ............. 24,000 Guðrún............. 23,000 Reaper............. 16,000 Mannalát. Mánudaginn 30. ágúst síðastliðinn lézt að heimili sínu, Gvendareyjum á Breiðafirði, Salbjörg Jónsdóttir, kona Guðmundar Guðmundssonar, óðalsbónda í Gvendareyjum, fædd 7. agúst 1852. V erzlunarskólinn. Skólastjóri við hann er orðinn Jón Sívertsen kaupm., í stað Ó. G. Eyj- ólfssonar, er sagði starfinu lausu í vor. Fiskkaup og bæjarstjórnin. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir gjört samning við útgjörðarmenn botn- vörpungsins Marz að kaupa afla hans fyrst um sinn til að selja bæj- arbúum. Búist er við, að verðið á fiskinum verði frá 8 og upp í 15 au. (stór lúða). Þetta ætti að verða góð matarhjálp fyrir bæinn, ef veiðin gengur ba-rilega. Skip landföst í Reykjavík. Snemma í september var fyrsta haf- skipabryggja hinnar nýju hafnar- gjörðar fullbúin — sú, sem ætluð er kolaskipum eftirleiðis — við Batt- erís-garðinn. Prófastsréttur. Verður skipaður að tilhlutun stjórn- arráðsins til að rannsaka og dæma kærurnar á sira Jónmund Halldórs- son. Sýslumaður Sunnmýlinga mun fá rannsóknina í sinar hendur. Guðmundi Finnbogasyni, dr. phil., hefir verið boðin staða við Jóns Bjarnasonar skólann í Winni- peg, í símskeyti er hingað barst 11. sept., segir Isafold. Nýr vélbátur, 30 smálestir að stærð, smíðaður í Svíþjóð fyrir eigendur hér, er ný- kominn, og er skipstjórinn Ingólfur Jónsson. Hann fór frá Lysekil í Sví- þjóð á tæpum 10 dögum. Báturinn heitir ‘Svea’. Vegleg gjöf til Heilsuhælisins— 200 krónur — hefir Guðm. Björnsyni landlæknir borist frá Jóhanni Jóns- syni á Geithellum i Suður-Múla- sýslu. “Bifröst” heitir vélbátur, sem ísfirðingar létu smíða i Haugasundi í Noregi í sum- ar og kom hann til Revkjavíkur um miðjan september á leið frá Noregi til Isafjarðar, en hafði verið nálega mánuð á leiðinni. Hann var tekinn af ensku herskipi í hafi og fluttur til I.erwick og tafðist þar ferð hans í 11 daga. Og aftur var hann stöðvað- ur af ensku herskipi sunnan við landið, en þó látinn fara ferða sinna. Báturinn er 30 smálestir og sagður vel vandaður. Prestvígsla fór fram a Hólum í Hjaltadal sunnu- dcginn 12. septeniber, og var Her- rnann Hjartarson vigður aðstoðar- prestur til sira Jóns Halldórssonar á Sauðanesi af Geir Sæmundssyni vigslubiskupi. 8 prestar voru við- staddir og 500 manns alls. Prest- ’ ígsla hefir eku. farið fram á Hól- im síðan 1795 fyr en þetta. En Geir vígslubiskup var vigður þar fyrir 5 árum. Loftskeytastöð í Reykjavík. Stjórninni er nú veitt heimild til, að reisa loftskeytastöð i Reykjavík, sem næg yrði fyrir skip kringum landið. Síldafli íslenzku skipeuina. Hér fer á eftir skrá yfir sildarafla þann, sem íslenzku skipin hafa feng- ið Norðanlands i sumar. Höfum vér hana eftir mjög ábyggilegum manni, sem dvalið hefir við úrgjörð á Norð- urlandi i sumar: Mai ..................... 8800 tn. Ingólfur Árnason ........ 6700 — Skallagrímur ............ 6500 Snorri Goði.............. 5800 — Njörður.................. 5600 — Earl Hereford............ 5500 — Apríl ................... 5800 — Baldur....................5100 — Rragi ................... 5100 — Snorri Sturiuson ........ 5000 — Víðir ................... 4700 — Jarlinn.................. 4300 — Rán ..................... 4100 Jón forseti ............. 4000 — íslendingurinn........... 3800 — Alfa..................... 3800 — Eggert olafsson ......... 3200 — Alls 87800 tn. Þá hafa alls 3 islenzkir vélbátar 'tundað sildveiðar á Siglufiéði eða F.yjafirði og hafa þeir að líkindum aflað tiltölulega bezt allra skijianna. Hrólfur og Leifur unnu sarnan og íengu samtals 4500 tunnur og Freyja fckk 2700 tunnur. Brezkur konsúll á Akureyri er nýlega skipaður Ragn i r kaupmaður ólafsson. Embættaveitingar. Annað yfirdómaraembættið er veitt Eggerti Briem skrifstofustjóra, frá 1. október. Aftur er skrifstofustjóraembættið, sein Eggert Briem gengdi, veitt Guð- mundi Sveinbjörnsson aðstoðarm., frá sama degi. Loks er Björn Þórðarson, cand. jur., skipaður aðstoðarmaður á 1. skrifstofu í stað G. Svbj. 1 Lagaprófessorsembættið er sett- ur ólafur Lárusson, cand juris, frá Selárdal. Settur læknir í Miðfjarðarhéraði er ólafur Gunnarsson, cand. med. & chir. MinnisvarÖi Kristjáns 9. Danakonungs verður afhjúpaður 2f. september á afmæli núverandi kon- ungs Dana. Einar Jónsson mynd- höggvari hefir gjört myndina. Stend- ur konungur með útrétla hönd og á að tákna það augnalilik, er hann get- ur íslendingum stjórnarskrá. Mynda- styttan stendur á siorðurhehningi stjórnarráðsblettsins og er hliðstæð við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Óeigingjamt starf. Það er talað og skrifað margt i þessum bæ, bæði satt og logið, bæði þarft og óþarft, en sjaldan eða ald- rei hefi eg orðið þess áskynja. að menn gæfu gaum eða mintust á í ræðu eða riti, þjóðnýtt starf eins af borgurum þessa bæjar. Eg á hér við mikilsvert uppeldisstarf, sem fyrv. sýslumaður A. V. Tulinius hefir af sjálfsdáðum tekist á hendur að fram- kvæma. Mönnum þykir starfið ef til vill ekki eins eftirtektavert af þvi, að Tulinius hefir aldrei sótt um stvrk til alþingis til þess að koma í verk hugsjón sinni. Tulinius hefir smalað saman stórum hóp af ung- lingum og leitt þá frá götunni og glaumi bæjarins, — kent þeim “vit og strit” úti á víða vangi — úti í hreinu lofti. Mig bar einhverju sinni að, þar sem Tulinius var að æfingum með sinn fríða hóp, undir berum himni. Þá sannfærðist eg um gagnsemi starfsins. Drengirnir læra hjá honum alls- konar æfingar, sem stæla vilja og vit og styrkja líkamann; þeir læra að bjarga sér eins og skynsemi gæddar verur ættu að gjöra; þeir læra reglu- semi, háttprýði og hlýðni; þeir læra að láta líkama sinn hlýða sálinni og bera sig eins og “æðstu skepnu” jarðarinnar er samboðið. Hann hef- ir komið á eins konar þegnskyldu meðal lærisveina sinna, þar sem þeir allir eru sjálfboðaliðar og landssjóð- urinn hefir verið látinn í friði. Drengirnir hafa fengið verkefni að glíma við, og náhugi.þeirra og kapp hefir verið vakið; þeir sleppa þvi fremur við að spillast af óknytt- um í solli bæjarlífsins. Fyrir starfa sinn hefir Tulinius ekkert úr býtum borið, annað en á- nægjuna yfir árangrinum, sem er að þakka hans sjaldgæfa áhuga. Ef eg ætti stálpaða drengi, mundi eg skilja gagnsemi starfs hans ennþá betur, og eg mundi vera honum þakklátari en flestum öðrum, og væri eg ráð- herra, sem eg vona að eg aldrei verði, þá mundi eg vilja gjöra alt fyrir Tulinius, alt nema gjöra hann að etatsráði, þvi að til þess “passa” ekki nema vissir menn. ,L. I. — (Vísir). Þessar fréttir eru teknar úr Isa- fold, Lögréttu og Vísir, er út komu frá 8. til 25. september. Kr. 0. Þorgrímsson látinn. Hann lézt á laugardagsmorguninn 18. sept. — Banamein hans var gall- blöðrubólga. Kristján heitinn var fæddur að Staðarbakka í Helgafellssveit í Snæ- fellsnessýslu þ. 8. febr. 1857. Voru foreldrar hans Þorgrímur hreppstj. Víglundsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Átján vetra gamall kom Kristján til Rvikur og hof bókbandsnám hjá Agli Jónssyni og lauk þvi á 4 árum. Hann hvarf samt frá því ráði, að gjöra bókband að lífsstarfi sínu, en stofnaði verzlun 1880 og hafði jafn- an síðan einhverja verzlun. Tuttugu og tveggja ára réðist Kr. Ó. Þ. í að kaupa dýra lóð í miðjum bænum og reisa á henni myndarlegt hús. Þótti sumum mönnum djarft í ráðist það fyrirtæki af svo ungum og efnalausuin manni; en þar sem í mörgu öðru, kendi hagsýni Kr. ó. Þ. og góðs hyggjuvits, því að með þessu hófst uppgangur hans. Næstu ár lagði hann margt á gerva hönd. Hann var ritstjóri og útgef- andi Þjóðólfs frá 1880—1882 og út- gefandi Suðra, blaði því, sem Gestur Pálsson stýrði, var hann ásamt Ein- ari gamla Þórðarsyni. Einnig fékst hann talsvert við bókaútgáfu og bókaverzlun. Gaf út svo merkar bækur m. a. sein Ijóð- mæli Matthíasar og Steingríms, For- málabókina eldri o. s. frv. Hann var og einn af útgefendum Iðunnar öásamt Birni Jónssyni, Jóni ólafs- syni og Steingrimi Thorsteinsson). Bæjarmál og safnaðarmál lét Kr. Ó. Þ. sig jafnan alliniklu skifta. Sat hann i niðurjöfnunarnefnd um 11 ár; í sóknarnefnd hefir hann verið síðustu 22 árin og lengi umsjónar- maður dómkyrkjunnar. Bæjarfull- trúi var hann 1885—-1887, og svo aft- ur frá 1903—1914. Loks var hann brunamálastjóri 4 ár.. Eins og menn sjá, er það eigi lítið af almennum störfum, sem komið hafa til kasta Kristjáns. Áttu þau vel við hann, og mörg þeirra voru í mjög góðum höndum, þar sem hann var. Leiklist fékst Kr. ó. Þ. við lengur en nokkur annar maður hefir gjört með oss, eða um 34 ár. Þóttu hon- um takast inætavel flest hlutverk, en frægastur varð hann fyrir Kranz birkidómara , “Æfintýri á göngu- för”. ótrauður starfsmaður Leikfé- lagsins var hann jafnan, gjaldkeri þess um mörg ár og síðast formaður. Kristján var starfandi maður i mörgum ^iagsskap höfuðstaðarins <; oft á hann dembt vandasömustu störfunum, ekki sízt féhirðisstörf- um, og bendir það a traust mann; á honum í því efni. Enda mun það rammæli kunnugra, að reglusamari mann um öll þess konar störf geti eigi margan hér í bæ, né hagsýnni. Til marks um þess konar dugnað Kr. ó. Þ. má telja umsjónarmensku hans með baðhúsi Reykjavíkur, sem hann hafði siðustu árin og rækti svo vel, að fjárhagur þess hefir stórum batnað. BLUE R/BBON KAFF/ OG 3AK/NG POWDER Hvenær svo sem þú kaupir Blue Ribbon vörur, þá sparar þú peninga. Þær end- ast lengur og kosta því minna en nokkr- ar aðrar vörur. Táðu þér könnu af Blue Ribbon kaffi og Baking Powder næst er þú kemur í búðina. Þér líkar það áreið- anlega. Selt með peningatryggingu Við skuldheimtu fékst Kr. Ó. Þ. um mörg ár. Svo lítt vinsælt starf, sem það er talið, þá tókst þó Krist- jáni, að eignast eigi marga óvildar- menn út af því. Kom það vafalaust af því, hve góðlátlega hann kom fram með það starf, þótt fastur væri fyrir og gengi eftir, að gefin loforð um greiðslu væru ekki rofin. Sænskur vísikonsúll varð Kristján 1907 og gengdi þeim störfum til dauðadags. Lét sér mjög ant um, að greiða götu Svia þeirra, er að garði báru, svo að þeir rómuðu mjög, er heim komu. Má þar til nefna t. d. Albert Engström, hinn nafnkunna ritstjóra kýmniblaðsinst Strix. Hélzt góð vinátta með honum og Krist- jáni eftir dvöl Albert Engström hér á landi. Kristján var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Nikulásdóttir frá Norðurkoti í Vogum (d. 1908). Eignuðust þau 5 börn og lifa 3: Guðrún kona Hans Hoffmanns verzl- unarmanns; Þorgrímur, cand. phil. og Kristinn (við verzlunarnám). Siðari kona Kristjáns var Magnea ckkja M. Johannessens kaupm., er lifir mann sinn ásamt börnum af fyrra hjónabandi sínu, sem Kr. ó. Þ. reyndist hið bezta. * * * Kristján var einn þeirra manna, sem synd er um, að eigi skuli lengri lifdaga njóta. Það var fjarri þvi, að hann væri þreyttur orðinn á lífinu, enda stór heilsugóður fram til hins siðasta. Mjög munu kunningjar Kristjáns sakna hans, og voru þeir harla marg- ir, bæði innan bæjar og utan. Það var jafnan kátt kringum Kristján í kunningjahópi, — og fáa hefi eg þekt, er jafnvel kunnu með kýmis- sögur að fara og græzkulaust skop, eins og hann; kunni hann öll ósköp i.f gamansögum, mest úr Reykjavik- urlifinu 1880—1890. Er illa farið, ef Kristján hefir engar þeirra skrá- sett. Oss hinum yngri mönnum, sem alist höfum upp hér í bæ, finst vafa- laust talsvert vanta í svip bæjarins, liegar Kristján Þorgrímsson er horf- inn braut. Hann var orðinn svo sam- gróinn Reykjavík. (ísafold). Sérstök kostaboö & lnnanhúss munura. Komlö tll okkar fyrst, þlö muniö ekkl þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 393—.->»•■; NOTRR DASIB AVKA'UR. Talslml Garry 3884. Grunsamt. A. : Því í ósköpunum slitnaði upp úr á milli ykkar Guðrúnar? B. : Það skal eg segja þér. Altaf, þegar eg kysti hana, hrópaði páfa- gaukurinn hennar: — Hættu þessu, Gunnar A. : Mér finst þetta engin ástæða. Ykkur var frjálst að hittast. B. : Já, en eg heiti ekki Gunnar. ™E DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HöfuðMtöll uppb.......... $6,000,000 Varamjöbur .............. $7,000,000 Allar elRnir.............$78,000,000 Vér óskum eftir vit5skiftum verz- lunarmanna ogr ábyrgjumst at5 gefa þeim fullnœgju. Sparisjót5sdeild vor er sú stœrsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. íbúendur þessa hluta borgarinnar óska at5 skifta vit5 stofnum sem þeir vita at5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjit5 spari innlegg fyrir sjálfa yt5ur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaíur PHOXE GARIiV 3450 CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley 1 & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg THE CANADA STANDARD LOAN CO. At5al Skrifatofa, Wlnnlpig. $100 SKULDABRÉF SELD Til þæginda þeim sem hafa smá upp hætiir til þess at5 kaupa, sér í hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á skrifstofunni. J. C. KYLB, ráVsmaVur 428 Maln Street. WINNIPBG Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldivið D. D. Wood & Sons. ------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eidaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennusfokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.