Heimskringla - 17.05.1917, Side 7

Heimskringla - 17.05.1917, Side 7
WINNIPEG, 17. MAl 1917. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Enamh.) L. 1. Laug, er viðliður nafna. 3?ó eru fleiri konunöfn en karla með þessum viðlið. Orðið merkir laug, kerlaug, bað, af sögninni að lauga, lauga, laugaði. Orðið er kvenkyns, bó bað sé að fornu og nýju í fá- einum karlmanna nöfnum, svo sem: Áslaugur, Guðlaugur, Gunn- laugur, Þorlaugur. Kvennanöfnin eru fleiri: Áslaug, Berglaug, Drop- laug, Guðlaug, Geirlaug, Oddlaug, Sigurlaug, Snjólaug, Svannlaug, Þorlaug o. fl. Rangt er að skrifa Gunnlögur og Gunnlög, þvf þó að lögur þýði sama og rennandi efni, þá er iaug yfir baðílátið, laugar- ker, og yfir athöfnina að laugast. Laugardagur, þvottadagur, er sá dagur vikunnar, sem fornmenn hafa alment gengið til laugar. Eg hefi hvergi séð fornmenn taka svo til orða, að þeir gengju eða færu í lagarvatn. En að ganga í laugar- vatn, eða fara í laugarvatn, kemur all oft fyrir. öll þessi nöfn eru þjóðleg, forn og fögur. Það er þvf skylda íslendinga að halda þeim við, og mætti vel fjölga á norræna málvísi. En þjóðarminkun er að aflaga þau. 2. Leifr var nafn f fornöld, og nafnfrægt nafn: Leifur hinn hepni Eiríksson. Nafnið merkir þann, er leifir, skilur eftir, eins og áður er drepið á. Stofninn er víða í viðlið, svo sem: Áleifur (Óleifur), Eileifur, Geirleifur, Hjörleifur, Oddleifur, Sigurleifur, Þorleifur. Konunöfn: Ásleif, Arnleif, Dýrleif, Guðleif, Her- leif, Ingileif, Sigurleif, Þorleif o. fl. Alt eru þetta góð nöfn og sjálfsögð til framtíðar. 3. Leik er stofn í nöfnum og við- liður. Leikur var fult nafn í forn- öld. Nafnið þýðir: leikur, íþrótt. Eá nöfn voru af þessum stofni, og nú færri. Karlmanna nöfn, svo sem: Ásleikur (leikur Ásanna), Gunnleikur (orustuleikur), Her- leikur, Þorleikur (sama og Þorlák- ur). Leikný hét móðir Finna Þor- geirssonar Ljósvetninga. goða. Fá konunöfn voru með þessum stofni í samskeyttum nöfnum, og nú lík- lega engin. En vel mætti taka upp ný nöfn, svo sem: Leikdís, Leik- heiður, Leikhildur, Leikrún o. fI., sem mikið eru fallegri en útlend nafnaskrípi. 4. Lið finst f viðlið, í örfáum nöfnum: Hafliði, Sumarliði, Vest- lið, Vcturliði. Liði þýðir að liða að sér, að fara í lið; sjá Snorra Eddu: liði, iiðar, sbr. bls. 177, Þor- leifar Jónssonar, Ivhöfn 1875. Haf- liði og Sumarliði eru enn þá til, en hin fáheyrð eða fallin fyrir borð að öllu. 5. Linn. Þessi stofn var viðliður í fáum konunöfnum í fornöld, en nú horfinn, nema ef vera skyldi í nafninu Siguriín, sem enn þá er uppi. Upprunalega hefir nafnið verið Sigurlinn, en á seinni tíðum afbakað í Sigui’iín. Linni er orms- heiti. Fagrar konungadætur hétu þessu nafni í fornöld. Sbr. Hkv. Hjörvs.: Sigurlinn Sváfnisdóttir. En Sváfnir er hér orms heiti líka, °g þýðir ormur sá, sem svæfir. Konur með tindrandi, frán eða fögur augu, hafa líklega verið nefndar þessu nafni. Þær sem hafa dregið menn að sér með töfr* um augna sinna. Stofn-linn hefir verið konuheiti á íslandi á 12. öld, Jólinn. Nafnið er eins og að ofan er sagt, nú orðið sama og Sigrlín. 6. Lín er stofn í fáum konunöfn- Um, og finst í viðlið líka. Orðið er vafalaust af líni (línvefur), sem konur höfðu í klæði og handfjötl- uðu. Líneik er sögunafn og konu- nafn. Lína er konunafn á þessum dögum. Filippus Sæmundsson í Odda (dáinn um miðja 13. öld) lét dóttur sína heita Randalín. Hún hélt bú lengi á Valþjófsstað eftir að Oddur maður hennar féll, og varð yfir 100 ára gömul. Svíalín og Veigalín hafa verið til. 1 viðlið finst lín í þessum nöfnum: Berg- lín, Friðlín, Sigurlín og líklcga í nafninu ólfna. Sé það komið af nafninu ólafur, ætti að skrifa ól- lína. Annars verður endingin lat- hesk. , 7. Ljótur og Ljót eru full nöfn, og samstæð, af lýsingarorðinu Ijótur. Þessi nöfn eru ævagömul. Stofninn er alloft hafður í við- lið, svo sem Arnljótur, Úlfljótur, Horljótur. Konunöfnin: Bergljót, Þorljót. Þessi nöfn eru samsett af stofninn: Ljótólfur og Ljótunn. Unn er þarnasjávarbylgja í seinni hluta nafnsins. Af þessum stofni er nafnið Lýtingur. Sum af þess- úm nöfnum voru all Mð til forna, og nokkur af þeim haldast við ennþá. 8. Loftur er fult nafn og gamalt. Loki hét líka Loftur. Nafn þetta fylgdi Oddverjum í gamla daga, og lielst við 1 hinni svo nefndu Odd- verjaætt ennþá. Loftur þýðir loft, maður sem fer í loftinu. Nafnið hefir líka breiðst út frá Lofti ríka á Möðruvöllum. Hann hefir heitið eftir herra Lofti Þórðarsyni, (Þórður var líka herraður af kon- ungi), Hallssyni, á Möðruvöilum. Loftur ríki var Guðormsson, og miklar ættir eru frá honum komn- ar. Hann var kynsæll, maður, bæði í hjónabandi og utan þess. Kona Lofts á Möðruvöllum var Ingibjörg Pálsdóttir Þorvarðsson- ar, og Sessilíu Þorsteinsdóttur á Eiðum í Eiðaþinghá. Loftur Guð- ormsson er nafhkendur fyrir margt svo sem: Hann var friðsamur höfðingi, ríkasti maður á landinu, virðingarmaður mikill og veg- menni. All gott skáld, og dauða- tryggur við barnamóður sína, Kristínu Oddsdóttur.*) Af Lofts nafni er konunafnið Lofthæna. Það nafn var í Hrafn- istumanna kyni. Það er álfkonu heiti og hefir haldist við fram á vora daga. Ekki getur nafnið fall- egt heitið. 9. Lýður er fult nafn. Það finst óvfða í fornum sögum. Það er til á meðal Norðurlanda þjóða og þýðir landslýður. í Eddu finst það sem heiti, ljóður, ljóðar, mað- ur, menn. Nafnið barst til Islands frá Danmörku mcð ættföður Þor- leifs Kortssonar, Þormóðssonar, Kortssonar, Lýðssonar, hins danska. Þá nafnið er skrifað rétt eftir norrænum stofni, má það full- gilt kalla. Nafnið hefir verið uppi síðan í Skaftafellssýslu og á Suður- landi (Lýður sýslumaður, Lýður skáld m. fl.). En fágætt viar það á Norðurlandi. Samskeytt nöfn er hægt að búa til af þessu nafni, svo sem: Áslýður, Lýðbaldur (konung- ur), Lýðgeir, Lýðvaldur, og Lýð- björg, Lýðfríður, Lýðhildur. þetta væru fallegri konu nöfn en Lilja og Rósa, sem síðkomin erú inn í málið og nú látin þýða: lilja og rós. Þessi nöfn eru ekki unp runn- in í fornnorrænum nöfnum. Rós væri betra cn Rósa. En þaö er til í samskeyttum nöfnum: Ástrós, Ásrós og Sigurrós. ■*) Kristfn var dóttir Odds lepps Þórðarsonar, Flosasonar. Loftur hefir auðvitað kynst Kristfnu áð- ur en hann giftist Ingibjörgu, jafn- vel 10—15 árum áður. Hefir hún iíklega verið bústýra hjá honum á höfðingjasetrinu Möðruvöllum. — Loftur orkti iangt kvæði, sem nefnt er Háttalykill, um Kristínu. Hefir honum fundist mikið um fegurð hennar, þvf svo segir 27. er- indinu: Séð hefi eg bjarta brúði, bauga rein ])á eina — fyrir löngu; fríð var falda tróða, fagrhent, vel mentuð— til orða; ást og líkams listir langt berr hún af sérhverri að mínum dómi. Svo er sagt, að Loftur hafi gert Kristínu kost, að kjósa sér bónda, og hafi hún þá kosið sér Höskuld, og hafi þá Loftur sagt við hana: “Kjörvilt varðstu, Kristín; eg meinta, að þú myndir mig kjósa.” Er þetta orðtak sfð'an uppi. Ekki ber mönnum saman um, hvað mörg börn þau hafi átt saman. Sumir segja sjö, aðrir færri. En 4 synir þeirra urðu fullgamlir menn og er margt góðra manna frá þeim komið nú á dögum. Surnir ncfna Ólaf, Skúla, Orm og Sumarliða. Aðrir isleppa Ólafi, en nefna Eirík og Soffíu. Meiri líkur eru að þau hafi verið hjónabandsbörn. Sú fornsýni sækir til flestra rithöf- unda, að Kristín hafi verið ein hin alha fegursta kona á meðal allra fagnrkvenna, er á íslandi hafi búíð. Aftur segja sumir, að Loft- ur hafi fundið all-sárt til þess galla Kristínar, að hún hafi verið all- heimsk kona. Þó er ekki hægt að sjá af Háttalykli, sem nú er meiri hluti til af, að Loftur finni nokkur lýti á konu þessari. Ekki er þess vart í afkomendum Kristínar sona, að þeir standi að nokkuru á baki Ingibjargar sonum, og var þó Ingi- björg af góðu vitfólki komin. Háttalykill á >að hafa fundist í treyjuermi Lofts, að honum látn- um. Hann er talinn að hafa verið 90 erindi, og sitt erindi með breytt- um bragarhætti, en öll kynjuð til dróttkveðins háttar, með orða breytingum. Þetta ástarkvæði sýnir, að málið hefir verið farið að btandast og mikið að hnigna frá söguöldinni. Þar gert vart við sig léttúðarvísur, með útlendum blæ, hinan seinni tíma. — Undir hyll- ingarbréf íslendinga til Eiríks kon- ungs af Pommern, á Þingvelli, 1. júlí 1419, hefir Loftur Guðormsson skrifað nafn sitt þannig: lopptr guþormsson. Undir bréf til sama konungs, á Þingvöllum 1. júlí 1420, þannig: lofter guthormsson. Nafn h/ans er því ýmislega skrifað: Loftur Guðormsson og Loftur Guttormsson,—-Höf. EINMITT N0 er bezti tími að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Sjá auglýsingu vora á öðrum stað í blaðinu. Er alheims hungurs- neyð í nánd ? Þau lönd, sem mesta fæðu hafa fram leitt, hafa nú staðið f blóð- ugu strfði f rúm tvö ár. Ekki er því við góðu að búast, enda er nú útlit að verða ískyggilegt um heim allan. Jafnvel á friðartímunum var hallæri í löndunum ætíð yfirvof- andi, ef öll fnamleiðsJa gat ekki haldið álfram með fullum krafti. Jafnvel þá urðu þjóðirnar oft og einatt að viðhafa alla sparsemi og fyrirhyggju til þess að afstýra ineiri og minni hungursneyð. Sfzt er því að undra, þó útlitið sé al- varlegt nú. Síðasta ár var yfirleitt lélegt upp- skeruár um heim allan. Meiri og minni eyðiiegging er stríðum ætfð samfara. Matarbirgðir allra stríðs- þjóðanna eru nú óðum að þverra. Sannleikurinn er sá, að ef allrar varúðar er ekki gætt, þá er hung- ursneyð nú fyrir dyrum í flestum, ef ekki öllum löndum. M. Yictor Boret, foranaður bún- aðardeildar stjórnarinnar á Frakk- landi, sagði nýlega, að allar þjóðir heims þyrftu nú á allri sparsemi að halda iivað hveiti snerti, ann- ars yrðu bráðlega aðrar kornteg- undir meir og minna að koma í þess stað. Yfir þjóðinni á Þýzkalandi, sem nú þegar býr við hálfgert liungur, vofi hættan þó allra mest. “Fólk, sem var kvarta undan kartöfluskortinum í gær,” segir iiann á einum stað, “ætti að vera sér þess meðvitandi f dag, að nú ríkir megn fæðuskortur í flestum löndum iheims.” Hátt standandi embættismaður stjórnarinnar á Þýzkalandi sagði ekki alls fyrir löngu: “Vér sjáum ekkert annað en hörmung í vænd- um — það er dapurleg tilhugsun— ef vér kynnum í lok þessa yfir- standandi árs að verða þess varir, að vér gætum ekki haldið stríðið út lengur sökum fæðuskorts.” Á Englandi er fólki nú bannað að kaupa stórar birgðir af sykri eða annari matvöru. Var þetta óumflýjanlegt sökum skorts þess, sem þar nú ríkir. Með banni þessu er komið í veg fyrir það, að ])eir auðugri geti tekið fæðuna frá þeim fátækari. Svo litlar eru nú birgðir af kart- öflum þar í landi, að íbúar Lund- únaborgar sjálfrar verða að vera án þeirra með öllu tímunum sam- an og fá ]>ær aidrei nema af skornum skamti. Engin bót er heldur sjáanleg á þessu í nálægri framtíð. Þannig er jafnvcl ástandið á Englandi. Hér í Canada, þegar kartöflur eru orðnar rúma $2.00 bushelið, hveitimjöl nærri $12 tunnan, baun- ir 15 eent pundið og kjöt 30 cent pundið, ætti ])etta að örva þjóð- ina til þess að rækta hvern einasta blett og framleiða ]>annig alla l)á fæðu, sem lienni er unt, og láta ekki eina einustu ögn af neinu matrkyns fara til ónýtis. — (Laus- lega þýtt úr ensku blaði.) ÆFIÞÁTTUR. Eg sá það f Lögbergi nýlega, að Antóníus Eiríksson við Riverton væri látinn. Hann var gamall sveitungi minn og mér að góðu kunnur; langar mig þvf að gefca hans að nokkru. Antónfus Eiríksson var fæddur 4. Júlí 1825 að Hærukollsnesi í Álftafirði í Suður-Múlasýslu. Voru foreldrar hans Eiríkur Árnason og Katrín Eiríksdóttir. Þau Eiríkur og Katrín áttu 15 börn, þrettán syni og tvær dætur; komust allir synirnir á fullþroska skeið, nema einn, er dó á barnsaldri. Líka dó önnur dóttirin ung. Það var al- talað, að mjög hefðu þau gömlu hjónin verið drjiig af þessum tólf sonum sínum, epda var góð ástæða til þess, þvf færri eru þau hjón, er leika sér að því að ala upp tólf hrausta syni fyrir landið sitt. — Katrín var mesta greindar kona, en Eiríkur þvert á móti. Einu sinni sagði maður við Eirík gamla: “Heyrðu, kunningi; miklu hafið þið Katrín af kasfcað, að vera búin að ala upp 13 börn, og þar af 12 syni.” “Já, og þessir 12 synir mfnir eru mestu lieljar helvíti, helzt til sjós og lands,” svarar karl. Þegar Antóníus var tæpra 7 ára, léði Eiríkur lnann fyrir smaiapilt til Stefáns Ólafssonar sterka, sean um vorið 1832 flutti sig í Víðirdal. er til þess tíma hafði aldrei verið bygður frá því ísland fannst. Vfðidalur er fjailadalur upp af Lóni, og liggur Hofsjökull að aust- an en Kollmúli að vestan. Eftir dalnum rennur á, sem kend er við dalinn og kölluð Víðidalsá, og rennur hún f Jökulsá í Lóni í gegn um hræðileg gil og klungur, er enginn kemst yfir nema íuglinn fljúgandi. Þorvaldur Thóroddsen segir, að Vfðidalur sé 2—3 danskar mílur á lengd og verður það 9—13y2 ’mfla ensk. Búslóð sú, er Stofán og Anna kona lians fluttu með sér, voru 10 ær með lömbum og 2 hesfcar, ásamt húsrnunum. Fyrstu nóttina, sem Stefán svaf í kofa síhum, spyrnti hann út öðrum gaflinum. Um haustið fór Antóníus heim til for- oldra sinna, en Stefán fékk annan dreng stálpaðri að lijálpa sér í dalnum. Þarna var Stefán þó ekki nema eitt ár, því örðugt var til allra aðdrátta. Dalurinn langt frá mannabygðum og vegur nærri al- ófær með hesta. Það má ganga í dalinn frá þremur hliðum: úr Lón- inu að sunnan, Geithellnadal að austan og Fljótsdalsöræfum að norðan. Tveimur árum eftir að Stefán flutti úr Víðirdal, fór þangað Þor- steinn Hinriksson frá Karlstöðum á Berufjarðarströnd og ólöf kona hans með 3 dætur. Þetta var Stef- áni ólafssyni mjög á móti skapi, því hann ])óttist eiga dalinn' með öllum rétti, þar sem hann var fyrstur allra að nema þar land. Er svo sagt, að Stefán hafi haft í heit- ingum við Þorstein og sagt að hon- um skyldi aldrei blessast búskap- urinn til lengdar í sínu landnámi. Á þrettánda dag jóla, fyrsta vet- urinn sem Þorsteinn bjó í dalnum, var hann að lesa húslestur, og þá er hann var um það bil hálfnaður með lesturinn, kom snjóflóð á kof- ann og eyðilagði hann. Fórst þar Þorsteinn og tvær yngstu dæturn- ar, en ólöf og elzta stúlkan, sem Guðný hét, komust í búrið og höfðust þar við í scx vikur áður þær grófu sitg út úr fönninni, og komust þær með illan leik að Hvannavöllum, sem er insti bær í Geithellnadal. Guðný hafði við- beinsbrotnað í snjóflóðinu, og voru því hörmungar hennar að þeim mun verri. ólöf flutti aftur að Karlstöðum og man eg eftir henni. Var ætíð bent á hana sem hina mestu kvenhetju. Eg hefi ritað þetta af Stefáni Ólafssyni og leitast við eftir föng- um að skýra þar frá mönnum þeim er í Víðirdail hafa biiið á samt lýs- ingu af Ivollmúla. Múlinn dregur nafn af hryssu, er liangað viltist endur fyrir löngu; að minsta kosti er til saga um það, og læt eg hana fylgja: Antóníus var giftur Ingveldi Jó- hannesdóttur, en Jóhannes var | sonur Árna Jónssonar Eyfirðinga- skálds. Antóníus keypti jörðina ’ Steinaboga á Berufjarðarströnd, | sköminu eftir, eða um það leyti er þau Ingveidur og hann giftu sig. Græddist honurn brátt fé svo mik- ið, að þá er hann fór Ameríku 1878 var hann vafaLaiust einn af allia fjáðustu bændum í Múlasýslum. Antóníus var maður hinn áreið- anlegasti í öllum viðskiftum. Alt það, er hann lofaðist til að gera, stóð eins og stafur á bók. Bóngóð- ur var hann með afbrigðum og lét sjaldan eðia. aldi'ei neinn frá sér fara svö búinn. Hin ágæta og gáf- aða kona hans hafði líka mikil og góð áhrif á hann, og nær er mér að halda, að ekki hafi einn einiasti Íslendingur hér í Ameríku enn sem komið er verið annar eins bjargvættur í sveit og hann var hér. — Þeim Antóníusi og konu hans varð 5 barna auðið, og eru tvær dætur sem upp koinust, þær Kristbjörg og Jóhanna, og v.a r sú síðarnefnda yngst af börnunum og jafnaldra mín. Var fyrri maður hennar Þorsteinn Eiríksson, en hinn síðari er Björn Sigurðsson, ættaður úr Skriðdal og náfrændi minn. Maður Kristbjargar er ólafur Oddsson, úr Austfjörðum, og hjá þeim Ólafi og Kristbjörgu dóttur sinni dvaldi Antóníus um fjölda mörg ár, eða að minsta kosti síðan hann misti konu sfna. En öll þau ár, er hann var í þessu landi, bjó hann á jörð þeirri er nefndist Fiagriskógur, skamt frá þorpi því er myndast hefir nú nýlega við mýnnið á íslendingafljóti og nefnt er Riverton. Þær dætur Antóníusar eru kyn- sælar og eiga mörg og efnileg börn. Antóníus kunni hér aldrei við sig og var einn af þeim, sem aldrei hefðu átt að flytja af íslandi, því ])ar vegnaði honum að öllu leyti betur en hér. Mér var vel við Antóníus og átti honum margt gott að launa, sem mér þó aldrei gafst tækifæri til a5 framkvæma. Winnipeg, 14. apr. 1917. S. J. Austmann. Mórauða Músin t. Þessi saga er bráðum upp- $ genginn, og settu þeir sem vilja eignast bókina, að senda oss pöntun sína sem fyrst. Kostar 50 cent. Send póstfrítt. BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Hveitibœndur! Sendið korn yðar 1 “Car lots”; seljið ekk i f smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : “Sylvía” “Hin leyndardómsfullu skjöl” “Dolores” • • T r f r H Jon og Lara “Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins” Lára” Ljósvörðurinn” Hver var hún?” Kynjagull” M N N m N M M Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 0.30 Dolores ....-......................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið........................ 0.30 Lára.................................. 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún?........................ 0.50 Kynjagull............................ 0.35

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.