Heimskringla - 27.07.1916, Side 8
BLS. 8.
m HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1916.
Auction
Sale
Every Second and Fourth Saturday
monthly will be held at Clarkleigh
this year from 2 to 6 p. m.
B. RAFNKELSSON.
Ef eitthvað gengur að úrinu þínu,
þá er þér lang-bezt að senda það til
hans G. Thomas. Hann er í Bardals
byggingunni og bú mátt trúa því,
að úrin kasta ellibelgnum í hönd-
unum á honum.
Fréttir úr Bænum.
----•---
Þeir Mr. Bergthór Thórdarson,
bæjarstjóri á Gimli, og síra J. P. Sól-
mundsson, forseti íslendingadagsins
á Gimli, komu á mánudaginn vestan
frá Camp Hughes, og höfðu farið
]>angað í þeim erindum, að fá farar-
leyfi fyrir islenzka hermenn úr ný-
lendunni á íslendingadaginn. Þeim
gekk ferðin ágætlega og fengu alt,
sem þeir óskuðu eftir. (
Allir islenzkir hermenn úr Gimli
kjördæmi fá burtfararleyfi til að
fara þangað á íslendingadaginn, og
tekur leyfi það yfir 214 dag. Mega
því allir vinir og aðstandendur
vænta þeirra, að forfallalausu, og
geta þeir notað tækifærið til að sjá
þar alla í einum hóp.
Þá má geta þess, að þetta verður
i seinasta sinni, sein menn fá tæki-
færi til að sjá síra Bjarna Þórarins-
son og heyra hann tala. Á hann að
flytja þar eina ræðu.
Fóik er beðið að athuga, að þó að
engir söngvar hafi verið auglýstir á
prógrammi Gimli-lslendingadagsins,
]>á verur þar eins mikið eða meira
um islenzka söngva, en nokkru sinni
hefir verið áður. Mr. Gísli Jónsson,
frá Winnipeg, ætlar að vera þar og
sýngja fjölda íslenzkra söngva milli
ræðuhaldanna. — Þvi ættu þeir
ekki að gleyma, sem langar til að
heyra vel sungið á islenzku.
Eftir þessu lítur út fyrir, að þeir
ætli að hafa mikla hátíð á Gimli
þenna dag. Undirbúningur er mikill
og góður, ef aðsókn verður eins.
Eitt orð enn til landa vorra allra,
sem sækja fslendingadagshátíðina
hér í borg 2. ágúst: Gangið ekki
framhjá JÓN SIGURÐSSON, LO.D.E.
nema að þér iítið inn til þeirra. Þér
hressið og styrkið bæði sál og lík-
ama, ef að þér standið við hjá þeim,
og þó að nokkur cent villist úr vös-
um yðar, þá eru þau hvergi betur
komin en hjá þeim félagskonunum.
Þær verja þeiin til að hjálpa særð-
um mönnum og gleðja þá, sem heim
koma úr stríðinu,— gleðja menn þá,
sem barist hafa eða eiga eftir að
berjast fyrir yður alla, sem þarna
eruð að skemta yður. Munið það nú,
að láta félagskonurnar fara ánægð-
ar heim og sjálfa yður ánægðá iíka
fyrirtækis.
ALLIR ÆTTU AÐ EIGA
ÞENNA HNAPP
Þá hefir íslendingadagsnefndin
einnig til sölu hnapp með mynd
merkasta landans í álfu þessari, —
þess sem nú er kunnur öllum heimi.
Það er myndin af Vilhjálmi Stef-
ánssyni, landkönnunarmanni, heim-
skautafara og fræðimanni. Myndin
er góð og glögg. en maðurinn hefir
kanske aukið frægð íslands meira
en nokkur annar fslendingur í
seinni tíð. Vér höfum séð mynd
hans og greinir um hann í merkustu
fræðiritum Breta, áður en hann fór
ferð þessa, og er hann þar talinn
með hinum frægustu heimskautaför-
um. Hnappurinn kostar að eins lOc.
Herra M. Christianson, frá Kam-
sack, Sask., var á ferð í borginni um
síðustu helgi. Hann er umsjónarmað-
ur Indiána (Indian Agent) þar norð
ur frá og var hér að kaupa gripi fyr-
ir þá. Christianson er einn af þeim
fáu íslendingum sem talar Indíána-
inál reiprennandi, og er sérlega vel
vaxinn þeirri stöðu sem hann nú
héfir. Hann er gamali góðkunningi
ráðsmanns Heimskringlu, og var
kátur og fjörugur að vanda. Upp-
skeruhorfur ágætar í hans bygðar-
iagi.
Hvergi verður skemtilegra að vera
2. ágúst en á fslendingadeg-
. um í Winnipeg.
Og svo eru lögin, sem leikin
verða á íslendingadaginn hér í borg.
Hornleikaraflokkur 108. herdeildar-
innar kemur frá Camp Hughes og
spilar allan daginn, og má nefna eft-
irfylgjandi lög, sem leikin verða auk
annara:
ó, Guð vors lands.
Blessuð sértu sveitin mín!
Þú álfu vorrar yngsta land.
Við hafið.
Hvað er svo glatt.
Svo verða þar horn blásin, trumb-
ur slegnar, bumbur barðar, symfón
sungin og saltari, — og dansinn til
að klykkja út með.
Þetta verðið þér alt að heyra!
Næsta sunnudagskveld, 30i júli,
verður messað í Únítara kyrkjunni
á venjulegum tima, kl. 7.
í listanum í síðasta blaði yfir
nöfn þeirra, sem skrifuðu undir á-
varpið til Kristins skálds Stefáns-
sonar, féllu af vangá burt þessi nöfn
Mr. og Mrs. Bárður Sigurðsson.
Mrs. Margrét Björnsson,
Miss Anna ólafsson.
Einnig misprentaðist þar eitt nafn,
stóð Sigríður, í stað Sigurður J. Jó-
hannesson.
Mr. Jóhannes Gottskálksson kom
að sjá oss með syni sínum ungum og
gjörvilegum, óskar Gottskálksson,
nýkomnum i kynnisferð frá Edmon-
ton, Alta. Óskar er nú í 138. herdeild
inni, gékk i hana þar vestra; og er
nú í Sarcee Camp nálægt Calgary.
fyrir aö hafa lagt eitthvað til g<>ðs- Herdeild .þessi er fullmönnuð og
býst hann við að fara bráðlega til
vígvallanna. Beztu óskir vorar fylgja
honum sem öðrum.
Málverk.
Allskonar litmyndir
(“Pastel” og olíu-
málverk) fást
keyptar hjá I*or-
ntelni 1». l>orMtelnMMyniv 732 Metiee St.,
—TaÍMfml O. 4tt»7.— Ljósmyndum, bréf-
spjaldamyndum o. s. frv. breytt í stór-
ar litmyndir fyrir mjögr sanngrjarnt veró.
Efalaust eiga allir einhverja mynd
svo kæra, ab þelr vilja geyma hana
meí lífi því, sem höndin og: litirnir
skapa, til minja í stofunni sinni.
ÓSKAR H. HILLMAN.
Bugler.
Fæddur i Winnipeg 18. júlí
1896. Gekk í 197. herdeildina í
marz síðastl. Foreldrar hans eru
Mr. og Mrs. C. H. Hillman.
Allir göðir íslendingar vilja eiga
fána íslands.
lslendingadagsnefndin hefir mikið
af fánum fslands til sölu, hvern fyrir
25 cents. Það væri ágætur gripur
fyrir unga sem eldri, að hafa með
sér af Deginum til minningar um
hann og gamla landið. Þeir, sem
landið elska, ættu þó að hafa fána
þess, — minna má það varla vera.
Allskonar handmálaðar myndir,
smáar og stórar, hefir Þ. Þ. Þor-
steinsson sett til sýnis og sölu, nú
nýlega, í búðargluggana að 674 Sar-
■gent Ave. Eru þar á meðal “sketch-
es” af stöðum umhverfis Winnipeg,
málaðar í vor, en flestar eru mynd-
irnar frá fslandi.
Þorsteinn býst við, að dvelja nokk-
urn tíma niður í Nýja fslandi í sum-
ar og mála þar frumdrátts-myndir
(sketches) af nokkrum stöðum þar.
Mr. Pétur Thorfinnsson, frá Mun-
ich, N. Dak., kom i autó norður
hingao nýlega til að sjá bróður sinn
Thorlák Thorfinnsson. Sagði hann
vegi alla góða og ástand alt hið
bezta.
hafa
JÓN
sölu
Góður matur og drykkur fyrir
sanngjarna borgun.
íslendingar eru beðnir að
það hugfast, að kvenfélagið
SIGURÐSSON, I.O.D.E., hefir
á öllum veitingum í sýningargarðin-
um á íslendingardaginn 2. ágúst
næstkomandi.
Það hefir ágætar heitar máltíðir
til sölu frá kl. 12—2 og kveldverð
frá kl. 5 til 7. Eftirmiðdagskaffi með
brauði verður á boðstólum, eða
skyr og rjómi og berjaskyr, eftir því
sem hver óskar. Kaldir drykkir og
aldini til sölu allan daginn.
Sanngjarnt verð á öllu, og verðhr
ekkert til sparað, að reyna að gjöra
alla ánægða; bæði hvað veitingarnar
sjálfar snertir og fljóta afgreiðslu.
— Allar félagskonur, sem mögu-
lega geta því við kmnið, eru beðnar
að koma út í sýningargarðinn næst-
komandi ]>riðjudag, 1. ágúst, til að
hjálpa til að undirbúa fyrir hátiðina
næsta dag, og svo auðvitað að koma
hátíðisdaginn sjálfan, því þá verður
nóg að starfa.
KAÐALDRATTUR.
Þeir reyna hann á íslendingadag-
inn núna, hér í borginni, hermenn
og borgarar. Má búast við, að þar
verði skemtun mikil, og höfum vér
ekki séð karlmannlegri leik en þann,
þcgar vel er á tekið. Vér horfðum á
kaðaldrátt hér fyrir mörgum árum
og höfum ekki gdeymt þvi enn.
Allir tala um kafbátinn þýzka sem
fór yfir Atlantshaf. Hann sat í Balti-
more á mánudaginn, og voru Þýzkir
tregir til að leggja heim aftur. Þeir
vissu, að Bandamenn, bæði Bretar
og Frakkar biðu þeirra utan við
strandhelgi og myndu taka þá, ef
kostur væri. Svo bætti það ekki um,
að neðansjávarbáturinn “Brehmen”
var hvergi kominn fram og átti þó
að vera kominn fyrir viku eða meira
til Ameriku. En einlægt voru þeir að
fá ljótari og ljótari fréttir af viðbún-
áði Breta að taka á inóti þeim. Ilve
lengi þeir bíða þarna veit enginn.
Guðmundur Kamban.
Hann er einn af ræðumönnunum
hér 2. ágúst, og i kveld (27. júlí)
ætlar hann að skemta mönnum með
framsagnar-list sinni.
Ómurinn af verkum hans hefir
borist hingað vestur. Hann er leik-
ritaskáld. I.eikrit hans hafa verið
sýnd í Danmörku. Hann tók hertaki
borgina Kaupmannahöfn, og er það
einhver listfengasta borg Evrópu.
Hinir merkustu rithöfundar, svo j
sem Georg Brandes rituðu um leik-
ritið “Hadda Padda”, og telur Bran-
des það snildarverk. Hið saina segja
blöðin: Rerlingskc Tidende, Köben-
havn, Politiken, Xatioiud Tidende, \
Illustreret Tidende o. fl. — Síðan fór
hann um borgir Danaríkis, og urðu I
menn hrifnir af honum, hvar sem
hann kom.
Dr. Guðmundur Finnbogason seg-
ir um hann, að hann sé listamaður
í grein, sem lítið hafi verið stunduð
á íslandi, og enginn lært til hlítar.
Hann hafi fagra og auðuga rödd,
næman smekk og leikara hæfileika,
og hafi fullkomnað sig í framsagn-
arlist undir handleiðslu snlliingsins
P. Jerndorf. Getur Dr. Finnbogason
um framkomu hans i Reykjavík 24.
júlí 1915 meðal annars á þessa leið:
“Efnisskráin var þessi:
Gunnarshólmi. Upphafið á Kát-
um pilti (þýðing Jóns Ól.). Ákvœia-
skáldið (þýðing Matth. Joch.). Dóra
(sögukafli eftir Ilickens). Kafarinn
(þýðing Stgr. Th.).£n hvað það var
skrítið, eftir Pál Jónsson. Skifærden
(úr Arnljót Gelline eftir Björnson).
Faxi (sögukafli úr Skírni eftir Guð-
mund Kamban).
Eins og menn sjá slær efnið á |
marga strengi og ólíka. En Kamban j
kunni tök á þeim öllum og skeikaði J
örsjaldan. Yfir meðferðinni var{
frjáls og persónulegur blær. Orðin
fengu ekki að eins rödd, heldur hold j
og blóð. Þau urðu að lifandi athöfn.j
Slíku eru menn óvanir hér, og sumir j
halda jafnvel að það sé óeðli, efj
framsegjandinn sýnir Jífsmörk á sér. j
En mér var skemt. Og þegar hlé
varð á, þótti mér sem ótal íslenzk
kvæði og sögur væru kongsdætur í j
álögum, er biðu þess að kongssonur
úr ríki listarinnar kæmi og leysti j
þær, til að leiða þær fram í fullri j
fegurð. Eg óska þess, að Guðm.j
Kamban mætti enn oft lesa fyrir |
okkur, og eg hlakka til að
hann næst”.
heyra j
Íslenzk glíma.
Sökum þess, að of fáir hafa nú
þegar gefið sig frain til að glíma á
Islendingadaginn, þá auglýsist hér
með, að öllum, sem gefa sig fram
fyrir kl. 1 «. h. annan ágúst, verður
gefið tækifæri. Góð verðlaun í boði.
S. I). B. STEPHANSON,
ritari iþróttanefndarinnar.
GUÐMUNDUR KAMBAN
hefir
FRAMSÖGN
í Good-Templarhúsinu fimtudag 27. júlí kl. 8 síðdegis.
Islenzkar skuggamyndir, með og án lita, verða sýndar.
Aðgangur 50c
“ISLENDINGAR VILJUM VER ALLIR VERA”
Islendinga=
Dagurínn
idvikud. 2, Agust, 1916
Yerður haldinn í
Sýningargarðinum í Winnipeg
Forseti hátíðarinnar: Dr. B. J. Brandson
Allur undirbúningur er nú fullgjörður eftir beztu vitund nefndarinnar. Að eins
eitt er nauðsynlegt til að gjöra daginn þetta ár þann bezta íslendingadag, sem
nokkurntíma hefir haldinn verið hér í Winnipeg, — það, að sem flestir Islendingar
sæki daginn. Sjálfsagt sækja liann allir Islendingar, sem eiga heima í Winnipeg, og
er von á, að sem flestir úr íslenzku bygöunum komi einnig og taki þátt í skemtan-
inni Tilraun hefir verið gjörð til að gjöra daginn skemtilegan. — Col. H. N. Ruttan,
D. C. M. D. No. 10, hefir gefið öllum íslenzkum hermönnum leyfi til að fara á hátíð
ina. Þeir veiða þar því svo hundrnöum skiftir, og ættu sem flestir að nota tækifær-
ið til að sjá þar vini sfna og kunningja, —ef til vill í síðasta skiftið áður en þeir fara.
— Nefndin er að gjöra ráðstafanir fyrir sérstaka (Speciai) lest frá Camp Hughes
þenna dag, til hægðarauka fyrir íslenzku hermennina. sem koma vilja á hátíðina.
Klukkan 8.30 að morgni leggja af stað frá horninu á Portage og^ Arlington og
horninu á Portage og Sherbrooke strætum — strætisvagnar, er flytja alla, sem viija,
■ ókeypis. Þessir vagnar fara norður eftir Arlington og Sherbrooke strætum. Sem
flestir ættu að nota þetta tækifæri fyrir frítt far út f garðinn.
Klukkan 9 byrja hlaupin fyrir börn frá 6 til 16 ára, og þar eftir hlaup fyrir full-
orðið fólk, menn og konur, gift og ógift, ungt og gamalt. Þeir, sem voru ánægðir
með verðlaunin í fyrra, verða ennþá ánægðari í ár, því nefndinni hefir hepnast á-
gætlega, að fá góða og þarfa inuni, en ekkert glingur.
BREYTING Á FYRIRKOMULAGI ÍÞRÓTTA.
I síðustu tvö ár hafa íþróttafélög kept um verðlaun þannig, að félagið,
sem hæsta vinninga fékk, hefir tekið Oddson-skjöldinn það árið, og meðlimir
jjeirra, sem unnu, fengið medalíur. — Nú eru þessi félög tvístruð vegna þess,
að svo margir eru gengnir í herinn. — I ár verða því allar íþróttir opnar fyrir
einstaklinga, og verða gefnar betri og fallegri medalíur en áður. — Einnig
fær sá, sem hæstu marki nær, Hansson-bikarinn, eins og áður
Máltíðir verða veittar alian daginn af kvenfélaginu JÓN SIGURÐSSON, I.O.D.E.,
og er það nægileg trygging fyrir því, að góður matur fæst þar keyptur með sann-
gjörnu verði. En þeir, sem vilja hafa mat með sér, geta fengið heitt vatn ókeypis.
Frá klukkan 3 til 5 verða fluttar ræður 0g kvæði og sungnir ættjarðarsöngvar.
Skemtiskrá:
MINNI ISLANDS.
Ræða—Guðmundur Kamban Kvæði—Síra Jónas A. Sigurðsson
MINNI BRETAVELDIS.
Ræða—Dr. B. J. Brandson Kvæði—Síra Hjörtur J. Leó
MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA.
Ræða—Síra Friðrik Hallgrímsson. Kvæði—Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
MINNl' MANITOBA.
Ræða—Miss Steina J. Stefánsson. Kvæði—Mrs. Margrét J. Benedictsson
Islenzk glíma. Barnasýning.
Hornleikaraflokkur spilar tslenzk lög.
Allskonar íþróttir.
Knattleikir: 1. Milli síúlkna (Ladies’ Base Ball); 2. milli 223rd Battalioit
Base Ball Team og borgara.
Aflraun á Kaðli milli hermanna og borgara.
.............................Dans............................
Klukkan 1 byrja íþróttir fyrir íslenzka leikfimismenn undir umsjón Manitoba
deildarinnar í leikfimisfélagi Canada.
f
Klukkan 8 byrjar dansinn og spiiar fyrir hann Thorsteinn Johnston’s Orchestra
— Verðlaun verða gefin þeim, sem bezt dansa.
Enginn fær að fara út úr garðinum og koma inn í hann aftur ókeypis, án þess
að hafa sérstakt leyfi.
I forstöðunefnd dagsins eru:
Dr. B. J. Brandson, forseti. J. J. Swanson, skrifari. Á. P. Jóhannsson, féhirðir.
Bardal. H. Methusalems. Th. Borgfjörð. A. S. Bardal. J. J. Vopni. S. D. B. Stephanson.
J. Pálmason. Sig. Björnson. H. Alex Johnson. Sig. Júl. Jóhannesson. M. J. Skaptason.
INNGANGUR I GARÐINN:
25 cents fyrir fullorðna. 15 cents fyrir börn innan 12 ára
fl