Heimskringla - 24.02.1916, Side 1

Heimskringla - 24.02.1916, Side 1
Kaupið Heimskringlu. Borgið Heimskringlu áður en skuldin hwkkar! — Heimskringla er fólksins blað. Flowers telegraphed to all parta of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Níght and Sun- day Sher. 2667 2s» DO\ALD STHERT, WISÍNIPEG XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. FEB. 1916. Nr. 22 Önnur skandinaviska herdeildin. Leyfi hefir komið frá Ottawa til þess að mynda aðra skandinaviska herdeild (Battalion) i Military Dis- trict No. 10. Foringi deildar þeirrar verður Capt. O. Albrechtesen úr 53. herdeildinni, og er hann gjörður að Lieutenant-Colonel i þessari hinni nýju deiiid. Capt. O. Alhrechtcsen er fteddur í Uanmöriku og kom hingað fyrir sex irurn. Hefir hann verið foringi í Prince Albert sjálfboðaliðinu síðan 1912; en var áður en hann kom hingað í varðliði konungs (Royal Guards) í Danmörku. Hann var byggingameisari (architect) i bæn- um Prince Albert og er vel kyntur þar. Ek'ki er ólíklegt, að kapp nokikurt verði á milli deildar þessarar og ileildar þeirrar, sem Fonseca er að mynda. Mr . H. M. Hannesson lögmaður fókik skeyti um þetta frá Ottawa ný- lega. Ástralía gjörir skyldu sína. Hinn 15. febrúar var hér á ferð- tnni stjórnarformaðurinn í Ástralíu, Mr. William Morris Hughes. Stóð hann skamma stund úr degi við í borginni. A járnbrautarstöðinni hér mætti ho.num stjórnarformaður Nor- ris, borgarstjóri Waugh og fleiri stórmenni, og æðstu herforingjar hér og var honum heilsað með fall- byssuskotum frá 37. deild stórskota- liðsins. Heima hjá sér í Astralíu er hann Áallaður ‘Lloyd George Ástraliu”. svo rnikið þykir mönnum þar til hans koma. Hann gat þess, að liéðan af etluðu Ástraliu menn ekki að kaupa neinar þýzkar vörur. Hann sagði meðal annars þetta: — “Vér erum að berjast við hið nesta og voðalegasta hermannavald heimsins, sean nokkurntíma hefir verið til. Og á síðustu 40 árum voru þeir að búa sig undir að yfirvinn Bretaveldi og allan heim. ‘‘En Ástralia er með líf og sál í stríði þessu og skilst ekki fyrri við málin, en þau eru heppilega leidd til lykta. Vér höldum áfram þangað til alt er búið, og vér erum ekki í neinum vafa um, hver sá endir verð- ur. “Nú þegar erum vér búnir ao senda 140,000 menn á vígvölluna og 180,000 hermenn höfum vér tilbúna til að fara, livenær sein vill, og í júní mánuði höfum vér eða ætíum að hafa 300,000 hermanna á vígvöllun- um til að berjast með Bretum. “Þeir voru á Gallipoli skaga her- mennirnir okkar og féllu þar marg- ir. En það hefir þau einu áhrif á okkur, að herða okkur og stæla. Ástralía finnur það skyldu sína, að leggja til menuina, einlægt fleiri ög fleiri menn ineðan noikkrir eru til. Mr. Hughes sagði, að þegar stríð- ið byrjaði réðu 3 þýzk félög öllum málmi eða málmnámum landsins. Höfðu gjört margra ára samninga við þó, sem námana unnu, en samn- ingarnir voru þannig, að kæmi strið, væru þeir ekki gildandi á meðan.— En þétta fyrirkomulag sáum vér að gæti orðið hættulegt og gjörðum því það að lögum, að rikið tæki að sér allan námugröft, og bönnuðum að Oytja úr landi nokkurt pund af blýi eða kopar, nema hreinsað. Þýzkir höfðu óður einveldi yfir þessum iðngreinum, en með lögunum gátum við alveg brotið það á bak aftur”. Fjárkröggur Þýzkalands Þegar Colonel House, vinur Wil- sons forseta, kom úr ferð sinni um Þýzkaland, kvaðst hann sannfærður um það, að fjármála-konungarnir þýzku sjái það fyllilega, að voðinn hvíli yfir landinu og sé óumflýjan- tegur. Fólkið sér það ekki alment ennþá, því að það trúir á einlægar sigurvinningar, sem stjórnin lætur berást út. En nýlega fóru tveir stórir bank- ar á liöfuðið ineð 125,000,000 doil- ara höfuðstól. Frá Berlin er það haft eftir merkum bankastjóra, að haldi stríðið út marzmánuð, þá sé rikið gjaldþrota. Flugmaður Rússa eltir torpedó. Það var við Zunguldeik á Litlu- Asíu ströndum. að rússneskur vatna- dreki og torpedó bátur var i slag við kolastöð Tyrkja á landi og neðan- sjávarbát þýzkan. Neðansjávarbátur Þjóðverja skaut torpedó á herskipið rússneska, en hitti eikki skipið, og óð torpedóin ofansjávar, fyrst með 40 milna ferð á klukkutímanum, en svo mínkaði ferðin og varð ekki nema 8 mílna ferð. l'lugmaðurinn rússneski á vatnadrekanum var hátt í lofti uppi og sá torpedóna, er hún fór fram hjá skipinu, og rendi sér niður eftir lienni, og er hann kom yfir hana, settist hann á sjóinn og rendi eftir henni ofansjávar. Hann náöi henni fljótlega og ætlaði sér að koma henni upp á drekannn. Búss- neska herskipið var þar nálægt, og horfði öll skipshöfnin á þetta, og æptu menn gleðióp. En þegar hann fór að draga torpedóna upp á drek- ann, þá ætlaði drekinn að sökkva; svo reyndi hann að binda hana við drekann, en þá var ferð öll af henmi og þyngdi hún svo drekann, að hann varð að láta hana fara þarna niður. Þýzkir hóta hinu versta London, 11. febr. — Nýkomin þýzk blöð til Lundúna flytja ræðu eftir Maximilian Harden, víðkunnan ritstjóra blaðsins Zukunft i Berlin, og hótar Harden þar öllu illu. Hann segir ineðal annars: “Enn þá erum vér ekki sannfærðir um, að vér séum að berjast með bak- ið við vegginn (komnir í krappan). En þegar að þvi kemur, þá verður fyrst stríð upp á lif og dauða og engin miskunn sýnd. Þá hverfum vér aftur til hinna fyrstu alda mann- kynsins. Maður mætir þá manni með grimd hinna viltu skógarúlfa. “Ef að heimurinn ætlar sér að fyrirlita Þjöðverja, þá tapar orðið og hugmyndin Evrópa þýðingu sinni. Það má enn frelsa Evrópu. Það eru óvinir vorir, sem eru sök i þcssu öHu; þeir ógna oss með eyði- leggingu. En ef að það á að kosta hið þýzka keisar'aveldi, þá þarf heiinurinn ekki eitt augnablik að blekkja sig og ætla, að vér Þjóðverj- ar spörum nokkurn, eða nokkrar skelfingar við óvini vora, — hvað svo sem heimurinn hugsar um að- farir vorar. Saskatchewan stjórnin kærð um þjófnað á opinberu fé. Vér tökum það úr Free Press, svo að nú iná enginn segja að vér séum að ljúga. En það er einhver ónota grunur á Jiví, að þar sé ekki alt sem hrein- ast, hvort sem það er satt eða ekki. En víst er uin J)að að á þinginu hefirj verið rifist um þetta dag eftir dag og kom Mr. Bradshaw, þingmaður fyrir Prince Albert, fram með á- kæruna um, að S50,000 hefði verið stolið af opinberu fé, sem átti að fara til vegabóta, og var uin það-rif- ist í þinginu i 11 daga. Stjórnarfor- maður Scott og ráðgjafarnir afsiik- uðu sig og báru þetta af sér og full- yrtu, að þetta væru alt álygar mót- stöðumanna sinna. Þetta væri alt á þá borið af hatri og öfund. Lengi vel voru engir sérstakir menn nefndir i ákærunum, en svo kom að þvi, að Mr. Bradshaw til- greindi þá, og voru það þessir: Hon. Walter Scott , stjórnarfor- maðurinn. Hon. J. A. Calder, ráðgjafi járn- brautamála. Hon. W. F. Turgeon, dómsinála ráðgjafi. Hon. Archie P. McNab, ráðgjafi opinberra verka Ákærurnar á móti stjórnarform. Scott voru þær, að hótelmennirnir i Swift Cnrrent hefðu lagt honum til $1,500.00 í kosningarnar 1912, og að ýmsir þeirra unnu þar hart að og lögðu fram miklu meira fé. , Ákæran á móti Calder er sú, ao hann lofaði ýmsum umbótum á brennivínslögunum, sem “Licensed Victuallers” félagið bað hann um, móti þvi að þeir gæfu honum at- kvæði sin og styddu hann i kosn- ingunum, og svo hét dómsmála ráð- gjafinn Jjví, að Jiessi loforð skyldu verða uppfylt. Mr. Turgeon, dómsmála ráðgjaf- inn, er sakaður um nð hafa fengið “að láni” $300 hjá brennivínsfélagi1 einu. Akæran á móti McNab var sú, að hann væri meðsekur öðrum í því, að draga til baka ákærur á móti víri- sölumönnunum fyrir að brjóta vín- sölulögin; en fékk hjá þeim í stað- inn loforð um, að þeir myndu styðja hann til kosninga. Aliir ráðgjafarnir báru af sér sak- ir þessar. Mr. Bradshaw hafði nokk- uru áður verið að kvarta um fjár- drátt þingmanna i kosningunuin, en ekki tilnefnt neinn sérstakan. Og hcimtaði hann, að skipuð væri nefnd til að rannsaka þetta. En svo koin kæran um $50,000.00 þjófinaðinn, sem Mr. Bradshaw sagði að stolið hefði verið af vegabótafé. Var nefnd sett i J>að. Svo kom það upp, að fjöldi af áríðandi stjórnar- bréfum var tapaður og 17 samningar um vegabætur, og öll þau skjöl, sem þar að lutu. En aðalákærur Mr. Bradshaws eru þæ.r, að Liberal ]>ingmönnunum hafi verið mútað til þess, af vínsöl- uni og hótel mönnum, að vinna á móti Jugafrumvarpinu um afnám vínsölunnaT (Banish thc Bar); en lög þau voru borin fram i þinginu 1913. Stjórnin brosir að þessu, ofan á að minsta kosti, og segir að þetta komi alt af öfund og hatri vinsal- anna, sem töpuðu atvinnu sinni, þegar stjórnin tók sjálf að sér alla brennivínssölu. Þetta er nokkuð flókið og ekki gott að átta sig á þvi fyrir þá, sem ókunnugir eru máluin þessum. Það er ilt að gjöra mönnum órétt, en rétt að koma upp svikum og þjófnaði á opinberu fé, ef þvilikt á sér stað, og vonum vér, að kunningjar vorir þarna vestra láti oss vita, hvernig málin ganga. Því að þetta sýnist að eins vera litilfjörleg byrjun, Þetta er úr Free Press, morgun- blaðinu 22. fcbr., eins og vér gátum um i byrjun greinar þessarar. En i seinni blöðum þenna dag koina frek- ari skýringar, þess efnis, að það séu ekki 50,000 dollarar, sein stjórnin hafi dregið sér, heldur í hundrað þúsundatali, og i 12 daga hefir þing- ið si:;ðugt vcrið að ileila um þessi mal, og hefir stjórnin heimtað þing- nefnd, sem hún sjál.f kysi menn í, eða þá að þingið kysi; en þar eru að eins 5 Konservatívar í mótflokki stjórnarinnar. En flokkur hennar er 47 talsins, og eru ]>vi 5 á móti 47. En þessir 5 Konservatívar heimta einlægt konunglega nefnd (Royal Commission). Þeir þykjast sjá það, hvernig fara muni, ef að þingnefnd Liberala fjallar um málin. Þetta segir Harden og er nokkuð skritið. Hvað hafa Þýzkir sparað. Morð og brennur, eiðrof, svívirðing- ar, rán og þjófnað hafa þeir framið, í Belgíu, Póllandi, Kúrlandi, Lithau- en, Serbíu; Tyrkja-morðin í Armen- iu; Neðansjávar hernaður þeirra- Eiturspýjur þeirra! Hvaða glæpur skyldi vera óunninn, sem nokkurn- tíima hefir þekst í heiminum?. — Jú, það er eitt, að eins eitt, sem vér höf- enn ekki frétt að þeir hafi gjört, og það er — uð éta óvini sína! 0r bréfi frá vígvellinum Mr. Sigvaldi Sigurðsson hér í borginni á fjóra syni i hernum, tvo á Englandi og tvo á vígvöllunum. Fékk hann bréfspjald nýlega af víg- völlunum, og segir þar að Hjálmar sonur hans, frá 439 Ferry Road, St. James, sé særður. Særðist hann milli þess 22.og 26. í Belgiu, og er hann nú i Sandigatc í Kent á Englandi. Hann var búinn að lauma bréfi til foreldra sinna áður, dagsett þann 16. janúar, og gat þess að milli þess 13. og 15. hefði 16. herdeildin, sem hann var i, staðið i látlausum bar- daga. Segir liann að töluvert mann- fall hafi verið í liði þeirra, en Þýzk- arar hafi látið margfalt. Ilann er i Ambulance Corps, og bindur um sár manna í valnum til bráðabyrgða. Hann segir, að fallnir hafi þá verið allir félagar sínir, neina hann og 2 aðrir. Þá sendi hano annan þessara til yfirmannsins til að biðja mn lijálp; en á meðan slangraði for- ingi einn til þeirra, með báða hand- leggi skotna af sér, vissi hann ekki, hvernig hann komst til þeirra, og stóð hann þá uppi yfir honum með- an hann var að binda uin sárin. En í þeini srvifum kom kúla í kviðinn á þessum eina félaga hans, sem eftir var, svo að hann var þarna einn eft- ir. Þá kemur annar foringi til hans ósærður, og var búinn að frétta að þeir væru a'llir fallnir, og segir við hann:”So/ You are on deck get, old boy!" Er það máltæki Canadamanna og hefir þetta víst verið kanadiskur foringi. Hann segir í bréfinu, að Þýzkum muni engu betur við að sjá Canada- menn en sjálfan höfuðpaurinn. Annar sonur Sigvalda, S. H. Sig- urðsson, er nú fangi á Þýzkalandi í borginni Giessen. Var hann ásamt nokkrum öðrum tekinn fangi i hin- um grimmu bardögum við Ypres i fyrra. Hann lætur vel af sér; vann hjá bónda þar í sumar. Hann var í bardögunum um hæð- iíia No. 60, í bardögunum við St. Jul- ien og Langemarök og við Ypres, og var þar tekinn i einum hroðaslagn- um. Stríðs=f réttir Borgin Erzerum tekin. Það er nú meira en mánuður sið- an að Kósakkar Nikulásar eltu Tyrki á harða stökki inn i útvígi Erzerum borgar. Tyrkir höfðu þar kastala á 30 milna svæði norðan og austan við borgina. Sluppu Tyrkir undan þeim inn á milli virkjanna. En Rússar sigu þar áfram á hundi- að milna breiðu svæði og stöðvuðu vígin Tyrkja þá á 30 mílna breiðu svæði um Erzerum; en hægri og vinstri fylkingararmur Rússa liélt á- fram. Vegir voru engir. Engar járn- brautir og lítt inögulegt áfram að koinast, þar sem oft var yfir fjöll og snjóþakta hálsa að fara og brúalaus gil og gljúfur. Þeim hlaut þvi seint að ganga. En einlægt voru þeir að — þó að svo sem ekkert hafi menn heyrt um það. En smátt og smátt fóru Rússar þu að taka einn kastalann á eftir öðr- um, þrátt fyrir það, þó Tyrkir verð- ust af hreysti mikilli. Og nú seinast í viku cða meira var þar látlaus oar- dagi. Fóru þá kastalarnir að verða fleiri og fleiri, sém féllu í hendur Rússa á degi hverjum, stundum 2 og 3 g seinast 6 og 7; þangað til loksins hinn 16., að þeir brutust inn í borg- ina eftir blóðugan bardaga, og var þá viða í báli einkum suðurhluti hennar, og tóku þeir þá til fanga all- an Tyrkjaher, sem þar var, yfir iuO þúsund manns, og þar á meðal fjölda af þýzkuin herforingjum, yfir 1000 fallbyssur og stórmikinn forða, sem Tyrkir höfðu ætlað hermönnum sín- um. Erzerum er kastala-borgin, sem Tyrkir höfðu treyst á, að aldrei myndi vinnast, og þaðan ætluðu þeir að verja alla Armeniu móti Rússum. Hún var miðstöð Tyrkjahersins. — Rússar tóku hana í stríðinu við Tyrki 1829, og lauk þá stríðinu og var friður saminn. Aftur tóku þeir hana 1878, í striðinu við Tyrki, þeg- ar Rússar brutust suður yfir Baikan fjöll. Erzerum liggur á hárri sléttu, nærri beint suður af Batouin, við austurenda Svartahafs, uppi í miðri Armeníu, nálægt 75 mílur frá haf- inu. Eru þar einlæg fjöll í kring á alla vegu. Stendur borgin 6000 fet fyrir ofan sjávarmál, og er því kalt þar á vetrum, oft 10—20 stig fyrir neðan zero á Fahrenheit. f herskapar tilliti er borgin ákaf- lega mikils virði, þvi að hún liggur á vegamótum, — á hinum einu leið- um, sem færar eru þarna um fjöllin, austur og vestur, norður og suður. Alt eru þar þjóðvegir, en engin járn- braut. Næsti járnbrautarendinn, sem Tyrkir eiga, er 300 milur í burtu. Það er i Aleppo á norður Sýrlandi. Tyrkjum er þvi ómögulegt, að geta komið mönnuin sínum til hjálpar, sem eftir eru. Eru þeir nú allir sundraðir og í smáhópuin, skotfæra- litlir og matarlitlir eða matarlausir. Má búast við að Rússar láti greipar sópa þarna um sveitirnar, og úti er nú um Egyptalandsferð Tyrkja fyrst um sinn, og Miklagarði er jafnvel hætta búin. En Erzerum sleppa Rúsar liklcga aldrei aftur, nema þá i hcndur þessara fáu Armeníu- manna, sem sluppu úr blóðbaði Tyrkjanna. Seinni fregnir segja Tyrki á flótta vestur miðja Litlu-Asiu og stefna til Sivas, sem er næirni beint vestur af Erzerum, í miðju landi, viðlika langt frá sjó en einum 200 milum vestar. Er riddaralið Rússa, Kósakkarnir á eftir þeim, og ná af þeim mönnum sem þeir geta. Seinast þegar Rússar tóku Erzerum, runnu þeir á Tyrki með feldum byssustlngjum, og er þeim loks sló saman, urðu Tyrkir léttir fyrir; enda hafa Rússar oft þótt tröllum líkari en mönnum, þeg- ar langar raðir þeirra runnu þannig á óvini sína. Tyrkir segjast náttúrlega ætla að taka Erzerum aftur; en hvernig þeir geti gjört það, sér enginn. Þeir voru í kreppu áður og nú vofir hættan yfir Miklagarði úr öllum áttum. Frá Rússurn þarna, frá Frökkum og Bret- um við Salonichi, og frá Rúmenum, sem nú eru liklegri til að fara af stað en nokkru sinni áður. Það voru Síberíu drengirnir i liði Rússa, sem gjörðu seinasta áhlaup- ið á Erzerum, í 30 stiga frosti, að sagt er. Afleiðingin af þvi, að Rússar náðu Erzerum og öllu - héraðinu þar í kring er sú, að búist er við, að þeir nái sjóborginni Trebizond, nálægt 80 mílum norðvestur af Erzerum, við Svartahaf. Það er forn borg, het Trapezuntum á dögum hinna fornu Grikkja og Róniverja, og hefir ein- lægt verið aðalstöð Tyrkja norður við hafið. Er þá óliklegt, að Tyrkir geti veitt nokkra mótstöðu með Svartahafi fyrri en i Sinope, einum 200 mílum vestar. En liklega fara Rússar litlu harðara með ströndinni en uppi á meginlaiidinu og getur það tekið vikur eða mánuði. — f Persíu eru Rússar að síga suður frá Kermanshah og fara með fjöllunum og stefna — ekki á Bag- dad sem stendur, heldur i áttina til Breta-liðsins við Kut-el-Ainara, og fara þeir þá nokkuð austan við Bag- dad. Ekki vita menn með neinni vissu, hvort Bretar hafa lagt upp á- leiðis til Bagdad aftur eða ekki; en það er náttúrlega takmarkið og kom- ist þeir báðir þangað, ltússar og Bretar, mega Tyrkir fara að lesa bænir sinar. — Mánudagsblöðin segja hrakfar- ir Tyrkja ennþá meiri en sagt var fyrir helgina. Erzerum er þarna mið punkturinn í línu eða hergarði Tyrkja, nær 350 mílur á lengd. Þeg- ar því Erzerum var tekin, þá var hergarðurinn brotinn þarna, rétt eins og fljót eitt bryti stýflugarð og fossaði gegnum liliðið, en kastaði brotum og hnausum úr garðinum til beggja handa. Þannig brutu Rússar þarna garðinn Tyrkja og þeyttu 1 yrkjuxn til beggja handa. Sumir flúðu norður á leið til strandarinn- ar, þar sem Trebizond er; sumir flúðu vestur miðja Litlu-Asiu til Sivas, en linan eða hergarðurinn sunnan við Erzerum hélt suður til Diarbekr i Eufrats-dalnum og er nær 200 mílurn. En Rússar brokk- uðu á eftir og tóku borgina Mush, 83 mílur suðaustur af Erzerum, og Ah- lal, með áhlaupi báðar, eiginlega tóku þær á hlaupunum og héldu á- fram í sprettinum á eftir Tyrkjum til Diarbekr. Og er litMl efi á, að þang- að komi þeir von bráðar; en ]>á eru þeir ekki meira en væna dagleið frá Alessio á Norður-Sýrlandi og á Bag- dad veginum. Þenna dag, sem Rússar tóku Frz- erum var heil sveit (division) af Tyrkjum á leiðinni þangað, og var það nýr liðstyrkur Tyrkja (ein 30 þúsund). Þeir voru nærri komnir að borginni, og hafa að líkindum kom- ið að norðan frá Trebizond. En ekk- ert vissu þeir um það, sem var að gjörast í Erzerum, því að fréttasam- bönd voru öll eyðilögð. En þegar þessi liðstyrkur átti eftir nokkrar milur að borginni, tóku Rússar með áhlaupi kastalana á leið þeirra til borgarinnar; þau vigi nefndust Deve Boina Forts, og voru þeir þá komnir milli Tyrkja og borgarinnar. En riddaralið Rússa þeysti í þéttum en löngum fylkingum yfir leiðina, sein þeir höfðu komið að baki þeini, svo að Tyrkir voru þarna komnir miili steins og sleggju, og sleggjan á lofti, en grimmlegir þeir, er reiddu. Þeir sáu því sinn kost beztan, að gefast upp bardagalaust, mcð öllum vopn- um, fallbyssuin, farangri og matvæl- um. En áeftir Tyrkjum, sem flúðu vestur miðja Litlu-Asiu, sendu Rúss- ar mikið óþreytt lið og riddarasveit- ir margar, og eltu þeir flóttann með ákefð, og fara svo langt sem þeir komast og snúa svo norður yfir strandfjöllin, til þess að komast fyr- ir ]>á, sé’ “ ’:ð hafa norður og þar voru fyr etla sér að kvia þá alJa af, sem eru í Trebizond og á ströndinni. Jafnframt ])essu sækja Rússar vest ur eftir ströndinni til Trebizond, en hcrskipin fara jafnframt á sjónuni, og cr ekki óliklegt, að þarna verði sláturverk nokkur áður langt um liður, og muni menn heyra tíðindí þaðan bráðlega. — EinJægt versnar fyrir Tvrkj- um. Nónblöðin á mánudaginn segja, að hergarður Ilússa sé kominn einar 50 milur vestur fyrir Erzerum. En hvar sem Tyrkir fara um risa Jands- búar upp og kvista af þeim mcnn og hópa sem þeir geta. Ekki ein cin- asta herdeild eða sveit kemst klak- laust undan. Armeníumenn hyggja á hefndir. En 50,000 Armeniumenn, sem vig- færir voru og Tvrkir voru ekki bún- ir að slátra, hafa nú þegar gengið undir merki Nikulásar, og er þeim í hug að hefna morðanna feðra og mæðra og bræðra og systra á Tyrkj- um, og aJlra þeirra svivirðinga, sem þeir hafa orðið að þola. Þeir eru ó- deigir við Tyrkjann og framgjarnir vel. Óhugur í MiklagarðL En i Miktagarði er felmtur kom- inn yfir alla. Tyrkir höfðu ekkert heyrt frá Erzerum i 10 daga og eig- inlega 'hvergi úr Litlu-.Asiu. Það var þvi sem þruina riði úr lofti, Jægar þetta barst þeim til eyma. Það voru Grikkir, scm sögðu þeim fréttimar. l'ndir eins fóru að koma æsingar og upphlaup í borginni. Hinir tyrk- nesku hermenn afsegja að fara á móti Rússum i Litlu-Asíu og soildán Tyrkja hefir kallað hina lielztu af leiðtoguni Tyrkja á fund til þess að ræða um, hvað gjöra skuli. En Þjóðverjar Jieir, sem í Mikla- garði voru, fóru undir eins að búa sig til heimferðar, þegar þeir fréttu söguna um ófarirnar Tyrkjanna. Var þó sagt fyrir skömnni. að ti1 Miklagarðs væru koinnir nýlega 50 þúsund þýzkir herinenn, sem Þjóð- verjar . ætíuðu til fararinnar til Egyptalands, en nú er úti um það, sem margt annað. Rússar lenda miklu liíJi. -— Þá er sagt í seinustu fregnum, að Rússar séu að lenda miklu liði á norðurströndum Litlu-Asiu. Fregnin segir 70 mílum austur frá Trebi- zond; en það er miklu líklegra, að það sé 70 mílum vestur af Trebi- zond, til þess að varna liðinu i Tre- bizond og leifunum af Iiði Tyrkja að komast vestur. En 70 milur austur af Trebizond voru Rússar búnir að taka fyrir nokkru. Það er rétt við landamæri þeirra og Tyrkja þar á ströndinni. MIKIL HREYFING í BELGÍU. Frá Belgiu var sagt fyrir helgi, að langar lestir af hermönnum og skot- vopnum hefðu stöðugt gcngið frá Ðelgiu og suður á Frakkland, og er búist við, að Þýzkir ætli að gjöra þar kviðu einhverja. Þeir inega til að fara að gjöra árás. Hermennirnir i gröfunum eru að verða vonlausir um sigiir, og gefast upp eða strjúka, hyenær sem þeir fá færi á. FREGNIR FRÁ SALONICHI. Nú eru Bandamenn óðuiii að flytja til Salonichi leifarnar af Serbahern- um og Svartfellinga. og eitthvað af Albaniu inönnum. Illjóta það að vera aðrir hermenn en þeir, sem hörfað hafa undan Austurrikis- mönnum og Búlgörum i Albaniu og Essad Pasha er fyrir, þvi að fyrir nolekrum dögum voru þeir að taka vigstöðvar i Suður-Albaníu með Itöl- um, norðan og austan við A\dona.— Með þessum her ætla Bandamenn að snúast móti Þýzkum og Búlgörum og Tyrkjum, þegar Rúmenar eru til- búnir að ráðast á þá að norðan. DYLGJUR UM FLOTA ÞJÓÐVERJA. ö) 1 bliiðin eru nú að nýju full með það, að floti Þjóðverja sé farinn að búa sig út til þess að mæta Banda- mönnuin á hafinu. Fr nú mikið starfað hjá þeim bieði i Kiel og a Helgulandi, og skal nú til tina kænu hverja, sem flotið gctur, gamla og nýja neðansjávarbáta, og alt, setn í lofti getur flogið, hverju nafni sem nefnist, því að nu a mikið að gjöra: að sökkva öllum Bretaflota, __ og því fyrri, sem þeir koma út, þvi betra.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.