Heimskringla - 15.03.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.03.1917, Blaðsíða 2
2. BIX H K IMSKRINGI.A WINNIPEG, 15. MARZ, 1917. Hvemig íæ ég aukið inntektir mínar? 10 grein. Nokkur or8 um svinarækt. (Útdráttur úr bæklingi frá landbú- naðar deild síjórnarinnar — — Pamphlet 21, eftir John Bright og H. S. Arkell). Árlegar afurðir af svínaræktinni f Canada eru um $25,000,000. Síðan stríðið byrjaði hefir eftirspurn á svínsfleski (bacon) aukist um allan helming og betra verð fengist fyrir bað en áður. Bændurnir í Canada, hafa fært sér ]>etta vel í nyt, enda er það ekki láandi. En þeir hafa ekki búið nógu vel í haginn fyrir framtfð- ina hvað svínaræktina snertir. bað þarf að efla hana um allan helming til þess, áð afurðinnar geti verið í hlutfallslegu samræmi við aukna eft- irspurn nútímans. Það gagnstæða á sér ]>ó stað. Svfnarækt í Canada er nú stunduð í minni stýl en áður. Svína talan hefur lækkað f landinu að miklum mun sfðan árið 1911. Er þetta mjög ílla að farið, sökum þess, hvað nú bjóðast góð tækifæri á brezka markaðinum. Versdun Can- ada á svínafieski við England og brezka markaðinn var fyrir árið 1915 í ait $15,957,652. Verzlun þessi við brezka markað- fnn liefir aukist að svo miklum mun sökum stríðsins. Afstaða brezka markaðins er nú alt önnur en áður var. Danir seldu Bretum áður svíns- flesk í afarstórum stýl En nú er breyting komin á þetta. Svínarækt í Danmörku hefir liðið stóran hnekkir við stríðið, fóðurskortur og annað hefir þar diegið ínikið úr henni. Og verzlun Dana við Breta er nú stórum mun minnDen áður. Þjóðverjar hafa gert innreið í dan- ska markaðinn, Jiafa boðið hærra verð í vörur allar en Bretar, og þar af leiðandi er verzlun Dana að snú- ast austur á bóginn. Ef til vill kom- ast verzlunar sarmbönd Danmerkur og Brezka veldisins aldrei f sama lag og þau voru fyrir stríðið. Ekkj mó ganga fram lijá afstöðu Bandarfkjanna í þessu atriði. Verz- lun Bandaríkjanna á svínsfleski við brezka markaðinn var árið 1914 í alt $26,057.745. En órið 1915 hljóp hún upp í $61,978,773. Þó írainleiða Bandaríkin ekki þó tegund af svínsfleski, sein brezki markaðurinn gerir mesta eftirspurn eftir (Wilt- shire sides), Geta þv'í Bandan'kin aldrei talist mjög hættulegir keppi- nautar okkar í þessu tilliti, því við stundum aðallega bacon svínin — en af þeim eru "Wiltshires” sfður- nar. Þó ætti hin afannikið aukna verzlun Bandaríkjanna við brezka markaðinn að vera okkur örfun og hvöt til meiri framtakssemi í öllu því sem lýtur að svínaræktinni. Bacon svínin og feitu svínin. Þessi svo nefndu "feitu svín” eru mjög lítið stunduð hér í Canada, enda munu fáir gefa þcim sterk með- mæli hér. í Bandaríkjunum á sér stað það gagnstæða. Sláturhúsin þar selja svínafeitina (lard) heima fyrir, því feikna mikil eftirspurn er þar jaínan á lienni, og setja svo magra fleskið á markaðinn sem kjöt- , mat. Bandaríkin leggja aðallega rækt við feitu svínin. En tiér í Can. ada er mjög lítil sala heima fyrir á | svínafeiti í samanburði við það sem ! á sér stað syðra. Verða svínsskrokk- arnir því aðallega að seljast hér sem kjötmatur (baconb —,Og ]>etta cr ástæðan fyrir því, að hér f Canada er mest rækt lögð við baeon svínin. Einnig má telja það sem óstæðu hvað.góð saia er fyrir fleskið af svíri- um ]>essum á brezka markaðinuin.1 Á ]>að hefir verið bent, að verðið á feitu svínunum sé alveg eins hátt og á völdum bacon svínum. En þó þetta sé ef til vill satt, þá er ekki til neins, fyrir Canada að gerast í þessu atriði keppinautur Bandaríkjanna. í Bandarfkjunum er maiskorn ræktað í svo stórum stýl, að annað eins þekkist ekki hér í Canada. En án maiskorns vei-ða ekki feitu svín-j in alin svo vel fari. Að afla sér ]>ess utan frá verður of mikill tilkost-! naður til þess að gera svínaræktina ; arðvænlega. Hér standa Randa-j rfkin betur að vígi en Canada, með sinn mikla heimamarkað fyrir svína- feitina og sfnar stóru birgðir af lieimaræktuðu maiskorni. — En aítur á móti er hér í Canada og á Engiandi góður markaður fyrir bacon svfnin, og hví )>á ekki að halla sér að |>eim? Ef við tökum þetta ekki rækilega til greina er svfnaræktin dauðadæmd hér f landi. Það er að scgja, hún verður ]>á ekki annað en “gutl” f smáum stýl að eins til heima afnota, — í stað þess að efla verzlun okkar er- lendis. Bacon svínin fela í sér fram- tíðar möguleika fyrir bændurnar í Canada, sem )>eir mega ekki sleppa hendinni af. Hver bóndi, sem svínarækt stund- ar, verður að afla sér ]>ekkingu á hvað bacon svfn í raun og veru eru. Af þessum svínum eru “Wiltshire” síðurnar svo nefndu, sem svo mikil eftirspurn er eftir bæði heima fyrir og eins á brezka markaðinum. Svín þessi vigta vanalega frá 160 til 200 pund lifandi. Til ]>es.s að framleiða “Wiltsliire síðurnar er ekki gott að svínin séu þyngri en 200 i>und, l>vf þá er hætt við að þau séu of feit. Eins og þegar hefir verið bent á eru svín þessj arðvænlegust fyrii Oanada bóndann. Hér er um fram- leiðslu að geia, sem getur orðið rétt- nefnd auðsuppspretta fyrir landið, ef réttilega er meðfarið. Eins og alt annað verðum við gð stunda svínaræktina kappsamlega og verðum að afla okkur ítarlegrar ]>ekkingar á öllu, sein að hennj lýtr ur. Við getum ekki stundað hana I>ara sex mánuði úr árinu svo vel fari. Hláturhúsin verða að stóla á reglulegar birgðir og bóndinn verð- ur að vera viðbúinn að mæta þörf- um þeirra. Eftirspurn markaðarins ' fer ekki eftir l>ví hvenær bóndanum finst l>ægilegast og hentugast fyrir sig að slótra svínum sínuin og fara með flesk þeirra á markað. Hún er háð alt öðru lögmáli. Brezki mark- aðurinn, og allir aðrir markaðir, | verða að ihafa fullvissu um það, að ! hægt sé að treysta á Canada bónd- ann og framleiðslu hans. Fóist ekki þessi fullvissa er viðskiftunum lokið. Sökum hins kalda loftslags hér og nnars er örðugt fyrir bændur í Oan ada að ábyrgjast jafna og stöðuga framleiðslu á svínsfleski yfir alla tólf mánuði ársins. En þó má mikið laga það fyrirkomulag sem nú er. — Sumum af gyltunum má halda fyr á á vorin en gert er vanalega, og með slfkri fyrir hyggju getur bóndinn haft svín að færa til markaðar á )>eim tímum þegar verð er einna hæðst ó svínsfleski. Fleiri svín þarf einnig að ala upp yfir vetrar mán- uðina — sérstaklcga yfir janúar og febrúar. Vetrar burði hefir verið fundið l>að til foráttu, að sökúm kuldans drepist ]>á fleiri grísir en á öðrum árstfðum. En er þetta alveg ! kuldanum að kenna? Með^því að hafa betri húsakynni og meiri ná- kvæmni, má mikið koma í veg fyrir að svínshvolparnir drepist. Og fyrir höfnin og tilkostnaðurinn við ]>etta margboigar sig, því hærra verð fæst fyrir svín, sem seld eru til markaðar í júní, júli, ágúst eða september, en fyrir þau, sem seld eru seint á haust- in. Rúm leyfir hér ekki að lengra sé út í þctta farið. Við höfuin aðcins viljað benda bændunum í Canada ó ]>á tniklu inöguleika, sem í svína- ræktinni felavst. En það þarf að stunda hana með meiri fyririiyggju en gert Jiefir verið Jiingað til. Bænd- urnir verða að athuga betur ]>arfir markaðarins og vcrða að Jiaga sér samkvæmt iþeim. Canada er ungt land og á ]>roska skeiði. Við meg- 'um ekki sleppa hendinni af neinu því, sem elft getur verzlun og iðnað f landinu. Vestur-íslendingar. Eftir Dr. Guðmund Finnbogason (Skírnir). ---•--- íslenzka þjóðin er ekki stór og þó minni fyrir ]>að, að hún veit naum ast sjáJf Jive stór hún er. Það skift- ir t.d. ekki litlu máli, hvort íslend- ingai' eru taldir 90000 eða 120,000, en það fer eftir því, livað menn skilja við orðið íslendingur. Hingað til Eg set Peninga i vasa ydar MEÐ ÞVl AÐ SETJA TENNUR I MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates líj Heilt "set” af tönnum, búiö til eftir uppfyndingu minni, sem eg hefi sjálfur fullkomnati,, sem gefur yður í annaö sinn unglegan og eölilegan svip á andlitiö. Þessa "Expression Plates” gefa yöur einnig full not tanna yöar. Þær líta út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stærö þeirra og afstaöa eins og á "Mfandi” tönnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Bridges t>ar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlega “Bridge- work” at5 góðum notum og fyllir aut5a staöinn í tann- garfcinum; sama reglan sem vit5höfö er í tílbúningum á. “Expression Plates” cn undir stöt5u atrit5it5 í “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andlitinu alveg et51ileg- an svip. Bezta vöndun a verki og efni — hreint gull brúkat5 til bak fyllingar og tönnin vert5ur hvit og hrein “lifandi tönn.” $7 Hver Tönn. Alt erk mitt ftbyrgMt at5 vera vamlRíí. Porcelain og Guli fyllingar Porcelain fyllingar mínar eru svo vandaöar og gott verk, a5 tÖnnur fylta*' þannig eru ó- þekkjanlegar frá heilbrigtJu tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyllingar o.ru mótaöar eftir tannholunni og svo inn- límdar met5 jementí, svo tönn- in vert5ur eins sterk og hún nokkurntíma át5ur var. Hvaða taunlffknlngar, Nem |»ér þarfnlst, »tend- ur bftn yt5ur tll boba hPr. Vottorb ok meftmffll f hundrabatali frfl verzl- unarmönnum, lögmönn- um og prestum. Alliff Nkoftaftir ko.stnaÍ5arlaiimí. — I*ér erub mér ekkeit aknld- bundnir þfl eg hafl geflft yöur rftttlcjtffflnirar vit5vfkjandl tönn- yftar.. . Komlft rfta tlltnkiÖ ft hvnfta tímn þér viljib komo, f gegnum talMfmnn. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST munu flestir hafa lialdið, að íslend- ingur væri hver sá maður sem af ís- lenzku bergi er brotinn og talar ís- ienzka tungu. Þeir hafa haldið, að lalendingar tóknaði þjóðernið, eins og Dani, Norðmaður, Svíi, Englend- ingur o.s.frv., en ekki það, hvar mað- urinn byggi eða hvers ríkis borgari hann væri. Eg hefi aldrei heyrt bornar brigður á það, að t. d. Jón Eiríksson, Jón Sigurðsson, Konráð Gíslason, Finnur Jónsson, Guð- brandur Vigfússon, Eiríkur Mag- nússon og fjölmargir aðrir, sem dvai- ið hafa mikinn liluta æfi sinnar í öðruin löndum, væru íslendingar og aldrei hefi eg heyrt neinn neita því um l’anda vora í Vesturheimi fyr en Magnús Jónsson prestur ó ísa- firði gerir ]>að í riti sfnu “Vestan um haf.”. .Smávegis um Ameríku og Landa vestra. Rvík 1916. Hann segir þar, bls. 28—29: “Vesturís- lendingar er i'angnefni vegna þess, að þeir eru í rauninni alls engir ís- lendirlgar lengur. ílg á þar ekki svo injög við l>að, að þorri þeirra allur hefir yfirgefið ísland íyrir fult og alt og gjörst borgarar annara ríkja, þó að ]>að eitt væri ærið nóg til þess að fyripgjöra réttinum til nafnsins því að “íslendings” heitið er dregið af nafninu “ísland,” heid- ur á eg við hitt miklu fremur, að íslendings-einkennin eru að mestu horfin hjá þeim flestum. Jafnvel þeir, sem fluzt hafa vestur uppkomnir, eru breyttir, eru orðnir að annari ]>jóð. Það finnur bezt hver sá, sem að heiman kemur.” Og á bls. 57 segir hann ennfremur: “Og ætti mönnum nú að verða það ljóst að það er ekki nema fum og fimbul- famb er talað er um ‘þjóðarbrotin ís- lenzku, vestan hafs og austan.” Því að það er ekki til nema ein islenzk þjóð, og hún á heima á íslandi.” Eg liefj síðastliðið sumar átt því lóni að fagriá að fara um flestallar bygðir íslendinga í Vesturheimi hérna megin Klettafjalla, flytja fyrir þeim erindi um viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturhcimi,*) tala við þá og kynnast þeim, ]>ó á ferð og flugi væri, og þegar eg hugsa um fólkið sein eg kyntist ]>annig og svo les ]>ennan dóm Magnúsar prests, þá veit eg naumast hvort eg á að hlæja eða reiðast svo mikil og ósanngjörn fjarstæða virðist mér liann vera. Á hverju þekkjum vér þjóðernin að? Fyrst og fremst ó því, að menn af sama þjóðerni geta talað móður- mól sitt liver við annan, eiga sam- eiginlega ætt og sögu, sameiginlegar bókmentir, sameiginlegan menn- ingarart, og skilja því hver annan greiðlegar og betur en menn af ó- skyldum þjóðernum. En að þetta eigi alt við um “þjóðarbrotin ís- lenzku vestanhafs og austan” því getnr enginn neitað með sanni. Þaði er ekki nerna eðlilcgt, að flokkur manna sem flytur í aðra heimsó-lfu, sezt þar að meðal annar- ar ]>jóðar, stundar nýjar atvinnu- greinar og lærir nýtt mél, sem beita verður undir eins og kemur út fyrJr vébönd heimilisins, fái að nokkru leytj nýtt snið á sig, nýtt fas, nýjar venjur og í sumum efnum nýjan hugsunarhátt. Þetta er alt eins- konar iiamur, sem skapast ósjólf- rátt af samlífinu við umheiminn. Og í þessum ósjálfráða ham komur í rauninni lítið fram af frumlegu cðli mannsins: “Því siðir og hugsanii' dagsins f dag þar drotna með óskoruð völ<J, Sem fmmbygðin sprettur upp for- tíðarlaus og fóstruð af samtíðaröld. Og framíörin mikla og menningin liér við minningar ei hefir töf. Ef endistu að plægja, þú akurland fær; er uppgefst þú: nafnlausa gröf.” Meðan landnemarnir eru að krafsa í bakikann upp á líf og dauða og reyna að koma fótunum undir sig á hinni nýju strönd, liafa þeir lítinn tfma til að hugsa um ytra borð dag- lega lífsins og að sníða það eftir andlegum vexti sínum. Þeir fara að eins og maður sem vantar fötin utan á sig, en hefir hvorki tíma né fé til að fara til skraddara sem saumar eftir máli: Hann tekur fötin til- búin í næstu búðinni. Og ekki er ]>að nein furða, þó smáblettir komi á tunguna í öllu þessu volki. Það er enfitt fyrir mann sem kemur mál- iaus í nýja heimsólfu að læra út- lenda mólið á skotspónum, og ]>að er ekki nema mannlegur breyskleiki, að hann verði dálítið upp með sér, þegar hann fer að geta fleytt sér í máiinu, og verði þá stundum á að sietta þeim orðum sem eru honum lykillinn að samvinnu við þarlenda menn. Og jafn-skiljanlegt er hitt, að slíkar breyskleikasyndír geti óð- ar en varir orðið að vana sem erfitt er að leggja niður í snatri. * Guðm. Fnnbogason: Um viðhald íslenzks þjóðernis í Yesturheimi. Erindi flutt víðsvegar í bygðum ís- lendinga í Yesturheiini. Winnipeg, Prentsmiðja Columbia Press, Ltd., 1916. (Niðurlag næst.) Bújarðir til sölu Yér ætlum að selja eftirfylgjandi lönd í yðar nágrenni með sérstaklega góðum söluskilmálum og búumst við að bændur muni nota það tækifæri til að fá lönd fyrir syni sína;—engin niðurborgun, aðeins skattar, 1917; afgangurinn borgist með Parti af uppskeru eða hvaða skilmélum sem þér helzt viljið: N. E. 32-Í-22—31 N. W. 7—23—31 N. E. 28—22—32 S. E. 2—23—32 S. E. 34—22—32 N. E. 4—23—32 S. W. 36—22—32 S. W. 4—23—32 öil fyi ir vestan fyrsta Meridian.Frekari upplýsing. G. S. BREIDFJORD, P. ö. Box 126 Churchbridge, Sask. FIRST NATIONALINVESTMENT C0.,Ltll. P. O. BOX 597 WINNIPEG • FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluft sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. I f f OPTOMETRIST * tttlUII, AIVD OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG LOÐSKINN 1 HtfÐIR! ULL Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði og hæsta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og fl. sendið þetta til. F R A N K M A S S t N Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prísum og shipping tags. Góður eldiviður Fl*ót afhending. Réttir prísar. Bestu eldiviðarkaup í bænum og smáum sem stórum pöntunum fljótt sint. : ; Reynið oss á einu eða fleiri “Cords” SHERBROOKE & NOTRE DAME FUEL — Geo. Parker, Ráðsmaður. Phone Garry illb •u— ■ * B0RÐVIÐUR ViS höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verSur send hverjum, sem asskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 ♦ ! Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i f smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg söluláun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Peninga borgun strax Vér vísum til Bank of Montreal. Fljót viöskifti A. McKeiiar The Farmersf Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur, takið eftir! Fyrir óákveðin tíma borgum vér eftirfylgjandi prísa:— Hænsni, lifandi, pundið...................................... I6c Ung hænsni lifandi, pundið................................. 20c Svín, frá 80 tiilSO pund á þyngd, pundið.....................I6i/2c Rabbits, (liéra), tylftina...............................30 til 60c Ný egg, dúsínið............................................. 45c Húðir, pundið ............................................... I9c Mótað smjör, pundið......................................33 til 35c Sendiö til McKellar, og nefnið Heimskringlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.