Heimskringla - 16.03.1916, Side 3

Heimskringla - 16.03.1916, Side 3
WINNIPEG, 16. MARZ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 8. BLUE R/BBON KAFFl OG BAK/NG PQWDER Hinar hreinu ófölsuðu vörur Blue Ribbon eru fyrirmynd að gæðum og hreinleik.—Það er ekkert annað til sem er “nærri eins gott” eins og það sem best er. Blue Ribbon kaffi og Baking Powd- er er selt eins og allar aðrar B!ue Ribbon vörur með ábyrgð á því að þær gjöri þig ánægða. RÚSSLAND. Partur úr ræSu, sem Dr. J. W. Rob- ertson, frú Ottawa, hélt fyrir Manitoba Ttrustees Association. Eg ætla að eyða nokkrum mínút- um til þess, að segja yður frá Rúss- landi, — þessu óttalega landi(?). Já, það hafa hinar og aðrar skelf- ingar komið fyrir á Rússlandi! Til dæmis það, að hefðir þú verið i St. Pétursborg fyrir tveimur árum síð- an og litið í blöðin, hefðir þú séð simskeyti frá Toronto, sem sagði, að einn Canada borgari, kallaður Mas- sey hafði verið skotinn á sínum eig- in dyraþrepskildi, af sinni eigin vinnukona, og að nú væri verið að rannsaka málið; og það eru miklar líkur til, að þú hefðir ekki séð nein- ar aðrar fréttir frá Toronto í St. Pétursborgar biöðunum í margar vikur. En þetta tilfelli sýnir ekki virkilegu siðferðishliðina á Toronto, og svo er um margar af sögunuin frá Rússlandi, að þær sýna als ekki rússnesku þjóðina í sínu rétta ljósi. Tolstoi sagði: “Rússland er ekki fylki; það er heil veröld. Þar er inargt af góðu og margt af illu” Eg hefi ekki tima til að tala neitt ítarlega um sjálfstjórn bæja, hreppa og sveita á Rússlandi; cn eg get sagt yður það, að sjálfstjórn er þar i talsvert stórum stýl. Bæjarráðs- menn eru þar kosnir af fólkinu sjálfu. Höfuð hverrar fjölskyldu fær ellefu ekrur af landi, og á hverjum tólf árum fer fram jafnaðarskifting. Þetta gjörðu gömlu stjórnendurnir undir gömlu kyrkjustjórninni. Fólk- ið kýs sína eigin sveitarráðs (eða County) embættismenn, — kringum 40 embættismenn fyrir hvert Coun- ty, og hafa þessir embættismenm fund á hverjuin máuuði. Einn lækn- ir er í þessari sveitarstjórn, og hafa rússneskir læknar það orð á sér, að vera hinir bezt mentuðu læknar i heiniinum. Einnig er þar flokkur embættis- manna, sem að mestu er kosinn al County embættismönnunum, og hef- ir sá flokkur líkan starfa á hendi og fylkisþingmenn til dæmis í Mani- toba, og á Rússlandi eru 78 þess háttar fylki og 23 “territories”. Það er sagt, að aðalsfólkið ráði mestu i landinu. En hverjir eru aðallinn? Rússland á ekki til pólitiskan aðal, eins og England með sitt “House of Lords”, sem er að eins lítill flokkur, 700 að tölu; en á Uússlandi telur að- allinn 600,000 manns. Hver rúss- neskur borgari getur, með mentun og þekkingu, komist i allar tröppur mannfelagsstigans rússneska, nema tvær þær efstu. Hvert það bygðar- lag, sem skuldbindur sig til að koma upp alþýðuskóla innan þriggja -ra, sem rúmi að minsta kosti fimtíu börn, fær árlega $200.00 frá stjórn- inni, og áður en striðið byrjaði leit úr fyrir, að árið 1920 yrði búið ð byggja nóga skóla fyrir öll börn i landinu. I Síberiu er hér um bil 23 prósent af fólkinu lesandi og skrifandi, og í Balttc héruðunum hérumbil 80 pró- sent. Það er með inentunina á Rúss- landi eins og margt annað, að það er ýmist i ökla eða eyru. 1 sumum pörtum landsins er fólk mentunar- lega mjög á eftir; en aftur i öðrum pörtihn er mentun og menning á eins háu stigi eins og nokkur^staðar annarsstaðar i heiminum. Eg skal taka til dæmis, að árið 1893 sendu bæjaskólar á Rússlandi “Manual Training Work” á veraldarsýning- una i Chicago, og bar það af öilum öðrum, sem þar voru. Þetta var 7 ár- um áður en “Manual Training” var viðtekin í Winnipeg. Rússland hafði mörg þúsund skólagarða (School gardens) áður en sú hreyfing byrj- aði i Canada. Árið 1900, sex árum áður en Rússland fékk alþing eða þingbundna stjórn, lagði rikið fram fé, er nam $5,300,000 til “elemen- tary” skóla. Fjárframlög til þessara skóla eru: Frá rikinu 20 prósent; frá fylkjunum 23 prósent; frá hér- uðunum og bæjunum 33V2 prósent, og 11% prósent frá prívat persón- um. Árið 1910 voru lög samin á þinginu (duma), sem viðtóku skóla og barnamentun yflr alt hið við- lenda Rússaveldi, og skyldi það verk gjörast innan tiu ára. Og það sama ár lagði þingið fram $35,000,000 til alþýðuskólanna. Árið 1906, sein var annað alþingisár Rússa, lagði ríkið fram $40,000,000 til mentamála landsins, og árið 1912 ilagði ríkið frain til mentainála $85,000,000. Sem sýnishorn af rússneskri alþýðu- mentun má geta þess, að biflugna- rækt er kend við 1000 skóla; silki- ormarækt við 300, og hinar aðrar iðnaðargreinar við 900 skóla, sem sýnir, að þjóðin veiþ hve mjög áríð- andi Iandbúnaðurinn er. Ilærri mcntun fyrir sérkennileg störf (professions) hefir verið þar í fjölda mörg ár. Þar eru tiu stórir háskólar (Universities); það stærsta er í Moscow, og á þvi eru tiu þúsund stúdentar eða lærisveinar. Rikið leggur fram mikið fé til bænda, sem flytja vilja til Síberíu, og til umbóta í búnaði. Árið 1906 nam sú upphæð $20,000,000, og 1912 var tillagið um $59,000,000. Tillag ríkislns.til land- búnaðar og mentamála var 1912 níu prósent af öllum útgjöldum rík- isins. Árið 1913 var áætlaður út- gjaldaliður ríkisins hjá alþingi ein billíón sex hundruð og fjórar milí- ónir dollara, og er það stór upphæð; af þessari upphæð fór til mentamála og akuryrkju eitt hundrað fjörutíu og þrjár milíónir dollara. Á Rússlandi eru 31,000 sambýlis- félög (co-operative societies, sem hafa 12 milíónir meðlima. karlmenn. Þar eru 2,700 sameignar rjóma- og smjörgjörðarhús,' sem bændur ráða yfir, sem gjöra það að verkum, að fólkið fær nauðsynjar sínar með mjög sanngjörnu verði. Þar eru 14,000 sameignar lánsfélög (Mutual Credit Associations). , Svo á þessu sjáið þér, að Rússar eru ekki allir óinentaður skrill. Nei, rússneska þjóðin er fúll af frelsis- þrá, föðurlandsást og göfugum hug- myndum. Þér inunið sjálfsagt eftir, að rúss- neska brennivínið (vodka) var í byrjun þesa mikla stríðs gjört land- ra*kt ineð keisaralegri skipun; auð- vitað var það einræðis valdboð; en það átti við vilja fólksins og afmáði þá miklu hættu óreglu og drykkju- skapar, sem var að eyðileggja þjóð- ina, og árangurinn af þessu vald- boði hefir orðið stórkostlega bless- unarrikur. Og fólkið sér það nú, som sýnir sig í því, að í einu héraði var þessi spurning borin undir atkvæði fólbsins: “Viljið þér hafa vínbann frarovegis?” Þá sýndi atkvæða- greiðslan 84 “já” af hundraði. Og við hinni spurningunni: “Hafið þið reynt nokkuð annað í stað vinsins eða áfengisins?” var svarið 86 pró- sent “nei”. Og i þessum vínbanns- untbótum er rússneska þjóðin á und- an öllum öðrum þjóðum (nema litla fslandi, segir þýðarinn). 1 karaktér rússnesku þjóðarinnar ber mest á almennri skynsemi (com- mon sense), góðseini, hæglæti, still- ingu, óbilandi hugrekki og djúpri trúarbragða tilfinningu. Eg ætla nú að segja yður frá einu atriði, sem sýnir betur en nokkuð annað lyndiseinkunnir og karaktér þjóðarinnar, eða kanske væri rétt- ara að segja hið andlega eðli hennar. En svona tilfelli eins og þetta, sem eg ætla nú að minnast á, dregur innra mann þjóðarinnar fram í dags ljósið, en sem að öðru leyti er alla- jafna ósýnilegur umheiminum. Þér munið óefað eftir hinu voða- lega slysi, þegar Titanic sökk, hið stærsta og voldugasta skip, sem þjóð vor, Englendingar, hafa búið tit. Skipið var alt í einu: hafði öll upp- hugsanleg þægindi, stáss og dýrð, sem mannlcg þekking og hyggjuvit hafði gctað hnoðað þar saman, á- samt sterklcika og öryggi gegn öll- um þektum og óþektum hættuin á hafinu, — cn sem einn ofurlítill is- jaki rak fingur sinn í gegnum og reif af því stálhúðina frá stafni aftur að miðju, og skildi rifin ber eftir. En fólkið á dekkinu sagði: “Hún getur ekki sokkið!” og var þvi rólegt fyrst um sinn. En svo fór, að hún Titanic, þessi fljótandi borg, sökk, og með henni hundruð kvenna, barna og karlmanna, og þegar hún var að sökkva var það, sem hinn sanni ensk-amerikanski manndómur, karl- menska, hugrekki, drengskapur og sjálfsafneitun komu í ljós; þvi þar voru menn svo auðugir, að þeir hefðu getað keypt hið mikla skip og átt þó nóg eftir, en engum þeirra kom til hugar, að reyna að taka pláss frá konu eða barni i skipsbát- unum, — nei, heldur hjálpuðu þeir konum og börnum í bátana eins lengi og mögulegt var, stóðu svo ró- legir eftir og biðu hins óumflýjan- lega, með karlmannlegu hátignar- brosi á vörum. Það var enginn Rússi í þessari voða-slysför, og því druknaði eng- inn Rússi þar. En þrátt fyrir það lét rússneska stjórnin það boð út ganga, stuttu eftir slysið, að halda skyldi stóra kyrkjulega minningarhátíð, til hluttekningar með þeim, er syrgðu vini og vandamenn, er farist höfðu á Titanic. Svo var tekin til þessarar samhygðar-messu veglegasta kyrkj- an í St. Pétursborg, og var hún troð- full af fólki, og völlurinn i kringum kyrkjuna var troðfullur, ásaint nær- liggjandi strætum. Þarna stóðu um 70,000 manns, berhöfðaðir, lútandi höfði i auðmýkt, lotning og með- aumkun, á köldum vordegi, þar til hinn síðasti klukknahljómur til- kynti, að athöfn þessi var á enda. Það voru tveir gestir við þessa messu, enski sendiherraun og Banda ríkja sendiherrann og þeirra lið, sem fulltrúar hvor fyrir sína þjóð, hverjar tvær þjóðir að voru þær, er mestan mannskaða höfðu hlotið við Titanic slysið. Þetta sýnir rússneska andann. Það voru engar blaða aug- lýsingar um þetta á Rússlandi; en Bandarikja sendiherrann sagði mér þessa sögu sjálfur, — ekki af því, að þetta væri neitt óvanalegt, heldur talaði hann um þenna atburð eins og maður, sem þekkir rússnesku þjóðina og tilfinningar hennar. Og eg er viss um, að þér munið! einnig eftir, að Lusitaníu var sökt, skipi sem var vopnlaust farþega- skip, með hundruð af farþegunmn innanborðs. — Þýzki kafbáturinn sendi Lusitaníu tvær sprengivélar (torpedoes) til þess að vera viss um, að engin varnarlaus manneskja, barn eða kona, kæmust lifs af. Svo litum vér yfir i hina höfuðborgina, Berlin, höfuðborg Þýzkalands og þýzku menningarinnar. Og hvað sjá- um vér þar, þegar það fréttist, að Lusitanía var sokkin og fleiri hundr uð mann höfðu mist þar lífið, ekki af tilviljun eða árás óhjákvæmi- legra náttúruafla, — nei, heldur af þrælinensku siðspiltra manna, í um- boði hins eina kyrkjulega djöfuls, sem eftir er lifandi nú — keisara Þýzkalands? Við þessa fregn gladd- ist hin inikla þýzka inenningar- þjóð(?) svo mikið, að skólabörnin fengu hálfan dag frían og allar skóla og kyrkna klukkur hringdu fagnað- arhljóm, er kalla skyldi alla Berlin- ar bjia saman, til að samfagna hin- um hálúterska keisara, Vilhjálmi blóð, yfir þeim mikla og gleðilega árangri, sem boðskapur hans hafði haft í för með sér. Hvora þjóðina vilduð þér heldur hafa að vin, þá rússnesku eða hina þýzku? Þökkum guði fyrir, að við höfum i okkar bandalagi þjóðir, sem standa Þýzkurum eins mikið ofar að drenglyndi, dygðum og sið- menning, eins og sólin er ofar tungl- inu! Tíminn leyfir mér ekki, aö segja neitt um ítali og Japana; en þær þjóðir eiga þó sannarlega skilið, að á þær sé minst, — þær eru með okk- ur í þessu stríði af hug og hjarta, hernaðarlega og peningalega. Frelsi og framþróun í gegnum sjálfstjórn er það ,sem vér viljum hafa, og við erum alveg vissir um sigur. Borgin Trebizond. Trebizond, borgin Tyrkja við Svartahafið, eitthvað um 100 milur norðvestur af Erzerum, er ineð hin- um elztu borgum heimsins, að minsta kosti eru fáar borgir eldri í Evrópu. Hún var gömul, þegar Grikkir börðust um TrcSjuborg, eitthvað 1200 árum fyrir Krist. Þá var Trebizond orðlögð sjóborg og verzlunarborg. Hún var höfuðborg Mithridatesar, hins mikla konungs i Pontus. Var Pontus ein af nýlendum Forngrikkja og hin seinasta gríska nýlenda að lúta veldi Rómverja, um 70 árum j fyrir Krist, jiegar Pompeius tók hana. Hadrian keisari Rómverja hafði j svo mikla ást á Trebizond, að hann veitti borginni mörg einkaréttindi og víggirti hana svó, að hún þótti ó- vinnandi í nokkrar aldir á eftir. Hann lét og gjöra þar höfn mikla, en nú hefir hún verið svo vanrækt af Tyrkjum i margar aldir, að hún er talin lítt notandi. Enda eru skip- in stærri nú en þá . í Trebizond er loftslag ákaflega gott og skemtilegt og landslagið fag- urt, þar sem borgin stendur. Og þeg- ar keisarar Rómverja sátu þar öðru hvoru og hlyntu að henni, þá varð hún stór og auðug borg, og orðlögð um alla Vestur-Asiu. En frægð henn- ar og auður varð henni að falli, því að þetta hvorttveggja kom Gautum til þess að ráðast á hana og taka hana herskíldi á 3. öld eftir Krist. Þeir komu þangað óvörum og tóku borgina og rændu og fluttu þaðan ógrynni fjár. Þetta var um miðja þriðju öldina. En bráðlega fór borg- in-að ná sér aftur undir byzantisku keisurunum, og snemma á þrettándu öldinni var hún að mestu búin að ná sér og var talin höfuðborg í rík- inu, sepi kent var við hana. Þar var Alexíus keisari Commenus, er flýja varð frá Miklagarði; en stofnaöi þarna ríki, er náði meðfram öllu Svartahafi að austan og sunnan. Prinsessurnar í Trebizond. Coinmenus þessi átti rnargar dæt- ur, og voru allar forkunnar fríðar, og breiddist út orðrómur þeirra um heim allan. Leituðu synir konunga og höfðingja þangað úr öllum næstu rikjum, og fengu þeirra fyrir cigin- konur, og fyrir mægðir þessar gat Commenus haldið sér á stóli, þrátt fyrir öfund og fjandskap nágranna hans. Segja ættfróðir menn, að tæp- lega sé nokkur sú konungsætt í Ev- rópu, að fráskildum konunguin Serba og Svartfellinga, að ekki se hún blönduð blóði prinsessanna fögru frá Trebizond. Á miðri fimt- ándu öld náðu Tyrkir borginni og rikinu undir Mahómet II. og hafa haldið henni síðan. I)avíð hét sein- asti konungurinn og var cimenni, og gafst upp fyrir Tyrkjum, er hjuggu hann til bana með sex sonum hans. Einn þeirra slapp og komst til Cor«- iku, og kvæntist Junot marskálkur Frakka konu af hans ætt 400 árum seinna. Tyrkir hafa haldið Trebizond síðan 1462. Borgin liggur á mjórri landræmu undir fjöllunum á norður strönd Litlu-Asíu. Þessi landræma cr fyrirtaks frjósöm. En litið er þar landinu gjört til bóta. Eru þar sagð- ir málmar nógir, en ekkert er unnið af þeim. Landmegin eru fjöllin liá og ófær, nema um eitt skarð. Og þar ætla menn að Xenóphon hafi koinið um með Grikki sina, er þeir komu á flóttanum úr Persiu og hann ritaði um hið fræga rit sitt “Austurförin” (Anabazis). Um skarð þetta er nú nokkuð góður vegur og liggur suð- austur til Erzerum. Þá leið hafa Rússar nú komið frá Erzerum og eru komnir á hæðirnar ofan við borg- ina Trebizond, en annar her Rússa er kominn rétt að borgarhliðununi að austan með sjóhum og herskip Rússa eru farin að skjóta á borgina og verður þar líklega lítið til varnar. Þökk fyrir greinarnar. Herra ritstjóri Hkr. Fyrst Heimskringla er svona trygglynd, að koma til mín, eftir að eg neitaði að kaupa blaðið, þá bið eg þig að taka i blaðið ofurlitla þakklætisgrein til tveggja heiðurs- manna. Eg var svo hrifinn af rit- Members of the Commercial Educators’ Association Stærsti vérzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir hókliald. hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. . Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið. komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis vcrðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automobile, Gas Tractor IT5n I bezta Gas-véla skóla í Canada. ÞaÓ tekur ekki nema fáar vikur aó lœra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent ab höndla og gjöra vió, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Stationary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrifstofa hjálpar þér aÖ fá atvinnu fyrir frá $60 til $125 á mánutSi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer et5a mechanic. KomitS eba skrif- iti eftir ókeypis Catalogue. Hinn nýji Gas Engine Skúli vor er nú tekinn til starfa í Regina. Hemphills Motor Schooi 043 llnin St. Winnlpeic Að læra rakara iðn Gott kaup bórgats yfir allan ken- slu tímann. Áhöld ókeypis-, at5- eins fáar vikur nauósynlegar til | at5 lœra. Atvinna útvegutS þagar nemandi útskrifast á $15 upp i $30 á viku et5a vit5 hjálpum þér at5 byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til at5 borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítit5 eitt á mánut5i. i»at5 eru svo hundrut5um skiftfr af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sját5u elsta og stæt5sta rakara skóla í Can- ada. Varat5u þig fölsurum.---- , Skrifat5u eftir ljómandi fallegr! ókeypis skrá. Hemphills Barber College C«r. KlneSt. onil Pnelílc Airni,c WINBÍIPEG. I ötlbú í Regina Saskatchewan. gjörðum þeirra, að mig langar til að þakka þeim. 1. Fyrir ritgjörðina eftir síra R. Marteinsson “Hvert stefnir?”. — Eg get samþykt að mestu alla þá rit- gjörð, sem birtist í Lögbergi eftir hann, utan þar sem hann talar um, að vér eigum að elska tvö föður- lönd, (stand og Canada; þá vil eg mega bæta við, að vér eigum að elska öll lönd og allar þjóðir, sem börn og lönd vors sameiginlega himneska fiiður; þó eg viti, að við höfum sérstakar sikyldur við þessi tvö lönd. Eg vona, að presturinn sé mér hér samdóma; eg þakka hon- um þvi hjartanlega ritgjörðina. 2. Ritgjörðin eftir Guðm. Jóns- son: “Höfum við unnið eða tapað við það hér í landi að vera íslend- ingar?”. — Eg las þá ræðu rétt núna í Heimskringlu nr. 23. Hún er að mínu áliti ekta gull, og finn eg mig knúðan, að þakka höfundinum op- inberlega fyrir hreinlyndu göfug- menskuna, sem lýsir sér i hverri setningu ritgjörðar hans. — Eg vil mega sctja það hér, að eg hefi ald- rei heyrt eða orðið þcss var, frá því eg fór frá Kaupmannahöfn fyrir meira en 43 árum, hvorki í tali, bók- uin né blöðum, að íslendingar væru Skrælingja-þjóð, (og engum ookkar, sem förum til Brazilíu, hefir dottið í hug að neita þjóðerni okkar). Það er vist aldönsk-ensk skoðun, á þýzku eða portógisku hefi eg aldrei séð því haldið fram. Magnús Braziliufari. “Margt smátt gerir eitt stórt,> segir gamalt orðtak, sem á vel við þegar um útistandandi skuldir blaða er að ræða. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaðar á þeseu ári, yrði það stór upphæð og-góður búbætir fyrir blaðið. — Munið'það, kæru skiftavinir, að borga skuldir yðar við blaðið nú í ár. Fáðu það núna— Það er eitthvað við og í þessum Bjór sem gerir hann að mat. FátSu hann hjá verzlunarmönnum et5a rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 Union Trust Bldg., Winnipeg Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.