Heimskringla - 16.11.1916, Síða 7

Heimskringla - 16.11.1916, Síða 7
WINNIPEG, 16. NÓVEMBER 1916 HEIMSKRINGLA. SL8. 7. I Bezta hveiti heímsins Pað er bragðið af heimsins 1 brauði og uin til úr bezta hveiti kökum bún- PURITV FLOUR , More Bread and Better Bread KARL GUÐMUNDSSON. Æfiminning. Nú fyrir rúmum mánuði síðan andaðist að heimili nágranna síns, Sigurgeirs Jónssonar, KARL bóndi GUÐMUNDSSON, f íslenzku bygð- inni hjá Winnipegosis. Bar andlát hans mjög snögglega að, svo að telja má, að hann hafi orðið bráðkvadd- ur. Kail heitinn var fœddur á Hjálms- stöðum í Laugadal í Árnessýslu þ. 23. nóvember árið 1866. Eoreldrar hans voru þau Guðmundur bóndi á Hjálmsstöðum Pálsson og kona hans Gróa Jónsdóttir. ölst Karl heitinn upp hjá foreldrum sínum til fullorðins ára. Eru systkinin mörg og þau öll sem eftir lifa, heima á ls- landi. Bræður hans eru þeir Páll bóndi á Hjálmsstöðum kvæntur, og Hjörmundur; en systur eru Ragn- heiður og Guðrún, til heimilis í Reykjavík, báðar ógiftar; og Anna, gift kona vestur á ísafirði. Einn bróðir Karls sáluga flutti hingað vestur fyrir mörgum árum, er Niku- lás hét. Dó hann hér í Winnipeg fyr- ir 12 árum síðan. Vorið 1900 fluttist Karl sál. hing- að vestur. Var hann um tíma í Win- nipeg, en fór svo vestur til Alberta og dvaldi þar um tveggja ára tíma. Þaðan flutti hann til íslenzku bygð- arinnar hjá Winnipegosis og hefir átt þar heima síðan. Hann var lágur vexti, þrekinn vel og all-hraustur að afli, bjartur á hár og augun blá og góðleg. Hann var síglaður og léttur í lund og var tal- inn einkar skemtilegur maður í allri umgengni og viðbúð. Lítillar mentunar hafði liann notið í upp- vexti, en námsgáfur hafði hann mikl ar og var minnugur vel. Var hann einkar elskur að ljóðum og sögu og kunni meira af allskonar vísum og kveðlingum, en dæmi eru til um flesta. Voru ýms vísubrot oft á vör- um hans í viðtali, mönnum til gam- ans og skemtunar. Hann var vinnu- gefinn maður, en þó fremur fátækur alla æfi; hneigður nokkuð til öls og gleði frainanaf, en hjartagóður og hjálpsamur og vinsæll af öllum, er honum kyntust. Nú fyrir rúmum sex árum síðan festi hann sér hcimili þar í bygð- innj og gjörðist ráðsmaður hjá kon- unni Kristbjörgu ögmundsdóttur, er þar hefir búið um langt skeið. Er hún alkunn sæmdar- og rausnar- kona. Var það ætlun þeirra, að eigi skyldi annað við hitt skilja fyrr en dauðinn aðskildi þau. Bundu þau l>að með sér fullum fastmælum og efndu Jiað vel. Var Karl konu sinni hinn eftirlátasti í öllu og ástríkasti; enda átti hann henni hin góðu kjör •sín að þakka, er iiann átti við að húa það eftir var. Andlát hans bar að nóttina milli l>ess 15. og 16. október síðastliðinn. Hann var jarðsettur þann 24. sama niánaðar í grafreit Winnipegosis- hæjar, að viðstödúum mörgum yin- úna hans og nágrönnum, og ílutti sfra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg 'fkræðuna. Guðs góði friður sé með honum og eettingjum hans og ekkju, er nú syrgir horfinn vin og látinn! R. * * * Karl GuSmundsson. F. 23 nóv. 1866. D. 15 okt. 1916 Þú ert horfinn heimi frá, — hjóður drúpir staður. Augu mín þig eigi sjá oftar, vinur glaður. hundin þín var létt og hrein, faus við drungann svarta. f ásýnd þinni og auga skein ætíð vonin bjarta. Kvæða marga kunnir grein, á kvæðum hafðir mætur; húrtu söngstu böl og mcin og burtu margar nætur. Einum þetta styttir stund, ef stormi kölduin næðir; hinum bætir brostna lund <>g brotna vrengi græðir. Knun veittu og yngdu sál ótal vísna brotin. ^ll hin fornu óðar-mál ei eru krafti þrotin. ^eyddi fram úr hugar-hIÍ4 f'ljómur endurborinn sefintýri undraþýð, — eiiis og nótt á vorin. Hyltir gleði; hún þig bar hinstu tíma sporin, og alla vegferð æfinnar, eins og blær á vorin. Þeir eru færri þvi sem ná þegar á daginn líður að þeim festi ekki hjá einhver liugur stríður. Vertu sæll! Og sólin þfi, er svalur vetur dvínar, blóma-sæng þig breiði á og blessi moldir þínar. Drottins höndin hlífi þér, hún ])ig reisi á fætur. Við beð þinn kné eg beygi hér og býð þér góðar nætur. Kristbjörg Ögmundsdóttir Vestan um haf. Það eru fá mál, sem á dagskrá koma hér heima, sem blöðunum kemur saman um. Þess vegna er eg meira en lítið undrandi yfir hinu einróma lofi, sem flest eða öll þeirra róma um ritgjörð sira Magnúsar Jónssonar á Isafirði: “Vastan um haf”. Eg hefi verið að vona, að ein- hver mundi taka sárt til landa sinna og frænda þar vestra, og taka svari Jieirra, — þvi það hlýtur hver einasti maður með heilbrigðri skyn- semi að sjá, að ritið er ákaflega ein- hliða; þar er lýst með undra mæl.sku lakari hliðinni á lífi Vest- ur-islendinga, en þagað um hina; auk þess að þar er sumt rangt og villandi. Eg ætla ekki að skrifa langt mál um rit þetta, heldur að eins benda á örfá atriði af mörgum — hin ó- sanngjörnustu. Eg hygg, að það verði rækilegri athugasemdir gjörð- ar við það á öðrum stað, jafnframt ummælum sumra blaðanna hér heima, því mörgum góðum íslend- ingum vestra mun hitna um hjarta- ræturnar, er ]>eir lesa ritið og rit- dómana, einkum ‘Þjóðstefnu’, sem virðist álíta, að ritið gefi sér tæki- færi til að svívirða Vestur-lslend- inga í blaðinu. Annars virðast blöðin álíta, að alt, sem í ritinu er, sé sannleikur einber. Höf. hafi verið prestur þar vestra og sé því öllu gagnkunnug- ur. Jú, höf. var þar tvisvar tvö ár prestur, í livorttveggja skiftið veik- ur af heimþrá, leiddist þar, þótti þar alt ljótt, óviðkunnanlegt og leiðinlegt, og leit svo á alla hluti samkvæmt ]>ví. — Til þess að geta ritað um þetta efni rétt og hlut- drægnislaust, þarf meira en litla þekkingu, og umfram alt lieilbrigða dómgrcind. Á 45. bls. ritsins segir höf. frá því, að landið sem hver landnemi fái, sé 116 ekrur að stærð; eg skil ekki, livað honum getur gengið til að skýra rangt frá þessu, því næsta ólíklegt er, að hann viti ekki betur f þessu efni, ])ví fjölda margir hér heima vita, að 14 úr enskri fermílu eru 160 ekrur, og að það er stærð á heimilisréttarlandi, sem hver land- nemi fær. HÖf. tekur til þess, sem eins af óhrckjanlegum ræktarleysismerkj- um landa vestra, að hann hafi heyrt sagt: ‘Ekki sástu þetta á íslandi’. Eins og það sé ekki auðvitað margt að sjá í Ameríku, sem ekki sézt hér. Hér sjást ekki t. d. stórskógar, hveitiakrar, akuryrkjuverkfæri o. m. fl. En hér er líka margt að sjá, sem ekki sézt í Amcríku. Það virðist annars sorglegt, hvað höf. hefir ver- ið óheppinn á menn til viðkynn- ingar og umgengni, þar sem hann segist sí og æ hafa verið kvalinn með lasti um ísland. Mikið má fólk- ið.í Garðarbygð hafa breyzt, siðan eg var þar í fjögur ár, hafi fjöldinn komið þannig fram gagnvart ætt- jörð sinni. Ennfremur segir höL að óspart klingi þar vestra: “‘Hvar væri nú ísland, ef ekki væru Vest- ur-íslendingar sí og æ að styrkja fyrirtæki þar með fé?”. í þau 23 ár, sem eg dvaldi ])ar vestra, hcyrði eg aldrei slík ummæli til nokkurs manns. Þvert á móti heyrði eg oft cinlægan vilja lýsa sér í tali manna til að styrkja þörf og góð fyrirtæki hér hcima. Og marg oft heyrði eg menn lýsa hrygð sinni yfir þvi, hve óendanlega miklu minna fé að land- ar gætu sent hingað heim, en t. d. Norðmenn þar tiltölulega senda heim til Noregs. Höf. scgir; “fslands vinir sru þar ekki nema sárafáir”. En eg segi, að íslandsvinir eru þar langtum fleiri en hinir, og ekki að eins þeir, sem liéðan fluttust fuil- tíða, heldur einnig margir, sem héð- an fluttust á barnsaldri, og jafnvel ýmsir, sem þar eru fæddir og upp- aldir. “Fróðir eru þeir ckki”, segir höf., þegar hann er að lýsa vestur- íslenzku bændunum. Hver skyldi trúa þessu? Að íslendingar liafi tapað fróðleikslöngun við l)að, að flytja til Ameríku, þangað, sem menn ciga kost á bókum eftir fræg- ustu rithfunda og frægustu skáld heimsins. f þessu sambandi iná geta þess, að t. d. mannkynssagan á ensku er í 13 stórum binduin, og liana eiga allmargir bændur, og eru vel lieima f lienni. Og í stjórnmálum fylgjast þeir margir vel með hér um bil um allan heim. En samkvæmt ummælum höf. vita þcir ekkert nema uin sín eigin störf og einhvern graut í trúfræði. Þá scgir höf. frá því, að börnum 1 alþýðuskólum á Garðar sé heitið verðlaunum fyrir að nefna aldrei ís- lenzkt orð. Þessa hefi eg aldrei fyrr heyrt getið; cn fyrir góða hegðun veit eg til, að börnum er víða í þeim skólum gefin verðlaun. Annars hygg eg, að flestir skilji það, að þar sem allar kenslubækur eru á ensku, verði kenslan öll að fara fram á því máli. En utan skóla — í frítímum veit eg ekki til, að börnum sé bann- að, að tala á hvaða máli sem þau vilja; en þetta á alt að sanna rækt- arleysi við fsland og íslenzkuna hjá höf. Mér virðist annars alt tal höf. um skólana vestra, lýsa of lítilli þekkingu á því máli, eða l)á of lítilli sannleiksást. Eg hefi átt börn a skólum þar öll þessi ár, sem eg hefi dvalið þar vestra, og var í skóla- nefnd ])ar síðustu 6 árin; og hvað alþýðuskólana áhrærir, er eg svo kunnugur, að eg þykist vita, hversu rétt höf. fer þar með, enda þótt eg að þessu sinni fjölyrði ekki frekar um það. Það er mjög margt athugavert við rit þetta og fleira en hér verður á- minst; en stsérstu og leiðinlegústu gallarnir á því eru hinar mörgu á- sakanir höfundarins til landa þar vestra um ræktarleysi .til ættjarðar sinnar. Og sú þunga og miður sann- gjarna ályktún hans, sú, að landar gjöri það af “fordild”, er þeir bregð- ast vel við fjár])örfum hér heima. Og varar svo landsmenn við. að eiga nokkuð saman við ])á að sælda. í hverju skyni skyldu þeir halda þjóðhátíð 2. ágúst árlega í öllum borgum og bæjum þar, sem þeir eru margir, og sömuleiðis úti í bygðum út um land, og vcrja til þess heilum degi á dýrasta tíma ársins, og sækja þær hátíðir svo vel, að ekki er mannsbarn eftir á heimilunum? f hverju skyni hafa þeir stofnað al- íslenzkan skóla og barist fyrir þeirri stofnun nær 30 ár með mikl- um áhuga og stórum fjárframlög- lögum? í hverju skyni halda þeir sumardaginn fyrsta — að íslenzkum sið liátíðlegan með samkomum, um, ræðuhöldum, söng og öðrum skemtunum? Ekki þekkist þó slíkt sumardags-hátíðahald rneðal ann- ara þjóða. í hverju skýni voru oft stofnaðir skólar fyrir vissa tfma út um bygðirnar til að kcnna ungling- unum fslenzku? í hverju skyni kaupa þeir slík feikn af íslenzkúm bókum? f hverju skyni fer öll guðs- þjónusta þar fram á íslenzku, og öðru stranglega mótmælt af almenn- ingi? Og í hverju skyni gefa þeir út blöð og tímarit á íslenzku? Og margt fleira mætti nefna, sem lýsir ræktarsemi og innileik til tungunn- ar og alls, sem íslenzkt er. — “O, nefndu það ekki, það er alt í for- dildarskyni gjört”, segir höf ‘Vestan um haf’. Eg lýsi það rangan dóm; cg þekki þar fjölda bæði karla og kvenna, sem gleðjast af hverri góðri frétt heiman að, en hryggjast af vondum fréttum, og þeir eru sárfáir landarnir vestra, scm láta sér á sama standa, hvað héðan heyrist, eða hvað um “gamla frón” er talað, eins og flestir landar vestra oftast nefna ísland. Eg gct ckki að því gjört, að mér likar illa, að sjá landa minna vestra minst með kulda og öðru verra, alveg eins og mér sárnaði vestra að sjá eða heyra ónot og lít- iliwirðing um ættland mitt og ís- lendinga, og get ekki látið þess háttar með öllu ósvarað, þegar eng- inn verður annar til þess. Munu þó flestir hér heima eiga cinhvern ætt- ingja vestra. Það var talsvert ritað bæði aust- an hafs og vestan fyrir nokkrum árum um, að réttara væri að leggja niður deilur og rlg, en tengjast lield- ur vináttu- og bræðraböndum yfir hafið, og þau skrif virtust hafa góð áhrif. En mun nú eigi brugðið hnífi á þau bönd? Og víst vill blað- ið Þjóðstefna ekki láta á sfnum kuta standa, til að hjálpa til í þeim efnum. Eg vona þó, að landar mínir vestra sem heim langar, og hafa ætl- að sér það, láti ekki rit þetta hamla sér frá því, heldur komi að sjá Sitt elskaða “Gamla ftón”, írændfólk og vini. — (Landið). Jón Kristjánsson. r Canadian Northern Railway ])ECEMBER EXCURSIONS 1 1916 AUSTUR CANADA DAGL., 1.—31. DESEMBER KAþSja Ta.nÍVm' * Má standa við á leitSinni eftir vild. — Fyrsta pláss farbréf. — Velja má um leibir austur. — Agætur aíbúnaíur. — Rafmagnslýstir vagnar — Beztu svefnvagnar. — Útsjónar-vagnar frá Winnipeg til Toronto. NÝIR FERÐAMANNA-VAGNAR » Uii lelb, með öllam nýjiiMtu |>crf(indum. NÝ 0« LAG FARGJðLD AFTUR OG FRAM TIL. ATLANTSHAFS- STRANDAR fyrlr l»ft, nem farn yflr haflð til GAMLA LANDSINS. DaK'lega, 1.1. mftn ii ði. nðveinher til 31. ileaember. — Gilila tlli afturkomu I og frft öðrum AtlnntshafN hafnNtað, ef öakað er Allar upplýsingar og farbréf fást hjá öllum umboösmönnum CAN ADIAN NORTHBRN RAILWAY, eöa skrifið til R. CREELMAN, General Passenger Agent, Winnipeg. 8,—13. J YÐAR þénustu reiðubúnir Bezta útkoma t E. J. BA WLF & CO. 617 Grain Exchange, Winnipeg. KORNVÖRU- KAUPMENN. MACLENNAN BROS. Knupn A VnKUNtöðvunum. KORNVARA Umhoöanalar. FULT LEYFI. ÁBYRGSTIR. I EKKI MEÐLIMIR undir Canada kornvörulögunum. | Winnipeg Grain Exchange. SJ ALFSTÆÐIR Vér erum tilbúnir að vlra eðo fftna hærrt prísn, heldur en nokkrir aðrir kornvöru-kaupmenn. Korn af öllum tegundum keypt og má senda í gegnum hvaða Elevator sem er Borgum hœstu upphæðir á kornið til þeirra, sem senda það til vor, og lánum peninga þeim, sem vilja geyma kornið sitt. 705 Union Trust Building, Winnipeg. Kornvöru kaupmenn Licensed and Bonded. Umboðssalar Hveiti keypt á brautarstöðvum Acme Grain Co., Ltd. Walter Scott Bldg. Union Trust Bldg. Canada Bldg. SASKATOON. WINNIPEG, MOOSE JAW, VAGN-HLÖSS. VANTAR UMBOÐSMENN Fáið vora prísa áður en þér seljið. Þar sem vér ekki höfum þft TelephonoNt .Maln 37S0 og 3700 H veitib œn dur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Beynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið Ut "Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN C0MPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti TIRE EXCHANGE — TIME EXCHANGE — TIltE EXCHANGE — I a 3 85 O 85 V K Tire Exohange T0GLEDUR HRINGIR Nýir og brúkaðir af öllum tegudum. VULCANIZING VIÐGJÖRÐ. Bara fónið Main 3602, við sendum OMAKIÐ YÐUR EKKI eftlr ðringunum og Rkilum þeim aft- ur, þegar viðgjörðin er búin. Bændur — sendið okkur gömlu togleðurshringina yðar; vér gjörum við þá, ef þeir eru þess virði, eða kaupum þá hæsta verði, ef þeir eru of slitnir til viðgjörðar. Thompson Commission Co. 318—320 Hargrave St. Phone: Main 3602 TIHE EXCHANGE — TIHE EXCHANGE — TIRE EXCHANGE - 5 65 84 o '4 K FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja aúðkenna verk vort. RI PoffTin OPTOMETRIST . w. I <1 t LO21, AND OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and, Hargrave, WINNIPEG GISLI GOODMAN TIYSMIDIJR. Verkstæði:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. l'hone Garry 20SS IfelmlllH Garry SOO J. J. BILDFELL FASTKIGNASALI. Unlon Ilnnk 5lh. Flonr Nn. 520 Selur hús og lóðlr, og annað þar að lútandi. Ötvegar peningalán o.fl. I'hnnr Maln 26S3. PAUL BJARNAS0N FASTEIGNASALI. Selur elds, llfs, ogr slysaábyrgB og útvegar penlnsralán. SASK. WYNYARD, J. J. Swanson H. G. Hlnrik»8on J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG penlnga mlðlar. Talsimi Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LSGFRÆÐINGAR. 21B—216—217 CURRIE BUILDINO Phone Maln 3142 WINNIPEG Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON L6GFHÆÐINGAH. Phone Matn 1561 801 Electric Railway Chambers. Talsíml: Maln 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLIC. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason l'hyMlclan nnd Surgeon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skurði. 18 .Sonth 3rd St., Grand ForErn, IV.D. Dr. J. Stefánsson 401 UOYD IIIJ ll.DI N G Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar efngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hltta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Phone: Main 3088. Heimill: 106 Olivta St. Tals. G. 2315 Vér höfum fullar birgðir hrein- ustu lyfja og meðala. Komið með lyfseðla yðar hingað, vér gerum meðulin nákvæmlega eftir ávísan læknislns. Vér sinnum utansveita pöntunum og seljum giftingaleyfl. : : : : COLCLEUGH & CO. t Notre Dnmc tt Sherlirooke Stn. f Phone Garry 2690—2691 V. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg^teina. : : 813 SHERBROOKE ST. 1‘nonc G. 2152 WIVNIPEG ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ unt heimilisréttariönd í Canada og Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu að* Já eður karlm*»ður eldri en 18 ára, get- ur tekið heimiMsrétt á fjórðung úr section af óteknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatchewcn og Alberta. Um- sækjandi erður sýálfur að koma á. landskrifstofu stjórnarinnar, eða und- Irskrifstofu hennar í þv( héraði. 1 um- boði annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarlnnar (en ekklf á undir skrifstofum) með rissum skil- yrðum. SKYLDUR t—Sex mánaða ábúð og: ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa með vissura skilyrðum innan 9 mílna frá heimitis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús verður að byggja, að undanteknu þegar ábúðarskyldurnar eru fullnægð- ar innan 9 mílna fjarlægð é öðru landl>, eins og fyr er frá greint. Búpening má hafa á landfnu í etað ræktunar undir vissuir skilyrðum. t vissum héruðum getui góður og. efnilegur landnemi fengið forkaups- rétt, á fjórðungi sectionar meðfram landi sinu. Verð $3.00 fyrir ekru hverja* SKYLDURi—Sex mánaða ábúð ér hverju hinna næstu þriggja ára eftir að hann hefir unnið sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktað 50 ekrur á hinu seinna 1 landi. Forkaupsréttarbréf getur land- | nemi fengið um leið og hann tekur- heimilisréttarbréfið, en þó með vissum skilyrðum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengið heimilisrétt- arland keypt I vissum héruðum. Verð \ $3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUR:— , Verður að sitja á landinu 6 mánuði af 1 hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og relsa hús á lan^inu, sem er- $300.00 virðl. W. W. CORY, Deputy Mlnlster of *he Interior* ■Rlöð. sem flvtla þe*** <uglýstngn&. (eyfltlaust fá «ng« borgun fyrlr.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.