Heimskringla - 16.03.1916, Side 2
BLS. 2
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 16. MARZ 1916.
Um Ræktað Gras.
Þegar um það ©r að ræða, að sá
grasfræi, verða menn að athuga það
frá ýmsum hliðum, áður en menn
komast að niðurstöðu um, hverju
skuli sá. Jarðvegurinn er mjög
breytilegur á hinum ýmsu mismun-
andi stöðum, sem byggist á misinun-
andi landslagi, rekju og jarðefnum.
Það er þar afleiðandi ekki hægt að
ákveða með vissu, hvort ein grasteg-
und myndi vaxa og þroskast betur
en önnur i vissum jarðvegi. Skyn-
samlegasta aðferðin er því sú, að
leita sannleikans í þessu efni á þann
hátt að velja þær tegundir, sem
mestar líkur eru til, að múni þrifast
vel á vissu svæði, og sá hverri um
sig í litla, samhliða blétti. Það er
eini einhlýti vegurinn til að ganga
úr skugga um það, hver tegund
muni bezta og mesta uppskeru gefa.
Engi og bithagi.
Áformi maður að nota land til bit-
haga eða engis um að eins stutt tíma-
bil, þarf að velja þær grastegundir,
sem þroskast á skömmum tíma. Það
væri t. d. ópraktiskt að sá Kentucky
blue-grass, meadoiv fescue eða mea-
dotv foxtail í blett, sem ætti að hafa
undir grasi uin fárra ára tíina, sök-
um þess, að það tekur 3 ár fyrir
þessar tegundir að ná fullri þrosk-
un. Útsæði sumra tegunda er einnig
of dýrt til þess að rækta þær að eins
um stuttan tíina eins og t. d. alfalfu.
Aftur er ' red clover, alsike clover,
timothy, red top, orchard grass,
weslern rye grass og brome grass
heppilegt, þar sem grasið þarf að ná
fullum þroska og gefa mikla upp-
skeru stuttu eftir að því hefir verið
sáð. Þessar síðasttöldu tegundir gefa
góða uppskeru á næsta sumri eftir
sáning, og sumar sama sumarið.
Skepnum likar bezt timothy hey;
þá western rye, þá brome og svo
red top. Þegar grasið er notað til
beitar, líkar þeim bezt brome; svo
timothy, western rye og red top.
WESTEHN RYE GRASS (íolium
perenne), er betur fallið til að sá
því i engi heldur en haga. Samt sem
áður er því oft sáð með öðru í haga
og reynist þá vel. Það gefur. góða
uppskeru. Nauðsynlegt er að sl'i
það áður en það móðnar, annars
fölnar það og trénar á örstuttum
tíma.
Western rye er mjög víða ræktað
í Vesturfylkjunum og líkar það af-
bragðsvel til fóðurs. Það þrifst vel í
mismunandi jarðvegi og ruéktun
þess er tryggari á “alkali” landi,
heldur en nokkurrar annarar gras-
tegundar. Bezt þrífst það í rökum,
sendnum jarðvegi. Það þrífst ekki i
blautum jarðvegi, þar sem vatn sit-
ur á því fram á sumar; en aftur
þrífst það betur í þurkum og i þur-
um jarðvegi, heldur en timothy eða
red clover.
Rétti tíminn til að sá því í Mani-
toba er vanalega frá 15. mai til 15.
júní.
AWNLESS BROME GRASS (bro-
mus inermis) er eitt af þróftmestu
grastegundum, og stendur þar af
leiðandi vel, þótt ræktunar skilyrði
séu fremur andstæð, og sem stafa af
hita, kulda, þurkum eða illgresi.
Brome grasið er betur fallið til
beitar en annað gras, vegna þess að
það vex fyrri á vorin og helzt grænt
lengur fram eftir haustinu. Það
þrífst á mjög mismunandi jarðvegi
og þar á meðal á söltum jarðvegi
(alkali) betur en flestar aðrar teg-
undir. Varast skyldi, að sá þvi i
blautan og þéttan jarðveg, sökum
þess, að mjög ilt er að uppræta það
í þannig löguðum jarðvegi. Til þess
að uppræta það ætti að plægja 4
þuml. djúpt strax eftir slátt og
pressa niður strenginn. Plægja síð-
an dýpra að haustinu.
í sendnum eða lausum og nokkuð
þurrum jarðvegi er auðvelt að upp-
ræta brome-gresi. Það gefur mikla
uppskeru af góðu heyji, sem þó er
nokkuð erfitt að þurka. Fóðurgildi
þess er sama og timothy heys. Það
ætti að sá brome á tímabilinu frá 15.
maí til 15. júní.
TIMOTHY (phleum pratense) hef
ir fengið viðurkenningu fyrir að
vera bezta hey á markaðnum og selst
vanalega fyrir nofkkuð hærra verð
en annað hey. Sérstaklega er það
holt hey fyrir hross.
Timothy þrífst í mismunandi jarð
vegi, en þó bezt í rökum og leir-
blöndnum. þéttum jarðvcgi. í magra
og þurra mold ætti að sá því ásamt
einhverju öðru grasfræi. Það ætti að
sá til þess á sama tíma og western
rye.
..ENGLISH BLUE GRASS, öðru
nafni meadow fescue (festuca ela-
tior) hefir ekki verið mikið notað í
Vesturfylkjunum. Það er mjög vel
faUið til beitar og þrifst vel í rökum
og meðallagi þéttum jarðvegi. Það
er afbragð að sá þvi ásaint öðrum
tegundum til beitar.
KENTUCKY BLUE GRASS (poa
pratensis) og CANADIAN BLUE
GRASS (poa compressa) hafa ekki
reynst vel í Vesturlandinu; þeim
hættir við kali. Aftur er aítítt að
nota þessar tegundir ásamt öðrum
grastegundum í grasfleti umliverfis
heimili.
RED TOP (agrastis stolinifera) er
vel fallið til ræktunar á láglendi
og þrifst það í rakari jarðvegi en
flestar aðrar tegundir. Það jafnvel
deyr ekki út, þótt vatn standi á því
um tíma að vorinu, ennfremur þrífst
það betur í súrum jarðvegi, heldur
en aðrar grastegundir.
Sökum þess, að rcd top er ekki
mjög lystugt gras, ætti ekki að sá til
þess nema í blautlendi, sem annað
þrífst ekki vcl i. Svoleiðis jörð ætti
að plægja þegar hún er orðin nægi-
lega þurr til þess, sem er vanalega i
júlí eða ágúst, og plægja fjögra þml.
djúpt; gjöra síðan moldina fíha með
diska- eða gadda-herfi, og sá í hana
áður en hún þornar óf mikið. Bezt
reynist að sá þá ekki korni með fræ-
inu, en sá 10 pundum í ekruna.
Smáraættin.
Þótt gras sé ræktað á ökrum um
tíma, þá gjörir það ekki meira gott
að verkum, en að eyðileggja illgresi
og auka jurtaleifar í moldinni með
rótuni sínum; l>að bætir ekki magr-
an jarðveg með því að auka jurta-
fæðuna í moldinni. Plöntur af smára
ættum eru þær einu, sem draga
jurtafæðu i moldina og auka þannig
frjómagn hennar.
Á rótum smárans (clover) eru
hnúðar (nodules), scni rótarhnúðar
eru kaillaðir. GerLl-tegund ein er í
jörðunni, og getur hún unnið hold-
gjafann úr loftinu og safnað honum
i þessa rótarhnúða. Holdgjafi eða
köfnunarefni, sem gerlarnir safna
þannig í moldina, nemur frá 100 til
200 pund á hverri ekru, og jafngild-
ir það köfnunarefni, sem felst í 5 til
10 tons af mykju. Menn geta þvi skil-
ið, hversu gagnlegt það er, að sá
sniára eða alfalfa, einkanlega þegar
þess er gætt, að köfnunarefnið er
eitt af allra dýrmætustu frjó-efnum
i moldinni.
RED CLOVER (trifolium pra-
tense, 1.) er bezt að rækta í nokkuð
ríkum, mildum og þurrum jarðvegi.
Þessi tegund sniára gefur mesta
uppskeru af öllum smárategundum,
og má slá hana tvisvar á sumrinuv
En sá ókostur fylgir honum, að hann
endist ekki nema í tvö til þrjú ár.
Það er þvi vanalegt, að sá með hon-
um einhverju, sem endist lengur.
Vánalega er timothy sáð með smára
þessum, því það þroskast vel í sama
jarðvegi. Smára ætti að sá á sama
tíma og höfrum er sáð.
ALSIKE CLOVER (trifolium hy-
bridum, 1.) er betur fallinn til beit-
ar en red clover; ennfremur þrífst
hann betur á raklendi og í þéttum,
blautum jarðvegi.
ALFALFA (medicago sativa, 1.)
er afbragð, hvort heldur er til beit-
ar eða slægna. Það er kraftmeira
fóður en nokkurt gras, sem ræktað
er, og er afbragð til eldis fyrir allar
skepnur. Það dregur köfnunarefni
úr loftinu í jarðveginn, eins og smár-
inn; en sumstaðar er ekki geril-
tegundin í moldinni. Sé hún það
ekki, verður lítil uppskera, hvort
heldur er af smára eða alfalfa. Viss-
asti vegurinn er sá, að fá gerlana
að og setja þá i akurinn. Þénar sú
tegund þeirra hvoru um sig, smára
og alfalfa, og dugar að dreifa hundr-
að pundum af mold, sem tekin er úr
akri, þar sem þessar plöntur hafa
vaxið, á hverja ekru akursins, eða
annars kostar, að skrifa eftir rækt-
uðum gerlum til I.andbúnaðarskóla
fylkisins, ásamt upplýsingum um
notkun þeirra.
Það þarf að vera góð framræsla,
þar sem alfalfa er sáð, og má ekki
vatn sitja í moldinni ofar en 4—5
fet frá yfirborði. Annars þrífst al-
falfa vel í vanalegum jarðvegi. Því
ætti að sá í hreinan blett og moldin
ætti að vera fíngjörð. I Manitoba
hepnast langbezt Baltic og Grimm
tegundirnar.
Alfalfa ætti æfinlega að sá einu
saman, og sá því á þann hátt, að
blanda tveim pörtum af kurluðu
korni saman við fræið og sá nieð
vanalegri korn-sáðvél. Sáðvélin er
sett til að sá (4—% bush. af hveiti
i ekruna. Fyrsta sumarið ætti svo
að slá alfalfa ásamt illgresinu áður
en það (illgresið) verður mjög hátt
(5 til 6 þml.), og láta ljána liggja til
þess að fyrirbyggja uppgufun og
drepa iligresið. Nægilegt er að sá
10—12 pundum í ekruna. Frá 15.
maí til 15. júní er rétti tíminn til að
sá. Alfalfa má slá tvisvar í Manitoba,
Það verður að gefa því tækifæri til
að vaxa upp nokkuð hátt að haust-
inu, til þess að halda snjó á akrin-
um og þannig fyrirbyggja kal. Al-
falfa ætti ekki að beita fyrsta sum-
arið.
HvaíS miklu skal sá.
Það, hvað miklu skal sá í ekru
hverja, er að miklu leyti koinið
undir frjósemi jarðvegsins og rekju.
í sumum tilfellum má sá meira en í
öðrum. og blandi maður tegundun-
um, má æfinlega sá tiltöluleg..
meiru af hverri, þvi fleiri plöntur
geta vaxið á hverju ferfeti. Ástæðan
fyrir því er sú, að rætur sumra teg-
unda liggja neðar en annara, og ná
sér í næringu, sem hinar plönturnar
mundu ekki nota, hvort sem væri.
Vanalegt er, að sá, sem fylgir, þegar
einni tegund er sáð í stað: Brome,
14 pund í ekruna; timothy, 8 pund;
western rye, 12 pund og red top,
8—10 pund.
Það, hvort maður sáir korni með
grasfræi, er komið undir atvikum
og ásigkomulagi akursins. Eins og
gefur að skilja tekur kornið bæði til
sín næringu og vökvun frá gras-
plöntunum, sem eru litlar og veik-
bygðar. Hins vegar hlífir það þeim
fyrir sterkju sólarinnar. Sé jörðin
rik af jurtafæðu og sæmilega föst í
sér eða þétt, svo að hún haldi í sér
rekju til Jengdar, er óhætt að sá i
hana korni með grasfræinu. Vana-
Icga er sáð þriðjungi minna af korni
með þvi, heldur en þegar korni' er
sáð einu. Kornið ætti að slá svo
snemnia, að grasið sái ekki til sin
fyrsta sumarið; gjöri það það, þá
spillir það fyrir þroska þess á síðari
árum.
Af því, sem að framan er sagt,
geta men fengið hugmynd um, hvaða
tegundum þeir skuli sá í vissan
blett af landi. Yfirleitt er betra að
blanda tegundunum á slægjuland,
en þó sérstaklega á beitiland. Eftir-
fylgjandi eru töflur yfir blöndun á
grasfræi, sem hefir reynst vel í
Manitoba og hinum Vesturfylkjun-
um: —
Engi á vel þurrum akri —
Alfalfa, 8 pund.
Western Rye, 8 pund.
Engi á raklendari akri —
Red Clover, 6 pund.
Western Rye, 8 pund.
Timothy, 4 pund.
Engi eða haga á þéttum jarðvegi—
Timothy, 3 pund.
Western Rye, 4 pund.
Red Glover, 6 pund
Timothy, 5 pund.
Alsike Clover, 4 pund.
Red Clover, 3 pund.
Timothy, 7 pund.
Brome, 4 pund
Red Glover, 6 pund
Western Rye, 6 pund.
Timothy, 3 pund.
Red Clover, 6 pund.
Brome, 4 pund.
Timothy, 2 pund.
Meadow Fescue, 2 pd.
Western Rye, 5 pund.
Kentucky Blue, 3 pd.
Alsike Clover, 2 pund.
Til beitar á hálendi —
Brome, 8 pund.
Western Rye, 4 pund.
Alfalfa, 4 pund.
English Blue Grass, 8 pd.
Red Clover, 6 pund.
Timothy, 4 pund.
1 uppþurkuð flóalönd myndi vera
einna heppilegast, að sá Brome
Grass, Western Ilye Grass eða Red
Top, og ætti að hafa eftir því meira
af Red Top, eftir því sem blautlend-
ara er.
Western Rye má sumstaðar fá
með mjög sanngjörnu verði, svo
mikið er ræktað af því i Vesturland-
inu. Til dæmis má nú fá um 14 tons
af þvi hjá Mr. Alex Murray, Jr., og
Mr. Joseph Murray, Graysville, Man.,
fyrir 8 cents pundið, og er það góð
tegund, sem þeir hafa.
Eg verð að játa, að þetta er að
eins ágrip af þvi, som eg hefði vilj-
að skrifa, ef tími og rúm í blaðinu
hefði leyft; en svo er bændum vel-
komið, að spyrja um sitthvað í sam-
bandi við þetta, sem eg hefi ekki
skýrt nægilega, eða slept úr, og skal
því svarað siðar.
II. F. D.
Tímabærar bend-
ingar.
---•--
Bændur ættu aS skrifa til Ex-
perimental Farm, Ottwa, eftir
bæklingnum “Seasonable Hints”.
Þetta rit fjallar um búnatSar starf-
semi fyrir vor-mánuðina (marz,
apríl, maí og júní). Hér eru aSal-
atriSin:
1. “ArSsöm framleiSsla”, eftir
J. H. Grisdale, yfirmann.
2. “AS kaupa fóSurbætir”, eftir
F. T.Shutt, efnafræSing.
3. “KvikfénaSur (hestar, mjólk-
urkýr, sláturgripir, kindur og
svín), eftir E. S. Archibald,
sérfræSing í kvikfjárrækt.
4. “FóSur plöntur” (Forage
Plants), eftir M. O. Malté, sér-
fræSing.
5. “Akuryrkja og komrækt”.
6. “Plöntu sjúkdómar”, eftir H.
T. Gussow, sérfræSing í grasa-
fræSi.
7. “GarSrækt, aldinarækt” o. s.
frv., eftir W. T. Macoun, sér-
fræSing í Horticulture.
8. “Bíflugur”, eftir F. W. L. Sla-
den, bíflugna sérfræSing.
9. “Hænsnarækt”, eftir F. C. El-
ford, sérfræSing.
ÞaS kostar ekki svo mikiS sem
frímerki, aS eignast þetta rit. —
SkrifiS til Central Experimental
Farm, Ottawa, og setjiS: ‘‘O.H.M.
S.” á horniS á umslaginu, í staS
frímerkis.
Næsta eintak verSur gefiS út í
júlí, og ræSir þaS um starfsemi
bænda yfir júlí, ágúst, september
og október.
—B.—
Skólastjórar og
barnakennarar.
•------
Lesið greinarnar, sem era að
birtast í “Æskulýðsdálkinum”. —
Greinin (“Skólagarðar”) er íhugun-
arverð. Hvað viljið þér vinna i þarf-
ir unglinganna, sem þér hafið undir
hendi? Ekkert barn verður góður
borgari með því að eins að Jæra að
lesa, skrifa og reikna. Þau þurfa
iíka að læra að hugsa og starfa. Hér
er að opnast nýr farvegur,, til full-
komnari þroska fyrir yngri kyn-
slóðina.
—B.—
Æskulýðurinn.
— ^
Skólagarðar.
(School Gardens).
--•--—
Hér fylgir dálitil skýrsla, sem sýn-
ir. hversu iniki) framför hefir átt
sér stað víðsvegar í Canada. Nú við-
urkenna alJir, að “school-gardening”
I sé einhver hcppilegasta aðferðin til
] að þroska skilning og fegurðar-
smekk barna og unglinga. Jafnframt
læra þau að vinna og njóta siðar á-
1 nægjunnar, sem góð uppskera vek-
ur ætíð hjá ráðvöndum starfsmanni.
Þau læra einnig að sameina krafta
sína og vinna í sameiningu að þvi
að ná vissu takmarki. Og skólalær-
dómurinn sjálfur verður auðveld-
ari, börnin verða áhugameiri og
kappsamari, þegar þeim veitist tæki-
færi til að neina á skólaárum þær
námsgreinar, sem grípa inn í dag-
lega starfsemi þeirra utau skólans.
Þessi skýrsla er stutt ágrip af
þeim, sem hvert fylki hefir gefið, á
síðastliðnu ári. Stjórnin í hverju
fylki launar að minsta kosti einn
mann, til þess að sjá um og yfirlíta
skólagarðana. 1 Nova Scotia gefur
hún hverjum þeim kennara auka-
laun, sem kann að stjórna garðrækl
í sambandi við skólana. í sannleika
ætti enginn karl eða kona að fa
kennaraleyfi nokkursstaðar i Can
ada (utan stórbæjanna), sem ekki
hefir lært undirstöðuatriði akur-
yrkju og garðræktar.
Skýrsla Manitoba 1915.
Alt af aukast áhugi og starfseini,
bæði hjá kennurum, skólastjórum
og börnum. Nærri því hver cinasti
nýr skóli, sem byggður er, hefir um-
girt leiksvið. Á Jeiksviðinu er vana-
lega plægt, og skrauttré, skýlisbúsk-
ar, garðávextir og blóm sett þar nið-
ur. Margir gömlu skólarnir eru líka
farnir að taka sig til. Langinesta
framför er að finna í sameinuðu
skólunum (ConsoJidated Schools).
Skólastjórnirnar eru nú farnar að
sjá það, að æskiiegt er að liafa skól-
ana og skólavellina (playgrounds)
eins vel prýdd og mögulegt er.
Slæm veðrátta. — Þó að frostið i
fyrra sumar skemdi allmikið, og þó
að flestir skólar hafi fri yfir júlí og
ágúst, þá voru þó skólagarðárnir
fult eins góðir og heimagarðarnir í
hverju héraði fyrir sig. Plestir
kennarar eru nú hættir að “leika
sér að garðrækt”, og stunda með al-
úð þessa grein, sem héfir svo mikið
mentalegt gildi, og sem flytur heimil-
ið og skólana svo mikið nær hvort
öðru.
Skift niður eftir aldri. — Garð-
yrkjan eins og bókalærdómurinn,
skiftist e&lilega i deildir (grades).
Barnið byrjar á einföldum atriðum,
og Jærir þau til hlýtar. Svo bætir
það við sig ár frá ári, unz það hefir
lært meðhöndlun á mismunandi
garðávöxtum, trjám og blómum. Eft-
irfylgjandi skrá sýnir nokkurnveg-
inn, hvernig deildaskipunin er: —
I. Deild (Grade 1 til Grade 3).
Garðávextir. Blóm:
Radish. Nasturtium.
Beans. Poppy.
Peas. Candytuft.
Beets (á eftir radish).
Turnips. II. Deild (Grades 4, 5 og 6).
Garöávextir. Blóm.
Onions. Marigold.
Carrots. Calliopsis.
Parsnips. Eschscholtzia.
Potatoes. Mignonette.
Corn. Perennial blóm.
Hveiti. Korntegundir. Hafrar. Bygg.
Hver nemandi ætti að rækta tvær
eða þrjár tegundir af hverju, og læra
að gjöra það vel.
ur fer á hverri viku, upprætir ill-
grcsi, og gjiirir hvað annað, sem þarf
til þess, að plönturnar dafni. Það
sannaist þar, að margar hendur
vinna létt verk, því hvert barn þarf
kanske ekki að fara neina einu
sinni, ef hóparnir eru nógu margir.
Stundum lítur skólapössunarmaður-
inn (caretaker) eftir görðuntun, og
stundum borgar skólastjórnin di-
litla uphæð þeim, sem vinna starfið.
Stjómmál og garðrækt.
Stundum er garðurinn kallaður
“fylki” og hver reitur er kallaður
“kjördæmi”. I hverju kjördæmi eru
svo sveitir og aðrar smærri skift-
ingar. Eigendur reitanna eru svo
þingmenn, oddvitar, sveitarstjórnir,
illgresis eftirlitsmenn, vegagjörðar-
menn o. fl. Svo er byrjað að stjórna
— og alt gengur eins og i sðgu.
Börnin læra þarna að stjórna sér
sjálf; læra að hugsa og venjast við
fundarsköp, og op.nbera starfsemi,
strax á unga aldri. — Þau verða
meiri og betri borgarar fyrir
bragðið.
Uppskeran.
Garðávextina má nota fyrir mið-
dagsverðinn á skólanum. 1 þorpum
og bæjum setja börnin upp markað,
og selja vörur sinar. Peningunum
er varið til að bæta skólann, og
kaupa ýms nauðsynleg áhöld; eða
þeim er varið i þarfir “Patriotic
Fund” eða “Red Cross”.
# * #
Næst kernur skýrslan frá Saskat-
chewan og þar næst frá Alberta. —
Skólabörnin ættu að lesa þes»ar
skýrslur vandlega, og færa sér þær
i nyt.
—B.—
Til Stórtemplars.
I Lögbergi 2. marz er kvæði eftir
Sig. Júl. Jóhannesson með fyrir-
sögninni: “Ekkjan og drengurínn
hennar”. Ein visan er sem fylgir:
“Ilann freistaðist, féll um siðir.
fhin fékk það í Jólagjöf,
að hagræða liðnu liki.
Hann liggur í kaldri gröf, —
hann liggur i kaldri gröf”.
Var höfundurinii, ritstjóri láig-
bergs, að hugsa um ekkjuna og
barnið hennar, þegar hann var að
hjálpa til að verpa Jólablaði Lög-
bergs með brennivínsaugtýsing-
unni stóru, sem kaupendur Lög-
bergs fcngu í Jólagjöf?
Var höfundurinn, ritstjórinn og
stórtemplarinn, sem er einn og sami
maðurinn, að hugsa um ckkjuna og
barnið hennar, þegar hann var að
hjálpa til þess að koma út og senda
til ikaupenda Lögbergs, brennivins-
bæklingnum, sem Liigberg hefir ver-
ið að gefa út og senda út nú í sið-
astliðna viku?
III. Deild (Grades 7, 8 og 9 .
Garðávextir. Korntegundir.
Cucumber.
Cabbage.
Tomatoes.
Corn (mismun-
andi tegundir).
Potatoes (mismun-
andi ræktunar að-
ferðir).
Blóm.
Hveiti.
Hafrar.
Bygg
Grastegundir.
Alfalfa.
Timothy.
Rye Grass.
Millet.
Clovers.
Sweet Peas.
Morning Glory
Gaillardia.
Aslers.
Stocks.
Húsblóm.
Bulbs.
Perennial blóm.
Tré og Búskar
Maple.
Ash.
EJm.
Lilac.
Honeysuckle.
Caragana.
Snowball.
í sambandi við ræktun garðá-
vaxta og korntegunda ætti að gjöra
tilraunir og halda nákvæmlegar
skýrslur. Mismunandi tegundir ætti
að rækta til samanburðar. Hver nem
andi ætti að í^ækta að eins fáar teg-
undir, því hver lærir af því að sjá
tilraunir, sem sá næsti gjörir.
Mentamáladcildin hjálpar.
Deildin gefur fræ, nýgræðinga og
rætur, og einnig ýms áhöld til skól-
anna. 1 fyrra gaf hún fylkisskólun-
um sem hér segir:
Germinations Testers, 960.
Egg Testers, 250.
Hveiti, hafra, bygg og maís, 7,500
smápakka.
Kartöflur (3 tegundir) 1,800
böggla.
Álfalfa (í smáskömtum), 2 bush.
Tré og runna, 4,950 plöntur.
Rætur af Perenniai blómuni, 600.
Bulbs, 7,000.
Einnig fræ af garðávöxtum og
blómum, 8,000 pakka (á heildsölu-
verði).
Pössun á görðunum.
Stærstu vandræðin eru vanalega
þau, að fá garðana vel hirta yfir
skólafríið. Ef ekki er litið eftir þeim
þá fyllast þeir af illgresi, eða skepn-
ur eyðileggja þá. En vanalega má
bæta úr þessu Iif kennarinn er fjar-
verandi, þá iná skifta börnunum i
smáhópa, og takast þau á hendur að
passa garðar.a, þannig, að einn hv/p-
Eru allar þessar auglýsingar og
bæklingar brennivínsmanna, sem
Lögberg er að prenta nú upp á »íð-
kastið, og gefa út, sendar til fólks-
ins með því augnamiði, að fjölga
ekkjum og munaðarlausum börnum?
Eða álítur ritstjörinn, að Lögberg
sé svo illa kynt orðið hjá fólki, sið-
an hann varð aftur ritstjóri þess, að
það hjálpi einu málefni, að Lögberg
vinni á móti þvi?
Gaman væri, að ritstjórinn og
stórtemplarinn skýrði þetta fyrir
fólki, þó ótrúlegt sé, að honum sé
trúað framar.
Goodtcmplari.
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um
heimilisréttarlönd í Canada
og Norðvesturlandinu.
Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aí
já etSur karlmaöur eldri en 18 ára, get-
ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úr
section af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi eröur sjálfur aö koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und-
irskrifstofu hennar í því héraöi. i um-
botfi annars má taka land á öllum
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki
á undlr skrifstofum) meö vissum skil-
yröum.
SKYL.IMJR:—Sex mánaöa ábúö og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa me? vissum
skllyröum innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru-
hús veröur aö bygrgja, aö undanteknu
þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægrtí-
ar innan 9 mílna fjarlægÖ á ööru landi.
eins o& fyr er frá greint.
í vissum héruöum getur góöur og
efnilegur landnemi fengiö forkaups-
rétt, á fjóröungi sectionar meöfram
landi sínu. VerÖ $3.00 fyrir ekru hverja
SKYLiDUR:—Sex mánaía ábúö á
hverju hinna næstu þriggja ára eftir
að hann hefir unniö sér inn eignar-
bréf fyrir heimilisréttarlandl sínu, og
auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengiö um leiö og hann tekur
heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum
skilyröum.
Landnemi sem eytt hefur heimilis-
rétti sínum, getur fengriö heimilisrétt-
arland keypt í vissum héruöum. Ver®
$3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDURs--
VerÖur aö sitja á landinu 6 mánuöi af
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og: reisa hús á landinu, sem «r
$300.00 viröi.
Bera má niöur ekrutal, er ræktast
skal, sé landiö óslétt, skóg;i vaxitS etia
grýtt. Búpening má hafa á landfnu 1
staö ræktunar undir vissum skilyró*'11-
AV. W. CORY,
Deputy Minister of the Interior-
Blöö, sem flytja þessa auglýslngu
leyfislaust fá enga borgua fyrir.