Heimskringla - 16.03.1916, Blaðsíða 4
BIJS 4.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. MARZ 1916.
HEIMSKKINGLA
(StofnntS 1886)
Kemur út á hverjum Fimtudegi.
Títgefendur og eigendur:
THU VIKING PBESS, LTD.
VertS blatSsins í Canada og Bandaríkjun-
nm $2.00 um áriti (fyrirfram borgaí). Sent
til fslands $2.00 (fyrirfram borgatS).
Allar borganir sendist rát5smanni blatS-
sins. Póst etSa banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri
H. B. SKAPTASON, RátSsmatSur
Skrifstofa:
72» SHKRIIIIOOKK STRKKT., WINNIPKG.
P.O. Box 3171 Tnlslml Garry 4110
Manitoba þinginu slitið.
Þ-á er það á enda hið fyrsta þing undir
stjórn Liberal flokksins um langa hríð i Mani-
toba. Og það má segja um það, að það heflr
verið eitthvert mikilvirkasta þing i fylki þessu.
Þvi var slitið hinn 10. marz með vanalegum
athöfnum. Mörg hin nýju lagafrumvörp, sem
að kigum hafa orðið, eru ákaflega mikilsvarð-
andi. Og þó að vér séum ekki af flokki Lib-
erala, þá er oss ómögulegt annað en viður-
kenna aðgjörðir þessarar nýju stjórnar.
Mestu málin í vorum augum eru kvcnfrels-
ismálin, bilingualmálin og vínbannsmálin. —
Þetta eru svo yfirgnæfandi velferðarmál fylkis-
búa, að þó að stjórn og þing hefði ekkert ann- »
að gjört, en að korna þessum málum í það horf,
sem nú er, þá hefði hún gjört vel og átt þakk-
læti fylkisbúa skilið, af hvaða flokki sem er.
Það eru náttúrlega hakar og snagar á öllum
þessum málum, og hvað sum þeirra snertir
hefir stjórnin æst upp á móti sér sína eigin
flokksmenn. En hún hefir um leið unnið sér
virðingu mikils fjölda af andstæðingum sin-
um, sem eitthvað líta fram í veginn og ant er
um heill fylkisins og velferð eftirkomandi kyn-
slóða
1 kvenréttindamálunum á hún heiður skilið,
fyrir það, að vera fyrsta fylkisstjórnin i Can-
ada veldi, sem vei'tir kvenfólkinu þann marg-
þráða rétt, og nú er það kvennanna hlutverk,
að nota hann og nota hann réttilega. Tíminn
verður að sýna, hvernig það gengur.
Með vínbannslögunum, ef þau komast á,
hefir stjórnin hrundið frá sér þeim hóp eða
hópum manna, sem stundum hafa með róttu
eða röngu verið sakaðir um, að vera greiðast-
ir að 'leggja fram fé til þess, að kaupa atkvæði
handa hvaða stjórn sem er; því að Bakkusi er
alveg sama um það, hvað stjórnin kallar sig;
hann er æfinlega með hundinum, sem ofan á
liggur, æfinlega með valdinu og hnefanum. En
nú segir stjómin við hann: “Farðu burtu,
kunningi, eg ætla ekkert að nota þig framar’’.
1 báðum þessum málum er allur þorri ís-
lendinga einhuga með stjórninni, — náttúrlega
með einstöku undantekningum. — Þegar þetta
er skrifað er “referendum” eða vínbannsmálið
ekki útkljáð; en menn geta ekki sagt annað, en
að stjórnin hafi heiðarlega uppfylt loforð sín,
þó að vér hefðum gjarnan kosið, að konurnar
hefðu fengið að greiða atkvæði.
1 bilingual-málunum hefir stjórnin skilið
hina miklu nauðsyn, að halda saman og gjöra
að einni heild þessi ótal mörgu þjóðabrot, sem
hér eru samankomin og sem mundu magna
þann eilífðar eld og ófrið innbyrðis, ef að
hver þjóð hefði tekið þann kost, að halda uppi
sinni eigin tungu, að hér hefði lostið upp sama
bálinu, sem í Evrópu hefir haldið hatrinu si-
vakandi, bæði i heimahúsum og sveitum, á
þingum milli flokkanna og mUli hinna mörgu
smáu þjóðflokka, sem hver vill ríða annan
niður og hatar hver annan til dauðans. Og með
því myndi fylgja afturför svo mikil i allri menn
ingu, að meginþorri fólksins yrði að skril ein-
um, alveg eins og vér sjáum i hinum lökustu
og lélegustu pörtum Evrópu. Allar framfarir
myndu hætta, og eftir 100 eða 200 ár myndu
eftirkomendur vorir standa menningarlega
litlu framar, og að öllum líkindum aftar og neð-
ar í stiga menningarinnar en nú. Menn hafa
horft á þessi dæmi í sögu mannkynsins.
Og þetta er svo mikið nauðsynjamál, að þó
að eitthvað af sveitum stjórnarinnar snörist á
móti henni, þá ættu aðrar nýjar að koma i
staðinn
Mörg önnur góð lagafrumvörp hafa að lög-
irm orðið, og verða sum ekki með sanngirni
dæmd, fyrri en að búið er að reyna þau, hvaða
árangur þau hafa.
Þá hefir og stjórnin nýja, að minsta kosti
sumir ráðgjafarnir, svo sem landi vor Hon. Th.
H. Johnson, staðið með Bretum að málum, og
teljum vér það mikilsvirði, og því meira því
betra, þvi að þeirra hagur er vor hagur, og
þeirra velferð er vor eigin velferð og alls þessa
lands.
Þá eru fjárhagsmálin eftir, en þau förum
vér ekkert út í; þar verður timinn að sýn^
hvernig meðferðin hefir verið.
Hermennirnir, sem heim koma.
—o---
Þeir eru tveir komnir heim, að eins tveir,
báðir særðir, báðir með heiðri og sóma; báðir
hafa þeir verið i þessum hrikaleik, sem er svo
stórkostlegur, að aldrei hefir neitt slíkt fyrir
komið á jörðu þessari, — svo stórkostlegur,
að hans mun minst verða meðan heimur verð-
ur bygður, og um hann ritaðar sögur um allan
heim, á öllum tungumálum þjóða þeirra, sem
nú eru mentaðar og hér eftir mentast; því að
vér vonum, að þetta verði hinn siðasti slagur
þjóðanna. Og víst er um það, að eftirkomend-
ur vorir munu spyrja eftir þeim forfeðrum sin-
um, sem i hriðum þessum voru, i marga liðu,
spyrja um, hverjir féllu og hverjir særðust og
hverjir heim komu og hverjir sýndu hugrekk-
ið mest. Og þeir munu spyrja, hvernig þeim
hafi liðið eftir heimkomuna; hvaða heiður
þeim hafi verið sýndur af þeim, sem heima
sátu; hvaða hjúkrun iþeir hafi fengið, sem
heim komu; hvernig móttakan hafi verið, þeg-
ar heim kom. — Það verða eftirkomendur
þeirra, að 50 eða 100 árum liðnum, sem vilja
vita þetta. Þeir vilja vita um þetta, eins og
það hrífur huga þeirra, að heyra, hvað ódeig-
ir þeir hafi lagt alt í sölurnar og gengið dauð-
anum móti í öllum sínum voðalegustu mynd-
um, fyrir landið, fyrir frelsið, fyrir réttlætið,
fyrir mannkynið og komandi velferð þess, —
fyrir alla þá, sem heima sitja.
Tveir eru þeir nú komnir heim. Um hinn
fyrra, Mr. Sigurð Goodman, gátum vér þegar
hann kom. Hann var einn i hinum fámenna
hóp, er stöðvaði Þjóðverja við Ypres eða
Langemarck, þegar þeir spúðu eitrinu i fyrsta
sinni. Særður var hann, en enginn landi og
ekkert félag var til að taka á móti honum, þeg-
ar hann kom hér á járnbrautarstöðvarnar.
Enda vissi enginn um hann fyrri, en hann var
kominn. Nú kemur annar, Mr. Gunnlaugur
Hávarðsson, frá Siglunesi, særður, og hefir
mist aðra hendina; og eins og hinn fyrri á
hann ekkert skyldfólk hér í borginni, og landar
yfirleitt vissu ekki, að hann var á ferðinni, og
enginn var til að taka á móti honum af löndum
hans, nema einn ungur maður er hann hafði
kynst hér.
Það er, sem allir vita, félag hér til að taka
á móti heimkomnum hermönnum, — Canadian
Relief Association for Returned Soldiers. En
það er enskt en eikki íslenzkt.
Hermennirnir eru allslausir, þegar þeir
koma; kanske sjúkir, illa klæddir og peninga-
lausir. Allir þeir, sem fatlaðir eru, fá náttúr-
lega lifeyri hjá stjórninni, — eitthvað $20.00 á
mánuði. Þeir vita ekki, hvert þeir eiga að
snúa sér, og það líður oft nokkur tími, þangað
til það er alt komið í kring. Að menn hafa
ekki gjört ráð fyrir þessu, kemur ekki af þvi,
að yngri eða eldri, konur sem karlar, taki ekki
þátt í ölum þessum þrautum, heldur af því að
þetta befir komið flatt upp á menn.
En eftirleiðis fer það að lagast; því að vér
höfum frétt að íslenzkar konur séu að mynda
félag tii þess að takn á móti öllum íslending-
um, sem heim koma úr stríðinu; leiðbeina
þeim og hjálpa þeim á einn eður anium hátt,
þangað til þeir komast til skyldmenna sinna,
eða fá lífeyririnn frá stjórnmn1. Enda verður
þess enn þá meiri þörf eftirleiðis, þar sem ís-
lendingar eru nú að ganga í herinn hundruð-
um saman, í staðinn fyrir nokkra tugi, sem áð-
ur var. Sem stendur getum vér ekki auglýst
nafn félagsins, en vonum að geta það i næsta
blaði.
Vér sáum ekki Mr. Gunnlaug Hávarðsson og
getum því ekki flutt lesendum blaðsins neinar
sagnir um hann; en hann misti hægri hönd-
ina fyrir ofan úlflið, og var sprengikúla orsök
í því, eins og frá var skýrt i síðasta blaði. En
litið hefir maðurinn dignað við það, því vér
heyrum sagt, að hann myndi fús til að fara í
herinn aftur, og kveðst margt geta gjört á víg-
völlunum, þó að önnur höndin sé farin.
Af þeim Sigurðsson-drengjum tveimur og
hálfbróður þeirra Davis (Sigurðsson-drengirn-
ir eru synir Sigvalda pósts, er var í N.-lslandi,
en er nú i Winnipeg) höfum vér heyrt. Þeir eru
á vígvöllunum. Enskur maður hér úr Winni-
peg kom særður heim og þekti þá og hafði séð
þá á Frakklandi. Var hann spurður um þá og
hvort þeir væru lifandi. En hann hafði brosað
og sagði að þeir væru óragir og kynnu ekki að
hræðast, og slíkum mönnum fleyttist lengur en
flestum öðrum. Það væri eins og ekkert gæti
grandað þeim.
Verdun-slagurinn.
—o—
Orustan við Verdun er að verða hin mesta
og grimmasta orusta heimsins. Hún byrjaði
21. febrúar og nú er 13. marz, þegar þetta er
ritað. Alt, sem Þýzkir hafa upp úr henni haft,
er mílu til tveggja mílna spilda, á tveimur til
þreinur stöðum, af urð einni, þar sem hverjum
íerhyrndum faðmi er upp rótað, átta og tíu fet
niður; en fyrir það hafa þeir látið tvö eða á
þriðja hundrað þúsund manna Þeir hafa enga
vitundarögn haft upp úr þessu, því að hergarð-
ur Frakka er óbrotinn, og væri jafn-óbrotinn,
þó að þeir næðu öllum virkjunum í kringum
Verdun.
Og það er ekki fyrir það, að þeir eru nú
enn að berjast þarna, heldur til að sýna, hvor
er betri hermaðurinn, Þjóðverjinn eða Frakk-
hvaða maður óragur myndi fara að
hlaupa suður til Bahama eyjia, eins
og Walter Scott hefir gjört, einmitt
sama daginn og uppljóstra átti fyrir
rannsöknarréttinum sökunum um
Æskuminningar.
Eftir Önnu Torlacius.
(Eimreiðin).
inn, þegar maður mætir manni. Það er stoltið
og stærilætið Þjóðverja, sero ekki þolir það, aö
múturnar á hendur sjö stuðnings- Veizlusiðir, dönskuslettur, þjónustu-
mönnum hans, og það daginn eftir brögð o. fl.
nokkur maður í heimi sé þeirn jafn snjallur.
Þeir þóttust geta rutt Frökkum frá sér sem
sveinstauhim litlum. En nú haía sveinstaularn-
ir frönsku mætt hinum stórvöxnu berserkjuni
Þjóðverja, og hrundið þeim af höndum sér i
látlausum þriggja vikna slag. Þeir hamast
Þjóðverjarnir; þeir nota aillan sinn lærdóm,
alla sín herkunnáttu; öll sin voðalegu fail-
byssu-bákn, 12 þumlunga, 15 þumlunga o*g 17
þumlunga víðu Skoda-faHbyssur; loftið verður
sem eldhaf eitt; öll jörðin rótast um sem þús-
undir hvera gjósi upp, brjóti björgin og spúi
aur og grjóti. Brynjaðir, hjálmvarðir renna
Þýzkir á í þéttum röðum og margföldum. En
sveinstaularnir frönsku rísa upp og renna .
móti þeim, og snúa þeim aftur, sem eftir lifa.
Þetta þola þeir ekki hinir þýzku; virðing
þeirra er á förum; ægishjálmurinn ógnar nú
hvorki Frökkum né Bretum, eða Rússum eða
Belgum eða Canada mönnum_____En heirna fyr-
ir gráta konur og systur og dætur hinna föllnu
manna og sjá nú, að siigurvonin er að hverfa,
en hungur, sultur og harmur legst yfir alla
hina þýzku þjóð.
------o------
Scott-Calder stjórnin
verður ad fara!
—o—
Áskorum til Saskatchewan búa frá mikils-
metnum manni í Liberal-flokknum.
(Tekið úr Evening Province, Regina).
“Eg skora nú á alla dugandi drengi i Sas-
katchewan. En liðleskjur þurfa ekki að gefa
sig fram, því að verkin krefjast einarðra
manna með siðferðislegu þreki og áræði. Þeir,
sem gefa sig fram til bardagans, mega búast við
• ofsóknum frá stjórninni, sem nú ræður yfir
fylki þessu, sem ofsótt hefir hvern einasta
mann, sem orð hefir mælt á móti Scott-Calder
klíkunni. Það er alveg hið sama, hvort þú ert
Liberail, Konservatíve, óháður, Sósialisti eða
í flokki verkamanna. Ef að nokkur dugur er i
þér, þá mátt þú ekki daufheyrast við áskorun
þessari. Teningunum er kastað; baráttan er
hafin, og málin, sem um er að ræða, eru ákaf-
lega mikilsvarðandi.
“Of lengi höfum vér aðgjörðalausir setið og
gengið að þvi sem sjálfsögðu, að stjórnmál fylk-
isins væru i góðum höndum. Of lengi hafa
menn látið sér nægja, að sinna sinum eigin
störfum, og látið sig engu skifta, hvernig menn
þeir voru, sem héldu stjórnartaumunum í þessu
fríða fylki. Vér erum erlendis í stríði. Er þá
ekki tími til kominn, að vér hreinsuðum til
heima fyrir? Ef að vér látum svívirðingu þessa
heima hjá oss halda lengur áfram, þá verður
það til eilífrar smánar óg ósóma fyrir hvern
einasta karl og konu í fylki þessu.
Synir vorir og bræður eru að berjast á vig-
völlum Evrópu fyrir fylki þetta. En að hverju
gagni kemur öll þeirra barátta, ef að rænd og
sópuð er fjárhirzlan heima fyrir, og konur her-
mannanna og börn þeirra, ásamt öllum öðrum
borgurum landsins, þurfa að líða og bera
auknar byrðar fyrir illa meðferð fylkisstjórn-
arinnar hér á opinberu fé.
“Hvaða þýðingu hefir það, að kalla þetta
iand frelsisins, þar sem annað eins framferði
eða athæfi er liðið, og það, sem öllu þinginu
var til svívirðingar á fimtudaginn 2. marz? —
Eiga menn óhindrað að hafa leyfi til, að sví-
virða undirstöðu réttlætisins og frelsisins, sem
synir vorir og bræður eru að berjast fyrir á vig-
völlunum í Flandern og á Frakklandi? Á mönn-
um óátalið áð líðast þessar svívirðingar i þing-
sölum fylkisins? Eiga svívirðingar við karla
og konur í Saskatchewan að vera óátaldar?
“Á Það að þolast, að borgarar fylkisins séu
rændir æru og sóma á ræðupöllum þingmann-
anna? Ef menn láta það viðgangast, hvað þá
um grundvöll laganna og réttarfarsins? Hvað
líður þá tryggingunni fyrir lífi og eignum
manna? Þú eða eg, eða hvaða borgari sem er,
kann að verða hinn næsti, sem fyrir þessu
verður, — enginn veit hver. Getum vér virki-
lega þagað lengur og verið þessu samþykkir?
Mannorð hvers ærlegs og neiðarlegs manns
er honum helgara og meira virði, ein líf hans;
en alt fyrir það, kemur stjórnarformaður fylk-
isins fram á ræðupalli þingsins, og undir vernd
forréttindanna sem þinginaður og leggur út í
hina svívirðilegustu árás á mann þann, sem
ekki var einn af þingmönnunum,— út i árás þá,
sem aldrei hefir verið gjörð önnur eins á þingi
þjóðanna í nokkurri af hinum víðlendu eign-
um Breta. Ef að Mr. Scott fanst hann hafa sök
á hendur Rev. Murdoch McKinnon, — hví gat
hann þá ekki skriðið fram unadn verndar-
væng þingsins, og hafið opinbera árás, svo að
mögulegt hefði verið, að kalla hann fyrir lög
og dóm, og Iáta hann sanna áburð sinn eða þola
sektir fyrir? Hann stærði sig af hugrekki sínu
— en framkoma hans lýsir bleyðuskap. Eða
að hann hóf persónulega árás á einn
hinn fremsta borgara fylkisins? —■
Og hefði sú árás ekki verið gjörð
undir vernd þinglaganna, þá hefði
hann verið brotsekur fyrir æru- og
mannorðsþjófnað. Er þessi fram-
koma hæfileg hugrökkum manni?
Eg tek það aftur fram, — hvað
þýðir það, að berjast fyrir að
vernda föðurlandið, ef að menn eru
svo ómerkilegir, að láta aðra eins
rnenn stjórna sér, með öðrum eins
ráðgjöfum og stuðningsmönnum
þeirra, sem sátu í hvyrfing um
hann á þingbekkjunum og voru hon-
um meðsekir, með því að gjöra góð-
an róm að máli hans?
Og óvirðing er það fyrir allan
Liberal flokk fylkisins, að enginn
þingmannanna skyldi hafa inann-
skap i sér til að mæla með einu orði
á móti því, er hann sagði. Og menn
þeir, sem á þinginu sátu og studdu
árásina á síra M. McKinnon, hafa
fyrirgjört rétti sínum að sitja á
þingmannabekkjunum í augum allra
ærlegra karla og kvenna. Þeir hefðu
eins vel mátt binda mann á höndum
og fótum og berja hann svo til ó-
bóta eins og að gjöra sig seka í
þannig löguðu framferði.
En hví eru menn að stæra sig af
sanngirni og réttlæti Breta, og við-
hafa svo þessa aðferð, að hlaða ó-
sóma og ákærum á síra M. McKin-
non, — á mann þann, sem varð fyrir
því, að fellibylur braut og eyði-
lagði hús hans í borginni; en þrátt
fyrir það hirti hann ekkert um eig-
in hagsmuni, en starfaði i þess stað
nótt og dag að því að hjálpa rnönn-
um, sem skaða höfðu beðið, eða
sjúkir og meiddir eða hungraðir
ir voru; — hlaða ákærum á mann
þann, sem með kurteisi og góðum
verkum hefir áunnið sér ást og virð-
ingu allra flokka mannfélagsins, —
þó að hann sýndi hugrekki sitt með
þvi, að reisa andmæli móti rangind-
um þeim, sem fólkið í fylki þessu
varð undir að búa?
Hve mikið lengur eigum vér að
þola stjórn þá, sem hefir svo sljófg-
aða siðferðistilfinningu, að þetta og
annað eins fer fram undir verndar-
væng hennar? Nú eru undirtyllurs-
ar á ferð og flugi inn í holur sinar,
eins og rottur unadan brennandi
strástakk. Eigum vér nú að fara að
elta uppi og hegna undirtyllunum,
en láta stjórnina sleppa undan hin-
um logandi eldi alinennings álits-
ins, sem fyrst núna er farið að
rumskast? Eigum vér að láta for-
sprakkana sleppa i sólskinið og lysti
garða sumarbústaðanna. Eiga konur
og karlar fylkis þessa, með rauðu
blóði í æðum sínum, að liggja undir
svívirðingunni, sem ekki einungis
snertir sira M. McKinnon, heldur
hvern einasta karl og konu í fylki
þessu?
Eg er Liberal, æfilangur Liberal,
borinn og barnfæddur í South Ox-
ford, kjördæmi Sir Richards Cart-
wrights. Enn þá er eg Liberal; en
eg vil ekki, að neinn bendli nafni
því við stjórn þá, sem kend er við
Scott í fylki þessu. Þeir hafa brotið
af sér réttinn til þess að kallast Lib-
eralar, — brotið móti hinum fyrstu
grundvallarsetningum Liberala.
Scott-Calder klíkan verður að
faral Hreinsunartiminn er fyrir
hendil
G. //. RARR.
* * *
Eins og að framan er sagt, er höf-
undur greinar þessarar einn með
hinum fremstu Liberölum i Saskat-
chewan. Þessi grcin var rituð áður
en aðalkærurnar á Scott stjórnina
voru bornar fram í þinginu, og mun
honum og öðrum rétthugsandi Lib-
erölum finnast enn meiri ástæða nú
en í marzbyrjun til að steypa þess-
ari stjórn af stóli, sem svo gjörsam-
lega hefir brugðist trausti lamenn-
ings eins og allar líkur benda til,
sem þegar eru fram komnar.—Ritstj.
1 veizlum var ætið sunginn borð-
sálmur á undan máltið, þegar búið
var að bera inn fyrsta réttinH, sem
oftast var kjötsúpa með kjötsnúðum.
eða þá hrísgrjónagrautur og smjör
ofan i og með kanelsykri og rjóma
út á. Þarna varð maður að mæna a
blessaðan matinn, svona góðan, með
an söngurinn hljómaði i eyrunum.
Man eg að í þann tið var mér nóg
boðið með slíkum heilagleik. Svo
kom steik eftir grautinn, með gul-
rófustöppu og smjöridýfu. Eg var X
ára, þegar mér var boðið i fyrstu
veizluna, og var hún haldin i Krossa
nesi, þvi þar áttu brúðhjónin heima,
hjá sýslumannsekkjunni, ömmu
Stefáns læknis í Aars. Siðast var
höfð “toppkaka”, og var þar “butter-
deig” með “syltu” (sætkvoðu á milli.
Ekki féll almenningi vel þessar
þunnu soðsúpur (‘klár’ súpa) með
snúðum í, svo að bæði maddaman í
Krossanesi og móðir mín voru farn-
ar að hafa grauta eða sætsúpu og
það rann út. Þá voru ekki leifar á
‘talerkunum’. Menn nefndu diska
oftast ‘talerka’ þá, af þvi að prests-
konan á Setbergi gjörði það; en hún
hafði alist upp í Rvik. Einnig nefndi
hún matbaunir aldrei annað en ‘ert-
uF, og þess vegna urðu aðrir að
gjöra það, úr þvi að prófastskonan
á Setbergi gjörði það. Þá var og sagt
að ‘dröja af’ i staðinn fyrir að tvi-
læsa.
Mér var ætið lofað einu sinni á
vetri fram að Setbergi, til að leika
við Siggu og Mettu. Og þá kunni eg
ýms orð og var hreykin af. En það
minkaði, er faðir minn heyrði þau.
Því hann bannaði mér stranglega
þessar dönskuslettur. Varð eg þá
sneypt og þorði aldrei að taka mér
dönsk nöfn i mwnn framar. Er mér
ckki þakkandi, þó eg haifi lagt mig
nokkuð eftir móðurmálinu, þvi sann
arlega innprentaði hann pabbi okk-
ur það, eins og annað gott og fagurt.
Ekki er mér Ijóst, hvernig orðið
‘jirjór’ hefir koniist inn i málið, né
heldur af hvaða stofni það er runn-
ið. En mjög var það viðhaft i ung-
dæmi mínu, og lengur fram eftir æf
inni. En nú er það löngu dottið úr
sögunni og heyrist aidrei. Það var
fremur játandi en neitandi, mitt á
milii já og nei. T. d. var eitt sinn
komið á glugga yfir rúmi síra Jóns
Hjaltalíns á Breiðabólslað og guðað.
Hann spyr, hver sé úti. Sá kvaðst
heita Guðbrandur og biður prest að
ljá sér kvenmann. Afi spyr, hvort
honum sé sama, hver það sé. — Nei,
ekki alveg, því hún eigi að sitja yfir
konunni sinni, og vill þvi helzt að
það sé inaddaman. Hún sat yfir öll-
uin konum á Skógarströnd. Amma
fór að búa sig og rauk af stað. Svo
fæddist barnið og gekk það vel að
vanda. Kveiimann hafði sængur-
konan við niðriverk, og var það
systir bónda. Um kveldið kemur
hún upp á skörina og spyr húsfreyju
hvað hún eigi að kasta mörgum
hnefum út á pottinn. “Æ, eg veit
ekki”, segir hún, “annaðhvort ein-
um eða tevimur. Hin segir: “Hvort
á það heldur að vera einn eða
tveir?” Þá svarar sængurkonan :
“Og jirjór, heldur ertu ýtin með
þetta; vertu nú ekki að ‘djels djell-
anum’ þeim arna, og láttu það þá
vera einn”. Fór þá matsedja ofan og
amma á eftir og segir að hún megi
ekki tala neitt við húsfreyju, sem
henni mislíki; og spyr, hvort hún sé
naum á matnum. “Og jirjór”, segir
hin, “fremur finst mér hún nápinu-
leg í öllu”. Og svo bætir hún við:
“Þetta er ekki matur að bjóða mad-
dömu, mjölmjólkin sú arna; þvl að
það er jafnt í pottinum af mjólk og
vatni, og út á þetta eiga að koma
tveir hnefar af rúgmjöli”. — Þá var
ekki bankabygg haft um hönd, nema
einstöku sinnum, því lítið fluttist
inn af þvi og það var dýrL Amma
mín varð vist fegin, er vikan var bú-
in, þvi það var vani hennar, að fara
ekki heim fyr en hún var liðin. —
Hjón þessi voru ekki fátæk, og þó
varð amma mín að senda föt utan
um barnið. En væri mikil fátækt á
þessum barnaheimilum. tók hún
börnin heim með sér, og lét þau vera
í viku, unz konan var komin á föt.
Þegar fólk kom til að verzla, var
það vani, að gefa öllum kaffi. Og
þá hrækti fólkið beint á gólfið. En
cr það tók eftir svipbrigðum á and-
liti föður mins, þá setti það tán i of-
an á hrákann, og jóðlaði svo til og
frá, svo að ekki sæist lirákinn, Þá
man eg að pabbi sagði: “Nú, ætlið
þið að fara að mála, á fóturinn að
gilda sem pensill? Þið ættuð heldur
að láta hrákann liggja kyrran”. —
Þetta hreif og þeir hættu þvi. Þá
sagði hann frá hrákadalli, og að all-
ir ættu að hafa ilát til a^S spýta í.
Enginn aðhyltist þó þetta, nema ein-
ir tveir; þeir sögðust seinna vera
búnir að ' smíða spýfabakka, en
hæddust þó að því um leið.
Ekki var siður neinstaðar að berja