Heimskringla - 16.03.1916, Side 7
WINNIPEG, 16. MARZ 1916.
H E I M S K R I N G L A.
BLS. 7.
Hugskeytatæki Wilsons.
Ágrip af ræöu, sctn Einar Hjörleifs-
son flutti í Skcmtifélagi Templ-
ara 16. jan. siöastl.
(Niðurlag)
Árangurinn af rannsóknum hans
varð siá, að áran sé til, og að um-
hverfis menn, eins og þeir gjörast
alment, sé hún rauð og appelsinu-
gulum lit blandað saman við. En að
utan utn miölana sé hún auk þess
blönduð misjafnlega miklu af fjólu-
bláum lit.
Menn vita ekki, að hverju öðru
leyti miðlar kunna að vera öðruvísi
gjörðir en aðrir menn. En þennan
mun fann Wilson.
Þá kemur næsta rannsóknarefnið.
Þýzkur efnafræðingur, sem hét
Karl von Reichenbach og andaðist
1869, rúmlega áttræður, hélt því
fram, eftir rannsóknum með skygn-
um mönnum, að ára væri ekki ein-
göngu utan um menn, heldur líka
utan um ólifræn efni. Þetta hefir
verið mjög véfengt. Eg minnist þess,
að eitt af því fyrsta, sem eg heyrði
um þessa áru Reichenbachs, var
það, að það væri sannaö, að hún
væri ekkert annað en vitleysa. Nú
tók Wilson að rannsaka þetta.
Árangurinn varð sá, að áran væri
lí'ka utan um ólífræn efni, og litirn-
ir í henni mjög mismunandi, eftir
þvi, hver efnin eru. Þótt kynlegt
megi virðast, eins og svo margt í
þessu máli, samsvarar áruliturinn
atómþyngd efnanna. Wilson hefir
prentað skýrslu um 25 efni, sem
ein-
stað.
áran
allir
Eln persóna (fyrir daginn), $1.50
Herbergi, kveld og morgunver'ður,
$1.25. Máltíðir, 35c. Herbergl, ein
persóna, 60c. Fyrirtak í alla staði,
ágæt vínsölustofa í sambandi.
TnlMÍml Garry 2252
ROYAL OAK HOTEL
Clias. Guatnfaaon, elgnndi
Sérstakur sunnudags miðdagsverð-
ur. Vín og vindlar á borðum frá
klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex
til átta að kveldinu.
283 MARKET ST.
WINNIPEG
Hospital Pharmacy
Lyfjabuðin
sem ber af öllum öðrum.---
KomiÖ og skoðið okkar um-
feröar bókasafn; mjög ódijrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávísanir, seljum frimerki og
gegnttm öörum pósthússtörfum
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone G. 5670—4474
Columbia Grain
Co., Limited
242 Grain Exchange Bldg.
WINNIPEG
TAKIÐ EFTIR!
Vcr kaupum hveiti og aöra
kornvöru, gefurn hæösta verö
og ábyrgjumst áreiðanlcg við-
skifti. SkrifaÖu eftir upplýs-
ingum.
TELEPHONE MAIN 1433.
Isabel Cieaning and
Pressing Establishment
J. W. QUINN, eisnndl
Kunna manna bezt að fara með
LOÐSKINNA
FATNAÐ
Viðgerðir og breytingar
á fatnaði.
Phone Garry 1098, 83 Isabel St.
horni McDermot
hann hefir rannsakað. Þau efni, seni
hafa minsta atómþyngd, hafa rauða
áru. Þá kemur appelsínu-rauðiir lit-
ur, appelsinu-gulur, gulur, gulgnenp,
grænn, blágrænn, blár og blá-fjólu-
blár.
Wilson er að leita að hreina fjólu--
bláa litnum, sem fundist hefir í áru
miðlanna. Svo virðist, sem hann
hafi ekki fundið neitt einstakt efni
með þeim árulit.
En hann hefir þá fundið
hverja efna-samsteypu i þcss
Utan um þessa samsteypu er
greinileg að hann segir, að
heilsýnir menn sjá hana — þar sem
það eru annars að eins skygnir
menn, sem sjá áru.
Þessi efnasamsteypa er einn hlut-
inn i hugskeytatæki Wilsons — sá
hlutinn, sem hann hyggur að aðal-
lega valdi því, að skeytin geta kom-
ið. Sé hann tekinn úr vélinni, hætt-
ir hún að starfa. Frá honum stafar
krafturinn, sem samsvarar kraftin-
um frá miðlunum.
Eg minnist þess, að þegar allra-
fyrsta kynjafréttin um áhald Wil-
sons var alveg nýkomin, var eg að
rahba uin hana við einn af vinum
mínum. — “Það væri gaman að vita,
hvað Wilson hefir ætlað sér í
fyrstu”, sagði eg. — “Hann hefir þó
aldrei ætlað sér að búa til mann?”
sagði sá, er eg átti tal við, í gamni.
Nú er vitneskja fengin uin það, hvað
han hefir ætlað sér í öndverðu. —
Hann ætlaði sér að finna þau efni
| í ólifrænum hlutum, er samsvara
þvi efni i miðlunum, er gefur þeim
kyngikraftinn. Hann ætlaði sér að
búa til miðil. Ekki lifandi miðil,
heldur Iiflausan miðil. Ekki miðil,
sem næði hugskeytum frá framliðn-
um mönoum. Á því hafði hann
cnga trú. Ileldur miðil, sem næði
hugskeytum frá jarðneskum mönn-
um. Svo virðist, sem honum hafi tek-
ist enn meira en hann ætlaði sér.
IV. Skilyrðin.
Þá ætla eg að minnast nokkrum
orðum á aðal-skilyrðin, sem Wilson
hefir koinist að raun um að þurfti,
til þess að vélin geti starfað.
1. LJÖSID. Úti verður að vera
dimt. Ekki nægir, að dimt sé i her-
berginu, sein vélin er í.
í herberginu má ekkert Ijós vera,
nema það komi þangað úr vélinni,
og Jiað má ekki vera dagstjós, ekki
kotagasljós, ekki tjós frá venjulegum
rafmagns-glóöarlampa, og ekki olíit-
Ijós.
Wilson hefir accfi//e/i-gaslampa á-
fastan vélinni. öllu ljósinu frá hon-
um er fyrst veitt inn í vélina. En
ckkert gjörir til, þó að nokkurt ljós
fari þaðan út í herbergið.
Þeir, sem fengist hafa við rann-
sókn dularfullra, líkamlegra fyrir-
brigða, geta naumast varist því að
fara að hugsa um kröfurnar um
myrkrið á tilraunafundum. Ekkert
hofir orðið að meira árásar-efni á
miðlana en þetta inyrkur. Margir
hafa þeir verið, sem hafa sagt, að
auðvitað noti miðlarnir þetta myrk-
ur til þess að læðast um á sokka-
leistunum og gjöra ýmsar brellur.
Nú kemur vélin og neitar að starfa
öðruvísi en annaðbvort í myrkri
eða i 'ljósi, sem veitt hofir verið inn
i hana, áður en það fer nokkuð
annað.
2. HITINN. i því efni er vélin
verri viðfangs en nokkur annar mið-
ill. Hún starfar alls okki, ef hitinn
i herberginu er minni en 16—17 st.
C. En bezt þykir henni, að hitinn
sé um 29 st. C.
Manni virðist, sem það geti ekki
verið tekið út ineð sældinni fyrir
Wilson, að sitja allár nætur í slík-
um hita. En sumir menn eru svo
gjörðir, að þeir vilja töluvert á sig
leggja fyrir sannleikann.
3. SÚREFNI. Eigi vélin að starfa
lengi i einu, verður að veita inn í
hana súrefni (oxygen) öðruhvoru
með pípu.
4. LOFTÞYNGDIN. Standi loft-
vogin lágt, hnekkir það tilraunun-
um. Mikið regn og mikill loftþungi
stöðvar vélina alveg. Ef þrumuveð-
ur er i 30 enskra milna fjarlægð eða
nær, veldur það miklum truflunum
og gjörir vélina mjög óáreiðanlega.
5. ÞliIFNADUR. Vélin verður
að vera vel fægð, og ryk í herberg-
inu verður að varast sem unt er.
V. Skeytin sjálf.
Um þau ætla eg að vera fáorður.
Prófessor H.N. skýrði all-ítarlega
frá þeim í Isafold, í greinunum,
scm eg hefi minst á. Mikill sægur
þeirra hefir reyndar komið, síðan er
hann ritaði þær greinir, en fæst
þeirra hafa verið birt.
Skeytin skiftast i tvo aðalflokka:
1. HUGSKEYTI FRA JARDNESK-
UM MÖNNUM. Eins og eg hefi sagt
ykkur, voru það þau skeyti, sem
Wilson ætlaði sér að fá. Hann átti
ekki von á neinum skeytum frá öðr-
um. Hann hefir gjört afarmiklar
tilraunir til þess, að ná slikum skeyt-
um.
Og það hefir tekist, fullyrðir
hann.
Hugsanirnar eru sjálfsagt sendar
i stafrófi vélarinnar; þvi það liggur
í augum uppi, að vélin getur ekki
breytt almennum orðabúningi hugs-
ananna í þann búning, sem þær
hafa, þegar þær koma úr vélinni —
þann búning, sem notaður er á sima
stöðunum. Það verður sendandinn
að gjöra.
2. SKEYTI, SEM SEGJA SIG
VERA FRA FRA MLIÐNUM MÖNN-
UM. I júnílok 1915 voru slík skeyti
komin á 14 tungumálum: ensku,
frönsku, rússnesku, itölsku, þýzku,
spænsku, portúgölsku, arabisku,
grisku, sænsku, norsku, esperanto,
japönsku, og einhverju Kaffa-tungu-
máli úr .Suður-Afríku.
Af þessum málum kann Wilson að
eins ensku og frönsku.
Mjög mikið, 95 prósent, af Jiess-
um skeytum tjáir sig vera frá mönn-
um, sem Wilson hefir ekkert þekt,
og eru til manna, sem hann hefir
ekkert þekt. Sum þeirra liafa borið
vitni um Jiekkingu, sem viðtakend-
ur segja, að enginn hafi haft, nema
þeir sjálfir og sá framliðinn maður,
sem undir skeytinu stendur.
Það er ekkert undarlegt, þó að
viðtakendum hafi brugðið i brún.
Hugsið ykkur, að Jiið hafið fylgt
einhverjum ástvini ykkar til grafar
— ef til vill fyrir mörgum árum, f
til vill nýlega. Svo gjörist það einn
góðan veðurdag, að þið fáið skeyti
með hans nafni undir, og í skeyt-
inu er vikið að leyndarmáli, sem
engum hefir farið á milli, öðrum en
ykkur og þessum framliðna ástvini.
Og þetta skeyti kemur út úr dálitl-
um kassa, sem maður, er þið hafið
aldrci heyrt nefndan, hefir á borð-
inu heima hjá sér!
Ætli ykkur Jiætti Jietta ekki saga
til na>sta bæjar?
Það er þetta, 'sem hefir verið að
gjörast á Ei.glandi í sumar.
VI. Krystallinn.
Er nú nokkur leið til þess, að
greina sundur hugskeytin, sem koma
frá jarðneskum mönnum, og hin
skeytin, sem tjá sig vera frá fram-
liðnum mönnum?
Já, segir Wilson. Og svo er að
sjá á ummælum hans, sem það þyki
honum furðulegast af öllu.
Honum hefir einlivern veginn
hugkvæmst að nota krystall í sam-
bandi við vélina. Ekki sainskonar
“krvstall”, sem þá, er notaðir eru
um allan hciin til krystalla-sýna.
Það eru ekki krystallar, heldur gler-
kúlur. Og slikar kúlur verða ekki
fyrir neinum áhrifum af vélinni.
Krystall Wilsons er vcrulegur kryst-
all, og kostar eins mörg pund sterl-
ing eins og glerkúlurnar kosta marg
ar krónur.
Samstundis, sem smellirnir koma
fram i vélinni, eins og öðrum síma-
tækjum, koma Ijósglampar i kryst-
allinn. Þessir ljósglampar samsvara
merkjum vélarinnar, sem skejiin
eru lesin út úr, taka á sig mynd
þeirra merkja; og þeir eru svo
greinilegir, að i krystallinum má
lesa skeytin.
En nú kemur það allra furðu-
legasta:
Engin skeyti koma fram i krystall-
inum, ncma þau, sem tjá sig vera frá
framtiðnum mönnum. Þcgar vélin
kcmur með skeyti frá jarðneskum
mönnum, verður krystallinn ekki
fyrir neinum áhrifuni.
Fyrsta skiftið, sem þessi ljósmerki
sáust í krystallinum, voru þessar
setningar lesnar út úr þeim:
“Sannlega er þetta gjört að eins i
rannsóknar-skyni. Þvi að það, sem
var gamalt, er nú nýtt. Það, sem
var áður, er komið,aftur. Þú leitar
að merki þess, að þessir hlutir, sem
.sjást, komi ekki á steininn (krystall-
inn) af mannahöndum. Það mun þá
verða veitt þér”.
Wilson virðist hafa verið agn
dofa af undrun við þessa uppgötvun.
Hann tekur það ráð tafarlaust, að
skrifa vini sínum, sem heldur því
fram, að hann standi i sambandi við
verur úr öðrum heimi, og biðja
hann að reyna að fá svo nefndan
“fylgdaranda” sinn til þess að leggja
eftirfarandi spurningar fyrir þá
veru, sem hafi sent skeytið, sem eg
hefi nú sagt ykkur frá:
1. Getur áhaldið orðið fyrir áhrif-
um af hugum lifandi manna?
2. Eru skeyti þessi eingöngu komin
frá öðrum verum, en lifandi jarð-
neskum mönnum?
3. Verður krystollinn eingöngu fyr
ir áhrifum af öðrum verum en
mönnum?
4. Vill sá, sem olli áhrifunum
krystallinn, segja mér, hver hann
er, og, sem sérstakt og síðasta
merki góðvildar sinnar, segja
mér, hvort og hvernig unt er
að gjöra vélina svo einfalda, að
almenningi verði unt að nota
hana?”
Nú kemur næsta tilraun með
krystallinn. Wilson er auðvitað for
vitinn eftir, hvort nokkuð svar
kunni að koma. Það hefðum við lík-
legast öll verið. Hann vildi ekki vera
við vélina sjálfur, til þess að þar
skyldi engra áhrifa kenna af eftir-
vænting sinni. Hann fékk til þess
mann, sem ekki hafði neina liug
mynd um fyrirspurnir hans. Mað
urinn las þetta út úr krystallinum:
“Við 1. spurningu þinni: “já
Við 2. sp. þinni: bæði frá lifandi
mönnum, og frá dauðum, sem eru
lifandi. Við 3. sp. þinni: já, þessir
hlutir koma ekki frá lifandi mönn-
um, fyr en þeir eru farsællega komn-
ir inn í dal Amentis (dauðans). Að
öðru leyti skalt þú leita takmarks-
ins frá þessum fremur einföldu með-
ulum, þvi að eg segi þér satt, fólk-
inu þykir ekki vænt um það, sem
því veitir örðugt að skilja. Og vél-
in þín er ekki annað en hörmulegur
hlutur i augum þeirra, sem þekkja
ekki þessa hluti, og svona hefir það
verið frá dögum Heru. Amen-
Ra-ames”. —
Mcð þessu svari virðist Wilson,
að tilraunir hans hafi náð hámarx-
inu, enn scm komið er. Svo merki-
legt þykir honum að hafa fengið
það, með Jiessum hætti, við fyrir-
spurn, sem gjörð var, eins og eg hafi
frá skýrt.
Þessi Amen-Ra-ames er sama ver
an, sem gaf Wilson fyrstu bending-
arnar i ósjálfráðu miðlaskriftinni.
Hann á að hafa verið forn-egypzkur
spekingur. Hvað sem um það er, get
eg vel trúað því, að hann sé vitur
maður. Hann vill auðsjáanlega enn
ekki stuðla að þvi, að vélin geti orð-
ið almennings eign. Hann virðist
hafa nákvæma þekkingu á þeirri
reynslu mannanna, að þeir menn,
sem eiga því láni að fagna, eða
verða að sæta þvi óláni, — hvernig
sem við nú viljum orða það —, að
flytja mönnum mikilsverðan nýjan
sannleik, þeir mæla mótspyrnu. —
Það er all-oft hentugast, að fara und-
ur-hægt og varlega að mönnuin með
sannleikann.
VII- Niðurlagsorð.
Nú ætla eg að láta staðar numið.
Eg hefi ekki minst á nærri því alt
það merkilega, sem af þessu áhaldi
er sagt. En ef mér liefir tekist, að
gjöra ykkur það skiljanlegt, sem eg
ætlaði mér að segja ykkur, hugsa
eg að ykkur skiljist jafnfraint, að
ekki er um neitt smáræði að tefla,
þar sem þessi uppfundning er. Hún
sýnist ætla að leggja afarmerkilegan
skerf til vísindanna, einkum sálar-
fræðinnar og eðlisfræðinnar. Og ef
hún varpar, eins og mér virðist hún
likleg til, einhverju Ijósi inn í það
myrkur dauðans, sem er fyrir okk-
ar augum, þykir mér ekki ósenni-
legt, að einhverjir telji hana merk-
ilegustu vélina, sem fundist hefir í
mannheimum.
Og séu þeir einhverjir viðstaddir,
sem telja vélina “hörmulegan hlut”,
eins og Amen-Ra-ames kemst að
orði í skeytinu, og alveg rangt að
segja frá henni, þá vona eg að þeir
fyrirgefi mér. Það er, hvort sem er,
árangurslaust að taka málinu öðru-
vísi en með stillingu. Þvi að af öll-
um ásæknuin hlutum er sannleikur-
inn ásæknastur. Og ef eg hefði þag-
að, þá hefði einhver annar talað og
sagt ykkur frá þessu innan skamms.
— (fsafold).
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI.
les hafa fcngið til vinnu frá Vest-
fjörðum.
— Um drattma og dularfull fyrir-
brigði talaði Hermann Jónasson ný-
lega í Rvík fyrir fullu húsi áheyr-
enda. Meðal annars sagði hann þar
langan draum, sem hann liafði
dreymt sumarið 1913, og ekki birt j
fyr en Jiarna fyrir almenningi. Og
sagði hann vel frá að vanda og létu
áheyrendur i ljósi ánægju sina.
— Lislvinafélagið er nú orðið
nafnið á félagi því, sem talað var
um í Lögréttu i des., að verið væri
að stofna til Jiess að styðja isl. list-
ir. Stofnfundur félagsins var hahl-
inn 3. þ. m. og kosnir i stjórn þess:
Ríkarður Jónsson formaður, Þór. R.
Þorlákson gjaldkeri, og Matth. Þórð-
arson skrifari. Árgjald til félagsins
er 5 kr. Markmið félagsins er gott,
og ættu men nað taka því vel.
— Aðalfundnr Þilskipaábyrgöar-
félagsins viö Faxaflóa var haldinn
4. þ. m. 20 skip voru í ábyrgð félags-
inis næstliðið ár fyrir 238 þús. kr.,
en virt á 322 þús. kr. Ábyrgðargjald-
ið var alls 1j,200 kr. Þar af greiddi
félagið til Samábyrgðarinnar 3087
kr. fyrir endurtrygging. — Fasti-
sjóður félagsins átti 14,000 kr. við
árslok og séreignasjóður 16,000 kr.
— Ekkert fórst af þilskipum þeim,
sem félagið tók i ábyrgð, og að eins
smáviðgjörðir á tveimur skipum.—
Samkvæmt lögum félagsins átti Ás-
geir Sigurðsson konsúll að ganga úr
stjórninni, en var endurkosinn. End-
urskoðuuarmenn og skipavirðinga-
menn voru sömuleiðis endurkosnir.
— Prestkosning er nýlega um garð
gengin á Ásum í Skaftártungu og var
sira Sigurður Sigurðsson kosinn
með mikhun atkvæðamun, en hann
hofir frá þvi í haust þjónað hrauð-
inu. Prestssetrið er nú flutt frá Mýr-
imi að Ásum.
liæjarbruni. 1 “Vestra” frá 25.
f. m. segir, að þá fyrir skömmu hafi
brunnið bærinn að Melcun í Vikur-
sveit. Bóndinn þar, Steindór Hall-
dórsson, fátækur fjolskyldiunaður,
bjargaðist út með heimilisfólki sínu,
en litlu varð bjargað af húsmunum,
og bæjarhúsin brunnu til ösku. Alt
sagt óvátrygt.
í
Lögrctla, 9. febrúar.
Sæsíminn slitinn. Hann slitnaði í
fyrradag, að því er símastjórnin
heldur skamt fyrir norðan Færeyj-
ar. Líklegt, að samband náist ekki
aftur fyr en að minsta kosti eftir 8
til 10 daga.
Landsímaslil, hin mestu, sem
fyrir hafa komið, urðu i tstórviðrinj
um siðastliðin mánaðamót. Allar
voru þær bilanir, sem nokkuð kvað
að, sunan Holtavörðuheiðar. Hjá
Hamrahlíð í Mosfellssveit lá síminn
niðri á nál. 1 kílóm. svæði og voru
jar nokkrir staurar fallnir. Þó voru
skemdirnar miklu meiri á öðrum
stöðum. Við Útskálahamar voru all-
ir þræðirnir fallnir á 8 kílóm. svæði
og á milli Norðtungu og Stóra-
kropps í Borgarfjarðarliéraði var
síminn fallinn á nál. 10 kílómetra
svæði.
Þrátt fyrir Jiessar miklu biíanir
m.á heita að greiðlega hafi gengið,
að koma sambandinu á aftur. f gær
var þó sambandslaust við ísafjörð.
Og smáslit voru þá orðin á nokkrum
stöðum í Norðurlandi, en óslitið
samband til Seyðisfjarðar.
Megnið af þessum slyisum er Jiví
að kenna, að ísing hefir hlaðist ut-
an um símann. En <þó kvað það ekki
vera svo utn slitin hjó Hamrahlið,
heldur er stórviðrinu eingöngu kent
þar um.
Járnbrautarmálið. Á fundi fé-
‘lagsins “Fram” 22. f. m. var sam-
þykt svobljóðandi tillaga: “Félagið
Fram’ lýsir þvi yfir, að það aðhyll-
ist, að járnbraut verði lögð frá
Reykjavik austur um sveitir, og vill
vinna að framgangi þess máls svo
fljótt sem viðskifta- og fjármála-
ástandið leyfir”.
Verkfall hefir staðið yfir i
Hafnarfirði frá þvi i miðjum siðast-
liðnuin mánuði. Er það verkamanna
féJagið Hlíf, sem fyrir því gengst,
en í félaginu eru bæði karlar og kon-
ur. Kröfur þess voru, að karlmanns-
kaupið yrði fært upp úr 30 au. um
klt. i 40 au. og kvenmannskaupið
upp í 25 au. Stærsti vinnuveitand-
inn í Hafnarfirði er Englendingur-
inn Bookle og er hann nú heima hjá
sér, i Skotlandi, en honum voru
sendar kröfur verkamannafélagsins, Lögrétta, 1ö. febrúar.
og svaráði hann þeim svo, að hann j •
vildi borga verkafólki sinu vel, svo' Jarðsaga íslands. Á sunsudaginn
var flutti Guðm. G. Ilárðarson, bóndi
framarlega sem það væri ekki i fé-
laginu. Segir hann það álit sitt, að
verkamannafélög valdi falli flestra
þjóða og á yfirstandandi tíma sé
rcynsla fyrir þvi í sínu landi. Hann
segir, að kvenfólkið í Hafnarfirði
á Kjörseyri, fróðlegt alþýðuerindi i
Iðnaðarmannahúsinu um jarðsögu
íslands frá elztu timum og alt fram
að landnámstið. Skýrði hann fyrst
frá þvi í fám dráttum, hvernig land-
vinni betur en karlmennirnir og væri orðið til og rakti siðan jarð-
telur vinnu karlmannanna alt annað | sö«u Þess} stuUu °8 >Í«si máli- Hing
en viðunandi. — Innlendir vinnu-1 111 hetir verið álitið, að elztu
veitendur i firðinum neituðu einn- jarðmyndanir hér á landi væru frá
ig að fullnægja kröfum verkamanna- fyrri Uuta tertiærskeiðsins. En Guð-
félagsins. Segjast þeir munu hahla mun(iur tailii okki ósennilegt, að
sama verkkaupi eftirleiðis, sem hing sumar jarðmyndanir landsins væru
að til, þ. e. fyrir tímabilið sem eftir;miklu eldri °« ncfndi Þar t(| 8ranit
er til 1. marz, 25 til 30 au. ldt.kaupi
fyrir karlmenn; en cftir þann tíma
35 til 40 au..eftir manngildi, og fyrir
kvenfólk 18 til 20 au. kaupi bæði i
vetur og sumar komandi. Þó skulu
unglingar ekki teljast þar með, upp
að 16 ára aldri. Þeir kvarta einnig
yfir vinnu brögðunum, og segja, að
fólkið hlaupi frá vinnu til kaffi-
drykkju hvenær sem því sýnist all-
an daginn, og iscgjast þeir ekki vilja
þola slíkt framvegis. Hefir verkám.-
blaðið Dagsbrún birt skrifleg svör
vinnuveitenda til verkamannafélags-
iss. — Eitthvað af fólki kvað Book-
kenda bergtegund, er gabbró nefn-
ist og fundist hefir i föstu bergi í
Austur-Skaftafellssýslu. — Og hann
færði tikur fyrir þvi, að þær
myndanir væru miklu eldri en hing-
að til hefir verið álitið, og landið
því eldra en talið hefir verið. Þó
kvað hann ekki auðið að skera úr
því með ákveðinni vissu, sökum
þess, að myndanir þessar eru enn
lítt rannsakaðar. — Gjörði hann þá
grein fyrir því, að loftslagið eftir is-
öld hefði tvivegis verið mun hlýrra
MARKET HOTEL
146 l’rlnccNM Street
á móti markaCinum
Bestu vínföníf, vindlar og: aö-
hlyning góö. íslenkur veitinga-
maöur N. Halldórsson, leiöbein-
ir Islendingum.
I*. O’CONNEL, Eigandi Wlnulpeg'
Sérstök kostaboö á innanhuss-
munum. Komið til okkar fyrst, þit5
munið ekki þurfa aö fara lengra.
Starlight New and Second Hand
Furniture Co.
5»3—505 NOTRE DAME AVENUE
Talsfml: Gnrrj 3884.
SH AW’S
Stærsta og elsta brúkaðra fata-
sölubúö í Vestur Canada.
479 Notre Dame Avenue
GISLI GOODMAN
TIN SMIÐUR.
VerkstætSÍ:—Horni Toronto St. og
Notre Dame Ave.
l’hone
Garry 2088
llclmllls
Garry 800
FlNASTA SKÓVIÐGERÐ.
Mjög fín skó vifcgertS á meTSan þú
bíöur. Karlmanna skór hálf botn-
aöir (saumatS) 16 mínútur, gútta-
bergs hælar (don’t slip) eba lebur,
2 mínútur. STEWART, 103 Paclfic
Ave. Fyrsta búb fyrir austan atSal-
stræti.
J. J. BILDFELL
FASTEIGNASALI.
Unlon Bank 5th. Floor No. 520
Selur hús og lóTSir, og annatS þar atl
lútandi. útvegar peningalán o.fl.
Phone Maln 2685.
PAUL BJARNASON
FASTEIGNASALI.
Selur elds, lífs, og slysaábyrgb og
útvegar peningalán.
WYNYARD,
SASK.
J. J. Swanson H. G. Hinrlksson
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNASAUAR OG
prnlnsa mlHlnr,
Talsíml Main 2597
Cor. Portage and Garry, Wlnnlpe*
Graham, Hannesson & McTavish
LBGPB.U8ISGAR.
215—216—217 CURIÍIE BUIL.DING
Phone Main 3142
WINNIPEG
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND& ANDERSON
UKiFRFÐINGAR.
Pbone Main 1661
Electric Railway Chambers.
Talsími: Main 5302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gislason
PhyNlotnn nnd Snrjfeou
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis Kjúkdómum og upp-
skuröi.
18 South 3rd St.. Grand Korkn, N.D.
Dr. J. Stefánsíon
401 HOYD UUILDING
Hornt Portage Ave. og Eömonton St.
Stundar eingöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er at5 hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.fc.
TALSIMI: MAIN 4742
Heimill: 105 Olivia St. Tals. G. 2315
Vér höfum fullar birgöir hrein- f
ustu lyfja og meöala. KomiB Á
meö lyfseöla yöar hingaö, vér f
gerum metiulin nákvsemlega eftir Á
ávísan læknislns. Vér sinnum f
utansveita pöntunum og seljum A
giftingaieyfi. : : ; "
COLCLEUGH & CO. *
Notre Danie Sherhrooke Sta. 9
Phone Garry 2690—2691 \
Framhald á bls. 8.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina. : :
813 SHERBROOKE ST.
Phone G. 2153 WINNIPEG