Heimskringla - 28.06.1917, Síða 1
t----------------------------------
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i Winnipeg. Við
höfum reynst vinum þinum vel, —*
gefðu okkur Uekifseri til að reyn-
ast þér vel. Stofnselt 1905.
W. R. Fowler, Opt.
V.________________________________
XXXI. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, 28. JONI 1917
NR. 40
Styrjöldin
Frá Frakklandi.
Bandamenn 'háðu marga snarpa
liildarleiki á Frakklandi síðustu
viku. í byrjun vikunnar gerðu
ibrezku hersveitirnar áhlaup á
svœðinu fyrir suðaustan Leverag-
nier og tóku þar af Þjóðverjum
fremstu skotgrafir og marga fán'ga.
A öllu þessu svæði var svo hvíld-
arlaust barist alla vikuna, því
Ljóðverjar vildu ólmir taka skot-
grafir sínar aftur. En svo sterk var
vTörn Breta, að óihlaup óvinanna
nrðu að engu. Um miðja vikuna
neyddust Þjóðverjar til að hopa á
öllum svæðum frá ánni Lys, nærri
Warneton og óralángt suður.
Bretar eru nú óðum að ná á sitt
vald þeim stöðum Ljóðverja, sem
svo örðugir voru sóknar, að sumir
töldu þá ósigrandi. Hæðirnar við
Messines hafa kostað Breta marga
menn, og eins hæðirnar við Yimy,
Somme og víðar. En nú eru Þjóð-
verjar hraktir úr öllum þessum
stöðum og mannfall því að verða
minna í liði Breta en áður. Þannig
er afstaða öll smátt og smátt að
breytast á Frakklandi. Ljóðverjar
hafa nú ekki yfirhöndina lengur;
þeir eru nú að verjast og að hopa.
-Og þó hver vika færi ekki banda-
mönnum stórsigra, eru þeir þó alt
af að koma ár sinni betur og bet-
ur fyrir borð og áður mörg ár líða
verða Þjóðverjar reknir úr Belgíu
og Frakklandi og inn í sitt eigið
land. Ef til vill verður saminn frið-
ur áður þetta skeður, en engin
vissa er þó fyrir því enn þá.
í byrjun þessarar viku hófu
Bretar og Canada menn öfluga
sókn gegn borginni Lens. Aðallega
munu það þó vera Canadamenn,
sem sækja borg þesssa, og eru nú
tierdeildir þeirra komnar inn í út-
jaðra borgarinnar og Þjóðverjum
áreiðanlega að verða þarna illa
vært. Alt virðist benda til þess,
að Canadamenn og Bretar taki
borg þessa áður langt um líður.
Einnig hafa Þjóðverjar verið hrakt-
ir á stórum svæðum þarna nærri.
Hersveitir Frakka stóðu í mörg
’um stórorastum síðústu viku. En
víðast virðast það vera Þjóðverjar,
sem eru að sækja. Frakkar hafa
náð mörgurn öflugum vígjum
þeirra á Champagne svæðunum og
eru Þjóðverjar einlægt að reyna
að ná þeim aftur. En þaT> kemur
mjög sjaldan fyrir að Frakkar verði
að hopa á því svæði, sem þeir hafa
einu sinni hrakið Þjóðverja af. í
lok síðustu viku gerðu Þjóðverjar
stórkostlegt álilaup á Aisne svæð-
inu. Hófst á því svæði grimmasta
orusta, sem endaði þannig, að
Trakkar hrintu óvinunum af hönd-
um sér og tóku af þeim mörg
hundruð fanga. Haldið er, að
Þjóðverjar muni bráðlega gera
aðra tilraun þarna, ef til vill en þá
stórkostlegri. En ekki óttast Frakk-
ar slíkt hið minsta.
Annað hvort er að koma tauga-
óstyrkur á Þjóðverjana, eða að
renna á þá berserksgangur, því
þeir eru einlægt að gera smá á-
hlaup hér og þar. Séu þeir í víga-
móði að “þreifa fyrir sér”1 með
þessu, má búast við stórkostlegri
sókn frá þeim gegn Frökkum áð-
ur langt líður. En þetta mun ein-
mitt vera það, sem Frakkar eru að
bíða eftir; því áreiðanlegt er, að
þeir kjósa heldur að það séu Þjóð-
verjar, sem sæki.
-----o----
Frá öðrum Bandaþjóðum.
ítölum gengur vel í seinni tíð.
Þeir hafa hrakið Austurríkismenn
liér og þar og hefir í sumum orust-
unum verið mikið mannfall í liði
óvinanna. Einna harðastar hafa
orusturnar verið á Trentino svæð-
inu. öflugt vfgi tóku Italir 19. þ.
m. af Austurríkismönnum ú svæð-
inu við Oritigora fjallið. Tóku
þeir þar af óvinunum marga fanga
og allar skotfærabirgðir þeirra, sem
þar voru. ítalir voru hvergi hrakt-
ir síðustu viku.
Alt virð.ist nú vera að lifna við
á hersvæðum Rússa. Þjóðverjar
létu nýiega loftbáta sína svífa yfir
skotgröfum Rússanna, og hrundu
þá út loftinu skeyti frá Þjóðverj-
um til Rússa þess efnis, “að Þjóð-
vorjar segðu stríðshié nú lokið og
myndu nú hefja sóknina á ný með
meiri krafti en áður. Væri þeir
Rússum mjög þakklátir fyrir hvíld-
ina,” Eftir þessa einkennilegu til-
kynningu, ihefir þó samt ekki enn
bólað neitt á þessari miklu sókn.
Vafalaust hefir tilgangurinn með
þessu verið sá, að slá Rússum
skelk í brjóst.—-Á Roumaníu svæð-
inu og víðar átt sér hér og þar
aliiharðar orustur stað í síðustu
viku og sóttu Rússar þar fram
kappsamlega.
Rússneska (stjórnin hvetur her-
inn nú áfram af öllum kröftum.
-----o-----
Seinustu fréttir.
Canadamenn taka borgina Le
Coulette án þess að missa einn
einasta mann. Borgim Lens er nú
þvi nær umkringd á alla vegu af
brezkum og canadiskum hersveit-
um. Bretar eru að sækja hér og
þar á öllu svæðinu sem þeir halda
á Frakklandi. Italir vinna nýja
sigra og taka af óvinunum öflug
fjalla vígi og fleiri hundruð fanga.
Venizelos hefir verið til þess sett-
ur af hinum nýja Grikklands kon-
ungi að mynda nýtt ráðuneyti.
Franskar ' herdeildir hafa verið
sendar til Athens til þess að við-
halda þar skipulagi. Má nú bráð-
lega búast við breytingum. til hins
betra á Grikklandi því Venizelos
hofir ætíð verið bandaþjóðunum
iilyntur. Ekki er þó haldið, að
þetta leiði til þátttöku Grikklands
í stríðinu í nálægri framtíð.
Ekki föðurbetrungur.
Hinn nýi Grikklands konungur
virðist ekk ætia að reynast banda-
mönnum neitt hollari en faðir
hans var. 1 sínu fyrsta ávarpi til
grísku þjóðarinnar, iagði hann
einna sterkasta óherzlu á það, að
hann myndi nákvæmlega fylgja
“hinni afargóðu stefnu” tföður síns.
Gera l>essi orð hans hann all-
ískyggilegan í augum bandaþjóð-
anna og er haldið, að ekki líði á
löngu áður honum verði vikið frá
völdum og Venizelos verði falið að
stjórna Grikklandi á meðan strlð-
ið stendur yfir.
-------O-------
Beðið um liÖstyrk.
Forsætisráðherra Canada fékk ný-
lega eftirfylgjandi skeyti frá Sir
Arthur Currie, sem nú er yfirhers-
höfðingi Canada liðsins á Frakk-
landi. Skeyti þetta er svar hans
upp á árn'aðaróskir, sem Sir Robert
Borden sendi honum, þegar hann
var nýlega tekinn við æðstu her-
stjórn Canada hersins:
“Eg get einlæglega metið og er
yður innilega þakklátur fyrir hið
alúðiegai skeyti yðar og hugheilu
árnaðaróskir. Eg tel mér stóra
sæmd, að stjórna nú hinum hug-
prúðu Canada herdeildum, og vilji
minn er, að stjórna þeim þannig,
að sá ágæti orðstír, sem þær hafa
unnið sér í stríðinu, geti haldist.
Eg er yður ]>akklátur fyrir l)á
fullvissu yðar. um, að herdeildun-
um sé óhætt að reiða Sig á, «ð Can-
adamenn sendi þeim alla aðstoð,
í mönnum og öðru, sem þær þarfn-
ast. Þær liafa úthelt blóði sínu til
þess að halda uppi heiðri þjóðar-
innar og vona nú öruggar að á-
vextirnir af fórn þeirra verði ekki
eyðilagðir. Nauðsynin er brýn og
ákveðin, að nægilegur liðsstyrkur,
bæði í fyrirliðum og hermönnum,
sé sendur frá Canada til þess að
halda herdeildunum við fullan
liðskraft.”
Af þessu skeyti geta menn séð,
að Sir Robert Borden er ekki að
búa þessa manna, þörf til, eins og
sumir halda, og að herskyldu-
frumvarpið er annað alvarlegi'a, en
“stjórniarfarsleg brella”. — Geta
menn lóð núverandi stjórn, þó
hún vilji grípa til herskyldurmar,
þegar þörfin fyrir liðsauka er
svona brýn.
-----<—o-------
Meiri innflutningur.
Þrátt fyrir það, þó Bandaríkin
sé nú komin inn í ófriðinn mikla,
ber ekki á að það hafi enn nein
veruleg éhriif á flutning Banda-
ríkja ma,nna hingað til Canada.
Fjöldinn, sem kemur þetta ár,
heldur áfram að vera töluvert
meiri, en um isama leyti árið, sem
leið. Flestir karlmenn, sem koma,
eru yfir herskyldu aldur, en eru
samt sem áður menn á bezta aildri,
eftir því, sem innflytjendastjórar
segja. Vikuna, sem endaði 12. júní,
komu meira en helmingi fleiri en
sömu viku árið, sem leið. Þessa
viku (til 19. júní) komu 684 manns
og höfðu meðferðis $135,864 í pen-
ingum. Af þessum hópi voru 236
vinnumenn bænda, og 553 skrifuðu
sig Banda,ríkja menn. Til Ontario
fóru 27, til Manitoba 105, til Sas-
katehewan 227, til Alberta 269 og
til British Columbia 236. Þessa
sömu viku rituðu menn sig fyrir
186 heimilisréttarlöndum.
-------o-------
Kosningarnar í Saskatchewan.
Kosningarnar í Saskatchewan
eru nú um garð gengnar og end-
uðu þannig, að liberalar unnu
með miklum meiri hluta. Saskat-
chewanbúar hafa þannig viljað
gefa stjórninni tækifæri til þess að
bæta sjálf fyrir yfirsjónir sínar í
liðinni tíð, og er nú undir næstu
fjórum árum komið, hvort hún
gerir það. — Enn eru ekki nákvæm-
ar fréttir fengnar um kosninga-
úrslitin. Vissa er þó fyrir því feng-
in, að 34 liberalar hafa verið kosn-
ir og 4 conservatívar; enn ekki
fullvíst um 17 kjördæmi, en liber-
alar þó á undan í flestum þeirra.
1 Wynyard kjördæmi var W. H.
Paulson kosinn með miklum meiri
hluta.
Málinu frávísað.
Eins og losendur sjálfsagt muna.
voru þeir Sir Itodmond Roblin,
fyrverandi forsætisráðherra fylk-
sins; Geo. R. Coldweli, fyrverandi
mení'amálaróðherra, og James H.
Howden, fyrverandi dómsmálaráð-
iierra, allir sakaðir um svik og
fjárdrótt í sambandi við þinghúss-
bygginguna nafntoguðu. Haustíð
1915 fóru þeir ■allir sjálfviljuglega
á lögreglustöðina hér í Winnipe0'
ojf gáfu sig á vnld lögreglunna.:
Var þeim þá slept gegn ábyrgðar-
fé þeirra sjólfra óg annara, og síð-
an hefir mál þeirra staðið yfir og
kærurnar um, að þeir hefðu stolið
undir sig fé fylkisins, hafa legið
yfir höfði þeirra eins og svartur
skuggi.
íin nú hefir máli þeirra verið
frávísað af Prendergast dómara.
Astæðan fyrir þessu er sú, að Sir
Rodmond Roblin er nú svo heilsu-
tæpur, að haldið var hann myndi
ekki þola langt réttarhaid og líf
hans yrði þannig sett í voða.
Tveir læknar skoðuðu hann nýlega
og sögðu-vafasamt að hann gæti
staðist þetta. Þegar R. A. Bonnar,
iögmaður krúnunnar, lagði þetta
fyrir Prendergast dómara, afréð
dómarinnar að vísa málinu frá
dómstólunum fyrir fuit og alt.
Ráðherrar fyrverandi fylkisstjórn-
ar liér eru því frjálsir menn f ann-
að sinn og þótt þeir hafi ekki í
varðhaldi verið, munu þeir samt
anda léttara.
Blaðið “Free Press” flutti þessa
frétt á þriðjudaginn.'og sagði satt
og rétt og hlutdrægnislaust frá
öllu.
-------o-------
Horfur hjá óvinaþjóÖunum.
Flugufregnir eru einlægt að ber-
ast um það, hve uppskeruhorfur
séu dauflegar á Þýzkalandi. Segja
fréttir þessar stöðuga þurka hafa
verið þar lengi og akrar þess vegna
alveg að eyðileggjast á stórum
svæðum. Einnig seg’ja þær akra
þar víða í mesta ólagi sökum þess,
að nú sé á Þýzkalandi ekki völ á
öðrum vinnumönnum fyrir bænd-
ur en þeim, sem lítið eða ekkert til
akuryrkju kunni. — Ef til vill er
eitthvað satt í fréttum þessum, en
enginn skyldi þó byggja á þeim
um of.
En um miðja síðustu viku barst
frétt frá Amsterdam á Holiandi,
sem að líkindum er takandi mark
á. Segir hún fregnrita eins BandaL
ríkjablaðsins nýlega kominn til
Amsterdam, eftir ferðalag i gegn
um Þýzkaland, Austurríki og alla
leið suður til herstöðva Austurrík-
ismanna við Trieste. Eftir ferðalag
þetta kvað hiann vera þeirrar skoð-
unar, að óvinaþjóðirnar verði ekki
sigraðar í stríði þessu með matiar-
skorti heima fyrir. Segir hann að
skortur ýmsra fæðutegunda sé þar
nú ekki eins tilfinnianlegur og hafi
verið fyrir skömmu síðan, og nú sé
nægar birgðir af kálmat í löndum
þessum.
Fregnriti þessi segist hafa verið
með hersveitum Austurríkismanna
á Isonzo svæðinu. Skorti hersveit-
ir þessar engiar fæðutegundir. 1
Vínarborg kvaðst hann hafa talað
við fólkið á sölutorgunum og í
kjötmörkuðunum. Kvarbanir sagð-
ist hann hafa lveyrt um skort á
sykri, sápu og eins því hve brauð-
skamturinn væri orðinn lítill, en
ekki sagðist hann haía orðið var
við það, að þar ríkti neinn alvar-
legur miatarskortur.
Um stríðið hafði margt og mikið
verið talað, en engan kvaðst fregn-
ritinn hafa reyrt nefna að sérfrið-
ur á milli usturríkis og bandaþjóð-
anna væri æskilegur. Sagðist iiann
hafa leitt þetta í tal bið allar stétt-
ir í Vínrborg, herforingja, her-
menn, stjórnmálamenn, verkamenn
og konur, og hefðu allir verið sömu
skoðunar. Allir gerðu gys að þeirri
hugmynd, að saminn væri sérfrið-
ur. Og alt þettia fólk bar mesta ó-
vináttuhug gagnvart ítalíu, og var
það eindregin skoðun flestra, að
ítalska þjóðin verðskuldaði þunga
hegningu.
Á Þýzkalandi eru menn daufari
í bragði. Þjóðin þar hefir sýnilega
orðið fyrir vonbrigðum hvað af-
rek kafbátanna snertir, en all-
ir eru þar jafn-ákveðnir 1 að bezta
stefnan sé að halda stríðinu áfram,
úr því friðurinn var ekki fáanleg-
ur, þegar bandaþjóðunum var boð-
inn hann. Engir vílja, að Alsaee-
Lorraine gefist Frökkum aftur.
Borgin Berlin er nú kyrrlátari en
áður var. 1 Hanover, þar sem
feykilega mikill flutningur á sér
stað til vestur herstöðvanna og
einlægur lestagangur er til og frá;
í þessari borg er varla hægt
að verða þess var, að þjóðin sé í
stríði. Mesta líf og fjör er í borg-
inni. Matvara öll er þar í afar háu
verði, en af því hve verkalaun
fólksins eru nú há, er þetta ekki
mjög tilfinnanlegt.
Uppskeru horfur á Þýzkalandi
eru ailgóðar yfir það heila tekið.
Bezta útlit með hveiti og maiskorn
og hafrar eru í meðallagi. En illa
lítur út með bygg og kartöflur.
Nautpeningur er nú í betra útliti
en áður, sökum þess hve mikið
hefir verið ræktað af grænu fóðri.
Mikill skortur er á smjöri heima
fyrir og öll olía er þar nær með öllu
ófáanleg. — En yfir heila tekið er
ástandið ekki líkt því eins ískyggi-
legt á Þýzkalandi og rnargir virð-
ast halda.
Þýzkaland verður ekki sigrað
með öðru en vopnum og herafla.
Þess vegna er þörfin brýn á fleiri
mönnum.
-----o-----
Ársfundur conservatíva í
Manitoba.
Conservatívar í Manitoba héldu
ársfund sinn þann 21. þ.m. hér í
bænum. Mættu á fundi þessum
um þrjú hundruð fulltrúar frá öll-
um pörtum Manitoba fylkis.
Það sem aðallega einkendi fund
þenna var, hve friðsamlega hann
fór fram og kom hér í ljós, hve sam-
liuga conservatívar eru í þvf að
leggja fram alla sína krafta 1 þarf-
ir stríðsins. Sú ákvörðun var sam-
þykt í einu hljóði, að cónservatíva
flokkurinn í Manitoba fylgdi þvf
eindregið, að herskylda yrði lög-
leidd í Canada.
Fylkis flokksmál voru ekki tek-
in mikið til umræðu á fundinum,
en aðallega hallað sér að helztu
málum rfkisins, sem nú eru á dag-
skrá—og sem öll eru eitthvað í
sambandi við þátttöku þjóðarinn-
ar f stríðinu.
Herskyldu frumvarpið.
Margir hafa tekið til máls á
þingi síðan herskyldu frumvarpið
var tekið til umræðu í annað
sinn. Málið hefir verið rætt af á-
huga og kappi á báðar hliðar.
Fljótt kom í ljós, að með afstöðu
sinni hefir Sir Wilfrid Laurier
sundrað liberal flokknum. Dag-
lega hefir tala þeirra liberala auk-
ist, sem ijá hersjkyldunni öragt
fylgi. Ekki er þó talið líklegt, að
herskyldu frumvarpið leiði til
kosninga, því þótt liberalar vséu of-
urhugar, munu þeir kynoka sér
við að koma fram fyrir þjóðina
með tvær stefnur, sem andstæðar
eru hvor annari! Hver úrslitin í
máli þessu verða, verður tíminn
að leiða f ljós.
Góð samvinna.
Hon. W. J. Hanna, sem nýlega
var skipaður matvælastjóri í Can-
ada, er nú tekinn til starfa af
mesta kappi. Síðustu viku fór
hann snöggva ferð til Bandaríkj-
anna til þess að ráðgast við mat-
vælastjóra stjórnarinnar þar og
stofna til samvinnu á milli þeirra.
Má búast við bezta árangri af
samvinnu þessari, enda er mikið
undir því komið, að Canada og
Bandaríkin geti nú verið samhuga
og unnið saman. Mr. Hanna hefir
aðalstöð sfna í Ottawa og er nú
kominn þangað. Yið komu sína
frá Bandaríkjunum vildi hann
ekki gefa neitt ákveðið út um
hvernig verkum yrði hagað, en
kvað það myndi koma í ljós áður
langt liði.
-------O-------
Bæjarfréttir.
Sæsímaskeyti kom á þriðjudaginn
var á skrifstofu Árna Eggertsson-
ar, fasteignasala, frá Eimskipafé-
lagi íslands f Reykjavík. Á því
stóð einungis: “Gullfoss farinn.
Eimskipafélag.” Ekkert stendur
nánara um, hvert Gullfoss er far-
inn, en líklega er það til New York.
Þessa íslendinga segja ensku
blöðin særða á vígvellinum:
G. B. Hjörleifsson, Icel. River.
Hermann Jónsson, frá íslandi.
A. Thompson, Shoal Lake, Man.
Fyrsta upplagið af mynd Yil-
hjálms Stefánssonar gekk fljótt til
þurðar. Varð Þorsteinn þá að
“efna f annan bát” og hefir hann
nú lokið við að mála mynd af Vil-
hjálmi í annað sinn. Aðra ljós-
mynd af hinum fræga norðurfara
hafði hann til íyrirmyndar í þetta
sinn, skýrari og betri. Smámynda-
ramminn utan um myndina er sá
sami, en með öðrum lit en áður
—samræmi ócfað betra. Eins og
Þorsteinn hefir auglýst áðUr, geta
þeir, sem keypt hafa fyrri mynd-
ina og eru óánægðir með hana,
skift henni sér að kostnaðarlausu
fyrir þessa seinni mynd. Heimiii
Þ.Þ.Þ. er að 7ý2 McGee str., Winni-
peg.
Verkfall í Winnipeg.
Nærri þúsund verkamenn, sem
við byggingavinnu eru í Winni-
peg, gerðu verkfall á þriðjudaginn.
Biðja þeir um 40c. á klukkutím-
•ann, sem er lOc. meira en þeir fengu
áður. Réttlæta þeir verkfallið
með því, að verkgefendur hafi
verið ófáanlegir til þess að veita
þeim kauphækkun þessa. ^ökum
verkfalls þessa er nú vinnan á
þinghúss byggingunni því nær
lögð niður. Sumir af verkveitend-
um í Winnipeg hafa þegar orðið
við kröfum verkamannanna til
þess að halda þeim við vinnuna.
Aðrir segjast muni afla sér verka-
manna utan frá. Ekki er verk-
mönnum láandi, þó þeir vilji hafa
hærra kaup, þegar önnur eins dýr-
tíð er komin í landið, en vafasamt
er þó, hvort verkfall þetta hefir
góðar afleiðingar.
-------o------
Alvarleg fólksfækkun
á Þýzkalandi.
Eftir J. W. Mason.
Ef stríðið endist eitt og liálft eða
tvö ár lengur, munu börn hverfa
nærri með öllu á Þýzkalandi, utan
stjórnin þar geri einhverjar ráð-
stafanir og finni einhvern veg til
þess, að komia í veg fyrir barna-
fækkun þá, sem átt hefir sér stað
síðan stríðið brjaði.
Þýzka þjóðin stendur nú í þessu
tilliti ver að vígi en nokkur önnur
núlifandi þjóð og getur þetta haft
hörmulegar afleiðingar. Stórkost-
leg barna fækkun heima fyrir, jafn-
framt því að ungir og efnilegir
menn hniga í hundraða tali á víg-
vellinum daglega, er ekki glæsi-
legt fyrir neina þjóð.
Eyðilegging hins þýzka kyn-
Stofns, sökum þessarar áframhald-
andi fólksfækkunar, er ekki öfga-
þrunginn draumur stríðsþjóðanna
gegn Þýztoalandi, heldur óyggjandi
möguleiki, som hlýtur að hvila eins
og svartur skuggi yfir þjóðinni, og
hafa þýzkir vísindamenn verið
settir til þess af stjórninni að
rannsaka mél þetta.
Árið 1915 fækkuðu fæðingar á
Þýzkalandi um 20 prct. niður fyrir
skýrslurnar, 1914 er stríðið hófst,
og samkvæmt manntali,. sem þar
hefir nýega verið tekið, var barna-
fækkunin árið 1916 um 40 prct fyrir
neðan skýrslurnar árið 1914. Ef
barma' fætokunin eykst í landinu
hlutfallslega eftir þessum skýrsl-
um, verða börn nærri því með öllu
horfin á Þýzkalandi 1 lok ársins
1919.
Ef til vill er þó ekki hægt að
fara alveg eftir þessum skýrslum,
þar sem við manntalið nýafstaðna
var þessi barn'afækkun ekki mið-
uð við sveitaþorpin, heldur borg-
irnar, sem höfðu 15,000 íbúa eða
fleiri.
Það er mögulegt, að barniafækk-
unin hafi ekki verið í jafn stórum
stýl úti á landsbygðinni. En ef
svo er, þá orsakast þetta af þvf,
hve mörg óskilgetin börn fæðast
nú á meðal bændafólksins. Rúss-
neskir fanga'r hafa verið nobaðir
til bændavinnunnar, og er sagt,
hverjar sem sönnur eru fyrir, að
í mörgum tilfellum séu óskilgetin
börn eignuð þeim.
En ekki verður slík fólksfjölgun
glæsileg í augum þeirra manna,
sem nú standa á bak við stjórnina
þýzku. Og einhvern veg verður
stjórnin iað finna til þess að ráða
bót á þessu, ef þýzka þjóðin á f
framtíðinni að teljast framarlega í
röð stórþjóðanna.
Þegar þetta er ritað, liafa Þjóð-
verja'r mist 1,200,000 menn fallna í
stríðinu. Um hálfa miljón fatlaðra
hermanna hefir hún nú á höndum
sér, sem ómögulegir verða til neinn-
ar þungrar vinnu. En um 800,000
unglingar koma á lögskyldualdur
til hernaðar árlega á Þýzkalandi.
Þessi aivarlega fólksfækkun, sem
nú vofir yfir Þýzkalandi, er þriðja
hreyfingin, sem nú verkar til þess
að kollvarpa hervaldinu prúss-
neska—hinair hreyifingarnar eru:
vaknandi lýðfrelsisandi þjóðar-
innar irmlendis og stríðið, sem
stendur yfir gegn þjóðinni utan
að frá.
Þýzkir þjóðfélagsfræðingar og
prófessorar tilnefndir af stjórninni
halda nú ráöstefnur um ialt land-
ið til þess að reyna að finna eitt-
hvert meðal gegn þessari miklu
fóltosfækkun — en að svo komnu
hafa ráðstefnur þessar engan á-
rangur borið.-----
Síðain fransk-prússneska stríðið
stóð hefir fæðingum, kynslóð eftir
kynslóð, farið fækkandi á Þýzka-
landi. Fólksfjölgunin í landinu
liefir orsakast af því, að stjórnin á
þessu tímabili endurbætti að stór-
um mun heilbrigðis ástand þjóðar-
innar og dróg þannig úr dauðs-
föllum. En samfara barnafækkun-
inni í dag er stríðið—og öll dauðs-
föllin, sem það orsakar.
Þegar hermennirnir þýzku koma
heim úr skotgröfunum, fæst bót
við þessu. En þetba' á ef til vill
langt í land enn þá og þörfin á
mönnum til vígvallar liefir aldrei
verið meiri hjá Þjóðverjum en nú.
ög hver sá hermaður, sem nú er
að velli lagður, þýðir skarð í hóp
þýzkra feðra í framtlðinni, og er
þetta svartaisti skugginn, sem nú
hvílir yfir þýzka þjóðstofninum.
Eina vonin fyrir Þjóðverja er sú,
að stríðið endi sein fyrst. Þetta
sér stjórnin þýzka, og er þetta or-
sökin að friðar tilraunum hennar.
------------------o------
Spellvirki þýzkra loítbáta.
Loftbátaflotar Þjóðverja eru
farnir að mega sín lítils á stríðs-
svæðunum, því 1 seinni tíð eru
bandamenn sýnilega að verða
Þjóðverjum snjailari í þeim viður-
eignum. Bretar hafa nú margfalt
fleiri loftbáta en áður og bæta ein-
lægt við töluna. Frakkar standa
einnig vel að vígi hvað þenna
hernað í loftinu snertir, því þeir
hafa loftbáta mairga og stóra, sem
þcir fullkomna einlægt meir og
meir.
En þegar Þjóðverjar eru farnir
að lúta í lægra haldi í þessum sök-
um, grípa þeir til síns “mikla mann-
vits og menningiair.”. Til þess að
jafna reikninginn senda þeir loft-
báta sína yfir Lundúnaborg og
láta þar rigna sprengikúluan yfir
konur og börn. — Um miðja vik-
una fyrri svifu 15 þýzkir loftbátar
yfir Lundúnaborg og orsökuðu þar
eignatjón og manntjón töluvert.
Ein kúla þeirra hitti skólahús og
varð 10 börnum að bana og særði
50 börn meira og minna.