Heimskringla - 24.05.1917, Side 4
4. BLAÐ6ÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. MAÍ 1917.
HELMSKIUNGLA
(StofnnS 1HK«>
Eemur út á hverjum Flmtudegi.
trtgefendur og eigendur:
THE VIKING PKKSS. LTD.
VerS blahsins í Canada og Bandarikjun-
um $2.00 um áriti (fyrirfram borgaS). Sent
tíl lsiands $2.00 (fyrirfram borgatS).
Allar borganir sendist ráhsmanni blati-
• ins. P6st eba banka ávísanir stýlist til The
Vlking Press, Ltd.
O. T. JOHJiSON, rltstjrtrl.
S. D. B. STEPHANSON, ráSsmaíiur.
Skrifstofa:
720 8HERBROOKG STBEET., WINSIPKG.
P.O. Roi 3171 Talsiml Garry 4110
WINNIPEG, MANITOBA, 24. MAI 1917
Herskyldan
Herskyldan er. nú á næstu grösum hér í
Canada. Margir munu hafa vonað heitt og
einlæglega, að til þessa kæmi aldrei, en
reynslan hefir nú sýnt með ljósum rökum,
að ómögulegt sé að afstýra þessu lengur.
Til þess að Canada þjóðin fái efnt það lof-
orð sitt, að leggja fram hálfa miljón manna
til herþjónustu, er herskyldan nú eina
úrræðið.
Þetta er sorglegur sannleikur. Eftir að
allar þessar þúsundir landsins hraustu sona
hafa boðið sig fram sjálfviljuglega, er leitt
að þurfa að grípa til herskyldunnar. Þetta
. er leitt margra hluta vegna. »Það er leitt
að þurfa að neyða þá til víga, sem held-
ur vilja heima sitja. Að neyða þessa menn
í lið með þeim, sem sjálfviljuglega eru á
undan gengnir, er eins og að neyða vofur
myrkursins til samvinnu við börn ljóssins.
En nú er svo komið, að ekki dugar að fást
um slíkt. Frá aldanna byrjun hafa stríðin
aldrei verið annað en stríð—og fáist ekki
nógu margir til þeirra án herskyldu, er hún
óumflýjanleg.
Herfylkingar Canadamanna þynnast nú
óðum á vígvellinum. Sumir falla, aðrir sær-
ast, og þeir, sem uppi standa, þarfnast hvíld-
ar. Nægilegt varalið þarf því einlægt að
vera við hendina til þess að fylla skörðin.
Sigurvon bandaþjóðanna í stríði þessu hyrfi
með öllu, ef þær sæju Jier óvinanna eflast,
en sinn eigin her aftur á móti eyðast.
Canadaþjóðin má ekki vera eftirbátur
hinna þjóðanna í því að viðhalda her sínum.
Englendingar gripu til herskyldunnar fyrir
löngu síðan, þó þeim nauðugt væri. Banda-
ríkm voru ekki sein að sjá að herskyldan
væri óumflýjanleg í stríði, og hvergi er þó
lýðfrelsi meira en þar. Frakkar, Rússar og
Italir hafa haft herskyldu frá byrjun stríðs-
ins. — Hví skyldi Canada þá sitja utan hjá?
Þrátt fyrir hina miklu þörf á mönnum,
hefir þeim einlægt verið að fækka, nú í Iang-
an tíma hér í Canada, sem boðið hafa sig
fram. Stjórnin hefir engan kostnað sparað
til þess að reyna að ná þannig nógu mörgum
mönnum og aftra því, að til herskyldunnar
þyrfti að grípa. En nú sér hún allar þessar
tilraunir mishepnast og stígur því þetta spor
þó það sé henni nauðugt, alveg eins og það
var Englendingum nauðugt fyrir löngu síðan.
Sir Robert Borden hefir því tilkynt þing-
inu, að herskylda verði sett hér á fót það
bráðasta að hægt sé að lögleiða hana.
Frumvarpið verður lagt fyrir þingið innan
fárra daga og verður að sjálfsögðu samþykt
með , miklum meiri hluta, því margir af
helztu mönnum úr flokki liberala eru því
hlyntir. Afstaða Sir Wilfrids Lauriers, for-
ingja liberal flokksins, virðist þó töluvert ó-
ákveðin í þessu máli enn þá. Búast sumir
við ntótspyrnu frá hans hálfu — enda væri
það ekkert óeðlilegt úr þeirri átt. Svo skýr
maður sem Sir Wilfrid, ætti þó að geta.
séð, að mótspyrna hans í þessu máli hefði
engar aðrar afleiðingar en þær—að sundra
flokki hans.
Að herskylda sé komin á í Canada, verð-
ur gleðifrétt í herbúðum Canadamanna á
Frakklandi. Þeir menn ganga ekki í skugga
um hve alvarlega þýðingu það hefir, að
nægilegt varalið sé ekki við hendina. Og
nú þurfa þeir ekki að bera kvíðboga fyrir
því, að Canada hernum verði ekki viðhald-
ið lengur sökum þess, að þeim fari einlægt
fækkandi, sem sjálfviljuglega bjóða sig
fram í Canada. Með herskyldunni hefir nú
verið fundin sú bót við þessu, sem dugar.
Islendingar hafa aldrei verið herská þjóð.
Hætt er því við, að sumir þeirra eigi bágt
með að átta sig á ýmsu stríðum viðkomandi
— og að margir þeirra muni skoða her-
skylduna ægilega 1 fylsta máta. En með
því að skoða þetta rækilega frá öllum hlið-
unrl, munu þeir þó brátt komast að réttum
skilningi í þessu máli.
Og enn er tækifæri að bjóða sig fram. —
Enginn íslendingur ætti að láta það um sig
spyrjast, að hann hafi verið knúður fram
með herskyldu til þess að berjast fyrir frels-
ið og fósturlandið.
Dýrtíðahorfur.
Dýrtíð mesta er nú að verða í landinu, og
engin bót á þessu sjáanleg í nálægri framtíð.
Allt bendir til þess, að endir stríðsins eigi
enn þá langt í land. Uppskeruhorfur víða í
heiminum eru nú ekki þær beztu og matar-
birgðir þjóðanna þverra óðum.
Alt er því að stíga í verði hér í Canada.
Haldi þessu áfram verða sumar fæðutegund-
ir hér komnar í það afarverð, að þær verða
ókaupandi fyrir fátæklinga. Bregðist upp-
skeran í ár, verða margar fæðutegundir með
öllu ófáanlegar næsta vetur.
Neðansjávar bátar Þjóðverja halda á-
fram að gera stóran usla á höfum úti. Engin
ábyggileg vörn virðist fundin gegn ófögn-
uði þessum að svo komnu. Ástandið á Rúss-
landi er nú alt annað en glæsilegt. Þjóðin
þar á við afar örðug kjör að búa og er óvíst
hvort hún getur haldið stríðinu áfram lengi
úr þessu. — Ef til vill verður Rússum nauð-
ugur einn kostur að skerast úr leik áður
langt líður.
En þó Rússar hætti, verður stríðinu hald-
ið áfram. Um frið á milli bandaþjóðanna
og Þýzkalands er ekki að tala að svo stöddu.
Að lýðfrelsið, lýðfrelsisþjóðir og lýðvalds-
þjóðir semji frið við hervald þýzku þjóðar-
innar, er ómögulegleiki. Stríðið heldur því
áfram, þangað til önnur hvor þessi hlið sigr-
ar, og alt bendir til þess, að það verði langt
og strangt.
Utlitið er því ískyggilegt í heiminum.
Þjóðirnar þurfa á öllum sínum kröftum að
halda til þess að geta staðist þessa eldraun,
sem nú vofir yfir öllum Iöndum.
Engir skyldu samt örvænta. Góð ráð í
tíma tekin geta afstýrt mikilli hörmung síð-
ar. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá
hreyfingu þeirri, sem nú er vöknuð hér í
fylkinu, og kvenfélögin helztu hér eru for-
sprakkar að.
Þessi hreyfing er spor í rétta átt. Mark-
mið hennar er að vekja fólk til alvarlegrar
hugsunar á þessum ískyggilegu tímum og
hvetja bæði menn og konur til fyrirhyggju
og sparnaðar.
Sterk áherzla verður lögð á það, að fram-
leiðslan í landinu sé nú aðal-atriðið. Þess
vegna er nú lífsnauðsyn fyrir þjóðina að sá
í hvern einasta blett, sem ræktanlegur er, og
framleiða þannig alla þá fæðu í landinu, sem
landið getur framleitt.
Einnig verður þeim, sem heimili hafa fyr-
ir að sjá, bent á ýmsa vegi til sparnaðar.
Húsmæðrum verður t. d. ráðlagt að baka
sitt eigið brauð og drýgja hveitimjölið með
ýmsu móti. —- Islenzku frumbýlingarnir
munu minnast þess, að þeir gerðu þetta
sama hér á frumbýlingsárunum, þegar örð-
ugt var að afla sér hveitimjöls og það var í
afar-háu verði.
Islenzku frumbýlingarnir þektu hvað það
var, að verða oft og einatt að neita sér um
ýmsar fæðutegundir. Kjöt sáu þeir stund-
um ekki tímunum saman. Þeirra smái
skepnustofn mátti ekki við því, að höggvið
væri í hann skarð til að afla heimilinu kjöt-
matar. Allur sykur var þá sparlega brúkað-
ur, því afurðir búanna voru þá svo litlar, að
takmarka varð allan heimiliskostnað eftir
því sem mögulegt var.
Og fyrirhyggju sinni og sparsemi á þess-
um örðugu frumbýlisárum eiga Islendingar
alla vellíðan sína í seinni tíð að þakka. Sá,
sem ekki kemur sér á Iaggirnar með fyrir-
hyggju, sparsemi og dugnaði, kemst aldrei
neitt.
Sjálfsafneitun og sparsemishug íslenzku
frumbyggjanna þarf nú að vekja við í land-
inu í annað sinn.
Þetta er þjóðinni fyrir beztu.
Kosningar í Saskatchewan.
í síðasta blaði gátum vér um helztu atriði
úr stefnu conservatíva í Saskatchewan, sem
fyrir kjósendur er lögð við atkvæðagreiðsl-
una nú í hönd farandi. Bentum á, að öll
, stefna flokksins er miðuð við þau mál, sem
fyikið snerta og sem fyikisþingið hefir ráð
yfir. Aftur var sýnt fram á, að liberalar hafi
sett á dagskrá sína flest þau mái, er þeir fá
engu um ráðið og varða eingöngu samband-
ið. Þessa staðhæfingu sannar enn betur, ef
þess hefði þurft með, ritstjórnargrein í' síð-
asta Lögbergi. Er þar farið út í stefnu stjórn-
arinnar og hvað hún hafi að bjóða kjósend-
um sínum. Eru þar tvö mái talin sérstak-
lega, er hún hafi til meðferðar og komið í
framkvæmd að nokkru leyti. Hversu hún
ætli ineð þau að fara í fram'íðinni á svo að
holga henni og tryggja fraintíðar fylgi kjós-
enda. Mál þessi eru bindindismáliS og kven-
réttindamáliS. Bindindismálinu er svo liátt-
að, að stjórnin ætlar, verði hún kosin, að
koma á algjörðu vfnsölubanni um alt Can-
ada!! Flestir sjá, hve inikil líkindi eru til, að
þessu fái hún framgengt. En svo gjörir ]>að
nú ekkert til, ef það gæti orðið til þess að
vilia einhverjum sjónir á þvf sem hún liefir
gjört. Ef nota mætti það, sem yfirbreiðslu
yfir ýmsar misgjörðir hennar. Enda eru þær
gjörðir þess efnis, að eitthvað þarf að liafa til
þess að fela l>ær í gleymsku, svo eigi verði
þeim iireyft um og við kosningarnar. Fjár-
drátturinn, sem átti sér stað við öll opinber
verk, sem stjórnin lét gjöra, þarf að gleymast,
en hins að vera getið hvernig hún ætli nú að
segja fyrir um öll sambandsmál!! En svo á-
lítur Lögberg það sjálfsagt ósaknæmt, þó
reikningskilin hafi ekki verið sem bezt. Rit-
stjórinn telur það að líkindum smásynd, þó
horfið hafi fé úr féhirzlu hins opinbera, eða
þó almenningi sé selt ýmislegt og andvirðið
tekið og ekkert komi í staðinn; — eins og t.d.
brýr og vegabætur, dómhús, ábyrgð á ökrum
o.fl. En stundum fer þó svo, að glamur og
gaspur breiðir ekki yfir óráðvendnina og ó-
sannindin.
Málin tvö, sem Lögb. telur þá stjórninni til
heiðurs og að hún hafi átt upptök að, cru þá
þessi: Bindindismálið og kvenréttindamálið.
Segir blaðið, að stefna stjórnarinnar sé að út-
rýma áfenginu úr öllu Canadaríki, og um það
sé barist vestur í Saskatchewan nú(!), og von-
ist það til, að bindindismenn láti ekki blekkj-
ast!! Það skulum vér vona. Sannar þessi
staðhæfing það sem vér vikum að hér í blað-
inu síðast, að flest þau mál, sem stjórnin hefir
á dagskrá, eru ekki fylkismál, heldur sam
bandsmál, er á engan hátt heyra undir hana,
og hún hefir J)ví ekkert um að segja þótt hún
verði endurkosin. Loforðin, sem sé, eru öll út
í hött, tóm svik og tálbeita fyrir kjósendur.
I>að lætur vel í eyra, að stjórnin ætli að gjör-
breyta, um alla Canada, áfengissölunni eða
hverju öðru, sem væri, en hitt skiftir þó
meiru, að til þess hefir hún engin meiri ráð
en ritstjóri Lögbergs sjálfur. Ætli það breyti
ekki allmiklu austur í Quebec, eða Ontario,
hverju stjórnin lofar í Saskatchewan? Það
er náttúrlega mjög gainan, ef hægt væri, að
láta sem svo að alt stjórnarfar sambandsins
hvíli á hverju fáeinir menn lofi, er í ýtrasta
Jagi liafa ráð að eins yfir sérmálum eins lítils
hluta landsins. — En þetta hefir nú Lögbergs
ritstjórinn sjálfsagt aldrei skilið.
Sannleikurinn í bindindismálinu er sá, að
conservatívar hófu baráttuna fyrir áfegissölu-
banni innan fylkisins löngu á undan stjórn-
arflokknum. Og það, sem unnist hefir í því
efni, er þeim 'að þakka, en ekki stjórninni.
Allir muna eftir, hvernig stjórnin hefir barist
á móti hverju atriði í þeim efnum, og látið
fyrst undan, þegar hún hefir mátt tii og al-
mennings álitið orðið henni yfirsterkara.
Hin frægu lög hennar, er vfnsala var tckin af
öllum gistihúsum, um “útdeilingar stofnanir”
(dispensaries), eru í fersku minni. Helgaði
hún sér alt brennivín og áfenga drykki í fylk-
inu, setti gæðinga sína yfir útdeilingarstofn-
anirnar, til að útdeila dropanum meðal kjós-
enda og þjóna f samfélagi við sig. Og áður en
hún neyddist til að setja þessi lög, hvernig
hún tók traustataki á rakarastofum og öðr-
um smáhýsum fyrir vínsölu búðir, ef eittlivað
bar út af með hótelin eða vínsölukráin þar
varð of þröng. En nú ætlar þessi sama
stjórn að fyrirskipa bindindi um alt Canada!
—Þá muna og allir eftir öllum mútunum, sem
þingmenn liennar ]>áðu frá vínsölunum, til
þess að koma löggjöfinni í ]>að horf, að hún
yrði að engu liði í bindindisáttina. Sitja nú
nokkrir þeirra í tukthúsi, vafaiaust fyrir hina
ötulu tilraun sína- að koma á vínsölubanni
yfir alla Canada!
Þegar conservatívar komu með tillögu um
vfnsölubann í fylkinu á þingi 1911, sagði Mr.
Scott, að hann væri algjörlega mótfaliinn öliu
siíku verzlunar ófrelsi. Og f ræðu, sem hann
flutti í júní það ár, segir liann: Ef vér hefð
um sett vínsölubann í fylkinu, þá hefðum vér
hrundið bindindismálinu aftur á bak um
fimtán til tuttugu ár.” Og í ræðu, sem dóms-
málaráðherra Turgeon flytur í febrúar í
vetur, segir hann, “að almenningur í Saskat-
chewan krefjist ekki annara eins fádæma.”
Aftur hefir Mr. Willoughby, leiðtogi conser
vatíva, stöðugt haldið fram algjöru vínsölu
banni ÍDfian fyikisins síðan stríðið byrjaði.
Sem breytingartiliögu á útdeilingarlögum
stjórnarinnar bar hann fram í þinginu þessar
tillögur:
1. Að 'fyrirboðin sé öll verzlun með áfengi f
stórsölu eða smásölu innan fylkisins, svo
framt sera fylkislögin leyfi.
2. Að stjórninni sé heimilað að afnema allar
drykkjustofur í gestgjafahúsum meðan á
stríðinu standi, og afturkalia vönsöluleyfi
allra stórsöluverzlana.
3. Að máli þessu sé vísað til almennrar at-
kvæðagreiðslu, er fari fram samtímis og kosn-
ing í sveitarstjórnir innan fylkisins það sama
ár (19151.
Auðvitað voru þessar tillögur feldar og í
staðinn settar útdeilingarstofnanirnar frægu.
Þetta er að eins iítiil kafli úr bindindissögu
stjórn'arfnnar. Tilboð hennar að lögbanna
alla áfeflgissöiu um Canada er ekki á hennar
valdi, og það veit einn og allir, og er því sú
yfirlýsing meir en hlægiieg.
(Meira,)
Kveðjur
• •
• •
• •
• •
Þeir ærðu þig og særðu þig með skjall og brosin blíð
Þeir blinduðu og tældu þig, að kveða þér sjálfri nið.
Þeir stálu þínu brúðarskrauti á þinni þroska tíð,
Þokkanum og sakleysi: Þú varst svo ung og fríð.
Demantana tóku þeir, en gáfu þér aftur gler,
Gulli þínu og perluböndum skiftu þeir með sér,
Söddu svo þín girndaraugu á glysi, sem þú ber,
Gintu af þér silkivef, því nektin sæmdi þér.
Þeir leiddu þig og neyddu þig, að bera út börnin þín,
Bentu á það sem höfðingssið og Drottins lög og sín,
Unz ásökun og kjökurrödd úr hverju holti hrín
Heim að þinum rekkjustokk, er austan máninn skin.
Brosir þú með yfirlæti, í ógæfuna sezt:
Orðin sértu kongsdóttir og systra þinna mest —
Gestsaugað í útlaganum glöggvar þetta bezt —
Gugnar hann, að skilja við þig, þegar horfir verst.
Hefir þú aldrei athugað: að lsland teygði úr sér —
íslendingur sérhver veit að honum gegna ber:
Heilli landvörn heima fyrir, hálfri landvörn hér,
Heimi öllum þengskyldugur, hvar helzt sem hann fer.
Hann slæst nú, með sinni sveit, í lið á lengdri strönd,
Lítil taug í sinnar þjóðar vörmu bróður hönd
Reynast vill og raunagóð, sem rétt er úti lönd,
Rofin eða sundurleit, að knýta hjarta-bönd.
Flý eg ekki fósturjörð þá illa komið er !
Eftirsjá þó lítil myndi þykja helzt í mér —
Koma skal eg aftur, hve óralangt sem fer,
Ef ekki fyr, á dómsdegi! að vitna einn með þér!
21—1. ’17.
STEPHAN G. STEPHANSSON.
Keisaravaldið þýzka
Erindi flutt í Tjaldbúðarkirkju á
sumardaginn fyrsta 19. ap. 1917
Eftir síra F. J. Bergmann.
(Frainli.)
4.
Upphaf Prússaveldis.
Lftið er kunnugt uin fyratu lýð-
flokka af tevtónskum kynstofni
eða þjóðverakuhi. Á tíundu öld
verður þeirra vart í sögunni og
ne.fna.st Borussi—eða Prússar. Að-
albert, biskup frá Prag, leið písiar-
vættisdauða >af þeirar völdum, sök-
um viðleitni sinnar að snúa þeim
til kristin'nar trúar árið 997 En
Boleslas ihertogi í Póllandi lét sér
hcpnast að þrýsta þeim til að taka
skfrn og um leið til að gfanga hon-
um á vald árið 1018.
Hvað eftir annað reyndu þeir að
varpa af sér oki kristninnar og’ er-
lendra yfirráða, en þær tilraunir
mishepnuðust jafnótt. Að síðustu
hepmaðist þcim árið 1161 að veita
Boleslas IV. í Póliandi viðnám.
Fengu þeir þá nokkurn tíma not-
ið eins konar villimanna sjálfstæð-
is, sem Pólverjar gátu ekki bugað,
sökum þess, að alt stjórnarfar
])eirra var í moium.
Sífelt var verið að gera nýjar og
nýjai' tilraunir með að kristna ])á.
En þeir óttuðust um að glata sjálf-
stæði isínu um leið og þeir yrði
völl ríkfs með góðu skipuiagi og:
töluverðri velmegan.
Á 14. og 15. öld hnignaði riddara-
flokki þessum all-mikið. Var það
bæði sökum stöðugs ófriðar, er
þeir áttu í við Pólverj!a og Litú-
aníu-menn, og sakir siðferðilegrar
afturfaiar, er þeir lentu í. Gróf
þetta tvent undan yfirráðum
þeii’ra.
Árið 1454 risu höfðingjarnir og
hinir heldri menn llandsins upp á
inóti ridduruin þessum í sambandi
við Pólverja og logaði landið f
uppreist gegn þeim. Að síðustu
neyddist riddaraflokkur þessi til að
biðjast griða. Árið 1466 voru þeir
kúgaðir til að gera friðarsamning
í Thorn. Urðu þeir samkvæmt
honum að iáta af hendi öldungis
skilyrðislaust Vestur-Prússland og
Ermland til Póllendinga. En leif—
arnar af löndum þeirra urðu skatt-
skyld/ar konungum Pólverja.
5.
Upphaf Hohenzollern-ættar.
Árið 1511 kusu riddarar þessir
Albrekt markgreifa frá Anspach
og Bairuth, sem var ættingi kon-
ungs Pólverja og afsprengur frank-
versku greinarinnar af Hohenzol-
lern-ættinni. Höfðu riddiarar ]iess-
ir gert sér í hugarlund, að við
kosningu þessa myndi þeim bæt-
ast þegar í stað bandamenn, sem
væri nógu' voldugir til að hjálpa
þeiin til að rífa sig undan yfirráð-
uin Pólverja. En ekki varð þeim
kristnir og vörðust þess með oddi, káþan úr þvf klæðinu. Samt sem
áður varð kosning þessi næsta ör-
lagaþrungin fyrir sögu Þýzkalands
í heild sinni, eigi síður en regl-
unnar sjálfrar.
Foringi riddaranna var viður-
kendur árið 1525 hertogi Prúss-
fands. Var Prússlandi um leið
breytt í verzlegt hertogtadæmi, er
sfðar nefndist Austur-Prússland.
Sagði hertoginn sig úr lögum við
páfadóminn og gerðist einn af fylg-
ismönnum lútersku 'siðbótarinnar.
Fylgdu margir riddaranna dæmi
hans.
Á stjórnarárum Albrekts her-
toga tók landið mikluan framför-
um og skjótum. Hiann bætti lög
og réttarfar iandsins. Hann kom
betra skipulagi á fjármál / þess.
Hann stofnaði skóla og kom á fót
háskóianum í Königsberg 1544.
Hann kom því til leiðar, að biblí-
'an var/þýdd á pólveraku. Hann
lét prentla allmargar kenslubækur
handa alþýðu á þýzku, pólversku
og lettnesku.
Sonur hans og eftirmaður var
Albrekt Friðrik. Hann varð brjál-
aður, svo hann gat eigi haft stjórn
á hendi, og varð að skipa forræðis-
stjórn. Ýmsir laf ættingjum liams
höfðu þessa forræðisstjórn á liendi
hver á fætur öðrum. Loks varð
tengdasonur hans, kjörfurstinn frá
Brandenburg, sá, sem forræðis-
stjórn hafði á hendi. Hét hann
Jóhann Sigismund og hafði lands-
stjórn á hendi nokkur ár, unz her-
toginn lézt 1618. Var hann þá við-
urkendur eftirmaður hams, bæði
af lýð landsins og af konungi Pól-
verja, sem gaf honum veitingar-
vald andlegra háembætta f prúss-
og eggju, að láta snúa sér til krist-
innar trúar. Það var ekki fyrri en
á þrettándu öld1; er tevtónsku
riddararnir svo nefndu gerðu hina
frægu herför sína gegn þeim, að
kristin trú festi nokkurar veruleg-
ar rætur hjá þeim. Þeir fengu lof
orð um að fá þau lönd til yfirráða,
er þeir kynni að snúa til kristni.
Þeir réðust inn í prússnesku hér-
öðin all fjölmennir kring um 1220,
bjuggu um sig á þeim stöðvum, er
nefndust Vogelsang og Nessau og
tóku sér fyrir hendur að leggja
Prússland undir sig.
1 hálfa öld áttu þessir herskáu
kristniboðar í stöðugum bardög-
um við landslýðinn. Þeir lögðu
undir sig lönd og mannssálir jöfn
um höndum í hörðum orustum og
sífeldum bardögum. Kring um ár-
ið 1283 voru þeir búnir að brjótast
algerlega til valda í landinu. Höfðu
þeir þá um leið að nafninu kristn-
að landið og varpað undur þunn-
um menningarhjúp yfir það. En
þessu höfðu þeir ekki getað til leið-
ar komið á annan veg en þann, að
myrða og drepa niður hinn heiðna
landslýð, alla þá, er eigi vildu láta
sig kúga, en lofa iað eins hinum
þægu og eftirlátu að lifa.
Á þessari riddaraöld voru nokk-
urar borgir grundvallaðar, er
halda sér fram á þenna diag, svo
sem Torn, Kulm, Marienwerder,
Memel og Königsberg. Riddararn-
ir fengu aðra flokka af þýzkum
uppruna til að setjast þar að, svo
að landið fyltist fólki aftur að
nýju. Þeir létu sér ant um akur-
yrkju og verzlan og hlyntu að
hvorutveggja. Þeir lögðu grund-