Heimskringla - 20.04.1916, Síða 3
WINNIPEG, 20. APRÍL 1916.
HEIMSKRINGLA
BLS. 3
“Jim er maSurinn, sem koma á sér saman um”,
sagSi Kolumbus vegabótastjóri og drap titlinga.
“Alveg eins og Garfield varS samkomulags-forseta-
efni hjá Repúblíkum' forðum. ESa hvaS sýnist þér,
Konni>”
‘Konni’ var Kornelíus Bonnar, Irlendingur, og
einn skólanefndarmanna. Hann var næstur aS völd-
um Kolumbusi í vegabótinni.
Hann deplaSi aftur augum aS vegabótastjóran-
um. “Jim er sending forlaganna, nái hann tveimur
atkvæSum í skólanefndinni".
“Þú mundir greiSa mér atkvæSi, Konni, eSa
hvaS?” spurSi Jim.
“Eg er viljugur aS reyna alt einu sinni”, var svar
skólanefndarmannsins.
“Reyndu þá í eitt skifti aS fylgja Erza Bronson
og greiSa atkvæSi meS Pálínu Foster. Hún hefir
reynst vel hér”.
“Um þaS eru skiftar skoSanir. En þegar maS-
ur reynir eitthvaS í eitt skiftiS, þá má þaS ekki vera
þaS, sem er óafurkallanlegt, drengur minn”, sagSi
skólanefndarmaSurinn og saug upp í nefiS.
“ÞiS eruS dálagleg skólanefnd!” sagSi Jim háSs-
leg*. “Mér þætti gaman, aS fá aS tala yfir hausa-
mótunum á ykkur og segja ykkur meiningu mína”.
"Komdu þá, lagsi, á fundinn í kveld”, svaraSi
Bonnar glottandi. ViS ætlum enn þá einu sinni aS
ganga til atkvæSa um kennara. Komdu þangaS,
lagsi, og vertu Garfield fundarins. Okkur skóla-
nefndarmennina skortir skynsemi, — þaS er aug-
ljóst. Enginn okkar hefir lært bókstafareikning eSa
veit meira um búskap en húsbændurnir. Komdu
þangaS, góSurinn minn, og viS viljum heyra vinnu-
mann halda ræSu yfir skólanefndinni. Eg vil stinga
upp á þér sjálfur fyrir kennara. Komdu, Jim, og
vertu ekki smeykur. ÞaS verSur aS minsta kosti til-
breyting”.
Allir brostu aS þessari ræSu skólanefndarmanns-
ins, nema Jim. Hann roSnaSi, en náSi sér strax aft-
ur og svaraSi:
“Jæja þá, Konni. Eg skal koma og segja nokkur
orS; en þú ræSur, hvaS þú gjörir viSvíkjandi upp-
ástungunni um kennarann”.
2. KAFLI.
Slysaleg eindrægni.
Vegavinnan gekk nú eins og í sögu. Var fariS
aS halla degi og nálgast þann tíma, er Jim átti aS
mæta á skólanefndarfundinum og úthella vizkulind
sinni sér til heiSurs og skólanefndinni og aSkomu-
lýS til uppbyggingar.
Grafvélin brunaSi áfram í brautarhallanum og
I mokaSi möl og mold í miSju vegarins. Átti Toni aS
j slétta úr og jafna, en treglega gekk honum sú vinn-
an. Var hann meira upptekinn viS aS setja múl-
körfu á hund þann hinn stóra, er hann átti og hon-
um fylgdi hvert sem hann fór. En enginn hundur
átti síSur skiliS aS mýlast, því Ponto var vinalegur
viS alla og meinleysingi, sífelt dillandi rófunni og
flaSrandi eSa þefandi af mönnum. En aS eitthvaS
var bogiS viS þessa múlkörfu, mátti draga af hátta-
lagi Tona, því hann reyndi aS hylja hana sem bezt
I hann gat. Vírarnir mynduSu hring framan á trýni
hundsins, og í þeim hring var korktappi, en gegn
! um þann tappa var rekin stór nál, sem stóS góSan
j þumlung fram úr, og myndaSi hættulegt vopn fram-
an á trýni Pontos. MeSfram grafvélinni hljóp svo
Ponto þannig útbúinn, vingjarnlegur viS alla, en
ekki ólíkur sumu því fólki, sem hræSir mann hvaS-
mest meS vináttu sinni.
HraSmikla bifreiS bar aS í þessum svifum; var
1 hún aS reyna aS komast yfir lágina og ná hæSinni
hinu megin. En hinn nýbætti vegur var ógreiSur
yfirferSar, og lausa mölin í miSju vegstæSinu, sem
Toni hafSi vanhirt aS dreifa úr, olli því aS bifreiS-
in mátti ekki sljákka ferSina. Toni var ekki lengi
aS sjá þaS. Hann stökk fram á miSja brautina, og
gjörSi ökumanninum bendingu um aS stoppa, og
gjörSi ökumaSur þaS. En Toni hafSi valiS allra
versta staSinn, og þaS auSvitaS meS ásettu ráSi.
BifreiSin stöSvaSist í moldarhaug.
“Hvern þremilinn viltu?” spurSi ökumaSur.
"Og hvaS meinarSu meS aS stoppa mig á þessum
staS?”
' HERFÖR
Tileinkaö Islenzkum hermönnum.
M. MARKÚSSON. JÓN FRIÐFINNSSON.
Maesíoso f.
j j f ,Jr
Ui f c i? rfii >
rö
'ViCUA
ifcÉ
^ I1 |j: f f f > r‘j|lg
IAMU. ju;
Með brezka fánann skal fram í dag
í fylking til austurs þar skotin dynja,
að lyfta kröftum í lands vors hag
sé löngunin hæsta, vort sverð og brynja.
Nú kallar skyldan helg og há
á hrausta drengi fjötrum verjast,
og aldrei láta ánauð þjá,
við eld og stál sem hetjur berjast.
Þú landið unga, sem átt vor börn,
vér allir sórum að festa trygðir,
og sýna bæði í sókn og vörn
að syni þú fóstrar með kjark og dygðir
Nú drynja lúðrar! flýtum för
í fylking þéttri, einum huga,
og reynum þróttinn, þor og fjör
við þrautir, falla eða duga.
Þá stríðið endar vér höldum heim
þar hagsæld og friður skal ráða lögum,
og minningin lifir í þáttum þeim,
sem þjóðræknin knýtti á Iiðnum dögum.
En nú skal stefnt í austur átt,
þar ólgar blóð á styrjar túnum,
að verja frelsi, fjör og mátt
og fylkja djarft á móti “Húnum”.
MinningarorS
um Stefán Sveinsson
Ilerra ritstjóri Heiinskringlu, vild-
ir þú gjöra svo vel, að ljá eftirfylgj-
andi linum rúm í blaði þinu.
Eg hefi lengi beðið eftir, að ísl.
vikublöðin, sem gefin eru út i W’peg,
hefðu meðferðis einhver minning-
arorð um Stcfán Sveinsson, sem lézt
að heimili sínu, 892 Banning St.,
Winnipeg, 17. júní siðastliðinm; en
eg hefi ekki orðið þess var, og af
þvi eg kann þeirri þögn svo illa, þá
er hún með fám orðum hér með
rofin.
STEFAN SVEINSSON var sonur
merkiSlijónanna Sveins Sölvasonar
og Moniku Jónsdóttur. Þau hjón
bjuggu lengi að Skarði, í grend við
Sauðárkrók. Stefán var fæddur 2.
inaí 1863 á Skúfsstöðum í Skaga-
firði. Strax eftir fermingaraldur var
hann settur til náms lijá síra Einari
Jónssyni, presti að Felli i Sléttulilið,
og lærði Stefán þar undir inntöku-
próf i Reykjavíkur lærðaskóla, enda
var þá áformið, að hann héldi þar
áfram námi, em þó fórst fyrir, og
tók hann þá atvinnu við verzlunar-
störf, fyrst á Sauðárkrók og síðar i
Höfðakaupstað á Skagaströnd.
Vorið 1886 fluttist Stefán aftur
heim til foreldra sinna, og það ár,
23. desember, kvongaðist hann Guð-
rúnu Vigfúsdóttur, söðlasmiðs ó
Sauðárkrók, Guðmundssonar prests
að Melstað i Miðfirði; móðir Guð-
rúnar var fyrri kona Vigfúsar, Odd-
ný ólafsdóttir, Jónssonar, danne-
brogsmanns á Sveinsstöðmn í Þingi.
Vorið 1887 flutti Sveinn faðir Stef-
áns til Ameriku. Tók þá Stefán við
ábúð á Skarði og hreppstjórn í Sauð-
árhreppi. En næsta ár fluttu þau
hjón Stefán og Guðrún vestur um
haf og settust að í Winnipeg, hvar
þau hafa ávalt haft heimili síðan,
og býr Mrs. Sveinsson enn i Winni-
peg. Ekki varð þeim hjónum barna
auðið;- en munaðarlaust stúlkubarn
á fyrsta ári tóku þau, ólu upp og
gjörðu að kjördóttur sinni.
Á fyrstu árum eftir að Stefán kom
hingað vcstur, voru margir frum-
býlings erfiðleikar, sem mættu okk-
ur löndunum. Mér er kunnugt um,
að Stefán tók á móti þeiin og yfir-
vann þá með ineiri rósemi og jafn-
aðargeði en alment gjörðist í þá
daga. — Eftir nokkurra ára tímabil
komst hann að verzlunarstörfum og
hafði hann þau á hendi, bæði fyrir
aðra og eigin reikning, mest af tim-
anum eftr það.
Stefán var fríður maður sýnum,
gjörvulegur á velli. Háttprúður i
allri framkomu; stiltur en giaðlynd-
ur; og strax á unga aklri hæfileg
fyrirmynd annara ungra manna. —
Hann var ástríkur eiginmaður, sem
unni heimili sinu. Hreinlyndur;
vildi öllum gott gjöra; ætlaði engum
ilt, treysti fremur um of annara
drenglyndi. Sá, er þetta ritar, þekti
hann frá því hann var á 17. ári. Og
margt fleira mætti Stefáni til gildis
telja. Þegar hann dó, tapaði eg trygð-
reyndum vin.
Blessun guðs hvíli yfir moldum
hans og minning.
Vinur hins látna.
Ekkjusjóðurinn
og hr. Baldwinson
Eg vil biðja þig að gjöra svo vel
og ljá eftirfylgjandi línum rúm í
blaði þínu.
Eg sé i Heiinskringlu, er út kom
6. þ. m., að nú vill herra Baldwin-
son losast við sjóð þann, sem egkom
til leiðar að hafinn var, fyrir Marju
Magnúsdóttur á Akr^nesi, fyrir sex
árum siðan.
Eins og flestir gefendur vita, varð
útkoman sú, að Marju var ómögulegt
Ábyrgstar vörur
Maður heyrir talsvert nú á dögum um að “kaupa pakkað-
ar nauðsynjar”—vörur ábyrgstar. Ágætt ef ábyrgðin
þíðir nokkuð.
BLUE ÖIBBON
TEA
er þrefaldlega ábyrgst.
Á bak við það stendur félag með tuttugu ára orðstýr
fyrir varmensku og ærlegheit í verslun.
Hin nýja tvöfalda umbúð er ábyfgð þess að teið tapi
ekki krafti vegna loftslags eða annara orsaka.
Og svo er hin reglulega ábyrgð að hver sem kaupir og er
ekki ánægður þó það sé ekki nema ímyndun ein fær
peninga sína til baka ef hann aðeins fer þess á leit.
Gæti nokkur ábyrgð veriS áreiðanlegri.
að fara til Ameriku vorið sem þess-
ar 800 kr. voru sehdar heim. Heim-
ilisástæður hennar voru svo bind-
andi, og eru jafnvel svo enn,' að
þrátt fyrir hennar eindreginn vilja,
að koma vestur um liaf og njóta pen-
inga þeirra, er hún átti hér, liafa
önnur öli verið yfirsterkari með að
halda henni kyrri.
Eg hefi einlægt verið á ]>eirri
skoðun, að Marju bæri þessi sjóður;
minsta kosti að rentur af honum
liefðu átt að semlast henni heim, en
höfuðstóll henni afhentur, þegar
krin.gumstæður hennar breyttust
svo að bún gæti komið hingað vest-
ur um haf
Sökum tilfinnanlegs skorts og fá-
tæktar hefir Marja þrásinnis skrifað
herra BaJdwinson og beðinn hann
um, þó ekki væri nema litinn part-af
þessu ánefningar-ifé hennar, —en
hann hofir ætíð skelt við því skoll-
eyrunum og ekkert oent Játið af
hendi.
Mér finst, að hr. Baldwinson hefði
átt að tilkynna Marju, að nú vildi
hann endilega fara að losast við
umsjón Jiessara peninga, og gefa
henni tækifæri með því að uppfylla
eignar-skilyrðin, ella mundi sjóðn-
um verða varið til annars. Gat þá
vel farið þannig, að öfl þau, er héJdu
Marju heima, hefðu linast svo, að
henni hefði orðið mögulogt að kom-
ast hingað, og fá fé það, er henni
réttilega bar.
Hefir hr. Baldwinson fengið álit
frá meiri hluta gefenda, að þeir
væru því mótfallnir, að Marja fengi
nokkuð af þessu gjafafé? — Það er
ekki nóg, að hann befir birt álit fá-
einna manna, — jafnvel þó þeir
sömu gengjust fyrir söfnun, en sem
visast hafa ekkert þekt inn i hinar
virkilegu kringumstæður Marju, og
svo ef til vill binda sig nieir við það
bókstaiflega —hvað þetta efni snert-
ir — en hina tilfinningarlegu hlið
málsins.
Eg skal viðurkenna það, að það
er vel gjört, að styrkja peningalega
íslenzka Gamalmennahælið; en það
eru Jíka rnargir nú sem bágt eiga og
ýms mannúðar-starfsemi févana, —
margar ekkjur, sem við erfið kjör
eiga að búa, og þar með er Marja
Magnúsdóttir á Akranesinu.
Nú vil eg leyfa mér að biðja alla
þá, sem i Ekkjusjóðinn gáfu, er lesa
þessar Jinur, og halda enn þeirri
skoðun, að Marja eigi peninga þá, er
þeir gáfu, — þrátt fyrir fnótmæli
umsjónarmanns sjóðsins, hr. Bald-
winsons, og eg vil segja ráðríki hans
í því sambandi, — að tilkynna hr.
Baldwinson, hvað hann eigi að gjöra
við peninga þeirra, svo þéir komist
til hins rétta og uprunalega móttak-
anda.
Eg hefi persónulega talað við
flesta gefendur i niinu bygðarlagi,
og eru þeir eindregið á þvi, að Marja
eigi enn þá peninga, er þeir gáfu og
vilja að þeir komist i hennar hend-
ur. Með vinsemd,
Helga Thordarson.
Antier, Sask., 10. april 1916.
Enn um ekkjusjóðinn
Herra ritstjóri Heimskringlu!
Af þvi eg er ein af þeim mörgu,
sem gaf peninga og safnaði að auki
nokkrum dölum til ekkjunnar á fs-
landi, sem eitt sinn ætlaði vestur
hingað, og safnað var gjöfum handa,
— þá verð eg að láta óánægju mína
i ljósi yfir því, hvernig nú á að fara
með peninga þá, sem henni voru
gefnir, samkvæmt auglýsingu frá
Mr. B. L. Baldwinson i Heimskringlu
6. þ. m.
Fyrst og fremst, — hvers vegna
mátti okki bláfátæk ekkjan, með all-
an sinn stóra barnahóp, fá pening-
ana, þó hún heimliiskringuimstæða
vegna ekki gæti flutt vestur um
haf? Ilenni og börnunum voru pen-
ingarnir gefnir; þeir voru gefnir til
að létta henni byrðina, að koma
þeim upp. Þó vér vitum að toga megi
þetta, er menn hafa litið annað i
huganum en flutning fólks hingað.
En ef að hún gat nú ekki fengið
að njóta peninganna, hvers vegna
mátti þá ekki hinn íslenzki ekkna-
sjóður sjómanna fá gjöfina? Þessir
peningar voru gefnir fólki til líkn-
ar heima á íslandi en ekki hér. Vér
Vestur-íslondingar erum gefendurn-
ir. Var það meiningin að gefa okkur
sjálfum? Eða gofa stjórninni hér eða
einhverjum sérstökum trúflokki eða
pólitiskri klíku? Eða er það sæm-
andi fyrir okkur, að taka gjöf okkar
aftur, til þess að geta sparað sem því
svarar framlag vort til okkar eigin
góðgjörðastofnana? Hælið á Gimli
hefir styrk bæði frá mikilsverðu
trúfélagi og frá stjórninni, og þar að
auki borga þeir fyrir sig sem þar
cru, er geta. Það er ágætt og svo fag-
urt oghreint fyrirtæki, að það verð-
ur blettur á því að taka poninga frá
ekkjum og munaðarleysingjum.
En of að endilega á að fara að
fara að snúa gjöfinni hingað og
stinga henni i okkar eigin vasa aftur
(sem mér finst óviðeigandi), —hví
má þá ekk gefa liana hinu nýja og
fagra félagi kvenna, “Jón Sigurðs-
son”, til að býta henni út mcðal
særðra hermanna eða munaðarleys-
ingja þeirra, sem óefað verða cin-
hverjir?
Þetta mál þarf að takast upp aftur.
Einn af gefendunum.
223rd Canadian
Scandinavian
Overseas Battalion
Lieut.-Col. Albrechtsen O.C.
HEADQUARTERS: 1004 Union Trust 8ldg„ Winnipeg
Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar.
Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana.