Heimskringla - 04.05.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.05.1916, Blaðsíða 2
BLS. 2. i . I M S K RIN G L A. WINNIPEG, 4. MAl 1916. nocz HERBERT QUICK MÓIRAUÐA MÚSIN. SVEITA-SAGA. —yr-xr— "~i— • og áSur en þeir höfSu náS sér, las skrifarinn síSasta atkvæSaseSilinn, og á honum var sem á hinum: James E. Irvin. Bronson forseti skólanefndarinnar tilkynti úrslit- in; en bágt átti hann meS þaS, þaS stóS í honum, og han stamaSi, en samt mátti skilja: “AtkvæSagreiSslan hefir fariS svo, aS James E. Irvin hefir veriS kosinn kennari meS öllum atkvæS- um". Hann settist niSur, auSsjáanlega yfirkominn, og skrifarinn, sem var praktiskur maSur, dró upp hjá sér kennarasamning, aS öllu leyti útbúinn, nema hvaS undirskriftirnar vantaSi og svo aS fylla inn auSu línuna meS nafni kennarans. Þegar hann hafSi gjört þaS, rétti hann forsetanUm samninginn, og benti honum, hvar hann ætti aS skrifa undir, og Bronson ritaSi nafn sitt sem í leiSslu; en Hákon og Bonnar horfu á, steinhissa yfir öllu saman. Svo rétti skrifarinn Jim samninginn til undirskriftar. "SkrifaSu hérna”, sagSi hann. Jim gat varla trúaS, aS hér væri alvara á ferS- um; en er hann las samninginn yfir og svo undir- skriftir hinna, sannfærSist hann um, aS svo væri. Hann hugsaSi um kenslu-aSferS þá, sem hann vildi innleiSa og hann varS skelfdur; hann hugsaSi um vinnu sína á akrinum, og rólegu kveldin viS bók- lestur heima hjá sér, og hann fráfældist starfiS; — svo hugsaSi hann um ‘ h u h i 8 ’ hennar Jenníar Woodruff, og hann undirskrifaSi samninginn. “Legg til, aS fundi sé slitiS”, sagSi Hákon. Enginn mótmælti. “Svo ákveSiS”, muldraSi forsetinn. Skrifarinn og Jim héldu út, en skólanefndin sat eftir. “Nú gengur fram af mér!” byrjaSi Bonnar. — "HvaS kom til, aS þú greiddir þessari rolu atkvæSi, Bronson?" “Eg”, svaraSi Bronson, “greiddi honum atkvæSi vegna þess, aS hann kom drengnum mínum til hjálp- ar í dag. Eg vildi ekki, aS hann fengi of slæma út- reiS hér, vildi aS hann hlyti e i t t atkvæSi”. “SömuleiSis vildi eg, aS hann fengi eitt at- kvæSi”, sagSi Bonnar. “Eg skoSaSi mig eina aula- DárSinn, sem í nefndinni væri, og mér fanst aS ræSa hans verSskuldaSi eitt atkvæSi; en aS hafa hann fyrir kennara, kom mér aldrei til hugar. En þú, Há- kon, hver skollinn kom yfir þig?” “Eg vildi einnig, aS hann fen{?: eitt atkvæSi”, svaraSi Hákon Pétursson. Á þenna hátt vi'tS Jim Irvin keíi„-ri Woodruff skólans, og þaS mátti hann þakjea ‘húhinu’ hennar Jenníar Woodruff. III. KAFLI. HvaS er mórauS mús? Strax eftir val sitt til kennarastöSunnar breytti Jim um venjur sínar og tók upp siSi drauga og stiga- manna, þaS er aS segja: hann var á ferli um nætur og á illviSrisdögum. Um góSviSrisdagana vann hann hjá Woodruff offursta sem áSur. HefSi Jim veriS valinn til em- bættis meS 50 þúsund dala árslaunum, myndi hann aS sjálfsögSu hafa tekiS sex mánaSa undirbúnings- hlé til þess aS kynna sér hinar nýju skyldur sínar. En Iaun hans sem kennari Woodruff skólans voru þrjú hundruS og sextíu dalir fyrir 9 mánaSa starfa, og hann hafSi aS sjá fyrir aldurhniginni móSur auk sjálfs sín. Þess vegna varS hann aS taka upp þessa óvanalegu siSi, aS ferSast um nætur og í illviSrum, til aS kynnast nemendum sínum og aSstandendum þeirra. ÞaS áleit hann þýSingarmikiS og annan tíma mátti hann ekki missa. Simms fjölskyldan var frá fjallabygSum Ten- nessee, og varS því all bylt viS, þá Jim síSla kvelds þrammaSi hljóSalaust og óvörum inn um dyrnar, og stóS mitt á meSal fjölskyldunnar án nokkurs sýnilegs erindis. Simms-fólkiS hafSi komiS þaSan, þar sem siSvenja var, aS gestir sem aS garSi báru, hóuSu áSur en þeir kæmu í skotmái frá húsunum. Því hvernig áttu heimamenn annars aS vita, aS þar kæmi vinur eSa fjandmaSur? Eins og af gömlum vana greip gamli Simms til byssu sinnar, þá Jim opnaSi dyrnar, en góSlega brosiS hans kom í veg fyrir aS lengra færi, og svo mundi gamli Simms ertir því, aS Hólmverjar, sem hann hafSi átt í brösum viS og sem voru því til fyr- irstöSu, aS hann gat ekki snúiS til sinna kæru Ten- nessee-fjalla, gátu ómögulega veriS í Iowa. “Ókunni maSur”, sagSi húsbóndi eftir aS kveSj- ur voru um garS gengnar, “þú ert vel kominn vor á meSal; en í átthögum mínum myndurSu finna þaS hættuspil, aS vaSa þannig inn á fólk”. “Því þá?” spurSi Jim. “Ó, þú yrSir aS Iíkindum skotinn meira eSa minna t'l skemda”, var svar gamla Simms. “Gestir hóa þar sySra hjá okkur áSur en þeir snúa af þjóS- veginum upp aS bænum”. “Ekki vissi eg þetta fyrri, en eg skal hóa hér eft- ir, þegar eg kem aS heimsækia ykkur, viljurSu þaS ldur en aSrir munu þó ekki a þaS”, og Jim Drosti aS nýju. “Eg býst viS, aS viS verSum aS sætta okkur viS siSvenjurnar hérna”, svaraSi Simms. AuSsætt var, aS Jim var fyrsti gesturinn, sem heimsótt hafSi Simms fólkiS síSan þaS hafSi tekiS sér þarna bólfestu,--á ófrjósömum landsskika, meS hæSir, tré og hóla, sem mynti þaS á átthagana. En hólarnir voru smáir og trén voru fá, og aS eins fárra feta háir klettar, þar sem áin hafSi grafiS sér farveg; en meSfram henni voru eikur, elmtré og laufskrúS- iS ríkulegt á sumrum. Og þarna í hallanum gat svo Simms fóIkiS setiS, og ímyndaS sér, aS þaS væri viS eina þverána, sem félli í eitt af þeirra kæra Ten- nessee-vötnum. Já, landsskikinn var ófrjór og eig- andinn hafSi veriS í vandræSum meS aS leigja hann, þar til Simms kom; en þó ófrjór væri, var jarSvegurinn þarna þó frjórri en fjöllin þeirra sySra og féll Simms fólkinu vel í geS. ÞaS var ekki Iowa fólk, ekki skiliS, og ekki þess jafningjar; þaS var fátækt og bjóst viS aS verSa þaS, þar sem Iowa- fólkiS var annaShvort auSugt eSa bjóst viS aS verSa þaS. En aS vera afskekt og óáreitt, þó kjör væru tíSum þröng, — þaS líkaSi þessu aSkomna fólki. Jim spurSi gamla Simms, hvernig fiskiveiSi væri í árósunum, og hvort þaS væri nokkuS skotiS þar af öndum. “ViS veiSum talsvert af silungi, og hún Klara dóttir mín hefir nýlega skotiS tvær toppandir”. Klara roSnaSi. En þessi ókunni maSur var svo líkur sjálfum þeim og tók ekki eftir því; en aS heimilisfólkinu gætti hann þó. Þar var auk foreldr- anna piltur sextán ára, er Raymond hét; svo anda- skyttan hún Klara; þá 1 1 ára stelpa, sem Virginia hét, en köIluS var Gína, og svo strákhnokki, sem skírSur hafSi veriS McGeehee, en sem af brjóstgæS- um var kallaSur Biddi. Klara ieitaSi eftir einhverju til aS rjúfa meS þögnina. Loksins sagSi hún: “Raymond hefir margar gildrur úti, þá skinnasöfnunar-tíminn stend- ur yfir”. UmræSur urSu langar um gildrur og gildruveiS- ar, og annan veiSiskap og fjallalíf, og varS Jim þess brátt áskynja, aS Simms fólkiS var bæSi fáfrótt og fátækt. KlæSnaSur stúlknanna var tötralegur, og ekki sæmandi eftir því sem alment var álitiS um klæSpaS stúlkna. Klara var raunar í pilsi, en hún hafSi auSsjáanlega smeygt því yfir sig í flýti, þá Jim kom; sá hann þess merki, aS hún myndi hafa veriS líkt klædd og Gína, yngri systirin: í rifnum strigabuxum, líkt og strákar. AuSsætt var þaS, aS Simms fólkiS hafSi þaS á sér, sem kjörin leyfSu, en ekki sem þaS girntist. FaSirinn var í karbættum flíkum upplituSum, og drengirnir líkt búnir; en þeir litu þó bezt út, vegna þess, aS strákar á þeirr/'áldri eru vanalega í görmum. Mrs. Simms var naumast sýnileg, en reykjarmökkur og eldgneistar úr pípu hennar gáfu til kynna, aS hún sæti bak viS vatns- tunnuna. Næsta illviSrisdag heimsótti Jim Simms-fólkiS aS nýju, og fékk Raymond lánaSan til aS velja meS sér útsæSiskorn. KennarastöSunni átti hann aS taka viS um veturnætur, og hann kvaSst vilja hafa útsæSis-sýningu fyrsta skóladag, í staS þess aS geyma þaS til lokadags, og útsæSi var bezt aS velja meSan korniS væri í stylkjunum. Simms gat auS- vitaS ekki neitaS um lítilræSi, manni, sem þeim líktist svo mjög, og þess utan hafSi áhuga á veiSi- skap og hafSi mætur á Tennessee fjöllunum. Og Raymond var óSara léSur honum, og meS Tona Bronson og fimm öSrum skólasveinum völdu þeir næsta árs útsæSi Woodruffs ofursta, undir eftirliti sjálfs hans. Um kveldiS var utsæSiS sltoSaS, og ^Voodruff ofursti talaSi um, hvernig ætti aS velja þaS og um geymslu þess og sáningu. Kveldmatur var hafSur kl. hálfsjö og var Jenny frammistöSukonan; hafSi hún áSur aSstoSaS móSur sína viS matartilbúning- inn. Vel var veitt og því sannkölluS veizla. Minst bar þar á Jim, en offurstinn, sem var maSur athug- ull, veitti því eftirtekt, aS vinnumaSur hans var orS- inn mannaveiSari, — var a8 leggja sig eftir sálum þessara drengja og vekja áhuga þeirra fyrir skóla- náminu. Jim fór þó aS öllu mjög gætilega; en hver af drengjunum fékk þó frá komandi kennara sín- um bendingu um þaS, aS hann treysti á hjálp hans og ástundun. Sérstaklega var því beint aS Tona Bronson, aS af honum væri aSalIega vænst stuSn- ings á þrautatímum. HvaS Raymond Simms viS- vék þar á móti, var bezt aS láta hann afskiftalaus- an. Alt þetta tal um útsæSis-val, var nýjung í hans eyrum, og hann drakk þaS í sig sem nýmjólk. Hann hafSi þaS fram yfir Tona, aS hann hungraSi eftir uppfræSslu, þar sem Toni var ofmettur af námi, sém hann hafSi engin not af. Jenny , sagSi faSir hennar, þegar allir voru farnir, “eg er í þann veginn aS missa bezta vinnu- manninn, sem eg nokkru sinni hefi haft, og eg sé eftir honum”. “ÞaS gleSur mig, aS hann fer”, var dótturinnar svar. “Hann ætti aS vera hæfari til annars en vera vinnumaSur”. “Eg hafSi enga hugmynd um, aS hann gæti orS- iS nýtilegur kennari, og hvaS er svo í því, þó hann reynist þaS?” “Hverju hefir hann slept, ef hann reynist þaS ekki? Og hvers vegna ætti honum ekki aS hepnast starfiS?” og Jenny hækkaSi röddina. “Skólanefndin er, til aS byrja meS, á móti hon- um’ , var svar offurstans, “og hún mun reka hann, fái hún hina minstu ástæSu. Nefndin hefir orSiS 3ér aS athlægi meS því aS ráSa hann, þannig sem hún gjörSi, og hún er orSin sárgröm. En eg er þó óviss nema honum takist aS leysa starfann sóma- samlega af hendi”. “Ef hann gæti fundiS þaS meS sjálfum sér, aS hann væri annaS en undirtylla, þá mundi honum heppnast starfinn”. “Jim hefir þaS aS erfSum", sagSi offurstinn, “aS hann er rola, en vera kynni þó, aS hann reynd- ist vera mórauS mús”. “HvaS meinarSu, pabbi?” spurSi Jenny. “Mó- rauS mús?” “MaSur einn í Edinborg gjörSi tilraun til aS blanda músa-kynjum; notaSi hann hina algengu nvítu mús, og svo hina svokölIuSu japönsku ‘dans- mús’. FaSir Jims var nokkurs konar dans-mús, sem hljóp frá einum staS í annan, og til einskis nýtur. MóSir hans aftur á móti hiS gagnstæSa; sívinnandi, nægjusöm og þögul. Jim ætti því aS vera kyn- blendingur, og þaS hefi eg alt af álitiS hann. Já, þessi Edinborgar-maSur, sem fékst viS músa kyn- blöndunina, fékk stöku sinnum einkennilegt af- sprengi undan þessum kynblöndunar-músum; var þaS mórauS mús og gagnólík báSum kynjum; hún var vilt og beit og nagaSi og lét öllum illum látum, hafSi í sér hiS bezta úr báSum kynjunum, frá þeim tímum aS þau voru vilt og lifSu úti á víSavangi. MórauSa músin bar því langt af föSur og móSur, og reynist Jim mórauS mús, verSur hann meiri maSur en nokkur okkar; en hvernig sem fer, þá stend eg meS honum”. "Hann verSur til einhvers nýtur, ef hann á aS vinna sér gengi sem sveitakennari!” var svar Jenní- ar Woodruff. “Sérhvert starf er eins stórt og maSurinn, sem rækir þaS”, svaraSi faSir hennar. Næsta dag fékk Jim svohljóSandi bréf frá Jenny “Kæri Jim! “Pabbi segir, aS þú munir eiga örSuga tíma í vændum, því skólanefndin er á móti þér og margt annaS; en hann bætti því viS, aS hann stæSi meS þér, og sagSi jafnframt, aS sérhvert starf væri eins stórt og sá sem rækti þaS. ÞaS álít eg nú líka, og eg stend meS þér! Þú ert þegar farinn aS gjöra kraftaverk meS því, aS hæna nemendur þína aS þér og vekja áhuga þeirra í ýmsum greinum, þó ekki heyri þær til skólanámsgreinanna, og vináttu þeirra hefurSu. En ekki get eg séS, hvernig þetta getur komiS þér aS liSi, en þaS er fallega gjört og sýnir, aS þú hefir velferS þeirra í huga. En vertu ekki of frumlegur. Hjólin renna bezt á ruddum vegi. Þín, Jenny". ASvörun þessi hafSi engin áhrif á Jim. En á hverju kveldi tók hann upp bréfiS og las: “Eg stend meS þéP’, og svo orS offurstans: “Sérhvert hvert starf er eins stórt og sá, sem rækir þaS”. Hér voru spakmæli, aS því er honum fanst; þaS gjörSi allan starfa jafnan og merkti jafnræSi í andlegum framförum. ÞaS merkti þar á móti ekki, aS einn starfi væri jafn góSur og annar til þess aS gjöra manni hægt fyrir aS giftast, og “huhiS” ungfrúar- innar varS honum aS nýju í fersku minni og dróg burtu gleSina, sem orSin hennar: “Eg stend meS þér” höfSu vakiS hjá honum. Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, 23. apr. 1916. Næstliðinn mánuð og það, sem af er þessuni mánuði, hefir veðráttan verið köld og þur; einkum nú sið- astliðinn hálfan inánnð, sem hefir verið stormasamur, með næturfrost- um; lengi hefir ekki komið hér úr- koma, svo teljandi sé, og ekki líkur fyrir veðurbreytingu ennþá. Vinna á ökrum stendur nú yfir, var byrjuð seint og lítið plægt í haust; sumir eru búnir að sá hveiti, en fá- ir öðrum korntegundum; verður nú alment sáð þessa viku, ef tið leyfir. Lágt land hefir sumstaðar ekki verið vinnandi fyrir bleytu. Heilsufar hér alment að batna. A Kr. Sigurðsson, járnsmiður á Markerville, tingur maður, hefír lég- ið hættulega veikur, af brjósthimnu- bólgu, og er á litlum batavegi. í Edmonton andaðist ungur mað- ur, Pétur að nafni, sonur hjónanna Jóns Jónssonar Péturssonar frá Kol- gröf, og Sigurbjargar Benediktsdótt- ur ólafssonar á Eiðsstöðum. Hann dó 23. f. m. eftir stutta legu. Hann var efnilegur maður, ágætur smiður og listfengur á öll verk. Eg hefi ekki séð biöðin geta um lát hans og því get eg Jiess hér. Lestrarfélagið Iðunn hafði skemti- samkomu og dans síðasta vetrardag, 19. þ. m., sér til inntekta. Hafði yfir 20 dali í ágóða. Svo óska eg ritstjóra Heimskringlu og lesendum hennar gleðilegs sum- ars Til S. J. Jóhannessonar Þegar eg sé þig hvað eftir annað nota aldur sira Magnúsar .1. Skapta- sonar, sem vopn á hann, get eg ekki bundist orða. Þetta er svo ólíkt þér, svo langt fvrir neðan þig, að mér ó- sjálfrátt dettur í hug, að Leirulækj- ar-Fúsi hafi skotist að skrifborðinu að þér fjarverandi. — Áður en þú gjörðist ritstjóri Lögbergs hefðir þú ávítað harðlega fvrir slika siná- mensku. Hár aldur cr engin van- virða, heldur þvert á móti. Það er eins og að grípa í hálmstrá, að nota aldur manna fyrir vopn á þá; það eru örþrifaráð. Björn sál. Jónsson var um langa tíð ritstjóri eftir að hann var orðinn gamall og ýmsir áttu högg i garð hans, en enginn mun hafa brígslað honum urn háan aldur. Andlegur styrkleiki og áhugi sira Magnúsar Skaptasonar er ekki all- tíður hjá mönnum á hans gldri, þó jafn mentaðir séu. Heimskringla fór að verða steingjörvingsleg og dauf, eftir að B. L. Baldwinson slepti henni, hún var ekki lengur blað al- þýðunnar, lieldur einstakra manna; svo konr stríðið, er hlaut að setja sitt sora-mark á blöðin. Það er um flokksblöð að segja, að þau eru stór skaðleg fyrir karakter ritstjórans. Eftir nokkur ár verður þú (S. J. .1.) skaðskemdur i þeim sessi. Eg er fús til að bera af þér óverðskulduð högg; eg er ejnnig fús til að slá vopn úr hönduin þér, vopn, er mest skaða þig sjálfan. 1 sama mæli og við mæl- um öðrum mun oss aftur mælt verða, — mundu það. Síra Magnús J. Skaptason hefir unga sál ennþá. Ii. J. Duvífisson. Nokkrar stökur. i. Til Eleónóru V. Júlíus. (Orkt undir nafni konu minnar). Þú og gömul “Betels”-börn blessun drottins hljóti! Ávalt sé hann yðar vörn öllu böli’ á móti. (29.-12.-’15). IT. Til Stefáns Péturssonar. Eg “Alánaðardagana” þakka vil þér með þýðleik þehn öllum, sem gefinn var mér, Því fögur og — íslenzk er gjöf sú og og gó ö: Með Garðars ey, myndum og gull- vægum óð! <27.-12.-’15). Til S. J. Áustmánns.’" Flg þess, gamli Austmann, bið, að þig gleðji jólin! — Og syni þínum frelsi’ og frið færi kærleiks-sólin. •Svo til föður-húsa heim — heitt l>að vfst eg þrái — heill með góðum heiðri’ og sehn’ liann að lokum nái. Skyttan góða, skörp á brún, skotmark sitt æ hitti. örðugleikum öllum hún aldur leiðan stytti. (20.-12.-’15). IV. Veðuráttan. Ennþá hríðar! En sú tíð! Af er blíðan væna. Allan lýð nú örlög stríð yndi fríðu ræna. (7.-2.-’16) V. Til stormsins. (Kveðið um nótt í rúini mínu, í ofsaveðri). Heyrðu! stormur, still þig ögn! Steyp ei kofa mínuin! Bið eg allra magna mögn úr mætti draga þínum. ) Des. 1915). VI. Bakkus baktalaSur. Um aldavin sinn — útlægan nú illa margir tala; þó gladdi’ hann lönigum grátinn mann , og gjörði mörgum svala. (20. 3. ’16). VII. Álit mitt. Ef eg hefði auð og völd, eg svo skyldl breyta, að Belgir makleg málagjöld mættu Húnum veita. J. Ásgeir J. Líndal. Þú veizt aldrei hverjum mæta kann í herbúðum. t Bretaher eru nú komnir sainan menn af öllum stéttum í mannlíf inu, og er því ómögulegt að isegja, hvaða menn þú kant að hitta í ein- földum hermannabúningi. Herforingi einn átti að líta eftir miklum forða af vopnum, matvæl- um og fatnaði og öllu, sem að hern- aði lýtur, og vantaði góðan mann, sem gæti haldið reikninga yflr alt þetta. Hann kallaði þá á Sergeant Majór sinn og bað hann að utvege sér góðan bókhaldara, seiii p,set» gjört þotta fyrir sig. Sergeant-Majórn n fór á stað, en fann engan bókhaldara; en seinast í vandræðum sínum kallar hann á mann einn, liægan og óframfærinn, og sagði honum að koma ineð sér.— Hann varð þó að færa foringja sín- um einhvern. “Ertu bókhaldari?” spyr herfor- inginn, þegar hann sá hann. “Nei, herra minn”, svaraði her- inaðurinn. “Kantu' nokkuð reikning?” “Ofurlítið”, svaraði hermaðurinn með kurteisi “Ofurlftið!” hrópaði herforinginn með gremju. “Er þetta bezti mað- urinn, sein þú gazt fenigið?” segir hann við majórinn. “Já; herra herforingi”. “.Tæja þá”, sagði herforinginn og var gramur í skapi. “Eg verð lík- lega fiA reyna h'tS tiotii hitnn; flneri sér svo að hermanninum og mælti: “Hvað várstu áður en þú gjörðist hermaður?” “Prófessor í stærðfræði og reikn- ingi við háskólann ,----” Flerforinginn spurði ekki meira. ™E DOMiNION BANK Hornt IVotre Dome ofc Sberbrooke Street. HnfuttatAII nppl,. »11,000,000 Vnrnnj0»ur ........ $7,000,000 Allnr elicnlr......«78,000,000 Vér ÓKkum eftir vllisklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst ab gefa þelm fullnægju. Sparlsjóbsðetld vor i er sú stærsta sem noltkur bankl hef- lr I borglnnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska. ati sklfta vl8 stofnum sem þelr vlta a8 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. Byrjió spari innlegg fyrir sjálfa yöur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaíur PHONB GARHY 3450 Goiumbia Orain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kanptim hveiti og aðra kornvöru, gefttm hæðsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg við- skifti. Skrifaðu eftir upplgs- ingum. TELEPHONE MAÍN 1433. LTiÁ-.r&gg. rmzzzu' Trvgg MeMiai Ein persóna (fyrir (laginn), $1.60 Herberpri, kveld og morgunverCur, $1.25. M áltí’ðir, 35c. Herbergi, ein persóna, 60c. Fyrirtak í alla stabi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tnlsfiiil Gnrry 22r»2 ROYAL OAK HOTEL CIiiim. GustnÍHSon, elgnndi Sérstakur sunnudags mUSdagsverb- ur. Vín og: vindlar á borbum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aó kveldinu. 2S3 BIARKET ST. WINNII’EG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.