Heimskringla - 20.04.1916, Síða 1

Heimskringla - 20.04.1916, Síða 1
XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 20. APRÍL 1916 NR. 30 Stríðs =f réttir Hálfan annan mánuð eða meira hafa Þýzkir verið að reyna að brjót- ast í gegn hjá Verdun, en ekki kom- ist. Þeir hafa náð tveggja til þriggja mílna breiðu svæði á eitthvað tutt- ugu milum; en þeir faafa látið fjölda nianna, og veit enginn hvað marga, nema þeir sjálfir. En Frakkar standa fastara fyrir nú en nokkru sinni áður. Þeir fóru þá að reyna annarsstað- ar, að bjarga heiðri krónprinsins ög frægðarljóma Þjóðverja, og var þá auðvitað, að þeir myndu leita á þar, sem þjóðin var, sem þeir hata mest af öllum, Bretarnir. Þeir leituðu til Eloi, hálfa þriðju milu suður af Yp- res og hafa þar verið skothríðar feykilegar dag og nótt. Þar voru Canadamenn fyrir og voru nýlega húnir að hrekja Þýzka úr skotgröf- um nokkrum. Voru þar ólæti mikil og sprengingar úr loifti ofan og af námum í jörðu gröfnuin; voru gryfj- urnar sumar ákaflega djúpar eftir sprengingarnar, þegar göng höfðu verið grafin af öðrum hvorum til að sprengja hina upp. Sumar grafirnar voru 50 til 100 feta djúpar og víða þverbrattur veggurinn. Var þar ekki farandi um i myrkri, því enginn vissi, nema hann kynni að hrapa niður, en þarna var krökt af þessu. Cr sumum þessum gryfjum höfðu Canadamennirnir hrakið Þjóðverja. En nú var þarna dregið að lið mikið af Þjóðverjum og byrjuðu þeir skot- hriðar miklar. Það var á þriðjudag- inn, sem aðalskothríðarnar byrjuðu og héldu áfram allan miðvikudaginn og fimtudaginn. Stunduim hættu Þýzkir litla stund og létu hermenn sina renna fram, en þá komu hrið- arnar á þá frá Bretum og Canada- mönnum og sópuðu burtu öllum þeim, sem á stað höfðu farið. Þár höfðu Þýzkir hinar stærstu og beztu fallbyssur sínar, 12 Þml., 15 ,þml. ogf 17 þml. Skoda-byssur. En Canada- mennirnir og Bretar höfðu nýjar fall byssur og svöruðu svo rösklega, að fyrir hverjar 2 sprengikúlur frá Þjóðverjum sendu Bretar og Canada menn þeim 3 eða 4. Sögðg jiýzkir fangar, sem Canada mennirnir náðu, að það væri sem að koma í himna- riki og friðinn að koma til Breta, hjá hríðinni sem Þjóðverjar urðu að mæta frá Bretum og Canadamönn urn. Brakið og brestirnir, ólætin og hin látlausa hrið sprengikúlnanna ©kki einungis brytu og brömluðu alt, heldur gjörðu menn ærða og vit- stola, þá, sem ekki féllu dauðir til jarðar. Þegar þetta var nú faúið að ganga lengi, gjörðu Þýzkir áhlaup mikið a miðgryfjuna þarna. Þeir stukkj fram sem óðir væru i þéttum skör- um, og þó að einlægt hryndu rnenn- irnir niður, þá komu aðrir í þeirra stað. En þeir komust þó í suniar gryfjurnar og varð þar allstaðar blóðugur bardagi, og lágu mennirnir dauðir og særðir í hrúgum og liaug- um. Fregnirnar eru nokkuð óljósar, en sagt er að Þýzkir hafi haft þarna 500 eða 600 þúsund manna. En Can- adamennirnir létu sig ekki og stukku á þá aftur og aftur, ef að þeir mistu skurð eða skotgröf og stundum tóku beir meira, en þeir höfðu aður hald- ið, en mannfallið var feykimikið af báðum. Sagt er að yfirhershöfðingi (General) einn brezkur, sem kom nieð hjálparlið til þeirra, sem fremst ir voru, hafi þrisvar sinnum verið dysjaður undir aur og grjóti, þegar sprengikúlur féllu nærri honum. En einlægt hélt hann áfram, þegar búið var að draga hann undan hrúgunni, og var víst orðinn skapstyggur. — Þetta gekk í þrjá daga. Og voru Þýzkir jafn nærri, þegar þeir hættu og þegar þeir byrjuðu. Kom þeim það mjög á óvart, því þeir héldu, að barna myndu þeir léttilega brjótast i gegn með liðsafla þeim og skot- báknum, sem þeir höfðu. Þetta er sagðu langinestur slagur barna i marga mánuði. En allir ijúka loifsorði á Canda mennina og segja, að enn á ný hafi þeir unnið ser frægðar, sem aldrei muni fyrn- ast og Bretar aldrei gleyma. Hin frábæra hreysti Frakka. 1 50 daga hafa Þýzkir nú verið að l,erja á Verdun, með þeim feikna trölldómi, að ekkert þvílíkt hefir áð- wr heyrst í sögu inannkynsins. Má til dæmis taka, að á hæð eina -eða hól, sem Frakkar héldu, hafa þeir gjört svo harðar stórskotahríðar, að hóll- hin hefir lækað um 30 fet. Þetta sýn- ir, hve ótrúlega mikið þeir hafa enn af skotfærum, einkum þó sprengikúl- um. En vörn Frakka er svo frábær, að enginn skáldsöguhöfundur getur í- myndað sér, að nokkrir menskir menn myndu geta sýnt jafn mikið hugrekki, þölgæði, úthald og stað- fastan vilja til að leggja alt, sem dýr- mætast var í sölurnar fyrir föður- landið. Aldrei nokkurntíma hefir ástin til föðurlandsins komist í aðra eins eldraim og þessa. öll hreysti hinna fyrri tima verður sem hjóm eitt i samanburði við þetta. Og foringjar Frakka eru svo kald- ir og rólegir. Þeir eru þarna að tefla tafl eitt. Aldrei leggja þeir svo peð eða mann eða sveit í hættu, að þeir fái ekki margfalt fyrir. Fyrir hvert peðið taka þeir hrók eða biskup eða riddara. Og kastalaborgirnar þarna i kringum Verdunl Menn hafa mis- skilið það alt hér sem svo margt annað, því að eiginlega botnar al- þýða manna oft lítið í þessu oglheld- ur að blöðin séu alt af að ljúga, þó að það sé mjög sjaldan. En það kem- ur af því, að menn skilja ekki og þekkja ekki striðsaðferð þessa, sem er algjörlega ný, eða landslag og háttu á stöðum þeim, þar sem barist er. Og oft er blöðum og fréttaritur- um bannað að segja frá sem þeir gætu, til þess að óvinirnir græði ekki á fréttunum, ef þær kæmust í liendur þeirra. En þess megum vér geta, að kast- alarnir gömlu við Verdun eru eigin- lega engir kastalar lengur. Moldar- gröfin er nú betri kastali en grjót- veggir, þó að þykkir séu, eða steyp- ur úr stáli og járni. Áður en þessi slagur við Verdun byrjaði, voru kastalar þessir rúnir af öllum vepn- um og vcrjum. Allar fallbyssur tekn- ar burtu, og ekkert varnarlið skilið eftir í köstulunum. Veggirnir eða múrarnir standa reyndar, og þeir eru eins og gildra eða gildrur, sem egndar cru fyrir úlfa, refi eða birni. En að vera í þessum köstulum, þeg- ar stórskotahríðin dynur á þá, er talin mikla meiri maniihætta, en nð standa hlífðarlaus á bersvæði fyrir kúlnaregninu, og þá ennþá meiri háski en að vera i skotgröfunum. En hvað vörnina snertir á Verdun, þá voru fyrst einar 60 þúsundir Frakka þar fyrir þegar Þýzkir byrj- uðu slaginn. Og þessar 60 þúsundir tóku á móti þeim í 4 daga. — Þeir Joffre og síðar Petien höfðu nóga menn að senda þeim til hjálpar, höfðu þá á næstu grösum. Þessar 60 þúsundir tóku jiví á móti þessum 4 eða 5 hundruð þúsundum, sem ó- vinirnir byrjuðu áhlaupið með. En þeir héldu undan, Frakkar, létu síga dálítið undan, til þess að hinir kæmu á eftir, svo þeir gætu haft þá í skotmáli. Það var hernaðaraðferð þeirra Joffre og Petiens. Og þá féllu Þjóðverjarnir. Og núna seinast í þessu hroða-áhlaupi Þjóðverja, er sagt að fallið hafi einar 30 þúsundir manna. Áhlaupið var á 13 mílna svæði, en samt unnu Þjóðverjar ekk- ert á neinstaðar. Austur f Asfu liafa nú verið harð- ir slagir. Tyrkir hafa verið að búa sig undir að taka á móti Rússum og hnekkja þeim, ef að hægt væri nú í eina 2 mánuði, eða einlægt síðan þeir töpuðu Erzerum. Nú voru þeir búnir að safna liði miklu og sendu það austur í Aimeníufjöllin til liðs við þá Tyrki, sem stóðu fyrir líúss- um f skörðum öllum og á fjalla- hryggjuin. Þeir ætluðu sér að hrekja þá og ná nú Erzerum aftur. — En Rússinn varð þungur fyrir. í sex daga börðust þeir á allri lín- unni frá ströndinni við Svartahafið, rétt austan við Trebizond og suður nokkuð krókótta leið yfir fjöllin, um Erzingan og l»á suðaustur yfir Eufrat og suður undir Biflis, sem Rúsar halda í Van héraðinu. Eru það þrjú hundruð mílur eða þar um. Þar hömuðust Tyrkir og börð- ust víða nótt og dag, en Rússar tóku svo á móti þeim, að þeir unnu hvergi á, en töpuðu mönnum, svo að menn vita ekki hve mörgum, og að lokuin urðu Tyrkir að hrökkva undan á allri þessari línu. Var bar- daginn einna harðastur við Trebi- zond og þar söfnuðu Tyrkir raestu liðinu. En þar fóru þeir verst, því að Rússar höfðu þar bæði strönd- ina og sjóinn; en til lands er fjall- garður mikill og mjótt undirlendi. En aftur era þar fossandi smáár og gljúfur mikil og ilt að sækja. Undir þessum bardaga er komið líf og til- vera Tyrkja sem þjóð. En svona fór nú, og tapi þeir Trebizond, þá ná Rússar fljótlega öllum austurhluta Litlu-Asíu. Og þó að þeir fari seint, þá síga þeir áfram. En vogir eru þar fáir og vondir og gengur þelm því seinna en ella myndi. Við Kut-el-Amara sitja Bretar enn og ekki er styrktarliðið komið alveg til þeirra. Bretar sitja þar á tanga einum mjóum við Tigrisfljótið; en hjálparliðið átti lengi vel að eins 20 mílur til þeirra á austurhakka fljóts ins. En nú eru flóð þar og fen aust- ur af bakkanum. Er þar nú svo blautt, að víða er ekki meira en svo sem mílubreidd, eða ekki jiað, upp af bakkanum, og þar hafa Tyrkir einlægt setið fyrir þeim. Skamt er síðan Bretar að neðan ráku Tyrki upp úr gröfum sínum, einar 9—10 mílur vegar. En þar höfðu Tyrkir grafir aðrar, sem þeir gátu haldið. Seinna leituðu Bretar á, en komust ekki áfram, og biðu mannfall nokk- urt. En í vikunni sem leið gjörðu þeir Tyrkjum aðra sennu og hröktu þá einar 2—3 mílur; eru nú ekki nema einar 6—7 mílur til Breta á tanganum, og eru það flóðin, ein, em liamla Bretum frá að komast lengra. Með Tyrkjuin eru jtarna hóp- ar af þýzkum foringjum og stór- skotaliði. Á öllum hergarði Rússa eru flóðin enn og getur þar hvorugur fireyft sig nokkuð til inuna, l»ó að einlægt hnippi þeir hvor í annan. Margir ætla að Hindenburg fari nú að reyma alt hvað hann getur að kom- ast yfir ána Dvina og ná Dvinsk og Riga, því hann veit það, að hvenær sem þornar, þá koma Rússar upp úr flóunum og verða skapstyggir og nú liafa þeir skotfærin. Rússar taka Trebizond. Trebizond er nú tekin. — Rússar hafa tekið Trebizond á hlaupum, eins og Erzerum og Bitlis, og bjóst enginn við, að þeir myndu geta það. nema með löngu umsátri, eftir 3—6 vikur. Er þetta engu minni sigur en þá er þoir tóku Erzerum og hefir stórmikW óhrif á Evrópu og eigin- lega allan heim. Hvernig Svissland slapp Sú saga gengur nú um og fer blað úr blaði og land úr landi um það, hvernig það atvikaðist, að Þýzkir tóku leiðina um Belgíu, þegar þeir réðust á Frakkland, i staðinn fyrir að brjótast í gegnum Svissaraland. Það var ári eða tveimur fyrir stríðið, að Vilhjálmur keisari lét í ljósi löngun sína að fara til Sviss- aralands og varð það hljóðbært. óð- ara senda Svisslendingar honuin heimboð að vera við hersýningar þeirra. Keisari keinur og dáist að framkomu hermannanna og sérstak- lega að skothæfni þeirra. Eftir hersýninguna gengur keisari að einum hermanninum og segir: “Þið eruð rösklegir hermenn; en þið eruð ekki nema 400,(100 talsins. Hvernig mynduð þið nú fara að, ef að eg sendi heila milíón af hermönn- um minum til að fara yfir landið?” “Það er ofur einfait”, mælti her- maðurinn. “Hver okkar Svisslend- inga yrði að skjóta tvisvar. Það er alt”. Þegar stríðið var að byrja, kom til tals hjá þýzku herforingjunum, hvora leiðina skyldi fara inn á Frakkland: yfir Belgíu eða yfir Svissaraland. Þegar atkvæðin voru greidd, munaði að eins tveimur, og var Belgía kosin. En herforingjarn- ir, sem voru á móti því, að fara yfir Svissaraland, höfðu aUir verið með konungi, þegar hann fór til hérsýn- inganna, sem um var getið. Þetta hjargaði þeim. Vatnsdal gerir stórsölu Einhver hin stærsta sala, sem nokkurntíma hefir fram farið i Wa- dena, Sask., var sú, er Mr. Thórður Vatnsdal seldi timburforða sinn og Wadena Lumber Co. En kaupendur voru: The North American Lumber and Supply Co. og Prince Rupert Lumber Co. Ilafa bæði þessi félög skrifstofur sínar í Winnipeg. Hið fyrra félagið keypti einnig “lumber yard” Mr. Vatnsdals í Elfros, Sask. Mr. Th. Vatnsdal liefir verið i Wadena síðan bærinn bygðist, og hefir jafnan verið framarlega i bæj- arstjórn og fyrirtækjum ýiusum. ó- ráðið er sem stondur hvað hann tek- ur sér fyrir hendur, en um tima nokkurn verður hann þarna i Wad- ena að Ijúka viðskiftum sinum áður en hann leitar annara stöðva. Ur bænum. Niðurlag gretoarinnar “Gandreið- in” kemur í næsta blaði. l'tanáskrift til Iljalta ögmunds- sonar er nú: No. 311884, 3rd Sec., 3rd Div. Amm. Col., C. E. F„ Army Post'Office, London, England. Mr. Árni Eggertsson fór til Mozart, Elfros og Hólar P. O., Sask., samkv. loforði við Eimskipafélags nefnd- ina. Var hann þar að ferðast um meðal bænda í 8 daga og kom heim hingað á miðvikudaginn hinn 5. apríi. Árni er alþektur fyrir lipurð sína, dugnað og cinbeitta framkomu, og seldi hann þar Eimskipafélags- hlutf fyrir 6,675 kr., til 78 lslend- inga. Hann hrósar mjög viðtökum manha þar, enda eru menn þar fyrir taks myndarlegir og gestrisnir, og hvílir yfir konum og körlurn ein- hver djarfmensku svipur. Vellíðun manna telur Árni þar góða og bygð- ina hina skeintilegustu. Mr. B. J. Líndal, sem stýrði North American Luinber and Supply Co. i Elfros, tekur við stjórninni á Northj American Lumber and Supply Co. “yard” i Wadena. Hann fékst áður við timbursölu i Winnipeg. ♦♦ ♦< X ♦ ♦ ♦ ♦ i ♦ ♦ ! ♦ ♦ 1 í ♦ ♦ i 4- ♦ ♦ ♦ ♦- ♦- ♦ ♦ ♦ 223. OVERSEAS Canadian Scandinavian Battalion Ladies Auxiliary Fundur verður haldinn af konum og ungum stúlkum allra Skandinava, sem er ant um 223. herdeildina og vilja að henni hlynna, í Goodtemplarahúsinu, horni Sargent Ave. og McGee St. LAUGARDAG 29. APRIL Klukkan 8 e. hád. Komið {rangað með alla vini yðar. Þangað eru allir velkomnir. ♦ ♦- ♦- f til þess að mynda félag kvenna, er starfi með og fyrir þessa þ ofannefndu herdeild. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦- ♦ ♦ t ♦- t -f ♦- -f -f ♦- ♦- ♦- í -f t ♦- Tuttugu og fimm ára afmælishá- tíð Fyrsta Unitara safnaðar- ins í Winnipeg. Messa byrjar kl. 2 e. m. á Sumar- daginn fyrsta (fimtudaginn í þess- ari viku). Fundur kl. 4. Kveldverð- ur kl. 6.30. Fundur að kveldinu kl. 8, þar fluttar ræður af gestum og áðkomuinönnum, kvæði og söngvar. ÖUum boðið að vera viðstaddir. Samkoma eða “reception” hins nýn - ndaða félags “Jón Sigurðsson” (Dætur Bretaveldis), sém haldin var i samkomusal Tjaldbúðarkyrkju á mánudagskveldið var fjölsótt og fór prýðisvel fram. Prógrammið var gott og fjölbreytt. Ilæður fluttu: Licut. H. M. Hannesson lögmaður, Hon. Th. H. Johnson, ráðgjafi opin- berra verka og Mrs. Wright, og voru allar tölurnar góðar. Eins var um söng og hljóðfæraslátt. Skein ánægj- an út úr faverju andliti og svo kom hjartastyrkingin á eftir, blcssað kaffið og kökurnar. Ef að nokkuð væri út á að setja er það, að gestirn- ir komu seint, svo að hóparnir, sem fyrst komu, urðu að biða hálfan og heilan tima. Þetta er ákaflega leið- inlegt, en það er ekki forstöðukon- unum að kenna, heldur þessuin leiða sið, að koma ekki á ákveðnum, til- teknum tíiúa. Ef að allur þorri manna tæki sig saman um, að ráða bót á þessu, þá má breyta þvI7 og myndu allir, konur og karlar verða þvi fegnir. Ladies’ Auxiliary 223. Battalion. Vinir góðir, lítið eftir auglýsing- unni frá konunum og ungu stúlkun- um, sem eru að mynda Ladies’ Aux- iliary fyrir 223. hersveitina. Þær eru að vinna sinn skerf, stúlkurnar og konurnar, vinna sinn skerf fyrir hina ungu og hugrökku drengi, sem í stríðið fara til að berjast fyrir yð- ur. Þetta er sveitin frænda vorra Skandinavanna, og þarna er og verður mikill fjöldi íslendinga, bæði sem hermenn og foringjar. Hvar sem landar vorir koma fram, í hvaða sveitum sem þeir eru, þá verðum vér að f.vlgja þeim i huganum og styðja og styrkja þá i verki. Þeir eru allir hraustir og hugaðir; þeir leggja allir í sölurnar æsku sína og lífsvonir; þeir eru allir til heiðurs og sóma fyrir hina íslenzku þjóð; þeirra verður allra minst á komandi timum af eftirkomendum vorum, og þá verður þeirra einnig minst, sein hafa stutt þá og hjálpað þeim á einn eða annan hátt. Konur hér í Manitoba fengu fyrir nokkrum vikum kvenréttindi, og hver einasti maður verður að játa, að aldrei í sögu mannkynsins hafi bctur og heillavænlegar verið við brugðið en nú. Þær sýna það, kon- urnar, að þær áttu heimtingu á rétt- indunum, sem þær fengu. Það er eins og eldstraumur atorku, hygg- inda, mannástar og föðurlandsástar hafi hrifið þær og knúið þær fram að vinna. Og málefnið cr svo göf- ugt, að hér ætti enginn eftir að verða. Verum allir samtaka, karlar og konur, yngri sein eldri, og vinn- um fyrir drengina, sem ganga í strið- ið, alt sem vér getum, í hvaða deild, sem þeir eru. Látum blóðið renna oss til skyldunnar, og verum með þeim í hug og hjarta í ráði og dáð. Kseri ritstjóri! Eg vona þú verðir svo góður að ljá rúm i hinu mikilsvirða blaði þínu línum þessum, er vinur 23. herdeildarinnar bað mig að koma á framfæri. En herdeild þessi er nú við æfingar á Englandi. Private Thord(ur) Johnson hiður mig að flytja ritstjóra Heimskringlu og þeim öðrum, sem að blaðinu vinna, hjartanlegar hamingjuóskir sinar. Ennfremur sendir hann inni- legustu kveðju og hamingjuóskir sin- ar til Guðrúnar og Sarah Olsen og að þær fái lengi að lifa í farsælu hjónabandi. Einnig sendir hann hjartfólgið þakklæti til fósturfor- eldra sinna, Mr. og Mrs. .1. Kr. Ein- arsson, Hensel P.O., N. I>ak., fyrir alla þá ást og umhyggju, sem þau hafa sýnt honum. Yðar skuldbundinn B. Gíslason. Suite 7, 626 EUice Ave., Winnipeg. Dœtur Bretaveldis. Á siðasta fundi “Jón Sigurðsson Chapter, I.O.D.E.”, gengu þessar konur og ungar stúlkur í félagið, er nú skal greina: Miss Thuríður Árnason. Mrs. Guðný Baldwin. Miss Emma Strang. Mrs I). J. Mooney. Mrs. P. S. Pálsson. Miss Emma Jóhannesson. Miss Helga Johnson. • Miss Louise Ottenson. Miss Sigriður Pétursson. Mrs. ,1. Thorp. Mrs. Clara Miller Mrs. Thordur Johnson. Miss Elin Johnson. Miss Einma Johnson, Miss Kristín. Johnson Mrs. Gísli ölafsson. Mrs. Sigfús Anderson. Og eru þá félagskonurnar alls að tölu 62. Framvegis verða fundir félagsins haldnir i fundarsal John M. King School, nema öðruvisi verði aug- lýst, og verður næsti fundur hald- inn þar á þriðjudagskveld 2. mai 1916, kl. 8 e.m. Allar félagskonur eru beðnar að vera þar viðstaddar þeg- ar klukkan slær átta, samkvæmt á- l.vktun þeirrri, er gjörð var á sein- asta fundi, að allir fundir félagsins skyldu byrja ú mínútunni kl. 8 e.m. og vera slitið þegar kl. væri 10 e.m. Flóðið. í Bandarikjunum eða eiginlega Rauðárdalnum voru svo mikil flóð um lielgina og fyrri hluta þessarar viku, að líklega hafa önnur eins eigi komið i tíð þeirra manna, sem nii eru þar. Vér höfum ekki séð blöð frá Bandaríkjunum cftir helgi, en frétt höfum vér, eftir ferðamönnum, að smærri árnar, að vestan, norðan við Grand Forks, F'orest River, Park Iliver, Tongue Iliver og Pembina River, hafi allar flóð yfir bakka sina, og Rauðá hefir flóað yfir alt Iáglendið. Viða flóði vatnið hátt yfir brautarteinana, og runnu lestirnar á lægra landinu í vatiíl tómu, sein í stokk væri, og i smærri bæjunum tók vatnið upp á le^fpallana; all- ar gangstéltir voru i kafi, og náði vatnið viða upp að gluggum á búð- uin og ibúðarhúsum. Hér norðan Hnunnar tók vatnið brýr af Iækjuin og skurðum, og varð að hætta að láta lestirnar ganga liér suður og suðvestur. 1 Winnipeg flóði vatnið, í St. Jain- es og Weston, yfir stræti og lyfti upp gangstéttum, þegar á sunudaginn. f St. Boniface eru kjallarar hálffullir og nær fuliir á sumum stöðum. í Norðurbænum er einn sjór yfir landið á stóru svæði. f St. James voru 12 familíur hneptar í húsuin sinum; enginn vegur að fara þar um nema á bátum. Af þakinu á eld- stöðvunum i Weston sýndist allur norðurhhiti hæjarins vera eitt haf, á að gizka tiu milur á hvern veg. Bæjarráðsmaður Skaletar sagði á mánudaginn, að á Selkirk Ave., Mc- Philipps St. og alt til Mountain Ave. væri ómögulegt fyrir ibúana að komast úr húsum sínum. Rauðáin veltur frain kolmórauð og langt til bakkafull, og niður í bænum var vatnið farið að ganga upp í kjallarana snemma dags á mánudaginn. En einlægt hækkaði og héldu menn að kjallarar myndu fylÞ ast um meiri hluta bæjarins. Á þriðjudaginn fór flóðið að lækka. Lestir farnar að ganga. — Á miðvikudagsmorgunirm var flóðið verra í St. Boniface en nokkru sinni áður. Gangstéttirnar á floti, kjallaaar fullir, svo að vatnið spýtt- ist út um kjallaragluggana. Alla nóttina voru pólití, hermenn og aðr- ir að bjarga fólkinu úr húsunum, sem vatnið var að fylla. Smávegis að sunnan. Yon Papen, þýzki kapteinninn í Washingbon, sakaður um landráð og amsæri gegn Canada. — Villa sagður daaður og grafinn upp eftir að hafa legið í gröf sinni i tvær vikur. Aftur ætla margir, að hann ®é laus og frjáls suður í fjöll- unum i Mexico og hlægja að öllu saman. Áreiðanlegar sannanii vanta cnn fyrir því, að þetta sé lík .íans, sem upp var grafið. — En Mexieo- menn vilja hafa Bandaríkjamenn burtu úr Mexico, og sjálfir vilja þeir helzt komast burtu sem fyrst. — Wilson skrifar Vilhjálmi “blóð” seinasta bréfið. Gjöf til Red Cross Fund Frá íslenzka stúdentafélaginu ágóði af “Oration Contcst”.... $40.00 VANTAR BARNFÓSTRU. — Tele- phone Ft. Rouge 2867, 191 Kings- way. VANTAR VINNUKONU. Verður a* kunna matreiðslu. Telephone Ft. Rouge 2867, 191 Kingsway.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.