Heimskringla - 03.08.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.08.1916, Blaðsíða 1
Royai Optical Co. Elztu Opticians í Winnipeg. Við höfuin reynst vinmn þínum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. ÁGOST 1916. NR. 45. Hinn nýji fylkisstjóri vor. - SIR JAMES AIKINS. Með byrjun þessa mánaðar út- rann embættistímabil fylkisstjóra Sir D. C. Camerons, og var Sir James Aikins skipaður í hans stað. Sir James Albert Manning Aikins, M.A., K.C., er sonur Hon. J. Cox Aikins, fyrrum fyikisstjóra hér f Manitoba. Sir J. A. M. Aikins hefir tekið þátt í stjórnmálum Manitoba fylkis síðan árið 1879. r Hann stundaði lögfræði og varð lögmaður í Ontario 1878, en í Mani- toba 1879. Þótti hann undir eins skara fram úr öðrum í stöðu þess- ari, og árið 1880 kvaddi Dominion- stjórnin hann til þess. að sitja í hinni konunglegu nefnd til að rann- saka réttarfar í Norðvesturhéruð- um. Hið sama ár tók hann sæti í lögmannafélagi Manitoba, og var ýmist féhirðir, skrifari eða forseti félagsins. Oft hafði hann mikilsvarandi op- inber störf á hendi. Hann var full- trúi Canada á International Con- gress on Moral Edueation í Haag á Hoilandi 1912. Hann samdi vfn- bannslögin árið 1900; var forseti hinnar konunglegu nefndar við há- skóla Manitoba; einn í stjórnar- nefnd Manitoba búnaðarskólans, og síðustu ár forseti lögmannafélags Manitoba fylkis. Hann er forstjóri fjölda félaga og viðriðinn fjölda stofnana, og liggja honuin því feiknamikil störf á herð- um; en alt fyrir það hefir hann aldrei verið svo önnum kafinn, að hann hafi færst undan að leggja f sölurnar tíma sinn og vinnu, þegar um velferð almennings var að ræða. Hann hefir jafnan þótt vejp ræðu- maður hinn bezti, fjörugur skemti- legur og fyndinn. og muna margir Winnipeg búar eftir ræðum hans, og lengi hefir það verið, að mönn- um hefir ekki þótt fullskipað á ræðupölium, nema Sir James Aik- ins væri þar einn af ræðumönnum Sir James hefir verið traustur og einlægur stuðningsmaður Konser vatíva alla sína tfð, og var hann sambandsþingmaður fyrir Brandon kjördæmi á þinginu 1911; en sagði af sér þingmensku árið sem leið til þess að taka að sér forustu Kon servatfva í Manitoba fylki. Hann hefir alla tíð verið sann- íærður um, að Bretar þyrftu að vera viðbúnir öllu illu, og sá gjörla fyrir atburði þessa hina seinustu, sem til stríðsins leiddu, þegar hann heimsótti Evrópu árið 1912. Hann cr Honorary Coionel í The Ninetieth Regiment. Winnipeg Rifles, og í Ninety-Ninth Regiment, Brandon, og hefir unnið mikið að þvf, að hvetja menn til að temja sér að skjóta með riflum, með þvf að gefa hikara og Önnur heiðursverðlaun o. s. frv. Hann hefir einnig lagt kapp á, að styðja og efla Y.M.C.A. og Wesley College, og mikið hefir hann starfað fyrir Meþódista kyrkjuna í Canada. Sir James Aikins.er sjáifur fyrir- taks skytta, hefir yndi af bóltaleik (golf), og hefir jafnan haldið fram öllum karlmannlegum leikum og aflraunum. Hann er tvfkvæntur og á son einn sem er í lögmannafélagi hans- sem er eitthvert stærsta þeSs kyns félag í Manitoba, og dætur tvær á hann. Ársfundr Konservativa. Á fimtudagskveldið hinn 27. júlí var ársfundur Konservatíva í Mið- Winnipeg haldinn f Maw Bloek. — var þar fjöldi manna saman kom- inn; 260 sem greiddu atkvæði. Mr. D. D. Wood var endurkosinn forseti félagsins. Mr. Wood setti fundinn með ræðu og dáðist að því, hvað áhugi manna væri mikill, er þeir fjölmentu svo á fund þenna, þegar menn varla gætu borið sig um fyrir hita. Tók þá fundurinn til starfa og voru fyrst kosnir embættismenn og hlutu þessir kosningu: Patron—Right Hon. Sir Robert L. Borden. Heiðursforseti—Hon. Robert Rog- ers, ráðgjafi opinberra verka. Forseti—Mr. D. D. Wood. Yaraforseti—A. J. Goodmann. Skrifari—W. C. Carson. Þrjátíu menn voru kosnir í fram- jvvæmdarnefnd og eru þeir þessi Daly. i, B. Skaptason, George Scott, George Bissett, R. McYarlone Elliott, A. W. Gibson, W. Scott, W. Bradford. John Brown, C. Atcheson, W. Todd, W. Cameron, George Coul- ter, Lone Elliott, Frank Russell, W. Halldorsson. John Campbell, John Stevens, I. H. Kelly, W. Willough- by, M. xvobinson, H. W. Combs, A Crooks. J- Patterson , George Ter- mouth, Charles Pond, riobert xvre- ger, T. W. Cairns, Harry Nash. En þeir úr framkvæmdarnefnd- inni, sem nú eru á vígvöllunum voru gjörðir heiðursfélagar, og voru þeir þessir: Sergt. John McLaugh- lin og George Gardiner. Þegar búið var að kjósa embætt- ismenn, var öllum gefið fult leyfi og tfmi til að láta í ljósi skoðanir sínar viðvíkjandi nauðsynjamálum félags ins. Yar svo Mr. Daly kallaður fram á ræðupáflinn og flutti hann ágæta ræðu og var gjörður góður rómur að henni. Hann hefir um nokkur ár verið forseti Young Men’s Conserva tíve Assoeiation. Margir aðrir fund- armenn tóku þar til máls, þar á meðal Konservatívar frá Suður- og Norður-Winnipeg. Stríðs =f réttir Rússar vesturfrá. Það hefir kanske verið einna stór- kostlegast hjá Nikulási hinum mikla í Litlu-Asíu. Það var kastal- inn Baiburt í fjöllunum á leiðinni milli Erzerum og Trebizond, sem hefir haldið Rússum aftur nú um tfma. Hann var uppi í fjallaskorun- um nálægt Chorok ánni ofarlega, og að heita mátti ómögulegt að komast að honum fyrir gjám og gljúfrum og hengiflugsbjörgum. En þegar Rússar voru loksins búnir að í taka liann, þá var eins og skrið kæmi á þá. Þeir sóttu nú fram á meira en hundrað mílna breiðu svæði frá norðaustiþ eða frá Trebi- zond, kanske réttara að segja frá Ardan, 40 mílur suður af Trebizond. og alla ieið suður í Kurdistan fjölf, sunnan við Armeníu. Þeir voru búnir að taka fjallahryggina norð- ur og norðvestur af Erzingan og komu brokkandi niður hæðirnar. Þeir komu beint að austan, frá Zigeri, frammeð Su-fljótinu, og tóku komu að suðaustan og tóku nú Mamakhatum enn á ný. Þeir voru búnir að taka þann stað fyrir löngu en höfðu orðiö að sleppa iionum aftur, vantaði vistir og skotfæri. Eudanitch eða Judenitch hét hers- höfðinginn, sem fyrir þeim var, sá hinn sami. sein tók Erzerum. Þarna stóðu fyrir Rússum 350 þúsundir T.vrkja, og það var bezta herliðið, sem Tyrkir áttu til. l’yrkir börðustj einlægt á hverjum degi, en Rússar vildu áfram óg hvar sem þeir mætt- ust, þá urðu Tyrkir undan að láta; en þá urðu Rússar ákafari og ákaf- ari, að fylgja þeim gftir, og áöur en Rússar komu til Erzingan voru þeir farnir að flytja þaðan burtu alt sem ]»eir gátu og stóðu ekki við í borginni, en héldu vestur til Sivas, sem er 130 mílum vestar. Rússar tóku svo borgina. Þetta voru aðal- stöðvar Tyrkja þarna í Asíu og voru þar forðabúr þeirra, vopn og vistir. Rússar tóku það alt saman, sem til var, en sendu riddaralið á eftir Tyrkjum og sveitir aðrar, tii að henda af þeim menn og föng sem hægt væri. Þarna eru Rússar nú búnir að ná. á sitt vald öllu hálendi Armeníu. Er mikið af því bezta land, og er tvö hundruð mílur á breidd og um þrjú hundruð mílur á lengd. Og nú geta þeir vaðið um meginhluta Litlu-Asíu og suður að Taurus og Kurdistan fjöllum. Taurus fjöllin bggja meðfram ströndinni við horn- ið eystra á Miðjarðarhafinu; en Kurdistan fjöllin þar austur af. Segja herfróðir menn, að nú sé brotinn hryggurinn á Tyrkjum, því að þarna liafi bezta lið þeirra verið sigrað og iagt á flótta. Ætla menn að þetta hafi ákaflega mikil áhrif á Balkanskagann, bæði á Tyrki og Búlgara og eins á Grikki. Það má nú bráðum segja, að Nikulás sé kominn að borgarhliðum Tyrkja 1 Miklagarði. þó að Tyrkir eðlilega reyni að veita viðnám ennþá, Rússar í Evrópu. Það er sem Rússar séu einlægt að sækja sig. Hinn 29. segja fregnir frá Petrograd, sem vanalega eru áreið- aniegastar allra- að hinn 28. júlí hafi Rússar tekið fangna 400 her- foringja og 20 þúsundir hermanna. Þeir tóku 55 fallbyssur af Þýzkum, og hröktu Þjóðverja og Austurríkis- menn á allri leiðinni frá Kovel-Roj- itsche brautinni suður til Brody, og er það svæði um eða yfir 60 mílur á lengd. í Suður-Volhyniu, við árnar Slo- nevka og Boldurovka, var bardag- inn harðastur, og flúðu Þjóðverjar inn til borgarinnar Brody í Galizíu; en Rússar voru einlægt á hælum þeirra og tóku borgina. Hún er 58 mílur frá Lemberg. Það var á föstu- dagsmorguninn kl. 6.30, sem þeir náðu henni. Ekki gat fregn þessi sagt um það, hvað marga fanga þeir hefðu tekið þar. Það var Sakharoff hershöfðingi. sem stýrði liði Rússa þarna. En þessa dagana voru Þjóðverjar að gjöra hin hörðustu áhlaup á her- garð Rússa norðan við Kovel, með- fram og nálægt Stokhod ánni, sem rennur niður í Pripet. Þar mætti þeim Kaledine, einn af fyrirtaks hershöfðingjum Rússa. Hann reyndi ekki verulega til að brjótast í gegn- um hergarð þeirra. en hélt þeim föstum í stöðugum bardaga með- ÍSLENDINGAR! FJÖLMENNIÐ Á ÞJÓÐHÁTlÐINA 2. ÁGÚST Frítt far út í sýningargarðinn með vögnum á Arlington og Sherbrooke St. kl. 8.30 Hlaup fyrir börn byrja kl. 9; leikfimis íþróttir kl. 1 ogræður og söngvar kl. 3—5 Dansiíin byrjar kl. 8 að kveldinu. — Forseti hátíðarinnar: Dr. B. J. Brandson. SKEMTISKRÁ. MINNI ISLANDS. Ræða—Guðrnundur Kamban Kvæði—Síra Jónas A. Sigurðsson MINNI BRETAVELDIS. Ræða—Dr. B. J. Brandson Kvæði—Síra Hjörtur J. Leó MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA. Ræða—Síra Friðrik Hallgrímsson. Kvæði—Þorsteinn Þ. Þorsteinsson MINNI MANITOBA. Ræða—Miss Steina J. Stefánsson. Kvæði—Mrs. Margrét J. Benedictsson íslenzk glíma. Barnasýning. Hornleikaraflokkur spilar íslenzk lög. Allskonar íþróttir. Knattleikir: 1. Milli stúlkna (Ladies’ Base Ball); 2. milli 223rd Battalion Base Ball Team og borgara. Aflraun á KaÓli milii hermanna og borgara. .............................Dans. . .:......................... 25 cents fyrir fullorðna. fram Stokhod ánni, til þess að Sak- haroff gæti leikið sér við þá á 100 mílna svæðinu suður frá Kovel- brautunum. En syðstur Rússa var Letchishki, sá sem tók Búkóvínu. Hann vann sigur þenna sama dag einhversstað- ar milli Kolomeu og Stanislau, og er hann nú helzt að ýta Austurrík- ismönnum norður. Eru nú einar 80 mílur milli þeirra Sakharoffs og Let- chishki, og Austurríkismenn á öllu þessu svæði, en Rússar að norðan, austan og vestan, og komist Rússar lengra áfram eða þrýsti betur á að norðan og sunnan. þá er allur þessi her í voða. — Austurríkismenn hafa einlægt verið að biðja Vilhjálm að hjálpa sér um lið til að stöðva Rússa. En Vilhjálmur segist hafa annríkt og ekki geta það fyrri en hann sé bú- inn að vinna fullkominn sigur á Bretum við Somme. Austurrfkis- menn hafa verið að taka menn frá Italíu, Serbíu og Balkan og senda norður; en það kemur fyrir lítið, þeir lenda allir í gini Rússans og hann gleypir þá. Þeir sendu ein 60 til 70 þúsund hermanna um daginn, og svTo tóku þeir ein 100,000 heim úr Serbíu, og nú seinast er sagt að þeir hafi verið búnir að fá ein 70 þúsund frá Tyrkjum. sem komnir voru norð- ur á Ungarn. Hafa þeir eflaust verið komnir á stað áður en Tyrkir urðu fyrir óförunum seinustu að missa Erzingan, og svo er vafasamt. hvort þeir geta stöðvað Rússa betur en hinir, sem fyrir voru. Frá Balkanskaganum. Á Balkanskaganum eru Serbar farnir að glíma við Búlgara á ein- um stað. Það er norðvestur af Sal- onichi. Þar voru Búlgarar komnir suður á Grikkland, einhversstaðar suður af Monastir. Þessa Búlgari fóru Serbar að reka norður aftur og mun það byrjunin þar syðra. Við og við hafa verið skothríðar á her- garðinum norður af Salonichi, en ekki hafa Bandamenn sótt neitt fram enn semakomið er. INNGANGUR í GARÐINN: 15 cents fyrir börn innan 12 ára. Maxim-byssum óvinanna. Þetta alt saman hlýtur að ganga seint, en það er áreiðanlegt; og engri gröf eða \Tígi sleppa nú Bretar eða Erakk ar aftur sem þeir einu sinni hafa náð á sitt vald. — Og það er sama, hvaða hópur Bandamanna það er, hvort það eru Ástralíumenn eða Canadamenn eða Rússar hinir ný- komnu eða Indur eða Belgir eða Afríkudrengirnir, — enginn lætur sig. allir lialda velli móti berserkj- unum þýzku og taka af þeim hvert vígið, hvern skógartoppinn, hvern smábæjinn eftir annan. Það kveð- ur svo ramt a ðþví, að Þýzkum er ekki farið að lítast á. Þeir hitta nú hnefa harðari sínum eigin. Þeir sjá nú loksins að mál sitt er tapað, og það er að eins þrái og stórmenska höfðingja þeirra, sem ekki vill við- urkennna það. Bretar og Frakkar stækka skarðið í hergarí óvinanna. Þessa seinustu viku hafa Bretar og Erakkar all-mikið aukið við skarðið, sem þeir brutu á hergarð Þjóðverja, og hafa verið slagir hinir hörðustu við Pozieres, og þó eink- um við Delville skóginn. Þar hröktu Bretar hraustustu sveitirnar, sem til voru í iiði Þjóðverja, Branden- burger-sveitirnar. Bardaginn á Frakklandi. Á Erakklandi hefir bardaginn gengið stöðugt við Somme, og eigin- lega aldrei orðið hlé, hvorki dag né nótt. En nú er öllu snúið við, sem áður var. því að nú eru það Bretar, sem halda áfram áhlaupunum og eiga æfinlega sigri að hrósa. Það er kanske ekki á stóru svæði í einu og ekki margar mílur, sem þeir fara yfir á sprettinum; en það virðist vera stöðugt síðan þeir byrjuðu þarna í Picardie. Og svo er það ekki áhlaupaverk, því að fyrst þarf að brjóta allar víggirðingar með skot- hríðum, slétta alla skotgarða og brjóta og bylta um fallbyssum og Voðalegir skógareldar. Hinn 30. júlí veltist hinn mesti skógareldur, sem menn hafa þekt, yfir Norður-Ontario; eða byrjaði á sunnudaginn til muna og hélt svo áfram á mánudaginn. Hádegisblöð- in þann 31. júlí sögðu að þá væri hann búinn að sópa landið 53 mílur norður af bænum Matheson, en 129 mílur vestur. Brunnir eru bæjirnir Matheson, Ranore, Nuzhka, Kelso, Iroquois Falls og Homer; Cochrane hálfur brunninn, en Timmins, Pearsons Landing og Hearst stóðu, er þessar fregnir komu, í ljósum loga. Erá Cobalt kom fregn 31. júlí, og segir hún, að hvað eftir annað hafi kviknað í lest þeirri. sem send var með lækna og hjúkrunarkonur og vistir og fatnað handa þeim, sem húsnæðislausir urðu á mánudags- nóttina. Enginn veit, hve margir hafa farist. Þeir eru nú taldir yfir 150; en búist við að þeir séu tölu- vert fleiri. Eidurinn hefir sópað ait svæðið frá Matheson í Teiniscaining County í Ontario og norður þaðan til Coch- rane, en það eru 53 mílur; en til vesturs er eldurinn kominn til Hearst á National Transcontinen- tal brautinni, og eru það 129 mílur, Undir eins og fregnin barst, var farið að safna peningum í Toronto og varð Eaton fyrstur til að gefa 3 liúsund dollara virði af matvæl- um og senda það jafnharðan vit þangað á járnbrautarlest, sem átti að fara svo fljótt, sem menn og vél- ar gætu knúð hana áfram. Sagt er það nú, að 60 manns séu dauðir í Matheson, 14 í Ranore, 57 í Nushka, 2 í Nalima og 10 í Iroqu- ois Falls. Og er búið að ná líkum þessum öllum. Lestir hafa gengið þétt til þess að reyna að bjarga sem flestu af fólk- inu, og er margt af því nærri nakið, — föt öll brunnin af því. Til Engle- hart liafa komið 67 ung börn og varla spjör á nokkru þeirra. En borgir og sveitir í Ontario safna peningum, fötum og meðulum í á- kafa handa þeim, sem fyrir brunan- um hafa orðið. Orsökin til brunans segja menn að hafi verið smáeldar hér og hvar um skógana, sem menn hirtu ekki um að slökkva; en í undangengn- um hitum var jörð öll orðin ákaf- lega þur, og svo kom vindur á laug- ardaginn og þá varð h\Ter neisti að björtum loga og hvert bál að óstöðv andi eldflóði. Á sunnudaginn kom hver beiðnin eftir aðra til Winnipeg frá brautar- mönnunum á brunasvæðinu í On- tario, eða þó helzt frá smábæjunum nálægt Cochrane. Höfðu þar að sögn farist 200 manns og mörg hundruð meira eða minna skemdir, þó að lifandi væru. Mr. Brady, for- maður á stjórnarbrautunum í Win- nipeg, svaraði og brá þegar við, og innan 7 klukkustunda var liann kominn á stað í vagni sínum á lest- inni, og var með 5000 dollara virði af vörum og matvælum. Svo sendi Eaton héðan úr Winnipeg vagn- hlass af vörum og nauðsynjum. Og var það klukkan 6 um kveldið, sem þeir Edfcons menn fóru að búa út í vagnana og 2 klukkustundum síð- ar voru vagnarnir svo fuliir, að ekki var hægt að koina meiru í þá. — Þegar svo Mr. Brady lagði af stað, þá fékk hann rafskeyti um, að byrgðir þar eystra entust ekki leng- ur en 48 kiukkustundir. 1 stjórnarvagninum var niðursoð- ið k'jöt í könnum, mjöl og sykur, korntegundir, svínakjöt, ávextir af ýmsu tagi, teppi, olíu og umbúðir. Auk matar sendi Eaton fatnað karla, kvenna og barna, meðul, um- búðir, tjöld, sápu, handþurkur og olíu og margt fleira. Eaton hefir sýnt hjálpsemi sína og göfuglyndi. Fyrir fjórum árum síðan bjargaði hann mörgum við brunann í Font Franees með skjótri lijálp sinni og á hann mikinn heið- ur skilið fyrir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.