Heimskringla - 02.12.1915, Page 4

Heimskringla - 02.12.1915, Page 4
BLS. 4 HEIMSKRING L A. WINNIPEG, 2. DESKMBER 1915. HKIMSKIUNGLA. (StofnuV 1886) Kemur Ot á hverjum fimtuderi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LT1>. Vert5 blatSslns í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árifc (fyrirfram borgatS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rábsmanni blatSsins. Póst etSa banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. 8KAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátSsmatSur. Skrifstofa: 72» SHERBROOKE STRBBT, WlNNIPEG. P. O. Rox 3171 Tal*lml Garry 4116 Membersof theCommercial Educators’ Associatíon ESTABUSHED Stærs'ti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókliald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. Vellíðunin í Canada. Þó að ósköp og skelfingar gangi stöðugt á í hinum gamla heimi, þó að við þvi sé búið, að fleiri og fleiri verði þær þjóðirnar, sem ganga í þenna hrikaleik, sem nú stendur yf- ir; þó að löndin séu eydd og gróður þeirra eyðilagður; þó að vesældin og eymdin riki þar með skelfing- unni, — þá lifa menn hér í hinni mestu vellíðan, sem Canada nokkru sinni hefir séð. Oft hafa hér góð ár komið, en aldrei annað eins. Það er sem hunang drjúpi af hverju strái. Uppskera hefir verið fádæma mikii, svo að vér efumst um, að nokkurn- tima hafi hún jafn mikil verið af hverri ekru ræktaðri í landi þessu, þó að um alla Ameríku sé farið, þar sem korn eða hveiti er ræktað. Og allar vörur aðrar eru i hinu hæsta verði, því að markaðurinn er nógur og eftirspurnin óþrjótandi, og nú streyma peningarnir til bæjanna og bændanna. Bændurnir eru glaðir í bragði og allir borga nú skuldir sínar, og allir kaupa nú hvað sem þeir þarfnast. Sem dæmi má geta þess, að ein búð i Winnipeg tók inn í tómum peningum að eins einn dag 115,00« dollara. Og umsetningin á bönkunum vik- una sem leið, var 20,000,000 dollur- um meiri en fyrir tilsvarandi viku árið áður, eða 1914. Umsetningin var alls $54,848,984 þessa viku núna op er þa„ $8,000,000 meira en fyrir tilsvarandi viku árið 1913; en þá var hin mesta uppskera i Canada, sem nokkru sinni hefir verið, áður en þessi kom, sem nú er á ferðinni í\ markaðinK. Kélög þau, sem hafa lánað bænd- um. fá nú svo mikið inn, aíi þau vita ekki, hvað þau eiga að gjöra við peningana. Eitt félag átti úti- standandi hjá bændum í smálánum $500,000, eða hálfa millión dollara, við ársbyrjun. En nú mokast pen- ingarnir inn, þetta $5,000 og meira á hverjum degi, og er það nú þegar búið að fá $350.000 af þessari hálfu millíón. , Einstöku menn eru að kvarta um vinnuleysi í borgunum, sérstaklega liér í Winnipeg. En þess má geta, að vér þekkjum ekki þau ár, sem einn eða annar hafi ekki kvartað um vinnuleysi i Winnipeg. Og menn, sem til þekkja, segja hér sé nægileg vinna fyrir góða menn. En það er erfitt að fá þá. Og góðir verkainenn eiga ekki erfit með að fá atvinnu liér. , Það er alt ónnur tið hér nú-eða í fyrra. Sárfáir munu þcir allslausir menn eða fjölskyldur, sem nú þurfa bjargar að leita, og betlarar sjást varla á strætum úti. Og þó er svo langt frá því, að þessa árs uppskera sé seld; mikið i'f henni er ennþá i höndum bænda, svo að það skiftir millíónum eða tugum millióna bushela. Landið er að byrja að sýna auð- æfi sín, — sýna mönnum, hve feyki- leg ósköp þeirra liggja falin undir grænum sverði í iandi þessu. Akr- arnir ausa gullinu i vasa bændanna, ef að þeir vilja bera sig eftir því. — Hvar í hcimi er nú annað eins iand, sem fari eins vel með syni sina og dætur? Þarna er uppspretta, sem einlægt getur orðið meiri og meiri, því meira sem tekið er. Hún þarf aidrei að tæmast, ef með viti og „t- orku og framsýni er að henni unnið. Og ekki einungís það, heldur eru hér nú margar uppsprettulindir, er sumar eru litt notaðar og aðrar ó- notaðar. Landið er svo gott og á- reiðanlegt og lindir auðsins og gæf- unnar svo margar, að hér geta marg- ir tugir millióna lifað sælu lífi. Þetta er eitt hiC bezta, ef ekki hið allra- bezta land í heimi. Það eru sjálf- skaparvíti, ef nokkur maður þarf hér félaus eða öreigi að vera, — að minsta kosti um langan tíma enn. Styðjið Árna að málum! Mr. Árni Eggertsson *veiktist mjög skyndilega hinn 25. nóv. og fór á spítalann seinni hluta dags, þar sem Dr. Brandson skar hann undir eins upp. Það var botnlangavciki, sem að honum gekk. Árni iiafði unnið hart að kosningu sinni fyrir Board of Control daga alla og fram á nótt og var þreyttur mjög orðinn, þegar sýkin greip hann og varð hún því hörð á honum. Uppskurðurinn tókst vel, sem vant er hjá l)r. Brandson, og leið Árna eins vel og við inátti húast eftir uppskurðinn. En á spít- alanum verður hann að vera fyrst um sinn, og getur því. ekki unnið fyrir sig í kosningunum. En alt fyrir þctta ætlar Árni ekki að hætta víð að sækja um Controller stöðuna. Og þegar hann fór á spit- elann, bað hann konu sina að lýsa því yfir, að hann héldi áfram að sækja um sæti í Board of Control, og verður þess getið í blöðum Win- nipeg Ixirgar, islcnzkum og enskum. En vinir hans nuinu vinna að kosn- ingu hans, meðan hann er rúmfast- ur, og treystii* hann því, að vinir sínir muni ekki síður styðja sig, þó ;.ð hann sé rúmfastur um stund. Með þvi að halda áfram sókn sinni um Controllers stöðuna, hefir Árni sýnt mannskup sinn, að gugna ekki, þó að þetta kæmi fyrir; og þar sem allir vita, að hann er bezti drengur og reyndur að þvi að standa vel í stöðu sinni, sem bæjar- fulltrúi, þá ættu nú landar að duga honum, þó að hunn liggi í rúminu sjúkur og geti ekki sótt mál sin sjálfur, og bæði kjósa hann sjálfir og vinna að þvi, að hann komist að starfi því, sem hann er að sækja uin. Sjálfur getur hann nú ekki farið um borgina til að sjá kjósendurna; þó hann sé nú á góðum batavcgi. En hann treystir á yður, vini sína, og þér megið ekki láta honum hregð- ast það. Og það er ekki nóg, að gefa Iionum atkvæði yðar, — þér vcrðið að hjálpa honum til að fá atkva'ði þcirra, sem eru kunningjar yðar. Á jólunum þurfið þér að vera húnir að koma Árna í sessinn. Stjórnin leggur hald á hveiti. Sú fregn flaug um lanilið á mánu- dagsmorguninn var, að landsstjórn- in hefði lagt hald á 15 milliónir bush ela af hveiti. Morgunblöðin fluttu hana og allir fóru að tala um þetta. Urðu þá sem oft kemur fyrir mis- jafnar skoðanir manna. Það er ekki svo að skilja, að rikis- stjórnin hafi slegið cign sinni á hveitið, heldur hitt, að hún viil kaupa það og gjalda fult verð fyrir. Stjórnin þarfnast þessa hveitis. Hún þarf það til að fæða herinn og fúlk- ið á Englandi Og hveitið var þarna til í kornhlöðunum i Fort William. Stjórnin hefði náttúrlega getað keypt hveitið á markaðnum með því að bjóða i það, sem hver annar kaupandi. En hefði einn kaupandi komið á markaðinn og þurft að kaupa 15 millíónir bushJla, — hvað ætlið þér að hefði orðið? Hveitið liefði flogið upp, ómögulegt að segja hvað mikið; það hefði hoppað og stokkið tug af tug og varla tylt tán- um niður. Stjórnin hefði þurít að borga feikna fé fyrir það. Og hverj- ir hefðu svo grætt? Ekki bóndinn, heldur millimennirnir, hveiti-hákarl- arnir, sem lifa á þvi einu, að kaupa hveitið af bóndanum til að græða á því, — kaupa það eins lágt og þcir geta og selja það eins hátt og þeim er mögulegt og stinga svo mismunin- um í vasann. , Kaupmennirnir á Winnipeg Grain Exehange hættu störfum á máhu- daginn, þegar fregnin kom. Þeir vissu ekki, hvernig þeir áttu að snúa sér. Brakúnarnir voru órólegir og sögðu að þetta væri til að eyði- leggja atvinnu sína. Þcir segjast ekk- ert vita, hvenær atvinna þeirra geti byrjað aftur. Þetta hveiti, sem stjórnin lagði hald á til að kaupa, var No. 1 og No. 2. og No. 3. Það, sem brakúnunum og hveiti- kaupmönnunum þótti lakast. var það, að vita ekki, hvaða verð stjórn- in ætlaði að borga fyrir hveitið. En stjórnin Var ekki búin að láta það uppi. En þenna sama dag kom sím- skeyti fpá stjórninni i Ottawa svo- látandi: “Stjórnin hefir ekkert frekara að seyja í dag. Verð á hveitinu er ekki ákveðið. Að likindum verður korn. nefndin (Grain Commission) látin úkveða verðið og eins skaðabætur þwr, sem þarf að borga". Að kveldi á mánudaginn var eng- inn nokkru fróðari. Og ekki vita menn, hvernig Grain Growers félag- io tekur málum þessuin. En grunur nsanna er sá, að þeir séu vel ánægð- ir, og byggja það á því, að forseti Grain Growers félagsins var kallað- ur til Ottawa og tók þátt í ráða- gjörðum þessum með ráðgjöfunum, og stóðu þær yfir allan laugardag- inn, einmitt áður en skipunin gekk út frá stjórninni. , Sumir segja, að bændur eigi einn þriðja hluta af þessuni 12—15 mill- íónum bushela, . og sumir, að þeir eigi nieira. Það, sem bændur áttu þar, voru þeir ekki húnir að selja; en biðu með það, þangað til þeir fengju hærra verð. — En niikið af hveitinu áttn hveitikauprnenn og voru búnir að selja það viðskifta- niiinnuni sínum hér og hvar um heiminn. Það, sem þeir verða að gjöra, er ;:ð kaupa annað hveiti i staðinn. Og hveitið er einlægt á leiðiuni i stórum lestum, daglega. Og þetta hald stjórnarinnar nær ekki til þess hveitis, sem er á leiðinni; og ekki til þess hveitis, sem er í kornhlöð- unum vestan við vötnin eða Fort William og Port Arthur. , Og nú er haldið áfram ineð hin- um mesta ákafa, að hlaða skipin á vötnunum dag og nótt, til .þess að koma þessu stjórnarhveiti burtu. — Og á meðan kemur stöðugur straum- ur hveitisins að vestan, því að nóg er til. Og ætlað er, að skipin gangi um vötnin fram að 12. desembei*. Þetta ætti því að verða til þess. að hækka verð á hvciti eitthvað og það á þann hátt, að hækkunin fari i vasa bændanna. Og það eru bændurnir, seni ættu að verða hagnaðarins aðnjótandi — og engir aðrir. Einn af hveitikaupmönnunuin, eða “Shipping Agent” í Port Arthur, sagði: að þetta hefði að eins gjört uppihald á útskipun hveitisins i hálfan annan dag, og nú héldu þeir áfram að hella hveitinu í skipin eins fljótt og mögulegt v;eri. Veðrið væri hið ákjósanlegasta og flutn- ingsskipin væru fleiri nú en nokkru sinni áður. Þess ber að geta, að það er Breta- stjórn, sem er kaupandinn og kaupir. r.ú miklu meira en nokkru sinni áð- ur, og mun þetta byrjun til enn meiri kaupa i framtíðinni. Markað- urinn er þar vís í komandi framtíð, og það þarf varla að óttast það, að þeir sjái ekki sinn eiginn hag i því, að borga hveitið svo vel, að bændur verði vel ánægðir; en hitt er ómögu- legt að koma í veginn fyrir, að þó nokkrir millimenn missi þarna tæki- færið til þess að verða milliónaeig- cndur á nokkrum dögum; enda ættu bændur lítið að syrgja það. Hafra snertir þetta ekki að öðru leyti en því, að það tefur fyrir flutn- ingi þeirra í einn eða tvo daga. BorgiíJ Heimskringlu bændur— MuniS eftir Heimskringlu þegar þér æljiS uppskeru ySar þetta haust. — Þetta er Uka uppskeru- tími hennar. Þeir ríku borga. Brctar gengu ekki að því grufl- andi, þegar þeir réðust út í stríðið mikla, að það mundi reyna ramt á allar þjóðfélagstaugar þeirra, að lieiðri þjóðarinnar óskerðum að leikslokum. Margt var hjá þeim i inolum: ýmsar taugar lamaðar; aðrar sem na'st ónýtar, þegar á luirfti að reyna. — Aðal-afltaugin, sem á mátti treysta þegar í byrjun, var hcrflotinn. Hann hefir reynst, eins og öllum heimi er kunnugt, full- traustur til þess, sem honum var ætl- að að þola. Mannfjöldinn, sem þjóð- in mátti á skipa til hernaðar á landi, var veikasta taugin; hefir að vísu nokkuð verið styrkt eftir því sem á hefir liðið tímann, en er ekki ennþá svo traust, að hlífðarlaust megi á haná reyna eftir þörfum, en er þó óðum að styrkjast og gefur von um, að geta nieð samtvinning allra ríkis- hlutanna unnið til sigurs verk sinn- ar köllunar i samfélagi við hina aðra samtakendur. Skotvopna taug- in var léleg í meira lagi, til þess er nú þurfti við og lítt á hana byggj- andi; en smátt og smátt hefir hún styrkst svo, að ekki er nú lengur óttast um vanmátt hennar, þótt meira reyni á en enn er séð. Aðal afltaugin, sem allir treystu á að ekki mundi bila þó að herti, var peningamagn þjóðarinnar; og víst hefir Bretana hvorki skort fé né lánstraust fram til þessa. En þó má nú heyra það á máli aðal þjóð- málaskörunga Englands, að ei sé sú afltaug óslítandi. Enda hefir nú ver- ið óðum hert að hinum rikari hluta þjóðarinnar með útlát til herkostn- aðar. Reginald McKenna, hinn nýji fjár- málastjóri Breta, gjörði fyrir fáuni vikum innreið sína í það embætti rreð þvi að auka hinn svonefnda inn tcktaskatt landsbúa. Sú aukning var svo mikii, að skatturinn nemur rneira en þriðja hlula þeirra inn- inntekta, sem vfirstíga hundrað þús- und dollars á ári. Skattur þessi er hlutfallslegur; hann fer eftir því liækkandi, sem meiri eru inntckt- irnar; og nýji fjármálaráðgjafinn gat jiess þá í þingræðu sinni, að hinn rikari hluti þjoðarinnar mætti húast við, að betur yrði að þeim þrengt síðar með útlátin. Ilann gat þess, að hinn auðugi höfðingjaflokk- ur þjóðarinnar, og hinir tiginbornu hefðu lagt framtiltölulega flesta menn úr sínum flokki til hernaðar- ins, og orðið að þola mest mannfall og af þvi leiðandi mestar sorgir og söknuð; en eins væri það iíka víst, að þessi flokkur yrði einnig að leggja fram mesta peninga til hern- aðarþarfa af því hann væri til þess færastur. Það væri rétt, að hin nú- lifandi kynslóð bæri allan þann þunga hinnar fjárhagslegu hliðar hernaðarins, sem hún frekast þyldi, svo að sem minst legðist á komandi kynslóðir, sem á sínum tíma hefðu sinna eigin þjóðiegu hagsmuna að gæta. Jafnframt gat hann þess, sem mönnum kom nokkuð óvænt, að all- ir þeir, sem hefðu aðsetur á Bret- landseyjum, hvort sem þeir væru borgarar ríkisins eða ekki og hvar í lieiini sem eignir þeirra væru, yrðu að borga herskatt af inntektum sin- um. Út af þessu hafa blöð Bandaríkj- anna farið að telja saman, hve mikla skatta brezka Jijóðin muni hremsa frá ameríkönsku fólki, sem býr á Knglandi, en á allan sinn auð í Bandarikjiinurn,.og hefir þeiin talist svo til, að sú upphæð nemi að minsta kosti hundrað milliónum dollars á ári. 1. Hæstur þeirra skattgjaldenda er William Waldorf Astor, sem á 200 millíón doliara virði af fast- eignuni í New York borg. Her- skattur hans verður 1% millión dollars á ári. 2. Duchess of Roxburghe, dóttir Ogden Goelets, amerikanska auð- mannsins sáluga, borgar % mill- íón dollara. 3. Duchess of Marlborough, dóttir William K. Vanderbilts, verður að gjaida 150 þúsund dollara á ári. 4. Duchess of Manchester, dóttir Eugene sál. Zimmermans, geldur hunúrað þúsund doliara á ári. 5. Mrs. William B. Leeds borgar 300 þúsund doiiara á ári. (i. Frú Beatty kona aðmiráls Beatty borgar 200 þús. dollara á ári. 7. Countess of Granard, dóttir Og- den Mills í New York borg, geid- ur 100 þúsund dollara á ári. 8. Viscountess Maidstone, dóttir Anthony Drexei, borgar 100 þús. doliara á ári. 9. Lady Curzon og systir hennar, báðar dætur gamla Levy Z. Leit- ers, borga hvor um sig 100 þús. dollara á ári. 10. Countess of Craven, dóttir Brad- iy Martins, borgar 200 þús. doli- ara á ári. 11. Viscountess Deerhurst borgar 50 þús. dollara á ári. 12. Countess of Suffolk borgar 100 þús. dollara árlega. 13. Lady Neiland borgar 50 þúsund dollara. 14. Countess of Lancaster borgar 75 þúsund doliara. 15. Lady Cheylesmore borgar 50 þúsund dollara. 16. Mrs. I.ewi.s Harcourt borgar 100 þúsund dollara á ári. Allar þessar konur eru af amerik- önskum ættum, sem gifst hafa tign- um Englendingum, en hafa eignir sínar í Bandaríkjunum. Um hundr- að aðrar ameríkanskar konur eru á lista blaðanna, sem allar verða að borga háan hcrskatt. Svo er og mesti fjöldi amerik- anskra miUiónera, sem tekið hafa sér fasta bólfestu á Englandi og sem allir verða að borga feykilega háan herskatt. Það seni talið er sérstak- lega markvert við þessar inntekta- greinir er Jiað, að þær koma frá ættum, sem upphaflega fiuttu frá Þýzkalandi tii Bandaríkjanna. Nokkrar hinna nefndu kvenna eiga bæði eiginmenn og syni sian á hervellinum, og sumar hafa þegar mist þá. Kin þessara töldu kvenna hefir verið ólánsöm í hjónabandi og býr ekki með manni sínum. En hún verður samt sem áður að greiða her- skatt sinn. Sama gildir um amerík- önsku auðmennina á Englandi. — Nokkrir Jieirra hafa þegar gengið i lierinn, en eigi að síður verða þeir að greiða fullan herskatt af inn- tektum af eignum sínum. Þeir sem hafa 10 þúsund dollara inntektir á ári borga 15 prsent i herskatt. Og eftir því, sem inntekta upphæðin hækkar, eftir því liækkar prósent skattarins, þar til að þeir, sem hafa yfir 300 þúsund dollars inntektir á ári, borga um 34 prósent af þvi, eða rúmlega Jiað. Mælt er, að herra Astor hafi feng- ið einhverja undanþágu frá fullri greiðslu. Inntektir hans eru metnar yfir 8 millíónir dollars á ári, og ætti þvi herskattur hans að vera nær 3 inilliónir dollars, en er settur niður eins og áður er sagt í 114 millíón dollara á ári. En þrátt fyrir þá iviln- un, sem hann kann að hafa fengið á skattgreiðslunni, þá er Jió sú ár- lega upphæð, sem hann verður að gjalda, all-myndarlegt tillag frá ein- um manni. Það borgar fyrir nokkr- ar sprengikúlur, sem geta haft mikla Jiýðingu, ef Jiær allar hitta rétt mark. “Ást í meinum.” Ilerra ritstjóri Heimskringlu! Út af ummælum skáldsins dr. Sig. Júl. Jóhannessonar í Lögbergi, um kvæði Þorskabíts: “Ást i meinum”, (lettur mér i hug þetta : Hvað er ást i meinum? Þeir segja mér sjálfsagt, að það sé ást utan vébanda laganna. Jæja, látum svo vera. En hvað mikið af þessari daglegu, venjulegu ást, held- ur sig fyrir utan vébönd laganna? Þessari holdsfýsna ást? Þessari ást, sem oft er horfin “eftir sjö tíma væran blund” Eða þá þessari ást, sem scgja má um: “Þau vöndust saman eins og önnur naut, sem alt af hlutu sama plóg að draga”? Um þcssa ást, þessa holdsfýsna ást, er mikið sagt bæöi í kvæðum og sög- um, og þykir flest góðar bókmentir! Af hverju? Af því hún er svo almenn og flestir eins og þekkja hana heima hjá sér. Þetta er almennur flæking- ur, mesta meinieysis grey, segja menn. Sjáist, aftur á móti, bóla á annari tegund, eða þessari fullkomnu ást sálna, kiæddri mannlegum hjúp, þá er eins og naut sjái rauða dulu. — Því? Af þvi hún er svo sjaldgæf, svo óeigingjörn að þvi sem líkamann snertir; svo varanleg, svo heilög, að menn eins og trúa því ekki„ að hún sé til nema í ímyndun einstakra skálda. Það er þessari ást, sem bregður fyrir i kvæði Þorskabíts: “Ást i meinum”. Þessi ódauðlegi, guðdóm- legi kraftur, sem krefst mestrar lotningar mannsandans. Þessi raf- magnskraftur, sem, ef samvista er varnað, rennur skeiðið óaflátanlega um hcima og geima guðs, þangað til hann finnur það, sem hann leitar að, og ekkert annað. Þetta, sem kemur ef til vill einu sinni á æfi einstaklingsins, en hverfur þá ald- rei. Þetta, sem enginn mannskraft- ur fær ráðið við, og er ekkert mun- aðarfitl. Þetta, sem er aldrei “í meinum”, þvi það er að eins einum, eða einni, gefið, og er fyrir utan og ofan heiminn, eins reiðubúið að rjóta samvistar i tiiveru engrar holdsfýsnar eða getnaðar. Já, þessi eina blessaða ást, sem Jiráir út yfir gröf og dauða. Væri meira af henni, færi betur. í hinu umrædda kvæði segir kon- an eða stúlkan sjálf: “Um ást þá tala’ eg ekki hér, sem ötlum dýrum meðfædd er; þvi líkamsnautn er létt og smá í liking andans sæln hjá. En ástin sönn er ætið hrein, hán angnabtiks ei flærð er nein". List skáidsins, og verulegustu á- hrif verka Jiess, felst oft í þvi, að tæma ekki brunninn, heldur gefa lesendum eftir úrskurðarvaldið. í því felst ekki hneyksii. Eg fyrir mitt leyti er ekki í nokkr- uni vafa uni, hver endirinn hefði orðið. Ef þrekið var ekki nóg til þess að lifa og Jirá undir skyldu- byrði lífsins, Jiá var það nóg til burtflutnings þess hins guðdómlega, er Jiilía Jýsir: “á hverju heldur hönd þín, elsku~ Ijúfi? Á eiturbikar, banameini lifs þíns? — Æ, nizkur ertu, ant mér ekki dropa til hressingar; eg htýt að kgssa munn þinn og vita, hvort á vörum þinum finst ei tiein ögn, sem hætir hölið mitt með dauða". Þetta er Jiað, sem gefur kvæðí Þorskabíts: “Ást í meinum”, sér- staklega mikið siðferðisgildi, og í Iieild sinni sérstakt skáldskapar gildi, Jiví í raun og veru er þessi ást hið eina, sem er hafið yfir sorp Jiessarar tilveru. Skáldinu, sem flýgur hærra, er göfugra, en alment á sér stað í við- teknum fræðikerfum og bókment- um(I), því eru, eins og gefur að skilja engin takmörk sett. Lægra í siðspillingu og löstum getur skáldið ekki komist en Jieim, er bókmentirn- ar fjalla um, og þvi er það, að skáld inu eru engin takmörk sett fremur en guði og fjandanum. Eitthvað útafbrugðið jiví, sem al- ment er viðtekið i öllum öðrum bókum, að fylgt hafi mönnunum frá upphafi, hneykslar suma menn. Svo eru inenn vanir þessum endur- tuggnu jórturtuggum um kosti og iesti, sem upp aftur og aftur er end- urtekið i nýjum búningi og kallað bókmentir, að menn hafa næstuin gleymt og týnt hinum sanna guði í manninum. En í kvæðinu: “Ast í meinuin” er brugðið upp Ijósi þess, sem að grcinir ekki lif og dauða, og sem vér sjáuin hverfa út í myrkrið, bak við dauðann, leitandi að fullvissunni í friðsælli höfn. Þökk sé Þorskabít, og hverjum öðrum, sem brcgður fyrir þessu Ijósi, þessuin sterkasta geisla hins sanna guðs í tilverunni. Vinsamlegast, J. Frimann. Einmitt j>að sem þig vantar fyrír jólrn Alveg eins þarflegt og kalkúninn í merkur e8a pott flöskum. Tll kaups hjá verzlunarmannl þinnm eCa rakleitt frá E. L. DREWRY, Ltd., Wpg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.