Heimskringla


Heimskringla - 27.07.1916, Qupperneq 3

Heimskringla - 27.07.1916, Qupperneq 3
WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. S Jarðvegurinn. OJrein þessi er tekin úr tímaritinu “Réttur”, I. ár, 1. h.). Búnaðarvísindin fræða oss um það, hve nauðsynlegt er að þekkja jarðveginn, sem í er sáð, þegar rækta skal plöntur til gagns og gleði; þau gjöra ályktanir um eðli hans og umbætur og sýna fram á misjöfn skilyrði til ræktunar, svo að Ijóst verður, að sama plantan þrífst ekki í öllum jarðvegi. Á þekkingunni á jarðveginum og eðlissambandi milli hans og plönt- unnar byggist jtví öll skynsamleg ræktun landsins. Lfkt er l>ví varið með menningar- stefnur og hugsjónamál í lífi mann- anna. Þau eru svipuðum lögum háð. Stefnur og hugsjónir spretta fyrst eins og frækorn, sem falla af knappi og felast í jarðvogi manns- andans um lengri eða skemri tfma, unz þau taka að þróast, þegar skil- yrðin eru fengin, verða að hávöxn- urn meiði og bera ávexti til gagns og gæfu. Stundum falla þessi fræ- korn að húsabaki í ríki andans, ef svo mætti að orði kveða, eða uppi í afdölum eða frammi á útskerjum, þar sem fásinnið býr. Þar á hug- sjónagróðurinn löngum erfitt upp- dráttar, þyí að fáir eru til að hirða akurinn og bæta jarðveginn og lilúa að aumingja einstæðings- plöntunum. Líður því oft á löngu, að ávöxtur komi í ljós. Stundum falla frækornin á góðum stað, að þvf er virðist. En þó bregzt gróð- urinn, því eitthvað vantar í jarð- veginn sem nauðsyn er á, og enginn er viðlátinn að bæta úr þörfinni mn sinn. En stundum falla þessi í'rækorn líka í frjóa jörð við þjóð- vegi andans, þar sem skilyrðin eru góðt og margar hendur, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt, hjálpa til Jífs og þroska. Þar dafnar gróður- inn skjótt og ávextirnir verða al- menningseign. Svona hefir þetta gengið alla æfi menningarþjóðanna. Stefnur og hugsjónir hafa fæðst á öllum tím- um. Stundum hafa ávextir þeirra l)rugðist fyrir þá sök, að jarðvegur andans var ekki undirbúinn eða óhentugur af efnhverjum orsökum. En stundum hittu þær líka fyrir sér frjóan jarðveg og vel undirbú- inn. Og ávextirnir liafa þá orðið sú ódáinsfæða, sem menningin hefir lifað á. Af þessu virðist þá mega ráða, itve mikilsvert l>að er einnig í and- legunv efnum, að þekkja jarðveg þahn, sem stefnur og hugsjónir eiga að þróast í. En sá jarðvegur er Iiiigstinarháttur lýðsins. Sinn er siður í landi hverju, segir máltækið. Og sinn er hugsunar- háttur í landi hverju. Þetta er nassta eðlilegt. Náttúruskilyrðin, sem þjóðin býr við, móta hugsun- arháttinn, skapa hið andlega fata- snið. Af því leiðir oft, að sú stefna eða liugsjón, sem nýtur sín að fullu á einum stað, þrffst ekki á öðrum. H ugsunarháttur lýðsins er annar - jarðvegurinn ólíkur, með Öðrum orðum. Þar sem það er hlutverk þessa litla tímarits að ræða um stefnur þær, sem nú eru efst á baugi er- lendis um samvinnumál og bræðra- lag í baráttu lffsins, þá er einmitt nauðsynlegt að hugleiða nú þegar í fyrsta hefti ritsins, hvernig hann muni reynast, hinn aadlegi jarðveg- ur l)jóðar vorrar, fyrir ýmsar stefn- ur í samvinnumálum og í jafnaðar- áttina. Án þess að rannsaka þetta fyrst og fremst, eigum vér jafnan á hættu, að andlega ræktunarstarfið i‘ða fylgi við nýjar stefnur verði þlindur hendingaleikur. Yarla þarf að minna á það, með hvaða atburðum Island bygðist. Þess eins má geta hér, að forfeður vorir flýðu ættland sitt og námu hér land af þeirri ástæðu mestmegn- is, að þeir þoldu ekki lögbundið allsherjarskipulag,. sem Haraldur hárfagri efndi til f Noregi til bjarg- ráða landi og lýð fyrir útlendri hættu, — skipulag, sem menn urðu að beygja sig dýpra fyrir en áður hafði tíðkast. Þröngsýnt séreðli, er setti einstaklinginn og einstaklings- haginn öllu öðru ofar, var þá sterk- asta afltaugin f andlegu lífi Norð- manna. Og þessi hugsunarháttur var ákaflega eðlilegur þá. Náttúru- skilyrðin í Noregi höfðu alið hann og nært frá elztu tímum. Snarbrött og lítt kleif fjöll margslitu bygðina sundur. Alþjóðarbygðin var svo svo strjál og erfitt um samgöngur milli einstakra sveita og héraða. .lafnvel heimilin urðu einangruð og út úr skotin. Alt saman þetta knúði einstaklinginn til þess að sjá sjálf- sér sem bezt farborða í stórviðrum lí.'sbaráttunnar. Þar vnr hver mað- Tir líkt staddur og einstaklingur á báti útl í roki og ósjó. Samvinna )g samhiálp var torveíd, og alt hjálp aðist að því að gjöra hugann frá- hverfan þeim efnum. Þessar ástæð- ur þroskuðu séreðlið og hvöttu ein- staklinginn til sóknar og varnar án tillits til annara út í frá. Og þetta var orsökin til þess, að margir af slfkum mönnum námu hér land. Hér hugðust þeir mtindu geta varð- veitt séreðli sitt, og það tókst líka furðanlega alla landnámsöldina og langt fram á söguöld, án þess að gallar þess hugsunarháttar kæmu mjög tilfinnanlega f Ijós. En svo var það heldur ekki lengur. Hags- munahvatir einstaklingsins og alls- herjar-lögverndin tóku að rekast á, og því meir ber á þessum árekstrum eftir því, sem lengra líður fram í tím ann, eins og eðlilegt er. En þá kem- ur lfka útlenda konungsvaldið til sögunnar og gjörist sjálfkjörinn dómari f þrætumálunum. Og það tekur löggjafaráðin og lögstjórnar- valdið í sínar hendur. Hagsmuna- hvatir einstaklingsins breytast, — þær takmarkast og færast inn á við. Og nú er stuttlega á það að líta, hvernig þjóð vorri farnast í þessu tilliti á hnignunaröldum þeim, sem yfir landið gengu. I.andnámsmenn frá Noregi komu hér að óbygðu landi. Hér hittu þeir fyrir sér sviplík náttúruskilyrði eins og þeir höfðu átt að venjast heima. I.andið var fjöllótt og erfitt um saiiígöngur allar, einkum á landi. Og landskostir voru ekki betri en svo, að óhugsandi var, að bygðin gæti orðið þétt og samstæð. Ein- staklingurinn, eða hvert einstakt heimili, varð að sjá sér farborða eft- ir beztu föngum. Og ráðin voru ekki þau að leita samvinnu eða sam- hjálpar annara, lieldur baslast af með þá orku, sem einstaklingurinn eða heimilið í heild sinni gat í té látið. Þess vegna varð íslenzka heim- ilið eins konar sjálfstætt smáríki, sem oft átti í erjum og fjandskap við önnur heimili. Og í stað þess að hafa samvörzlu á nytjalandi og sam- gæzlu á búpeningi, var róið að því öllum árum, að stíja heimilunum sundur svo sem mest mátti verða. Forn lög um ágapg búfjár kveða svo á, að grannar skuli skyldir til að girða á landamærum, og slíta með þeim hætti skilyrðin til samvlhnu milli heimilanna í vörzlu og fjár- gæzlu. Og þegar þjóð vor var svo djúpt sokkin í eymd og ómensku, að viðhald landamerkjagarða var orðið mönnum um megn, svo að garðarnir lágu fallnir, vörðu menn óðal sitt með hundum og hver sig- aði frá sér — á annan. Um þetta eru dæmin deginum ljós ari bæði fyr og síðar. Hvert heimili fyrir sig hefir þurft að eiga fullkom- in framleiðslutæki, svo sem amboð (auðvitað), smiðju og reipi, hesta: hjólbörur o. m. fl., til þess að vera svo vel sjálfbjarga í öllu, sem auðið er. Og um afurðir lieimilisins er það að segja, að lengstum var farið með þær til kaupmannsins beina leið, og hann réð jafnan verðlaginu eftir eigin geðþótta og skamtaði úr hnefa það sem á móti var látið af erlend- um varningi. Og þó sagði Skúli mönnum það t, d., að verzlunin væri lilutdræg og þyrfti að breytast svo, að ágóðinn rynni til lands- manna sjálfra. Órétt væri reyndar að bera á móti því, að ekki heföi breyzt til batnað- ar í þessum efnum á seinni tímum. Þær menningarstefnur hafa nú rutt sér til rúms víðsvegar um heiminn til hagsmunabóta löndum og iýð- um, að vmdarlegt mætti virðast, ef öldugráð þeirra hefði þó ekki bor- izt hingað til vor norður á hala ver- aldar. Það er nú sannast að segja, að hinn andlegi jarðvegur vor — hugs- unarháttur íslenzku þjóðarinnar — var ekki vel undir það búinn frá umliðnum öldum, að f hann væri sáð frækornum samvinnu og sam- iijálpar. Þó fara að sjást þau teikn á himni um 1880, að vordagar nýrra tfma séu í vændum. Sjálfstæðis- hreyfingar, bygðar á félagsskap og samvinnu, fara þá að láta á sér bæra. Og þó að sumt af þeim verði barnslegt fálm út í loftið, bera þær samt vottin num vaknandi þörf f þessum efnum hjá þjóð vorri og annars vegar aðstöðu og hæfileika til umbóta í samvinnumálum. Því hver getur ætlast til þess, að ein- angruð þjóð sem vér, bæði út á við og inn á við, kasti hain í þessu til- liti í einni svipan, eins og konungs- dóttir leyst úr álögum? En.einmitt um þessar mundir fer að bóla á þeim samvinnuhreyfingum, er sum- part hafa farið forgörðum fyrir rás viðburðanna, en sumpart þróast fram á þennan dag og orðið að miklu liði. Hér er það fyrst og fremst kaupfé- lagsskapurinn, sem um er að ræða. Þar varð algjör breyting frá því sem áður var. í stað þess, að heimilin áður einangruðust í kaupstaðinn með afurðir sínar lianda kaupmann inum, sem alla jafna var danskur, tóku þau nú liöndum saman til vörukaupa og samábyrgðar á gjald- eyri fyrir vörurnar. Þetta var að mestu nýtt og merkilegt fyrirbrigði í sögu þessa lands. En kaupfélagsskapurinn átti erf- itt uppdráttar, enda var það sízt að undra. íslenzk náttúruskilyrði voru í eðli sínu fjandsaihieg slíku skipu- lagi, og stjórnarfar umiiðinna alda átti drjúgan þátt í að leggja stein f götu slíkrar nýbreytni. Svo risu upp islenzkir kaupmenn, sem í nafni sömu hugsjónar hvöttu menn til að aðhyllast sig. Almenningur, sem nú átti að taka höndum sam- anf var því á milli margra elda. Og raunin varð sú með alt of marga, að þeir létu glæstan stundarhag leiða sig í gönur. Áföll samábyrgðarinnar í kaupfélagsskapnum hröktu þá út af þeirri leið, sem þeir höfðu kosið, og leiddi þá að nýju að náðardyr- um kaupmannanna. Og í mörgum tilfellum var þetta ekki láandi. Við- skifti kaupfélaganna sem keppi- nauta við kaupmenn hafa lengstum verið of einhliða. Fif viðskiftamann- inn bar upp á sker með lofaðan gjaldeyri, þá varð hann — eftir eðli kaupfélagsviðskiftanna, — að hætta verzlun við félagið, eða þá að öðrum kosti eitra viðskiftalíf félagsins með skuldaverzlun. Hér var snurðan og snöggi bletturinn. Ef kaupfélagið átti að efla almenna samhjálp og styðja fátæklinginn til efnalegs sjálfstæðis, — þó ekki yrði fyrr en löngu seinna, samkvæmt eðli land- búnaðarins, — þá þurfti það að eiga góða og greiða lánsstofnun, sem hjálpað gæti gegn fullri tryggingu, þegar f nauðirnar rak. En þetta gekk lengi erfiðlega og gengur jafn- vel enn í þeim kaupfélögum, sem góð eru talin. Eins og kunnugt er, voru kaup- félögin hér á landi aðallega j)öntun- arfélög. Þau keyjitu vörur eftir pöntunum félagsmanna og afhentu þær svo með innkauiisverði, að við- bættu farmgjaldi og öðrum kostn- aði. Islenzkar afurðir — og ekki nema sumar — seldu þau á ábyfgð eigenda. Alt var því sífeld áhætta. Frá sjónarmiði kaupfélagsstefnunn- ar var þetta rétt. En heppilegt reyndist það ekki, þegar samkepni kaupmanna koin til sögunnar. Þá hurfu margir frá, sem áður voru ör- uggir taldir. Hér þýðir ekki að tala um stefnusvik, eins og sumir teija. Þetta var rás viðburðanna, sem ekki varð móti spornað með þeim samvinnutækjuni, sem handbær hafa verið til þessa. Þegar líður fram um aldamótin, tekur að brydda á fleiri tilraunum til viðskiftabóta í samvinnuáttina. Þá rísa upp féiög, sem með samtök- um liafa það fyrir mark og mið, að koma innlendum afurðum í liæst verð nieð sem fæstum milliliðum. Þetta eru rjómabú og sláturhús. Og árangurinn er yfirleitt óneitan- lega góður það sem hann nær. En mikið skortir á, að samvinnuhreyf- ingar þessar hafi náð almennum tökum. Þess vegna er hér óþrjótandi verkefni fyrir höndum. — Það er ekki ýkjalangt síðan, að gagugjörðar samvlnnu hreyfingar fóru að ryðja sér til rúms hjá stærri og þéttbýlli þjóðum en oss. Vitan- lega erum vér skemmra á veg komn- ir í þessum efnum, lieldur en marg- ar þeirra. En svifrúmið, sem þjóð vor hefir fengið til þroska, er ekki orðið langt ennþá eða breitt. Því er tæplega við miklu cð búast að baki. Nú skal að því vikið livernig sam- vinnuskilyrðin eru í samtíð og fram- tíð. Þess er áður getið, að náttúru- skilyrðin á iandi hér voru erfið fyrir samvinnu og bræðralag. Bygðin var dreifð og einstaklingarnir sjálfum sér næstir. Stórbreytingar á þjóð- lífsþáttunum, að því er til skipulags kemur, hafa naumast gjörst enn. Þó hefir sú breyting orðið á, að sjávarþorp og kaupstaðir hafa risið upp með þéttbýli á litiu svæði, þar sem áður var iítil bygð eða engin. Alþýða manna á þessum stöðvum lifir mestmegnis á sjávarafla og dag- iaunavinnu. Þar ættu að hafa skap- ast ný samvinnuskilyrði, sem áður voru óþekt hér. En reynslan sýnir, að svo er ekki. Þar er því líka nóg að vinna. — Nú kynni einhver að segja eitt- hvað á þessa leið: íslenzka þjóðin hefir baslast fram á þennan dag í ailri einangrun sinni. Hvaða þörf og hvaða skil- yrði hefir hún nú til þess að kasta sér út í byltingaflóð erlendra á- hrifa, sem megni að skapa henni giftu og gengi í framtíðinni? Hér er enginn, sem eggjar til frum- hlaupa. En vér viljum einmitt reyna að athuga sem bezt, hvort hér sé eigi þörf og hér sé eigi jarðvegur fyrir þær skijiulagsstefnur, sem nú fara sigurför um menningarlöndin. Það er þegar sýnt, að náttúru- skilyrðin eru erfiö lijá oss að ýmsu leyti. Strjálbygðin og torveldar sam- göngur á sjó og land i eggja ein- staklinginn meir til sjálfræðis og sérvinnu í mörgum tilfellum, held- ur en til samvinnu við aðra. Alt þetta hefir alið þá lyndisgalla hjá oss, sem jafnan iiafa tafið framfarir í samvinnumálum til þessa. Þessir gallar eru einkum þolleysi og upp- gjöf í samstöðu við aðra, þegar móti blæs, og tortrygni gagnvart ýmsum framfara-nýjungum. En þarfirnar breytast og mennirnir með. Svangur maður étur mat sinn á endanum, þó hann í heimskubræði hafi hótað því að smakka ekki mat. Þörfin lag- ar þá lyndisgalla, sem eru henni andstæðir. Og það er vfst og satt, að nú á seinustu áratugum hata tímarnir breyst og þarfir vorar. Islenzka þjóðin iijarði með einangrun sína og amvinnuleysi í fyrri daga. Nú tjáir henni ekki lengur sama lagið. Starfsllf hennar hefir breyzt svo, inn á við og út á við, að alt krefur meiri orku og kostnaðar en áður. Við þessu er eigi unt að sporna. Rás viðburðanna hefir knúð fram þess- ar brcytingar, og fólikið, bæði til lands og sjávar, getur bezt borið vitni uin, iiversu daglegar annir hafa aukist á seinni tímum. Kröfur daglega lífsins aukast svo mjög, að heimiliskostnaðurinn er ekki líkur sem áður. Vinnufólksekla í sveitun- um þrengir svo að bændum, að erf- itt reynist að vinna uj)p jarðirnar. Sjávarútvegurinn, bæði þorskafli og síldveiði, dregur fólkið til sín með háu kaupgjaldi um stundar- sakir. Aðalatvinnuvegir þjóðarinn- ar togast á um vinnukraftinn og standa á öndverðum meiði. Dýrtíð þjakar þjóðinn), einkum daglauna- mönnum og þeim, sem á föstum launum lifa. Alstaðar kemur fram tnisvægi, senj margar samtaka hend- ur í rétta átt þarf til að jafna. Skil- yrðin í baráttu lífsins hafa breyzt [ að miklum mun frá því sem áðurj var. Og allar þær breytingar miða að því, að gjöra einstaklinginn liáð-1 ari samlífi og samvinnu við aðra | heldur en. áður. Mælt er, að þjóðin | kæmist af í fyrri daga með því lag- inu, að hver baukaði út af fyrir sig. Nú kemst hún það ekki lengur, — nú er lienni að verða lífsnauðsyn á samvinnu í öllum greinum. Samvinnuskilyrðin eru þvf að | batna hjá oss fyrir rás viðburðanna, þrátt fyrir strjálbygðina og einangr- un þá, sem landshættir valda. Og þar við bætist svo eitt mikilsvert atriði, er sfzt má gleyma. Stórþjóð- irnar skiftast í stéttir. Þar er auð- mannastéttin voldugust og iðnað- urinn sá konungur, sem menn lúta lægst. Þar klóast örbirgð og auður, og er ójafn skinnaleikur. Ægilegt djúp í aðbúð og háttum er staðfest milli stéttanna og hagsmunir beggja rekast á. Þar er þvf um harða bar- áttu að tefla en ekki samvinnu. Þó er sigurvonin alt af hæpin fyrir verkamannastéttina, meðan barátt- an er beint á móti. Bezt reynist verkamönnum, að stofna öflugan fé- iagsskap í þvf skyni, að ná í sfnar hendur vélum og framleiðslutækj- um og gjörast með þeim liætti kepjii nautar auðvaldsins. Þar mætast stál á miðri leið. Og þó er erfitt um slíkar framkvæmdir. Því ofurmagr auðvaldsins er svo vfðtækt og anga- langt, að áhrif þess gilda svo að segja á öllum sviðum þjóðlífsins. Við slíkan geysimun efnahags og stétta erum vér að mestu lausir. Að því skai)i er minni sultar-örbirgð hjá oss en stórþjóðunum. Yfirborð mannlífsins er jafnara hjá oss held- ur en þeim, og minna djúj) á milli einstakra manna og stétta. Aðgang- ur að ýmsum gæðum menningar- innar er því í fleiri manna höndum lijá oss tiltöiulega, ef notaður væri til fulls. Alt þetta gefur oss yfir- burði og aðstöðu í samvinnumál- um, sem oss er skylt að þekkja ogj meta — og nota. Á öllum sviðum eigum vér sam- vinnuþörf, bæði til hagsmunabótaj og þekkingar. 1 þetta sinn verðurj það ekki nánar rakið sundur. En! hitt er jafn víst, eins og þegar erj fram tekið, að þessari þörf er ekki fullnægt neitt nándar nærri því, eins og æskilegt væri. Verkefnin í samvinnumálum eru því bersýnilega nóg. Eh iiver á að hefjast lianda og j knýja fram alþjóðarvakningu f þess um málum? Hvaða stéttir eða hvaða félög eigum vér — önnur en þau, sem áður voru talin, — sem líklegust eru til þess, að hefja merki samvinnustefnunnar hátt á loft og taka að sér hlutverk sáðmannsins í þessum efnum? Verkamannafélögin, munu menn svara. En nú er þess að gæta, að verkamenn, þ. e. daglaunamenn, eru ekki nema lítill hluti alþýðunn- ar og margir þeirra tvístraðir og skipulagslausir. Allur fjöldi alþýðu á landi hér er meira og minna rið- inn við framleiðslustörfin, en vant- ar þó víðast hvar traustan félags- skap til þess að gæta liagsmuna siiina. Þess veg>’R cr nauroast að vænta þaðan þeirrar forystu, sem hér er uin að ræða. Einstakir nienn bá, setn málunum unna, imuiu ínenn svara næst. Og það skal játað, að liðveizla 'þeirra er mikils virði, og af þeim verða máske frumtökin gjörð. En liðveizla þeirra or ekki nóg. Ef allsherjar- vakning í samvinnumálum á að komast á leið hjá oss, þarf almenn- an félagsskai) til fylgis og fram- kvæmda. En livar er sá félagsskajuir, sein getur — fram yfir þau félög, sem þeg- ar stefna að líku marki — hafið á loft merki alþjóðar f samvinnu- málum? Vér þekkjum einn allsherjarfélags- skap: Ungmennafélögin. Þaðan á að koma eindregin lið- veizla. Ungmennafélögin eru dreifð út um alt land; þau eiga meiri eða minni ítök í hverri sveit og geta því, ef vel er á haldið, náð sterkari tökum á almenningi og vakið þyngri | strauma í þessum efnum í þjóðlíf- inu, heldur en nokkur önnur sam- tök meðal þjóðarinnar. Eitt af grundvallaratriðum þeim, sem ungmennafélagsskapurinn bygg ist á og linr fyrir, er það, að efla og æfa félagsanda manna og kenna þeim skijiulega samstöðu í hverju máli. Ef þessi félagsskapur á fram- vegis að verða til sannra þjóðþrifa og frömuður nýrrar félagsmenning- ar, þarf hann að kynna sér ræki- lega hugsunarhátt lýðsins. Og hann sténdur í rauninni betur að vígi én nokkur annar félagsskapur til þess að takast á hendur hið andlega ræktunarstarf. Jafnframt því, sem hann vinnur að skógrækt og styð- ur að þvf að klæða landið, á hann einnig af alefli að snúast að sannri hugrækt meðal lýðsins og taka þar til fulltingis Sér þær skipulagsstefn- ur, sem beztu menn hjá öðrum þjóð- um helga nú krafta sfna. En um fram alt verður fyrst að rannsaka og undirbúa jarðveginn. Vér eig- um hugsjónir, unnum þeim og vilj- utn greiða götu þeirra. En þá meg- um við ekki sá frækornum þeirra í kviksand þolleysisins og skugga! tortrygninnar. Þessa meingalla á! hugsunarhætti þjóðar vorrar þarf, að reyna að nema á burt og fá fast-, ari, lilýrri og frjórri jarðveg í stað- inn. Svo kemur sáningin, og upp-1 skeran á ekki að geta brugðist. Þetta eiga* ungmennafélögin að gjöra. Eins og ölluiiM'r kunnugt, er ung- j mennafélagshréÍfingin á landi hér af útlendum rótum runnin. Hún! átti að flæða um þjóðlífið sem sterk-1 ur, ferskur straumur og færa því fjör og afl. En straumurinn varð , ekki eins sterkur og við var búist. Ungmennaíélögin náðu ekki þeim afltökum til' vakningar og þjóð- þrifa, sem til var ætlast. Orsökin var blátt áfram sú, að hugsjóna- málið var of mjög á reiki og fundu ekki frjóan jarðveg hjá þjóðinni. I jíugsjónagróðurinn varð eins og kyrkingsgróður kaldra vordaga. Afl ið og ylinn dró úr hreyfingunni. —j Meginstarf ungmennafélaganna nú er fólgið í verklegum framkvæmdar- J málum, svo sem íþróttum og skóg- rækt.*) Ef ungmennafélögin ætla sér og oiga að ná tilgangi sínum, þarf þeim að vaxa ásmegin á ný. Til þess þarf hugsjónir, ekki ráðlaust fálm, held- ur sterkar, rökstuddar hugsjónir, sem hljóta að verða alþjóðareign og lyftistöng framtíðarinnar. Og hér liggur leiðin opin, svo sem að fram- an er sýnt. Það er fagnaðarboð-1 skapur samvinnu og samhjálpar, sem á að gefa ungmennafélögunum nýtt lff og nýja orku. Þannig búin ganga þau svo að nýju fram fyrir þjóðina að hugrækt og félags- vinnu. — j Hlutverk þessa rits verður að ræða og skýra þær skipulagsstefn- ur, sem eiga við eðlishætti vora og komið gætu að beztu gagni fyrir oss. í þessu væntum vér fulltingis aiíra góðra manna. Og ungmenna- félögin eggjum vér lögeggjan. | Ben. Bj. | “Vorwaerts” móti kafbátum. Fréttir frá Berlín, í gegnum Am- sterdam, segja að blaðið ‘Vorwaerts’ mæii stranglega á móti því, að kaf- bátar Þjóðverja haldi áfram að sökkva skipum hlutlausu þjóð- anna. Hvað viðvfkur okkar vistaforða fyrir framtíðina”, segir biaðið, þá er ekki til neins að reyna að dylja t>að, »ð vér eruin alt af að verða meira og meira þurfandi, og meira og meira komnir upp á vistir og fóðurtegundir frá hlutlausu þjóð- unum. Jarðyrkja Þýzkalands gefur ekki af sér nægilegt fóður, hvorki til manneldis eða dýra; en nú er eytt miklu meira en á friðartímum. “Það eru engir sjáanlegir mögu- ieikar í framtíðinni á. að jarðyrkja Þýzkalands geti framleitt allar þær fóðurtegundir til manns- og gripa- eldis, sem nauðsynin krefur: miklu fremur bendir alt í gagnstæða átt: til Þess, að vér f framtíðinni verðum nauðbeygðir til að kaupa meir og meir af fóðurtegundum og matvöru af hlutiausu þjóðunum. Er það þá ekkki stórt spursmál fyrir okkur, að erta ekki þesar liiutlau.su þjóðir til reiði? — Af þessu ofanskráða sézt, að það er ekki mannúðin, sem knýr Þjóðverja til a,Ö hætta við eyðilegg- mg og manndráps-tilraunir sínar við hlutlausu þjóðirnar, heldur sjáifshagnaðarhugmyndin eða sjálfs elskan market hotel 14« l'rinceim street á möti markatSinura Bestu Vínföng:, vindlar og atS- hlyning gotS. íslenkur veitinga- f?aí1|'5n^: Halldórsson, leitSbeln- ir Islendingrum. P. O'COVIVKI,. Eigandi Wlnnlpeg *) í þetta sinn er ekki rúm til,' að rökstyðja nánar þessi ummæli. En síðar mun í riti þessu verða bet-1 ur vikið að þessu efni. LOKUÐTJM TILBOÐUM, er sendlst til rJ me® utanáskriftinni: •ii,„^,ender. for Drín Hal'. Calgary, “Ha. , vertSur mottaka veitt á skrif- ijessari þangað til kl. 4 e. m. á þriojudaginn 8. agúst 1916 til bygg- ingar ofangreindrar Drill Hail í Cal- gary, Alberta. Uppdrætti, áætlanir og eyöublöt5 fvrir sammnga og tilboSsform, geta menn setS og fengið á skrifstofum Mr. Leo. Don-Ier, Kesident Arehitect, Calgary: Sme.-f„kew0f,TPoít office. Edmonton, f^lf,elw-’ ‘'ír' Matthews. Resident Archi- tect, Winnipeg, Man.: Postmaster Bran- arnjiesíféirar°^ & skrlfstofu stjórnardelld nem lilb0**n leggja fram. til- kynnist her með, at> þau vertSa ekki tll greina tekin, nema þau séu rituð á hin prcntuðu eyöublöð, sem stjórnin legg- ur f1!.’ °Z undirskrifuð metS eiginhand- ar nofnum þeirra. sem tilboöin gjöra, og tilgreini þeir einnig itSju sína og skrrfíir Það félög þá þurfa undir- ikriftir. lbu °S heímili hvers manns í hend/.nU aS rltast undif með eigin Hverju tilbotSi verður að fyigja við- VcharteredV1hUniA árei6anleeán banka tchartered bank), sem borgist eftir fyrirsfcipuu Honorable Minister of Pub- ltc VT orlcs, og hljóði ávisunin upp á 10 af hundraði (10 prósent) af upphæð til- boðsins, og tapar frambjóðandi upp- hæð þessan, ef að hann neitar að upp- fylla samning sinn, þegar hann er til ÞSss..!lv\<!2ur’ eía fullsiöra verkið. Ef að tilboðið verður ekki þegið, verður ávtsunin send tif baka. ...St^«rnar<ielldin ekuldbindur sig ekki þe’irri t&ka ‘*8sta tilb°6. eða nokkurt fen^n^r B1.u? Prints seta menn tengið hja stjórnardeild opinberra nffen JlDep,?rtrnent of Public VVorks) 1 Ottawa með því að senda ábyrgsta bankaavisun fyrir $50 00, er skuli borg- así efttr fyrirskipun Honorable Min- íster of Public VVorks. Verður ávísunin Sfínd aftur, ef að þessl fyrirhugaði um- sækjandi sendir ínn reglulega beiðni og þessi Blue Prints aftur til deildarinn- Eftir skipun, R. C. DESROCHERS, Department of Public VVorks Secretar5r- Ottnwa, 5. júlí 1916. Bloðnm verður ekki borgað fvrir þes?a auglysingu, ef þau prenta hana an leyfis frá stjórnardeildinni ► jSögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .................... $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ... 0.30 Dolores .................... 0.30 Hin Ieyndardómsfullu skjöl.... 0.40 Jón og Lára .................. 0.40 Ættareinkennið................ 0.30 [“áÞa ........................ 0.30 Ljósvörðurinn ............... 0.45 Hver var hún? ................ 0.50 Forlagaleikurinn.............. 0.55 Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — að einsþrjá dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum. *> i i t I í i : ♦ ♦ t X ♦ t : : : ♦ t t t t I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.