Heimskringla - 24.05.1917, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.05.1917, Blaðsíða 8
8. BLAÐSfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MAl 1917. Fréttir úr bænum. Herra Hjörleifur Björnsson á Is- landsbréf á skrifstofu Ilkr. Gísli Sveinsson, frá Gimli, var hér á ferð nýlega. Sagði liann ail gott aö frétta l>að hann vissj tii frá Nýja íslandi. Ferming og altarisganga fer fram í Skjaldborg næsta sunnudagskv., ki. 7, undir stjórn séra Rúnólfs Marteinssonar. Sigfús Pálsson, “express”-maður, sem á heima «að 488 Toronto str., varð fyrir því slysi á laugardags- kvöldið var, að verða undir viðar- æki, sem hann var að flytja frá Headingly til Winndpeg, og hand- leggsbrotnaði við þetta og meidd- ist einnig töluvert á höfði. Yar hann tafarlaust fluttur á Almenna sjúkrahúsið og hefir verið þar síðan. Magnús Hjörleifsson, sem iengi \ fimtudaginn var, þann 17. þ. | m., andaðist hér á almenna spítal- anum kapt. Stefán Sigurðsson, sem flestir Vestur-íslendingar munu hefir búið nálægt Winnipeg Beach, ; kananst við. var hér á ferð í vikunnl og bjóst við i heilablóðfali. Banamein hans var Verður hans nán- að skreppa til Glenboro og dvelja þar nokkra daga. I ar getið í blaðinu síðar. Þórólfur Jónsson, frá Hensel, N,- Dak., fer heim alfarinn með Gullfoss. Hann hefir dvalið fjögur ár hér í landi, tvö ár f Canada og tvo ár í Bandaríkjunum. Hann er úr Suð- ur Þingeyjarsýslu. Lárus Beek, frá Manitoba vatni, var á ferð hér í vikunni og dvelur hér nokkra daga. Sagði hann alt bærilegt að frétfa úr sínu bygðar- lagi. Teitur Thomas, sem flesfum Is- lendingum er kunnugur hér í borginni, hefir verið við rúmið síð- an um nýár og er tiú þungt hald- inn. Á mánudagmn var hann fluttur til Roehester, Minn., til þess að stundast á sjúkrahúsi þar. Mrs. G. Guðmundsson, frá Mozart. hefir dvalið hér í bænum um tfma sér til lækninga. Hún er nú á bata vegi og býst pið að lialda heimleið- is í lok þessarar viku. Mrs. Ása Christianson og Berg- þór sonur hennar komu til borgar- innar á mánudaginn var frá WTyn- yard, Sask. Mrs. Christianson fór heimleiðis aftur í gær. Forstöðunefnd ungmennafélags L’nfíara er að undirbúa afmælis- hátíð félagsins, er haldin verður þann 7. n.m. Verður |>ar ýmislegt tii skemtana hafc og frá því skýrt í næsta biaði. Skemtifundur Ungmennafélags Unítara verður haldinn á vanaieg- um stað laugardagskvöldið 26. þ. m. Verður spilað og skemt sér. Guðmundur Pétursson, frá Elfros, j Sask., kom hingað til borgarinnar | sneroma í vikunni og leit inn á | skrifstofu Heimskringlu . Hann er einn þeirra ísiendinga, sem nú fara iieim til íslands með Gullfossi. Hef- ir hann dvalið 17 ár hér í landi. — Biður hann blaðið flytja öllum kunningjum sínum og vinum við Elfros og víðar sitt innilegasta þakklæti fyrir ljúfa samveru hér í landi. Guðmundur er frá Hafnar- firði og fer þangað. Gestur Jóhannsson, frá Hallson, N. D., var hér á ferð í vikunni og leit inn. á skrifstofu Heimskringlu Hann kom hingað til að vitja son- ar síns, sem legið hefir hér á sjúkrahúsinu og Dr. Brandson hef- ir stundað. Mr. .lóliannsson bjóst við að halda heimleiðis á föstudag- inn. Hann sagði alt gott að frétia af Jíðan íslendinga í sínu bygðar- lagi. Jón skáld Runólfsson kom til borgarinnar á laugardaginn var Hann. hefir dvalið á þriðja mánuð í Riverton í Nýja Islandi og kent börnum Jóhanns Guðmundssonar Stadfelds, sem þar býr þrjár mílur fyrir norðan Riverton. Býst Jón við 'að fara þangað aftur og dvelja J>ar eitthvað lengur. Alt gott að frétta sagði liann af líðan Islend inga þar nyrðra. Fiski- og viða verziun segir hann þar hafa verið svo góða í vor, .að annað eins ekki í manna minnum. Brúðkaupsveizla. Þann 28. apríl sfðastliðinn voru gefin samian í hjónaband Skúli Guðmundur J. Skúlason og Bryn- hildur Guðrún Sigríður H. Brynj- óifsson af séra Jóhanni Bjarnasyni á Jieimili foreldra brúðgumans, að viðstöddum vinum og vandarnönn- um. Skúli er sonur merkishjón- anna Jóns Skúlasonar og Guðrún- ar Jónsdóttur, sem búa rausnar- búi að Fögruhlíð í Geysisbygð. - - Eftir vígsluna fór fram rausnarieg vti/la: einnig var sungið og spiluð á orgel, og Miss Skúlason, sem e- svstir brúðgumans og kennar) hér, tók myndir af veizlugestunuin, og að síðustu flutti séra Jóhann Bjarnason snjaila og skeiutilega röiu, eins og honum er lagið við slíkar athafnir. Það er eins og séra Jóhann flytji sól og sumar. kærleik og iilýju hvar som hann kemur. — Undirrituð flutti brúðlijónunuin kvæði. — Klukkan 8 að kveldi fóru allir heim til sín gJaðir og ánægð- ir, eftir að hafa óskað nýgiftu hjón- miuin til lukku og blessunar. sé Jóns Sigurðssonar félagið hefir A. Bergman, löguiaður, i ákveðið að iiafa sölu á heimatil Hjálmar kom heim úr ferð sinni til Ottawa á fimtudagskveldið 10. þ.m., og lét fremur vel yfir ferðinni. All-lengi getur dregist, að dónrur verði upp kveðinn í inálinu, sem hann flutti, og eigi unt að segja, hve nær úr- skurðurinn verður birtur. Lög- maðurinn, sem hann flutti málið á móti, heitir Lafleure, maður af frakkneskum ættum, og talinn með beztu lögmönnum í Canada. Bazaar hefir Unitara kvenfélagið -á- kveðið að hafa tvo seinustu dagana í þessum mánuði, 30. og 31. i samkomusal tfnítara kirkjunnar, horni Sherbrooke og Sargent stræta. Verða þar margir og glæsilegir munir til sölu, alt með hálfvirði í sam- anburði við það sem nú ger- ist. — Kaffi verður selt þar, heima tilbúið brauð og margt og margt fleira. — Munið eftir dögunum 30. og 31. maí, og þá þurfið þið ekki að öfunda þá, sem náð hafa kjörkaupunum. Viðskifta dálkur AuKlýNlnKar af ým*u Injfl. í þennan dálk tökum vér ýmsar aug- lýslngar, nitSurraöaö undir viöeigandi yfirskriftum, t. d.: Tapatt, Funditf, At- vlnnu tllbotS, Vlnna önkaat, HflNBirði, HAn og lönd til aölu, Kaupakapur, og svo framvegris. Ilæjarfölk—AuglýsiÖ hér Hfin og her- berigt tll lelKu. Hfin tll abln. Húamunir til aflln. Atvinnn tllbob o.s.frv. Birndur—Auglýsið i þessum dálkl af- uröir búsins, svo sem smjör, egg o.sfrv. Bæjarfólk vill kaupa sllkt frá bændum, en þarf bara aö vita hvar þaö fæst. Auglýsió hér einnig eftir vinnufólki, og: margt annaó má augrlýsa. Þessar auglýsingar kosta 3Í5 cta. hver þumlungur; reikna má 7 línur í þuml. Engin auglýafns: tekln fyrlr mlnna en 25 eent.—Borglat fjrlrfram. Allar augl. veröa a?5 vera komn- ar á skrifstofuna á hádegi á þriðjudag til birtingar þá vikuna. búnum mat og hannyrðum 2. júní Meðlimir félagsins og vinir, sem hlyntír eru fyrirtæki þessu, geta fcngið nánari upplýsingar um matarsöluna hjá Mrs. Albert John son, 414 Maryiand St., og um hann yrðasöluna hjá Mrs. Árni Eggerts- son, 667 Yictor St. Nánar auglýst síðar. ________________ Tvær smágreinarnar f síðasta blaði hafa brenglast hjá prentar- anum. 1 greininni, sem sagði frá prófi Sigurbjargar Stefánsson, átti að standa, að hún hefði fengið 1A í öllum námsgreinum nema einni og heiðursumgetning (Honorable Mention) í tveimur, mannkynssögu og fslenzku. í hinni sinágreininni um próf Jórunnar Hinriksson upp úr fyrsta árs deild lagaskólans hef- ir það fallið úr, að henni voru veitt $60.00 verðlaun, einu verð launin, sem veitt voru f þeirri grein. Þetta eru hlutaðeigendur beðnir að afsaka. Tvær leiðinlegar villur eru í grein minni með myndunum af hjúkrunarmeyjunum í sfðasta blaði. Þar átti að vera: Halldóya Ásta W^alters (ekki Walterson), og Sigfríður (ekki Sigríður) Gilbert son. M. Peterson. ATVINNA. ÓSKAST til KAUPS—Tólfta (12.) hefti af þriðja (3.) árgangi “Svövu” verður keypt á skrifstofu Heims- kringlu. STÚLKA, sem vön er öllum venjuiegum hússtörfum, óskar eftir ráðskonustöðu. Heimskringla vísar á. VANTAR mann til að stjórna verzlun og líta eftir landi. Þarf að kunna ensku og hafa nokkra æf- ingu f búðarstörfum. — I*>ng Dis- tance Telephone í búðinni,—Þetta er 22 mílur frá Winnipeg. Helms- kringla vísar á. Ræða sú, sem séra F. J. Berg- inann fiutti í heiðurs samhæti því, er Stephani G. Stephanssyni og Arna Eggertssyni var haldið laugardagskvöldið var, gat ekki sökum rúmleysis komist í þetta blað, en kemur í næsta blaði. Eftirfarandi íslendingar fara með “Gullfossi” heim til Islands. — Og lagði hópur þessi af stað héðan úr Winnipeg áleiðis til New York á mánudagskveldið Árni Eggertsson, Winnipeg, Man. Stephan G. Stephansson, frá Mar- kerville, Alta. August Sveinsosn, Elfros, Sask. Miss Elín Johnson. Mrs. Ingiríður Johnson. Þórólfur Jónasson, Hensel, N.D. Benjamín Thorgrímsson. Mrs. Vaigerður Thorgrímsson. Valfríður Thorgrímsson. Guðmundur Pétursson, Mozart, Sask. Mrs. S. Bjárnason, WTild Oak, Mari. Mrs. Bj. Thorarinson, Winnipeg. Miss Siisanna L. Thórarinsson. Miss Heiga L. Craig, Wpg. Thorlákur Einarsson, Holar, Sask. Matthías ísleifsosn, Otto, Man. Vilhjálmur Theódór Jónsson. Steingrfinur Sigurðson, Holar. Miss Emma Pálsson. Danfel Jónsson, Hailson, N.D. Alheiin prýðir aftur vor, alt úr vetrar læðing skríður. Lifnar sérhvert lífsins þor, lausn því veitir drottinn blíður. Alvaids gæzku aftur sjáum, aðstoðar hans njóta fáum. Nýtur halur hér og sprund hefja göngu lífsins nýja. Ljóssins íaðir, iíknar mund legg þau yfir, náðar hlýja. Guðdóms blikar geisli fagur, glatt upp rennur brauðkaups- dagur. Saman kærleiks bindið bönd, blómlegum á heiðursdegi; leiðist ætíð hönd við hönd, hættur forðist lífs á vegi, þá mun engin hrelling hryggja; hagsæld ykkar guð mun tryggja. öll í samhug óskum vér, eilífs friðar geislinn skæri lýsi ykkiar lífi hér, lán og gæfu endurnæri. Ljóssins ef að feril fetið, freistingar þá staðist getið. Lifið svo í lukku’ og frið lífs ófarnar æfistundir. Sorgmæddum hér leggja lið, ljúft mun ykkur hcims um grundir. Ávöxt fríðan af því hljótið, og guðs blíðu dýrðar njótið. Margrét Sigurösson. Kvenfélag Tjaldbúðarsafn. hefir Bazar, kaffisölu og söiu á heima- tilbúnu brauði, 1 sunnudagsskóla- sal Tjaidbúðarkirkju föstudag og laugardag í liessari viku. FUNDARBOÐ. Sameiginlegur fundur Bændafé- lags og Ivvenfélags Geysir-bygðar verður iialdinn að Geysir Hall 2. júní næstk., kl. 2 e.h. B. Jóhannsson. 14-5-’! 7. Fundur í “ísafold” í kveld 'fimtu- dag), í J. B. Academy. Meðlimir eru beðnir að minnast l>ess. I Ð U N N. í vikunni sem leið fékk eg síð- ftsta lieftið af II. árgangi Iðunnar, og liefi nú sent það til allra kaup- enda. Vil eg nú biðja þá, sem ekki liafa borgað fyrir árganginn, að senda mér andvirðið ($1.25) tafar- iaust. M. Peterson. P. O. Box 1703, Winnipeg. Konur eigi síður en karlmenn sem heima eiga hér í borginni, hafa ráðist út á land til bænda, og sumw þeirra til að vinna útiverk Ein þeirra, sem komnar eru út á land og íarnar að vinna úti á ökr- um, er Miss A. Norrington, sem fyr- ir nokkuru var námsmcy hér við háskólann. |Cona ein hér f bæn um, að nafni Mrs. Francis Graham hefir fiamkvæmdir á hendi í þessu efni fyrir inefnd kvenna til að út- vega bændum vinnufólk. W. A Cooper, bóndi að Pierson, Man. réð Miss Norrington til sín fyrir milligöngu þessarar Mrs. Francis, Honum hefir líkað svo vel við Miss Norrington, að hann, skrifar og biður að útvega sér aðra. “Hún er vel fær og kann vel að fara með hesta”, segir hann. Hún gerir alla þá vinnu, sem ætluð er karlmönn- um úti á landsbygðinmi. Nú á að senda Mr. Cooper aðra vinnukonu fyrir vinnumann. Við skólauppsögnina skipaði erki- miskup Matheson forsæti eins og vant er. Þar voru kennararnir við háskólann og alla hina æðri skóla, dr. Thornton, kenslumála ráðherra, og Sir James Aikins, fylkisstjóri. Erkibiskupinn er um leið kanzlari háskólans og gerði grein fyrir störf- um háskólans á árinu. Við há- skólann höfðu 210 færrl en f fyrra stundað nám, sökum strfðsins. Af þeim elléfu hundruðum frá frá há- skólanum, senj nú væri að berjast fylkingum konungsins, hefði 16 verið framaðir í hernum fyrir fræki- lega frammistöðu. Félag eitt hér í bænum hefir það ætlunarverk að hnekkja berkla- veikinni 'að eins miklu leyti og unt er. Það hélt mánaðarfund sinn í vikunni sem leið, 9. maf. Miss Cameron, sem er hjúkrunarkona þessarar berkla hnekkingar stofn- unar hér í borginni, í sambandi við heilbrigðisráð bæjarins, skýrði frá, að hún hefði vitjað sjúklinga í 491 skifti, farið með 24 mýja sjúk- iinga, orðið vör við ellefu dauðs- föll, sent sex sjúkiinga ’til King Edvvard sjúkrahússins og þrjá til Ninette. Við læknakensluna (clin- ies) á Alimenna spítalanum hefði verið 78 berkiaveikir, og af þeim 30 verið þar í fyrsta simni. Lækna* kensla væri nýbyrjuð á kveldin; væri hún vel sótt og virtist bæte úr skorti, sem lengi hefði verið fundið til. TILBOÐ. Öllum er kunnugt hið afar háa verð, sem nú er orðið á hveitimjöli, og þess vegna brauðmatur nú orð- inn dýr fæða. Það er því u/m það að ræða fyrir hverja húsmóður, hvernig hún getur aflað sér þekk- ingar á þvf er snertir tilbúning á brauðmat yfirleitt, þannig að hún bæði fái sem mestan og um leið næringarmestan mat fyrir hvert dollars virði af efni til brauða, er hún leggur út fyrir. Að mínu áliti er nú alt undir því komið -þessu atriði viðvíkjandi, að sem flestar húsmæður leggi áherzlu á það, að baka sín eigin brauð, en kaupi þau ekki af bökurum; ekki beint af því ftð það sé hagur í því að búa til brauð með því háa verði sem nú er á dýrustu tegundum af mjöli, en heldur í hinu, að tíminn niun brátt leiða í ljós þann ábætir erfiðleikanna, að imjöl kemst í tals- vert hærra verð áður en mjög langt líður, heldur en það er nú. Þess vegna er rnikið undir því komið, hvcrnig fólk getur, þegar neyð kref- ur, haft ef til vill eins góð not af hinum ódýrari tegundum af injöli. --Eins og mörgum er kunnugt, hefi eg átt við tilbúning brauðs í slðastliðin 30 ár, og eg er reiðubú- inn undir núverandi kringuin- stæðum að gefa bendingar og til- sögn með tilbúning á brauðum, sem eg hefi bakað fyrir heimili mitt í nokkurn undanfarinn tima, en sem með réttum hlutföllum f sam- setning hinn'a ódýrari tegunda af mjöli með öðru, sem gerir þau kjarngóð og að vissu leyti ekki ó- lfk íslenzkum pottbrauðum, gerir þau að því er verð snertir alt að því helmingi ódýrari en brauð úr bezta hveitimjöli.—Þeir sein vildu hagnýta sér þetta, gætu scnt mér áskrift sína, hvort sem þeir eru í bænuin eða úti á landsbygðinni, og mun eg þá senda þeim nákvæm- ar upplýsingar í þessum efnuim. Af því að nokkur kostnaður verð- ur á þessu við að láta prenta upp- skrift á þessu auk póstgjalds, þá verð eg að biðja þá sein vilja sinna þessu, að senda mér með áskrift sinni 10C. í frímerkjum. Til íslend inga hér í bæ, sem senda mér á skrift sfna, vil eg koma, eftir því sem eg fæ tfma til. —Það er tvent við þetba að athuga: fyrst, að fá þekkingu í þessu, meðan mjöl ekki hækkar meira í verði, til þess að þeir, sem sjá hagniaðinn af þessu og geðjast brauðiil, að þeir geti fengið sér einhverjar birgðir af þessum mjöltegundum, áður en þær hækka enn meira f verði. Og svo annað, að tfminn mun sýna það, eins og áður var sagt, að fólk verður að byrja á að hagnýta sér margt af hlnum ódýrari fæðuteg undum, og mikið er undir þvf kom- ið að afla sér þekkingar hvernig ná má hinum bezta árangri. Með vinsemd, G. P. Thordarson, 866 Winnipeg Ave. NÚTÍÐAR LŒKNING RÝMILEGir VERÐI Alls konar tannveiki læknuð. Þaulæfðir læknar og beztu áhöld. Prfsar lágir samíara góðu verki. — Fólk utan af landi tilkynni oss komu sína viku fyrir fram, —svo það ekki þurfi að bíða að óþörfu. 21st and 2nd Ave.ri f A a/f yflSASKATOON ^0^11 SASK. Eftirmaður Dr, Robinson Saskatchewan Löglegur Tann- læknir í Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér bezt að senda þaö til hans G. THOMAS. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrið kastar elli- belgnum í höndunum á honum. KYN HAk vlrt5l $1 fræftlA.Mloi; liFkkliiK. im*5 inyndum, $2 Eftir Dr. Parker. Ritu?5 fyrir unga pilta og stúlkur, ung elginmenn og eigin konur, fe?5ur og mæ?5 ur. Kemur í eg fyrir glappaskotin sí?5ar. Inniheldur nýjasta fró?51eik. Gull- væg bók. Send í ómerktum umbú?5um, fyrir $1, bur?5argjald borga?5. Bókin á ekki sinn líka. AIjVIIV SALKS CO. I>ept. “H*' I*. o. Hox 5H, Wlnnlpeir i Silki Pjötlur í rúmábreiður (crazy patoh- j vvork). Stórt úrval af stórum silki afklippum, af öllum lit- um. Stór “pakki” fyrir 25c.— 5 fyrir $1.00, sojit póstfrítt. — Útsaums Silki mismunandi lengdir, ýmsir litir. 1 únza fyrir 25 cents. Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri með öllum upplýsingum. Munið, að það eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraðritun, nfl. Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Það er og.verður mikil eftirspurn eftir skrifstofu-fólki. Byrjið því nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ráðsmaður. SPECIALT/ES CO. P.O. Box 1836 Winnipeg Sérstök Kjörkaup J«»p lloMejR—White, Pink. Hlómlu Crimson, þroskast frá sæ?5i til fulls blóma á hverjum tíu flb yrgst vikum. Plxle Plants—Undursamleg- a?5 vaxa ustu blóm ræktu?5. Þroskast frá sæ?5i til plöntu á 70 kl.« Bækl- stundum. Shoo FLy PlantM—Samt lykt- ingur laus; en flugur haldast ekki ( húsum þar blóm þetta er. ókeypls Blómgast fagurlega sumar og vetur. Weather Plant—Segir rétt fyrir um ve^ur mörgum stundum á undan. Ber ang- andi blómskrú?5. Dept. «H” P. O. Rox ALVIN SAL.ES CO.# WIPÍNIPEG IS TIL=- Sumarsins Pantið nú 1S til sumarsins. Hitinn er í nánd. Gjörið samninga um að láta oss færa yður ísmola á hverjum morgni. — Bæklingur með verðskrá fæst, ef þér komið eða símið: Ft. R. 981. The Arctic /ce Co. Ltd. 150 Bell Ave. 201 Llndaay Bldg. ™§ DOMINION BANK Borai IVatre Donr HSIun.tðll „ VaraaJSItur ..... Allir elzBlr.M.HM(l .( Ikirknokt „ „ *a,eoertw« „ M ,7,OOOrtVOt. ----»7N.«oo,eoa Vír óikum uftlr vlH.uklftum v.rz- lUDarmanna og Abyrgjum.t at) g.fa þelm fullnœffju. Sparlajötlsdalld vor •r aú atœrsta sem nokkur banki hef- lr I borglnnl. íbúendur þessa hluta borgarlnnar óska at) sklfta vlt) stofnum sem þetr vlta a« er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutleika. ByrJltJ sparl lnnlegg fyrlr sj&lfa ytlur, konu og bðrn. W. M. HAMILT0N, Ráðsmaðoi PHOMB GAHHT MM Látið oss búa til fyr- ir yður sumarfötin Besta efni. Vandaö verk og sann- gjarnt verö. H. Gunn,& Co. nýtízku skraddarar 370 PORTAGE Ave., Winnipeg Phone M. 7404 Tannlækning VHÐ höfum rélt nýlega fengiS tannlæknir sem er ættaíSur frá NorlSurlöndum en nýkommn frá Chicago. Hann hefír útskrifast frá einum af •tærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefír atSal um- sjón yfir hinni skandinavisku tannlækninga-deOd vorrL Kann viðhefir allar nýjustu uppfundningar vitJ þaÖ starf. Sérstaklega er litítS eftir þeim, sem helmsækja oss utan af landsbygtSinni. SkrifítJ oss á ytSar eigin tungumálL Alt verk leyst af hendi metS sanngjömu vertSL REYNIÐ OSS! VERKSTOFA: Steiman Block, Selkirk Ave. TALSÍMI: St John 2447 Dr. Basii O’Grady átSur hjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.