Heimskringla - 17.05.1917, Síða 3
WINNIPEG, 17. MAÍ 1917.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
anna, Svartfellinganna, lifir og læt-
«r sig hvorki fanga né lífláta, þrátt
íyrir allar hörmungar og ofbeldis-
verk. En þegar eigi er unt að líf-
láta sálir annarra eins smælingja
í hópi þjóðanna, þarf eigi að ganga
að því gruflandi, að einhvern tíma
muni sál annarrar eins stórþjóðar
«g Rússar eru rísa upp og kannast
við vitjunartíma sinn. Enda hefir
nú sú raun á orðið.
Að Rússar gátu látið sér hepn-
ast, að koma alt í einu gagngerðri
atjórnarbyltingu til leiðar og reka
af höndum sér alt liið argvítuga
stjórnaifár, er þjóðin hefir and-
varpað og stunið undir f tvö
hundruð ár, er einmitt sökum
þess, hvílík ógrynni haturs og fyr-
irlitningar keisarastjórnin rúss-
neska iiefir safnað yfir liöfuð sér
«ina kynslóð fram af annarri.
Hún hetir á allar lundir staðið
þjóðinni fyrir þrifum í stað þess
•að auka velferð hennar. 1 stað
þess að hjálpa henni til að færa
®ér auðsuppsprettur landsins í
nyt, hefir hún látið þær flestar
Jiggja ónotaðar fram á þehna dag.
í stað þess að varpa þéttofnu neti
járnbrauta og samgöngutækja yfir
landið, eru samgöngur ]>ar nær því
«ins torveldar nú og þær voru á
Miðöldunum, þegar er nóttin var
«em dimmust og allir sváfu. í stað
þess að gera landið að iðnaðar-
landi, er þar naumast nokkur iðn-
aður til. Menningin hefir numið
staðar og situr að mörgu leyti við
svipaðan keip og á frumöldum
Mannkynsins, langár leiðir frammi
í grárri fornöld.
Keisaravaldið rússneska hlaut
því fyrr eða síðar að deyja í synd-
Um sínum. Lengi var búið að spá
því, að svo myndi fara, ef þjóðin
lenti í stórfeldum ófriði og um líf
hennar væri að tefla. I»á myndi
þjóðarsálin vakna og bylta af sér
úheillafargi keisaravaldsins Þá
tnyndi skipulagið gamla hrynja
vim koll og deyja, vegna stórbrota
sinna gegn þjóðinni og velferð
hennar.
Ætlunarverk hverrar stjórnar er
í því fólgið, að auka farsæld þjóð-
arinnar og frama. Stjórn, sem er
þjóðarheill og þjóðarfremd þránd-
br í götu, kveður dauðadóm upp
yfir sjálfri sér í hvaða landi, seim
cr- Þann dauðadóm frainkvæmir
biannkynsagan ávalt 1 fyllingu
tímans.
Og dauðadómurinn verður sams-
konar þeim, sem afturhald, kúgun
ófrelsi ávalt hlýtur að eiga
tram undan sér. ófrjálslyndið og
ofbeldið á frægðarlausa gröf fram
Undan, hverju nafni sem landið
nefnist, þar sem það hefir heimilis-
fang.
3.
Hinvaldið á Þýrkalandi.
Hvf er enn lítið eða ekki tekið að
hóla á byltingu á Þýzkalandi?
Hvernig stendur á því, að þjóðar-
sálin þýzka, sem er svo óumræði-
tega mikið betur upplýst en þjóð-
arsálin rússneska, skuli enn eigi
vera farin að sjá, að citthvað hlýt-
t*1- þar að vera feikilega rangt, sem
°rðið hefir orsök þess, að þjóðin
hefir ratað í þessar raunir, svo vel-
ferð hennar og velmegan, sean v.ar
svo mikil, er nú á hverfanda
hveli?
hjóðverjar virðast standa Rúss-
Uln margfalt betur að vígi með að
rekja upp fyrir sér hin huldu rök
þessarar þjóðarógæfu. Þeir
gota ekki lengi látið við það sitja,
ftð kenna öðrum um, en þvo eigin
hendur sfnar.
En er betur er að gætt, standa
fcefr að sumu leytí lakar að vígi
^eð að komast að réttri niður-
etöðu um upptök og orsakir ógæf-
bnnar.
Einvaldsstjórnin þýzka. hefir yf-
irteitt reynst þjóðinni vel, fram að
þessum tíma. Hún hefir beitt öllu
helmagni sínu og hyggjuviti að
þvf að efla hag þjóðarinnar með
öllu móti. Hún hefir borið velferð
velmegan þýzkrar þjóðar fyrir
hrjósti. Að flestu leyti hefir hún
látið sér hepnast fyrlrtaks vel.
Hndir forystu hennar hefir hagur
þjóðarinnar blóimgast. Hún hefir
þotið upp, eins og fífill í túni. Að
mörgu leyti hefir Þýzkalandi verið
hotur stjómað, en öðrum löndum.
Sökum þess er þjóðin orðin sú
Öndvegisþjóð, að nú er hún nærri
því ósigrandi. Þetta verðum við
&ð skilja og við þetta verðum við
sð kannast, ef vlð eigum nokkuru
sinni að öðlast réttan skilning á
gangi viðburðanna.
Einvaldstjórnin þýzka hefir kent
þjóðinni að rækta landið fyrirtaks
Jarðvegurinn er víðast hvar
élegur og alt annað en frjór. En
ónotaða landfláka hefir stjórnin
^ent þjóðinni að breyta í blómleg-
®r ekrur eða færa sér f nyt til cin-
hverrar framleiðslu á einn eður
*nnan hátt
Hún hefir gefið henni ein allra ]
beztu mentunartækin, sem til eru ]
í heiminum, og komið því til leið-1
ar, að upplýsing þjóðarinnar ber|
ægishjálm yfir upplýsingu .annarra
landa. Sakir hinna örfandi áhrifa
háskólanna þýzku, má svo að orði
kornast, að annarhver Þjóðverji sé
rithöfundur. Og þessi rithöfunda
sægur hefir þann rnetnað mestan,
að vita hvert .atriði þekkingarinn-
ar, sem þeir taka fyrir, út í yztu
æsar og tærna hvert efni, sém þeir
rita um. Eigi er þetta gjört sökum
þess, að það sé gróðavegur svo mik-
ill. Hvergi eru ritlaun lægri en á
Þýzkalandi, og fjöldi rithöfunda
kosta til af eigin fé, til að koina {
bókum sínum út, og viðkoman er j
svo mikil, að fjöldi þýzkra rita fær J
ekki nema örfáa kaupendur.' En j
það hamlar ekki. Fróðleiksþorst-1
inn er svo mikill ,og löngun til að J
láta þann fróðleik, er safnað hefir
verið, verða öðrum >að liði. Þjóð-,
verjar eru að þessu leyti lang-
fremsta bókmentaþjóð heimsins.
Þýzkaland hefir gefið heiminum i
háfleygustu heimspekina, dýrleg-
ustu hljómlistina og fegurstu þjóð-
sögurnar. Þó Þjóðverjar sé af-
ske.ktari hafinu flestum öðrum
hafa þeir með tilstyrk stjórnar
sinn.ar og ötullar forgöngu látið
sér hepnast að mynda stórkostleg
eimskipafélög með farsæila fyrir-
komuiagi, að sögn, en nokkur önn-
ur þjóð. Sjúkrahælin þýzku hafa
orðið öllum heimi til fyrirmyndar.
Verzlan við önnur lönd hefir þýzk
stjórn látið sér hepnast að örfa, svo
Þjóðverjar voru þar að verða frem-
ur á undan en eftir. Jafnvel sorp-
ið í stórborgunum hefir hún kent
þýzkri þjóð betur með að fara en
aðrir hafa kunnað. Bankalán
handa bændum hefir hún kunnað
að veita með betri og hentugri
kjörum en annars staðar.
Einvaldsstjórnin þýzka hefir
beitt bolmagni sínu til flestra
þeirra hluta og framkvæmda, er
þjóðinni hafa mátt verða til heilla
og fnama. Undir forystu hennar
hafa framfarirnar verið stöðugar
og stórstígar. Þær hafa verið eins
og nafarinn hans Óðins, sem
nefndist Rati, og boraði sig gegn
um fjallið, er allar aðrar lciðir voru
ófænar, svo Óðinn fekk náð skálda-
miðinum.
En þér munið, að þá gekk Óð-
inn undir dulnefni og kallaðist
Bölverkur.
Einvaldstjórnin þýzka hefir
komið í veg fyrir, að fjárdráttur
eigi sér stað í opinberu lífi þjóðar-
innar. Hún hefir sýnt frámunalega
ráðvendni og dæmafáa reglusemi í
meðferð á fé. Rekistefnan, sean
varð út af neftóbakinu hans Bis-
marcks, er öll kurl önnur voru
komin til gnafar í sambandi við
herkostnaðinn í stríðinu 1870—71,
er gott dæmi. Þegar allar sending-
ar aðrar til hersins höfðu verið
raktar frá afgreiðslu til rétts við-
tökustaðar, var ekkert annað eftir
en ein neftóbaks sending af sér-
stöku neftóbaki, er Bismarck
heimtaði, en aldrei hafði fengið,
og eigi var unt að finna, í hvaða
dóna nefi kynni að hafa lent. Út
af slíkum smámunum gat feikna
rekistefna orðið, árum á eftir styr-
jöldinni. Það sýnir reglusemina
og nákvæmnina.
Fjárglæfrafarir meiri og minni
virðast eiga sér stað í sumbandi
við allar stjórnir. Enska stjórnin
og enskir stjórnmálamenn hafa
samt ávalt þótt sýna mestu ráð-
vendni í meðferð opinbers fjár. En
í sambandi við útvegi til hersins
hefir hvað eftir annað ýmislegur
fjárdráttur orðið uppvís af hálfu
erindreka stjórnarinnar. Skipulag
og eftirlit virðist ekki eins fulikom-
ið, þegar um slík stórræði er að
gera og á Þýzkalandi. Á Rúss-
landi, Frakklandi, í Bandaríkjum
og nýlendum Breba, eru fjárglæfr-
ar óneitanlega til stórra lýta á op-
inberu lífi.
En á Þýzkalandi virðist ráð-
vandleg meðferð á opinberu fé ein-
kenna stjórnarfarið og þjóðskipu-
lagið yfirleitt, og er sú dygð í Sari
þjóðarinnar ákaflega mikils virði.
Undantekningar eiga sér vitaskuld
ávalt stað. Og einnar stórhneyksl-
anlegrar undantekningar í sam-
bandi við fjármála meðferð þýzkr-
ar einvaidsstjórnar mun síðar
verða getið.
Eg býst nú við, að einhverjum
muni þykja nóg um, hve mikið eg
tel Þjóðverjum til gildis. En iniklu
fleira en þetta mætti telja og iáta
þó alt satt vera. Það eru þessar
og þvílíkar dygðir í fari þjóðar-
inniar, sem gera hana nú að svo
hættulegum óvini. Þeir, sem vilja
gera sér ljósa grein þess, hve afar
torvelt það er hinum mörgu og
máttugu samherja þjóðum, að
vinna bug á þeim, verða að taka
sem nákvæmast mál af frama Þjóð-
verja. Annars miskiljum vér alt.
Að kunna ekkert annað en last og
níð um Þjóðverja nú á þessum
tímum, er í raun réttri að lasta og
níða Ffrakkland, England, Rúss-
land og íbalíu. Værj Þjóðverjar
eigi sú framaþjóð, sem þeir eru, en
eins lélegir og óforsjáiir og þeir oft
eru gerðir, væri vegur og frami
Bandaþjóðanna allra, er svo eiga
fult í fangi með að vinna nokkurn
verulegan bug á þeim, býsna lítill.
Ætlunarverk mitt í erindi þessu
verður nú iað sýna fram á, hve mik-
inn þátt einvaldsstjórnin þýzka
hefir átt í frama þjóðarinnar, í hve
mLkilli þakkaskuld þjóðin finnur
sig þess vegna við liana, og hve
seinlát hún sökum þess er að
kenna henni þær ógöngur, sem
þjóðin nú hefir ratað í.
Eigi einvaldsstjórnin annars
vegar hrós skilið fyrir, hve fyrir-
taks vel liún hefir látið sér hepnast
uppeldi þjóðarinnar, verður þvf
hins vegar ekki neitað, að hún hef-
ir með stríði þessu leitt hana út í
afarmikla ógæfu, sem að líkindum
verður einvaldinu þýzka til falls.
Einvaldastjórn Þýzkalands hefir
með annarri hendi verið blóma-
smiður þjóðarinnar. Með liinni
hendinni hefir hún verið bölva-
smiður hennar.
í þessu efni er sagan órækastur
vottur og ábyggilegasba heimildin.
Fyrir því vil eg rekja sundur fyrir
yður fáeinia þætti hennar.
(Meira.)
-------O------
Undarlegt, ef satt vœri.
Lítið mun vera um kvikmynda-
sýningar á tslandi f samanburði
við það, som á sér stað hér í landi.
Dularfull fyrirbrigði gera aftur á
móti vart við sig heima, er lítið
eða sama sem ekkert þekkjast hér.
Kynjasjónir sjást þar einnig óþekt-
ar annars staðar — ef sagan, sem á
eftir fer, er sönn! Saga þessi var
nýlega send blaðinu frá Akureyri á
Islandi. — Ritst.
Nú ekki alls fyrir löngu barst
hingað kynjasaga úr Skagafirði og
er hún sögð á þessa leið: Stúlka
nokkur frá Bakkakoti í Vesturdal
var á leið þaðan yfir að Árnastöð-
um í Svartárdal. Þegar hún var
komin þangað, sem heitir Álfiaborg,
sér hvin hest rétt hjá borginni.
Hesturinn var dökkur á lit með
stjörnu í enni . Var hann reiðtýgj-
aður. En þogar hún gætti betur
að, sýndist henni hnakkurinn og
beislið alsett skínandi málmspöng-
um. A spönginni, sem var á ennis-
ól beislisins, var grafið: “Hinn
inikli hestur,” og á málmspönginni
á annari ístaðsólinni voru stafirn-
ir R. S. Horfði hún á þetta um
stund, en veit ekki fyr til en hún
sér henni ókunman mann standa
rétt lijá sér. Var hann hár vexti
og föngulegur. Hann var í dökk-
um kufli og stuttbuxum og var
hvorttveggja,- kuflermar og buxna
skálmar, lagðar bláum borðum.
Hún varpaði á hann kveðju og
spurði liann að nafni. Hann kvað
hiana nafn sitt engu skifta, og ekki
svaraði hann frekar, er hún spurði
liann, hvert förinni væri heitið: en
réttir lienni málmfésti, sem hann
sagði henni að koma um háls Guð-
mundar á Ánastöðum innan tíu
daga, þvf lán þeirra lægi við.
Sneri ]>á komumaður til hestsins,
og þótti stúlkunni som hann
muldraði eitthvað fyrir munni sér,
cn hún heyrði það ógjörla, þó
heyrði hún hann segja: “Heppinn
var eg, að ihún snerti ekki við
hesti mínum.” Reið hann síðan
sem leið liggur fram hjá Álfaborg-
inni og hvarf henni með öllu.
Stúlkan sneri við heim að Bakka-
koti, því hún þorði ekki að halda
áfram. Þegar iheim kom, iagðist
hún í rúmið ag mælti ekki orð af
vörum 7 næstu dagana, en á 8. degi
sagði hún loks frá þvf, sem fyrir
hana hafði borið. Var þá óðara
farið með festina yfir að Ánastöð-
um og hún lögð um háls Guð-
mundar.
Þessi Guðmundur er 2—3 ára
gamall, sonur hjónanna á Ána-
stöðum.
Eftir að ofangreind frásögn var
sett í blaðið, fengum vér nánari
frásögn um atburð þenna hjá
Skagfirðingi, sem er staddur hér í
bænum. Hann segir svo frá:
Stúlkan, Snjólaug Hjálmarsdótt-
ir frá Bakkakoti, var send yfir að
Ánastöðum. Hún er um ferming-
aiialdur og sögð mjög skýr stúlka.
Skáldkonungurinn.
Heyri mig allur herl
Hljóðs bið eg mér
Beggja megin við mar,
Svo er mál mitt þar.
Þess varS eg var
Á vegum hvar
Liggja lét sín spor
LofSungur vor.
Skulu lög sungin
Um skáldkonunginn
Kaerkominn öllum
Frá Klettafjöllum,
Hljóma frá gröfum
Skal hástöfum,
Hans veri lof
Helþagnarrof.
Heldur helgan vörS
Um helga jörð
—Leiði látinna
Landa sinna,
Hann, með herskara
Hreins marmara,
Sem eyðist eigi
Að efsta degi.
Hafi frá til hafs,
hins hæsta stafs
Skal hljóðalda
Honum þökk gjalda.
Stuðlar hann við strit
Stórþjóðar vit,
—Engan meira eg met,
Né metið get.
Ljóðmildings mundir
Metta þúsundir,
Snortin af hans anda
Er þjóð hans landa.
Fer fljúgandi
Frjáls hans andi
Land úr landi
Á ljóðagandi.
Flugið er yndi
Hans arnarlyndi
Hart móti vindi
Af hæsta tindi.
Tendrar hann á kveik
1 töfrasöngleik
Norðurhafs-blik
Og norðljós kvik,
Eldgeislann af
Ber yfir haf—
Enn er hér ljóðlíf,
Og íslenzkt þjóðlíf.
Meðan fönn falda
Fjöll og velli halda,
Skal hljóðalda
Honum þökk gjalda.
Kemur oss að kveðja
Og kvæðum gleðja
Söngvarinn söngglaði
Og svifhraði.
Svífur hann brátt
Úr sólarlags átt,
Sækir æskudaga
1 átthaga.
Á hranna hvel
Hann fari vel,
Hann friði eg fel
Fyrir austan hel.
Verði haf að hnossi,
Hafræna’ að kossi,
Og honum hossi
Heim á Gullfossi.
Vaknar yndi
Á Ingólfs strindi,
Kemur að landi
Konungborinn andi,
Opnast breið og löng
Bergkastala göng,
Verða víðloft þröng
Um vættasöng.
Hinum megin hafs,
Hins hæsta stafs
Skal hljóðalda
Honum þökk gjalda.
Hann lifi lengi
Við Ijóðstrengi
Afturkominn heim
Um öldugeim,
Heilum stígi fæti
Upp í hásæti.
Hans konungshöll
Er við Klettafjöll.
Verði hljóðbært
Hreint lof og tært —
Kláragulls kært
Og kristalglært.
Hróður hefi eg stært,
Mér hjartakært.
Efni í fá orð fært
Sé af flestum lært.
Gutt. J. Guttormsson.
ALLIR DAGAR ERU
PURITY-HVEITI DAGAR
hjá þeim, sem að eins eru ánægðir
með ljúffengustu kryddkökur og
bezta brauð.
PURITO
FLOUR
"MORE
BREAD
AND
BETTER
BREAD”
1441
Þegar bún kom yfir í hinn svo og yrði þvf beint tap bæjarins
kallaða Heiðardal, sá hún móblos- $32,825 árlega. Svo er önnur hlið á
óttan hest standa þar hjá litlu
liamrabelti, sem heitir Einbúi.
Hesturinn var alreiðtýgjaður.
málinu, sú, að 5c kerrurnar borga
$20 fyrir leyfi sitt. En að líkindum
borguðu ckki neina liundrað 5c,-
Hnakkur og beizli voru alsett silf-
urspöngum og skjöldiim og víða
á þeim voru stafirnir R.v S. grafnir,
en á ennisólar spönginni var graf-
ið: Hinn mikli hestur. Þegar hún
hafði horft á hestinn um stund,
heyrir hún að sagt er: “Hvað ertu
að gera við hestinn minn ” Ilún
lftur þá við og sér mann standa
rétt hjá henni. Hann var tíguleg-
ur ásýndum og mjög skra'utlega
kiæddur. Hún spurði hann að
heiti, en hiann svaraði, að það
kæmi henni ekkert við. Hún
spurði hann enn fremur, hvaðan
hann væri, en hann sagði, að hún
gæti ráðið það af líkum. Sfðan
rétti hann henni einkennilegian
myllukross— (sögumaður hefir séð
hiutinn og lýsir honum þannig)—
3 myllur kræktar hagtanlega sam-
an með snúrur á tveimur hornum
— og biður hana að koma honum
á brjóst Guðmundar á Ánastöðum
innan 10 daga. Hún skuli ekki
gera það í þessari ferð, heldur
gera nýja ferð til þess og hún megi
engum segja frá þessu. Fór hiann
síðan á bak hesti sínum og kvað
vfsu, sem hún mundi ekki, en efni
honnar var það, að gott hefði ver-
ið, að hún hefði ekki snert hest-
inn, því þá hefði hann verið sér
tapaður; hann sé mesti hestur, sem
ísland eigi nú; og það verði þeim
gæfubrestur, ef hún breyti út af
boðum hans.
Hún hélt síðan yfir Bð Ánastöð-
um og lét á engu bera.
Á 8. degi bað hún um leyfi til að
fara yfir að Ánastöðum, en hríð
var á, og fékk hún ekki að fara;
setti þá að henni grát mikinn og
varð eigi mönnum sinnandi. Á 9.
degi segir hún Helgu húsmóður
sinni alt af létta, varð þá ekkert
til fyrirstöðu og fór hún og lét
krossinn á brjóst Guðmundar.
Guðmundur er á 1. ári, sonur
Sveinbjarnar bónda á Ánastöðum.
Sveinbjrörn þessi fluttist í fyrra að
Ánastöðum. Einkennilegt hefir
það þótt 'með óhagvant sauðfé
hans, að það skuli nú í vetur ávalt
hafa sótt sjálfskrafa yfir í þennia
Heiðardal og æfinlega skilað sér
heim að kveldi án nokkurrar fyr-
irhafnar.
Gott ár til landa minna.
Halldór Steinmann.
Jitneys kosta bæinn $28,000.
Áætlað er, að strætisvagnafélagið
hafi tapað $657,000 vegna samkepni
þessara flutningsfæra. Þar af er
bæjarins 5 prct.
Þegar mál þetta kom til umræðu
á bæjarráðsfundi 9. marz síðastl.,
álitu þeir Comptroiler W. H. Ev-
anson og leyfissali Frank Kerr, að
bærinn tapaði árlega á efcarfrækslu
leiguvagnana (jitneys) í tilefni af
þverrandi inntektum strætisvagna
félagsins.
Þeir álitu starfrækjandi 5e. kerr-
ur (jitneys) miðað á látöiu, mundu
draga frá strætisvagna félaginu
inntektir, f slumpareikningi, og
nær hlutfalli, sem næmi $657,000, og
virðast það talsverðir peningar.
Um 300 5c. kerrur væru í notknun,
hefðu að jafnaði á dag $6.00, og er
það stór summa f 365 daga ársins.
Strætisvagnafélagið borgaði bæn-
um 5 prct. af óskörðum inntektum
kerrur fult leyfisgjald, svo að bær-
inn fengi í alt og alt um $40,000, en
sæti eftir með $28,000 f tekjuhalla.
(Þýtt úr “Telegram” 9. rnarz.)
Umboðsmenn |
Heimskringlu i
I "ANADA.
F- Finnbogason.............Árnes
Magnús Tait ............ Antler
Páll Anderson .....Cypress River
Sigtryggur Sigvaldason ___ Baldur
Lárus F. Beck.......... Beckville
Hjálmar O. Loptsson ... Bredenbury
Thorst. J. Gíslason.......Brown
Jónas J. Hunfjörd_____Burnt Lake
Oskar Olson ....... Churchbridge
St. Ó. Eiríksson ...... Dog Creek
J. T. Friðriksson...........Dafoe
O. O. Johannson, Elfros, Sask
John Janusson ....... Foam Lake
B. Thordarson..............Gimli
G. J. Oleson .......... Glenboro
Jóhann K. Johnson...........Hecla
Jón Jóhannson, Holar, Sask.
F. Finnbogason.............Hnausa
Andrés J. J. Skagfeld ...... Hove
S. Thorwaldson, Riverton, Man.
Árni Jónsson..............Isafold
Andrés J. Skagfeld ........ Ideal
Jónas J. Húnfjörð.......Innisfail
G. Thordarson ____ Keewatin, Ont.
Jónas Samson.............Kristnes
J. T. Friðriksson ..... Kandahar
Ó. Thorleifsson _______ Langruth
Th. Thorwaldson, Leslie, Sask.
óskar Olson ............. Lögberg
P. Bjarnason ----------- Lillesve
Guðm. Guðmundsson ........Lundar
Pétur Bjarnason ....... Markiand
E. Guðmundoson.........Mary Hill
John S. Laxdal____________Mozart
Jónas J. Húnfjörð_____Markerville
Paul Kernested..........Narrows
Gunnlaugur Helgason...........Nes
Andrés J. Skagfeld____Oak Point
St.. Eiríksson_________Oak View
Pétur Bjarnason _____________Otto
Sig. A. Anderson .... Pine Valley
Jónas J. Húnfjörð_____________Red Deer
Ingim. Erlendsson_____ Reykjavík
Sumarliði Kristjánsson, Swan River
Gunnl. Sölvason ....._____Selkirk
Paul Kernested___________Siglunes
Hallur Hallsson _______Silver Bay
A. Johnson ............. Sinclair
Andrés J. Skagfeld----8t. Laurent
Snorri Jónsson ....... Tantallon
J. Á. J. Lfndal ........ Victoria
Jón Sigurðsson______________Vidir
Pétur Bjarnason__________Vestfold
Ben. B. Bjarnason_____Vaneouver
Thórarinn Stefánsson, Winnipegosis
ólafur Thorleifsson____Wild Oak
Sig. Sigurðsson..Winnipeg Beach
Thiðrik Eyvindsson....Westbourne
Sig. Sigurðsson__Winnipeg Beach
Paul Bjarnason..........Wynyard
1 BANDARIKJUNUM:
Jóhann Jóhannsson_________Akra
Thorgils Ásmundsson ____ Blaine
G. Karveteson ..... Pt. Roberts
Sigurður Johnson________Bantry
Jóhann Jóhannsson ____ Cavalier
S. M. Breiðfjörð_______Edinburg
S. M. Breiðfjörð _____ Garðar
Elís Austmann...........Grafton
Árni Magnússon__________Hallson
Jóhann Jóhannsson________Hensel
G. A. Dalmann___________Ivanhoe
Gunnar Kristjánsson_____Milton
Col. Paul Johnson..._.. Mountain
G. A. Dalmann _______ Minneota
Einar H. Johnson---Spanish Fork
Jón Jónsson, bóksali ... Svold
Sigurður Johnson_________Upham