Heimskringla - 17.05.1917, Qupperneq 1
XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 17. MAI 1917
Royai Optical Co.
Elztu Opticians i Winnipeg. ViO
höfum regnst vinum þinum vel, —
gefðu okkur tœkifæri til að regn-
ast þcr vel. Stofnseit 1905.
W. /?. Fowler, Opt.
- i
NR. 34
\
Stríðs - f réttir
Harðar orustur, sem ekki Mru
Þýðing'armikinn árangur á hvor-
uga hliðina , áttu sér stað á Frakk-
landi alla síðustu viku. Þjóðverj-
ar virðast nú farnir að sjá sitt ör-
vænta og vera teknir að verjast af
fullum krafti. Sagt er að Hinden-
burg, æðsti herforingi Þjóðverja á
rrakklandi, hafi nýlega gefið
mönnum sínum þær fyrirskipanir,
að verja Bretum og Frökkum eftir-
leiðis írá að komast lengra,—hvað
sem þiað kosti. 1 seinni tíð hafa
Þjóðverjar þvf varist með liarð-
fengi miklu og einnig við og
við verið að gera snörp álilaup á
vígi þau, sem bandamenn hafa frá
þeim tekið. En í flestum tilfellum
hefir þeim mishepnast þetta og
víðast hvar eru bandamenn stöð-
ugt að þokast áfram. — Þorpinu
Fresnoy, sem Canada herdeildirnar
tóku, náðu Þjóðverjar á sitt vald
aftur. Um þorp þetta hafa svo
staðið stórkostlegar orustur. Þeg-
ai' þetta er skrifað, halda Þjóðverj-
ar þorpi þessu enn þá, en búist er
við að Canadamenn með hjálp
brezkra herdeilda, miuni taka það
aftur þá og þegar. Einlægt síð-
tistu viku voru Canada herdeildir
líka að gera öflugar tilraunir að
brekja óvinina úr borginni Lens.
Borg þessari hafa Þjóiðverjar hald-
ið f rviman mánuð gegn stórkost-
legum áhlaupum frá Bretum og
Ganadamönnum. Enda er þetta
»ðal herstöð þeirra á þessu svæði
og héraðið í kring auðugt af kola-
námum. Suma parta borgarinnar
hafa þeir þó lagt í eyði sjálfir
°g virðast því ekki telja sér
Tnögulegt að halda henni til lengd-
ar- Sækja Canadamenn þarna
fi'am af kappi miklu og fyrir vest-
an Avion, sem er í grend við Lens,
hröktu þeir Þjóðverja í lok vikunn-
ai' á stóru svæði. Víðar hefir þeim
'ainnig gengið vel. — Hersveitir
Breta gerðu í lok vikunnar áhlaup
^ 12 mílna / svæði fyrir austan
Arras, hröktu Þjóðverja á öllum
stöðum þar og tóku af þeim mörg
rammgerð vígi. Þorpið Reoux er
nu alt f höndum Breta eftir langa
orustu og stranga. Einnig er talið
®iálfsagt, að Bretar taki þorpið
Bullecourt áður margir dagar
Bða. Yfðar fyrir norðan Scarpe
ána hefir þeim gengið vel og tekið
af Þjóðverjum skotgrafir og fanga.
Bann 14. þ.m. skutu brezk herskip
niður einn af hinum stóru Zeppe-
loftbátum Þjóðverja; skeði
þetta í Norðursjónum. En þetta
'er 6. Zeppelin loftfarið, sem Þjóð-
verjar tapa á þessu og síðasta ári.
sunnudaginn var gerðu brezk
nerskip áhlaup á hafnarbæinn Zee-
nruege, sem hafði mikinn árangur,
°R er þetta talið að vera það
stærst tjón, sem óvinirnir hafa
'iotið af völdum brezka flotans í
Seinni tíð.
^hlaup Frakka á ölluin hersvæð-
Uln þeirra sfðustu viku, voru mörg
mikil. Fyrir sunnan Oise, fyrir
n°rðvestan Rheims og norðaustan
Soissons bar þó mest á sókn þeirra
os hröktu þeir Þjóðverja á öllum
þessum stöðnm. Tóku af þeim
mörg hundruð fanga og stórar
birgðir af vopnum og vistum. Yf-
j’burðir bandamanna á vestur-
'erstöðvunum koma alt af betur
M betur f ljós. Enda kvað Þýzka-
ailds keisari hafa viðurkent þetta
nýlega f bréfi til Tyrkja soldánsins
l>á vsagt, “að Þjóðverjar ættu nú
við ofurefli að etja á Frakklandi.”
Harðar orustur voru háðar f
Macedoníu á stórum svæðum í lok
síðustu viku. Virðist sókn banda-
manna nú að vera að byrja þar
fyric alvöru og með fullum krafti.
Erá Ochrida vatninu og austur að
'éruðunum f grend við Doiran
vatnið hafa átt sér staö gríðar
miklar orustur. Fyrir sunnan
ioiran vatnið hröktu Bretar
hilgara á tveggja mflna svæði og
oku þar af þeim öflug vígi. Fyrir
horðvestan Monastir unnu Rússar-
a>l-stóra sigra og tóku af óvinun-
um margar skotgrafir. Víðar baía
Rússar einnig hrakið þá óg tekið
af þeim marga fanga.
^ Mesópótamíu hersvæöunum
víöar biðu Rússar aftur á móti
óslgur fyrir Tyrkjum og voru
hiaktir til baha á allstóru svæði.
Bnda bendir alt til þess, að sókn
:: :: ÍSLEN£KAR HJÚKRUNARMEYJAR
• • • *
• • • •
Una Kristbjörg Sampson.
Halldóra Asta Walterson.
Sigríður Gilbertson.
Eins og fólki er eflaust kunnugt,
útskrifast á ári hverju viss hópur
af hjúkrunarmeyjum (Nurses) frá
Almenna Spítalanum hér í borg-
inni og einnig frá St. Bonifaee
spítalanum. Eru þetta venjulega
stúlkur á bezta aldri og vel gefhar
til sálar og líkaima, því staðan út-
heimtir bæði mikið líkamsþrek og
sterkan viljakraft.
Þessar ungu stúlkur vinna á
þessum spítölum í þrjú ár til þess
að full’komna nám sitt, og mest af
þeim tfma því som nær kaupiaust,
að undanskildu fæði og húsnæði.
Staða hjúkrunanirieyja er æfinlega
mjög ervið og vandasöm, því
að í sjúkrastofunni er sífeld og
þrotlaus barátta milli lífs og
dauða og sigur lífsins er þar æfin-
lega svo óumræðiiega mikið kom-
inn undir góðri og skynsamilegri
lijúkrun. Eg veit ekki hvort við
íslendingar hér höfum metið þetta
vandasama starf eftir verðleikum,
sem þó er svo mikils virði.
Myndirnar hér að ofan sýna
þrjár fslenzkar hjúkrunarmeyjar,
som útskrifuðust frá Almenna
spítalanum hér þann 9. þ.m. með
heiðri og sóma.
Miss Sampson er fósturdóttir
Jóns SamiKsons, lögregluþjóns hér
í borginni. Hún er fædd árið 1893.
Miss Walters e^ dóttir Björns
heitins Waltcrs, sém um eitt skeið
var útgefandi og ritstjóri Heims-
kringlu. Hún er fædd árið 1894.
Miss Gilbertson er dóttir Stur-
laugs Giibertssonar í Minneota,
Minn. Hún er fædd árið 1890.
Á undanförnum árum hafa þó •
nokkrar hjúkrunarmeyjar útskrif-
ast frá spítölunum hér, og hefir
mér fundist fslenzku blöðin van-
rækja að geta þess »ð verðugleik-
um, en heidur fylt slíkt rúm í dálk-
um sínum með einhverjum and-
legum óskapnaði.
Eg vona og óska, að unaðsemdir
og hamingja breiði faðminn á
móti þessum ofannefndu ungu
hjúkrunarmeyjum, og að þeim
auðnist að verða svo mörgúm og
mörgum að meina og rauna bót.
M. Petarson.
Rússa sé nú ekki ger með eins
miklu kappi og áður. Valda þessu
ýmsar orsakir, en aðallega mun þó
óhugur rússnesku hermannanna
orsakast af sundrunginni heima
fyrir.
Á hersvæðum ftala gerast engin
stórtíðindi. Smáorustur eiga sér
þó einlægt stað við og við og virð-
ist þá ítölum ganga heldur betur.
Ástand ískyggilegt á Rússlandi
ískyggilegt ástand á Rússlandi.
Alt virðist benda til þess, að á-
standið sé nú ekki glæsilegt á
Rússlandi. Síðan stjórnarbylting-
in átti sér þar stað, hefir þjóðin
verið einis og “drukkin” a.f frelsinu
og hefir þetta lamað alla krafta
hennar í stríðsþarfir. Þýzksinnað-
ir jafnaðarmenn hafa ekki látið
þetta tækifæri ónotað til þess *að
reyna að æsa hana gegn hennar
nýju stjórn—sem hingað til hefir
verið holl í alla staði í garð
bandaþjóðannau Verkalýðurinn
varð leiðitamur og af þessum og
öðrum orsökum er þjóðinni nú
sundrað f ótal parta. — Guchkoff,
hermálaráðgjafi, er nýlega búinn
að segja af sér. Segir hann alt að
verða óviðráðandi á Rússlandi og
stjórninni allar bjargir bannaðar.
Ekki er enn hægt að segja hvaða
afleiðingar þetta ástand á Rúss-
landi hefir fyrir bandaþjóðirnar.
En eitt er þó víst, að ef Rússar
skerast nú úr leik, verður það til
þess að lengja strfðið enn meir.
-----o-----
Gullfoss kominn
Skeyti hafa Árna Eggertssyni bor-
ist þess efnis, að Gullfoss hafi komið
til Halifax þann 14. þ.m. og verði í
New York þann 16. þ.m. Þar isem
dvalið verður í New York um 10
daga, mun Gullfoss ekki leggja af
stað ]iaðan heimleiðis fyr en þann
26. þ.m. Aiiir þeir, sem með skip-
inu ætla að fara, ættu að vera
komnir hingað til Winnipeg ekki
seinna en á föstudaginn í þessari
viku (þann 18. þ.m.).
Þjóðverjar ráðast á náinn.
Fréttir um þetta hafa verið að
benaist f alt vor, en óljósar og óná-
kvæmar, og vildum vér þess vegna
ekki birta þær í 'blaðinu. En nú
koma frá Bandaríkjunum all ná-
kvæmar fréttir um þessar hrylli-
legu aðfarir Þjóðverjanna, sem
hafðar eru eftir þýzkum og hol-
lenzkum blöðum, er nýlega hafa
borist til Bandaríkjanna.
Segja fréttir þessar, að langt sé
síðan Þjóðvehjar hafi tekið í stór-
um stýl að sjóða og bræða niður
lík hermannanna. Olíuna, sem
þeir þannig fá, nota þeir fyrir
ljósmat og til sápugerðar. Beinin
mylja þeir, og gera úr kvoðu, sem
svo er send f tunnum inn í Þýzka-
land til þess að notast þar sein á-
burður á ákra. Alt, sem afgangs
er, á niðursuðuhúsum þessum,
nota þeir fyrir svínamat. Engin á-
stæða er til að efast um fréttir
þessar lengur. Þær eru nú teknar
úr blaði, sem gefið er út á Þýzka-
landi sjálfu—og sem heitir “Berlin
Lokalanzeiger”. Segir blað þetta
frá niðursuðuhúsi, sem Þjóðverjar
Ha.fi sett á fót fyrir norðan Rheims
á Frakklandþ til þess “að færa til
afnota lfk hermannanna.” Olíu
fáist með þessu nnóti, áburður og
annað, sem þjóðinni komi svo vel
á þessum tímum.
Aðrar fréttir segja, frá því, að
þýzkt félag rafi verið stofnsett með
þýzkt félag hafi verið stofnsett með
$1,250,000 höfuðstól, sem eigi ein-
göngu að gefa sig að því að byggja
niðursuðuhús af þessu tagi. Félag
þetta á að hafa bygt eitt slfkt hús
í Eifil héraðinu nálægt landamær-
um Belgíu. Margar lestir á dag,
hlaðnar af dauðra manna búkum,
séu 'sendar til niðursuðuhúss
þessa. Af því hve vel þetta hafi
tekist, er sagt að Þjóðverjar hafi
í hyggju að byggja mörg slfk hús,
bæði á vestur- og austur hersvæð-
unum.
Fréttir úr bænum.
Sigurbjörg Stefánsson, dóttir
Helga heitins Stefánssonar og
bróðurdóttir Þorgilsar Gjallanda,
hlaut 40 dollara verðlaun fyrir
bezta próf í frönsku og frakknesk-
um bókmentum í fyrsta bekk
mentamáladeildarinnar. Hún hef-
ir tekið ljómandi próf að öllu leyti,
fengið 1A í öllum námsgreinum,
(Honorable Mention) í mannkyns-
sögu og íslenzku.
ólafur Johnson, kaupmaður í
Reykjavík, er kominn til New York
með danSka skipinu “ísland."
H'ainn hefir sent Árna Eggertssyni,
fasteignasala, símskeyti frá Hali-
fax 10. þ.m. á þessa leið: “Gullíoss
kemur bráðum. Læt vita nánar
frá New York. Eg kom hingað
með gufuskipinu “Island”. Ætla
að búa á gistihúsinu Astor í New
York.” -----------------
Félagið Bennett, Hvaslef «& Co. í
New York hafa skrifað Árna Egg-
ertssyni, að Gullfoss muni að lík-
indum geta farið frá New York fyr-
ir mánaðamótin. Nákvæmar þykj-
ast þeir ekki geta sagt fyr en skip-
ið kemur. Af bréfi þeirra er að sjá,
að Gullfoss komi með heilmiklar
vörur frá íslandi. Bennett, Hvas-
lef & Co. eru erindrekar íslenzku
skipanna.
Skólauppsögn — Convocation —
fór fram að venju með mikilli við-
höfn á Walker leikhúsinu á föstu-
daginn var 11. þ.m. Þeim var út-
býtt lærdómsgráðum, er unnið
höfðu fyrir. Auk þess var 23 minn-
ispeningum út býtt og ekki minna
en 5,000 dollurum í verðlaunum.
Nær þriðjungur þeirra, sem útskrif-
uðust, voru stúlkur. Margar lær-
dómsgráður voru veittar fjarver-
andi mönnum, einkum þeim, sem
eru með hernum á Frakklandi.
Ekki færra en ellefu hundruð
nánismanna frá háskólanum eru
nú f hernum.
------o------
Komnir heim aftur
Sir Robert Borden, forsætisráð
herra Canada, og þeir Hon. Robert
Rogers og Hon. J. D. Hazen — sem
•allir mættu fyrir hönd Canada á
alrfkis ráðstefnunni nýafstöðnu í
Lundúnaborjj á Englandi—eru nú
nýlega komnir heim til Canada aft-
ur. Allir létu þeir það bezta af
ferðinni. Forsætisiráðlierrann er
vongóður um að þessi alríkis ráð-
stefna muni hafa heillavænlegar
afleiðingar fyrir Canada og alríkið
brezka í heild sinni.
Stephan G. Stephansson
Stephan G. Stephansson,
skáld, er nú lagður af stað
í ferð sfna til fslands. Hann
kom hingað til borgarinnar
frá bygð sinni í Alberta á
miðvikudaginn í síðustu
viku. Dvelur hann nú hér
í Winnipeg og bíður þess,
að “Gullfoss” komi og lagt
verði af stað. Stephan er
ern og hress f anda enn þá,
þó nú sé tekið að halla á
efri ár fyrir honum. Árnað-
aróskir allra Vestur-íslend-
inga fylgja honum við heim-
för hans.
Frá Islandi.
(Eftir Lögr. 25. Apr.
Síðastl. sunnudag var Jón pró-
fossor Helgason vígður til biskups
í dómkirkjunni hér af Valdimar
Briem vfgslubiskupi. Það er fjórða
biskupsvígslan, sem fram fer hér á
landi. Hin fyrsta fór fram 1674,
önnur 1797, þriðja 4. okt. 1908, er
Þórhallur biskup Bjarnarson var
vígður af fyrirrennara sínum, Hall-
'grími biskup Sveinssyni. Annars
liafa biskupar okkar tekið vígslu
erlendis. — Um 20 prestar og and-
legrar stéttar menn voru við bisk-
upsvígsluna.
Taugaveiki hefir gert töluvert
vart við sig hér f bænum nú að
undanförnu.
Enskt hjálparskip kom hingað
20. þ.m. og með því hinn nýskipaði
konsúll Frakka hér, A. Oourmount,
og einnig G. Copland kaupmaður,
er dvalið hefir um hríð á Englandi.
Dr. Valtýr Guðmundsson hefir
skotið fram þeirri hugmynd við
danskan blaðamann, frá “Nation-
altidende” að Danir ættu að lána
eitthvað af því mikla fé, sem þeir
liafa fengið fyrir Vesturheimseyj-
arnar, til járnbrautalagninga hér
hér á landi.
Réttarfar f Árnessýslu hefir lengi
verið bágborið. En ekki fer því
fram eftir síðustu sögunum þaðan
>að dæma, og þyrfti að láta eitt-
livað af þelm koma fram opinber-
lega, þótt ekki verði það gert hér
að þessu sinni. Því er líka svo var-
ið, að eftir J^unnugra og skynsami-a
manna dómi er maður sá, sem nú
á að gæta þar laga og réttar, alls
ekki fær um að gegna sýslumanns-
störfum.
'Sbúdenitafól..- hélt lalifjölmenna
skemtisamkomu sfðasta vetrar-
kvöldið. Sig. Eggerz bæjarfógeti
hélt þar ræðu fyrir sumrinu, en
kvæði voru sungin og flutt eftir
Þorkel Erlendsosn og Bjarna frá
V'ogi.
Dáinn er hér á Landakotsspítal-
anum síðastl. sunnudagsk. Andrés
Fjeldsted frá Hvítárvöllum, 82 ára
að aldri, og hafði hann legið veik-
ur frá þvf fyrir jól f vetur, en var
fluttur hingað rétt fyrir páiskana.
‘Trakkland” heitir bók, sem ný-
komin er hér út, eftir Kr. Nyrop
prófessor í Ivhöfn, þýdd af Guð-
mundi Guðmundssyni ' skáldi, 90
bls. 8 bl. brot. Verð 1 kr. 50 au.
Fróðleg og vel skrifuð bök.
Prófastur í Snæfellsnessýslu er
sr. Guðmundur Einarsson í ólafs-
vík nýlega skipaður.
Bending.
Vér viljum minna lesendurna á
að losa greinina “Varúðarmál,” sem
birt er á öðruim stað í blaðinu.
Grein þessi fjallar um mál, sem
varðar velferð bæði Austur- og
Vestur-lslendinga.
Arni Eggertsson.
Árni Eggertsson er einn af at-
kvæðamestu VTestur-íslendingum.
Hann er sterkur Islendingur og
ber einlæglega fyrir brjósti öll vel-
ferðarmól íslenzkrar þjóðar. Heppi-
legri mann en hann gótu Vestur-
Islendingar ekki valið til þess «ð
mæta fyrir sfna hönd á ársfundi
Eimskipaféiagsins, sem haldinn
verður f Reykjavík f sumar. Hann
er stefnufastur maður og hugs-
andi, en ekki eitt í dag og annað
ámorgun. — Þetba ár var hanh
kosinn f bæjarráðið f Winnipeg.
Hlaut liann í vetur lof enskra
blaða hér fyrir dyggilegt starf í
bæjarmálum.