Heimskringla - 20.04.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.04.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. APRÍL 1916. HEIMSKHINGLA (Stofnuff 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegi. írtgefendv.r og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaísins í Canada og Bandarlkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rátSsmannl blat5- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rát5smat5ur Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talslml Garry 4110 Gleðilegt sumar, kæru vinir. Streymi hinn lífgandi ylur sumars og sólar til eldri sem yngri, og vermi hjörtun og til- finningarnar, og lífgi ástina og vonirnar og kveiki fjör og líf og gróður á bóli og bygð, í sjó g vatni, á engi og í skógum, á ökrum og í görð- um, — en þó fremur öllu i hjörtum og hugum mannanna. Þar riki friðurinn, fjörið og lifið, og vonirnar og hugsunin, og gleðin og farsæld- in.----- Nú stendur yfir hið voðalegasta, tröllaukn- asta stríð, sem langt tekur fram öllum stríðum jarðarinnar um allan umliðinn aldur heims; og baráttan er um það, hvort rikja skuli á jörð- unni réttlæti eða hnefarcttur. Hundruðum sam- an hafa frændur og vinir okkar, hinir hraust- ustu, hugrökkustu og gjörvulegustu Islendingar, farið að berjast með Bretum, — berjast fyrir Canada, berjast fyrir frelsinu. Vér óskum þeim sigurs; enginn ærlegur, heiðarlegur íslending- ur getur annað. Vér dáumst að þeim fyrir framkomu þeirra; enginn Islendingur getur annað, nema hann sé óþokki og landráðamað- ur. Vér óskum þeim héimkomu og skulum fagn- andi bíða þeirrar stundar, að þeir komi sigri hrósandi heim aftur til vor. Vér skulum taka vð þeim opnum örmum. Aldrei áttu, víking- arnir, forfeður vorir, öðrum eins ógnum og forynjum að mæta, eins og þeir ganga nú á rnóti. Aldrei nokkurntima á liðnum öldum reyndi eins á sanna hugprýði og hetjuskap eins og nú. En þeir ganga brosandi á móti því, drengirnir okkar. — Heillin og hamingjan fylgi þeim, hvar sem þeir eru, og hvar sem þeir fara á láð og legi. Þeir eru hinar sönnu hetj- ur, sem komandi aldir munu til vitna, því að þeir berjast ekki ifyrir auð eða gulli, heldur fyrir frelsi og mannréttindum, — fyrir frið og veiferð manna á komandi timum. Hið minsta, sem vér getum gjört, sem beima sitjum, er að votta þeim virðingu vora og ást. Að lokum óskum vér, að á þessu sumri verði niðurbrotið og magnlaust gjört hið þýzka her- manna og aðalsmanna og materíalista veldi, sem orsök er i stríði þessu, svo að það aldrei geti lyft höfði framar! ------o------ Enskan og íslenzkan, eða hvert stefnir ? —o— Það virðist, sem öll stórmenni Islendinga hér vestra og allir labbalúðar hugsi nú ekki um annað og tali ekki um annað en hvert stefn- ir. Það er svo fallegt þetta orðtak og hug- myndin svo víðtæk, að hv.er einasti maður get- ur om þetta talað, og stefnan getur verið frá undirdjúpunum og upp í hæstan himin og á hvern einasta punkt sjóndeildarhringsins. Vér höfum litið gefið oss fram, að kynna oss stefn- ur þessar; en þær hljóma oss þó jafnan i eyr- um, frá áhangendum eða fylgjendum postul- anna. Það kann vel að vera, að vér rekum oss á eina eða aðra af kenningjum þessum frá ein- um eða öðrum postulanum, æðri eða lægri, án þess vér vitum hver á hana, og getur það því ekki verið persónuiegt, nema vér nefnum höf- undinn. En þvi Iýsum vér þegar yfir, að oss fellur engin stefnan, sem vér höfum heyrt um getið, og margar kenningarnar teljum vér al- veg óhafandi og óþolandi. Menn telja nú 40 ár síðan landar fóru að reisa bygðir hér í Manitoba. En í nærfelt 30 ár eða síðan 1887, höfum vér lifað hér mest- allan tímann innan um lslendinga. Vér þekt- um frumbyggjana í Nýja fslandi fyrstu árin og erum kunnugir öllum þeirra þrautum og raun- um, og vér og enginn, sem til þekkir, getum annað en dáðst að þolgæðinu, þrekinu og stað- festunni og hinu óbilandi hugrekki þeirra, karla og kvenna. Þeir höfðu við alt að berj- ast; þeir höfðu ekkert annað en sjálfa sig og iandið, hrjóstrugt, þakið skógi og ófærum, eða lítt færum mýrarflákum, alveg veglaust. Þeir voru bæði félausir og mállausir á landsins tungu. Þeir urðu að vinna þyngstu og erfið- ustu vinnu til að geta keypt handa sér björg til að lifa á, föt og verkfæri. Þeir fóru í skurðina; og hið fyrsta, sem þeir sáu að sér var meira áríðandi en nokkuð annað, var að skilja öll orðin, sem að verkinu lutu, — skilja manninn, sem var verkstjóri þeirra. Landinn var ekki heimskari maður en hver annar og gekk þetta furðu fljótt. Þetta gilti um hvaða verk sem var, hvort sem það var á landi eða vatni, í borginni Winnipeg, eða úti í sveitum, og í sk-ógarhöggi á vetrum, eða í þreskingu eða akurvinnu á hausti, í sölubúð- um, skrifstofum eða á verkstæðum eða i prí- vat húsum. Þannig lærði gamla fólkið ensk- una; og náttúrlega þóttist hver góður, þegar hann var fær um, að gjöra sig skiljanlegan fyr- ir verkstjóra eða húsbónda sínum. • Engan þekturn vér þann íslending, sem væri svo heimskur, að hann sæji ekki nauðsynina á, að læra málið landsins, svo vel og fljótt, sem mögulegt var. Það var mesta furða, hvað gamla fólkið gat bjargað sér. En nú komu skólarnir og allir voru ein- ráðnir i því, að láta börnin sin læra enskuna sem bezt. Engum einasta manni kom til hugar að kenna íslenzku á skólunum. Það vissi það af eigin reynslu, gamla fólkið, hvar skórinn krepti mest og sárast. Það hugsaði um börnin sín og framtíð þeirra. Og afleiðingin af nám- inu varð sú, að islenzk börn fóru að skara fram úr börnum af öðrum þjóðflokkum, þegar þau komu á enska skóla, æðri og lægri, hér i Winnipeg. Og gamla fólkið varð að sitja með sína ensku-kunnáttu, sem það hafði lært í vinn- unni, eða kanske bætt meira eða minna við af lestri bóka og blaða. Og það sá oft börnin fjar- lægjast sig, þegar þau töluðu enska tungu, sem eldra fólkið gat ekki ifylgt, nema að nokkru leyti. En karlar og konur sáu, að þetta hlaut svo að vera, og sættu sig við það, af því að þetta var nauðsynlegt skilyrði til velferðar barna sinna. Menn voru komnir i enskt land og hlutu að verða enskir fyrri eða siðar,- og því fyr því betra. Þessu heldur áfram, og hundruðum saman fjölga þeir á hverju ári, sem verður enskan tamari en íslenzkan. Vér göngum út frá því, að þetta sé vilji allra foreldra. Þau vilja unna börnum sínum þess, að komast sem lengst á- fram til virðingar og velferðar meðal hinnar ensku þjóðar, sem landið byggir, — landið, sem nú er orðið föðurland barna l>eirra, og iriálið, hin enska tunga, móðurmál þeirra, og allra þeirra afkomenda En til hvers komum vér hingað? Hinn merkasti íslendingur, sem hingað hef- ir til lands komið, síra Jón Bjarnason, var oft að tala uin það í ræðurn og ritum, að vér mætt- um ekkihverfa hér sem dropi i sjóinn. Hann var stórhuga maðurinn og stoltur af því að vera íslendingur. Hann sá, að vér myndum hverfa inn í ensku þjóðina; en hann var ákaf- ur að vilja það, að vér færðum einhvern ærleg- <m dropa blóðs inn í hinn enska þjóðlikama. Ilann vildi að vér létum gott af oss leiða en ekki ilt, að vér hefðum áhrif til góðs á hinar enskumœlandi þjóðir. Og vér göngum út frá því sem sjálfsögðu, að vér viljum þetta allir — eða flestir. Enskan er fijrsta málið. llán verður að sitja i fyrirrúmi fyrir öllum öðrum tungum. En — hér kemur aðalpunkturinn: Hvern- ig getum vér haft áhrif á nokkra þjóð eða nokk- urt mannfélag, nema vér tölum og ritum tungu þeirra, og séum svo færir i henni, að vér sé- um jafnsnjallir þeim, sem beztir eru, annars verða áhrifin ónýt eða engin. Og annað: Ef að vér ekki leggjum alla stund á málið, þá hrekjumst vér undan menn- ingunni með “haflbreeds” og ruslaralýð öðrum í hafsbotna norður, þar sem nú lifa Skrælingj- ar og Indíánar. En hvenær er full-lætt? • Þegar landar voru að vinna í skurðunum fyrst, þóttust þeir býsna goðir, þegar þeir kunnu skurðamálið, og hið sama hefir verið með allar aðrar þjoðir útlendar. Þegar menn fóru að stauta fram úr dagblöðunum, var það ennþá betra, og svo þegar skólarnir komu, þá var nú svo sem ekki hægt að æskja eftir meiru. Nú voru menn búnir að ná haldi á hinni ensku mentun. En þá — þá kom afturkippur í nám- ið, og nú fóru menn að halda, að íslenzkan væri nauðsynlegri en enskan. Menn hefðu ekkert með meiri ensku að gjöra. íslenzku, — íslenzku þyrftu menn að taka næst og það und- ir eins. — Vér höfum ekkert á móti að menn læri íslenzku, þegar þeir geta gjört sér það að skaðlausu. En sjáum nú til: Með allan þennan ensku- lærdóm, með alla hina viðurkendu mentun hinnar yngri kynslóðar, vitum vér ekki til, að nokkurt islenzkt félag, með fáum undantekn- ingum, hafi, enn sem kotnið er, getað haldið fund eða samkomu, sem fram hafi farið á enska tungu, — jafnvel ekki í stórborginni Winnipeg. Það eru margir, sem skilja enskuna , margir sem tala hana. En á landsins máli vitum vér ekki til, að landar hafi ennþá fundi haldið, — og enn er messað á útlendri tungu. — Hvers vegna er þetta? Náttúrlega af því, að menn geta ekki annað. Það eru ekki nógu margir, sem skilja og ekki nógu margir, sem geta talað á ensku máli. Úti um la-ndið, þar sem íslendingar hafa verið með Enskum, hafa þeir haft sveitarráðs- fundi á landsins tungu, og þeir munu miklu lcngra komnir í Bandaríkjunum en hér. Þeir sækja hér enskar messur, enska fundi og sam- komur, sem innlendir menn halda. En þeir eru ekki svo langt koinnir, að þeir geti haldið samkomurnar á landsins máli sjálfir. Undan má ])ó taka pólitiskar samkomur, sem landar halda á ensku máli, bæði sökuin þess, að þar konia roenn, sem ekki skilja íslenzku, og svo eru aðalmennirnir þar þessir fáu íslendingar, sem búnir eru að sprengja fjötrana, sem hinum halda, ryðjast fram úr hópnum og brjóta sér leið til frama og frægðar, — ekki einungis með- al íslendinga, heldur enskumælandi manna. — Vér vorum á einum þessum fundi í vetur, þar sem menn komu saman af mörgum þjóðum og mælt var á ensku. Komu þar fram landar tveir, lögmenn báðir, og báru svo langt af hin- um, að þar var enginn samanburður möguleg- ur. Þeir áttu sannarlega heima á enskum ræðu- palli, og hló oss þá hugur í brjósti, — að þarna væri sýnishorn komandi tíma. Og það þarf ekki nokkur maður að hugsa sér það, að vér getum haft áhrif til góðs á þjóð þá, sem nú er að myndast í landi þessu öðruvísi en með enskri tungu. Vér ætlum engan svo skyni skroppinn, að halda öðru fram, þegar menn hugsa út í það. Og þá fyrst er timinn kominn til að fara að læra islenzku og önnur tungumál en móðurmálið enskuna, — þegar vér erum orðnir svo færir i Umdsins máli, að vér getum mætt enskumælandi mönnum hvar sem er. En þangað til ætti oss að duga islenzkan, sem vér lærum i föðurhúsum. — En einlægt á meðan verðum vér utan við heiminn sem vér lifum i, og berum hlekki á hálsi og fót- um, — sérstaklega þó, ef að vér verðum innan um aðrar þjóðir. Og það vituin vér, að vér dreifumst einlægt meira og meira. -----o------ Gjafirnar til ekkjunnar á Islandi. Oss liafa nú borist tvær greinar, hvor á eftir Hvað í vændum er. Eftir II. G. Welts. (Framhald). clubs) fleiri og fleiri og önnur hæg- indi og skemtanir riku mannanna.— Það borgaði sig ekki að byggja hús- in fyrir verkamennina og hin verð- háu autó voru búin að bola reiðhjól- unum af vegunum. Öll Vestur-Ev- ópa var að hlaupa i spik eins og Amerika er nú. Þrír mátar að mæta striðskostn- inum. En þó að dagar okurkarlanna gömlu séu liðnir, þá geta gjarnan komið í staðinn dagar hinna yngri okurkarla. Og þegar mæta skal hin- um feykilegu gjöld'um til striðsins, þá eru þrír vegir opnir: Fyrst er að taka. Að fá mennina mcð herskyldu og nauðsynjiar eða efni alt með her- skyldu (requisition). En Bretastjórn gætir meiri hógværðar og sanngirni í þeim efnum, en nokkur önnur þjóð í heimi. Því veldur landsvenja alt frá dögum Magna Charta og það að stjórnarvöld öll eru lögfróðir menn, og við það uppaldir að hlýða lögun- um; bera virðingu fyrir eignarrétt- inum, rétti einstaklinganna, þegar annars vegar er réttur ríkisins og þjóðfélagsins. Réttur einstakling- anna hefir aldrei í sögu mannkyns- ins verið jafnhátt metinn og á Bret- landi. Hinn annar vegur er að skatta og bórga fyrir alt, sem ríkið þarfnast; kemur það jafnara niður en hið fyrra, þó að það sé sömu tegundar. Báðar þessar aðferðir hleypa verð- inu upp á öllum vörum og hin síð- ari þó meira. Enn sem komið er hafa allar stjórnirnar í stríði þessu gripið til skattanna, en farið varlega og með hálfum huga. Hin þriðja aðferðin er sú að taka lán til að borga kostr.aðinn. Með þessari aðferð er byrðin lögð á eft- irkomendurna og hefir þessi aðferð oftast verið notuð til þess að fá pen- inga til þess að borga fyrir striðin. Hún veldur minstri óánægju í rik- inu. Hún notar alla þá peninga, sem fólkið getur sparað og eru aflögu frá öðrum fyrirtækjum. Hún býr til nýja tegund eigna (skuldabréfin) með því að eyðileggja eignir þjóðfé- lagsins. 1 Þýzkalandi hafa feykilegar eignir þjóðfélagsins verið veðsettar til þess að fá peninga til striðsin-s, meira að segja marg veðsettar, aftur og aftur. Svo langt eru Bandamenn ékki komnir . En um alla Norður- álfuna er sú breyting óðum að fær- ast, að landeigendurnir eru að verða leiguliðar, því að landeignirnar eru að ganga undir rikið. Og við lok striðsins verður skuld Breta ef til vill orðin svo mikil, að ársleigurnar af henni verða eins miklar og "11 ársútgjöldin voru áður. Það verður eins og frú ein sagði nýlega: “að allir þeir, sem ekki féllu í striðinu, lifa þá bezta lífi á rentunum af pen- ingum þeim, sem þeir lánuðu ríkinu til stríðsins”. En mikið af þessum auð er að eins í imyndun manna, einmitt fyrir verðhækkunina á öllu sem kaupa þarf, hækkun á kaupgjaldi, leigu og isköttum. Og flestir af oss, sem nú kaupum stríðsskuldabré.f Breta og Frakka, vita það vel, að iþeir eru að kaupa sér árlegar inntektir, sem einlægt fara minkandi. En það væri lélegur maður, sem færi að horfa í það, þar sem eins mikill fjöldi manna, yngrí sem eldri, eru til, sem glaðlega hætta lifi sínu fyrir föður- landið og mannkynið. Það sæti fremur illa á hinum að fara þá að skera centin við nögl sér. En verðhækkunin á öllu verður ekki hið eina, sem heldur i skefjum hinum nýju Okurkörlum eftir strið- ið. Það er annað atriði, sem kemur til sögunnar, sem nú er þegar farið að koma fyrir á Þýzkalandi, og fer að líkinduin bráðum að læðast hér inn. En það er, ao gullið endist ekki. Það verður ekki hægt að skifta seðl- uin fyrir gull rtema með afföLlum. Á Bretlandi gengur það vel enn sem komið er, að Skifta pundsnótunni fyrir pundið i gullinu. En Bretland kemst ekki út úr stríðinu með þess- um kjörum. Það á eftir að harðna svo um fyrir stjórninni, að hún get- ur ékki haldið peningunum í fullu gildi. Fyrri eða seinna, og að lík- indum fyrir árslok 1917, verða allar stjórnirnar neyddar til að taka upp pappirspeninga (óskiftanlega móti gulli) fyrir innanlands viðskifti. — (Framhald á 5. bls.) annari — og von á fleirum — um þessar gjafir til ekkjunnar á Akranesi, sem safnað var fyrir 6 árum síðan. Greinarnar eru frá gefendunum, fólkinu, sem lagði fram féð til að hjálpa ekkju þessari á íslandi, sem stóð uppi ein og eigna- laus með stóran hóp af börnum, þegar maður hennar drukknaði. x. Engum gefendanna hefði komið til hugar, að gefa ekkju þessari, eða safna gjöfum til hennar, ef að þeir hefðu vitað fyrir, að hún myndi þá ekki fá þær, eða þeim yrði varið til einhvers annars. Þuð var ekkjan á tslandi með barnahópinn, sem gjafirnar átti, og hún á þær enn. Engum gefendanna fórst svo lítihnannlega eða hugsaði svo lágt, að taka gjafirnar aftur, ef svo kæmi fyrir, að hún gæti ekki eða vildi ekki koma hingað vestur. Enginn gcfendanna liafði þar af leiðandi nokkurt fyrirtæki i huga eða sjóð eða stofnun, hvorki heima á íslandi, og þvi síður hér vestra, sem gjafirnar skyldu ganga til, svo framarlega, sem ekkjan vildi þær ekki, eða neitaði að þiggja þær. Og vér þykjumst vissir um, að enginn er sá hér vestra aldraður vesælingur, þó að alls- laus sé, sem ekki kjósi þann kostinn miklu fremur, að leggjast út á gaddinn, vinalaus og vonlaus, en að Jifa á fé ekkjunnar og munaðar- leysingjanna, sem þeim var gefið, — en svo tekið aftur af þeim. Og væru þeir hér vestra margir, konur eða karlar, sem ásælast vilja fé ekkjunnar og barna hennar, til hvaða fyrirtækis og stofnunar, sem er, hversu fögur og góð, sem stofnunin kann að vera, þá er það skýlaus vottur um stórkost- lega siðaspilling þjóðar vorrar, þessara íslend- inga, sem hér eru vestra. Þeir þekkja þá ekki rétt frá röngu, sitt frá annara. Gróðabralls-hugmyndir mega hér ekki kom- ast að; — innflytjanda-hugmyndir ekki held- ur. Það er ekkjan og börnin hennar, sem eiga gjöfina, en enginn einstaklingur annar og eng- iij stofnun, hvorki á fslandi né í Ameríku. Og minni maður og verri er hver sá, sem tekur aftur gjöf sína, eða snýr henni á annan veg en ætlað var i fyrstu. En vér vonum, að þetta sé alt saman mis- skiiningur, og að ekkjan fái eign sina hið atlra fyrsta. Það er mjög leitt, að fara lengra út í þetta efni. Málið ætti að vera öllum augljóst., Þó að einstöku mönnum kunni að þykja eitt eða annað i þessu snarplega orðað, þá er það ekki af illri meiningu gjört, heldur af því að það er skoðun vor, að þetta þurfi að lagast og lagast hið allra fyrsta. Þeir, sem gáfu, geta ekki þolað annað, og vér megum ekki virðingar vorr ar vegna horfa á það, að ekkjan tapi fénu. Easter Concert FOR THE BENEFIT OF 223 Overseas Battalion Lieut. Colonel O. Albrechtsen. O. C.! Under the Distinguished Patronage of THE HON. T. C. NORRIS, Premier of Manitoba. COLONEL II. N. RUTTAN, D.O.C., Military District No. 10. HIS WORSHIP MAYOR WAUGII. Monday, April 24, 1916 At Central Congregational Church At 8 o’clook P. M. Program Under the personal direction of Mr. Francis Fischer Powers, formerly of Carnegie Hall, New York City. Artists Mrs. Green-Armytage . Mrs. Bissett......... Miss Mae Clarke..... Miss Olive Quast .... Mrs. Coates Brown ... Miss Olive Oliver.... Mrs. Grahame........ Mrs. Christie Dowling Mrs. Nealy .......... Mr. Clayton Quast ... Mrs. Sigrid Hall.... Miss Herman ......... Mr. W. Alfred Albert . Mr. Paul Bardal..... Mr. Leonard Heaton . Mr. Burton Kurth ..., ... .Mezzo Soprano rDramatic Soprano .... Lyric Soprano ........Contralto ..........Soprano ...........Soprano ... Mezzo Soprano ........Contralto ........Contralto ..........Báritone ... Mezzo Soprano ........Contralto ............Tenor ... Basso Cantante .-........Pianist ....Accompanist Assisted by Mr. Leonard Heaton.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.