Heimskringla - 09.12.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.12.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 H E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 9. DESEMBER 1915, — Hver var hún?— *Kg ér ekki góður, elskan niín; eg er einhver sá eigingjarnasti niaður á öllu Skotlandi', svaraði hann brosandi. ‘Eg er þrákálfur, sem alt af vil fá vilja min- um framgengt. Þú munt koinast a« þvi, að eg er ó- þolinmóður líka, af þvi eg veit þú elskar mig. Nær má eg kalla þig mina? Mér leiðist að bíða lengi.' ‘I>ú þarft að flýta þér, herra Dugald Vavasour’, sagði hún með sínu vanalega fjöri. en þó hálffeimin t og roðnandi. ‘Eg get enn ekki yfirgefið frú Vava- sourý og eg verð að skrifa beztu vinstúlku minni, eins og þú veizt’. ‘Þeirri, sem er þinn bezti vinur næst eftir mig. Já, eg skil þig, Edda. Vesalings stúlkan; það hlýtur að vera henni þung sorg, að þora ekki að kalla þig dóttur sina. — Skrifaðu henni, að við skulum haga okkur eftir hennar ákvörðun, það er að segja, ef hún er okkur ekki inótstæð’, sagði Dugald brosandi. Þau leiddust gangandi aftur og fram um hjallann, og töluðu saman: en á meðan horfði frú Vavasour á þau með nákvæmri eftirtekt, og svipur hennar varð smátt og smátt reiðiþrunginn og harður. Þau veittu þvi enga eftirtekt, að timinn leið fyrri en stóra klukkan sló 10. Nú mundi Edda, hvað frú Vavasour hafði sagt við hana, og sagði strax; ‘Eg verð nú að fara, Dugald. Frú Vavasour vildi tala við mig klukkan 10. Góða nótt! Góða nótt!’ ‘Eg skal koma hingað á hjallann annað kveld, ef ekki verða ljós hérna megin í herbergjum ömmu minn- ar’, sagði Dugald. ‘Eg skal biða þin hérna klukkan 8, og verði ljós hérna megin, skal eg bíða þin i garðinum. Góða nótt, elskan min!’ Þau kystust og Edda hljóp heim að húsinu. — Dugald gek ennþá litla stund um hjallann og horfði á húsið, þar sem heitmey hans var, og fór svo af stað ofan fjallið. Edda hraðaði sér til herbergis síns, fór úr káp- unni, greiddi hár sitt og reyndi að líta út eins og vanalega. En henni fanst hún vera of gæfurík til að geta það, áður en hún gekk til herbergis frú Vavasour þar sem lnin barði að dyrum. , 39. KAPÍTULI. r Fœfiingardagur frii Vavasonr. Þegar Edda barði að dyrum, kallaði frúin; ‘Kom inn!’ Gainla konan stóð i iniðju herbcrginu, og svip- ur hennar var á þessu augnabliki voðalega Ijótur. — Hún studdi sig við stafinn sinn, en hendur hennar skulfu eins og hún hefði hitasótt. Margery gamla sást hvergi. ‘Eg bið yður afsökunar, frú Vavasour’, sagði Edda, ‘en eg ætlaði ekki að koma of seint’. ‘I.okaðu dyrunum!’ sagði frúin hörkulega. Edda gjörði það. Það var vel bjart i samtalssalnum. Frúin lét brún siga og horfði rannsakafidi augum á hrcinskilna and- litið hennar Eddu. ‘Hvar hafið þér verið?’ spurði hún. ‘Á hjallanum, frú’. ‘Hm! Hún segir satt’, tautaði gainla konan; ‘en þau eru öll lík. Hún er lymsk eins og ungfrú Cameron. Bráðum heyri eg hana ljúga’. ‘Á hjallanum um þetta leyti kvelds? Voruð þér þar einsamlar?’ ‘Nei, frú; eg var ekki sinsömul. Á eg að lesa eða syngja fvrir yður?’ ‘Eg er ennþá fa>r um að segja nær eg vil láta skemta mér. Hver var með yður á hjallanum?’ Edda gekk til hennar og settist á fótskörina við fætur gömlu konunnar, leit upp biðjandi og sagði: ‘Kæra frú Vavasour, þér megið ekki reiðast. Hr. Dugald Vavasour var þar með mér’. Frúin varð alveg hissa. Hún hafði ekki búist við að heyra sannleikann. ‘Hvað vildi Dugald vður? Bað hann yður að leita sætta við mig fyrir sig ’ ‘Nei, frú. Hann hefir víst álitið, að það væri til einskis, þar eð hann hlýtur að vita, hve lítil áhrif eg hefi á yður. En hann talaði bæði hryggur og ást- Jirunginn um yður. Hann er hryggur af þvi þér viljið ekki fvrirgefa honum’. • ‘Kom hann hingað til að segja yður þetta, sem er- uð honunj alveg ókunnug?’ ‘Og nei, frú’, sagði Edda og roðnaði; ‘eg er hon- um ekki ókunnug. Eg kyntist honum í fyrra haust á Yorkshire heiðinni, og við feldum hugi saman. Hann nefndi sig Dugald Mack, og eg vissi ekki, að hann átti annað nafn, fyrri en eg sá mynd hans á myndasafninu, og frú Macray sagði mér hver hann var. Siðan í fyrra hefi eg ekki séð hann fyrri en i dag Hann sá mig i vagninum og kom hingað til að finna mig. Eg hjóst við honum og því fór eg út á hjallann’. ‘Hum! Og hvað sagði hann við yður?’ ‘Hann bað mig að giftast sér'. *‘Og þér neituðuð auðvitað?’ ‘ó-nei! Hví liefði eg átt að gjöra það? Eg elska hann’. ‘Svo þér elskið hann?’ sagði frúin háðslega. ‘Já, frú, og hann elskar mig. Ilann vinnur fyrir 3 pundum á viku —’ Gamla konan stundi. ‘Þremur pundum um vikuna. Guð minn góður! Vavasour lifir á þremur pundum á viku! McFingal vinnur fyrir jafn litlu kaupi!’ ‘En hann er ríkur núna í samanburði við í fyrra’, sagði Edda. ‘Þá varð hann að lifa á haframjölsgraut, sem hann bjó sjálfur til. Hann vill ekki lifa af ann- ara peningum. Hann er eins góður og hann er tigu- lcgur’. Frúin stundi aftur. Orð Eddu eins og stungu hana i hjartað. ‘Lg — eg hélt að hann — en látum það eiga sig!’ sagði frúin með áreynslu. Svo honum finst hann rík- ur nú með þrjú pund um vikuna, — hann, Dugald A avasour, sem ólst upp hjá mér, sem væntanlegur erf- ingi minn, og sem fékk eins mikla peninga og hann væri prins, meðan bann gekk á Oxford háskólann. — K.g borga kjallaraverðinum meira en þrjú pund viku- lega’. Dugald segisi: bráðum fá fjögur pund um vik- una’, sagði Kdda, ‘og þá getum við gift okkur. Við elskuni hvort annað og getum lifað ódýrt. Dugakl sagði mér, að hann elskaði vður, gömlu höllina og þetta ága-ta, gamla fjall; en hann er fús til að vera fátækur alla æfi sína, ef þér viljið fyrirgefa honum og vera vingjarnlegar við hann aftur. Hann vill vináttu yðar en ekki peninga’. Hörkusvipur gömlu konunnar varð blíðari. ‘Hað hann vður að segja mér þetta?' ‘Nei, frú; en spurning yðar kom mér til að scgja þetta: annars hefði eg ekki vogað að segja það’. ‘Fann DugaJd herra McKay i dag ’ ‘Nei, frú. Dugald var í heiinsókn hjá vini sinum í dalnum, þegar hr. McKay fór i gegnum bæjinn. Prest- urinn sagði Dugald, að lögmaðurinn hefði verið í slæmu skapi og ekki viljað koma inn’. ‘Hum!' sagði frúin. ‘Og Dugald ær fús til að gift- ast jafn fáta-kri stúlku og þér eruð?’ ‘Já, frú. Eg er ekki jafningi hans að ætt né stöðu. En hann elskar mig, og við erum jöfn að því, að við erum bæði fátæk. Eg neitaði fyrst að giftast honum; en hann vildi ekki missa mig. Hann skeytir ekkert um peninga eða hefðarnöfn; hann vill mig, og svo sagði eg já. Eg veit að þér viljið ekki skifta yður af Dugald, en samt sagði eg honum, að þér yrðuð enn reiðari, ef hann giftist mér’. ‘Horfðu á mig, stúlka mín’, sagði frúin skipandi. Edda gjörði þáð undrandi. , , Frúin tók undir höku Eddu, og horfði rannsak- andi augum á fagra, hreinskilna og kjarklega svipinn, og sagði svo; ‘Dugald gat ekki valið sér betra konuefni; þér er- uð það, sem þér sýnist vera’. Edda laut áfram og þrýsti sér að frúnni. 'Viljið þér ekki fyrirgefa Dugald, kæra frú; eg elska yður og eg elska Dugald, og vil að þið séuð vinir’. ‘Hvers vegna elskið þér mig?’ ‘Af því þér hafið verið góðar við mig. Kæra frú, viljið þér ekki byrja aldarafmæli yðar með því að sætt- ast við Dugald?’ Edda þrýsti hendi frúarinnar og kysti hana; en frúin sat lengi þegjandi. Loks kipti hún að sér hend- inni, ýtti Eddu frá og sagði hörkulega: ‘Dugald hefir sjálfur valið sina leið. Nefnið hann ekki oftar!’ Edda þagnaði. ‘Eg er magnþrota nú. Þér megið fara’, sagði frúin. Edda gekk til dyranna, en þá kallaði frúin: ‘Þér segist elska mig, Edda. Ef jiað er satt, þá get- ið þér kyst mig’. , Edda gekk hröðum fetum til gömlu konunnar, og kysti enni hennar, augu og munn mjög innilega. ‘Þetta eru Dugalds kossar líka!’ hvíslaði hún. , Svo fór Edda út, furðandi sig á dirfsku sinni. ‘Eg er hrædd um, að eg hafi gjört rangt’, sagði frú- in við sjálfa sig, ‘en eg get bætt úr því ennþá. ‘Ef eg vil, get eg látið Dugald koma á morgun og haldið fæð- ingardag minn eins hátiðlegan og sæmir konungs- hjonum’. Hún stóð upp, gekk inn í næsta herbergi og sett- ist á stól fyrir framan eldinn. f sama bili kom Mar- gery inn með styrkjandi drykk, og setti hann á lítið borð; kraup svo niður og leysti skóna af frúnni, og að því búnu færði hún borðið með drykknum til gömlu frúarinnar. Margery sá, að frúin var venju fremur föl. ‘Eg var fædd í þessu herbergi fyrir 100 árum á morgun, Margery’, sagði frúin. öll börnin mín voru lika fædd hér. Nú eru 82 ár síðan eg giftist’. ‘Já, frú’, sagði Margery óróleg. ‘Móðir þin var herbergisþerna mín, þegar eg gifti mig, og mörg ár eftir það. Er það ekki undarlegt, hve gott minni eg hefi, jafn gömul. ó, hundrað ár líða fljótt. Eg get máske lifað 20 ár enn’. ‘Það vona eg, frú. En þér eruð fölar; á eg ekki að hjálpa yður úr fötunum?’ bruin stoð nú upp, og Margery færði hana úr föt- unum; lagði hana svo í rúmið og settist sjálf við rúm- gaflinn. Nú varð löng þögn: en svo heyrði Margery frúna lesa bæn, sem hún hafði lært af móður sinni fyrir nær- felt 100 árum. , Þpgar bænin var lesin, kallaði frúin: ‘Margery!’ ‘Já, frú’. ‘Komdu hingað, svo eg sjái þig. Eg ætla að segja þér nokkuð, sem mun gleðja þig. Eg ætla að senda eftir Dugald á morgun og halda hátiðlegt aldarafmæli mitt asamt honum. Eg hefi ávalt elskað vesalings drenginn; eg verð að segja honum það. Þú mátt nú fara; eg fer að sofa’. Hún sneri sér að veggnum, en Margery settist á stólinn. Að lítilli stundu iiðinni leit hún á frúna, og sá að hún svaf rólega. Margery fór nú til herbergis sins, háttaði og sofn- aði þegar. Snemma næsta morgun vaknaði hún, klæddi sig i g leit inn til frúarinnar, sem lá kyr. Svo fór hún ofan; sagði vinnufólkinu að Dugald ætti að koma, og sendi McDonnell eftir honum. AHir urðu glaðir yfir því að Dugald kæmi; enda kom hann með sendisveininum klukkan 8, og var boð- inn velkominn. Dugald gekk nú inn í blómasalinn og fann þar Lddu, og varð mikill fagnaðarfundur með þeim. ________ Edda hafði bundið saman fagran blómvönd, sem hún bað Dugald að færa frúnni. Þau gengu inn til frúarinnar og Margery á eftir þeim. Dugald gekk að rúminu, lagði blómvöndinn á koddann og sagði: ‘Amma, elsku anima, vaknaðu; Dugald er hér. _____ Svo laut hann niður og kysti hana, en hrökk við og hljóðaði. Edda og Margery hröðuðu sér að rúminu. Gamla konan lá hreyfingarlaus með bros á vör- um, eins fagurt og það liafði nokkru sinni verið á yngri árum hennar. ‘Hún liggur i yfirliði!’ hrópaði Margery. . sa8ði Ldda blíðlega. ‘Hún byrjar aðra öld- ina sína a himnum. Hún er dáin!’ 40. KAPÍTULI. örlagaþrunginn samfundur. Blóðslettan á vesti jarlsins gjörði liann snöggvast mállausan; hún var þögult en áreiðanlegt vitni um glæp hans. Samt herti hann upp hugann og sagði ró- legur: ‘Já, það er blóð á vestinu mínu; eg hafði voða- lega tannpinu og varð að láta draga úr mér tönnina, en á eftir blæddi mér mikið. Ilafið þér nokkurntímá haft tannpínu, Clair?' Eg held ekki — að minsta kosti ekki af þessari tegund; en þér eruð alt öðruvisi en aðrir menn, Charle- wick’. Jarlinn hló að þessum orðum barúnsins, sem gaut hornauga til hans, og grunaði hann um glæp. Jarlinn sá, að barúninn bar grun til sin, og gekk þvi til herbergis sins. Þar heyrði barúninn hann ganga fram og aftur órólegan, og svo fór hann líka til sins herbergis og hugsaði þannig: ‘Það er sjáanlegt, að jarlinn liefir vonda samvizku. Hann hefir eflaust fundið Dings, — en hvað Jjýðir blóðslettan á vestinu hans? Liklega hefir hann ekki frainið glæp: en hann cr samt voðamaður. Eg léti hann ekki fá Helenu, ef ekki væru jafn miklir peningar í boði’. Barúninn fór svo að hátta og sofnaði brátt. Morguninn eftir var þeim færður morgunmatur- inn snemma ásamt morgunblaðinu, og leit jarlinn ná- kvæmlega yfir blaðið, og sýndist ánægðari að því búnu. ‘Hann hefir þá ekki fundið það, sem hann bjóst við’, hugsaði barúninn. ‘Eg skal rannsaka blaðið á morgun’. ‘Á ákveðinni stundu var þeim sagt, að vagninn biði þeirra; óku þeir svo i honum til járnbrautar- stöðvanna. Þar keyptu þeir sér farseðlatil Leeds. ‘Séum við á rangri leið, þá getum við snúið aft- ur', sagði barúninn. Barúninn kallaði á þjón. Þegar hann kom, lagði hann skilding í lófa hans og sagði: ‘Findu tóman vagnklefa handa okkur, þar sem við getum setið og reykt. Við bíðum hér’. Þjónninn þaut af stað til að leita klefans. ‘Þarna stendur fallegur kvenmaður', sagði bar- úninn. ‘Hvar er hún?’ sagði jarlinn. Barúninn benti honum á skrautklæddan kvenmann, sem stóð skamt frá ásamt þjóni og þernu, sem líka voru prúðbúin. ‘Sjáðu’, sagði barúninn, ‘nú snýr hún andlitinu hingað’. Jarlinn leit til hennar og hún á hann; en honum varð ósjálfrátt að hopa á hæl og liann fölnaði sem lið- ið lík. ‘Ilvað gengur að yður, Charlewick?’ sagði Clair. Eitt augnablik virtist hræðsla eða undrun hafa gripið huga hinnar fögru konu. En hún jafnaði sig strax og gekk til þeirra. ‘Hún kemur’, sagði barúninn. En jarlinn leit í kring um sig eftir tækifæri til að flýja. En það var of seint. Agnace Powys, dóttir bank- arans, stóð fyrir fannaii hann, hörkuleg og með skip- andi svip, en fögur og hann skalf sem strá í vindi frammi fyrir henni. Hún athugaði hann nákvæmlega, eins c.g hún vildi fullvissa sig um, að hann væri sá, sein hún áleit hann að vera. Svo sneri hún sér að Glair. ‘Afsakið mig, herra’, sagði hún kurteislega, ‘en viljið þér segja mér hvað hann kallar sig nú, þessi fylgdarmaður yðar?’ ‘Það er lávarður Charlewick, nýlega orðinn jarl, eftir dauða föður sins’. Svipur ungfrú Powys lýsti stórri undrun. ‘Er hann jarl? Og erfingi jarls?’ sagði hún háðs- lega. ‘Hvað hét hann fyrir 20 árum?’ ‘Lávarður Odo Charlton, sami maðurinn og hvarf fyrir 20 árum, og sem mcnn héldu myrtan’. Ungfrú Powys hrökk við en svaraði engu; enda kom þerna hennar á sama augnabliki og bað hana að flýta sér. Hún hneigði sig og fór. Jarlinn var að byrja að skamma barúninn, þegar brautarþjónninn kom, og fvlgdi jieim að tómum klefa og um leið rann lestin af stað. ‘Eg fer að halda að líf yðar sé fult af leyndarmál- um, Charlewick’, sagði barúninn. ‘Fvrst kemur Dings og svo þessi undur fallega stúlka, sem spyr, hvað þér heitið nú. Hún hefir eflaust þekt yður undir öðru nafni en yðar eigin’. ‘Hvað gjörir það ’ sagði jarlinn. ‘Þér viðurkennið það þá?’ ‘Eg hvorki játa eða neita, en hún er mér óviðkom- andi nú’. ‘Hefir hún áður verið yður viðkomandi? Hver er hún,’ ‘Hún er ekkja eftir Brend nokkurn. Það er alt, sem eg veit uin hana. Eg hefi ekki séð hana í 20 ár.’ Uugfrú Powys fór af lestinni við næstu stöð; en- vinirnir tveir héldu áfram til Leeds og fóru þar af lest- inni. Barúninn spurði eftir ferðafólkinu á brautarskrif- stofunni, og fékk að vita að það liafði haldið áfram til Inverness á Skotlandi. ‘Nú sjáið þér að tilgáta mín er rétt’, sagði barún- inn; ‘frá Inverness hafa þau farið til Donellan, og þaðan hefir þeim verið ekið til Kirkfaldy, Brae Town og Storm Castlc. Við skulum vcra í Leeds í nótt. Þvi Helen er vel geymd hjá gömlu norninni’. Jarlinn samþykti og þeir gengu inn i hótel. Af því að það var samkomulag, að jarlinn borgaði allan ferðakostnað, bað barúninn um bezta og dýr- asta matinn og vinið; enda neytti hann þess rösklega, en jarlinn var lystarlitill. Þeir háttuðu snemma um kveldið, og næsta morg- un var matur borinn upp til þeirra. Barúninn bað um morgunblaðið, en fann þar engar nýjungar. ‘Eigum við að fara beina leið til Inverness?’ spurði jarlinn. ‘Þess gjörist engin þörf’, sagði barúninn. ‘Næstu nótt verðum við í Edinborg’. ‘Auðvitað. En þér vitið, að eg er ástfanginn af dóttur yðar. Þess vegna vil eg biðja yður að leyfa mér a giftast henni hér i Skotlandi, og eg skal borga yður 5 sinnum þá upphæð, sem eg lofaði. Svo ætla eg að fara með hana til útlanda, eitt ár eða svo. Hvað segið þér um þetta?’ ‘Eg er því samþykkur og eg skal sjá um, að gift- ingin fari fram í Skotlandi’. Þeir fóru svo til Edinborgar. Borðuðu þar ágætan kveldverð og sváfu vel um nóttina. Næsta morgun var þeim færður matur upp til þeirra, ásamt nokkrum morgunblöðum, sem barúninn greip með ákafa og fór að lesa. ‘Ilér eru nýjungar’, sagði barúninn: ‘Lang-Iang- amma Helenar e dáin, einmitt þegar hún var hundrað ára’. ‘Dóttir yðar er l»ar Jiklega samt’. Áreiðanlega. Eg skal ábyrgjast að við finnum hana þar. AJt gengur okkur að óskum’. Það er nærri sanni, sem þér segið. En eg er þó hræddur um, að Ronald tefji fvrir okkur’. ‘En heyrið þér núl’ brópaði barúninn. ‘Le.vni- legt morð í Lundúnum á þriðjudagskveldið (það er sama kveldið og þér létuð draga út tönnina yðar) — maður, klæddur sem sjómaður. fanst dauður í þröngri götu, sein liggur út frá St. Martins Lane við Trafalgar Square; hann hefir verið myrtur óvænt og bardagi- laust. I vasa hans fanst bréf með áritaninni Jim Dings. Hann hefir sjáanlega verið myrtur með rýt- ing’. — Ghalewick, þetta er yðar Jim Dings. Hver skyldi liafa myrt hann?’ 41. KAPITUIJ. Uppástunga barúnsins. Jarlinn roðnaði við þessa spurningu barúnsins og svaraði þykkjulega: ‘Hvernig á eg að vita, hver hefir drepið Dings Ilvernig get eg vitað nema þetta sé annar maður með sama nafni? Haldið þér að eg mundi drepa mann, á meðan eg hefi næga peninga til að rnúta honum'?’ ‘Nei’. sagði barúninn. ‘Hann leit út fyrir að geta þegið mútur. Og hvaða leyndarmál, sem hann heíir geymt um yður, þá hefði hann eflaust þagað yfir þvi fyrir peninga'. ‘Hver hefir sagt, að hann geymdi leyndarmál um inig?’ hrópaði jarlinn fokvondur. ‘Hann hefir hlotið að hafa stóra kröfu til yðar, fyrst þér urðuð svo hræddir við að sjá hann. En, geymið þér yðar leyndarmál hjá yður. Á meðan þér brjótið ekki lögin, mega þau vera eins mörg og þér viljið’. Barúninn fleygði blaðinu á gólfið og hélt áfram að borða, en sagði svo: ‘1 dag förum við til Inverness, og á morgun eftir kaledoniska skurðinum, og daginn þar á eftir ljúkum við ferð okkar’. ‘Máske Helen sé alls ekki í Skotlandi’, sagði jarl- inn. ‘Hún getur vel verið í Lundúnum enn. Eg hata England, og ætla að fara til Spánar; kynnast ættingj- um móður minnar þar, og dvelja þar eitt eða tvö ár með konu minni, þegar eg er giftur’. ‘Helen skal brátt verða tilbúin að fylgja yður. Hún skal mega til að láta undan’. Þenna sama dag fóru þeir til Inverness. .Tarlinn var óþolinmóður og kvíðafullur, en bar- úninn hinn rólegasti. ‘Eg skyldi ferðast dag og nótt, ef það væri nauð- synlegt’, sagði barúninn; ‘en þess er engin þörf. Því Helen er áreiðanlega kyr i Storm Castle’. Þeir voru i Inverness næstu nótt. Morguninn eftir, þegar þeir neyttu matar, sagði barúninn: ‘Ef við verðum samferða til Storm Castle, getur það orsakað okkur erfiðleika. En nú hefi eg hugsað inér áform, sem getur komið Helenu í okkar vald með hægu móti’. ‘Hún þekkir yður of vel, Clair, til þess að trúa yð- ur f.vrir sér’. ‘Eg kviði því alls ekki. Eg er fæddur bragðaref- ur, vinur minn. Eg sting upp á því, að þér biðið hér. Eg bið Helenu að fyrirgefa hörku inína; fæ Ronald til að vera kyrran. En kem með Helenu hingað til yðar’. Ungfrú Helen má ekki finna mig i Inverness. Þér verðið að velja yður einmanalegt hús úti á landi. Hér getur hún varist okkur’. ‘En eg á ekkert slikt hús. Vitið þér af nokkru slíku húsi hér í landi?’ ‘Eg er alveg ókunnugur á Skotlandi’. ‘Það er ekki nauðsynlegt, að við séum í Skotlandi. Þér getið ekki gifst henni hér, án hennar samþykkis, fyr en annarsstaðar’. ‘Hvað eigum við þá að gjör^?’ spurði jarlinn vand- ræðalegur. ‘Það veit eg ekki. Eigið þér hvergi tómt hús úti á landi?’ ‘Jú, eg á Rocket Hall á heiðinni á Yorkshire, og í því eru húsmunir’. ‘Það er einmitt hentugt pláss fyrir okkur. Gefið mér áritanina’. Jarlinn skrifaði áritanina á bréfspjald, sem bar- úninn stakk í vasa sinn. ‘Hafið þér lykilinn að Rocket Ilall ’ ‘Nei, en eg get símað ráðsinanni mínum'. ‘Það megið þér ekki gjöra. Við getum fengið okk- ur lykil einhversstaðar; farið inn um glugga; brotið skrána og margt annað. Þér ættuð að skrifa fóstru yðar, frú Diggs, biðja hana að fara til Rocket Hall og bíða okkar þar; við komum þangað að viku liðinni. Hún getur búið út liúsið og verið ráðskona meðan við dveljum þar’. Þeir komu sér saman um þetta, og svo fór barún- inn með gufuskipinu til Donellan, en jarlinn sneri taf- arlaust aftur til Englands. Þegar hann kom til Leeds, fór hann í sama hótelið og hann var áður í; þar skrifaði hann langt bréf til fóstru sinnar og bað hana að koma til Leeds, sendi svo bréfið á pósthúsið og bað einn þjóninn um, að út- vega sér Lundúna-blöðin. Þar las hann frégnina um morð Jim Dings og frá- sögnina um réttarhald likskoðunarmannanna. Meðal annars hafði ekkja Dings sagt, að hann hefði komið heim um kVeldið himinglaður; sagt sér að hann hefði fundið ‘spæn.,ska Bob’, sem nú væri orðinn auðugur; og af því hann þekti ýms leyndarmál hans, hefði hann lofað sér þúsund pundum árlega til að þegja; héð- an af gætu þau því lifað áhyggjulausu Hfi í gleði og munaði. Dings I afði líka sagt henni að hann yrði að finna ‘spænska Bob’ þetta kveld; og hún kvaðst í eng- um efa um að hann hefði myrt Dings. Meira vildi hún ekki segja. Jarlinn las þessa grein aftur og aftur. Hann var kyr i Leeds, |iangað til frú Diggs og sonur hennar komu. Hann sagði þeim frá áformum sínum. Þau keyptu ýmislegt, sem þau þurftu, gátu fengið lykil og daginn eftir fór jarlinn með þeim til Rocket Hall. Barúninn hélt áfram til Ben Storm, og kom þar að tveim döguin liðnum. Það var komið kveld, þegar barún’nn kom til Brae Town veitingahússins. Hestarnir voru þreyttir og ökumaðurinn aftók að halda áfram. Barúninn gekk inn i veitingahúsið, og sátu þar margir Hálendingar reykjandi við ofninn. ‘Er þetta bezta herbergið, sem þér hafið?’ spurði barúninn húsmóðurina, sem stóð bak við borðið. Hún opnaði dyr að öðru herbergi og hann hraðaði sér þangað inn. ‘Leiðinlegt veður’, tautaði hann. Góða kona, gef- ið þér mér þann bezta mat, sem þér .hafið til’. ‘Eg get gefið yður brauðkollu, eggjapönnuköku og hænuungasteik’. ‘Jæja, gcfið þér mér brauðkolluna og hænuung- ann. Eitt orð enn: Er búið að jarðsyngja frú Vava- sour?’ ‘Já, hún var jarðsunginn i gær’. ‘Gctið þér sagt mér, hvort þar er ung stúlka, sem nefnd er ungfrú Clair?’ ‘Já, hún er þar i höllinni. Hún kom þangað tveim ur dögum fyrir jarðarförina’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.