Heimskringla - 25.11.1915, Blaðsíða 1
Kaupið Heimskringlu.
Boryið Heimskritif/lu áður en
skuldin luekkar! —- Heimskringla
er fóllcsins blað.
Flowers telegraphed to all parts of
the world.
THE ROSERY
FLORISTS
Phoues Main 194. Night and Sun-
day Sher. 2667
»9 DONALD STKEET, WINJÍIPEG
XXX. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25. NÓV. 1915.
Snæbjörn Olson jan. 16 n
Bo.\ 453 Nr. 9
Fregnir af Stríðinu. \
Aumingja Serbarnir sýna fádæma
Kreysti og hugrekki, en þó
vería þeir sífelt und-
aÓ halda.
Þjóóverjar ætla sér auÓsjáanlega
aó uppræta þjóÓina.
Einlægt htfir hert að Serbatetr-
unum. Það eru reyndar svo óljósar
fregnir þaðan, að ekki er gott að
átta sig á þeim. En allar ganga þær
út á það, að Serbar séu að hrekjast
undan, jafnvel bæði að sunnan og
norðan. Að norðan leggjast Þýzkir
þungt á þá; þeir eru eins og tröll,
sem troða niður þessa fámennu
þjóð. Þjóðin flýr undan upp í fjöll-
ín, en Þýzkir fara á eftir og láta
greipar sópa; eins og þegar tröllin,
blind eða særð, létu greipar sópa um
hellra sina til að merja al.t, sem lif-
andi var í hellinum. Þeir fara á eftir
þeim með oteljandi fallbyssum og
láta þær sópa hlíðar fjallanna og
tinda, «vo að alt deyr sem þar er
uppi. Þeir voru seinast komnir Þjóð-
verjarnir í Morava dalinn, seni ligg-
ur þvert frá vestri til austurs yfir
miðja Serbíu, og fellur iá sú i hina
stærri Morava, sem kemur að sunn-
an, nokkuð norðan við borgina Nish
-sem um tíma hefir verið höfuðborg
Serba síðan kviða þessi byrjaði. En
nú voru Búlgarar farnir að ná þess-
ari borg og öllum austurkantinum,
eða aðai Morava dalnum.
En siðan vér skrifuðum um þetta
seinast, hafa Þýzkir fylgt fast á eftir
þeim upp dalinn. Þeir hafa þokast
hægt og hægt á breiðri spildu, sem
r.ær þvert yfir landið frá Svörtu-
fjöllum að vestan í Montenegro og
austur i Moravadal hinn syðri. En
hægt nokkuð hafa þeir orðið að
fara, þvi að Serbar iiafa einlægt
barist.
Borgina Kralievo voru þýzkir bún-
ir að taka um daginn, en hún er í
miðjum Moravadalnum vestri. En
þar kemur dalur nokkuð mikill að
sunnan, sem áin Ibar rennur eftir.
Eftir þeim dal hröktu Þýzkir Serba
dag eftir dag og voru fyrir helgina
komnir vel upp fyrir hann miðjan,
upp fyrir borg þá, sein Raska heitir.
En að austan komu Þýzkir og
Búlgarar og ráku Serba á undan sér
vestur, upp dal þann, sein Toplitza-
dalur er kallaður. Sú á fellur austur
í aðal Moravadalinn, litlu sunnar en
borgin Nish er. Þar voru Búigarar
og Þýzkir komnir upp fyrir bog þá,
er Kursumlija kallast. Var þá ekki
nema lítið haft á milli Raska og
Kursumlija, sem Serbar gátu hrökl-
ast eftir, rétt eins og á granda milli
tveggja ófærra vatna.
En að sunnaú gengur það nú engu
betur. Þegar Búlgarar unnu ekki á
Serbura þar eins og j)á lysti, þá
sendu þeir Þjóðverjum orð, að þeir
kæmust ekki áfram og voru Þjóð-
verjar þá búnir að ná brautinni eft-
ir Moravadalnum og sendu þeim
hverja hersveitina eftir aðra, langar
iestir af vögnum og mönnuin, og
þegar þeir bættust við Búlgara, þá
urðu þeir svo liðsterkir, að Scrbar
máttu ekki við. Búlgarar ráku nú
fleyginn að austan þvert yfir landið.
l>eir komust þó ekki fram, þar sem
Frakkar og Bretar voru meðfram
Vardar ánni. En þeir voru ekki
komnir lengra en norður fyrir Kriv-
olak í Vardar dalnum, eða norður
undir Veles, sem er um 20 milum
norðar, og þrisvar eða fjórum sinn-
um voru Frakkar og Serbar búnir
að taka Veles, en töpuðu henni ein-
iægt aftur. Eins var með Uskub og
Kachanik og Tetovo. Þessar borgir
voru teknar hvað eftir annað, en
tspaðar aftur. Serbar börðust þar
hvað eftir annað með 1 og 2 þúsund
manns á móti 20 og 30 þúsundum.
Og svo börðust þeir i Babuna-
skarðinu suður af Uskub, en norður
»f Prilep. Á því svæði hefir hver
slagurinn verið eftir annan milli
Frakka og Búlgara og Serba og Búlg-
ara, vestan við Vardar ána, en norð-
an við á þá, sem Gerna (Czrna) kall-
ast og kemur að vestan og fellur i
Vardar. Höfðu Frakkar heldur betur
við Izvor og seinna ofar eða vestar í
Cerna dalnum. En það var sem Búlg-
arar spryttu upp úr jörðunni. Þó að
Frakkar stráfeldu þá að kveldi og
lirektu þá flótta, þá voru þeir komn-
ir aftur hálfu fleiri að morgni og
hálfu verri viðureignar. Það var
nefnilega stöðugur straumurinn af
þeim að austan og norðan.
En þarna valt flóðið Búlgara yfir
landið norðan við Frakka og Breta.
Serbar stóðu einlægt fyrir og ráku
þá hvað eftir annað af höndum sér.
En sá var munurinn, að hjá Serbum
komu engir menn í staðinn þeirra,
sem féllu. Þeim fækkaði einlægt
og það því ineira sem á leið.
Suinar varnir Serba verða merki-
legar taldar meðan heimur stendur.
Vörnin við Kachanik og í Babúna-
skarði gleymist aldrei. Þar er ann-
að Laugaskarð, sein skáldin munu
yrkja um og söguritararnir í stýl
færa.
í þrjár til fjórar vikur eru þeir
búnir að berjast þarna i Babúna-
skarði, einlægt móti ofurefli; dag
eftir dag börðu þeir af sér Búlgara,
og seinustu dagana voru þeir ekki
orðnir nema 1,000 manns á móti
20,000 Búlgörum, með stærri og
fieiri fallbyssur en Serbarnir. En
þeir stóðu þarna Serbarnir, og létu
ekkert hrekja sig. Hinir særðu skutu
þangað til dauðinn tók þá. Þeir
börðust allir eins og ljón, þvi að
þessum stað máttu þeir til að halda.
Ef að þeir létu undan þarna, j)á
myndu Búlgarar veltast yfir alt suð-
vesturhornið á landinu. Þá var altj
tapað. En nú segja seinustu fregnir,
að loksins hafi þeir orðið undan að
láta, fáeinar hræður. Þeir héldu þar
eitthvað suður og upp í fjöllin; þeir
voru búnir að gjiira skyldu sína
langt fram yfir allar vonir og fyrir
mótstöðu þessa gátu þeir gefið mjög
mörgum tíma til að flýja, bæði fyrir
norðan sig og öllu því sem lifandi
var af þjóðinni og eins íbúum lands-
íns fyrir sunnan.
Vér horfum þarna á, hvcrnig far-
ið er að uppræta heila þjóð. Það
er hvorki meira né minna en það,'
sem Þjóðverjar eru að gjöra núna,—
þeir eru að uppræta Serba úr land-
inu til þess að fá rúm fyrir Þjóð-
verja.
Hugsið þér yður, ef að einhver
stærri þjóð kæmi til fslends með
herskildi og færi að uppræta íslend-
inga. Sópaði isveitirnar eina eftir
aðra, hvern einasta bæ, svo þar væri
enginn lifandi maður eftir; — þeir
væru allir dauðir, sem ekki gætu
flúið burtu. Skotnir, höggnir, stungn
ir, en bæjirnir brendir og öllu rænt
sem fémætt var og hægt með að
fara eða nota seinna, þegar ný þjóð
kæmi í landið! I.ikin væru sem hræ
úti á víðavangi, eða undir brendum
rústum bæjanna og húsanna, og það
væru ékki einungis lík karlmanna,
liellur kvenna og barna.—Vér kunn-
um að geta hugsað oss það, af þvi
j>að stendur nær oss. En þeir eru
margir, sem eru stirðir, að setja sig
i annara spor, einhvernveginn kald-
ir fyrir því. En fsland hefir að eins
80,000 íbúa, þar sem Serbar hafa 0
millíónir eða vel l>að, með Make-
dóniu. 80 þúsund! Mönnum finst
ekki mikið um það nú sem stendur.
En 6--^8 milliónir! Alt deytt, sem
ikki getur flúið, því að þeir hafa
verið svo djarfir, að standa á móti
ofbeldismönnunum, sem voru að
drepa þá og ræna og svívirða konur
l>eirra og meyjar.
Það er «>11 Serbía eða allir Serbar,
sem eru á flótta úr föðurlandi sínu
undan Þjóðverjum og Búlgörum.
Hermennirnir fara seinast; hin lest-
in fer öll á undan: konurnar og
börnin, gamlir menn og þeir sem
særðir eru; alt sem lifir hröklast
undan óvinahernum. Stórir hópar
flóttamannanna eru komnir inn i
Svartfjallaland; en nú er það hælið
að lokast, eftir því sem garðurinn
þýzki færist suður.
í norðurhluta Albaníu streymir
fjöldi þeirra og eru þar þó óvinir
fyrir, Albanar, og þurfa hermenn að
vera með hverjum hóp, sem þangað
fer. Og suður á Grikkland, úr suð-
vesturhorni Serbíu, flykkjast þeir nú
í þúsundatali, því að seinustu frétt-
ir á laugardaginn sögðu, að Prilep
væri fallin i hendur Búlgara og jafn-
vel Monastir, sem fyrir skömmu var
höfuðborg i Makedóníu. Norðar var
sagt að Pristina væri fallin i Ibar-
dalnum og jafnvel Mitrovitza. Er þá
langt til sópað landið, ef isvo er,
nema þetta horn, sem Bretar og
Frakkar halda með Vardar ánni og
sækja þó óvinir að þeim á þrjá vegu
og miklar líkur til að þeir verði
undan að halda, nema þeim bætist
þvi meira lið á næstu dögum.
Þó að Serbar séu hraktir dal úr
dal og fjall af fjalli, þá berjast þeir
enn í miðri Serbíu. Við Leskovatz í
Morava dalnum, sunnan við Top-
litza ána, nær miðja vega milli Vra-
nia og Nish, börðust þeir í marga
daga við Búlgara núna og lauk svo,
að þeir unnu á þeim mikinn sigur,
gjöreyddu sveitum þeirra þar og
hröktu þá austur yfir ána og það
svo greinilega, að þeir geta ekkert
gjört þar fyrri, en nægir nýjir her-
menn koma í stað þeirra, sem þar
voru áður. Þar náðu Serbar haldi
aftur á járnbrautinni suður til Us-
kub.
Þýzkir farnir a3 senda hermenn
og vopn til Miklagarðs.
Þýzkir eru farnir að senda vopn
og skotfæri og hermenn, einkuni
foringja til Miklagarðs. Þeir sendu
það eftir brautinni frá Nish til Sof-
iu. En þaðan er greið leið til Mikla-
garðs.
Rúmenía má fara að hreyfa sig.
Þýzkir eru búnir að taka eyju eina
í Dóná, sem er eign Rúmena, nálægt
Turnu Severin, borg Rúmena við
Dóná ofan við Widin, sem er á flest-
urn kortum.
Rúmenar eru nú milli steins og
sleggju og vita ekki, hvernig þeir
skuli snúa sér undan sleggjunni.
Þessi eyja er nú tekin í óleyfi þeirra
og Austurríkismenn hafa scnt her-
flokka mikla á landamæri þeirra að
iiorðan i Transylvaníu. Iín Rússar
eru komnir . til Silistria i löndum
þeirra og eru að draga saman her
mikinn við austur landamæri Rúin-
eníu, i Bessarabiu. Enginn veit enn,
hvernig þar muni leikar fara.
Til eru þeir menn og ekki fáir,
sem spá þvi, að þarna á Balkan-
skaganum, eða jafnvel í Litlu-Asíu,
verði gjört út um stríðið og að þar
muni Þjöðverjar falla i sina eigin
gröf. En vant er að geta, livað fyrir
kann að koma.
Kitchener setur Grikkjum kosti.
Bretar og Frakkar senda einlægt
meira og meira lið til Salonichi.
Þangað rennur nú óslitinn straum-
urinn á hverjum degi. Sarrail (frakk
reskur maður) er þar yfirforingi;
en sagt að Kitchener eigi að taka
þar við. Og er því búist við, að þar
inuni brátt tíðindi verða.
Kitchener búinn að sjá Konstan-
tin Grikkja konung og Skoulodis
ráðgjafa hans. Sagði hann þeim
hreint út, að þeir yrðu annaðhvort
að gjöra undir eins: Senda heim lið
silt alt, en þeir hafa 400,000 vopn-
aða menn; eða koma hreint út,
halda loforð sín og eiða og fara í
striðið með Bandamönnum. Fór
svo Kitchener jafnharðan burtu, en
ætlun manna er, að þeir hafi þar
séð aðra hlið málanna, konungur og
Skoulodis, en þeir höfðu áður litið.
Eru Bretar og Frakkar nú að
stöðva hvert einasta verzlunarskip
Grikkja. Taka þau og flytja inn í
hafnir á Englandi, Erakklandi, Italíu
og Egyptalandi og Afríkuströndum.
Þeir ætla að halda þeim þangað til
útkljáð er um þetta.
Bandamenn — Bretar, Frakkar og
Rússar — eru að reyna að fá Kína
til að ganga í flokkinn Bandamanna.
Það er nú líklegt, að þar verði bráð-
lega konungsríki aftur. Þykir mörg-
um, að Kínverjar séu ekki færir
um lýðstjórn, og hefir Juan Shi Kai
látið ganga til atkvæða um það,
hvort þjóðin vilji heldur lýðstjórn
eða konung, og inunu flestir með
konungsvaldinu. Ekki búast Banda-
menn þo við, a fá nokkurn styrk af
Kínverjum í stríði þessu. En það sjá
allir, að miklu munar, hvar Kínar
verða í komandi framtið.
HernaÖarráð Bandaraanna.
Allar likur eru til þess nú, að
bæði ítalir og Rússar sendi fulltrúa
á heftnálafund Bandamanna. — Á
næstf fundur ráðsins að verða i
Lundúnum.
Fregnin var ekki sönn,
Fyrir einum 4 til 5 vikum sögðum
vér að Italir hefðu náð kastalaborg-
inni Goritzia (á þýzku Görtz), við
Adriahafsbotn, eitthvað 40 milur
uppi í landi, airstanmegin Isonzo-
árinnar: og tókum vér þá fregn úr
dagblaðinu Mail and Empire, sem
venjulega er eitt áreiðanlegasta
blaðið.
En frcgnriti blaðsins hefir mis-
skilinn verið. ítalir komust þá upp
á hæðirnar, sem kastali þessi stend-
ur á og náðu fótfestu þar. En kast-
alinn sjálfur var óunninn. Það er
hömrum girt há<slétta þetta, sem
borgin Goritzia stendur á og þarna
hafa þeir verið að berjast viku eft-
ir viku og hafa ítalir smámsaman
fært sig nær og nær, og er nú sagt á
hverjum degi, að Goritzia sé komin
að þvi að falla. Þetta var talinn
slerkasti kastalinn þeirra Austur-
rikismanna þar suðurfrá.
ítalir tilbúnir aí) herða að
Grikkjum.
Sagt erJ að ítalir séu tilbúnir að
herða á Grikkjum að vera með; þá
langar i eyjarnar grisku, einkum
Ionisku eyjarnar við vesturströnd
Grikklands, sem Bretar gáfu Grikkj-
um, þegar þðir voru búnir að hjálpa
þeim til að losna undan Tyrkjum
árið 1830.
Djöfullegasta bragðið.
Fullyrt er það, að Þýzkir hafi nú
tekið upp hið djöfullegasta bragð,
sem enn hefir komið fram í stríð-
inu. En það er að fylla sprengikúlur
þær, sem Zeppelin bátar þeirra
senda niður á borgir og varnarlaust
fólk — með drepandi bakteríum.
Verða því sár þau, sem menn fá af
þeim, bráðdrepandi og söinuleiðis
eitra þær drykkjarvatn, sem þær
komast i. Hafa læknar kvartað und-
an þvi, að margfalt fleiri dæju af
sárum þessum, þó að lítil sýndust,
en af öðrum sárum. Þetta er náskylt
því, er þeir eitruðu drykkjarvatn á
eyðimörkum Suður-Afriku, þegar
Botha var að berjast við þá fyrir
nokkrum mánuðum. Þarna kemur
fram “Kultur” þeirra, visindin og
siðgæðið, sem svo margir eru hrifn-1
ir af.
Rússar gefa Þjóðverjum skell.
Rússar. eru búnir að hrekja Þjóð-
verja frá Riga og Dvinsk og hafa
þeir nú heldur betur á allri línunni
suður til Czernovitz i Búkóvinu.
Særðir hermenn á heimleið.
98 særðir Winnipeg menn áttu að
koma hingað til borgarinnar á laug-
ardagskveldið. Allir þessir menn
hafa verið á vigvöiiunum og koma
nú særðir heiin. Á sömu lestinni
attu að vera 64 menn frá Calgary og
54 frá Victoria.
Hon. Robert Rogers
kominn aftur.
Á laugardaginn kom Hon. Robert
Iiogers, ráðgjafi opinberra verka i
Canada, að vestan úr ferð sinni um
fylkin. Fór hann ferð þá aðallega til
að flytja ræður í stórborgunum og
hvetja menn til að ganga i herinn og
styrkja Breta og Bandamenn í hinu
mikla stríði á móti Þjóðverjum. Lét
hann það í ljósi, að aldrei myndi
svo fara, að herskyldu þyrfti að
setja á hér i Canada. Menn væru svo
einhuga í þjóðhollustu sinni, að
nienn myndu styrkja gamia Bretland
fram i það ítrasta. Þeim væri það
svo inikið áhugamál, að láta Can-
ada ríki ekki verða á eftir hinum
öðrum pörtum Bretaveldis. Og þeir
vildu standa með þeim, Bretunum,
þangað til seinasta skotinu væri
skotið.
Hvar sem hann fór, var honum
tekið á einn veg. Hann flutti ræður
i Lethbridge, Calgary, Vancouver,
Medicine Hat, Regina. — Mönnum
var það öllum Ijóst, mælti hann,
hvað mikið var í húfi og hve mikil
nauðsyn inönnum væri að duga nú
eða aldrei; og sagði Kann, að þess-
ari nýju herkvöð til þjóðarinnar, að
leggja til 100,000 inenn, hefði all-
staðar verið tekið svo vel, að hvar
sem skrifstofur voru til að skrifa
inenn í herinn, þá voru þær fullar;
menn flyktust þangað. Og það var
ekki einungis það, heldur var kon-
um sem körium svo ant um, að
leggja fram alt, sem hægt væri. öll
þjóðin væri með þess'u af heilum
huga. Og þegar búið væri, myndi
það sjást, að Vesturfylkin væru að
tiltölu fremri öllum hinum fylkjun-
um í sambandinu.
Hann kvaðst vera sannfærður um
það, að ef allir hinir ungu menn í-
huguðu það alvarlega með sjálfum
sér, hvort þeir skyldu taka byssu í
hönd og berjast fyrir frelsinu og
sjálfstæðinu, móti kúguninni og her-
mannavaldinu þýzka, — þá væri
engin hætta á þvi, að ekki fengjust
nógir menn til að fylgja fána Breta
og Canada fram til sigurs.
Gat hann klúbbanna (Patriotic
Clubs), kvenfélaganna og einstakra
manna um alt landið, sem keptust
um að leggja fram peninga, þægindi
og nauðsynjar til Rauðakrossins og
hermannanna. Og svo gat hann um
alla þá útvegi, sem hafðir væru til
að taka á móti hinum særðu, sem
kæmu óvigir og fatlaðir heim úr
bardögunum. Annað eins hefði ald-
rei sézt í heiminum. Sagði hann, að
það væri hvorttveggja að það væri
skylda þeirra, er heima sætu, að sjá
um þá, sem lamaðir kæmu heim úr
stríðinu, enda mvndi það fúslega
gjört.
Borgarasambandið.
-—Citizens' Leagne. —•
í Winnipeg er heill hópur manna,
sem gengið hefir i félag þetta, til
þess að vinna að umbótum á stjórn
borgarinnar, sem þeim þykir miður
cn skyldi, og finna til eyðslusemi
og ósparlega meðferð á fé borgar-
innar. Þeir vilja afnema Board of
Control og hverfa aftur til hins fyrra
fyrirkomulags, er var hér áður en
nefnd þessi var stofnuð.
Þeir vilja einnig lækka laun allra
þeirra, sem fyrir bæjinn vinna og
hafa i kaup yfir íjilOOO um árið, —
læka það um 10—15 prósent, en ekki
snerta við kaupi þeirra, sem ekki
hafa yfir $1000. Þó skal ekki lækka
kaup borgarstjórans.
Félag þetta krefst þess, að nú þeg-
ar skuli laun mannanna, sem eru i
Roard of Control, færð niður i 2000
dollara hjá hverjum, úr 4000 dollur-
um, sem þeir hafa haft. Félagið vill
einnig breyta fyrirkomulaginu á eft-
irlaununum, svo að þeir verkamenn
eða embættismenn borgarinnar, sem
hafa fengið $2000 um árið, fái cngin
eftirlaun og engin eftirlaun skyldu
fara fram yfir $1200 á ári.
Til skýringar þessu má geta þess,
að yfirvirðingamaður borgarinnar
,1. W. Harris á nú að hætta starfi og
verða eftirlaun hans nær $3,900. En
lögregluformaðurinn, Chief McRae,
var lagður af fyrir elli sakir fyrir 3
árum méð $2,500 eftirlaunum. En
þremur árum seinna yngist hann
svo upp, að hann er fær um að taka
að sér yfirstjórn lögreglu fylkisins
með $4,000 launum i viðból við
þessi $2,500 eftirlaun. Þetta og því-
likt þykir mörgum að freklega sé
farið ofan í vasa borgarbúa og hugsa
þeir á þá leið, að “fyrr megi ala en
svínala”.
Þá vill félag þetta láta rannsaka
ýmsar skrifstofudeildir borgarinnar.
Hyggur það að sumstaðar séu þar
óþarflega margir menn.
á fundi einum i Industrial Ha-lt
hinn 18. þ. m. var þessu framan-
greinda og ýmsu fleiru haldið fram.
Þar var óskað eftir nákvæmum upp-
lýsingum um vatnsverk borgarinn-
ar og vatnsleiðslu þá hina miklu.
sem nú er verið að byggja; óskað
eftir rannsókn á lögregludeildinni;
þótti sumum ofmargir lögreglumenp
og eyðsla óþörf á margan hátt. —
Sumir vildu láta afnema Board of
Control með lögum.
En nefnd var þó kosin til að velja
-'• menn, er gæfu kost á sér til Board
of Control við næstu kosningar, en
sem skuldbindu sig til þess, að vinna
kauplaust. í þá nefnd voru þessir
kosnir: Alex Macdonald, J. A. Mc-
Kerchar, W. H. Hoop, E. D. Martin,
D. A. Ritchie og R. L. Richardson,
og var hann formaður nefndarinn-
ar.
Stungið var upp á “Commission
fornT' á stjórn borgarinnar, líkt og
er í mörgum stórborgum Bandaríkj-
anna. Og héldu þessir þvi helzt
frain: Alex Macdonald, fyrverandi
borgarstjóri, .1. W. Astley, sem býð-
ur sig fram til Board of Control, og
V/. H. Hoop.
Fjöldi manna hafði verið þarna
saman kominn. Voru blöðin full af
þvi hvað fundur þessi myndi gjöra,
daginn sem hann var haldinn eða
áður en liann byrjaði, — en morg-
uninn eftir var sem steypt hefði ver-
ið yfir þau kaldri vatnsfötu; þau
mintust ekki á hann neitt sem að
ráði væri eða mark á takandi.
Samsærið í Banda-
ríkjunum.
Stórkostlegt samsæri Þjóðverja
er enn komið upp í Bandarikjunum.
Nær það þvert og endilangt yfir
landið.
Kveður svo mikið að því að stór-
ar sveitir lögreglumanna verða að
gæta neðanjarðarbrautanna miklu
við Union stöðvarnar í Washington,
svo að þau eða brautarstöðvarnar
verði ekki sprengd í loft upp. Próf
stendur yfir. Sendiherrasveit Þjóð-
verja í Bandarfkjunum forustumenn
og ui>phafsmenn samsærisins.
Háskóla-herdeildin.
Stúdentar og háskólamenu hér i
borgMini og háskólum Vesturfylkj-
anna eru að mynda herdeild til að
berjast með Bretum; um 700 stu-
tíentar, kennarar og prófessorar eru
þegar búnir að skrifa sig. En til
þess að geta fengið heila Battalion
(1100 manns) verður háskólum Vest
urfylkjanna boðið að vera með. —
McGill háskólinn í Montreal sendi
heila herdeild, 1100 manns.
Verði háskólamennirnir ekki nógu
margir, geta þeir tekið vini sina
með. Búist er við, að deild þessi fari
til vigvallanna á næsta vori.
Stúdentar þeir, sein þegar hafa
fengið æfingu sem foringjaefni, geta
gengið í herdeildina, ef að þeir fá
vottorðin A og B, og geta fengið for-
ingjastöðu, þá stendur þeim opið að
taka henni, hvenær sem liini býðst.
Yfirvöldin hafa fengið tilkynningu
um það frá Englandi, að stúdentar
þeir, sem prófin standast skuli fá
frekari æfingar sem foringjaefni á
Bretlandi og þeim skuli standa til
boða foringjastöður i her Breta.
Sagt er að forsætisráðherrann á
Grikklandi, Skouloudis, sé í þann
veginn að segja af sér.
—- Serbar berjast sem ljón, vinna
annan sigur á Búlgörum i Suður-
Serbiu. Þeir eru að ná haldi á Bab-
una skarðinu aftur og komast i sam-
band við franska herinn. Sagt að
þeir séu búnir að ná Veles aftur. Sé
svo, geta Bandamenn að likinduin
haldið suðurpartinum af Serbíu.
“Margt smátt gjörir eitt stórt”
segir gamalt orStak, sem vel á viÖ
þegar um útistandandi skuldir
blaSa er aÖ ræcSa. I' ( allar sma—
skuldir, sem Heimskringla á úti-
standandi væru borgaðar á þessu
hausti, yrSi þaS stór upphæS og
góður búbætir fyrir blaðið. ------
Munið það, kæru skiftavinir, að
borga skuldir yðar við blaðið nú
í haust.
Kosningar og skemtifundur
Eins og ákveðið var á síðasta fundi íslenzka Konserva-
tíve Klúbbsins, á fimtudagskveldið var, verður fundur hald-
inn í klúbbnum á fimtudagskveldið í þessari viku (25. nóv-
ember) í fundarsal Onítara.
Embættismenn verða kosnir fyrir klúbbinn næsta ár og
annar nauðsynlegur undirbúningur gjörður fyrir vetrarstarf-
ið. —*- Einnig lofar prógramsnefndin, sem kosin var á síðasta
fundi, góðri skemtun, og skipa þeir menn nefndina, er treysta
má til að efna það loforð.
Allir íslenzkir Konservatívar í bænum eru boðnir og
velkomnir á fundinn.
Menn eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 8, svo næg-
ur tími verði til fundarstarfa og skemtana.
A. P. JÓHANNSSON, forseti.