Heimskringla - 22.03.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.03.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians í Winnipeg. ViO höfum reynst vinum þinum vel, — gefOu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. IV. fí. Fowler, Opt. XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 22 MARZ, 1917 NR. 26 Stjórnarbyltingá Rússlandi Þjóðin tekur valdtaumana í sínar hendur. Á Rússlandi hafa nú gerst hær ‘breytingar, að annað eins hekkist ■ekki í veraldarsögunni. l’jóðin hef- ir gert uppreisn gegn margra alda einveldis fargi og brotið það á bak aftur. Þingið (Duma) — fulltrúa þing þjóðarinnar — liefir nú tekið stjórnarvöld öll í sínar hendur. — Keirarinn hefir fonniega sagt af sér keisaratigninni. Yngri bróðir lians Miehael Alexandroviteli stórhertogi, tók við keisaravöldum af hon- um, en seinni fréttir segja að hann hafi líka orðið að segja af sér. Enn vita menn ekki með neinni vissu hvernig stjórn Rússlands verður eftirleiðis varið, hvort þar vcrður þingbundin keisarastjórn eða lýð- •veldi. Alt er nú undir góðu sam- komulagi þjóðarinnar komið. Sér- staklega er þýðingingar mikið atriði hvaða afstöðu hermennirnir á liin- um ýmsu stríðssvæðum taka í þessu máli. Þeir eru um sex miljónir manna í alt. Undir þeim er nú vel- ferð Rússlands komin. Þingið hefir kosið hýja ráðgjafa og stjórn- arfulltrúa til að liafa umsjón á hin- um ýmsu velferðarmálum þjóðarinn- ar. Stefnuskráin nýja miðar að lýð- frelsis hugsjónum fyrir Rússland. Kjarni hennar er málfrelsi og rit- frelsi fyrir einstaklinga þjóðarinnar, frelsi til samvinnu og félagsskapar, frelsi til að mynda verkamanna fé- lög og gera verkföll. Einnig ákveð- ur hún afnám allrar andlegrar ein- skorðunar hjá þjóðinni. Setja skal á stofn það fyrirkomulag. að öll helztu mál séu borin undir atkvæði þjóðarinnar. Ef engin óhöpp mæta þessari nýju stjórn og hermenn þjóð arinnar verða með henni, þá er nú Rússland í orðanna fylsta skilningi orðið land frelsis og framfara. UPPREISTIN. Þó uppreist þessi virðist koma eins og þrumuskúr úr heiðskíru lofti, þá eru þó tildrögin að henni margra ára gömul. f augum flestra mun stjórn Rússlands hafa verið strangasta einveldis stjórn. Að nokkru leyti er þetta rétt, en þó hef- Jr einveldis stjórn þessi verið tölu- vert takmörkuð síðan árið 1905. — Þá var af keisara sjálfum stofnsett hað fyrirkomulag, að liinar ýmsu borgir og héruð Rússlands, skyldu hafa rétt tii að senda á þing jafn- marga fulltrúa og þá, sem tilnefndir voru af keisarastjórninni. Á und- an strfðinu fjallaði þing ]»otta- um lögggjöf landsins og önnur stórmál þjóðarinnar og takmarkaði þetta að miklum mun veldi keisarans. — Eftir að stríðið skall á naut þingið sfn ekki eins vel og stríðsmál lentu öll í höndum keisara stjórnarinnar. Megn óánægja liefir komið í ljós á þinginu í seinni tíð yfir ýmsum gjörðum stjórnarinnar stríðinu við- komandi. Alt virtist vera að fara versnandi, og í viðbót við þetta voru sumir embættismenn, aðalsmenn og höfðingjar. grunaðir um ]>að að vera meir og minna undir áhrifum þjóð- verja. Gerði þetta yfirvofandi hættu mjög ægilega. Er þingið kom sam- an inýlega andmælti það sterklega aðförum stjórnarinnar og krafðist þess að nýtt stjórnarráð væri mynd- að, sem ábyrgðarfult væri gagnvart þinginu. Svar stjórharinnar var að uppleysa Jiingið. Em í stað þess að taka upplausn þessa gilda, tók þingið valdataum- ana í sínar hendur. Með aðstoð herdeildanna f Petograd og við öflugan stuðning íhúanna f þessari höfuðbörg Rússlands, kom það því til leiðar —• eftir þriggja daga bar- daga og uppreist í borginn' — að stjóminni var steypt frá völdum og ráðherrar og ráðgjafar hennar seítir i varðhald. Keirarinn varð að segja formlega af sér og yngri bróðir hans tók við keisaratigninni. Nýtt stjórnarráð var myndað af þinginu með Georges E. Lvoff í broddi fylk- ingar. Er hann forseti þingsins og einnig innanríkis ráðgjafi. Engir voru kosnir í þessa nýju stjórn utap þeir, sem mikla reynslu höfðu í stjórnmálum og þektir voru fyrir að bera liag þjóðarinnar fyrir brjósti. Yerkfall vinnulýðs í höfuðstað- num, sökum hins tilfinnanlega brauðskorts þar, var fyrsti neistinn að uppreistinni. Skeði þetta á fimtudaginn 8 marz og urðu strax töluverðar róstur á milli vinnulýðs- ins og lögreglannar, sém skaut á fólkið með riflum og maskínu byss- um. Yfirvöldin skipuðu herdeild- unum f borginni að koma til sög- unnar og skakka leikinn, en Jiæi þverneituðu flestar að skjóta á fólkið. Á laugardaginn áttu séi stað miklar róstur og bardagar víða um borgina. Mannfall var þó ekki mikið. A sunnudaginn losaði ein lierdeild sig undan yfirráðum yfir- liðanna með því að snúast gegn þeim og drepa þá. Á mánudaginn snerist svo þingið í lið með upp- reistarmönnum. Þann dag tóku herdeildirnar hertaki vopnabúr stjórnarinnar f borginni og skot- færa verksmiðjur, svo nú urðu upp- reistarmenn vel vopnum búnir. Yar svo barist á strætunum uppihalds- laust þangað til á þriðjudaginn. Þá fengu uppreistarmenn yfirhönd- ina með þeim afleiðingum, sem að framan hefir verið frá skýrt. Næsta dag tók strax skipulag að komast á aftur f borginni. Bankar opnuðust og verzlanir af öllu tagi tóku til starfa aftur. Orsakaðist þetta af hinu góða tiltrausti, sem borgarbúar báru til hinnar nýju stjórnar. Almenn skoðun manna virtist, að umskifti þessi myndu tryggja sigur stríðsins, og að feng- inni frelsisstjórn var engin furða ]>ó hinum lengi þjáðu Rússum virt- ist lífið verða fegra og bjartara framundan. Kornbyrgðir fundust í borginni. sem yfirvöldin höfðu haldið leyndu fyrir fólkinu. Varð nú hinn mikli brauðskortur í landinu skiljanlegur og er ekki ólíklegt að ]>eir, sem fyrir uppreistinni stóðu liafi rent grun í að svona værl því varið. Moskow og fieiri borgir á Rúss- landi iiafa-gengið í lið með hinni nýju stjórn. — Verða nákvæmari fréttir í næsta blaði. Stríðsfréttir. Undanhald þjóðverja heldur á- ifram á Frakklandi. Váðnám eru þeir þó ögn teknir að reyna veita frönsku og brezku hersveitunum, sicm á eftir þeim sækja, en hfngað til hafa ]>eir ekki getað stöðvað ]>ær. Á fimtudaginn fréttist, að Bretar væru að sækja knálega fram fyrir suð-austan Peronne og tekið 40 fleiri þorp frá þjóðverjum á því svæði. Á milli Nurlu og Arars voru ]>á þjóðverjar að reyna að verjast af fremsta megni, en fengu lítilli vörn komið við og urðu undan að halda. 8umar af ríðandi hersveitum Can- ada-manna hafa átt drjúgan þátt að reka flóttann. Canadamenn eru snillingar á hestbaki og kemur þetta sér nú vel. FRAKKAR. Frökkum hefir einnig gengið vel upp á síðkastið. Nýlega tóku þeir fyrir norð-austan Soissons 10 fleiri þorp af þjóðverjum og hröktu þá á löngu svæði. Við Verdun hafa þeir einnig hrakið þá og tekið af þeim fleirj skotgrafir. Nálgast Prakkar nú óðum St. Quentin og voru þegar þetta er skrifað komnir í 4% mílu nálægð við borg þessa. Þetta er stór borg og haldið að hún verði hraustlega varin af þjóðverjum. — Liggja hin nýju varnarvígi þeirra f gegn um Cambria og St. Quentin. Frökkum er mjög umhugað um að ná borg þessari og er talið líklegt að þeim muni hepnast þetta. RÚSSAR. Rússar hafa ekkert mist móð við stjórnarbyltinguna heiina fyrir. — Hafa þeir hrakið Tyrki fyrir suð- vestan Sakkiz í Persíu og hafa kom- ist þar á all-stóru svæði út fyrir landamæri Mesopotamíu og inn í land Tyrkja. Enn þá eru Tyrkir líka í undanhaldi fyrir suð-vestan Kcrinanshah. Róstur á Þýzkalandi. Róstur allharðar hafa átt sér stað í Berlin út af matvöru skortinum, sem þar ríkir. Til þess að skakka leikinn hefir stjórnin orðið að senda heim til liöfuðstaðarins herdeildir frá stríðssvæðinu. Capt. Joseph T. Thorson. Hann gekk á W'esley háskólann hér og er liann útskrifaðist þaðan hlaut hann Rliodes féstyrkinn til fullnaðar náms við æðri skóla Eng- iands. Hann innntaöisl í 221. hói- deildina í a]>iíl 1916 og liefir haíin síðan verið aðstoðarforingi henpar. Elnnig liefir liann í marga ínánuði unnið af kappi að safna liði svo herdeildin gæti sem fyrst náð fuli- um liðskrafti. Capt. Thorson géng- ur nú á skóla lier-deildarinnar mcð því augnamioi að geca gegnt yfir- liðsforingja stöðu. eí þörf krefur. t Lieuc. W. A. Albert. Lieut W'. A. Albert innritaðist í 223. herdeildina á öðium degi eftii að hún vai' stofnuð. Ilann kom ó fót og æíði báða iuðraflokka her- deildarinnar. Einnig hefir liann unnið að liðsöfnun fyrir herdeiidina í Vestur fylkjunum. Nú sem stend- ur er liann að efia til þess, að lúðraflokkurinn ferðist bráðlega tii Alberta og British Columbia til arðs fyrir liðsöfnun 223. herdeildarinnar. Lieut. M. S. Kelly. Lieut. M. S. Iveily gekk ó Wesley háskólann hér í borginni og út- skrifaðist þaðan. Sfðan hann inn- ritaðist í 223. herdeildina hefir liann unnið af kappi að stofna til allrar tegundar af leikfimni f herdeild- inni. Hann er æfður leikfimnis- maður sjálfur og vann margar med- alíur og verðlaun fyrir leikfimni ó skólaárum sínum. ÁSKORUN TIL ÍSLENDINGA Capt. H. M. HANNES30N, foringi 223. herdeildarinnar. Capt. W. Lindal. Hann var einn af fyrstu mönnum að ganga f 223. herdeildina og lagði þá f sölurnar góða stöðu og vel- launaða i Saskatoon. Hann útskrif- aðist af Wesley háskólánum í Winnipeg. Síðan hann innritaðist hefir hann unnið kappsamlega að liðsöfnun fyrir herdeildina og liefir starf hans boi ið bezta árangUr. Nú sem stendur er hann að.fullkomna sig við skóla hor-deildárinnar, til þess að geta gegnt yfirliðsforingja stöðu ef svo ber við að horfa. Áskorun til íslendinga. ---•---- Yfirfringi 223. herdeildarinnar, Capt. H. M. Hannesson mælist nú sérstaklega til l>ess við alla íslenzka foreldra í Canada að banna ekki sonum sínum að ganga í 223. her- deildina. Margir ungir menn, sem beðnir hafa verið að ganga í her- delld ]>essa, hafa afsakað sig með þvf, að foreldrum þdrra væri þetta á móti skapk 1 mörgum tilfellum hefir þetta á líka verið satt. Vill Capt. Hannesson því snúa sér sér- staklega til þessara íslenzku for- eldra. Nú sem stendur er þörf allra liraustra drengja í Canada að leggja fram krafta sína til að brjóta á bak aftur hervald Prússanna fyrir fult og alt. Og þeir foreldrar, sem banna sonum sínum að taka þátt í þessari miklu baiáttu, eru að fremja glæp gegn borgararétti sínum, gegn landi sfnu, gegn sér sjálfum og sonum sín- um. Að þessum tíma hafa um 1,100 íslenzkar mæður gefið sonu sína í stríð þetta fyrir stórveldið bí'ézka. Hví skyldu ekki aðjrar íslenzkar mæður, sem sonu eiga, veradúsar til að gera það sama? Hví ættu þær að vera fráþegnar þessari skyldu? Hví skyldu þessir 1,100 íslenzku nið- jar, sem nú eru í Canada hernum, berjast til þess að aðrir ungir og hraustir Islendingar geti setið heima f friði og ró? Hver og einn verður nú að leggja fram sinn skerf. Ekki eingöngu þeir ungu menn, sem í herinn ritast, heldur einnig menn þeir og konur og börn, sem heima sitja, Vér skorum því á allar mæð- ur og feður, sem haldið hafá til baka sonum sfnum, að leyfa þeim að innritast í 223. herdeildina, — hvetj'a þá jafnvel til þessa, því þar verða þeir ó meðal vina og undir góðu eftirliti. Nóg er til af ungum og hraustum mönnum í Lundar og Riverton bygðum til þess, að 223. herdeildin gæti náð fullum liðskrafti, ef þeir að eins vildu innritast. Einnig eru margir herfærir menn eftir í Glen- boro bygðinni, sem gætu — ef þeir vildu — hjálpað til þess, að her- deild þessi geti fengið nægilega liðsmanna tölu til þess, að fó að halda sér sem sérstök herdeild, en verðj ekki send yfir hafið sein liðs- flokkur (draft). Væri það Skandi- növum í heild sinni, sem í vestur fylkjunum búa, til mestu minkunar — og má þetta ekki með neiuu móti eiga sér stað. Fyrri hluta marz mánaðar safnaði 223. herdeildin helmingi fleiri mönn- um en nokkur önnur herdeild á ]>eim sama tfma. En þetta voru ekkj nema 22 menn, sem er ekki nóg. Nú er aðeins einn mánuður eftir af tíma þeim, sem herdeildinn var gefinn til að ná fullum liðskrafti og þörf er ennþá á 140 mönnum í viðbót. Þess vegna skorum vér nú á þá foreldra sem eiga fjóra og fimm sonu en hafa ekki enn þá gefið neinn þeirra. — Sendið drengi yðar. Kæfið ekki góðan vilja þeirra sjálfra, manndóm þeirra og skyldurækt, heldur leyfið þeim að aðstoða oss við að brjóta á bak aftur óvinina, sem ógna nú landi og þjóð. Vér skorum á unga menn alla að sýna að þeir hafi dug til þess að berjast með oss og óttast ekki það, sem þeir þurfa að leggja í sölurnar til þess, að sýna að þeir inu og drengskapnum, sem ein- kendi íorfeður þeirra. Væri æski- legt að þeir ungu menn, sem cnn þá heima sitja, — sérstaklega ungu mennirnír í Riverton, Lundar og Glenboro bygðunum — vildu nú koma til sögunnar og sýna að þeim sé engu síður umhugað um að berj- ast fyrir frebið og föðurlandið enn þeim 1,100 íslendingu, sem þegar eru farnir. Eins eru enn ]>á margir af færum mönnum eftir í W innipeg, sein gætu innritast. Vér þörfnumst þessara manna og þörfnumst þeirra ó næstu þremur vikum. R' B- Hennet, forstjóri Lýðþjónust- unnar fyrir Canada, hefir sagt að stjórnin sé nú að gera sfðustu á- skorun til ungra manna að bjóða sig fram sjálfviljuglega. Lieut. CoL Williams, aðal forstjóri liðsöfnunar fyrir stjðrnina, sagði í ræðu, sem hann hélt á Wralker leikhúsinu hér í borg fyrir tveimur vikum síðan, að þetta væri seinasta áskorun stjórn- arinnar til ungra manna í landinu. Ef Canada gæti ekki fengið nægi- lega marga menn með þessu fyrlr- komulagi tii að efna loforð sitt, þá væri skyldukvöð óumflýjanleg. Ungu menn, innritist nú strax, meðan þér getið gert það með heiSri og sóma. Seinni fréttir frá Rússlandi. Ný stjórn er mynduð á Rússlandf, en þingið leggur niður bráðabyrgð- arstjórn sína. Nikulás stórhertogi tekur við æstu herstjórn. Hermenn þjóðarinnár á hinum ýmsu stöðum eru allir á bandi hinnar nýju stjórn- ar og hefir verið glatt í herbúðum beirra síðan fréttirnar um stjórnar byltinguna bárust þangað. Nu er búist við miklum umbótum á Rússlandi. Strax f byrjun upp- reistarinnar var mörgum af pólitísk- u föngunum slept úr fangelsununr og fangelsin ri.fin niður. Harð- stjórn og kúgun á ekki lengur að líðast á Russlandi. Gyðingar ]>ar eiga að fá aukið frelsi. Konur eiga í nálægrl framtíð að fá þar atkvæð- isrétt og fult jafnrétti við karlmenn. Ef umbætur þessar eiga sér stað og gott samkomulag ríkir h.iá þjóð- ’ni, verður Rússland eftirleiðis eitt af öflugustu menningarlöndum heimsins. Lvoff prirs, sem er. nú stjórnarfor- maöur á Pússlandi, hefir skýrt fregnritum í Petograd fró helztu á- formum liinnar nýju stjórnar. Ein- ‘huga segir hann þjóðina í því að leggja fram krafta sína í þarfir strfð- sins. Hermennirnir hafi strax verið hlyntir hinni nýju stjórn og eins sjóliðið. Finnland standi með henni Engin óstæða sé því til að bera nú minsta kvfðboga fyrir framtíð Rúss- lands. Róðherrar hinnar gömlu stjórnar sitja allir í varðhaldi og bfða þess að rannsókn verði gerð af hinni nýju stjórn í móli þeirra. Alríkis ráðstefna. Stjórnarformaður Breta, Lloyd George, og ýmsir helztu embættis- menn stjórnarinnar heima fyrir sett- ust á ráðstefnu í Lundúnaborg 20. þ.m. Mættu einnig ó ráðstefnu þessari fulltrúar annara parta brezka veldisins, sem hingað til hafa ekkert haft að segja í heimamólurit brezku stjórnarinnar. Ráðstefnur með ]>essu fyrirkomulagi verða hald- nar eftirleiðis, til að ræða sameig- inlega velferðamál hinna ýmsu parta stórveldisins brezka. Á alríkis róð- stefnu ]>essari mætti í þetta sinn Sir Robert Borden, forseti Canada, sem fulltrúi Canada þjóðarinnar. Einnig voru þar William F. Massey, forseti Nýja Sjólands, og Sir Robert Morris, æðsti ráðgjafi Nýfundna- lands. Lieut. Col. Smith, innanrík- is ráðgjafi brezku sambandsstjórn- arinnar í Suður-Afríku, mætti fyrir hönd þeirrar stjórnar. Þrír full- trúar voru þarna frá Indlandi, en Astralía liefir enn ekki sent fulltrúa fyrir sína hönd. En von er hans bróðlega. Alrfkis ráðstefna með þessu fyrir- komulagi er ný í sögu Bretlands. Hér er stígið stórt spor í góða átt. Verður þetta til þess að tryggja samband brezka veldisins og efla hag þess í heild sinni. Hefst nú nýtt tímabil í Canada. Við þátttöku í öllum aðalmáluni brezka veldisins verður afstaða Can- ada alt önnur en áður. Með sinni góðu frammistöðu í stríðinu hefir núvcrandi stjórn í Canada áunnið þjóðinni nýja viðurkenningu, sem seint gleymist.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.