Heimskringla - 06.04.1916, Síða 5

Heimskringla - 06.04.1916, Síða 5
WINNIPEG, 6. APRÍL 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 5. Er herskylda kvenfólks á leiðinni? Þetta er spurning, sem farin er að gjöra vart við Sig hjá Bretum, og viðar i Evrópu. Þeir (Bretar) hafa herskyldu í vœgu formi á karlmönn- um, á verksmiðjum, á peningum, á sumum fæðutegundum, til dæmis á sykri. Það eru miliónir af kvenfólki, sem vinna fyrir stjórnina að hergagna- tilbúningi Oig mörgu þar að lútandi; já, og margar miliónir meir, sem ekki eru að vinna neitt í þá áttina, sem sjálfsagt er eins mikið hugsað um af þeim, sem eru að vinna, eins og þeir, sem ekki vildu fríviljug- lega ganga i herinn, voru i huga leiðandi hermálamanna, og sem að varð orsökin til herskyldunnar. Það er stundum eitt stutt spor á milli ó- viljans og þesis þegjandi kraftar, sem sá sem vinnur framleiðir, og sem kemur hinum óviljuga til að vinna með. Þetta yfirstandandi stríð hefir gjört stóra byltingu i verkahring kvenþjóðarinnar, sem i framtíðinni mun gjöra drauma kvenfólksins um andlegt, pólitiskt og verklegt jafn- ’rétti, að fullkomnum virkilegleika. Eitt af ensku blöðunum segir: — Það má heita merkilegt, að þrátt fyrir stríðið er heimaverzlun Breta mjög lífleg, og að þótt utanlands- verzlun þeirra hafi minkað, er hún að eins 26 prósent minni en árið 1913. Hvernig getum vér svo útskýrt þetta? Fyrst. — Allir vinna harðara og meira en þeir gjörðu fyrir stríðið. Annað. — Vér'höfum losað okkur við fjölda af ónýtum atvinnugrein- um. Þriðja. — Vér höfum fundið, að kvenfólkið er vel hæft til að gjöra fjölda margt af þeim verkum, sem gömul siðvenja hafði helgað karl- mönnunum. Fjórða.— Við höfum komið let- ingjunum, flækingunum, og þeim, sem áður vildu ekki vinna, til þess að vinna. En eftir striðið, þegar drengirnir okkar koma heim, hvað þá?. Vér verðum að losa okkur við fjölda af þessu nú vinnandi íulki, til þess að veita atvinnu mönnunum, sem hafa barist fyrir okkur. Eg viðurkenni fyllilega forgangsrétt heimkominna hermanna, segir einn blaðaritari i London; en eg viðurkenni ekki, að vér þurfum að villast inn í gömlu atvinnu og atvinnuleysis hringið- una. — Um hið mikla, háleita og aðdáun- arverða starf, sjálfsafneitun og Miannelsku, sem kvenfólkið hefir framkvæmt og er að framkvæma, sem hjúkrunarkonur og hjálpendur á einn eða annan hátt hermanna okkar á vígvellinum, þarf ekki að tala, — allir þekkja það. Ein afleiðing stríðsins er sú, að kvenfólk liefir sýnt hæfileika sína sem vélasijorar (engineers) við þvi nær allar tegundir af vinnuvélum, og hefir farist það mjög vel. Það er ein verksmiðja á Englandi (i Yorkshire), þar sem flestallir vinnendurnir eru fiskistúlkur (fish- er girls) frá austurströndinni, sem þýzku sprengikúlurnar hittu. Brezka verzlunarráðinu (Board of Trade) hefir verið tilkynt, að ekki færri en 109,000 kvenmenn hafi nú tekið við flestum atvinnugreinum, sem áður tilheyrðu karlmanninum. En margir ætla að Ofangreind upphæð sé alt ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada og NorÖvesturlandinn. Hver, sem heflr fyrir fjölskyldu aí Já etiur karlmaSur eldri en 18 ára, get- ur teki® heimilisrétt á fjór'öung úr *ection af óteknu stjórnarlandi í Mani- töba, Saskatchewan og Alherta. Um- seekjandl eröur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar í þvi héraöi. 1 um- boöl annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meö vissum skil- yrSum. SKYUDUIt:—Sex mánaöa ábúö og rsektun landslns á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyrCum innan 9 milna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt iveru- hús veröur aö byggja, aö Undanteknu Þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt, á fjóröungi sectionar meöfram • ándi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYIiDUIti—Sex mánaöa ábúö á ■ verju hinna næstu þriggja ára eftir ab hann hefir unniö sér inn eignar- Þréf fyrir heimllisréttarlandi sínu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna 'ándi. Forkaupsréttarbréf getur land- aemi fengiö um leiö og hann tekur Þeimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum akilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- létti sínum, getur fengiö helmllisrétt- arland keypt í vissum héruöum. Verö $3.00 fyrlr hverja ekru. 8KYUDUK:— VerBur aB sitja á landinu 6 mánuBi af hverju af þremur næstu árum, rækta S0 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virSl. Bera má niBur ekrutal, er ræktast skal, sé landiS óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búpening má hafa á landinu í staS ræktunar undir vissum skllyrðuui. W. W. COKY, Deputy Minister of the Interior. BlöB, sem flytja þessa auglýsingu • eyflslaust fá enga borgun fyrir. af lág. í horninu á einni Lancashire verksmiðjti eru fjórtán sjálfhreyfi- maskínur (automalic machines), sem eru passaðar af kvenmönnum eingöngu, að undanteknu því, að yfirumsjónarmaður þeirra er karl- maður. Og svona er það nú orðið injög viða, að kvenfólk er búið að taka við hinni allra vandasömustu karlmanna vinnu á verksmiðjunum. Og gengur þetta svo langt nú, að fyrir ári síðan hefði engum komið til hugar, að slíkt væri mögulegt. Og það er i raun réttri mannfélags bylt- ings. Upp að byrjun striðsins var svo stórt djúp staðfest á milli verk- smiðju stúlknanna og annara kvenna, að þær voru eins og í ann- ari veröld. Það var eins langt frá hugsun alls þorra kvenþjóðarinnar, að vinna á verksmiðjum, sérstaklega við þau verk, sem sýndust að út- heimta algjörlega vinnu karla, að eg held þeim hefði heldur dottið i hug að fara að sópa strætin. En nú er öðru máli að gegna; nú vinna tugir þúsunda að verksmiðju- iðnaði, sem áður unnu að eins heim- ilisverk, og þessar þúsundir vinna fyrir margföldum peningum við það sem þær gjörðu áður, því stjórn- in hefir skipað, að þeim skuli borg- að sama kaup og karlmönnum fyrir sömu vinnu, og þær, sem verða full- numa eða framúrskarandi i sinni iðn (skilled), fá svo hátt kaup, að slikt hefir þær aldrei dreymt um áður. Hið fyrsta tundurvéla verk- stæði (bomb shop) á Stóra-Bret- landi, sem skipað er kvenmönnum, er i Yorkshire, og eru 3000 túndur- vélar (bombs) sendar út þaðan á hverri viku til skotgrafanna á Frakk-*, landi og víðar. Þegar vinnuveitendum var tilkynt, að þeir þyrftu að tvöfalda afurðir verksmiðjanna, kölluðu þeir saman verkamenn sína, og sögðu þeim, að þeir yrðu að fara út og finna ann- aðhvort karla eða konur til að vinna með þeim á verksmiðjunum, svo að hægt yrði að tvöfalda vöru- og verk- færa framleiðslu, og voru verka- menn viljugir til þess. En þegar þeir komu aftur, kváðust þeir held- ur vilja konur en karla, og við- kvæðið var að eins þetta: “Þið verðið að líta vel eftir þeim, kenna þeim og láta ykkur koma vel sam- an”. Og upp frá þeim dcgi hefir alt gengið upp á það bezta, segja vinnu- veitendurnir. í hinum stóra mat- reiðslu- og borðsal verksmiðjunnar, sem býr til “canteens’’*, segir frétta- ritarinn, sem heimsótti þann sal ný- lega, var fjöldi mikill af hergagna- vinnufólki, mest konur, klæddar í “khaki” yfirbuxur með húfur (mob caps) á thöfðum, og heyrði eg orð og orð annað slagið, sem hægt var að aðgreina frá suðunni af masi þessa fjölda. “Já”, sagði litla stúlk- an, sem sýndist vera að kenna ann- ari nýkor.dnni; “það minsta, sem þú færð um vikuna, eru 15 shillings, en þú verður að slétta utan 40 fall- byssu sprengikúlur (shells) á dag. Eg rendi utan (sléttaði) eitt hundr- að i gærdag. Já, og þú færð eitt penny fyrir hverja sprengikúlu, sem þú gjörir umfram 40”. “Já, eg liafði þrjú pund ($15.00) fyrir vikuna sein leið”, sagði föl og grannleit stúlka, í mjög óhreinum ‘khaki’ fötum, við næsta borð, um leið og hún tróð fullan munninn á sér með ‘ham’ og eggjum, “og það verða þrjú og tíu næst, sem meinar þrjú pund og tíu shillings. Úti í horni, í kringum hina miklu mat- reiðslustó, var hópur af hinuni svo- kallaða betra klassa kvenna, sem voru sjálfboðar í þessa vinnu, og væru þfler bæði mjög fjörlegar og kátar og sýndust kunna vel við sig. Við garðyrkju hafa tekið fjöldi kvenna, til þess að karlmenn þeir, sem þá iðn stunduðu, gætu farið í berinn. Einnig hafa stórir hópar kvenna tekið við akuryrkju, og farnast það mjög vel. Og svona er það með flestar greinar bændavinn- uunar. Já, jafnvel kvenmenn hæsta klassans vinna fjósaverk. Bifreiða- keyrarar eru þær orðnar i hópum (það sér víst enginn Ameríkumaður neitt nýtt við það), og það er engin sjáanleg á stæða á móti því, að þær gjöri það að fastri atvinnugrein.. Margar stúlkur utan af landi hafa komið til London, til að taka þriggja vikna kenslutíma i vélfræði (mech- anics), bankastörfum og mörgum öðrum ‘business’ atvinnugreinum. Við bankastörf vinna nú um 1300 kvenmenn, segir Sir Edward Hol- den, og hafa gjört mæta vel. Einn af aðal umsjónarmönnum London County og Westminster Bankans, segir um 700 kvenmenn, sem þar vinna: Vér höfum fulla ástæðu til að vera ánægðir með skiftin. Kven- fólkið hefir sýnt sig að v^ra sam- vizkusamt, ástundunarsamt, áreið- anlegt til orða og verka og einlægt í tíma til vinnunnar; viljugt til að vinna seint og snemma, þegar þess þarf, fult eins vel og karlmennirnir. — Og sama má segja um bankastörf kvenfólks i Canada, svo langt sem maður veit, upp að yfirstndandi tíma. ltalskar konur farnar aö vinna. Nýlega kom frétt frá Milan, sem segir, að fjöldi af heldri konum (Society Women) hafi skift um háttu síðan stríðið byrjaði og komi j nú ágætlega fram. Fyrir stríðið var I þessi klassi kvenna næstum því eins j inniluktur eins og kínversku kon-} urnar. Þær sáust aldrei úti á stræt- j um einar, að minsta kosti ekki fvrri en þær voru giftar; foru ekki ur rúminu fyrri en á miðdegi; tóku aldrei þátt í neinum útileikjum, og varla nokkur þeirra kom á hestbak; cn nú sjást þær um alt, með upp- brettar ermar, að þvo upp diska fyr- ir hermennina, vinnandi á sjúkra- húsunum og í sannleika vinnandi hvað sem þarf að gjöra, hvort sem það eru þrifaleg verk eða ekki. Það er ekki neitt nýstárlegt nú, að sjá tuttugu af þessum frúm (sem fyrir stríðið voru aðgjöröalausir letingj- ar) og sex “orderlies” passa þrjú til fjögur hundruð særða og sjúka her- menn. Á öllum járnbrautarstöðvum á Italiu, þeirra járnbrauta, sem her- menn flytja, hafa ítölsku konurnar sett up veitingahús, og bera þær kost'naðinn sjálfar, að undanteknum ófurlitluni frjálsum samskotum. Og yfir dyrunum er stór rauður kross, sem auglýsing; en ekki hjálpar Rauðakross félagið þeim að neinu leyti. Hverjum hermanni, sem kem- ur inn á þessi veitingahús, er gefin heit máltíð, nesti til ferðarinnar, póstspjöld með frimerki á og ritblý. f Milan taka þær oft á móti fimrn þúsund hermönnum á dag eða rétt- ara sagt sólarhring, gefa þeim mat; þvo upp og gjöra við sár þeirra, ef þarf. Hver kvenmaður vinnur fjóra klukkutima í einu. Á Frakklandi gjörir kvenþjóðin eiginlega hvað sem er. Þær vinna bændavinnu, sá og uppskera; þær vinna að verzlun, í verksmiðjunum, í námunum, og þá ekki sizt á sjúkra- húsunum, og hefir þetta vakið undr- un mikla hjá þjóðinni sjálfri, hvað þá hjá öðrum þjóðum, sem kunnar voru gjálífi og léttúð frönsku kon- unnar. En nú er þetta gjálífi og léttúð alt horfið, og i staðinn er komin alvöruþrungin ró, og vonar- full staðfesta, og alt er gjört “fyrir okkar fagra frakkland (pour la Bel- le France). Iðjuféysi og leti er nú skoðað sem stórlöstur, og næst því að vera glæpur, og er það sannar- lega stór breyting til batnaðar. Og nú hefir franska þjóðin fengið orð á sig fyrir siðgæði, — og það er nokkuð nýtt. Rússland, “Heilaga Rússland” — það er nafnið, sem rússneska kven- þjóðin vanalega brúkar, — hvað er að gjörast þar? Frá “keisarainnunni með engils-ásjónuna og hennar elskulegu dætrum”, niður til hinn- ar fátækustu bóndastúlku á hinum minsta búgarði landsins, eru þær allar biðjandi og vinnandi fvrir sigri herskara “Litla föðursins”, — keisarans! Striðið hefir sameinað hugi allra, með samhygð og velvilja til hásætisins, sem gengur næst því að vera ás't. Þessi samhygð hefir sent kvenmenn svo tugiini skiftir i hermannabúningi í skotgrafírnar, og komið ölluin til að vinna livaða vinnu, sem að höndum ber, svo að karlmennirnir geti baríst fyrir hið “Heilaga Rússland”. — Þetta stríð hefir vakið svo mikla samhygðar- og framfara-öldu á Rússlandi, sér- staklega hjá kvenþjóðinni, að undr- um sætir; og að stríðinu enduðu er útlitið það, að rússneska þjóðin verði orðin óaðgreinanlega og óað- skiljanlega sameinuð, og er það stórt spor í framfaraáttina. Kemst herskylda að á Englandi? Mrs. Flora Annie Steel, vel þekt sem rithöfundur indverskra og ann- ara skáldsagna, og sem hefir aflað sér mikillar þekkingar á málum kvenna, gefur eins konar aðvörun eða bendingu í herskyldu áttina. “Meir en þrír fjórðu partar ensku kvenþjóðarinnar er vinnulaust enn, og á meðan ein einasta er atvinnu- laus, sýnist að vera, að talið um skort á vinnufólki og of mikla yfir- tíma vinnu, sé að eins heimsingja- hjal. Erum vér ekki búin að reka okkur á, að það þarf ekki nema nokkrar vikur til þess, að afla sér þessarar svokölluðu sérþekkingar (skill) i hinum ýnisu atvinnugrein- um landsins, og að hver manneskja með meðal viti, getur orðið “skilled” á mjög stuttum tima. En ef að fjöld- inn hefir ekki meðal verksvit, af ens'ku kvenþjóðinni, er öðru máli að gegna, og þá er líka kominn tími til, að vér vitum það. En sé það rétt, að það að þurfa að vinna sé álitin bölvun hjá enska verkalýðum, þá er ekki furða, þó að seint gangi að læra að verða “skilled”. Og þarna er or- sökin. Er það réttlátt, að að eins fáir vinni, en hinir leiki sér, á nú yfir- standandi neyðartíma? Eg held ekki. Og það er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem allareiðu eru að vinna fyrir ríkið, líti með vanþóknun á hópinn iðjulausa og hálfsofandi, og eg held það verði ekki langt að bíða eftir skipuninni: “Allir upp á þil- far og verjið skipið!” Þetta gamla sjómannakall Englendinga, lilýtur að heyrast, þegar þörfin krefst að verjast voðanum! Og hvers vegna ekki? Af því að réttlætistilfinning og jafnréttishugmynd vor heimtar það, — heimtar, að þessi tiltölulcga Framleiðsla og Sparnaður Að rækta korntegundir á plægðum ökrum “Stubble Land” árið 1916 ÞÖRFIN BRETAVELDIS fyrir fæðu er meiri nú en árið sem leið. En sumarplægingar og haust- plægingar voru minni sumarið 1915 en vanaiega. . Árið 1916 verður því óum- flýjanlega nauðsynlegt fyrir bændur, að sá miklu korni í óplægða akra (stubble land). Mr. J. H. Grisdale, Director og Superintendent á tilraunabúum sambandsstjórnarinnar, hvetur því bændur og skorar á þá að sá í: — STUBBLE LAND OF FIRST CROP AFTER FALLOW (land, sem einu sinni hefir verið sáð í eft- ir að það hefir verið hvílt). Fyrst skal brenna gömlu strástönglana á akrinum vandlega, Jiegar akurinn er orðinn þur. Bezt er að kveikja i stráinu um hádegisbilið, — þegar vindgola er nokkur. Svo skal herfa (culti- vate) akurinn tveggja þumlunga djúpt og sá svo hveitinu og herfa á eítir. Sé akurinn stór, er bezt að herfa fyrst, síðan “cultivate”, — sá svo og herfa svo aftur. 1 Austur-Saskatchewan verður að sá 1% busheli í ekruna af hveiti; i Vestur-Saskatchewan 1(4 busheli. Á léttu og þurru landi verður að sá (4 busheli minna. STUBBLE LAND OF SECOND CROP AFTER FALLOW (land, sem tvisvar hefir verið sáð í eft- x ir að það hefir verið hvílt). Vanalega ættu menn að sumarplægja land þetta. En í þessu ári þarf það að bera ávöxt. Brennið stráið af ökrunum, ef hægt er .Verður það léttara, ef að lausu strai er dreift yfir ak-. urinn. Vefjið gömlum druslum á endann á fjögra feta priki eða sópskafti. Dýfið honum svo í gasólin. Kveikið svo í og hristið yfir stráinu á akrinum. Haldið á fötu með gasólin i. Ef að stráið er svo gisið, að það vill ekki brenna, þá skuluð þér lierfa (cultivate) og sá heldur minna en sagt hefir verið. Hafrar og bygg ræktast þannig betur en hveiti. Ef að þið hafið skó-sáðvélar (shoe driD), er betra að plægja en “cultivate”. — Plægið, pakkið eða farið með valtarann yfir akurinn, og herfið svo, ef að grasrót eða illgresi er í akrinum. 1 þurkaárum ætti einn þriðji akranna að vera sumarplægður eða hvildur á ári hverju. STUBBLE LAND OF THIRD CROP AFTER FALLOW (land, sem þrisvar hefir verið sáð í eftir að það hefir verið hvílt). f land þetta skyldi engu korni sáð, heldur sumarplægja. Ættu bændur fremur að verja vor- vinnu sinni til þess, að vinna á öðrum ökruin en þessum og hafa þannig áreiðanlega upp- skeru árin 1916 og 1917. Verjið vinnu yð^ar á landi, sem liklegt er ‘að gefa yður beztu upp- skeruna. ÚTSÆÐI: — Sáið hreinu, góðu útsæði, sem búið er að profa. Notið Fanning-vélina til ai úr korninu. Hafið hesta, aktygi og vélar alt í góðu lagi áður en þér byrjið. ð hreinsa alt smut THE GCVERNMENT OF CANADA The Department of Agriculture. The Department of Finance litli, en göfuglyndi og ósérplægni sjálfboðaflokkur, sem byrjaði að vinna til varnar landinu strax og þörfin var sýnileg, sé ekki látinn ör- magnast undir byrðinni”. “Margt smátt gerii eitt stórt" segir gamalt orðtak, sem á vel við þegar uih útistandandi skuldir blaða er að ræða. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaðar á þessu ári, yrði það stór upphæð og góður búbætir fyrir blaðið. — Munið það, kæru skiftavinir, að borga skuldir yðar við blaðið nú í ár. Guðbjörg Jónasdóttir i. Eins og getið var i seinasta blaði, lézt Guðbjörg kona Oddbjarnar Magnússonar, að heimili sinu á Tor- onto St., hér í borginni, þann 26. marz sl. Hafði hún lengi verið heilsu vei'l og legið rúmföst af og til í vet- ur. Hjartasjúkdómur þjáði hana niest, enda varð hann henni að bana. GuSbjörg sál. var fædd þann 14. maí 1853, að Orrastöðum á Ásum í Húnaþingi. Hún var dóttir merkis- bóndans Jónasar Erlendssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur. Bjuggu þau hjón lengst af á Tindum í sömu sveit, og þar ólst Guðbjörg upp til fullorðins aldurs. Árið 1887 giftist hún eftirlifandi manni sinum, og fluttist ári síðar á- samt honum frá Tindum og hingað til Winnipeg, og hafa þau ávalt síð- an átt heimili sitt hér. Þau eignuð- ust sanian 4 börn, af hverjum að eins eitt er á lífi, stúlka, Sigriður að nafni, koinin yfir tvitugt. Tvö önnur dóu fullorðin : Gróa, gift kona, og Sigurður, kominn að tvitugu. Það má með sanni segja, að Guð- björg sál. var ein meðal vorra merk- ustu kvenna hér vestanhafs og heima. Hún var bráðgáfuð kona, á- gætlega vel að sér, bæði til munns og handa; skarpgjörð, dugleg og kjarkgóð. En þó var mest varið i hennar kærleiksríka og góða hjarta- lag og brjóstgæði við alla, sem bágt áttu, því hún gat vissulega ekkert aumt séð. Enda eignaðist hún fjöl- marga vini, sem nú munu sakna hennar og blessa og heiðra minn- ingu hennar. Ekkillinn biður blaðið svo vel gjöra, að færa öllum þeim vinum, sem heiðruðu minning hennar með nærveru sinni við útför hennar, sem og blómagjöfum og annari hluttekn- ing i sorgarkjörum hans við þetta tækifæri. Blcssuð sé minning hennar. II. Þá sumri hallar, hausta fer og harðna veðrin taka æ þjáðum hvíldin þekkust er, svo þreyttur að beði hallar sér, á dyggur lengi er búinn vel að vaka. Þú valinkunna vina min, sem við oss hlauzt að skilja, hér sáran margir sakna þín, já, sakna þar til æfin dvín; en mögla ei tjáir móti drottins vilja. í stríði lífs þú stóðst með dáð og stökum andans þrótti; þú treystir Alvalds ást og náð og alt þitt honum faldir ráð, af dauðanum því cnginn stóð þér ótli. Þig enginn heldur æðrast sá, j þó andkul 'heiinsins næddi; þér trúarljósin lýstu þá, er ljóinuðu vonar himni á, æ sigurfögnuð sálar þinnar glæddi. Þú aldrei varst i verki sein að veita liðsemd þjáðum; þín önd var frjáls og eðlishrein, sem allra vildi græða mein. Hér fáa lika fann eg þér að dáðum. Þitt glaða bros, þitt gáfna-skraut oft gjörði hr.vgðum eyða, þíns mikla punds svo margur naut, er með þér gekk á lífsins braut; því allra jafnt þú götu vildir greiða. Þinn ektamaki og elskað jóð, sem unna þér af hjarta, nú saknaðs bera sáran móð, þvi sjá — í gegnuin táraflóð —, að slokkið er þeirra leiðarljósið bjarta. En sorgarskýjum svifar frá og sefast beiskur kviði, þvi lífsins fagra landi á þig lifa nú í anda sjá, þars lokið ajlri lífs er þraut og striði Vor kæra systir farðu i frið, þann frið, sem aldrei þrýtur; þig kærleiksherrann kannast við, þvi kostgæfin hans ræktir sið, þín sál að launum sigurkransinn hlýtur. S. J. Jáhannesson. KENNARA VANTAR fyrir Ralph Connor skóla No. 1769, 12 mílur vestur af Ashern, — í 5Mi mánuð; eins mánaðar frí. Kensla byrjar 1. maí. Umsækjandi verður að hafa Second eða Third Class Pro- fessional Certificale. Umsókn, er taki fram kaupgjald, sem óskað er eftir og æfingu við kenslu, sendist fyrir 15. apríl til: //. Baker, Sec’y-Treas. Zant P.O., Man. Alvörugefni. Skriddu ekki, læðstu ekki gegn- um lifið, en gáttu veg þinn með föstum og traustum skrefum og berðu höfuðið hátt. Vertu æfinlega sjálfum þér samþykkur, og kallaðu það ekki alt svart, sem aðrir stað- hæfa að sé það, þegar þú eftir þinni eigin sanirfæringu álitur það sé hvitt. Vertu göfugur og hreinskil- inn. Nefndu það lélegt, sem þér sýn- ist að vera það, jafnvel þó þú verðir grýttur fyrir það. Það skaðar þig ekki stórt, þó kastað sé í þig; en að þora ekki að segja, hvað þér býr í brjósti og affieita sjálfum þér, það er skaðlegt fyrir þroska sálarinnar. Segðu það sem þú heldur og lifðu eins og þú ert. Lífið er barátta fyrir öllum. Berðu það, ráddu við það, — ferðastu i því, án efa víls og mögl- unar. Varpaðu ljósi en ekki myrkri, — Ijósi og gleði i kringum þig, og láttu þín eigin sár verða annara lækningu. Syngdu heldur en gráttu; mistu aldrei kjarkinn, en vertu hug- rakkur! og komdu miklu til leiðar; láttu ekki líf þitt verða til einkis, en kappkostaðu, að bæta ofurlítið heiminn með starfi þínu. Það þarf ekki að vera stórt, en láttu að minsta kosti eitthvað liggja eftir þig Öðrum til gagns og gleði. — — (“Dvöl”). Ein persóna (fyrir daginn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunveróur, $1.25. MáltíÓir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staöi, ágæt vínsölustofa í sambandl. Tnlslml Gnrry 2252 R0YAL OAK HOTEL Chns. Gustnfsson, elgnndl Sérstakur sunnudags miödagsverb- ur. Vin og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 2S3 MARKET ST. WINNIPEG Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Eihnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5*70—4474

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.