Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. MARZ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3 BLUE R/BBON KAFF/ OG BAK/NG POWDER Er kaffibollinn þinn á morgnanna verulega bragðgóður gómsætur og ilmandi ? Ef það er ekki þá biddu um Blue Ribbon kaffi næst þegar þú kemur í búðina og muntu skjótt finna muninn. Þú verður þægil- lega forviða. Blue .Ribbon te, kaffi, Baking Powder, Spices og Extracts er alt af sömu tegund— hinni bestu. Sitt af hverju frá Grand Prairie. Gamli kunningi M. J. Skaptason! Þá ræðst eg nú í að senda þér linu og bið þig lagfæra og lesa í málið, því eg hefi lítinn tima til skrifta og svo ekiki sérlega pennafær. Hinn 16. ágúst síðastliðinn vor- um við búin að vera hér í 4 ár; við náðum hingað og tjölduðum á land- areign okkar 16. ágúst 1911, kl. 5 um kveldið. Við vorum búin að vera á leiðinni síðan 6. júli, eða liðlega ö vikur, frá Winnipeg. Við stönsuð- um nökkra daga í Edmonton, og svo vorum við um kyrt eina viku, í Grouard, sem er við vesturenda | Þrælavatns (Slave Lake). Það mátti heita, að það rigndi meira og minnaj á hverjum degi frá því við fórum fráj Edmionton og þar til við komum hingað, og seinkaði það ferð okkar ekki lítið; en samt gekk alt slysa-^ laust, þó við værum með 3 börn og eitt þeirra kjöltubarn. Vegalengdin frá Edmonton hingað er um 500 mílur, af því var farið um 200 á bátum; hitt á vögnum, sem tjaldað var yfir. Tveir vegir voru að kom- ast hingað, annar frá Edson, alt landveg *g talsvert styttra; en hinn sá, er við tókum, nefnilega Atha- baska, Slave Lake og Peace River Crossing vegurinn. Hvorugur vegur- inn var góður, og kunna báðir frá mörgum hörmungum innflytjenda: að segja. En Edson vegurinn nrá heita eða að minsta kosti var þá bráðófær að sumri til. Á þeirri leið eru svo miklar hæðir, að fullerfitt er fyrir hvort heldur menn 'eða skepnur að ganga upp þær lausir og liðugir. Eg var búinn að fara laus og liðugur hér í gegn áður og Skoða landið og vegina, og vissi þvi, hvor: leiðin var betri og hvað þurfti að j hafa til þess að komast í gegn. Og! sé eg aldrei eftir því, því sá auka- j kostnaður marg-borgaði sig. Margur i lagði upp með búslóð sína áleiðisj hingað, án þess að vita neitt um, j hvað var fyrir framan, og hafði það j oft illar afleiðingar. Við þektum báðir vegina i Nýja íslandi í gamla daga og voru þeir gull hjá Edson! brautinni. Við höfum verið eina íslenzka fjölskyldan hér, þar til í vetur fyr- ir Jól, að Jón Einarsson frá Glen- horo, Man., flutti fjölskyldu sína hingað. Hann kom hingað sjálfur sumarið 1914, ásamt Helga Helga- syni frá Glenboro; þeir tóku báðir lönd og bygðu á þeim. Seinna kom svo Kristján, bróðir Helga, og Egill Jóhannsson. Þeir tóku einnig lönd og hafa hygt og unnið á þeim; en áður en við komum hingað var hér einn einhleypur íslendingur, Jörgen Renediktsson, og þá eru nú Islend- ingar hér taldir, og munu höfuðin vera 17; fáment en góðment. í þrjá vetur fór eg sem aðrir hér út til Edson, eftir nauðsynjum ökk- ar fyrir árið; þó kostnaður væri við Fáðu það núna- P Lager Það er eitthvað við og í þessum Bjór sem gerir hann að mat. FátSu hann hjá verzlunarmönnum eöa rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. þær ferðir, þá var það ekkert í samanburði við, að kaupa vörur hér. Þegar við komum hingað, var syk- ursekkurinn $25.00 hundrað pund- in, hveitisekkurinn $12.00 og alt annað eftir j)ví. Vegalengd til Ed- son héðan er um 250 mílur aðra leiðina, og þó það sé skárri vegur að vetri en sumri, þá er það samt törsótt vegna.hæðanna. En nú er þetta alt á enda, því nú er járn- brautin bráðum komin. “Dompur- inn” kominn alla leið hingað og stálið komið til Spirit River, og verið að leggja það i óða önn hing- að. Væri það ekki fyrir þetta fjár- ans strið, þá mundu vera fleiri járn- brautir á leið hingað, því þær sjá sinn hag í því: Landflæmið svo mikið, fólkið svo margt og fram- leiðslan mikil. Það er álitið, að um 2 milíónir bushela af korni hafi verið þreSktar hér í haust; það er býsna mikið fyrir bygð, sem hefir verið jafn langt frá járnbraut. Þetta meinar auðvitað alt Peace River hérað, að undanskildu Fort Ver- million. Hveiti uppskeran varð hér frá 35 til 45 bushel af ekru, og hafr- ar frá 60 upp í hundrað bushel. Eg hefi heyrt, að sumir hafi fengið 55 bushel af hveiti, en um sönnur veit eg ekki. — Þú fyrirgefur, þó eg noti ekki þetta nýja islenzka orð “mæla”, sumir af oss vita varla við hvaða mæla er átt; eg hefi það bara bush- el. Uppskera hefir aldrei brugðist hér algjörlega enn. Tíðarfar líkar mér heldur betur en austurfrá, finst vetrar vera held- ur mildari. Samt var hart kulda- kast frá 26. des. i vetur til 12. febrú- úar, að undanskildum 3 döguin um miðjan janúar. En 12. febrúar skifti um og kom þíða og helzt hún enn, og er sleðafæri rétt á förum. Oft tek eg eftir þvi, hvað þið blaðamenn og “business” menn hvetjið fólk að fara út á land. Eg hefi alt aif haldið þvi fram, að betra væri að mörgu leyti að vera úti á landi, sérstaklega fyrir börn; þar er loftið hreint og óblandað og feg- urð náttúrunnar í allri sinni dýrð. En hvert á fólkið að fara? Annað- hvort verður það að fara fleiri hundruð milur út i óbygðir, til að ná í almennilegan landblctt, cða þá að taka bráðónýtt land, sem er ekk- ert nema sandur, skógur eða fen. En heldur vildi eg fara 1000 mílur og ná í gott land með þvi móti samt að það sé meira en nokkrar fer- hyrningsmílur af því, eins og til dæmis hér, þvi þá koma járnbrautir vanalega fljótlega eftir að fólk er komið á svona stórt landflæmi og farið að yrkja það, — heldur enn að sætta sig við land, sem er fen eða tómur skógur. En þvi er þetta svona? Nóg er af góðu óyrktu landi enn í Canada, og það rétt meðfram járnbrautum. Þú talar um Canada, sem landið, er hafi lagt alt upp i hendurnar á okkur, í einni her- hvatar-jgrein þinni. Ekki hefir það lagt neitt upp í hendur bændanna fyrirhafnarlaust; en það eru þessar kanadisku pólitisku blóðsugur, sem mata krókinn fyrirhafnarlaust. — Landið sjálft var gefið i hendur auðfélaga, ásamt timbri, námum, fiskivötnum og öðrum auðsupp- sprettum. Ef menn svo vilja fara út á land og byrja búskap, þá er um þrent að gjöra: taka ónýt lönd, því að félögin hafa það bezta, eða kaupa dýrum dómum af þessum auðfélög- um, — eða í þriðja lagi fara út í ó- bygðir. Svo þegar á landið er kom- ið, þá er alt, sem þarf til búskapar með uppsprengdu verði, svo sem akuryrkju verkfæri, vír til girðinga, bindaratvinni og margt fleira. Þvi alt er tollað. Svo þegar bóndinn sýn- ir, að enginn ágóði sé í búskapnum, þiá er honum sagt, að hann kunni ekki að búa. Það skal játað, að þó maður búi í hundrað ár, þá er alt af eitthvað að læra í sambandi við búskap. En all- ur þorri bænda kann svo að búskap Members of the Commercial Educators’ Association E. J. O’Sullivan, M- A. Pres. 1 ESTABL/SHED /882. Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. ÞAÐ VANTAR MENN TIL Að iæra Automobile, Gas Tractor ITJn 1 bezta Gas-véla skóla í Canada. Þ»aö tekur ekki nema fáar vikur aö læra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent aT5 höndla og grjöra vÍT5, Automoblle, — Auto Trucks, Gas Tractors, Statlonary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrlfstofa hjálpar þér aT5 fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánu?5i sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engrineer eT5a mechanic. KomiT5 et5a skrif- iö eftir ókeypis Catalogue. Hinn nt'/ji Gas Engine Skóli vor er nú tekinn til starfa i Regina. Hemphills Motor School «43 Muln St. Wlunlpee A6 iæra rakara iðn Gott kaup borgaB yfir allan ken- slu tímann. Ahöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauösynlegrar til aö læra. Atvinna útveguð þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku eT5a viT5 hjálpum þér aT5 byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifœrl til aT5 borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítiT5 eitt á mánuT5i. í»aT5 eru svo hundruT5um skiftir af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjáT5u elsta og stæT5sta rakara skóla í Can- ada. VaraT5u þig fölsurum.---- SkrÍfaTSu eftir ljómandi fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber College Cor. KlngSt. nnd l’iuiflc Avenue WINNIPEG. | útibú í Regina Saskatchewan. og lærir alt af með ári hverju, að hanii getur þrifist þess vegna. Iin það eru ólögin, sem hindra hann. Þegar C. P. R. var bygð, þá gaf Sir John A. Macdonald stjórnin fé- laginu stórlandfláka, og fékk svo ríflega fúlgu í kosningarsjóð sinn í staðinn, eftir því sem sagt er í æfi- sögu Donald Smith (siðar Strath- cona lávarður), ritaðri af McPrest- on, sem var annar frumkvöðull að C. P. R.. Svo þegar G. T. P. var bygð, í Lauriers tíð, þá er sóað 40 milíón- um þar af fólksins fé, og er það að eins eitt dæmi af mörgum ófögrum á hans stjórnartið. C. N. R. fer i fjár- hirzlu ríkisins þegar þeim sýnist. — Helzt var þó ástæða, að C. P. R. fengi styrk, sem var fyrsta brautin, er bygð var í gegnum landið. Þegar Borden stjórnin kom til valda, héldu margir, að breytast myndi til batnaðar. Hann hafði lof- að ýmsum umbótum, til dæmis Ter- minal Elevators i Vesturfylkjunum, og efndi hann það; annar er i Sas- katoon, en hinn, ef eg man rétt, í Moose Jaw. Tollur var líka færður niður á akuryrkju verkfærum; en samt eru þau eins dýr og áður, eða jafnvel dýrari. Og eftir því, sem einn verkfærasali i Winnipeg segir, þá. er það ástæðan, að yfirtollheimtu- menn (custom officials) virða veúk- færin þeim mun hærra, svo alt kem- ur í sama stað niður, og verður tollurinn því jafn mikill og áður. — Einnig finst mörgum, að stjórnin ætti að geta séð um, að annað eins ránsverð væri ekki sett fyrir að flytja hveitið yfir hafið; i staðinn fyrir 8 cents áður en stríðið byrj- aði, eða þar í kring, þá er það nú frá 38 til 42 cents á bushelið; og er sagt, að skipaeigendur borgi verð skipanna á einni eða tveimur ferð- um. Auðvitað varð flutningsgjald að hækka á þessari vöru sem ann- ari, en þetta er óhæfilega milkill munur. Og svo kemur nú alt, sem til hernaðar var keypt: meira og minna svikið; hestar haltir, 20 ára gamlir og þar yfir; sviknir sjónaúkar, skór og annað fleira. Ef til vill hefir stjórnin ekkert vitað um þetta i fyrstunni; en þegar þetta er nú alt sannað, íþá er það skylda hennar, að hegna þessum föðurlandssvikur- um, sein eru verri óvinir, heldur en óvinirnir, sem barist er við á víg- vellinum. Maður getur ekki hugsað um þessa pólitisku garpa, nema með fyrirlitningu; en þeir kunna ekki að skammast sin, til dæmis eins og De vet. Foster, fyrrum M.P., og fleiri. Þeir ættu að vera reknir út á víg- völlinn eða í tukthúsið. Og hvað er með öldungaráðið (The Senate)? Flestir bjuggust við, að Borden stjórnin myndi semja lög, sem losuðu þiá ellihrumu, gná- hærðu öldunga við stöður sinar, — eftir að þeir höfðu cyðilagt 2 helstu og beztu frumvörp stjórnarinnar, nefnilega flotamálafrumvarpið (The Navy Bill) og góðra vega frumvarp- ið (The Good Roads Bill). En þeir sitja þar enn við sín háu laun, þess- ir náungar, sem skipaðir eru í sæti sín til dauðadags, ekki af fólkinu, heldur af stjórninni, eftir að þeir geta ekkert annað gjört. Þvi þar gjöra þeir lítið, en jiegar það er eitt- hvað, þá er það til ills eins. Já, herra ritstjóri, þú talar um i Heimskringlu, i sambandi við að Dr. Simpson var tekinn fastur, að fólk se orðið þreytt á þessari dulu, sem veifað sé bæði suður í Banda- ríkjum og í Evrópu. Þú hefðir held- ur átt að segja, að fólk væri orðið þreytt á þessum pólitisku blóðsug- um, sem stela og ræna í þúsunda- tali af fólkinu fé, sem þeim er trúað fyrir. — Þó að Roblin hneykslið sé eitt það versta, sem sannast hefir, þá er litill efi, að gruggugt sé undir hjá hinum stjórnunuin ,nema ef vera kynni þeim allra nýjustu. En ekki finst mér sanngjarnt, að ásaka alla jiingmenn, sem greiddu atkvæði á móti rannsókn í þinghússmálinu. Sumir þeirra, til dæmis eins og Sveinn Thorvaldsson, sem var að eins búinn að vera stuttan tíma á þingi, vissu ekki, að neitt væri rangt og þar af leiðandi voru á móti rann- sókn, sem alt af hefir mikinn kostn- að i för með sér. Og ekki álít eg það neinn heiður fyrir ritstjóra Lögbergs, eða neinn annan íslend- ing, að fara að vinna á móti Sveini, til að koma að þessum Galla eða Þýzkara, eða hvað annað sem hann er. — Til hvers er að tala um, að halda við íslenzkunni, og svo þegar okkar beztu menn sækja um opinberar istöður, og oft á móti lélegri mönn- um en þeir eru, — þá koma landar fram i stórhópum og vinna á móti landanum og það af miklu kappi. — Eg man alt af, að mér sárnaði í fyrsta skifti, sem Baldwinson sótti á móti Colclough heitnum, livað landarnir unnu á móti Baldwin- son. Eg var þá lítill drengur i Nýja íslandi, eins og þú veizt. Að líkind- um hefir kosningasjóðurinn verið þyngri Colcloughs megin, enda vann hann. En tit hvers þarf þessa kosninga- sjóði? Eg sé ekki, að þeirra ætti að þurfa með. Kjósendur ættu að kenna þessum pólitisku snápum, að þeir kjósi eftir sannfæringu, en ekki eft- ir þvi, hvar sé mest af peningum, brennivíni sigars eða vinnuloforð- um. Og að endingu vil eg minna ís- lenzka bændur á, að styrkja alla ærlega óháða menn, sem sækja, hvort heldur til ríkis- eða fylkis- þings. Og eins að styrkja Bændafé- lögin (Grain Growers og United Farmers); þau hafa gjört meira gott fyrir bændastéttina, en allar stjórn- irnar til samans. Samt á Sifton stjórnin í Alberta, Norris stjórnin í Manitoba og Scott stjórnin í Saskatchewan þakkir skil- ið fyrir að hafa gefið fólki tækifæri til að reka Bakkus burtu með sann- gjarnri atkvæðagreiðslu, nefnilega með að eins rneiri hluta atkvæða; en ek'ki með þeirri algjörlega röngu aðferð, sem áður var, nefnilega, að bindindismenn þyrftu að fá tvo þriðju atkvæða. Eins eiga þessar stjórnir þakkir skilið fyrir, að gefa konum jafnrétti við karlmenn. Ef nú ríkisstjórnin og fylkis- stjrnirnar taka sig saman um, að hlynna að bændastéttinni, sem er undirstaðan að allri velferð lands- ins! Það er svo ofurhægt að bæta kjör þeirra (bændanna) með eftir- farandi laga-umbótum: . l.Að útvega bændum billegri pen- inga (cheaper money), svipað eins og gjörist í ýmsum Evrópu- löndum, til dæmis New Zealand. Peningamennirnir hafa sinn veg hér og bændur verða að borga þá rentu, sem þeir heimta. 2. Að afnema algjiirlega ailan toll af akuryrkju verkfærum. Þessi verkfæri, búin til hér, eru sehl billegar á Englandi, heldur en þau eru hér. Það sýnist skrítið. 3. Afnema toll á hveiti suður yfir línuna. Borden stjórnin mun tapa fylgi Vesturfylkjanna fyrir alla frammistöðu hennar í því máli. 4. Að koma á lægri flutningsgjöld- um bæði á sjó og landi (freight rates and express rates). 5. Að vinna að því, að koma á betri vegum út um sveitir. Sú stjórn, sem kæmi þessum og öðrum smærri umbótum í fram- kvæmd, myndi fá að sitja við völd með sóma og heiðri, en ekki fara frá völdum með smán og skömm, eins og Roblin stjórnin. Auðvitað með þvi móti Iíka, að brúka almenn- ingsfé réttilega. — Hefði Roblin stjórnin gefið fólki tækifæri, að reka Bakkus burtu og gefið konum jafn- rétti og ekki sóað almenningsfé að óþörfu, þá myndi hún enn sitja við völd með sóma miiklum, — en þetta gat hiin ekki séð, eða vildi ekki sjá það. Magnús G. Guðlangsson. Æfiminning. Þann 31. janúar síðastliðinn lézt að heimili sínu við Belmont póst- hús í Argylebygð konan Eyhildur Guðrún Einarsdóttir. Síra Friörik Hallgrímsson jarðsöng hina látnu 3. febrúar. Guðrún heitin var fædd 27. ágúst 1862 í þorpinu við Steingrímsfjörð. Forolrdrar hennar voru Einar Gísla- son ættaður úr Hrútafirði, og kona hans Þuríður Jónsdóttir, bónda á Ketseyri. Fimta október 1887 giftist hún eftirlifandi manni sínum Stef- áni Guðmundssyni. Næsta vor birjuðu þau búskap í Bæ á Bæjar- nesi í Múlasveit í Barðarstrandar- sýslu, og bjuggu þar uns þau 1892 fluttu til Kanada, komu til Winni- peg 20. júlf, en fóru svo hingað vest- ur í Argylebygð og hafa verið hér síðan. Þau hjón eignuðust þrjú börn heima á íslandi, önnur þrjú börn hér. Börnin eru öll einkar mannvænleg, þau heita: 1. Þórdís, hún er gift Sam West- brook, kornkaupmanni í Belmont. 2. Sturlaugur Einar. 3. Þuríður Anna. 4. Snæbjörn Sigurður. 5. María Magðalena 6. Guðmunda Kamilla. Strax og Guðrún heitin veiktist var læknir sóttur, og rétt á eftir var fengin hjúkrunarkona frá Winni- peg. Læknirinn kom næstum á liverjum dogi að vitja um hana, það var því gert alt seiri hægt var til þess að hún næði hcilsu aftur, en alt var árangurslaust. Guðrún heitin var myndar kona í sjón, fyrirmyndar húsmóðir og góð eiginkona og móðir. Algóður guð huggi og styrki hina eftirlifandi ástvini sein hafa mist svo mikið. Blessuð sé minning hennar. Vinur. Leiðrétting. 1 tilefni af umgetningu um dauðs- fall Eggerts sáluga Vatnsdals, sem kom út i siðasta tölpblaði Heims- kringlu, 23. marz, skal þessa getið: Af vangá hefir fallið úr að geta fimta sonar Eggerts heitins, sem hét Magnús Ágúst Eggertsson, er drukn- aði 7. janúar 1905 frá Bolungarvík. Ilann var mesti sjósóknari og var búinn að vera 11 ár formaður á skipum við fsafjarðardjúp, þegar hann druknaði. Hann eftirlét ekkju með fjórum börnum. Var kona Petr- ína Sigrún Stefánsdótlir, ættuð af Breiðafirði. Flutti hún svo 1906, eða ári siðar, til Ameríku og hefir sið- an dvalið hér i Winipeg ineð börn- um sínum, sem nú eru orðin upp- koinin og öll mannvænleg. Börnin eru þessi: Guðrún Andria, Eggert, Elín Stefania og Magnúsina Soffia. Vér biðjum afsökunar á þessu. — Það kom ekki af vangá eða kæru- leysi, heldur af þekkingarleysi. Vér þektum sonu Eggerts og dóttur i Dak ota og síðar i Roseau, Minnesota, en vissum ekki um þenna son hans, er druknaði eða ekkju hans og börn hér í Winnipeg. Oss þótti vænt um að fá leiðréttingu þessa.—Ritstj. Rúmenar taka Búlgara fasta. Þegar friður var saminn i seinasta Balkan striðinu, fengu Rúmenar sneiðina frá Búlgörum sunnan við Bónárósa. Er þar kastalinn og borg- in Silistria. Þar var eftir allmikið af Búlgörum, en nú þótti Rúmenum Biilgarar heldur hávaðamiklir og ráðríkir, og vera að reyna að vinna menn undan Rúmeniu. Þetta þoldu þeir ekki lengur, og nú um daginn tóku þeir a'Ila helztu Búlgara þar og hneptu í fangelsi og sökuðu um landráð. Tóku þeir meiri hlutann af embættismönnum og lögregluliði borgarinnar. Þeir bönnuðu og allan útflutning á gripum. Og einlægt eru þeir nú að styrkja og auka her sinn, þangað til tíminn konii, er þeir fara af stað. 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 Union Trust 8ldg., Winnipeg Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.